Heimskringla


Heimskringla - 21.07.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 21.07.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JúLí 1937 Orðin komu fram af vörum hennar við- stöðulaust, henni fanst nú að hún hefði ófor- hugsað ratað á þá réttu úrlausn þess vanda sem hafði kvalið hana, og undraðist nú að hún skyldi hafa þolað að vera aðgerðalaus gagnvart Guy svona lengi, og vera ánægð eigi að síður. Henni þótti jafnvel sem hún heyrði til Guys kalla á hana um hjáip, einhverstaðar í fjar- lægð. Og svo kom, líkt og reiðarslag meðvit- undin um að Burke horfði á hana með því augnaráði sem hún gat ekki — þorði ekki að mæta. Hún tók fastara um handlegg hans, titr- andi frá hvirfli til ilja. “Við gætum það bæði til samans”, tók hún upp í hálfum hljóðum. “Væri það ekki tilvinnandi? Ó, væri, það ekki tilvinnandi ?” En Burke mælti ekki orð frá vörum, heldur horfði á hana þegjandi. Þá lagði kulda að henni, álíka og á giftingardaginn við visnaða tréð, hún slepti takinu á handlegg han3, tár hennar voru þornuð en hún þóttist,bæld, ólík sjálfri sér, undarlega vanmegna, þó hún væri óttalaus. “Eigum við að fara ?” spurði hún og lét sem hún ætlaði að standa upp, hann benti henni að fara ekki og hana skorti orku til að fara að öðru en hans vilja. “Svo þú ert búin að fyrirgefa honum?” spurði hann stuttur í spuna. Hún þóttist eiga átaka von, herti sig ósjálf- rátt til viðurtöku, svaraði þó mjúklega: “Þú getur ekki verið reiður manni sem þú vorkennir af hjarta.” “Sjá þykist eg það. Og þú heldur það sé mér að kenna mestm^gnis, að hann fór sem hann fór? Eg á að bæta fyrir það eða hvað?” Hann byrsti ekki róminn en þó var honum eitt- hvað samfara sem hún gugnaði fyrir. Hún leit upp á hann, skyndilega nauðstödd og svaraði: “Nei, nei! Víst ekki — víst ekki! Lags- maður, vertu ekki svona snarpur á brúnina. horfðu ekki á mig með svona grimd! Hvað hefi eg gert?” Hann leit af henni og þá var hljótt langa stund, hún heyrði ekki einu sinni andardrátt til hans, svo segir hann í hálfum hljóðum: “Þú hefir leyst Loka.” Hún kunni ekki svar við þessu, fanst ein- hver ógn vera í nánd og beið þegjandi. Hann sneri sér frá henni, studdi hönd undir kinn og starði til bjarmans af sólsetri, segir svo loksins, mýkri í rómnum en fyr: “Heldurðu að þér finn- ist hægra að lifa, ef sá ungi þorpari er tekinn inn í heimilið?” “Eg var ekki að hugsa um það,” sagði hún. “Það var bara-----” “Bara hvað?” innti Burke þegar hún þagði. Hún svaraði seint og treglega: “Bara þetta, að við erum einu manneskjurnar í víðri veröld, sem gætum gert eitthvað til að hjálpa honum. Og svo — og svo sýnist sem það sé okkar að gera það.” Burke tók ekki undir þetta, heldur þagði um stund, segir svo: “Og hvað ætlarðu svo að gera við hann, þegar þú ert búin að finna hann ?” Hún hikaði við svolitla stund, svaraði svo bljúgum rómi: “Eg ætlast til að þú hjálpir mér, félagi.” “Það gæti farið svo, að þér fyndist eg vera fyrir, áður en úti er,” svaraði hann. “Þú ætlar þá ekki að hjálpa mér?” Það var auðheyrt, að henni þótti miður. Hann snerist við henni, alvarlegur en reiði- laus: “Þú biður þess sem erfitt er að veita þér. Eigi að síður, hjálpa skal eg þér.” Hún rétti honum hendina: “Viltu gera það? ó félagi, þakka þér kærlega fyrir!” Hann tók fast í hendina á henni: “Með einu skilyrði”. “Ó, hvaða skilyrði?” Hún eins og hrökk við of (fölnaði í framan. Hann kreisti hönd hennar fastlega og segir stuttlega: “Með því móti, að þú leikir ærlega við mig og undirhyggjulaust.” Hún eldroðnaði í framan. “0 það! Vitan- lega — sjálfsagt! Eg svík aldrei í leik.” “Það er þá afgert,” sagði hann. “Já, afgert. En hvemig eigum við að fara að finna hann?” sagði hún og leit á hann, stilt og skíreygð. Hann þagði litla hríð og*þá fanst henni sem augun stálgráu vildu kanna sál hennar ofan í hjartarót. “Það ætti ekki að vera sérlega erf- itt.” “Þú veizt þá hvar hann er?” spurði hún nokkuð áfjáð. “Já, Merston sagði mér það í dag.” “ó, Burke!” Hún gerðist hýr og glaðvær á svip. “Hvar er hann ? Hvað hefst hann að ?” Enn horfði hann á hana aðgætnum augum, en á svip hans sást alls ekki hvort honum lík- aði betur eða vera. “Hann vinnur í Brennerstadt í staupabúð sem námumenn sækja.” “Á!” Hún spratt upp til að fela hvað henni varð við fréttina. “En við getum fljótt náð hon- um þaðan. Þú — þú nærð honum þaðan, fé- ^ lagi?” Nú var ekki eftir af sólseturs roða annað en fjólublár bjarmi á vesturlofti, þangað virtist Burke horfa, hann stóð upp og svaraði: “Eg skal gera hvað eg get.” Hún svaraði honum strax mjög alvörugef- in: “Þú ert vænn. Mij^ furðar hvort þig grunar hvað fegin eg er og þer þakklát.” Hann svaraði heldur treglega: “Eg get get- ið mér til.” Hún stóð lítið eitt hærra en hann, lagði hendina óframlega á öxlina á honum og segir mjúklega: “Og þér er það ekki mjög þvert um geð? Og það er í góðu skyni gert, er það ekki?” “Við skulum vona það.” Hann virtist ekki verða var við að hún kom við hann, hún tók fastar á og segir: “Burke!” “Já?” Hann leit ekki við. . Hún talaði feimnislega: “Eg — eg skal ekki gleyma — aldrei nokkurntíma — að eg er gift. Þú — þú þarft ekki að vera hræddur — við neitt svoleiðis.” Hann snerist að henni og segir dapurlega, eins og í nauðum. “Eg hélt þú ætlaðir þér að gleyma því — að þú værir búin að gleyma því — alveg.” Hún reyndi til að brosa, þó hún hefði ákaf- an hjartslátt: “Nei, því hefi eg ekki gleymt. Og því skal eg aldrei gleyma, framar. Svo það er allright? Segðu það sé allright!” Það var meira af bljúgri bæn í rödd hennar heldur en hún vissi af. Burke skalf við og krefti báða hnefa til að ráða við sig, svo svar- aði hann lágum kverkaíómi, eins og hann væri að kafna: “Allright, litla lagsi, allright.” Þá komst hún við, lagði handlegginn um hálsinn á honum og snerti kinn hans með vör- unum, fljótár en auga festi á, í sama vetfangi brá hún við og fór stökkvandi ofan hlíðina. Hún stansaði á jafnsléttu og leit við, hann kom rétt á eftir henni, liðugur og hvatfær, og þá segir hún, léttmál eins og ungur piltur: “Við skulum klifra upp á hæsta tindinn áður en lýkur, lagsmaður, eg er ekki við því búin í þetta sinn. Svo þar á ofan, við erum sein í kveldmatinn.” “Eg get beðið,” sagði Burke. Hún krækti fingri í litla fingur hans og sveiflaði og þannig héldu þau heimleiðis. Hún bar til hans fullan trúnað og traust en varaðist að líta á hann. “Þú ert sæmilega góður við mig,” sagði hún. “Ekki veit eg af hverju það er.” “Það færð þú einhverntíma að vita,” sagði Burke mjög svo hægur. IV. Kapítuli. Handsamaður. Daginn eftir var hvast og mikið mistur með sandroki þegar Burke reið' að heiman, svo hann aftók að Sylvía færi með honum til Brenn- erstadt. í þeim stað sótti þorsti á margan mann enda varð margur til að skola rykið úr kverkunum þegar á daginn leið. Burke tók sér herbergi á því hóteli þar sem hann hafði haldið til í giftingarferðinni og skundaði til matsalar, því að hann var móður af mistrinu og mollunni og þá vildi svo til að Donovan Kelly var þar fyrir, írskur maður kringluleitur og rjóðleitur, sem allir þektu og allir héldu upp á. Þeim manni var svo farið að hann gat yfir engu þagað og samt trúðu nálega allir honum fyrir vandræð- um sínum, því að hann var raungóður og brjóst- góður umfram aðra, öruggur líka og fylginn sér ef því var að skifta og oft tekinn til að skera úr deilum manna á meðal, allir vissu að hann vildi vel, hafði líka kjark til að halda fram því sem hann áleit rétt vera, við hvern sem var að etja, þegar honum bauð svo við að horfa. Hann var yfirmaður í einu námaverkinu. Þessi náungi heilsaði Burke kunnuglega og kompánlega með handabandi og þá Ijómaði af honum glaðværðin og góðmenskan. “Það hefir lengi staðið til fyrir mér að sækja þig heim. Eg var burtu þegar þú varst hér seinast á ferð, með brúðurina. Þetta léztu þig hafa, hljóðalaust og öllum á óvart, Burke karlinn! Eg átti ekki von á að þú létir leggja á þig hnapphelduna fremur en eg sjálfur.” Burke hló við. “Það rekur að því fyrir þér áður en langt um líður. Ekkert gaman að eld- ast einsamall í þessu landi.” Kelly var sér líkur, ólmur í fréttir eins og terrier af írskur kyni í rottur. “Og hverju er konan lík? Falleg eins og Eva og tvisvar sinnum ljúfari?” “Eitthvað því um líkt,” svaraði Burke, spurði hvað hann vildi drekka og talaði við frammistöðumann. Hinn feldi ekki niður for- vitnina.og hélt á spurningum: “Og alveg ókunnug í þessum parti ver- aldar, er hún? Kom til að giftast, þykist eg vita. Og hvernig lízt henni svo á alt saman?” “Þú verður að koma og sjá sjálfur,” svar- aði Burke. “Það ætla eg mér, karl minn, undir eins og eg get. Þann kvenmann vil eg sjá, sem gat lagt beizlið við þig. Veitt nokkuð nýlega, eða er hjónasælan ofsæt til að slíta sig frá henni til þess?” “Eg hefi haft ýmislegt annað um að hugsa líka.” sagði Burke þurlega. “Og er þetta þín fyrsta burtuvera? Hvað gerir konan af sér á meðan?” i “Henni verður ekki skotaskuld úr því né öðru. Hún er mjög vel gefinn kvenmaður, hjálpar við búskapinn, sýnist líka vel, eg verð bara að sjá til að hún leggi ekki of mikið á sig.” “Það veit eg þú passar, sonur sæll. Veðrið er þungt á kvenfólki í þessu landi. Það þarf ekki annað en sjá konuna hans Bill Merstons, vesalings. Falleg var hún og sæt eins og svo- lítil villirós, þegar hún kom hingað, og nú, maður getur orðið sinnisveikur af að sjá hana.” “Ætli það?” svaraði Brke Þurlega. “Ekki hefi eg orðið fyrir svoleiðis áhrifum. Ef eg væri í Merstons sporum, ja — hún skyldi ekki líta svona út lengi.” Hinn leit við honum með athuga: “Ja, þó ekki það? Þú hefir lengi röskur verið, karl minn, veit eg vel. Og hvernig mundi þinn lyf- seðill hljóða?” “Aðhald,” svaraði Burke stuttlega. Engin kona er sæl ef hún fyrirlítur bónda sinn. Eg mundi gæta þess, ef eg væri í Merstons spor- um, að henni þætti ekki lítið til mín koma. Það er það sem að henni gengur. Það er eitur í sál hverrar konu, ef hún lítur niður á mann- inn sinn.” “Hver skrambinn!” hló Kelly. “Þú hefir farið itl og stúderað vandann! Jæja, hér er heilla minni'þeirrar fríðu frúar, sem þú hefir kosið þér! Megi hún engum þínum vonum bregðast og hressa þig og hugstyrkja alla þína æfidaga.” “Þökk fyrir,” sagði Burke. “Hvað er nú að frétta af þér, hvernig gengur gimsteina vinnan?” Hinn lét ekki illa yfir og bauð kunningja sínum þvínæst gróða bragð, “útmetið tækifæri, lapm, ef þú átt apa lausan” (api er fjárupp- hæð, 400 pund eða um 2,000 dalir). “Þökk fyrir,” svaraði Burke. “Það hefi eg ekki en hvað er brallið?” Hinn skýrði frá því ítarlega, einn ríkur námumaður, Wilbraham, átti gimstein sem honum var útbær með því móti að selja vonina með tölusettum miðum, en sá hlaut happið sem átti þann tölumiða sem upp kom þegar dregið var. Sá írski lýsti steininum með sniðugri mælsku og bað Burke loksins athuga, hvílík gjöf annað eins djásn væri fyrir konuna hans. Burke hristi höfuðið hlægjandi. “Hún er ekki ein af þeim ef eg þekki hana rétt.” “Þá skal eg veðja við þig, að þú þekkir hana ekki rétt,” sagði Kelly glottandi. “Sama samt, braskfærið er í betra lagi, gimsteinninn orðlagður af óhepni eig^ndanna, svo keppi- nautarnir verða aldrei margir.” Burke var ekki þýðlegur. “Jæja, einu gildir mig, ekki fer eg að troða peningum í vasa Wilbrahams. Hefir Guy Ranger borið fyrir þig nýlega ?” Hann spurði líkt og svarið lægi honum í léttu rúmi, en í augnasvip Kellys brá skerpu. “Svo það var erindið í þetta sinn? Trúðu því sem eg segi þér, hann er búinn að fá nóg af Blámúlastöðum að sinni.” Burke þagði við en ekki mýktust í honum augun meðan hann velti fréttinni fyrir sér. Kelly leit við honum forvitinn. “Sá piltur er kominn í strand, algerlega fallinn í stafi, taugarnar eins og fiðlustrengir, drekkur eins og skollinn sjálfur, rétt eins og hann sé að drekkja kvalafullum dauðdaga í brennivíni.” Burke þagði og Kelly óx forvitnin. “Þú veizt, Burke, hvað hann hefst að, vinnur Kaff- ira vinnu fyrir Kaffira kaupi, ber staupasull í því fúlasta skoti sem til er hérna megin hel- vítis. Og það er mitt álit, að það sé enginn hægðarleikur að losa hann.” Burke leit á frann og gerðist kýmileitur. “Hér mættir þú verða að liði. Þér ætla eg þetta að gera.” “Skrattinn fjarri mér,” sagði Kelly. “Þú ^iður ekki mikils, sonur sæll. Það er ekkert líklegra en hann fáist ekki til að skifta um. Bezt að íofa honum að vera þangað til hann er uppgefinn á því.” “Hann er orðinn dauðleiður á því,” svaraði Burke og herti á. “Ná þú í hann og segðu honum að þú hafir sómasamlega stöðu handa honum, hann lætur þá ekki standa lengi á sér.” “Það efast eg um,” sagði hinn. “Það efast eg stórlega um. Honum er orðið tamast að velta sér í forinni og vill það helst. Hann er kominn á kaf, Burke, og reynir ekki til að halda sér upp úr og hættir ekki fyr en hann sálgar sér.” “Það gerir hann ekki,” svaraði Burke stutt- legq. “Hvar ætla hann haldi sig?” “Ber staupin hjá þeim hrotta Hoffstein og tekur út kaupið sitt í brennivíni. Hann bar fyrir mig í fyrradag og þú mátt reiða þig á að honum er ekki við hjálpandi, alveg vonlaus maður, eg gæti bezt trúað að hann sendi sjálf- um sér banakúlu, ef þú færir að skifta þér af honum. ’ “Ekki hann,” sagði Burke. “Hvað um það, út skal eg ná honum.” Enn leit Kelly við honum aðgætnu auga. “Jæja, hvað ber til?” innti hann, hirti nú ekki að leyna forvitni sinni. “Þú hefir aldrei gert þér áhyggjur út af honum fyr en nú.” “Eitt er víst Donovan, eg er ekki að leita mér skemtunar í þetta sinn,” sagði Burke. “Það þykist eg sjá.” “Eg kæri mig ekki um þína aðstoð, ef þú hefir annað að starfa og betra,” sagði Burke. “Eg kem fram erindinu hvort sem er.” “Láttu ekki svona, eg er til,” svaraði sá írski með sérlíku brosi, geðþekku. “Hvenær viltu grípa héra þinn? f kveld?” Það varð ráðagerðin, að sá írski skyldi ná manninum út og koma honum á fund Burkes, gengu þeir síðan út og þangað sem Hoffsteins alræmda staupastöð drambaði í hreysa hverfi, sem næst námuverkinu. Þá var sandrok mikið sem á eyðimörk og þegar þeir komu á vettvang, heyrðu þeir af klið af drukkinna manna máli og niðandi af sandi, er kornin skullu á bárujárni staupa skálans. “Bíddu mín hér!” kallaði Kelly gegnum rokið og vatt sér inn, en hinn beið í af- drepi langa lengi úti fyrir. Loksins var að heyra mikið uppistand úr drykkjustofunni, þar næst var útihurð skelt upp á gátt, tveir komu í ljós í áflogum, hrukku út um dyrnar í stimpingum og þá var hurðinni skelt aftur. Því næst kallaði Kelly hástöfum á Burke og bað hann taka við illfygli því, út úr fullu og öskuvondu, sem ætlaði sig að drepa og strengdi þess heit, að leggjast heldur á neðsta kvamarstein í vonda veri, heldur en grafa mann upp úr marmarasölum Hoffsteins aftur, og nefndi til marga dýrlinga að heyra það heit. Burke tók piltinn svo kænlegu taki að hann mátti ekki viðnám veita, reyndi heldur ekki til þess, kvaddi þá aðeins hásum rómi að sleppa sér. Hann var leiddur burt og til þeirrar gist- ingar, sem Burke hafði tekið sér. Þegar kom að gtiganum, sagði Burke: “Við sjáumst aftur á morgun, Donovan.” “Gott er hver það getur, sonur,” svaraði sá, “og vænt að gera þér greiða. Eg held eg megi fullyrða, að þú hefðir tæplega komið fram þessu bragði einsamall. Hoffstein þolir mér meira en öðrum.” “Hann er ekki sá eini,” sagði Burke og leiddi þann handtekna til herbergis síns. V. Kapítuli Af góðu gert. “Því geturðu ekki látið mig vera? Hvað viltu mér?” Svo talaði Guy Ranger, þegar Burke slepti honum í herbergi sínu. Hann var illúðlegur, augun eins og í óarga dýri, auðsjáan- lega til í alt án nokkurrar fyrirhyggju. “Það skal eg segja þér bráðum,” svaraði Burke. Hinn sagði frekjulega: “Þú skalt segja til þess strax! Hvað kemur þér við, þó eg kjósi að velta mér í skítnum ?” svo sem hann kvað á. “Þú sendir ekki það bölvaða fífl Kelly að gamni þínu, það þori eg að sverja. Hvað viltu mér? Segðu það afdráttarlaust!” Hann gerðist hávær og krefti hnefana, líkur dýri sem bíður færis eða kjarks til að stökkva á annað, hárið svarta hék kofan í augun, andlitið nábleikt og tekið. Burke sneri baki að dyrum og svaraði stillilega: “Eg skal segja þér á morgun alt sem þú viit vita. Nú skaltu þvo þér og fara að hátta.” Hinn rendi augunum um herbergið, festi þau svo á Burke: “Til hvers fjandans ætti eg að vera að því? Eg hefi sjálfur stíu að hola mér í.” “Já, veit eg það.” “Lof mér þá að hypja mig þangað!” Guy gerðist hnarreistur og blés við. “Farðu út! Ellegar eg skal fella þig!” “Þú getur það ekki”, svaraði Burke. “Svo þér er betra að láta ekki eins og flón. Þú veizt fullvel, að það tjáir ekki að fara svona að mér.” “En til hvers ertu að þessu? Þú hefir aldrei gert þér far um að grafa mig upp hingað til. Á hvað veit nýungin? Eg er þér verra en ekki neitt, þú vilt mig sízt af öUu sjá.” “Þú ræður þinni skoðun um það, nú get eg ekki við þig talað um það né annað. En nú er það búið sem mestu varðar, að ná þér út úr þessari vítis hoíu og frá henni ætla eg að halda þér.” “Þú!” Guy vatt upp höfðinu snögglega en það gerðu báðir með sama hætti og þá sást hve líkir þeir voru. “Þú sem sýndir mér fyrst- ur hlið helvítis þykist nú vera að frelsa mig! Og hver á að hafa ábatann, ef eg má spyrja? Þú ellegar eg?” Þó andlitið væri grátt sem aska, þá var það unglegt, æskusvipinn gat ekki af því tekið sá kvalabruni sem maðurinn hafði gengið í gegn.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.