Heimskringla


Heimskringla - 04.08.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 04.08.1937, Qupperneq 3
WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 3. SÍÐA Að því leyti var hún gleymd. Það er slík sætt, sem hér á að fara fram. Kjörorð vort ætti að vera eitthvað líkt þessum orð- um Páls í Filippí-bréfinu: Eiít geri eg: eg gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og keppi þannig til verðlaunanna, sem himin- köllun guðs fyrir Krist Jesúm býður.” (Fil. 3, 14). Eitt er víst: Vér stefnum til framtíðarinnar. Henni viljum vér þjóna og um hennar málefni hugsa. í ókomn- um tíma bíða vor verðlaunin, samkvæmt fyrirheiti frelsarans: “Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið.”—Amen. FUNDARGERNINGUR hins fimtánda ársþings hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norður Ameríku. Framh FJÓRÐI FUNDUR Fjórði fundur var settur kl. 10. f. h. þriðjudaginn þ. 29. júní. Fundarbók síðasta fundar var lesin og samþykt óbreytt. Þá las ritarinn skýrslur frá öllum söfnuðum félagsins, og lýsti þingið ánægju sinni yfir þeirri greinargerð. Var þá á ný tekið fyrir álit fjármálanefndar, sem nú var lagt fram endursokðað af Dr. M. B. Halldórssyni. P. K. Bjarna- son gerði tillögu um að taka það fyrir í liðum. Tillagan var studd af Jóh. Sæmundssyni og samþykt. Tillaga Dr. S. E. Björnsons og Th. Nelson að samþykkja annan lið óbreyttan eins og hann kom endurskoðaður frá nefndinni var samþykt. Um þriðja lið urðu enn nokkr- ar umræður. S. Thorvaldson sagðist álíta að nauðsynlegt væri að hafa sérstakan út- breiðslusjóð, því að þá yrði út- breiðslumálunum meiri gaumur gefin en ella. Sagði hann, að sumir væru fúsir til að leggja fé í sérstaka sjóði fremur en 'að leggja það í almennan félags- sjóð. Einnig mintist hann á að nauðsynlegt væri að stofna sjóð til starfrækslu sumarheimilisins fyrir börn. Dr. M. B. Halldórs- son tók í sama streng. Forset- inn kvað öllu fé félagsins varið til útbreiðslu beinlínis eða óbein- línis. Mrs. Ingibjörg Goodmunds- son tjáði sig vera liðnum sam- þykka, eins og hann væri nú, en kvaðst hafa verið á móti því að orðið “trúboð” væri notað í stað útbreiðsla. Að þessum umræð- um enduðum var liðurinn sam- þyktur, svo og fjórði liður og nefndarálitið í heild sinni. Forsetinn las þá bréf frá Mr. Thorláki Thorfinnssyni að Moun- tain, N. D., og var því tekið með lófaklappi. Einnig las ritarinn kveðjubréf frá sér Fr. A. Frið- rikssyni á Húsavík á íslandi, og var því líka tekið með lófa- klappi. Tillaga S. Thorvaldson- ar, studd af Dr. M. B. Halldórs- syni, að ritara sé falíð að svara hinu ágæta bréfi séra Friðriks. Samþykt. Þá las Mrs. E. J. Melan nefnd- arálit sunnudagaskólanefndar, I og er það sem fylgir: Álit sunnudagaskólanefndar Nefndin, sem sett var í sunnu- dagaskólamálið, leggur til: 1. Að lagt sé kapp á það, að stofna sunnudagaskóla sem víð- ast, ekki einungis þar sem söfn- uðir eru starfandi, heldur og annarstaðar. 2. Að kosin sé nefnd til þess að athuga útgáfu fjölritaðra blaða með fallegum erindum, minnisgreinum, ritningargrein- um og östuttum sögum á ís- lenzku máli, til notkunar í sunnudagaskólum ,samhliða hinu enska námsefni. 3. Að fjórum sinnum á ári séu haldnir kennarafundir, innan hvers prestakallas, til þess að ræða um sunnudagaskólamálin; eða, þegar því verður við komið, nái þeir yfir stærra svæði. 4. Að þingið heimili kirkju- félagsstjórninni að veita sunnu- dagaskólunum fjárstyrk, þar sem þess er þörf og eftir því sem möguleikar leyfa. Dagsett að Árborg 29. júní 1937. Dóra Goodman Sigurrós Johnson Esther Johnson Jakob Jónsson ólafía J. Melan Tillaga kom frá séra E. J. Melan um að ræða nefndarálitið lið fyrir lið, var hún studd af J. Sigvaldasyni og samþykt. Sömu menn gerðu tillögu um að samþykkja fyrsta lið ó- breyttan, og var hún samþykt. Um annan lið urðu talsverðar umræður. Kvað séra E. J. Melan, að það yrði of kostnaðarsamt fyrir félagið að framkvæma það sem liðurinn færi fram á. Séra Jakob Jónsson kvað þennan lið lífslið nefndarálitsins og því væri 'mjög áríðandi að sam- þykkja hann óbreyttan, og að kjósa mann, sem heimsækti sunnudagaskólana, líkt og “Field Secretary” heimsætki söfnuði, þegar þess væri þörf, og gæti oft hjálþað þeim í starfi þeirra. Séra E. J. Melan benti á, að heimsókn einu sinni á ári kæmi að næsta litlum notum. S. Thor- valdson benti á, að kostnaður- inn af slíku starfi gæti orðið of mikill. Hefði þetta áður verið reynt, en ekki getað orðið á- framhald af því, sökum fjár- skorts. Séra P. M. Pétursson sagði, að eiginlega heyrði eftir- lit sunnudagaskólanna til starfi prestanna, og að það væri frem- ur þýðingarlítið að kjósa nokk- urn sérstakan mann til þess að heimsækja sunnudagaskóla. — Gerði hann tillögu um að þessum lið væri vísað aftur til nefndar- innar til frekari íhugunar, var sú tillaga studd af S. Thorvald- son og samþykt. Þriðji liður var samþyktur samkvæmt tillögu séra E. J. Melans og J. 0. Björnssonar, og sömuleiðir fjórði liður. Að því loknu var fundi frestað til kl. 2 e. h. FIMTI FUNDUR Fimti fundur var settur kl. 2 e. h. Forseti las upp álit sunnu- FERÐIST TIL UTLANDA I 'AR Islendingar sem ferðast hafa að mnn hafa sannfærst um að þægindi, þjónusta og viðurgemingur á öllum skipum Canadian Pacific er iangt fram yfir það sem þeir hefðu getað gert sér hinar glæsilegustu vonlr með. BEINT SAMBAND VIÐ ÍSLAND Hin stóru og hraðskreiðu skip Canadian Pacific félagsins veita ágæta ferð beint til Reykjavíkur yfir Skotland. Fastar siglingar frá Montreal í hverri viku. Fáið yður fullkomnar upplýsingar hjá næsta umboðsmanni eða W, C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C. P. R. Bldg., Winnipeg. Símar 92 456—7. QevncJkLaM. Qaáfyc Sfécvm&fapA HEIMSKRINGLA Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgOlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA dagaskólanefndarinnar, sem nú var aftur lagt fram. Urðu nú engar umræður um þann lið, sem vísað hafði verið aftur til nefnd- arinnar ,og var hann samþyktur samkvæmt framkominni tillögu Ág. Eyjólfssonar og séra E. J. Melans. Síðan var nefndarálitið í heild sinni samþykt. Þá las formaður nefndarinnar í ungmennafélags málinu upp álit nefndar sinnar, og var það sem fylgir: Nefndin, sem sett var til að athuga ungmennafélagsmálið, hefir eftirfylgjandi tillögur fram að bera. 1. Að ungmennafélög verði stofnuð í öllum þeim kirkjum innan félagsins þar sem engin slík félög eru nú, og þar sem að ástæður og möguleikar leyfa. 2. Að haldið verði upp á ung- menna sunnudaginn á hverju ári í sem flestum kirkjum innan fé- lagsins, og að yngra fólkið stýri guðsþjónustum við það tæki- færi að öllu leyti. 3. Að þar sem að ungmenna- félagið í Winnipeg gerir ráð fyr- ir að halda skemtiferð til barna- heimilisins á Hnausum dagana 30. júlí til 2. ágúst, verði stung- ið upp á því við það að bjóða ungmennum frá öðrum söfnuð- um innan kirkjufélagsins að taka þátt í þessari skemtiferð, og að fulltrúa Winnipeg félags- ins verði falið að bera þetta mál upp við félagið og vinna að framkvæmdum í því. 4. Að ungmennafélög þau innan kirkjufélagsins, sem eru nú þegar til eða kunna að verða stofnuð í Manitoba og Saskat- chewan haldi þing á þeim stað og tíma, sem þau koma sér sam- an um, og að nefnd verði skipuð til að íhuga þetta mál. 5. Að nefnd þessi verði skip- uð af forseta kirkjufélagsins eft- ir leiðbeiningu prestanna. Dagsett að Árborg 29. júní 1937. Philip M. Pétursson Evelyn Axdal Hafsteinn Bjarnason Helga Árnason Elsie Pétursson Tillaga S. Thorvaldson og J. 0. Björnssonar að taka álitið fyrir lið fyrir lið samþykt. Séra Jakob Jónsson tók þá til máls og talaði um ungmenna félagsskapinn. Sagði hann að mikið mætti að því gera að stofna ungmennafélög, ef ekki vantaði viljann til þess. Benti hann á að Winnipeg söfnuður hefði gott ungmennafélag, sem hefði farið mikið fram vegna starfsemi séra P. M. Pétursson- ar. f Wynyard væri ungmenna- félag, sem héldi tvo fundi á mán- uði. Hefðu unglingarnir haft mikla ánægju af að starfa í því, þó að í vetur hefðu veikindi hamlað framförum, en nú væri það að lifna á ný og hefði verið starfandi síðan í vor í maí. Ný- lega kvaðst hann hafa verið beð- inn að endurreisa ungmennfélag í Mozart. Hann kvaðst álíta að þetta starf hefði mjög mikla þýðingu fyrir kirkjufélagið og óskaði eftir að nefndarálitið yrði samþykt af þinginu. Nokkrar fleiri umræður urðu um nefndar- álitið og var það síðan samþykt bæði hver liður út af fyrir sig og álitið í heild. Ný mál Þá voru tekin fyrir ný mál. Mr. G. Jóhannsson tók til máls. Kvaðst hannn fyrir ári síðan hafa gert tillögu viðvíkj- andi friðarmálunum og hefði hún verið samþykt, en síðan hefði ekkert um hana heyrst. — Kvaðst hann nú ætla að gera aðra tillögu þess efnis, að prest- ar hinnar frjálslyndu kirkju leitist við í sambandi við presta annara kirkjufélaga að vinna að friðarmálum. Tillagan var studd af P. K. Bjarnasyni. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu. Voru allir sem til máls tóku um hana samþykkir tillögunni, en bent var á, að kirkjufélög megn- uðu ekki eins mikils í þessu máli og margir ætluðu, einnig var bent á, hvaða leiðir myndu hent- ugastar til framkvæmda. Tillag- an var samþykt í einu hljóði. Þá gerði séra E. J. Melan til- lögu um að forseti skipi þriggja manna nefnd til þess að íhuga útgáfu íslenzks blaðs. Tillagan var studd af séra P. M. Péturs- syni og samþykt. í nefndina setti forseti þessa: Séra P. M. Pétursson Séra E. J. Melan Mrs. E. J. Melan. Þá las séra Philip M. Péturs- son skýrslu bókavarðar, sem honum hafði borist í hendur— bókavörður var sjálfur fjarver- andi sökum anna — og war hún samþykt samkvæmt tillögu frá S. Thorvaldson og J. 0. Björns- syni. Forsetinn mintist á að viðeig- andi væri, að þingið sendi Dr. I.. C. Cornish, fyrrum forseta the American Unitarian Association, kveðju og þakklætisyfirlýsingu fyrir velvild hans í garð hinna frjálslyndu kirkj uhreyfingar meðal Vestur-fslendinga, í til- efni af því að hann í maí síðast- liðnum lét af starfi sínu sem for- seti, eftir að hafa skipað það embætti í tíu ár. Séra E. J. Melan lagði til og S. Thorvaldson studdi ,að foreta sé falið að senda Dr. Cornisfi kveðju félags- ins og árnaðaróskir. Tillagan var samþykt. Séra Philip M. Pétursson lagði til að hinum nýkosna forseta A. U. A., Dr. Frederick M. Eliot, sé send samskonar kveðja og Dr. Cornish; tillagan var studd af Mrs. Ingibj. Goodmundson og samþykt. Dr. M. B. Halldórsson gerði tillögu um að sumarheimilis- nefndin sé endurkosin. Tillagan var studd af Mrs. G. Árnason og samþykt. f nefndínni eru þess- ir: Sveinn Thorvaldson ólafur Pétursson Eyjólfur J. Melan Mrs. ólafía Melan vakti máls á því, að nokkur óánægja hefði komið í ljós á fundi kvenfélaga- sambandsins út af því að tími sá, sem valinn er til kirkjuþing- halds sé ekki sem heppilegastur; skólum væri ekki lokað fyr en með byrjun júlí, og margar kon- ur ættu erfitt með að komast að heiman meðan börn væru í skól- um. Forseti benti á að ef þingið væri haldið síðar, væru heyskap- arannir byrjaðar. Minti hann söfnuðina á að kjósa ekki aðra á þing en þá, sem nokkurn vegin væri víst að gætu sótt þing. Jó- hann Sæmundsson lét þá skoðun í ljós, að erfitt yrði fyrir bændur að komast að heiman eftir að heyannir væru byrjaðar. Séra Jakob Jónsson áleit réttast að þetta mál væri skilið eftir í höndum stjórnarnefndarinnar. Séra Jakob Jónsson gerði til- lögu um að séra P. M. Pétursson sé beðinn að hafa á hendi um- sjón með raddsetningu söngva (anthems) fyrir kirkjusöng- flokka, sem þess kunna að óska. Till. studd af Dr. Halldórsson og samþykt. Sveinn Thorvaldson vakti máls á þvj, að nauðsynlegt væri að allir söfnuðir hefðu réttar og Iviðeigandi kirkjubækur. Var forseti beðinn að grenslast eftir hvar slíkar bækur væri að fá og hvað þær kostuðu og kvaðst hann fús til þess. Kosning stjórnarnefndar Þá var gengið til kosninga stjórnarnefndar, og hlutu þessir kosningu: Forseti, séra Guðm. Árnason Varafors. Sveinn Thorvaldson Ritari, Dr. S. E. Björnsson Vararit., séra Philip M. Péturs- son Féhirðir, Páll S. Pálsson Varaféh., Jósep B. Skaptason Umsjónarm. sdsk., Miss Elsie Pétursson Fields Sec., Dr. Rögnv. Péturs- son Frh. á 7. bls. F ALL TERM opens MONDAY AUG. 23 (FOR DAY AND EVENING CLASSES) Our Maximum Enrollment Quota Will be Reached Early Although our new term opens on Monday, August 23rd, our system of combined personal ahd class instruction permits new students to enroll at any time and to start right at the beginning of each subject. We desire to inform you, however, that our maximum quota of 550 Day School students was reached early last term. The demand for “Success” training will be even greater this term. We suggest that you arrange for your enrollment well in advance and that you phone or write now for our 36-page prospectus of information on Business Education. We also invite you to call at our office for a personal interview. - MONEY SAVING ADVANCE APPLICATION THR SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Portage Ave. at Edmonton St., ...................1937 WINNIPEG, MANITOBA. Gentlemen: Please enroll me in your College. My course will be selected later. I enclose $10.00 which is to apply on my tuition. I shall choose my plan of payment of my tuition at the time I start, which will be about.193.... This advance payment is made on the understanding that I will be permitted to complete my course at your present rate of tuition (the lower rates). Signed............................... Street Address........................ City or Town.......................... Province............................. BUSINESS COLLEGE t Portage Avenue at Edmonton Street Phone 25 843 WINNIPEG, MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.