Heimskringla - 21.07.1937, Síða 4

Heimskringla - 21.07.1937, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JúLi' 1937 Hcíirtskringla (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurlnn borglst ryriríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD.__________ j OU vlSsktfta bréf blaSinu aSlútandi sendlst: lí.-vager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskringla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Ma*. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1937 HVERJU VAR BRETUM LOFAÐ? Ein fyrsta spurningin, sem fréttaritarár lögðu fyrir Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, er hann kom heim úr krýn- ingarförinni frá Englandi 8. júlí, var sú, hverju hann hefði lofað um þátttöku Can- ada í næsta Evrópu-stríði. Ástæðan til þessarar spurningar var sú, að forsætis- ráðherra Breta, Neville Chamberlain, lét sér þau orð um munn fara rétf áður, að forsætisráðherra Canada hefði lofað Bret- landi aðstoð hvenær sem hættu bæri að höndum. Vitnaði Chamberlain í ræðu, er King hélt í París um það leyti, þar sem vikið var að þessu, að Canada mundi ekki sitja hjá, er Bretland þyrfti á aðstoð þess að halda. Fregnritar þóttust ekki þurfa frekari vitna við um að King hefði einhverju lof- að um þetta annar staðar en í Parísar- ræðunni. Þó Chamberlain vitnaði í hana máli sínu til stuðnings, eru sterkar líkur til, að hann hafi vitað meira um þetta, en þar var gefið til kynna. En King neitaði fregnritunum um svar. Hann gaf að vísu í skyn, að á ríkisráðs- fundinum í London hefði ekkert gerst, er svifti þing Canada rétti sínum í málum þess, hvert sem að hermálum eða öðru liti. En þegar þess er gætt, að King kemur öllu fram á þingi, sem hann æskir, vegna hins mikla fylgis, sem hann hefir þar, eru þau orð hans harla lítils virði um að hann hafi engu lofað Bretlandi um að senda því her, því hann gæti fengið þingið til þess að samþykkja það viðstöðulaust. Menn spyrja nú sem svo, hvort að það sé ekki sjálfsagt, að Canada aðstoði Bret- land, ef það er í hættu statt, eða er knúið út í stríð ? En það er ekki spurningin hér, hvað þjóðin gerir í því efni. Þegar öll þjóð- ÍD hefir með atkvæði sínu samþykt að fara í stríð, er ekkert við það að athuga. En það er hitt sem athugaverðara er, ef einn maður, án leyfis þjóðainnar, færist það í fang. Annað eins mál og það hvort Canada eigi að taka þátt í stríði, eða fari í stríð, er mál, sem ekki verður til lykta leitt í lýð- frjálsu landi eins og Canada á fundum stjórnarráðsins. Það mál hlýtur að vera háð þjóðaratkvæði. Hafi King því lofað nokkru um það, að skuldbinda þjóðina til að fara í stríð, án hennar leyfis og samþykkis, hefir hann stigið það spor, sem hann á skilið þá refs- ingu fyrir, sem hann gleymir ekki fyrst um sinn. Eins er með þau ummæli Kings við fregnritana, að það sé engin ófriðarhætta í Evrópu; þjóðunum þar skiljist, að annað stríð nú, verði menningu Evrópu að fjör- lesti. Þjóð þesáa lands veit eins vel og forsætisráðherrann, hvað undir hernaðar- útbúnaðinum býr. Hann er ekki neitt á- kvöðunarlaust dund. Forsæftigráðherra gerir ekki sinn málstað neitt betri með þeirri staðhæfingu, að ekki geti til stríðs komið í Evrópu. Það hefir ávalt einhver þjóð í Evrópu átt í stríði við aðra þjóð eða þjóðir utan Evrópu eða innan s. 1. tvö eða þrjú ár; það heldur áfram enn og mun halda áfram og verða æ stórfeldara, sem því heldur lengur áfram. Fyrir það hvað Evrópu-þjóðimar gera, er sízt takandi. En að þvæla þjóð þessa lands í stríðsmál þeirra að henni fornspuðri, er of grátt pólitískt gaman til þess, að fyrir það verði ekki fyr eða síðar goldin makleg mála- gjöld. Ráðherrarnir sem með King voru á þessum tveggja mánaða túr í Evrópu, (en þeir voru Hon. Ernest Lapointe, dómsmála- ráðh., Hon. Charles Dunning fjármála- ráðh., Hon. Ian MacKenzie hermálaráðh. og Hon. T. A. Crerar, námuráðherra) vörð- ust eins allra frétta um hermálin og for- inginn sjálfur. Að King hafi lofað Bretum her, virðast því líkur til. Það hefði ekki legið eins vel á Chamberlain út af því, ef ekki hefði verið nein ástæða til þess. En ætlar þjóðin að þegja við því, að hún sé að ómyndugu barni gerð. REIMT f LANDINU HELGA í “landinu helga”, þar sem kristnin hófst, ríkir nú sú ókyrð og órói að þar eiga sér stað daglega uppþot og blóðsúthelling- ar. Eins og áður hefir verið minst á í þessu blaði, sáu Bretar, sem með umboð landsins hafa farið með samþykki Alþjóðafélagsins síðan 1922, sér ekki annað fært, en að skifta landinu milli tveggja þjóðanna er það byggja, Araba og Gyðinga. Gyðing- ar, sem eru vandræða þjóð um allan heim, áttu enga ættjörð að flýja til, þar sem þeir gátu búið einir og útaf fyrir sig. Þeir hafa að vísu átt griðland síðari árin hvar sem er, þar til Þjóðverjar gerðu þá sama sem landræka. Það hefir haft sín áhrif út á við og heldur æst á ný aðrar þjóðir gegn þeim en hitt. Þjóðabandalagið mun hafa séð eftir stríðið mikla að Gyðingahatrið mundi geta tekið sig upp aftur, og þess- vegna fór það snemma að hugsa þeim fyrir samastað. Og eðlilega var það þá “landið helga”, sem nokkrir Gyðingar bjuggu enn í, sem fyrir valinu var. Bretar fóru að stuðla að innflutningi þeirra til Palestínu. Voru þar ekki nema 90,000 Gyðingar, er sá innflutningur hófst, en um 600,000 Arabar. En svo miklum stakkaskiftum hefir allur iðnaður tekið síðan Bretar tóku umboðið í sínar hendur, að íbúum hefir fjölgað til muna; nú eru þar um ein miljón iAraba og 400,000 Gyðinga. En eins og nú er komið fram, sitja þess- ar þjóðir á sárshöfði hvor við aðra. Má svo að orði kveða, að Bretinn hafi orðið að hafa sverðið á lofti um nokkur ár til þess að stilla þær til friðar. Þegar ekkert útlit var orðið fyrir að þær gætu lifað saman, sá Bretinn ekkert annað ráð, en að skifta landinu milli þeirra. Og nú leggur nefnd, er skipuð var í það mál, til, að landinu sé skift í þrjá hluta. Galilea eða hið frjósama norðurland, er Gyðingum ætlað. Judea og hæðir Samaríu, er Aröbum ætlað, en borgirnar Jerúsalem og Betlehem og landið umhverfis þær verður í höndum Breta. Skifting þessi er bygð á því, að í Galileu eiga Gyðingar sögulegastar minningar. Þar starfaði Kristur. Arabar hafa þarna bæði aðgang að Miðjaðarhafinu í Jaffa og við landið fyrir handan Jordan (Trans-Jordan). En borgirnar, Jerúsalem og Betlehem hugsa Bretar sér að vernda frá að vera gerðar að vígvelli. f Palestínu er nokkuð af kristnum mönnum og á griðstaður þeirra að vera í þessum borgum. En þó tillögur þessar virðist ekki ósanngjarnar eins og á stend- ur, er langt frá því, að Gyðingar og Arabar fallist á þær. Og ástæður beggja eru hinar sömu, að hvorug þjóðin þykist fá svo mik- ið land, sem þær vilja. Gyðingar hamast á móit Bretum fyrir að varskifta sig og hafa þegar farið bónarveg að Roosevelt forseta, að skerast í leik gegn tillögum Breta. En auðvitað er það óþarft vegna þess, að Bandaríkin og Þjóðabandalagið gera út um tillögur Breta, ef af skiftingu landsins verður. En áttu nú Gyðingar tilkall til Pale- stínu? Það mun óhætt að fullyrða, að Gyð- ingar hafi ekki haft þar stjórn eða ráðið þar nokkru síðan 70 árum fyrir Krists- fæðingu. Arabar hafa bygt og stjórnað landinu, lengur heldur en England hefir verið bygt og stjórnað af Englendingum. Það var lítil von til að þeir tækju vel á móti Gyðingum. Það sem líklegast hefir ráðið talsverðu um það, að fara að flytja Gyð- inga til Palestínu, er að vestlægu og kristnu þjóðunum hefir þótt viðkunnan- legra, að þær réðu einhverju í landinu helga, og að það væri ekki með öllu ofur- selt múhamstrúarmönnum, Aröbum. — En átthagaleysi Gyðinga hefir einnig ef- laust átt þátt í því. En Gyðingar virðast ekki meta það mik- ils, sem Bretar hafa verið að gera fyrir þá í því að útvega þeim land, er þeir gætu skoðað sem ættjörð sína. Þeir snúast al- gerlega öndverðir gegn tillögum Breta um skiftingu landsins. Þeim þykir Bretinn ekki hafa gert nóg fyrir sig, að taka ekki landið alt af Aröbum og fá þeim það í hendur. Bretann vill hann nú kúga með því að fá Bandaríkin til að fara á stúfana á móti þeim. Reyslan er að vísu engum bönnuð, en hún kemur þama skrítilega fram hjá Gyðingnum. Mussolini hefir óboðið látið sig þetta mál skifta og eggjar Araba til að vera á móti Bretum í því að gefa Gyðingum þarna nokkra fótfestu. Og verði í veg fyrir skiftingu landsins komið, getur verið, að það hepnist. Skiftingin virðist það eina, úr því sem komið er, sem tryggir Gyðing- um bólfestu í Palestínu. Að Bretar fari í stríð við Araba eða múhameðstrúar- heiminn út af Palestínu, fyrir Gyðinga, er til of mikils mælst. Á tíð Krists skiftist landið í þrjú ríki, eigi óáþekt því sem nú er farið fram á. Þau hétu Judea, Samaría og Galilea. Og það er ekki líklegt, að nefndinni sem falið var að~ rannsaka hvernig skiftingin væri hagkvæmust, hafi að nokkru haft þessa fornu skiftingu í huga. VERÐA KOLIN VIÐ SUÐUR-HEIM- SKAUTIÐ DEILUEFNI BRETA OG BANDARIKJAMANNA Er hugsanlegt að til sundurlyndis dragi milli Sam frænda og Jóns bola út af ísi- þöktum landflákum við Suður-heimskaut- ið? Hversu ólíklegt sem þetta getur virst í fyrstu, er því ekki að leyna, að landkönn- uðir og stjórnmálamenn ráku upp stór augu, þegar það fréttist af ríkisráðsfund- inum í London, að Betland hefði í huga að kasta eign sinni á héruð við Suður-heim- skautið, sem Bandaríkjamenn hefðu einir kannað. Suður-heimskautið er óbyggilegt land og að vinna þar kol eða annað úr jþrðu yrði ekki leikur. En eigi að síður getur grunurinn um það, að þar séu miljónir tonna af kolum faldar undir ísilögðum sverðinum á margra fermílna svæði, orðið vináttu þessara þjóða að fjörlesti. Sem stendur er ekki þörf á kolum úr þessum nýju lindum við Suður heimskaut. En þó þessa stundina séu nægar kolanám- ur og séu bæði nær og auðveldari að vinna þær, en námur suður við skaut, er sízt fyr- ir að taka, að þær gangi einhverntíma til þurðar. Og hvað er þá líklegra en að stór viðskiftaþjóðir heimsins eins og Bretar og Bandaríkjamenn og fleiri að vísu, hafi allar klær úti og reyni að hremma kola- námurnar við Suður-heimskautið. Það er í fullu samræmi við þetta fram- ansagða, að Bretar skipuðu nefnd, sem at- huga á til hversu mikils landsvæðis Bretar eigi þarna að telja og semja eða gera upp- kast að því, sem skoða á sem stefnu Breta í málum viðvíkjandi eignarétti þjóða suður þar. Þetta hefir vakið nokkra gremju hjá bandarískum landkönnuðum. Þeir líta svo á, að þar sem Bandaríkin hafi verið hinir einu sem á hagnýtan hátt hefðu kannað Suður-heimsskautið, ættu þau tilkall þar til eignaréttar eða umráða. Richard E. Byrd aðmíráll, sem uppgötv- aði “Litlu Ameríku” sagði: “Við fundum kol þar í svo stórum stíl að nægja mun öllum heimi; enginn annar hef- ir þau kol séð. Bretar hafa nægileg kol í þeim hluta, sem þeir hafa uppgötvað. Meðan svo mikið er til af kolanámum sem nú, er ekki líklegt að farið verði að grafa eftir þeim suður við heimsskaut.” Byrd aðmíráll lítur því ekki svo á, að ástæða sé til misklíðar út af kolunum syðra, en hann bætir við: “Enginn Breti hefir fæti stigið á þetta land, sem er um 1000 fermílur að stærð og er nokkurs konar þríhyna og liggur í odda að heimskautinu; við kröfðumst þess lands í nafni Bandaríkja-forseta og helguðum með Bandaríkja-flagginu. En vestur af þessu landi hafa Bretar eitthvað unnið.” Byrd telur því eðlilegt, að Bretar geri kröfu til landsvæðisins fyrir vestan 150 gráðu og sem er fyrir vestan “Litlu Ame- ríku” eða er, ef til vill, áfast við hana. En nú þykir víst að Bretar geri sig ekki á- nægða með það. En hér koma fleiri þjóðir við sögu, ef farið verður að slá eign sinni á Suður-heim- skautslöndin. Og það er ekki ólíklegt, að' gera verði upp sakirnar innan skamms um það. Sögulega, voru brezkir landkönnuðir hinir fyrstu, að svalka um Suður-íshafið. Kapteinarnir Cook og Furneaux komust 17. jan. 1773 suður á 67 gráðu og 15 mín. á tveimur skipum, sem var það lengsta suður, er þá hafði verið farið. Árið 1819 sá annar enskur maður, Wil- liam Smith að nafni, land á 62 gráðu og 40 mín. og nefndi það Suður-Hjaltland (Shetland). En um þetta sama leyti fóru bandarískir selveiðarar að leita suður og fann einn þeirra, N. B. Palmer, Archipelago-eyjarnar, nokkru seinna. Upp frá þessu byrja margar þjóðir að kanna Suður-ísafið, þó Bretar og Bandaríkjamenn hafi þar oftast forustuna. Eftir skip- un Alexanders I. Rússa-keisara, fór Fabian von Bellinghausen í könnunarferð um Suður-íshafið og fann Traverse-eyjarnar og sá South Georgia og Sandvíkur- eyjar. Litlu seinna fara þrír Eng- lendingar í- fshafsleiðangra, þeir James Weddel, John Biscoe og John Balleny og uppgötva Wed- del Sea, Enderby-eyju og Balleny eyju. Árið 1835 leggur franskur maður í heimskautskönnun, Jules Dumont d’Urville að nafni. Hann var útbúinn með öllum þeirra tíma vísindaáhöldum. — Hugsaði hann sér að komast lengra en Weddel hefði gert, en lengra hafði þá enginn komist. Það fórst nú fyrir við fyrstu tilraun hans, en hepnaðist síðar; hann uppgötvaði Adelie-eyju. á sama tíma og Weddel og Englendingarnir þrír, fór Char- les Wilke könnunarferð til Suð- ur-íshafsins; var hann kostaður af Bandaríkjastjóm og komst lengra suður en Englendingarnir höfðu gert. Næsta könnunarferðin sem nokkuð kveður að er ekki farin fyr en 1892. Var hún hafin af Larsen kapteini, er fann Alex- ander-land. En fyrsti maðurinn sem vet- ursetu hafði á Suður-heimskauts londunum var Rússi og hét Borchgrevink. Var það ekki þrautalaust mönnum hans; einn dó og fleiri eða flestir þeirra sýktust. á síðast liðnum árum hefir könnunin verið rekin með öllum nútíma tækjum, flugvélum, loft- skeytum o. s. frv. Og það er auðvitað afleiðing þess, að svo margir hafa við rannsóknir átt syðra og að um einhvern hagn- að getur verið af því að ræða, að nú er að verða misklíð út af auð- num sem í Suður-heimskauts- löndunum kann að vera falinn. Árið 1935 krafðist Lincoln Ellsworth könnuðurinn frægi um 350,000 fermílna af landi við Suður-heimskaut fyrir Banda- ríkin. Tveim árum áður krafðist Ástralía geisimikils lands um- hverfis Suður-heimskautið sjálft. Síðast liðin febrúar tók Lars Christiansen sig til og setti upp norska flaggið á stóru svæði, umhverfis Suður-pólinn sem Noregur gerir kröfu til. Er sagt að sumt af því landi hafi verið fyrst kannað af Ellsworth og öðrum. Er engin furða þó þeir komi til greina, er um, eignarétt er þarna að ræða, þar sem Norð- maðurinn Amundsen var fyrstur til að komast alla leiðina suður til heimskautsins 1911, þó'fleiri bafi þangað komist síðan, t. d. Scott 1912 og Byrð 1929. Bretland byggir kröfur sínar aðallega á tveggja ára dvöl skips- hafnarinnar af Discovery II, suður við heimskaut og mun kyggja að gera tilkall til landa alla leið suður á pól með tíman- um. En þetta er sagt að ekki geti orðið án þess að helga sér eitt- hvað af landi því, er tveir leið- angrar frá Bandaríkjunum könnuðu 1928. Sir Hubert Wilk- ins lagði af stað frá Ross og flaug um 3000 mílur austur yfir óþekt íshéruð með öllu. Og Byrd» sem áfangastað sinn hafði í Litlu Ameríku, flaug alla leið til póls- ins og gerði uppdrátt af landinu. Bandaríkin helguðu sér ekki alt land sem þau mældu milli Litlu Ameríku og pólsins, en það land sem þau hafa fyrst kannað, munu þau þykjast geta gert til- kall til, sem Bretar og aðrar þjóðir. Noregur getur eflaust talið sig hafa fyrsta rétt til þessa landsvæðis öllum öðrum þjóð- um fremur og hann kvað hafa heitið, að sitja ekki þegjandi hjá, þegar skifting landsins verður gerð. Það er sagt, að nema því að eins að sakir þessar verði jafn- aðar innan tíu ára, geti verra af því hlotist. BRÉF TIL HKR. Mountain, N. D., 16. júlí 1937 Hr. ritstj. Hkr.: Oft höfum við Dakota ísl. orð- ið fyrir því happi að okkur hafi heimsótt góðir gestir, bæði frá íslandi og bygðum ísl. hér vestra; en mjög sjaldan hefir þess verið getið í fréttum héðan hvernig okkur hefir líkað heim- sókn slíkra gesta. Er þó enginn efi á því að allar slíkar heim- sóknir hafa verið öllum fjöldan- um mjög hugðnæmar, og að er- indi þau sem flutt hafa verið, af sumum þeim gestum, eru okkur, — eldra fólkinu að minsta kosti, — í fersku minni. Einn slíkan gest höfum við nú rétt nýskeð haft þá ánægju að hlusta á, n. 1. fröken Halldóru Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar, sem var einn af landnemum Hallson bygðar. Hún hefir haft sam- komur á Hallson, Akra, Moun- tain og Garðar, undir umsjón kvenfélaganna, við allgóða að- sókn, víðast hvar. Að minsta kosti var það svo hér á Moun- tain. Jafnhliða erindum sem hún flutti, um framfarir á ýms- um sviðum á íslandi, í seinni tíð gafst okkur tækifæri að líta menningarástand þjóðarinnar í heimilisiðnaði, sem vakti svo mikla eftirtekt, og jafnvel undr- un og almenna aðdáun, hjá okkur sem lítið sjáum í þeirri grein, að það mun okkur seint úr minni líða. Og þar sem þessir munir voru samsafn frá öllum pörtum landsins þá má segja að við höf- um hér séð að miklu leyti menn- ingarástand þjóðarinnar í heild sinni; þar sem af flestum er viðurkent að heimilislífið sé grundvöllur menningarástands hverrar þjóðar. Þó að margir af okkur fylgist að nokkru leyti með í því sem gerist heima, hvað framfarir í ýmsum greinum snertir, þá er þó sjón ætíð sögu ríkari, og svo eru margir af yngri kynslóðinni sem aldrei lesa íslenzkt orð, en bæði skilur, og hefir góða sjón. Hafi fröken Halldóra Bjarna- dóttir kæra þökk fyrir komuna og einkar alúðlegt viðmót. úr því eg er nú seztur á “kon- tórinn” þá langar mig til að geta fleiri gesta, þeirra Bjömsons bræðra. Björns frá Litchfield, Connecticut og Tryggva frá New York, synir þeirra Mr. og Mrs. Halldór Björnsson hér á Moun- tain, ásamt frúm þeirra, sem báðar eru af hérlendum ættum. — Björn hefir verið að heiman í 12 ár, að undanskildri einni heimsókn til foreldra sinna, fyr- ir sex árum. Hefir verið allan þann tíma við smíðar, og nokkur undanfarin ár kennari í þeirri grein við skóla í Litchfield Conn. Kona hans er af engelsk- um ættum, fædd í þessu landi. — Hún vildi láta þess getið að hún væri mjög hrifin af fólkinu hér. Landsplássinu, og búnaðarfyrir- komulagi bænda yfirleitt, þar sem hún hefði kynst því. Tryggva Björnsson, pianista, kannast margir við,#bæði hér og í Canada. Hann byrjaði að stúdera í Winnipeg. Fyrst hjá Steingrími Hall og seinna hjá Jónasi Pálssyni. Svo kendi hann pianó-spil hér um tíma. Hafði upp karlakór sem hélt hér con- certs undir hans stjórn árið 1925. Til New York fór hann 1926 til að halda áfram námi, í pianó-spili og tónfræði. Jafn- framt því gaf hann sjálfur music-lexíur. — Árið 1929 ferð-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.