Heimskringla - 04.08.1937, Page 2

Heimskringla - 04.08.1937, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRlNCLA WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 SAMKOMULAG SÍAFNAÐANNA Prédikun eftir Jakob Jónsson (Ræða sú er hér birtist, var fyrst flutt í Wynyard, en síðan á öðrum stöðum í Vatnabygðum, þar sem eg'hefi prestþjónustu á hendi. Var þá auðvitað breytt orðalagi á stöku stað, og talað alment, þar sem í handritinu er sérstaklega talað til ákveðins . safnaðar. Jakob Jónsson) Eins og yður öllum er kunn- ugt, er nú orðið samkomulag um það, að framvegis hafi eg á hendi prestþjónustu fyrir lút- erska söfnuðinn hér í bænum á- samt Quill Lake-söfnuði. Með þessari tilraun til samvinnu eru Vatnabygðirnar að stíga nýtt spor, sem getur orðið örlagaríkt í framtíð íslenzkrar kristni. — Þetta er í fyrsta sinni, að söfn- uðir, sem tilheyra hvor sínu kirkjufélagi, njóta þjónustu sama prests, án þess að þeir um leið segi sig úr lögum við sín gömlu félög. í þessu efni eruð þér að gerast brautryðjendur, og það er þess vegna spurt um það í öðrum héruðum, hvert þér séuð að stefna, og á hverju þessi nýbreytni grundvallist í raun og veru? “Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin.”. segir Liljuskáldið Eysteinn Ás- grímsson. Hver er undirstaða þessa “nýja sáttmála,” sem hér hefir verið gerður? Þannig spyrja menn út í frá. En þess er ekki síður þörf, að vér sjálf ger- um oss grein fyrir því, sem gert er, og höfum á því réttan skiln- ing. Þessvegna ætla eg nú að nota tækifærið, sem þessi helgi- dagur gefur mér, til þess að tala við yður um þetta tvent: Hvern- ig söfnuðimir geti haft sama prest, og hvernig söfnuðimir geti unnið saman. Fyrra atriðið er algerlega komið undir því, hvaða skilning menn hafa á stöðu og starfi prestsins, og því, á hvern hátt1 hann eigi að reyna að fullnægja þörf safnaðarins. Um þetta | atriði má ræða fram og aftur, ef j raktar eru margar, ólíkar kenn-! ingar um preststarfið, takmark * þess og gildi. En mig langar til að taka málið fyrst og fremst frá raunhæfri hlið, með yður og sjálfan mig í huga. Eg var ungur, þegar eg ákvað að gerast prestur. Ástæðurnar fyrir því voru sjálfsagt fleiri en ein, en þó fyrst og fremst sú, að í lífi sjálfs mín hafði eg reynt þýðingu guðstrúarinnar, og það varð snemma sannfæring mín, að farsældarleið einstaklinga og þjóða væri sú stefna, sem Jesús Kristur hélt fram, ekki aðeins í, orði, heldur í verki og öllum á- j hrifum. Af þessu leiddi, að þrátt fyrir alla þá galla, sem á 1 kirkjunni hafa verið og eru, þá; fanst mér hún þó hafa valið sér hið bezta hlutskifti, þar sem j hún flytur þekkingu á Kristi og starfi hans út á meðal mann- anna. Því að henni og hennar mönnum er það að þakka, sem heimurinn veti um K^ist. Þá fanst mér einnig reynsla sjálfs mín og annara staðfesta það, að lífið yrði snautt og kalt án til beiðslu og lofsöngs, og maður- inn aðeins hálfur maður, ef hann misti sjónar á andlegri hli tilveru sinnar og eilífðargildi sjálfs sín. Þessvegna leit eg svo á, og er sannfærður um það enn, að guðsþjónustur kirkjunnar mæti eðlilegri þrá mannsins og veiti endurnæringu og aukinn kraft þeim þáttum sálar hans, sem sízt megi verða út undan, ef hann á að geta staðið beinn og borið höfuðið hátt.í baráttu lífsins. Eg veit ofur vel, að margt er betur metið á þeirri vélaöld, sem vér lifum á, en prestleg og kirkjuleg störf. En þegar á alt er litið, iðrast eg þess ekki að gerast prestur og er ennþá sannfærður um, að þegar eg stend í prédikunarstóli kirkj- unnar, er eg að vinna nauðsyn- legt verk í þágu þjóðar minnar og mannfélagsins í heild. Undir eins áður en eg lagði á námsbraut mína, vissi eg það, að hið laufskrúðuga tré kristninnar hafði ekki ávalt borið öll blöð af sömu lögum né blóm af sama lit. Fjölbreytni í starfsháttum ekki síður en kenningu og útlist- un hafði ávalt átt sér stað, frá því að hinn fyrsti vísir spratt úr moldu. Mér finst, þegar eg horfi yfir sögu kirkjunnar og sögu trúarhugmyndanna, sem eg sjái óendanlega röð af mynd- um. Þær myndir eru eins ólík- ar hver annari eins og morgun- sárið, hádegið og kvöldskinið, e'n þær eru allar tilraunir mann- anna til að mála skin hinnar sömu sólar. Kynslóð eftir kyn- slóð hefir reynt að draga upp mynd frelsarans frá sem flest- um hliðum, verki hans meðal mannanna, viðhorfi þeirra til hans. En því lengra sem liði hefir, bæði á námstíma minn r prestsskapartíð, því ljósara finsf mér það verða fyrir mér, að mitt hlutverk er ekki að mála upp aftur og aftur myndir ann- ^ra manna, heldur að nerr staðar fyrir fyrirmyndinni sjálfri, eins og hún birtist fyrir innri augum mínum eftir lestur guðspjallanna. Þannig ber mér að mála hann. Með öðrum orð- um: Það getur verið margt fag- urt og viturlegt í kenningum annara um Krist, bæði í fortíð og nútíð, en það fagnaðarerindi sem eg á að boða samtímamönn- um mínum, er Kristur, eins og eg skil hann sjálfur — sannleik- ur hans, eins og samvizka mín og sannfæring býður mér að flytja hann. Þetta megin-boð- orð hefir leitt til þess, að mér er ómögulegt að fella mig inn í skorður neins guðfræðikerfis eða trúfræði. Þessvegna get eg í einu atriði verið samferða ka- þólskum mönnum, en í öðru lút- erskum, o. s. frv. Mig gildir einu hvort hugmyndin er frá unitara nýguðfrægingi eða gam- alguðfræðingi, sem kallaðir eru, ef hún er viturleg eða sönn. — Þannig er afstaða mín sem Banquet Ale eða Country Club Beer Hafið kassa í húsinu. Það er ekkert betra en flaska af ísköldum bjór. simi 96361 PELISSIER’S prests gagnvart kenningum þeirra, sem á undan mér eða samtímis mér hafa fengist við að mála myndir í hið mikla safn. En hvernig get eg nú — sjálf- ur óháður öllum flokkum — ver- ið prestur margra safnaða, sem félaginu, aðrir í Lúterska kirkju- félaginu, og enn aðrir utan sumir eru í Sameinaða kirkju- beggja? Þetta var spurningin, sem fyrir lá. Á liðinni tíð hafa þessir söfn- uðir ekki ávalt viljað fara sömu leiðir. En hafið þér veitt því nægilega athygli, að innán sama safnaðar getur verið afar mikill munur á hugsunarhætti fólks- ins? Þegar eg því kem hingað í kirkjuna á sunnudögum, hitti eg fyrir söfnuð hinna ólíkustu einstaklínga, alveg án tillits til þess, í hvaða sönfuði þeir eru. Einn er íhaldssamur í trúarefn- um, annar fylgir hinum, nýrri stefnum. Einn þráir að heyra spiritiskar prédikanir, annar hatar spiritisma eins og heitan eld. Einn vill að eg tali við og við að minsta kosti um jafnað- arstefnurnar og umbætur á þjóð- félaginu. Annar álítur gersam- lega óviðeigandi, að presturinn komi nálægt svo óguðlegum hlut sem pólitík. Það er með öðrum orðum fyrirfram víst, að það má altaf búast við því, að einhverjir verði mér ósammála og meira að segja hneykslist á því, sem eg segi. Hvaða gagn er þá að því fyrir þessa menn að sækja kirkj- una? Hver er hin rétta afstaða þeirra til prestsins í kenningu hans? Einu sinni á unglingsárum mínum heyrði eg á tal manna .um kenningu prestanna, og voru ekki allir á eitt sáttir. Þá af- greiddi ein gömul kona málið með þessari setningu: “Já, en þessu á maður nú að trúa ? Þetta var hennar úrslitlausn. — Því, sem presturinn sagði, átti maður að trúa, og presturinn hélt auðvitað ekki öðru fram en því, sem maður átti að trúa. Nú skulum vér hugsa oss, að eitt- hvert yðar komi hingað tli messu, og heyrðuð mig halda fram skoðunum, sem yður væri ef til vill þve^t um geð. Vér skulum segja sem svo, að eg væri að reyna að sýna fram á, að engill af himni hefði getað látið taka ljósmynd af sér á jörðinni. Eða að jafnaðarstefna í stjórn- málum og samvinnustefna í verzlun væri einn þáttur í bar- áttunni fyrir guðs ríki. Get eg nú búist við því, ef þú eða einlægur andstæðingur spiritismans eða •samvinnustefnunnar og jafnað- arstefnunnar, að þú segir kunn- ingjum þínum frá orðum prests- ins og bætir við: “Þessu á mað- ur nú að trúa — og þessu ætla eg að trúa héðan af, af því að presturinn sagði það.” Nei, sem betur fer mundi eng- inn yðar líta svo á, að presturinn væri til þe'ss settur að drotna yfir trú<yðar og ráða yfir skoð- unum yðar. Hvort sem prestur- inn er eg eða annar, þá hlustið þér á orð hans til þess að fá þar fróðleik, hvatningu og uppörfun til hugsunar og góðrar breytni. Og alt þetta getið þér engu síður fengið hjá presti, sem stundum hugsar öðruvísi en þér. Þér græðið ekki mest á því að tala við menn, sem altaf eru yður sammála, og hugsun yðar og trúarlíf örfast ekki altaf mest við að hlusta á ræðumenn, sem þér getið verið sammála í öllu. Það er í fám orðum álit vor flestra, og vonandi allra, að presturinn geti ekki verið drotn- ari yfir trú fólksins, hdldur samverkamaður að þeirri gleði, sem Kristur flutti því. Á þessu byggist nú sú tilraun til sam- komulags safnaðanna hér, sem nú er hafin. Hér á enginn að vera annars drottinn í trúarefn- um, því að einn er allra drottinn. En hér eiga að vera samverka- menn að þeirri gleði, sem lífið á beztar til. Eg hefi talað við yður um það, að presturinn eigi ekki að vera drotnari yfir trú yðar. Slíkt er ekki hlutverk kennimannanna. En á hvern hátt geta þeir þá ver- ið samverkamenn að gleði fólks- ins? Allir eiga eitthvað, sem eykur gleði í lífi þeirra. Frá því að vér brosum sem lítil börn við falleg- u* gullum til þess að vér sem fullorðnir menn skynjum gleði hugsjónalífs og starfs er lífið stöðugt að rétta eitthvað það að oss, sem færir með sér gleði, eyk- ur hana eða eflir. Enginn hefir lifað svo erfiða eða sorgþrungna æfi, að hann minnist ekki ótal gleðistunda, sem hann hefir J drukkið af. Suma gleði áttu eiftn; önnur gefst aðeins fáum í J senn, eins og Þorsteinn Erlings-1 son s^gir um ásthrifna elskend- ur, sem troða döggvott grasið um íslenzka vornótt: “f dögg á Edens aldin-reinum, sjást aldrei ngma tveggja spor.” j En til er sú gleði, sem hundruð i og þúsundir manna geta átt og| notið í senn. Hafið þér nokk-j urntíma hugsað um, að þetta er orsökin til þess að söfnuðir vorir í Vesturheimi hafa orðið til? Vér sjálf eða feður vorir fluttust hingað af landinu, sem Eggert kvað um: “ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið, og blessað hefir mig. P'yrir skikkun skaparans vertu blessað. Blessi þig blessað nafnið hans.” Cock-a-DOUBLE-doo Það er TVÖFÖLD gleði nú— Hvers sent reykir Hvar sem er og vindlingana vefur sér með Chantecler! CAcmteeíe/v VINDLINGA PAPPÍR ENGIN BÚIN TIL BETRI Sú tilfinning, sem andar frá þessum ljóðlínum, býr oss öllum í brjósti, og við hana er tengd ein hin helgasta gleði, sem í huganum fær dvalið. Það er gleðin yfir móðurbrjóstum ís- lands, sem í bernsku vorri nærðj bljúgar sálir, hlúði að því fagra og góða í hjörtum smælinganna og kveikti þann yl, sem ávalt geymist, þótt augað líti aldrei framar fsalands vogskornu strönd. Landið er horfið oss i sumum fyrir fult og alt. Gleði þá,} sem þar var vakin, eigum vér enn. Það hefir tengt oss sanjan í fjarlægri heimsálfu; og þessi I tilfinning heldur áfram að ganga að erfðum til barna vorra og tengja þau saman — “hjarta við hjarta, hönd við hönd.” Eg sagði áðan, að ýmsir myndu spyrja að því, hvernig, tveir söfnuðir ólíkra kirkjufé- laga gætu unnið saman. Það er^ meðal annars af því að sem ís- lendingar stöndum vér í svipuð- \ um sporum og sá “duptsins son”, sem Einar Benediktsson yrkir, um í kvæðinu “Norðurljós”. —I Fyrír augum vor allra blasir s mynd af íslenzkri “grund og vog undir gullhvelfdum boga”, glitr- andi sandkorn strandarinnar og iðandi noðurljós yfir fjöllunum. Þegar vér beinum sjónum vor- um í austurátt, lyftist hugurinn hátt yfir smáskærur, ósamlyndi og dægurþras: “Nú finst mér það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og} hóti við hverja smásál eg er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðri átt. Nú andar guðs kraftur í dufts- ins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki.” Allar skærur hverfa og verða að engu fyrir ofurmagni þeirrar gleði, sem fylgir vissunni um þegnrétt í Ijóssins ríki. Alt ó- samkomulag víkur fyrir sameig- inlegri gleði yfir því blálofti, sem hvelfist svo bjart og hátt yfir höfði allra fslendinga jafnt, frá vöggu til grafar hvar sem þeir fara um heiminn — norðurljósa- himninum yfir fjöllunum heima. Eitt af því sem á að efla þessa gleði og varðveita hana, er ís- lenzka kirkjan. Og því skyldu menn ekki geta orðið samverka- menn á þessu sviði, þó ólíkt sé um ýms trúaratriði hugsað? Og því ætti það ekki að skoðast sem sjálfsagt mál, að íslenzkur prest- ur sé samverkamaður ísl. safn- aða að þessari gleði, þó að þeir nefni sig ýmsum nöfnum og kenni sig ekki allir við sömu stefnu. Næst vil eg nefna þá gleði, sem tengd er við lífið í þessu landi, sem vér búum í. Það mun eiphverjum finnast full-djarft að tala um gleði, þegar sólbrunn- ir akrar blasa við augum, og fá- tækt og skortur liggja í leyni við húshorn fjölda heimila. En minnumst landnemanna, sem fyrst settust að í þessu landi. Þeir áttu ekki gleði allsnægt- anna frekar en vér, heldur gleði vonarinnar um bjarta framtíð. Þeir vóru samverkamenn að þeirri gleði, sem er samfara sig- urvinningum mannsandans yfir náttúrunni. Vér eigum sams- konar von. Vér eigum að vera samverkamenn að þeirri gleði, sem er samfara sigurvinningum mannsandans yfir sjálfum sér. Oss er að skiljast það, að jafn- vel uppskerubrestur í hálfu Saskatchewan ætti ekki að gera neitt verulega til né frá, ef sam- búðarhættir þjóðarinnar allrar og mannkynsins yfirleitt væru réttlátir og á góðsemi bygðir. Vér væntum þess, að sá tími komi einhverntíma, að vit, sann- girni og kærleikur verði undir staðan undir hinu ytra skipulagi, og þá rætist fyrirheit gleðinnar. Gerumst öll verkamenn að þeirri gleði þegar í stað með því að færa vora eigin félagshætti í áttina til hins háa marks. Leit- umst við að gera vort eigið bygð- arlag að gróðurreit þess bezta, sem vér finnum, að þar má þríf- ast af mannkostum og menning. Að þessu geta unnið saman ein- staklingar af öllum söfnuðum, á- samt prestinum og öðrum, sem því vilja sinna. Samverkamenn að þessari gleði getum vér með- al annars orðið með því að varð- veita kirkju vora sem menning- arstofnun til fræðslu og upplýs- ingar, hvatningar og uppörvunn- ar, tengilið til samtaka í félags- legum efnum. Loks er það sú gleðin, sem Páll postuli á sérstaklega við. Það er gleðin, sem fylgir trú yðar á guð, samfélagi yðar um fagnaðarerindi Jesú Krists. Ef til vill hafið þér stundum litið svo á, að einmitt þarna ættuð þér fátt sameiginlegt, skoðan- irnar hafi svo oft verið skiftar og leiðirnar ólíkar. En hugsið nú um það, sem eg sagði áðan um myndirnar, sem mennirnir á liðnum öldum hafa verið að mála af Kristi eða honum til dýrðar. Þessar myndir eru ólíkar, en þær eru allar sprottnar af hinni sömu gleði yfir komu hans í heiminn, löngun til þess að gera hann skiljanlegan og vilja á því að umskapa mannlífið í hans mynd. Reynum nú, vinir mínir, að líta vora eigin samvinnu frá sama sjónarmiði. Þegar vér t. d. kom- um saman hér í kirkjunni á helgum dögum, erum vér ekki hingað komin til að dæma hver annan fyrir þær ófulkomnu myndir, sem vér gerum oss hver fyrir sig af Kristi eða hjálpræði hans, heldur til þess að full- nægja þeirri gleði, sem Kristur hefir á vorum beztu stundum vakið hjá oss. Þarna erum vér samverkamenn við hverja guðs- þjónustu. Vér syngjum sálma og lofsöngva, sem hefja hugann upp á við. Vér biðjumst fyrir í sameiningu, komum fram fyrir guð eins og hópur af ólíkum börnum, sem öll finna þó, að þau eiga hann að föður. Vér sitjum hér saman, hugsum vel hver um annan, stundum betur en vér gerðum suma viku dagana, og styrkjum þannig eða hnýtum á ný þau samúðartengsl, sem guð vill að sé milli mannanna á þeirri jörð, er hann skóp. — Einskis vildi eg fremur óska, í sambandi við samkomulag safn- aðanna, en að eg mætti verða samyerkamaður yðar í því að leggja rækt við þá gleði, sem trúin skapar í brjóstum yðar, hvaða flokki, sem þér tilheyrið og hvaða stefnu, sem þér fylgið. f því, sem eg *íiefi sagt við yður í dag, hefi eg lagt áherzlu á það, að samkomulagið, sem söfn- uðirnir hafa gert með sér, bygg- ist á samvinnu um gleði vora en ekki yfirdrotnan eins yfir ann- ars trú. Vér eigum svo marga þörf sameiginlega, sem íslend- ingar, sem sveitungar og sem lærisveinar hins sama meistara, að samstarf um kirkjuleg efni er oss þýðingarmikið atriði. Eg hefi talað jöfnum höndum til fólks í báðum söfnuðunum, en eg vil nú að lokum bjóða Imman- úels-söfnuð hjartanlega vel- kominn til samstarfs við þá söfn- uði, sem eg hefi áður þjónað. Vér biðjum guð að blessa sam- starf vort og veita oss hjálp til þess að rækja það á þann veg, að það verði oss til góðs og ríki hans til eflingar. Eg veit vel að ýmsir örðugleikar eru enn á veginum. Einn er sá sem snýr að fortíðinni. f baráttunni, sem þá átti sér stað, féll margt óvalið orð á báða bóga, mælt í ofur- kappi 'og hita meir en af viti og réttlæti. Ef til vill verða þeir menn ennþá til, sem hafa gaman af að rif ja þetta upp, og viðhalda með því tortrygni og sundrung- aranda. Þessir menn geta orðið ( hættulegir samtökum vorum, ef ekki er goldinn varhugi við þeim í tæka tíð. A^ðrir eru þeir, sem hafa gaman af að reyna að kom- ast að vísindalegri niðurstöðu um það, hvor flokkurinn sé kirkjuræknari og láti sér annara um málefni guðs ríkis yfirleitt. Slíkir útreikningar geta leitt til smásálarskapar í sambúðinni, á- stæðulausra ónota og heimsku- I legs metnaðar. Alt þessháttar miðar að því að vekja upp aftur i gamla drauga sem ætti að verá búið að kveða niður. — f íslend- ingasögum er oft talað um sætt- ir, sem menn gerðu með sér, og það þótti mikill vegsauki að halda vel sættir. Það þýddi hið sama eins og að breyta við hinn forna andstæðing, eins og aldrei hefði nein óvinátta átt sér stað. Menn gátu munað fortíðina, en hún kom ekki lengur málinu við.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.