Heimskringla - 21.07.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.07.1937, Blaðsíða 5
HEIMSKRINCLA 5. SÍÐA WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1937 aðist hann um flestar ísl.-bygð- irnar í Canada og hélt þar hljómleika-samkomur, og árið 1930 fór hann heim til íslands og ferðaðist talsvert um landið, — dvaldi þar í 6 mánuði og hélt hljómleika á 30 stöðum. Tryggvi lætur mjög vel af þeirri ferð, og segir að hún hafi orðið sér lær- dómsrík, og ánægjuleg í alla staði. Heimili Tryggva hefir verið í New York síðan hann fór þang- að í fyrstu og hefir hann mest af þeim tíma verið við kenslu í' music. Auk þess hefir hann | fengist talsvert við tónsmíðar, i bæði vocal og piano music, og ennfremur spilað á hljómleika samkomum (concerts). Tryggvi er kvongaður konu af hérlendum ættum, fædd í New Jersey. Hún er list-dansari, eða máske væri réttara að kalla það tákndansa, sem hún dansar; því þeir eiga að túlka bæði breytilegar árstíðir og tilfinningu — líf fólks, undir mismunandi kringumstæðum. Hún var barn að aldri, þegar hún byrjaði að læra þessa list. Hefir dansað í sjónleikum, og kvikmyndaleikum í New York, j Philadelphia, Boston og Chi- ! cago. — Þar með töldu hinu i mikla Roxy-leikhúsi í New York. j S. 1. 2 ár hafa þau hjónin gef-; ið “concert” í félagi. T. d. fyrir hið ameríkanska tónfræðafélag í j New York, í þeirra samkomusal, | og fyrir ýms kvenfélög og aðrar i félagsdeildir. Næsta föstudag, þann 23 gefst okkur tækifæri að sjá þau og heyra, leika sínar listir, undir umsjón kvenna- stúku Workman-félagsins (De- gree of Honor) og er ekki að efa að aðsókn verði góð. Á miðvikudagskveldið 23. júní fengum við mátulega mikla rign- ingu. Aftur aðfaranótt þess 9. júlí þá mestu rigningu sem kom- ið hefir hér í mörg ár. — Á Garðar mældist rúml. 4. þuml. regnfall. Þá lagðist mikið af hveiti og byggi, en var þó farið að réttast furðu mikið við þann 14. þ. m., þegar enn byrjaði að rigna, með hægð fyrst, en jókst er áleið kvöldið, og síðan hefir ringt mest af tímanum, þar til um miðjan dag í dag (16.), svo nú eru akrar í slæmu ástandi, al- staðar þar sem mikill vöxtur er í kornstönginni, sem er víðast hvar á láglendi. Ekki er hægt að segja ennþá hvað miklum skemdum þetta getur ollað. En ekki er líklegt að hveiti eða bygg nái sér að fullu aftur, en mjög líklegt að ryðið nái sér nú niðri í svona tíðarfari. — Svona er þá flest í ríki náttúrunnar: ýmist of eða van. Virðingarfylst, Th. Thorfinnson Guttormur J. Guttormsson: SUNNUDAGSÚTVARPIÐ Agnar Magnússon flytur ræðu á íslendingadeginum á Gimli; mælir fyrir Minni ís- lands. ISLENDINGADAGUR f VATNABYGÐUM Svo sem venja er til, verður haldinn íslendingadagur í Wyn- yard 2. ágúst næstkomandi. Til- högun hátíðahaldsins verður nánar auglýst í næstu viku. Þess má geta, að fulltrúar munu koma þar fram frá öðrum bygðarhlut- um. Ung stúlka mun lesa upp kvæði eftir íslenzk skáld, og verða sömu kvæðin lesin bæði á frummálinu og á ensku. Söng- flokkur íslenzku kirkjunnar í Wynyard mun syngja all-mörg lög, og annast þau Mrs. S. Thor- steinsson og Mr. Haraldur Helga- son einsöngvana. Ekki munu skáld bygðarinnar liggja á liði sínu frekar en endranær. Þó að hér sé aðeins sagt undan og ofan af og ekki getið um væntanlega ræðumenn á samkomunni, ættu menn að fá af'þessu nokkura hugmynd um það, að ekki verður alveg fslendingadagslaust í Vatnabygðum. Raunar má búast við því að meiri örðugleikar séu fyrir dyrum hér sökum upp- skerubrests en nökkurn tímá fyr, en menn munu tæplega láta það aftra sér frá því að reyna að eiga glaðan dag saman til minningar um gamla landið. — Forstöðunefndin og aðrir, sem hlut eiga að máli, munu líka gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að stilla í hóf inngangseyri og öðrum útgjöldum í sambandi við samkomuna. T. d. hefir kvenfélagið “Framsókn” á hendi veitingasölu og er ákveðið, að veitingar kosti ekki meira en 15 cent á mann. Veitt verður í samkomusal kirkjunnar. Er enginn vafi á því, að þeir, sem á hátíðina koma, munu frekar fara þangað en nokkuð annað sér til hressingar, því að með fullri virðingu fyrir því kaffi, sem “kínarnir” búa til, er það varla íslenzkara á bragðið en það sem kvenfélagskonurnar ís- lenzku hafa á boðstólum. Ung- mænnafélagið selur kalda drykki og fl. f þrjá áratugi hafa íslending- ar í Vatnabygðum haldið fs- lendingadag. Sú samkoma hefir verið sótt af fólki úr bygðunum endanna á milli og stundum lengra að. Þessu mun verða haldið áfram næstu hundrað ár- in að minsta kosti, svo framar- lega sem íslendingar og þeirra niðja halda áfram að búa á þess- um slóðum. Það er engin hætta á því að samkoman verði ekki eins vel sótt í þetta sinn og tök eru á. Takið eftir auglýsingunum í næstu viku. Jakob Jónsson Dr. B. J. Brandson flytur ræðu á fslendingadeginum á Hnausum 31. júlí; hann mælir fyrir Minni íslands. :ar. *v> >1' ^ rtfi V ■ •. 'i '-.litLr . . .£ '-1 Hljóðin þau særir sjálfur Satan, af falskri list, Og saxagjalla glaumur Gengur aftur fyrst. Enda þótt yfir þyrmi Aflagis hljóða draug, Situr hann við að saga Sundur í manni taug. Heyri eg í helgidómi Hafin er messugjörð, Lesið er óspart yfir Andvaralausri hjörð. Held eg menn hljóti að vakna Hressir við prestsins raust. — í kirkjunni karlmenn sofa Hjá konum sínum laust. Orgels hljóðpípur æpa, Upphaf, og þaðan frá Sunginn er langur sálmur, Síðan halelújá. Kölski hann kveður Undir Klámið, en miður snjalt, Auglýsing kemur á eftir Um ágætt laxersalt. ‘THESE BONES WERE WAGES Hundurinn og ’ans herra Hungraðir, jafnt í neyð, Voru og annað verra: ViJtir af sinni leið. Settist í sorgarskuggann Seggurinn ringlaði, Rakkinn að reyna að hugga ’ann Rófunni dinglaði. Þá flaug í herrans huga Hjálpráð, sem nú varð bezt, Skar hann, til skamms að duga, Skottið í sundur þvert. Hráætið honum veikti, Hák frekum, matarlyst, Stirnaða svo hann steikti Stirtluna, hengda á kvist. Þannig var gróðinn goldin: Gnagaði herrann af Hundsrófu þeirri holdin, Hundinum beinið gaf. “Á DÖGUM DICTATORANNA” Við auðvaldið æði reiður Og alt þess háttalag, Á lífinu orðinn leiður Hann langaði helzt í slag. Að stytta sér stundir — það var Hans stefna og augnamið — Það um að flýja sem að var — Og engu að skirrast við. Það varð honum örðugt vikið Að veita sér raunabót, Því svo var nú eitrið svikið: Það sakaði ’ann ekki hót. Hann keypti sér snæri í snöru Og snöruna um hálsinn fékk Og svikinni svikinn vöru, Hann settist en ekki hékk. Frá skoðun ’ann hlaut að hverfa Að hægt væri að granda sér; Og eilífa lífið erfa Hann ætlaði á jörðu hér. Og hátíð ’ann hélt um daginn, Sem hamingju sinnar vott; Hann mundi að það var maginn, Sem mest átti skilið gott. Hann keypti sér málsverð mikinn Og mun hafa fengið nóg, Því maturinn svo var svikinn Að sérhver, sem át hann, dó. FR. C(R)OOK Það verður mikil hátíð, er við heimtum ’ann til baka, Og honum veizlu gerum við, á Chateau Laurier. — Er hugðum við hann leita að nýju landi, á hafísjaka, Þá lá hann inni í tjaldi sínu kyr við Humbug Bay. YSIRFLJÓT Sjá þá ungu, stungna stingjum, Stara, mæna eftir friði, Iik um völlin liggja í dyngjum — Líf með þeim og sum á iði — Limlest, þembd og þrútin tárum, Þakin druslum, skít og sárum. Ekta gull fyrir auðvalds lýðinn Atalt malað hafði gróttinn. Af var staðin æga hríðin, Eftir skyldi rekinn flóttinn, Herinn yfir fljót í flokkum Fara á brú úr mannaskrokkum. Undan þyngslum, enn til víga ösnum fluttra vítis bákna, Altaf lægra og lægra síga Líkin niður í aur, sem tákna Mun, að sökkva í sínum drotni Seinast niður úr grafarbotni. Út með löngum Ysirbökkum Æðir vatnið rautt af blóði. Undir skuggum alda, blökkum, Eilífð geymir það í sjóði; Lengra og lengra fljótið flæðir, Fram í rúm og tíma blæðir. TESTAMENT Er lengur ekki hrifið hafa dropar Úr hómópata glösum a og b, Þá látið ekki klappa mig úr kopar, — Það kostar landsmenn alt of mikið fé— Og látið þið úr leir mig ekki hnoða Né litlu skáldin um mig kveða rugl. En, ef þið viljið, upp þið megið troða Mig allan líkt og stóran hvítan fugl. Gutt. J. Guttormsson Tryggvi Oleson, M.A. fiytur ræðu á fslendingadeginum á Hnausum 31. júlí fyrir Minni Canada. FJÆR OG NÆR Jóhannes Gestsson og kona hans frá Garðar, N. D., og Steve Indriðason og kona hans frá Mountain, N. D., komu til bæj- arins í gær í heimsókn til vina og kunningja. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lun- dar, Man., var staddur í bænum fyrir helgina. * * * Úr bréfi úr Framnesbygð Laugardagskveldið 3. júlí var þeim hjónum Sigurði Vopnfjörð bónda í Framnesbygð og konu hans, Helgu (áður Johnson frá North Dakota) haldið veglegt samsæti í samkomuhúsi Fram- nesbygðar í tilefni af nýafstað- inni giftingu þeirra. Samsætinu stýrði Mr. Snæ- björn S. Johnson bóndi í Fram- nesbygð. — Mrs. Herman von Rennesse frá Árborg mælti fyrir minni brúðurinnar og Mr. Gunn- ar Sæmundson frá Geysir fyrir minni brúðgumans. Ennfremur töluðu við þetta tækifæri þeir Mr. P. K. Bjamason frá Árborg, Mr. Gunnlaugur Holm frá Víðir, Mr. Einar Benjamínsson frá Geysir, Mr. B. J. Sigvaldason frá Árborg og Mr. G. O. Einarson frá Árborg. Milli ræðuhalda voru sungnir íslenzkir söngvar; spilaði Mrs. E. L. Vigfússon undir. Einnig skemtu systurnar Miss Olga og Dora Sigurðsson með pianó duet. Og karlakór bygðarinnar söng nokkur lög. Að afstaðinni kaffi- drykkju, þakkaði Mr. Vopnfjörð fyrir hönd þeirra hjóna, vinum og vandamönnum fyrir veizlu þessa, var síðan sungið og dans- að fram undir morgun. E. B. Olson flj^tur ræðu á íslendingadegin- um á Gimli 2. ágúst fyrir Minni Canada. Sérstök kjörkaup á gúmmí slöng- um til að vökva garða með 50 feta langar — með hólkum tilheyrandi Hér er tækifæri að eignast vökvunarslöngu með miklum kjörkaup- um. Allar slöngur 50 feta langar og úr góðu efni gerðar. Með hólkum. — Kjörkaup. $2.35 EATON C?M™ FERÐIST TIL UTLANDA í ÁR íslendingar sem ferðast hafa að mun hafa sannfærst um að þægindi, þjónusta og viðurgerningur á öUum skipum Canadian Pacific er langt fram yfir það sem þeir hefðu getað gert sér hinar glæsUegustu vonir með. BEINT SAMBAND VIÐ ÍSLAND Hin stóru og hraðskreiðu skip Canadian Pacific félagsins veita ágæta ferð beint til Keykjavíkur yfir Skotland. , ' Fastar siglmgar frá Montreal í hverri viku. Fáið yður fullkomnar upplýsingar hjá næsta umboðsmanni eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agemt, C. P. R. Bldg., Winnipeg. Símar 92 456—7. Qomjo&xom. Quífrc SOeoMti&úfui

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.