Heimskringla - 04.08.1937, Síða 6

Heimskringla - 04.08.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 Hún tók kjark í sig og segir rösklega um leið og hún sneri burt: “Fáðu þér bita, lags- maður, segðu mér svo frá öllu eins og það gekk til.” Hún átti von á að það bráði af honum og brosi brigði fyrir á andliti hans, en það brást. Hann horfði að vísu á hana, en fremur þung- búinn. “Farðu og hvíldu þig!” sagði hann aftur. “Það er óþarfi fyrir þig að leggja á þig vökur. Þú færð að sjá hann á morgun.” Með það ætlaði hann að setjast að borðinu, þess varnaði hún með því að taka skyndilega um handlegg hans og segir: “Burke! Hvað er að ? Viltu ekki segja mér það?” Hún fann að hann kiptist við svo snögt, að fjörkippur smaug um hana alla, því næst greip hann um úlnliðina á henni, tók hana svo í fangið. “Þú ert seiðmögnuð 1” stundi hann. “Þú vekur megna þrá! Hvernig má eg móti standa?” Hún saup hveljur, hafði ekki tóm til ann- ars, því að á sama augnabliki mættust varir þeirra í kossi svo heitum, svo yfirtak knýjandi, að henni þvarr öll mótstaða. Augum hans brá rétt snöggvast fyrir sjónir hennar og þar þóttist hún sjá inn í djúpan, djúpan, óslökkvandi eld. Hana langaði að veina, svo hræðileg var sú sjón, en munni hennar var haldið af hans vör- um. Hún lá lémagna í höndum hans. Eftir á skynjaði hún að henni hafði legið við yfirliði, því að þegar hann slepti tökum að yfirstöðnu þessu ólma ástríðu kasti, þá var hún svo lin í hnjáliðunum, að hún mátti ekki standa ein. En ósjálfrátt varaðist hún að sleppa stjórn á sjálfri sér. Hann hafði gert henni bylt, komið að henni voðalegum skelk jafnvel, en hún hafði bæði kjark og kapp og sharaði af sér óttanum. Hún hélt um handlegg hans titrandi taki, brosti titrandi brosi og þóttist aldrei hafa notið hug- prýði sinnar í sárari raun. “Nú léztu verða af því, lagsmaður!” sagði hún óstyrkum rómi. “Eg er nær dauða en lífi af átökunum!” “Sylvía!” Málrómurinn lýsti iðrun og því að hann væri forviða og jafnvel óttablandinni lotning. Hann tók utan um hana til stuðn- ings en hún hallaðist upp að honum, laut höfði og dró andann ótt og títt. Svo segir hún: “Það gerir ekkert til! Eg sagði að þú mætt- ir það, var það eklu? Bara þú — lézt svo óðs- lega og eg var ekki við búin. Eg þykist vita þú hafir átt erfiða ferð, seztu nú og fáðu þér að borða.” En hann hreyfði sig ekki, heldur stóð sem áður og hélt utan um hana, þó án frekju. Hann tók til orða djúpum rómi og segir uppi yfir höfði hennar. “Eg þoli varla þennan feluleik lengur. Eg er ekki meira en maður og öllu eru takmörk sett. Eg á ekki gott með að vera and- fætis alla tíma. Holdi og blóði er það ofraun.” Hún leit ekki upp, stóð þegjandi í armi hans. Það var eins og hún væri að bíða eftir einhverju. Svo tók hún til að strjúka um handlegginn á honum létt og hægt, en hönd hennar var ekki mjög stöðug. “Svo”, segir hún, “þú ert uppgefinn, félagi. Við skulum ekki halda talinu lengra í kveld. Umtalsefnið lítur öðru vísi út á morgun.” “Og ef svo verður ekki?” sagði Burke. Hún leit upp til hans með titrandi smábrosi sem fyr. “Jæja, þá er að tala saman þangað til við komumst að niðurstöðu.” Þá lagði hann höndina á öxlina á henni og segir: “Sylvía, þú mátt ekki leika þér að mér!” Hann var hægur en þó kendi hún þess í rómn- um, sem olli því að hún leit við honum snögt og snarplega, stóð þannig litla stund og horfði á hann, en brjóstin lyftust upp nokkrum sinnum, eins og henni væri erfitt að anda. Loks sagði hún, og átti bágt með að koma upp röddinni: “Það var óþarfi að tala svona til mín, fé- lagi. Þú þekkir mig ekki — jafnvel eins vel og — og þú ættir kost á, ef þú — ef þú gerðir þér far um.” Hér þagnaði hún litla stund og tók hendinni tli kverkanna, með augun full af tár- um, segir svo snögglega: “Og nú — góða nótt!” Hann skildi að þetta var sama sem skipun, lét hana lausa og í sama bili fór hún í hvarf og lét aftur á eftir sér. Hann stóð grafkyr og hlustaði eftir því, hvort hún læsti af, mjög svo áhyggjufullur, en ekki varð af því, heldur heyrði hann óskýran óm af niðurbældum grát- ekka. Á þetta hlustaði hann æðilengi, tekinn í framan og ósællegur en stundum krepti hann hnefana, settist svo við borðið. Þar sat hann Ianga lengi og hreyfði hvorki legg né lið, þá var hurðinni lokið upp á bak við hann, hratt og hljóðlega, Sylvía snaraðist inn og tók báðum höndum á öxlunum á honum. “Lagsmaður góður, eg lét óvitalega. Viltu fyrirgefa mér?” Hún var skjálfrödduð og lág- mælt og klökk, reyndi að fela andlitið þegar hann ætlaði að snúa sér við, rendi skjálfandi örmum fram um hálsinn á honum og spenti fa' greipar. “Þú stygðir mig dálítið — þó þú ekki ætlaðir þér, held eg. Og nú stygði eg þig — líklega mikið. Eg ætlaði mér það ekki, félagi minn. Við skulum láta það jafna sig. Eg er búin að fyrirgefa þér. Viltu reyna til að fyrir- gefa mér?” Hann sat kyr og þagði litla stund, þá lagði hún vangann létt og óframlega að hnakka hans, en við það tók hann mjúklega á greipum henn- ar, þagði þó sem fyr. “Segðu að alt sé eins og vera ber” mælti hún lágt og bljúgt. “Segðu að þér mislíki ekki — ekki neitt! Segðu að þú sért ekki vondur!” “Eg er ekki,” sagði Burke, mikið einbeitt- lega. “Og hugsaðu ekki — hugsaðu aldrei að eg ætli að hafa brögð í tafli við þig,” knúði hún fram um klökkva sinn. “Svoleiðis er ekki mér líkt, félagi, það er bágt að mér skuli farast svo óliðlega. En það er sama, ástæðan er ekki sú.” “Eg veit ástæðuna,” sagði Burke stillilega. “Hana veiztu ekki,” svaraði hún af stundu. “En við skulum láta svo búið standa að sinni! Þú veizt ekki nokkurn skapaðan hlut um mig, lagsmaður. Eg get varla sagt eg þekki sjálfa mig vel rétt sem stendur. Mér finst eins og bundið sé fyrir augun á mér og eg sjái ekki neitt, rétt sem stendur. Svo, viltu reyna að vera þolinmóður við mig? Viltu — viltu reyna að vera góður lagsmaður, þangað til skýlan færist frá aftur? Eg þarf góðs félaga við, — liggur nokkuð mikið á vænum kunningja, lagsmaður.” Hann hlýddi á tal hennar, lágt og óskýrt rétt við eyrað á sér, jafnframt herti hún á tök- unum og hélt sér fast að honum, þá strauk hann um greiparnar á henni og segir: “Jæja gott, stúlka litla, þá það, þá það.” Henni mun hafa orðið vært af einhverju í rómnum, hún slepti tökum, lagðist á knén við hlið hans, föl í framan og sá upp á hann tár- björtum augum. “Eg vil að þú kyssir mig,” sagði hún. Hún sá hann komst við, hann tók um vanga hennar og ætlaði að kyssa hana á ennið, þá bauð hún varirnar og svo kystust þau. “Þú ert svo — vænn við mig,” sagði hún í hálfum hljóðum. “Þakka þér — ósköp vel.” Hann sagði ekki orð, slepti henni og lét hana hverfa á burt orðalaust. VII. Kapítuli Sá nýkomni Þegar Sylvía hitti manninn sinn aftur, þá var sem ekkert hefði milli þeirra farið til að rjúfa þeirra einlæga kunningsskap og vinsam- legu umgengni. Þau settust að máltíð fyrir sól- ar uppkomu og heilsuðust rétt sem áður, eins og ekkert hefði í skorist. Svo fóru þau ríðandi um skrælþurra fold og þá sagði Burke henni stuttlega af ferðinni og einkum hvar hann hafði náð Guy, en þó hann hefði ekki mörg orð, þóttist Sylvía verða vör við að erindið hefði ekki gengið þrautalaust. “Hann veit um — mig?” innti hún að lok- um hikandi. “Já”. “Varð honum — var hann hissa?” “Nei, hann var löngu búinn að frétta það.” Hún spurði ekki frekar, það var fullerfitt að spyrja svona mikils, enda var hægur nærri, því að í dag átti hún að sjá Guy sjálf. Hún vildi ekki við það kannast, jafnvel fyrir sjálfri sér, hvað hún kveið fyrir því, nú þegar að því var komið. Burke kann að hafa ráðið í, hve vant hún var við komin, því að hann sagði, eftir langa þögn: “Kannske eg sæki hann til miðdegis borðs, nema þér líki betur að fara þangað fyrst.” “O þakka þér fyrir. Það var vænt af þér.” Þegar þau komu heim aftur og stigu af baki, segir hún: “Burke, þú meiddir þig ekki svona mikið á rakhníf, gerðirðu?” Hún lét sem hún sæi ekki, að spurningin var miður vel þokkuð, leit við honum einarðlega og herti á: “Gerðirðu ?” “Nú jæja, satt er bezt að segja, ekki gerði eg það,” svaraði hann hlægjandi. “Og þar með búið.” Hún skildi vel hvað gerst hafði, fékk hræðslusting en sagði ekki annað en þetta: “Þakka þér fyrir, lagsmaður,” og tók aðra ræðu. Þau skildu við svalirnar, hann teymdi burt hestana, hún sneri inn að annast mörg óg mikil innanhússtörf, festi hugsanir sínar einbeittlega við þau, en þrátt fyrir það var þetta sá lengsti morgun sem yfir hana hafði komið. Loksins kom vikasveinninn Joe og tjáði henni, að kom- inn væri hvítur herramaður og vildi finna hana. Hún hafði ekki heyrt neina koma, líka var Burke ókominn aftur. f því bili kom yfir hana löngun til að forðast hann, sem hún ætlaði varla að ráða við, en hún herti sig, skipaði sjálfri sér að gugna ekki og gekk út. Við hornið á svölunum stóð maður upp við stólpa og beið hennar. Hann var einn og þá varð hún fegin, þótti sem hún hefði ekki afbor- ið að hitta hann í fyrsta sinn í návist Burkes. Hún skalf á leiðinni til hans, en jafnskjótt og þau tóku höndum saman, fór sá óstyrkur af henni, því þá fann hún að hann skalf og titraði líka. Henni urðu engar vanakveðjur á vörum. Hvernig gat hún nokkurntíma beitt vanans' viðtektum við Guy ? Og Guy var þetta — hold- inu íklæddur — svo lítið umbreyttur að útliti frá því þegar hún sá hann síðast fyrir fimm árum,að henni flaug í hug, að hann liti út eins og hann hefði orðið fyrir sótt. Hún skildi nú hvað Burke átt-i við þegar hann kvað þá ekki líka framar, en hún átti von á miklu verra. Hann hafði ekki þroskast á þá leið sem húnhafði vonast eftir. Á Burke sá hún rætast þær vonir sem æska Guys gaf tilefni til. En þær höfðu ekki ræzt á Guy, heldur brugðist. Ennþá var hann ekki orðinn hrottalegur í útliti né forhert- ur af löstum. Fyrir hennar sjónum, óreyndum og vorkunnar fullum, var hann aðeins sóttbitinn líkt og hann hefði þjáðst mikið og væri til þján- ingar dæmdur alla sína æfi. Svona varð henni við er hún sá hann og þess vegna var það, að hún tók um hönd hans báðum höndum og sagði: “ó Guy! Hvað þú lítur veikindalega út!” Hann tók fast í hönd hennar, reyndi samt ekki að mæta tilliti hennar. “Svo þú giftist Burke!” sagði hann. “Betra gaztu ekki gert. Hann er ekki beinlínis glæsimenni, en hann er þó að minsta kosti í bærilegu áliti. Mig undrar, að þú skulir vilja veita mér viðtal, eins og eg brást þér.” Orðin voru liðlega fram flutt og hitalaust, en hönd hans titraði og augu hans, sem hann rendi snöggvast til hennar, brunnu líkt og í sóttveikum og voru sokkin. En hvað hún mundi þau augu vel! En þessu líkt hafði hann aldrei litið á hana fyr. Hann slept ekki hönd hennar og handtakið virtist leita skilnings og samúðar, en nú sá hún æ betur að hann hafði breyst meir en henni sýndist í fyrsta áliti. “Vitaskuld vil eg veita þér viðtal!” sagði hún þýðlega. “Eg fyrirgaf fyrir löngu, eins og eg vona að þú hafir fyrirgefið mér.” “Eg!” sagði hann. “Góða stúlka mín, tal- aðu í alvöru!” Rómur hans var óskýr af hæsi, eem hún hélt stafa af niðurbældri geðshræring, hún komst við og vatnaði músum áður en hún I vissi af. “Hvað sem fyrir kemur,” sagði hún “þá erum við vinir. “Gleymdu því aldrei. Viltu muna það? Þú gerir mér sárleikið, ef þú gleymir því.” “Blessi brjóstið þitt!” sagði Guy og glotti við. “Þú varst alla tíð Örlát og brjóstgóð, varstu ekki? Of brjóstgóð, stundum. Til hvers varstu að kippa mér út úr mínu skoti í helvíti? Var það af mislögðum brjóstgæðum eða af tómri forvitni? Eg var ekki að gera þér neitt, að minsta kosti meðan eg hékk þar.” Af þessum orðum ásamt glottinu kendi hún mikið til. “ó gerðu ekki þetta — ekki þetta! Hélztu að eg gæti gleymt þér svo fljótt. Datt þér í hug, að eg gæti verið annað en vansæl, meðan þú dvaldir þar?” Hann leit við henni fastlega. “Hvernig ertu gerð, Sylvía? Ertu að segja mér, að þú hafir átt hægt með að fyrirgefa mér?” Hún strauk af sér tárin. “Eg man ekki til að mér hafi nokkurntíma þótt við þig. Eg vissi einhvernveginn strax frá upphafi, að — að — það var baj"a óhepni.” “Nú gengur yfir mig,” sagði hann. Hún brosti við honum. “Er svo? Eg sé ekki vel af hverju. Er það svo furðanlegt, að maður vilji fara sína leið og reyna að gera eins gott úr öllu og hægt er? Svona lít eg nú á. Það virðist svo löngu liðið, Guy — eins og í annari tilveru, nærri því. Það er svo fyrnt og fjarlægt, að það gerir hvorki til né frá.” “Ertu að tala um gamla daga?” innti hann rámur. “Eða þegar þú komst hér fyrir fáum vikum og áttir enga úrkosti ?” Hún brá við höfði til mótmæla. “Það stóð ekki lengi. Eg vil ekki hugsa til þess. En það gat farið miklu ver en fór. Burke var góður við mig — og er enn.” “Er hann?” spurði Guy og leit við henni forvitnisaugaum, svo hún sneri sér undan, ó- sjálfrátt, til að forðast gægjurnar. “Komdu nú og fáðu að borða. Hann fer að koma.” “Hann er kominn,” sagði Guy, “og fór út í hesthús.” Hér var enn dæmi um hve vænn hann var, að vera fjarstaddur þeirra fyrsta fundi. Henni hlýnaði í hugskoti, af þessari hans nærgætni hafði hún komist hjá mjög svo beizkum vanda, fanst nú sem hún hefði alls ekki getað staðist raun þessa endurfundar, ef hann hefði verið viðstaddur. En nú er það var afstaðið, nú er hún hafði kynst þessum nýja Guy — þessum framandi manni með Guys ásjónu og málrómi sem sviftur var glaðværð og glæsilegu fjöri, sem Guy hafði áður til að bera — þá saknaði hún manns síns, þóttist þurfa hans aðstoðar við. Því að nú var hún viss um, að hann þekti Guy betur en hún. Hún gekk á undan til matborðs og í því bili gekk Burke í stofuna gegnum aðrar dyr, og blístraði brag, líkt og vel lægi á honum. Henni varð að líta á Guy, það hljóð minti hana á hans fyrra háttalag, og furðaði sig á, hvort hann hefði lagt þann sið niður. Hún bjóst við þvingun og stirðlæti en ekki fanst það á Burke, hann var rétt eins og hann átti að sér að vera og þó alls ekki mjúkur við Guy, alminlegur, stutt- ur í spuna, en alls ekki eins og sá sem þykist öðrum meiri, líkari bróður heldur en húsbónda. Og Guy varð svo við, að hann gerðist hressari og öruggari í bragði, kæruleysis og frekju fasið rann af honum, hann var óframur en þó ekki feiminn, hann gerði jafnvel að gamni sínu þeg- ar á leið, en þó beizklega. Hann drakk öl með Burke, í mesta hófi, hún gáði vandlega að honum í laumi, meðan borðhaldið stóð yfir og reyndi að gera sér grein fyrir hugsunum sínum og niðurstöðu af því sem hún hafði heyrt og séð, reyndi líka að setja sig í þau spor, þegar hún elskaði hann og hafði haldið trygð við hann langa lengi, hugsa sé"" hann sem þann elskhuga, sem hafði skrifað henni blíðu bréfin fréttalausu, símað henni að koma og brugðist henni svo hlálega og algerlega. Hún vissi varla hvað henni var um hann og var fast að því í uppnámi. Eitt var það þó, sem hún sannfærðist um til fulls, að heitrof hans hefði bjargað henni frá gæfuslysi, sem hún hefði aldrei beðið bætur. Hvað sem hann var, hvern hug sem hún bar til hans, þá vissi hún frá því augnabliki sem þau hittust, að þetta var ekki sá maki sem hún hafði hugsað sér í sínum meyjardraumum. Væntanlega hefði hún séð það, ef þau hefðu hizt strax, en þá hefðu kannske kringumstæðumar þvingað hana til að bindast honum æfilangt. Og þá------- ósjálfrátt rendi hún augum til Burkes og var fegin sínu hlutskifti, hann hafði bjargað henni frá miklu og þrek hans, óbifanlegt sem klöppin, stóð æfinlega milli hennar og þess sem misjafnt var. Nú vissi hún í fyrsta sinn glögt af því, að hún var næsta fegin að 'hafa trúað hon- um fyrir sér. Að máltíð lokinni hugði hún að því og var hissa, að ekki hafði eitt augnablik hlaupið snurða á samtalið og enginn þóst vandlega staddur. Þeir gengu út á svalir að reykja en hún að sækja kaffi. Þegar hún var á leiðinni með það heyrði hún Guy hósta í fyrsta sinn — með hræðilegum sogum og hryglu, sem settu mikinn óhug að henni. Hún sá hann halla sér fram yfir stólbak og engjast í hviðunum, svo sára hviðu hafði hún aldrei séð né heyrt, líkt og hann glímdi við púka, sem væri að kyrkja hann. Burke kom og tók við bakkanum af henni. “Honum léttir strax. Það var af sígarettunni.” Kastið leið fljótt frá, en maðurinn hékk við stól- bakið og blés mæðinni, lengi á eftir. Burke benti henni að setjast, en hún vildi ekki, stóð við hlið- ina á Guy, og þegar honum rénaði mæðin, lagði hún hendina þýðlega á handlegg hans. “Komdu og fáðu þér sæti, Guy! Viltu vatn að drekka?” Hann hristi höfuðið. “Nei—nei. Fáðu mér árans sígarettuna þarna.” “Láttu ekki eins og flón!” sagði Burke al- minlega. “Seztu og hvíldu þig,” þar með kom hann aftan að Guy og tók um herðar hans. — Sylvía sá og var hissa, að Guy lét strax undan og lét hinn leiða sig að stóli og þar teygði hann frá sér alla anga, bleikur í framan, grafkyr. Burke tók Sylvíu afsíðis og bað hana vera óhrædda. “Þetta er ekki nýtt, honum batnar vno bráðar.” Guy hrestist, settist upp hægt og hægt og teygði skjálfandi hendi tíl borðsins, þar sem sígarrettan lá, varla snert. “ó gerðu ekk þetta!” sagði Sylvía og var fljót til. “Sko, eg var að koma með kaffi. Viltu ekki reyna að drekka það?” Burke skar úr málinu með því að hann tók sígarettuna og fleygði burt. Guy leit við honum snúðugt, augu hans brunnu en hann sagði ekki orð, tók við bollanum og saup af eins og sárþyrstur maður. Svo bað hann for- láts á látunum í sér.” Það er ólukkans sandin- um að kenna,” sagði hann, bað svo um meira kaffi, kvaðst hafa gott af því. “Svo fer eg í kofann minn að sofa.” Þá sagði Burke það sem þeim kom óvart. “Þú getur sofið hérna. Þú þarft ekki að kvíða hávaða né umgangi. Sylvía hefst hér aldrei við á daginn.” Enn sá Sylv,a að Guy hvesti augun rétt í svip, leit svo niður. “Það er mjög — vel boðið,” sagði hann. “En eg held eg hverfi til míns hæl- is, samt.” Þá skarst Sylvía í talið. “ó Guy, vertu vænn og farðu ekki aftur í það hræðilega kofa- kríli á sandauðninni! Eg bjó vistarveru handa þér í gær, hún er alveg til, ef þú bara vilt nota hana.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.