Heimskringla - 01.09.1937, Page 1

Heimskringla - 01.09.1937, Page 1
Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahrcinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LI. ÁRGANGUR WlNNIPEXi, MEDVIKUDAGINN, 1. SEPT. 1937 NÚMER 48. HELZTU FRÉTTIR Prófessor Sanki Chikawa kennari í íslenzku og ensku við “Hinn Keisaralega Háskóla” í Tokyo, og Sr. Jón Sveinsson, S.J. (Nonni). Andrew Mellon dáinn Andrew Mellon, nafnkunnur stóreigna- og stjórnmálamaður í Bandaríkjunum dó s. 1. fimtu- dag. Þektastur út í frá var hann eflaust fyrir það, að hann var fjármálaráðherra Banda- ríkjanna um 11 ár eða á tíð þriggja forseta, Hardings, Cool- idge og Hoover. í fjármála- heiminum var hann kunnastur fyrir það að vera f jórði eða fimti auðugasti maður í heimi. Mellon var af flokksmönnum hans talinn mestur fjármálaráð- herra í Bandaríkjunum síðan á tíð Alexanders Hamiltons. Skuld stjórnarinnar, sem var 26 biljón- ir þegár hann tók við, lækkaði hann um 8 biljónir. Mellon var og sendiherra sinnar þjóðar á Englandi um skeið. ' Andrew William Mellon var fæddur í Pittsburg, Pa., 24. marz 1855. Hann var dómara sonur, heilsuveill framan af æfi og tek- inn úr háskóla 18 ára gamall til þess að véra ekki ofþjakað með lærdómi. Sjö árum síðar var Mellon orðinn eigandi og stjórn- andi banka, kemst í kynni við 25 ára gamlan sveitastrák, sem var að uppgötva aðferð til að vinna “coke” og sem seinna varð úr félag, sem nefndist Union Steel Company. Þótti United State Steel Corp., félaginu þetta vera sér óþarfur keppinautur og keypti það fyrir 30 miljónir dollara. Eftir það kemur Mellon upp einum 23 banka-útibúum og lán- félögum og verður loks meðeig- andi í fleiri stærri iðnaðarstofn- unum í Bandaríkjunum. Eignir hans eru nú við lát hans sagðar nema hálfri biljón ($500,000,- 000). Saga Mellons er aðeins eitt æfintýrið um auðsöfnun sem á uppgangsárum iðnaðarins átti sér stað í Bandaríkjunum. Gibraltar Er þetta gamla óvinnanlega vígi, Gibraltar nú í hættu, ef til stríðs kemur í Ervópu? Sam- kvæmt skoðun Hamilton Kerr, en hann er einkaritari æðsta ráðs Breta í sjóhernum á brezka þinginu, telur hann víginu stafa hætta af þjóðversku fallbyssun- um, sem komið hafi verið fyrir á ströndum Spánar og Marokkó, sitt hvoru megin við Gibraltar- sund, af Franco uppriestarfor- ingja. Á Spáni telur Kerr óum- flýjanlegt, að Bretar taki strönd- ina eða svo mikið land, sem nauð- syn krefur til þess að víginu mikla sé engin hætta búin það- an. Og hitt hljóti og að verða það fyrsta, ef Bretland fari í stríð að það taki spanska hlutan af Marokko, í Afríku. “Ef Bretar hugsa sér að halda yfirráðum og annast flutninga um Gibraltar-sund á ófriðartím- um, verða þeir að gefa því sem fyrst gætur, að fallbyssu-bákn séu ekki á ströndum beggja megin sundsins. Ef Spánn t. d. færi í stríð með einhverri vold- ugri þjóð á móti Bretum, væri hægt með fallbyssum sem draga langt auðvelt að verja umferð um Miðjarðarhafið er fjarri sjálfu Gibraltar dregur. Við þennan veruleika^verða Bretar nú að horfast í augu, segir Kerr. Þrátt fyrir þetta þykir Bret- um girnilegra að draga taum Mussolini og aðstoða Franco á Spáni, en að stöðva stríðið þar, sem þeim og Þjóðabandalaginu ber að gera, þar sem fleiri en ein og fleiri en tvær útlendar þjóð- ir taka þátt í Spánarbyltingunnn sem kölluð er, en sem ekki er annað en árásarstríð af hálfu Mussolini, eins og stríð hans var á Blálendinga. Að hann gengur ekki eins beint til verks á Spáni, stafar af því, að hann vill ekki vekja Frakka eða Breta? En áformið er það sama og í Blá- landi. Japanir skjóta á sendiherra Breta í Kína Sendiherra Breta í Kína var s.l. fimtudag á ferð frá Nanking (höfuðbirginni í Kína) til Shang- hai. Hann lenti í kúlnahríð frá japönskum flugbátum. Og einn flugbúturinn rendi sér mjög nið- ur að bíl sendiherrans og skaut mörgum skotum. Tvær kúlur hittu sendiherran. Kom önnur þeirra í baki'ð og olli að þvlí er óttast er hættulegu meiðsli. Hann er þó hjarandi ennþá á sjötta degi frá því er slysið henti, með lamaðann hrygg en lítt snerta mænu eftir kúluna. Nafn sendiherrans er Sir Hughe Montgomery Knatchbull- Hugessen. Líta Bretar sem von er mjög alvarlegum augum á þetta. Af- sökuðu Japanir sig með því að þeir hefðu ekki vitað að þetta var bíll sendiherra Breta, en ökumaður hans telur flugfarið hafa komið svo nærri, að það hafi hlotið að sjá nafnið á bíln- um. Japanir hafa engum bótum lofað ennþá — svo kunnugt sé fyrir þetta eða beðið afsökunar, enda eiga Bretar leynilega við þá um það. Joe Louis heldur velli Síðast liðinn mánudag fór fram hnefaleikur í Yankee Stadium í New York. Sá sem kepti um heimsmeistaratitilinn við Joe Louis, hét Tommy Farr frá Englandi, 24 ára gamall, mesti henfaleikari í Evrópu. — Þeir börðust 15 lotur og féll hvorugur. Er til þess tekið, hve vel þessi náungi frá Wales (Eng- landi) gerði, að hníga ekki í fimtu eða sjöttu sennu, en stóð sig í þess stað ágætlega í 15 og síðustu lotu. Að vísu var hann illa barinn og blóð logaði úr sár- um kring um augun, sem gerðu hann hálf blindan og úr nösum. En honum voru, eigi að síður dæmdar nokkrar lotur, en ekki líkt því eins margar og Joe. — Dómarar luku upp einum munni um, að Joe Louis væri meiri bar- dagamaður og væri ennþá heims- meistari. Aberhart óhlýðnast King Bréf hefir verið birt, sem Aberhart stjórnarformaður í Al- berta reit forsætisráðherra Mac- kenzie King 26. ágúsf, en í því tilkynnir Aberhart, að hann haldi áfram að hrinda bankalög- unum í framkvæmd, þrátt fyrir það þó King hafi dæmt lögin ógild. Heldur Aberhart fram, að King hafi ekki átt með að lýsa lögin ógild. Þau snerti ekki sláttu peninga, heldur nýtt lán- fyrírkomulag, eins og social credit-skipulagið alt geri. Þess- vegna séu öll social credit lög framkvæmanleg hvar sem er. — Sambandsstjórnin hafi eftir sem áður og bankar landsins alt vald til að starfa í fylkinu samkvæmt sínu löggilta fjármálafyrirkomu- lagi. Fylkisbúum í Alberta geðj- ist ekki að skilmálum bankanna og ætli því, að reyna annað lán- fyrirkomulag. Og samkvæmt guðs og manna lögum verði þau réttindi ekki af þeim tekin, hvorki af King né bönkunum. Aberhart mælist því til að King taki aftur ákvæðið um ó- gilding Alberta-löggjafarinnar. King kallaði saman ráðuneyti sitt í gær til að íhuga bréf Aber- harts. Úr því sem komið er, hlýtur hann að verða að sækja Alberta-fylki að lögum og búa út mál á hendur stjórninni fyrir brot á landslögunum, ef nokkurt viðnám á að veita Aberhart. — Auðvitað lýkur því máli ekki fyr en með úrskurði leyndarráðsins á Bretlandi. Kolera í Shanghai Stríðið í Kína heldur enn á- fram og hryðjuverkin magnast. S. I. laugardag gerðu Japanir harðsnúna árás á Shanghai og drápu eða skaðmeiddu um 600 manns með sprengjum. Sumt af því voru konur og börn. Fréttir frá Shanghai í gær voru á þá leið, að kolera væri kominn upp í borginni. Eru rotnandi mannaskrokkar taldir ástæðan fyrir sýkinni, en þeir liggja í hundraða tali óhirt- ir á orustu svæðunum vegna þess, að Japanir lofa ekki einu sinni Bretum eða Frökkum að hreinsa vellina í grend við hlut- lausa svæðið af því að þeir halda að Kínverjar séu þá að flýja á náðir útlendinganna. í skrokk- ana komast svo rottur, er bera sýkina. Er sagt að Kínverjar hafi beð- ið þjóðabandalagið og stórþjóð- irnar að skakka leikinn og semja um frið við Japani. Heyr- ist ekkert um undirtektirnar. Er bylting í aðsigi í Rússlandi? Af fréttum að dæma, undan- farna 3 mánuði, frá Rússlandi, er auðséð að mikil óeining er ríkjandi þar í landi. Á tiltölulega skömmum tíma, hálfu ári eða svo, hafa um 500 manns verið drepnir fyrir land- ráð. Menn þessir hafa sumir hverj- ir haft ýmsa sýslan með hönd- um, fyrir stjórina, verið herfor- ingjar, ritstjórar stjórnarblað- anna, eða farið með umboð stjórnarinnar á einn eða annan hátt. Fréttaritarar hafa þyrpst til Rússlands til þess að fræðast eitthvað um átsæðurnar fyrir þessum landráðaaftökum stjórn- arinnar. En leyndardómurinn að því virðist geymdur innan veggja stjórnarhallarinnar — Kremlin — í Moskva. Ætlun fregnrita er að ástand- ið sé ískyggilegra í þessu efni en áður. Fólk er yfirleitt ótta- slegnara en fyrrum. En hand- tókur fyrir landráð telja þeir ávalt hafa átt sér stað í Rúss- landi. Munurinn sé aðeins sá, að þá hafi þeir verið í þúsunda tali reknir úr stöðum sínum, dæmdir til Síberíu-vistar o. s. frv. Þetta segja þeir að enn eigi sér stað, en það eru aftök- urnar, sem nú keyra orðið fram úr öllu hófi, sem setur ægilegri blæ á þetta og slær almenningi skelk í bringu. Að áliti fregnritanna William F. McDermott og Webb Millers, sem í ensku dagblöðin hér rita, eru báðir þeirrar skoðunar, að ástæðan sé ekki eins mikið bylt- ingarlund fólksins að kenna, eins og áliti þeirra er með nokkurs konar alræðisvald fara, en sem í því er fólgið, að líta á allar skoð- anir sem frábrugðnar eru skoð- unum stjórnarinnar sem land- ráð. Hitler tók upp á þessu um tíma, að taka þá af lífi, sem eitt- hvað höfðu að athuga við hans stefnu og kallaði það landráð. En hvað var “hreinsun” hans, borin saman við það sem er að gerast í Rússlandi? Að bylting sé í aðsígi í Rúss- landi, taka fregnritarnir þó fyr- ir. En stjórnin hefir vakið upp skelfingar-öld, með þessu fram- ferði sínu. Hitler bannar kleinuát Bökurum í Berlin hefir verið bannað að búa til kleinur. Þessi ráðstöfun er gerð í því augna- miði að spara feiti. Lengsta sund er sögur fara af Dönsku sundkonunni Jenny Kammergaard hefir tekist að ynda frá Sjálandi yfir Gattegat til Jótlands í Danmörku. Sundið tók 29 klst. og lauk sundkonan því á sunnudagskvöldið kl. 11. Vegalengdin er 75 kílómetra beina leið, en vegna straums er bar hana af leið, var vegalengdin er hún synti 90 km. Er þetta lengsta sund sem enn er vitað um. (N. Dbl. 10. ág.) ÍSLANDS-FRÉTTIR Tíðarfar og heyskaparhorfur Rvík. 8. ágúst Nýja Dablaðið snéri sér til Steingríms Steinþórssonar bún- aðarmálstjóra í gær og spurði hann frétta um heyspakarhorf- ur bænda víðsvegar um landið. Bunaðarmálastjóranum sagð- ist svo frá: Grassprettan — Tún spruttu yfirleitt seint og mjög illa, þó munu þau hafa orðið betur sprottin á Austurlandi, í Múla- sýslum, en annarsstaðar. En jeftir þeim fregnum, sem borist hafa, má búast við að töðufall verði yfirleitt einum þriðja minna að vöxtum en venjulega. Engjar eru víðasthvar sæmi- lega sprottnar, einkum eru vot- lendi og flæðiengi víða vel sprott- in. Tíðarfarið — Veðráttan hefir verið mjög óhagstæð til heyskap- ar um land alt í júlímánuði, oft- ast þurklaust en sumstaðar stór- rigningar með köflum. Á Aust- urlandi hafa þó einna helst kom- ið þurkar. Um mánaðamótin júlí—ágúst komu allgóðir þurk- ar í Múlasýslum, Þingeyjarsýsl- um og Eyjafirði, en um Skaga- fjörð og Austur-Húnavatnssýslu voru þeir minni. Um Vestfirði og Borgarfjörð hafa verið stöð- ugir óþurkar, að kalla má, en um Suðurlandsundirlendið hefir þó tíðarfarið verið verst og því verra, sem austar dregur. Um síðustu helgi voru rigningar svo stórkostlegar austanfjalls, að í Ölvusinu töpuðust allmikil hey í KAFLAR ÚR BRÉFI FRÁ SR. JÓNI SVEINSSYNI S.J. f TOKYO TIL BRÓÐUR HANS f WINNIPEG -----— “Hérna erum við nú í brennandi sumarhitanum — sumrin hér eru afar heit. — Eg er að reyna að losast við gigt mína, sem veldur mér margra óþæginda. — Japanskur “Hari-i” læknir hefir nú stungið mig með nálum sínum í heilan mánuð. — Þeir eru líka kallaðir “assu- puncture” læknar — en það sýn- ist ekki gera nokkurt gagn. — Annars líður mér vel. — Eg verð víst alt sumarið í Japan. — Mér lízt ákaflega vel á Japana. — Stríðið sem nú er byrjað milli Japana og Kínverja breytir ferðaáætlun minni nokkuð. — Eg fékk boð frá Tientsin að koma þangað en það lítur út fyr- ir að það gæti orðið hættulegt. — Eg verð því að fara aðra leið heim. Þann 19. júní var mér boðið að koma á fyrirlestur í “The Imperial University” í Tokyo. — Herra Sanki Chikawa er þar kennari í íslenzku! Eg var for- viða að heyra Japana lesa Edd- urnar og sögurnar okkar. Þeir voru að snúa “Þryms- kviðu” (hamarsheimt) og “Ferð Þórs til Útgraðaloka” úr íslenzku á ensku. Eg var 3 klst. hjá þeim og var það mjög kemtilegt. — Þessi háskóli er sá skrautlegasti sem eg hefi nokkurntíma séð. — Jafnvel skrautlegri en Vestur- heims-háskólarnir, sem annars eru hinir prýðilegustu. En Jap- anar vilja vera fyrstir af öllum. Þar er höll við höll, aðdáanlega fagrar, eina höllina kostaði Rockefeller og gaf miljón dollara til þessarar byggingar. Áður en eg fór var tekin ljós- mynd af herra próf. Sanki Chi- kawa og mér og sendi eg þér hana með þessu bréfi.------” Sr. Jón getur þess að fyrsta bókin — af Nonna bókunum — af þeim sem nýlega hafa verið þýddar á japönsku — kom út seint í júní. — Þótti tvísýnt um hvert útgáfan bæri sig á þessum krepputímum — en svo fór að fyrsta prentunin seldist upp á 3 vikum og önnur útgáfa komin út. Friðrik Sveinsson flóðum og engjar eru þar sum- staðar orðnar svo votar, að mjög ilt er að vinna þær, eins og nú standa sakir. Nýting heyja — Sláttur byrj- aði mun seinna nú en undanfar- in ár, Víðast hvar um 10—14 dögum seinna. Á Austurlandi hafa töður náðst einna bezt og um síðustu mánaðamót hafa Þingeyingar og Eyfirðingar náð heyjum sínum lítt eða ekki skemdum. Skagfirðingar og Húnvetningar munu einnig vera vel á veg komnir með að þurka töður. Um Vestfirði og Borg- arfjörð hefir þurkun heyja geng- ig miklu lakar og um Suður- lands-undirlendið hefir mjög víða engin heytugga náðst þurr enn. Það er því sýnt, að auk þess, sem töðufall verður miklu minna nú en áður, þá verður taða hér sunnanlands meira og minna skemd. Norðan- og aust- anlands er nýting mun betri. út- heysskapur getur orðið sæmi- legur yfirleitt, verði tíðarfar ekki óhagstætt hér eftir. Jack Dempsey, hnefaleikar- inn frægi, á nýtísku kaffihús í New York. Nú ætlar Max Baer að kaupa álíka kaffihús í Lon- don. Jakob Sigurgeirsson Ort í anda trúarskoðana hans. Kveðja frá fjarverandi syni. Lag: Nú blika við sólarlag. Ó f jarlægðin mikla faðir minn! sem forlög á burtfarardaginn þinn mér hamlar að kveðja þitt liðna lík, sem lagt er í jörðu sem slitin flík. Eg veit að þú sjálfur á sigur braut svífur nú frjáls yfir jarðar þraut, og kveðja mín hittir þig hvar sem er. Á krossgötum síðar er mæti þér. Og andi þinn svífur hér yfir í dag og yrðir á sérhvern með gleðibrag: “Ja—hvað er að syrgja? Mitt lík liggur þar og leystur úr ellinnar dróma eg var. Já lifandi er eg og léttur á mér og lífið á stjörnunum sannleikur er Bölmóður líkamans batt mig um hríð Þó blekking sé alt þetta hérvistarstríð. —Minn lífsglaði hlátur, hann létti mér spor nú leik eg mér kátur um æskunnar vor. Nú yrki eg vísur sem berast með þlæ og bráðum eg lengra í hæðirnar næ. —Já, sonur minn, vertu við verk þitt í dag og vindu að smíðum þér sjálfum í hag; sú list var í ætt okkar leikin fyr, hún lék sér að hagleik og — hvössum styr. Eg kem til þín austur og kveð þig um stund og kanske þú sérð mig ef fellurðu í blund. Á blikandi ljósvaka eg berst þar inn og blessa þig elskaði drengurinn minn. J. S. frá Kaldbak

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.