Heimskringla - 04.08.1937, Side 4

Heimskringla - 04.08.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 íiTeimskcinjíla (StofniUS 1886) Kemur út á hverjum miávikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsina er $3.00 árgangurlnn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðskHta bréí blaðinu aðlútandi sendlst: tí-vager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 ÍSLENDINGADAGURINN Á IÐAVELLI íslendingdagurinn á Iðavelli s. 1. laugar- dag, var að dómi margra er þar voru, einn sá skemtilegasti, sem þar hefir verið hald- inn. Skemtiskráin hófst með því, að Karla- kórinn frá Winnipeg var beðinn að syngja íslenzka þjóðsönginn; brást söngstjórinn Ragnar H. Ragnar frísklega við því, hljóp í tveim skrefum upp á söngpallinn, hóf tónsprotann á loft og kórinn byrjaði að syngja. Áheyrendur stóðu á fætur, sumir tóku undir með kórnum og þannig hófst einingin, sem svo vel átti við anda og stefnu dagsins, sem í hugum manna ríkti alla skemtiskrána á enda. í fyrsta sinni á íslendingadegi á Iðavelli komu þarna Fjallkona og Miss Canada fram. Voru þær svo búnar, sem bezt við átti um hvora. Að þjóðsöngnum loknum sté Fjallkonan (Frú S. E. Björnsson) fram á mótfjalirnar og ávarpaði áheyrendur með orðum þeim er á öðrum stað eru birt í þessu blaði. Flutti hún mál sitt mjög á- heyrilega. Ennfremur flutti Miss Canada (ungfrú Grace ólafsson) ávarp fóstur- landsins, sem við eldri köllum, en þar sem vagga margra íslendinga hefir nú staðið, og þeir líta á, sem við eldri gerum ættjörð- ina og að vísu Canada líka. Það munu nú um 25 og alt upp í 60 ár síðan íslendingar fluttu í stórum hópum að heiman. Eftir þá viðkynningu af Canada, munu þeir færri, sem einhverja átthagakend eiga, sem ektri mundu í hennar sonar stað fúsir ganga. Erindi Miss Canada var prýðilega flutt og er það birt í þessu blaði á ensku, málinu er það var flutt á. Bæði þessi á- minstu atriði á skemtiskránni, vöktu djúpa athygli og slóu hátíðisblæ á daginn. Þá hófust ræðuhöld og karlakórsöngur á víxl og söngur æskulýðssveitar frá Árborg, undir stjórn ungfrú Maríu Bjarnason. Er gott til þess að vita, og á meiri viðurkenn- ingu skilið en goldin er oft fyrir það að íslenzkum æskulýð eru kendir íslenzkir söngvar; með því er gata hans greidd, ekki aðeins að list listanna, heldur einnig að námi íslenzkrar tungu. Ungt íslenzkt fólk, sem listræni hefir til að bera, gerir vel er það notar það í þarfir svo góðra og göfg- andi málefna. Á eftir ávarpi forseta, Sveins Thor- valdsonar, M.B.E. (og sem í þessu blaði er birt) rak hver ræðan aðra. Áður en aðal- ræðumenn komust að, voru sjö ræður flutt- ar af boðsgestum. En aðalræðumenn voru Dr. B. J. Brandson, er mælti fyrir Minni íslands og Tryggvi J. Oleson, M.A., en hlutverk hans var að flytja Minni Canada. Verða báðar þessar ræður birtar svo til- raun skal hér ekki gerð til að segja frá efni þeirra. Kvæði sín fluttu skáldin E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs og Jónas Stefánsson frá Kaldbak ágætlega. Aðsókn að deginum var um 1200 og má heita allgóð. En margt bygðarmanna sat þó heima til þess að sækja daginn að Gimli, 2. ágúst. Verður að segja þá sögu eins og hún gengur, að hátíðirnar svona nærri draga hvor frá annari. Um það hverjir sigruðu í íþróttunum. vonum vér að fá skýrslur síðar frá íþrótta- nefnd dagsins. íslendingadagurinn á Iðavelli er að lík- indum bezti þjóðminningardagurinn á þessu ári, sem haldinn er hér vestra af íslendingum. Bjórinn fellir tré í skógi, sem eru lYz fet í þvermál. Og hann sér um að þau falli einnig í þá átt sem hann vill. MINNI CANADA Flutt á íslendingadegi að Hnausum 31. júlí 1937 af Tryggva J. Oleson Eg ætla að hefja mál mitt hér í dag með því að hafa yfir þrjú erindi úr hátíð- arljóðum Davíðs Stefánssonar. Þau eru þessi: Hylla skal um eilífð alla Andann forna og konungborna. Minning þeirra er afrek unnu Yljar þeim, sem verkin skilja. Þeir sem fyrstir lögum lýstu Lyftu okkar þjóðargiftu Þeirra tign skal fólkið fagna Festa trygð við þeirra bygðir. Þessum völlum unna allir Ættir lands og hollu vættir. Hérna bundust feður fornir Fyr á dögum ríkislögum. Þessi berg og heiðnu hörgar Heyrðu góðann kristniboða. Þennan völl og hamrahallir Hefir þjóðin vígt með blóði. Liðinna alda líf og veldi, Ljóma af þingum íslendinga. Horfnar stundir hugann binda Heiðnum seið og kristnum eiðum. Þúsund ára lögmál lýsa Landið frjálst til ystu stranda Lýðir falla en Lögberg gyllir Landsins saga um alla daga. Ykkur kann að finnast það fjarstæða að eg, þegar eg mæli fyrir Minni Canada hafi þessi erindi yfir, og að finnast þau hefðu heldur átt við minni fslands. En eg vonast til áður en eg lýk máli mínu munuð þið skilja hversvegna eg fór með þau. Gæða og kosta Canada hefir verið svo vel minst í mörgum og góðum ræðum á undanförnum íslendingadögum að eg ætla ekki að eyða orðum í það efni. Það dylst heldur engum að þetta er gæðaland, þó við stundum kvörtum um sólarhitann á sumrum og harðneskju frostsins á vetrum. Auðlegð landsins er mikil og vantar að- eins á að rétt sé með hana farið. Eg ætla heldur að fara fáeinum orðum um annað mál og þó ekki af því að eg haldi að aldrei hafi áður á það verið minst. Við erum fámenn þjóð, eitthvað tíu miljónir manna, dreifðir um þetta víðáttu- mikla land. Við erum hér að verki að smíða ríkisheild. Sú ríkisheild er ung. — Elstu bygðir þessa meginlands, eru ekki nema rúmar þrjár aldir að aldri og þær yngstu svo ungar, að enn í dag lifa sumi þeirra manna, er fyrst numu þar land. Það er því varla við því að búast, að sú ríkis- heild sem hér er í smíðum, standi enn á föstum grundvelli. Og fjarri fer þvi. For- sætisráðherra okkar benti á það í ræðu er hann hélt nýskeð að erfiðasta viðfangsefn- ið er lægi fyrir stjórnmálamönnum okkar væri það að koma einingu á í landi. Held eg að fáum geti dulist þetta sem athugar alla vexti málsins. Það þyrfti lítið til að kljúfa Canada frá enda til enda. Hún stæðist aldrei aðra raun eins og stríðið mikla. Við erum samsafn af hér um bil öllum þjóðflokkum heimsins og lítum þessvegna ekki sömu augum á öll mál. Hver þjóð- flokkur hefir sín eigin einkenni sálarlega og líkamlega. Hver þjóðflokkur er mót- aður í öllum hugsunum sínum og gerðum af ætterni og þjóðararfi sínum. Mismun- andi er það sem hver hefir til brunns að bera. Sumir berjast með odd og egg að varð- veita þennan þjóðararf sinn. Vildu margir fyr segja skilið við Canada heldur en glata honum. Aðrir skeyta minna um hann og enn aðrir eru til með að losast við hann sem fyrst. Hvert af þessu verður farsælast fyrir Canada ? Hver leiðin er sú til einingar og þá líka fjölskrúðugs þjóð- lífs? Þessari spurningu finst mér verða að svara og undir því svari er velferð Can- ada og framtíð komin. Þetta mál snertir alla sem unna Canada og er ant um að framtíð hennar verði sem glæsilegust. Það má líka hafa það vsvona. Hvernig geta menn unnið Canada þarfast verk með því að kasta þjóðararfi sínum eða með því að halda í hann í lengstu lög. Mig langar í dag að tala ögn um þetta mál sérstaklega hvað oss hina ungu íslendinga í Canada snertir. f fljótu bragði á litið getur mönnum fundist að ef hvert þjóðarbrot í þessu landi leitast við að varðveita sem mest ætterni sitt og þjóðararf geti aldrei verið um einingu að ræða. Canada verði þá ekki annað en samfélag af ýmsum þjóðarbrot- um og sú eina eining sem um geti verið að ræða sé sú að þeir byggi sama land og hafi eina stjórn. Veit eg að þetta er álit margra og vilja þeir að hver þjóðflokkur í Canada kasti sem fyrst öllum þjóðararfi sínum. En hvað á þá að koma í staðinn? Líklegast að þeir semji sig að siðum og lífsspeki þess þjóðflokks er fjölmennastur er í landinu, sem er hinn brezki. Canada er brezk nýlenda og fari því best á því að allir verði brezkir í orði og verki. Ef þetta á ekki að koma í staðinn veit eg ekki hvað það getur verið nema þá að það sé eitthvað sem skapast sjálfkrafa við það að allir kasti þjóðararfi sínum. En að þetta yrði afarasælt fæ eg ekki skilið. Lítum á það fyrra. Væri það ákjósan- legt ef það væri að öðru leyti mögulegt að koma hinum ýmsu þjóðbrotum til að af- neita ætterni sínu? íslendingar hafa al- ment verið álitnir góðir borgarar þessa lands. Þó 'hafa þeir, þegar á alt er litið, ávalt, fram til þessa, verið mjög þjóðrækn- ir þjóðræknisviðleitni þeirra, fslendinga- dagahöld o. s. frv., sýna það. Yrðu þeir betri borgarar ef þeir köstuðu öllu þessu frá sér, ef þeir berðust ekki fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu, fyrir sérstökum félags- skap o. s. frv. ? Eru ekki íslendingar í dag það sem þeir eru í þjóðlífi Canada vegna þess að þeir hafa ætíð reynt til þess að vera íslendingar og hafa varðveitt arf sinn? Væri íslendingar þeir er hér búa sömu menn ef þeir hefðu aldrei litið í forn- sögur sínar, ef þeir þektu ekkert bókment- ir eða sögu hinnar íslenzku þjóðar? Er þetta ekki, þvert á móti það sem gerir þá það sem þeir eru? Hverjum getur dulist að þjóð sem á enga sögu að baki sér eða sem búin er að skera öll þau andlegu tengsl sem bundu hana við fortíð hennar, er eins og stýrislaust skip. Hún drífur hvert sem hana ber. Hvernig á sú þjóð að geta greint á milli þess sem til heilla og óheilla er? Hvaða mat getur hún sett á hluti og hugsjónir sérstaklega í dag þegar, nema menn hafi því betur gát á því að vera and- lega vakandi, skapast öll lífsskoðun þeirra á því er þeir lesa í dagsblöðunum eða heyra í útvarpi Almenningsálitið skapast í dag af þessu tvennu og þeir menn ser hafa losað sig við meningu þá er forfeður þeirra bjuggu við um aldir fá ekki mótað sjálfstæða hugsun. Þeir tapa sjálfum sér. Vill nokkur segja að sá maður sem hefir lesið Hávamál, Völuspá, Njálu, Sturlungu, Noregskonunga sögurnar sé ekki betur undirbúinn en sá sem ekkert þekkir til þessara hluta? Eins vil eg spyrja hver vill halda því fram að Frakki sem ekkert þekk- ir sögu þjóðar sinnar né bókmentir hennar hafi sama til brunns að bera og sá sem þekkir þetta? Látum ekki telja oss trú um að sú eina eining sem nokkurs sé verð sé sú sem bygð er á því að þjóðarbrot þessa lands gleymi sem fyrst þeirri menn- ingu er þeir eru fæddir af. Hvert það þjóðfélag sem samanstendur af mönnum sem, af hvaða bergi sem þeir eru brotnir, varðveita menningu og siði forfeðra sinna verður auðugra að öllu leyti og einnig þess meiri því án þess að menn þekki það bezta í þjóðararfi sínum kunna þeir ekki að meta hið góða í fari annara. Andlega lifa þeir menn einir er leggja sem mesta rækt við bókmentir, sögu og tungu þjóðar sinnar. Þeir einir hafa etithvað fram að bera til auðgunar því þjóðlífi er þeir búa í. Þegar maður því hvetur íslendinga til að vera fslendinga er það ekki einungis þeir sem græða heldur Canada líka. Þegar vér reynum að varðveita þekkingu vora á bókmentum okkar, sem hvað sem hver seg- ir eru ómetandi dýrmæti á sögu okkar, sögu þeirrar þjóðar er skáldið kvað um: “hennar líf er eilíft kraftaverk.” Á tungu okkar sem öðru skáldi fanst svo til um að hann sagði: “þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa slíka tungu”, er- um við að vinna Canada þarft verk. Því sönn eining finst ekki annarstaðar en á sviði andans. Það má leggja járnbrautar- spor frá einu horni þessa lands til annars, það má koma á flugferðum svo hægt sé að ferðast milli endimarka þessa lands á fáum klukkustundum, talsíminn má vera á hverju heimili og útvarp ná til allra e^ sú eining er skapast á þann hátt er bygð á sandi. Það má náttúrlega skapa einingu með því að afmá alla sjálfstæða hugsun en slíkt er óberilegt hverjum íslending og líkist ekki öðru en eyðimörk. Minnist eg þar Tacitusar er hann er að tala um að- ferðir Rómverja “ubi solitudinem faciunt” og svo frv.” þar sem þeir skapa eyðimörk nefna þeir það frið. Eins er með þetta: “Þar sem þeir skapa eyðimörk, nefna þeir það einingu.” Það eina þjóðlíf sem nokkurs er vert er það sem allir kraftar mannsandans fá að njóta sín. Hver sú menning er segir skilið við fortíð sína verður eftir stutta stund dauð menning. Ykkur er nú máske farið að finnast að meir sé minst á ísland og íslenzka mennigu en á Can- ada. En það verður að vera svo Eg mæli hvort sem er ekki fyrir munn neins manns nema sjálfs mín og eg tala um það sem mér virðist heppilegast. Það er mín trú að framtíð þessa lands sé því aðeins borgið að þeir menn og þær konur sem þetta land byggja halda fast við það sem þau hafa tekið að erfðum. Eg gef ekkert fyrir yfirboðseiningu sem er á öðru bygð en einingu andans. Mér finst mér ganga ofur auðvelt að skilja afstöðu þá er Frakkar í Quebec nú taka. Þeir geta farið í öfgar og sumt í stefnu þeirra getur gengið í öfuga átt en mér finst þeir muni vera á réttri lieð þar sem þeir leit ast umfram alt við að varðveita tungu sína, trú sína og bókment- ir. Þeir vita að sá maður sem hefir glatað þessu án þess að taka nokkuð virkilegt í staðinn er ekki hálfur maður. Þeir vilja ekki vera umskiftingar. En ef þetta er ekki skilið horfir til stórvandræða hér í landi. Ef samúð og skilningur eiga sér ekki stað getur ekki við öðru verið að búast en sundrung. — “Hvert það hús sem er sjálfu sér sundurþykt fær ekki stað- ist.” Aftur ef tuttugasta öldin á að tilheyra Canada eins og Sir Wil- fred Laurier spáði verður að beita öllum kröftum að eyða þ^irri sundurþykt er nú á sér stað. Eg veit ekki á hvaða sviði maður mætti segja að þessi þjóð standi sem einn maður. Þegar kemur til afskifta vorra af um- heiminum koma ótal stefnur til greina en þrjár aðallega: 1. Að við ættum undir öllum kringum- stæðum að fylgja Bretum að málum; 2. að við ættum að fylgja þjóðabandalaginu; 3. að við ættum að fara að dæmi Bandaríkjanna og einangra okk- ur eins og mögulegt er. Alveg er sama þegar kemur til innan- landsmála. Austur og Vestur parti Canada kemur ekki saman, það úir og grúir af stjórnmála- flokkum er allir meir og minna þykjast hafa sannleikann hönd- um tekið og þá fyrst muni, góðæri vera í landi voru er þeir komist til valda. Hver hendin er upp á móti annari í stjórnmál- um. “Aldrei að víkja.” Fjár- hagur landsins er ekki góður o. s. frv. Af öllu þessu leiðir það að eg segi að sú fyrsta skylda hinna yngri hér í álfu sé sú að gerast sem bestir borgarar. Það hefir oft verið sagt en eg segi það aftur af því það er satt að fram- tíðin sé í höijdum hinna ungu. Þeir eru hin komandi kynslóð og á því hvað þeir hugsa, nú og hvaða grundvöll þeir nú leggja lífi sínu hvílir framtíð Canada. Því hugsjón er til grundvallar alls. Það mætti segja “f upphafi var hugsjónin”. Alt sem gert er á hugsjón að baki sér. Ef hug- sjónir eru ekki góðar verða verk- in ekki góð. Gamalt máltæki seg- ir: “Það ungur nemur sér gam- all temur.” Þar af kemur það hvað áríðandi er að leggja rétt- an grundvöll. Eg fæ ekki betur séð en að gott sé að kynna sér hinar fornu bókmentir okkar því þar er marga göfuga hugsun að finna. Eg minnist erindi er Stephán G. Stephánsson kvað: En segulafli yndi því öflugra veit En ekki frá hverju það leiðir Og það er sú ósjálfráð ástin og heit Sem andanum brautina greiðir, Sem brennir hvert varmensku bindandi haft Sem blæs upp hvern neista af göfugum kraft. Hvaða ráðleggingu er til dæmis betri að gefa mönnum nú á þess- um lagaleysis tímum heldur en þessa í Njálu: “Með lögum skal land várt byggja en með ólögum eyða.” Þessi virðing fyrir lög- unum hjá landsmönnum á sögu- öldinni, þessi lotning fyrir erfð- um þeirra kemur svo marg oft vel fram í sögunum. Góð er líka í marga staði lífsspeki Háva- mála og ættu allir norrænir menn að hafa að minsta kosti nasasjón af henni og þá má ekki gleyma heimsmyndinni í Völu- spá. Hvað margir af mikilmenn- um þjóðar vorrar hafi ekki þekt þessi hin fornu rit og drukkið í sig lífsspeki þeirra. Svo veit eg ekki hvar gefur að líta eins glögt dæmi afleiðinga þeirra er fylgja því að þjóð glati sjálfstæði sínu en í afdrifum hinnar íslenzku þjóðar eftir hún gekk Noregskonungi á hönd 1262. Án efa sýndist hún í viss- um skilning græða á þessu, því það batt enda á hið mikla innan- landsstríð er þá hafði varað í nokkra tugi ára. En það var .skammgóður vermir. Hver sem les sögu fslands á eftirfarandi öldum hlýtur að finna meir til verðleiks sanns sjálfstæðis og frelsis. f dag meir en nokkru sinni áður þarf Canada á borgurum að halda sem þekkja hvað sjálf- stæði er, hvað frelsi er, hvað frjáls hugsun er, mönnum sem láta ekki blekkjast af hvaða boð- skap sem fluttur er með aðstoð allra þeirra tækja, og þau eru mörg, sem heimurinn hefir fram að bera. Canada þarf á mönn- um að halda sem hafa eitthvað annað að baki sér en gerfilegan boðskap lýðskrumara. Maður- inn er í veru sinni ófullkominn. Hann nýtur sín ekki til fullnustu hafi hann ekki verið nærður á hinum andlega arfi er liggur honum næst. Þjóðararfur hans og trúin hans er það sem gerir hann að sönnum manni. En nú geta aðrir sagt að við séum ekki lengur fslendingar heldur Canada-menn. Við ættum því ekki að leitast við af fremsta megni og með öllum vitsmun- um okkar að þekkja bókmentir og sögu íslendinga heldur ættum við að kynnast og nærast á sögu og bókmentum Breta og Canada, því þær liggi oss nú næst. Það kosti of mikið erfiði að nema ís- lenzku til þes að hafa veruleg not af því og við förum þá var- hluta hins og gerumst einhliða. Eg svara við erum íslendingar enn og verðum lengi hvaða svo sem land við byggjum og á hvaða tungu sem við mælum. — Náttúrlega verðum við að þekkja sögu og bókmentir annara þjóða þess fleiri þess betra en þær eru ekki okkar bókmentir og við fá- um aldrei gert þær eign okkar eins og við getum hinar ís- lenzku bókmentir. Canada eign- ast aldrei stórskáld á enska tungu af hinum ýmsu þjóðflokk- um er hér lifa ef þeir þekkja ekkert nema bókmentir Breta, hún eignast aldrei stjórnmála- menn ef þeir þekkja og skeyta ekkert um stjórnmálasögu sinn- ar eigin .þjóðar. Menn á hvaða sviði serp er ef þeir eiga að láta alla þá hæfileika sem í þeim búa eða blunda þroskast, verða að þekkja innsta eðli sitt og það er eðli þjóðar þeirra er þeir til- heyra. Þorsteinn Erlingsson sagði í kvæði til íslands: “Við vitum þú átt yfir öldum að skína við óskum að börnin þín megi þig krýna og þá blessar vor öld sitt hið síðasta kvöld ef hún sendir þér smáperlur móðir í krónuna þína. Við megum segja þetta um Canda en við sendum aldrei smá- perlur í krónuna hennar ef við þekkjum ekki þær smáperlur er glitra í krónu íslands.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.