Heimskringla - 04.08.1937, Side 7

Heimskringla - 04.08.1937, Side 7
WINNIPEG, 4. ÁGÚST 1937 MEIMSKRINGLA 7. SÍÐA FUNDARGERNINGUR Frh. frá 3. bls. Bókav., Guðm. Eyford Yfirskoðunarmenn, Dr. Magnús B. Halldórsson og ólafur "Pétursson. Þá gerði Dr. M. B. Halldórsson tillögu um að stjórnarnefnd sé gefið leyfi til að samhykkja fundargerninga, sem ekki geta komið til samþyktar á þinginu. Tillagan var studd og samþykt. Fundi frestað til kl. 8 að kvöldi. Fundur var aftur settur kl. 8. Fundarbók síðasta fundar les- in og samþykt. Tillaga J. 0. Björnssonar, studd af sr. Jakob Jónssyni, að þingið votti sambandssöfnuðin- um í Árborg, kvenfélagi safnað- arins og fólki í Árborg yfirleitt þakkir sínar'fyrir rausnarlegar viðtökur. Tillagan var samþykt með því að allir viðstaddir risu úr sætum. Dr. Sveinn E. Björnsson mint- ist þess að Dr. Rögnv. Pétursson og kona hans væru nú á leið til íslands og lagði til að þeim væri sent heillaóskaskeyti og að for- seta væri falið að senda það. Til- lagan var studd af Guðm. Ein- arssyni og samþykt. Þá ávarpaði Guðm. O. Einars- son þingið. Kvaðst hann því miður ^ekki hafa getað verið stöðugi á þinginu. Mintist hann á sumt sem gert hefði verið á þessu þingi og lauk einkum lofs- orði á erindi þau, sem flutt hefðu verið á þingi kvennasambands- ins; ennfremur mintist hann fyrri þinga, sem hann hefði ver- ið á. Að lokum flutti hann snjalt frumort kvæði, er hann nefndi'“Þingbæn”, og var gerður að því góður rómur. Þá ávarpaði forseti þingið nokkrum orðum og talaði um gildi þessara árlegu samfunda fyrir þá sem sæktu þá og félags- skapinn yfirleitt; mintist hann þingsins, sem haldið hefði verið á þessum stað fyrir níu árum og hversu ánægjulegt það hefði verið; og að hvort sem önnur níu ár liðu aftur þangað til þing yrði haldið í Árborg eða skemur, mættu menn ávalt búast við á- gætum viðtökum hér. P. K. Bjarnason tók næstur til máls og þakkaði fyrir hönd safnaðarins og mælti nokkur vel völd orð til þeirra sem sótt höfðu þingið. Kvað hann það eitt af einkennum þessara þinga, að hver og einn gæti sagt mein- ingu sína, hvort sem aðrir væru henni samþykkir eða ekki. Að lokum flutti séra Jakob Jónsson bæn, sálmurinn nr. 634 var sunginn; bar forseti síðan fram blessun og lýsti þingi slitið. ALM ANNASKARÐ OG HALLORMSSTAÐUR (Úr ferðaminningum) Eftir Sigurð Helgason, skólastjóra Kaupið Heimskringlii Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu ooeooccoseoososoooscooooos Ennþá ómar í eyrum mínum hægur straumniður Hornafjarð- arfljóta, utan frá nesjum og! eyjaoddum, og ennþá er blæfag- ur ljómi júnínóttunnar — með seiðmagni sínu — yfir sál minni, þegar eg hugsa til vöku þeirrar, sem eg hafði nóttina við Mikley. Og þó eru meira en þrjú ár síðan. Við höfðum komið þangað inn ! á leguna um kvöldið. En það voru allir í fastasvefni um borð hjá okkur eftir miðnættið, þeg- ar að mér kom að vaka. Þetta var svonefnd hundvakt á sjómannamáli. Eg sit í eldhúsdyrunum og horfi á það, sem fyrir augun ber. Steinsnar frá skipinu eru græn- ir og grösugir bakkar Mikleyjar, og alls staðar umhverfis eru eyj- ar og hólmar. Krían svífur yfir varpstöðvum sínum. Hún er ó- | venjulega hljóðlát, en það lifnar yfir henni því meir sem líður á j nóttina, og fleiri og fleiri hefja sig til flugs. Lítil maríuerla sest á stein í eyjarbakkanum og fer að syngja. Eg heyri glögt kvak hennar og mér finst vera svo langt síðan eg hefi heyrt maríuerlu syngja. Þessi litli, fallegi fugl minnir mig á eitt-; hvað, sem er löngu liðið. Eg lifi í huganum vornæturnar heima á æskustöðvunum — þegar eg vakti yfir túninu — með vonum | þeirra og vökudraumum. Þá fanst mér söngur hennar vera | lofsöngur' um vonirnar og öll fyrirheit þeirra. En hvað var j í kvaki hennar nú? Var hún ekki enn að gleðjast með mér? Gleðjast yfir þessari dásamlegu nótt,. roða sólarinnar á austur- loftinu og þessum hæga straum- nið fljótanna, sem barst að eyr-1 um okkar. Jú, maríuerla litla, eg vissi altaf, að þú myndir ekki bregðast mér. Þessi legustaður okkar þarna inni á milli eyjanna á Hornafirði var ólíkur öllum öðrum, sem eg hafði séð. Það var mildari og æfintýralegri blær yfir honum., Oftast lágum við á hinum og þessum víkum úti við yztu nes, nálægt háum fjöllum og nöktum sjávarhömrum. Björtu nóttun i um þar fylgdi enginn seiðþrung- inn straumniður rennandi vatna. Aldrei fyrri hafði eg séð frjó- sama grasbakka ekki steinsnar frá borðstokknum. Og þó að víða sé fagurt flg svipmikið úti við andnesin, þá er fegurðin þar með öðru móti, og hún vekur aðrar tilfinningar. Þetta var sunnudagsnótt og næsta dag átti fyrir okkur að liggja að sjá meira. Við skips- félagarnir lögðum af stað í Have the Business POINT OF VIEW f Dominion Business College students have the advantagj of individual guidance in the all-important factors of business persona^ity, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five. years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s skemtiferð á landi. Förinni var heitið upp í Almannaskarð, til þess að sjá hið víðkunna útsýni þaðan. Leiðin liggur upp úr þorpinu — Höfn á Hornafirði, framhjá- stórum nýræktarspildum, bæj- um og mýrarflákum. Alt þetta er athyglisvert, en það hverfur í skuggann af fyrirheitum Al- mannaskarðs, sem við sjáum framundan, milli tveggja nak- inna fjallahlíða. Síðasti spöl- urinn liggur skáhalt upp snar- bratta fjallshlíðina, grýtta og gróðurlausa. En alt í einu sveig- ir bíllinn til hliðar og staðnæm- ist. Við erum komnir í Almanna- skarð. Nafnið eitt felur í sér töfra skáldskaparins. Eins og allur góður skáldskapur á það sér bakhjarl í hinu raunverulega lífi. Hér hefir verið alfaraleið frá alda öðli. Lengi var sóttur kaupstaður austur á Djúpavog langar leiðir vestan að. Á þeim árum áttu margir leið hér um. Kynslóð eftir kynslóð hefir farið um þetta skarð til aðdrátta, bæði snauðir og auðugir. Og það er næstum eins og skarðið geymi enn hugsanir allra þessara manna. Fyrir nokkrum áratugum fluttu margir burt úr sveitunum við Hornafjörð. Flestir þeirra fóru austur á firði, því að þar þótti lífvænlegra og betra að vera um þær mundir. Og sann- arlega hafa Hornfirðingarnir, sem síðast sáu yfir æskustöðv- arnar af Almannaskarði, mátt geyma yfirbragð þeirra í minni, því að lítilsiglt eða hversdags- legt er það ekki. Úr Almmannaskarði blasir við suðurbrún Vatnajökuls. Lengst vestur frá er láglendið að sjá eins og örmjó ræma. Næst fyrir vestan Fljótin eru Mýrarnar, marflatar og vötnóttar, en fyrir austan þau eru Nesin. Fljótin eru að sjá eins og mikið stöðu- vatn, krökt af eyjum, stórum og smáum. En það er fjöllin og jökullinn, sem athyglina draga að sér-. Fjöllin gnæfa upp úr jökul- brúninni, nakin og hornhvöss, með marglitu bergi. Yfirbragð þeirra er hörkulegt. Þau eru alveg gróðurlaus, og ósjálfrátt finst manni, að ef þau væru vit- und gædd, myndu þau líta á smá- vegis grastó eða lynghvamm sem óþarfan hégóma og veikleika- vott, sem væri hátign þeirra ósamboðinn. Milli þeirra er skriðjökullinn, úfinn og grettur. Hann minnir á ógeðfeldan skap- gerðarbrest hjá stórfeldri per- sónu. — f baksýn er meginjök- ullinn, tindrandi hvítur, kyrlátur og kaldur. En lengra til vinstri handar glitrar hafið í skini júní- sólarinnai', hlýlegt að þessu sinni og gamalkunnugt. Við stöndum frammi fyrir hinu mikilúðlega yfirbragði út- sýnisins. Svipur þess allur er harður og lokaður, að minsta kosti fyrir mér. Það minnir mig á broslaust andlit, sem er löngu stirnað í hugsuninni um eigin verðleika. Og þegar bíll- inn með okkur félagana skröngl- ast aftur niður úr skarðinu, er- um við munaðarlausir í hugsun- um okkar, því að hluttekningar- leysi umhverfisins hefir lagst á sál okkar. — Þó geymi eg enn í huganum minninguna um útsýn- ið úr Almannaskarði og gleymi því aldrei. II. Næsta laugardag erum við ehn í skemtiferð. Við höfum fært helgina fram um einn dag. Á sunnudaginn ætlum við að vinna. Nú er ferðinni heitið “upp í Hérað”, eins og Austfirðingar segja, í Hallormsstaðaskóg. Við leggjum af stað snemma morg- uns frá Reyðarfriði, og enn er- um við í bíl. Vegurinn er þur og rykugur. Það er heitt í veðri og glaðasólskin. Leiðin liggur um Fagradal, djúpa og grösuga dalskoru, sem sker sundur Austfjarða-fjall- garðinn. Til beggja handa eru gróðurlaus fjöll. Eg minnist fyrri ferða minna um þennan dal, einu sinni gang- andi í náttmyrkri og rigningu, öðru sinni í frosti að vetrarlagi, og þá var tunglskin yfir hjarn- breiðum dalsins. En aldrei hafði eg farið þessa leið nema í góðu skapi, vongóður um lífið og framtíðin^, og enn var það svo. Sá, sem einu sinni hefir tekið ( ástfóstri við Fljótsdalshérað,; þráir það ávalt síðan og finst hann hvergi eiga heima nema þar, enda þótt hann sé þar ávalt gestur og geti aldrei búist við að vera þar annað. Og þó að eg ætti bráðum von á að sjá kæra vini, sem mér hafði ekki auðnast að hitta nokkuð lengi, hlakkaði eg einnig til að heilsa sjálfu hér- aðinu og sumardýrð þess, fljót- inu, fjallasýninni og Hallorms- staðaskógi. Þegar nær dregur Héraðinu, breikkar dalurinn, sem við för- um, og verður að einskonar for- dyri margra fjalldala. Þar rennur tær á eftir grundunum áleiðis til Héraðs. Það er Ey- \'indará. Efst á henni veit eg af grýttum hólma, sem áin rennur framhjá í stríðum strengjum, stórgrýtt í botni. f þessum hólma vex lágvaxin, harðgerður viðarrunnur. Hríslurnar eiga rætur sínar niðri milli stórgrýt- isins í hólmanum, og úðinn af straumfalli árinnar vökvar blöð þeirra. Einangraður og af- skektur vex runninn á þessum stað, þolir þar hörku vetrarins og ber blöð á hverju sumri. — Þessi litli runnur er hvort- tveggja í senn aðdár.uarverð og átakanleg sjón, einskonar tákn okkar eigin lands og andlegrar menningar þess. Nú sakna eg þess eins, að geta ekki séð hann. Á þessum slóðum sjá menn fyrstu svipbrigði Héraðsins. Yfir hálsinn, sem lokar að mestu út- sýninu upp úr dalnum, sést lítill hluti úthéraðsins og hálendis- brúnin í norðvestri. Yfir út- sýninu hvílir blámóða fjarlægð- arinnar, mild og djúp. Og milli ásanna á láglendinu glitrar í vatn. En þegar upp á hálsinn kemur, blasir Héraðið við. Þar uppi vex skógur. Hríslurnar slúta yfir veginn og strjúkast utan í bílinn, eins og þær séu að rétta okkur hlýlega vinarhönd og bjóða okkur velkomna í þá “voraldar veröld”, sem við fær- j umst nú inn í. Hver getur kos- ið sér alúðlegri kveðju? Við höldum sem leið liggur inn eftir Héraðinu, fram hjá reisi- legum bæjum og yfir Grímsá, sem búið er að brúa traustlegri steinbrú, en áður h'afði hún hrifsað til sín mannslíf í tuga- tali. — Við höfum Lagarfljót á aðra hönd, en hlíðina, kjarri, vaxna, á hina. Fljótið er breittj og lyngt eins og stöðuvatn, og | hvert sem augum lítur er óend- I anleg fjölbreytni. Smátt og smátt minkar undir- j lendið meðfram fljótinu, og alt í I einu sjáum við Hallormsstaða- | skóg framundan í afhallandi ^ hlíðarbrekkum. Litbrigði skóg- ! arins laða að sér eftirvæntingar- full augu okkar, Yfir honum iðar tíbráin í hitanum. Fyrir j löngu hefir skógurinn verið girtur og friðaður, verndaður fyrir ágangi og að honum hlúð á ýmsan hátt. Síðan hafa bjark- irnar vaxið hraðara og orðið beinvaxnari og fegurri en áður. Slíkt er ljóst dæmi um þá þörf, sem ungviðinu er á aðhlynningu. Angandi bjarkarilm leggur að vitum okkar. Alt í einu erum við komnir í skógarjaðarinn og^ i höldum nú lítið eitt inn í skóg-! inn. Bíllinn stöðvast og við, stígum út úr honum. — Við erum i komnir inn í Hallormsstaðaskóg. j Við göngnm inn á milli trjánna. Eg heyri raddir sam-1 ferðamannanna rétt hjá mér, en' þó er eg einn. f fyrstu er eg hálf-uppburðar laus. Mér finst eg vera svo ó-, kunnugur. f rauninni hefi eg, aldrei komið í reglulegan skóg - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími:' 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Kr að flnni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 ÍSS G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederatlon Llíe Bldg. Talsími 97 024 Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR & öðru gólíi 32S Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstoíur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikucla* 1 hverjum mánuði. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO S54 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 a. h. I—8 ats kveldinu Síml 80 857 665 Vletor 8t. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur bann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPBO RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Simi 36 312 Dr. S. J. Johannes.ion 218 Sherbum Street Talsimi 30 877 VlOtalstimi kl. 3—5 e. h. . i fyrri. En angan birkitrjánna, sem eg anda að mér, fyllir mig óblöndnum fögnuði yfir þessum dásamlega stað og þeirri góðu viðburðanna rás, sem bar mig hingað. Eg kem að rjóðri og legst niður í grasið. Raddir samferðamannanna fjarlægjast og deyja út. Er það nú rétt, sem eg hefi heyrt, að tómleikinn, sem stundum getur altekið mann í stórum borgum og gerir menn þunglynda og sinnisveika, þekk- ist ekki úti í skógi, enda þótt menn séu þar einir dögum og vikum saman? Eg veit það ekki, en hitt veit eg, að fróun hvíldar- innar er hvergi betri og heil- næmari en við brjóst ósnortinn- ar náttúrunnar. Og eg er ekki lengi búinn að dveljast þarna í rjóðrinu, þegar veikur og leynd- ardómsfullur kliður berst mér að eyrum. Eru það bjarkirnar, sem tala sínu máli, eða er það blærinn, sem bærir limið og trjá- krónurnar? Það er að minsta kosti mál skógarins. Ekki er of mikið sagt af töfrum hans. Eg stend á fætur og geng lengra inn í skóginn. Ómar hans hljóma heillandi í eyrum mínum. Eg er glaður. Þetta er hátíðis- dagur. Einhversstaðar hér í skógin- um er lítill, tær lækur. Á balan- um, sem hann rennur um, er hríslan,. sem skáldið ávarpaði, þegar hann kvað: “Gott áttu hrísla á grænum bala, glöðum að hlýða lækjarnið.” Fallegar vísur, en þessar tvær hendingar þó fallegastar. Þessa hríslu ætla eg að finna og þenn- an laek. Það er margt hér, sem eg verð að sjá. Hátt uppi í hlíðinni stpndur húsmæðraskólinn á Hallorms- stað. Hann stendur þar á auðu svæði. Umhverfis er skógur- inn, en frá honum sér yfir fljót- ið, ströndina hinum megin með bæjum og grænum túnum, og upp yfir hana rís austur-brún Fljótsdalsheiðar. Þar fyrir vest- an er heiðin með auðn og öræfa víðáttu. Á þessum stað er fegurð. Ekki lítilsiglt aðgerðalaust flekkleys*r heldur ímynd sannrar tignar og Frh. á 8. bls. Dr. D. C. M. HALLSON Physician and Surgeon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Weddlng Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Oegnt pósthúslnu Slmi: 96 210 Heimilit: 33 326 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Inturance and Financial Agenti 81mi: 94 221 900 PARIS BLDO.—Winnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Orrici Phoni 87 293 Ria. Phowi 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINO Ornci Hotns: 12-1 4 r.M. - 6 r.u. 4JTD BT APronrri(Il«T

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.