Heimskringla - 01.09.1937, Page 3

Heimskringla - 01.09.1937, Page 3
WINNIPEG, 1. SEPT. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA KEPPINAUTAR Smásaga eftir Kristmann Guðmundsson Það var dansskemtun í litla kauptúninu. Sunnudagskvöld og fagurt haustveður. Hver einasti fiskimaður fór þangað, og allar ungar stúlkur þorpsins. Vélbát- arnir ætluðu í róður á miðnætti, svo um var að gera að nota tím- ann. Laglegasta stúlkan í salnum var Ingigerða, lítil búðarstúlka, rétt tvítug. Margir ungir menn litu hýrum augum út í hornið, þar sem hún sat milli vinstúlkna sinna. Þeir voru allir ástfangnir af henni. Jón spilari sat og fiktaði við harmonikuna góða stund. Svo ræskti hann sig alt í einu, svo heyrðist um allan salinn, og byrjaði síðan á fjörugu jazzlagi. f sama augnabliki stóðu tveir piltar fyrir framan Ingigerðu. Þeir komu alveg jafnsnemma, svo henni var ómögulegt að dansa við annan, án þess að móðga hinn. Hún stóð á fætur og vissi ekkert hvað hún átti að gera, gat ekki ákveðið sig; vildi mj'ög gjarna dansa við þá báða, til þess að særa hvorugan. Ann- ar þeirra, Haraldur, var stærsti og sterkasti pilturinn í öllum firðinum. Hann stóð þarna hnar- reistur og öruggur með þykka brúna hárið niður á ennið, og augu hans leiftruðu. Skyrtan var óhenpt í hálsinn og sást niður á breitt brjóstið, brúnt af sól og vindi og vaxið dökkum hárum. — Hinn, Árni, var hæglátur og ljóshærður, meðalmaður á hæð, með góðleg blá augu. “Eftir hverju í dauðanum eruð þið að bíða strákar”, kallaði Jón spilari. “Þarftu að biðja hennar fyrst, Haraldur, eða hvað?” Jón spilari hló, og hélt svo áfram laginu. “Taktu annað hvort mig eða hann,” sagði Árni stuttlega. “Eg varð fyrri”, sagði Har- aldur og leit hvast á hinn frá hlið. En Ingigerða leit af einum á annan og sagði ekki neitt. Það komu tvær illúðlegar hrukkur á enni Haraidar, og hún vissi vel hvað þær þýddu. Svona varð hann altaf, þegar slcapið kom upp í honum. — Hún skyldi vel að nú varð hún að velja, og það fljótt, en hún varð bara ruglaðri og ruglaðri. í raun og veru vildi hún heldur dansa við Árna, já, ef hún hugsaði sig vel um, þá var það hann. En það var bara ó- mögulegt að neita Haraldi, hann var svo óttalega uppstökkur og myndi áreiðanlega gera uppi- stand. “Hann eða mig”, íendurtók árni, enn styttri í spuna en áður. “Já — eg — veit ekki ?” stam- aði Ingigerða. “Ógnarðu stúlkunni, rokkur- inn þinn!” æpti Haraldur, og bjóst til að fara úr jakkanum. “Bíddu bara, eg skal kenna þér mannasiði”, hvæsti hann inilli tannanna. Svo kastaði hann frá sér jakkanum, og sneri sér að Árna: “Komdu ef þú þorir!” Kalli, vélamaðurinn á bát Har- aldar, kom þjótandi: “Blessaður vertu rólegur Haraldur”, sagði hann. “Ekki farið þið að slást, sem eruð á sama bát.” “Hvað varðar þig um það!” Haraldur horfði öskuvondur á hann. “Látið þið stúlkuna sjálfa kjósa”, hélt Kalli áfram dálítið spakari. En hnefi Haraldar hitti véla- manninn í öxlina, svo að hann kastaðist langa leið eftir gólfinu. Svo hlö Haraldur hátt og hvelt. “Eg skal segja ykkur, strákar, að það er sá sterkasti sem vinnur hér, hann fær það sem hann vill. Og hérna, piltar, sjáið þið þann sterkasta!” Hann barði sér á brjóst, og sneri sér aftur að Árna: “Svona, komdu nú, ef þú ert ekki blauður!” En Árni lét sem hann heyrði það ekki. Hann starði rólegur á Ingigerðu. “Kjóstu”, hvíslaði hann. Það var eitthvað í rödd hans sem fékk stúlkuna til að líta upp gljáum augum. “Þegiðu, strákur, hér er það eg sem ræð!” æpti Haraldur. í sama bili greip hann í handlegg Ingigerðu og dró hana hranalega að sér. Hann hélt henni svo fast áð hún gat ekki hreyft sig, rétt með naumindum að hún náði andan- um. Sá sterkasti vinnur, hafði hann sagt, o? það var víst eng- inn efi á því, hver var stcrkastur hér. Hvað gat liún eigínlega gert? Þessi merkilegi óþekti ylur frá breiðu brjósti hans gerði hana svo undarlega, að hún gat hvorki veitt mótsp>rnu né sagt neitt. “Nú verðurðu að koma og taka hana, annars geturðu farið til helvítis”, sagði Haraldur glott- andi. Árni horfði á þau. Ingigerða sneri sér undan, svo hann sæi ekki framan í hana. Það leit ekki út fyrir annað en að henni liði vel, þar sem hún var. “Þú sérð liklega hvar hún kann best við sig!” sagði Har- aldur ertnislega. Þá gekk Árni rólega út að dyr- um. Þar stóð hann um hríð og horfði á. — Og Haraldur gekk í dansinn með Ingigerðu í faðm- inum. “Jæja, hvað sagði eg”, kallaði hann til hinna. “Er það kannske ekki sá sterkast sem vinnur í lífinu, eða hvað ?” Svo sneri hann hér á hæl og lyfti stúlkunni upp í háa loft. En nú var Ingigerðu farið að líða miður vel. Það var nú vút ekki Haraldur, sem hún hefði átt að dansa viíi? — Af hverju stóð Árni þarna svona rólegur og tróð í píputu sina. eins og honurn Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantaga of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroug-hly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion traintng as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John's kæmi þetta ekkert við? Haraldur dansaði vel, hann næstum sveif yfir gólfið með hana. En samt-------nei, þarna var Árni að íara! Já, þarna f<ir hann — aleinn út í náttmyrkrið! Árni labbaði niður að sjóbúð- inni og fór að lagfæra lóðir undir róðurinn. Nóttin var bæði björt og dimm. Máninn óð fullur í storm- skýjum, kom fram og hvarf á víxl. Það þaut í fjöllunum. Inni á firðinum var ennþá alveg logn, þegar “Svanurinn”, litli vélbát- urinn hans Haraldar, lagði af stað um miðnæturskeið. Þeir voru þrír á: Haraldur sjálfur, formaðurinn; Árni og svo Kalli vélamaðui’. Árni stóð við stýrið. Haraldur sat á lestarhleranum og tugði tó- bak, en Kalli var niðri í vélar- rúminu. Það var ]>ogn um borð. Har- aldur horfði í gaupnir sér, dimm- ur og ógnandi. Árni gaf engu gaum, nema stjórninni og sjón- um framundan. Það leit nú ekki út fyrir sem best veður, svartir skýflókar þutu upp á norðaust- urhimininn, og fyrir utan fjarð- armynnið milli hárra fjallanna var að sjá sem í gráan vegg í hálfbirtunni. “Hann er víst ekki blíður þarna úti í dag,” sagði Kalli er hann stakk hausnum upp úr vél- arhúslúkunni. Hvorugur hinna svaraði. “Eg held hann ætli að rjúka upp á norðaustan?” sagði hann nokkru hærra. Þögn. Úti í fjarðarmynninu mættu þeir þrem bátum, sem voru á leið heim aftur. “Við snúum allir aftur”, æpti rödd frá einum bátnum. “Hann er að fara í norðaustan ofsa!” Þeir mættu bát eftir bát. — Flestir þeirra kölluðu yfir á “Svaninn”, en enginn fékk svar. Árni hugsaði ekki um annað en stýrið. Vélmaðurinn einn var eitthvað að muldra við og við. Þeir voru þegar komnir í tals- verðan sjó. f röstinni úti við Hornið fengu þeir fyrstu veru- legu ágjöfina. Nokkru síðar rann síðasti báturinn fram hjá þeim. Það var Jón gamil frá Strönd. “Hvert ert þú að fara, Harald- ur?” æpti hann gegnum storm- inn. “Er ekki runnið af þér enn- þá, eða heldurðu að þessi mann- drápsbolli þinn sé hafskip?” Vindur og sjór ukust strax og þeir komu út úr fjarðarmynn- inu. Brátt stóð sjórinn í hvítum skafli. En “Svanurinn” var góð- ur bátur, og ^rni var sagður besti stjórnari í öllum firðinum. Hann hallaði sér í vindinn og hélt stýristaumunum með báðum höndum; báturinn hlýddi honum og var alveg á hans valdi. Sæ- rokið ýrði í andlit hans, og gegn- vætti hann. Haraldur var líka orðinn rennvotur. Hvorugur þeirra var í sjóklæðum. En brátt varð ómögulegt að verja bátinn alveg. Stór sjór dundi yfir þilfarið, ann&r og þriðji fylgdi á eftir. Svo varð hlé um hríð. Haraldur sat enn þver og þykkjuþungur á lestar- hleranum, og sjórinn streymdi af honum. Loksins leit hann upp, spýtti út úr sér tóbakstölunni og fékk sér nýja. “Vendið!” skipaði hann stutt- aralega. Á næsta augnabliki lá bátur- inn í kafi. Þegar hann var aftur kominn upp úr, stefndi hann á fjörðinn. Hafið var eitt freyðandi löður svo langt sem augað eygði. Hver aldan af annari reið yfir bátinn. En Haraldur sat kyrr, tugði tó- bak eins og berserkur og var súr á svip. Sjóhatturinn var farinn af honum, og hárið hékk renn- vott niður á andlit hans. í miðri röstinni utan við Horn- ið reið stór alda yfir bátinn. — Þegar hann rétti sig aftur, sat I Haraldur ekki á lestarhleranum lengur. — Alllangt fyrir aftan bátinn sást eitthvað svart á sjónum. Aftur var báturinn á kafi í sjó, og angistaróp frá vélar- manninum kafnaði í stormhvin- inum. “f miðri röstinni manneskja! Guð minn góður, okkur er dauð- inn vís!” æpti Kalli fölur sem nár. “Við getum ekki bjargað honum hvort sem er. — Gættu að þér maður!” En Árni heyrði það ekki. Hann hafði tekið stýristaumana um herðarnar, og veik bátnum und- an hræðilegum sjó. Svo stefndi hann aftur á svarta depilinn. Og nú brosti hann. Það logblæddi úr lófunum á honum, og saltið sveið í sárun- um, en hann gaf því engan gaum, og brosti eftir sem áður. Þana úti, aðeins nokkra metra frá, var Haraldur og buslaði alt hvað af tók, til að halda sér uppi. í næsta augnabliik var hann við hlið bátsins. Vélamaðurinn rak upp angist- aróp, því að Árni hljóp alt í einu frá stýrinu. Rétt á eftir heyrð- ist Haraldur bölva hressilega. — Árni slengdi honum frá sér á þil- farið, og stóð í næsta augnabliki rólegur á sínum stað við stýrið. Er þeir voru komnir gegnum röstina, fékk Haraldur sér stóra tóbakstuggu, gekk svo til Árna og tók stýristaumana úr blóðug- um höndum hans. — Þeir horfð- ust þögulir á um stund. “Fjandinn hafi að eg hefði þorað að venda þarna úti!” sagði Haraldur síðan lágt og hörku- lega. Hann ræskti sig nokkrum sinnum og skirpti langar leiðir. Svo hélt hann áfram háum og á- kveðnum rómi, um leið og hann tók þétt í hönd félaga síns: <<rÞú hefir nú unnið samt, skrattakollurinn þinn. Þú verð- ur víst að fá Ingigerðu!” —Lesb. Mbl. DAGLEGT LfF f BULGÖRSKU SVEITAÞORPI Eftir R. Bridget Evans í sveitaþorpunum í Bulgaríu vinna konur öll algeng útistörf með karlmönnum og í sannleika virðist það svo, að þær verði að erfiða meira en þeir, að því að afla matar og klæða handa fjöl- skyldunni. Jafnvel giftar konur fara með eiginmönnum sínum og börnum til vinnu á ökrum úti. Oft leggja þær af stað snemma morguns með verkfæri sín og það er oft langt farið til vinn- unnar. Þegar svo heim er komið er nógu að sinna, Það þarf að mjólka kýrnar, matbúa, sinna börnunum, dytta að fatnaði, en auk þess vinna búlgarskar kon- ur að heimilisiðnaði. f stuttu máli þær virðast aldrei iðjulaus- ar, og það gegnir furðu hversu marga stund þær fá til að sitja við rokkinn eða vefstólinn. Aðeins á sunnudögum falla þeim verk úr hendi. Þá eru að- eins unnin þau störf, sem með engu móti verður komist hjá að inna af höndum. *Það er að sjálfsögðu farið til kirkju, því að sveitafólk í Bulgaríu er mjög trú- og kirkjurækið. En á sunnudagskvöldum safnast kon- urnar oft saman við húsdyr sín- ar og rabba saman eða fara í heimsóknir til nágranna sinna. En unga fólkið skrýðist þjóðbún- ingum og skemtir sér við dans og gleðskap, einkanlega hinn svokallaða keðjudans, sem nýtur mikillar hylli í sveitum Búlgaríu* En á virkum dögum falla búlgörskum konum aldrei verk úr hendi. Jafnvel meðan börnin þeirra eru svo lítil að þau geta ekki gengið, fara þær með þau til vinnu sinnar, bera þau í nokk- urskonar poka á bakinu. Og sé þær ekki að vinna á ökrum úti eða að bera vatn til heimilis- þarfa eru þær vanalega með prjónana sína í höndunum. Litlu telpurnar, sem reka og sækja1 kýrnar, eru með prjónana sína. Og í eldhúsunum er prjónað — milli þess sem hrært er í pottun- um. Og þá má geta þess, að korn-' þresking fer fram með gamal- dags aðferðum, og konurnar vinna að þreskingunni. öll brauð, sem notuð eru, eru | heimabökuð. Allur fatnaður, I alt léreft, sem notað er, teppi og fleira slíkt er heimaunnið. Búl- garska sveitafólkið skilur til hlít- ar nauðsyn þess, að búa sem allra mest að sínu — kaupa sem allra minst að. En þótt mikið sé unnið í sveitaþorpum Búlgaríu verður eigi annað sagt, en að fólkið kunni að skemta sér. Þegar samkomur eru í þorpunum taka allir þátt í þeim og allir, ungir og gamlir, virðast hugsa um það eitt að skemta sér sem best og gera sitt til að auka gleð- skapinn. Einkennileg eru hin svokölluðu “setuboð” eða “sed- anska’. Ungu stúlkurnar sitja í flokkum við vinnu sína, syngja og rabba saman, en piltamir í þorpinu fara um þorpsgöturnar með söng og hljóðfæraslætti og staðnæmast þar sem stúlkumar sitja við vinnu sína, en verða að bíða átekta, þar til þeim er boðið til sætfs. Eftir það leyfist þeim að rabba við stúlkurnar og leiðir af þessu aukin kynni og stund- um trúlofanir, eins og gengur, enda tilgangurinn að gefa unga fólkinu tækfæri til að koma saman á þennan hátt á heimilun- um. Piltunum er líkt leyft að koma í hópum á heimilin, þegar konur safnast saman til að spinna og vefa, því að þá hafa þær sín spunakvöld o. s. frv. Engin stúlka, hvorki auðug eða snauð, er talin hæf til þess að innganga í heilagt hjóna- band, nema hún sé slyng í að matreiða og geti saumað, spunn- ið og ofið.—Vísir. NOKKRAR VfSUR Eftir Jak. J. Norman Formálinn “Enn byrjar sál mín upp á ný” Að urra í flónahópinn — Hún hefir lengi hlerað í, Hreykinn strandaglópinn. King ávarpar Aberhart. (sbr. blaðafréttum) Metur snauðra manna hag, Mest í þínum lögum: Það er óþekt áralag, Og á móti lögum.— Áttir þeirra sem styrjaldir stofna Þeir standa á skotbólstra skýi! Og skima á auðinn. — Áttirnar: öfund og lýgi Ágirnd og dauðinn. 18—8—’37. Uppskeran Hann fór að yrkja anda sinn, Og uppskeran varð gull. — En sumir þóttust sjá þar leir, Og sumir kenna ull. — En ullin var þá orðin há: Hann orti meir og meir, Það sögðust margir sjá þar gull, Hann sá þar bara leir. Og síðan hefir ’ann áfram ort, Ef einhver sagði “heyr”! Þá er það víst ei ekta gull:— En oftast gyltur leir. 15—8—’37. Minna drukkið á Hollandi Skýrslur sýna, að áfengis- nautn fer þverrandi í Hollandi. Árin 1932—1936 hefir nautn á- fengra drykkja þar í landi mink- að um 25%, en öldrykkja um 30%. — Hinsvegar hefir neysla heimagerðra vína, sem teljast mega óáfeng, og gerð eru úr epl- um, kirsiberjum og vínberjum, vaxið um helming.—Vísir. Þ6r sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-nir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA HITT OG ÞETTA Háttprýði í heimahúsum Kurteisi eða hæverska sómir sér hvergi betur en í heimahús- um, en þó er það svo, að þar er hana síst að finna. Þar sem all- ir þekkja vel hvern annan, láta menn ósjálfrátt undan þeirri til- hneigingu að lofa eigingirni og geðvonsku að fá yfirhöndina, en meðal ókunnugt fólks reyna menn frekar að stilla sig. Þetta er mjög á annan veg en ætti að vera. Ekkert skapar eins frið og samræmi á heimil- inu og þegar alt heimilsfólkið er samhent í því að vera hæverskt og alúðlegt hvort við annað — kurteisi er þar falin í hugsunar- semi og fórnfýsi. Þegar fullorðna fólkið kemur vel fram á heimilinu, gera börn- in það líka. Og með því að témja sér prúða framkomu við aðra frá æsku, verður það að föstum vana á lífsleiðinni, sjálf- um þeim og öðrum til mikils gagns.—Mbl. * * * Að svara í sumartunglið Sumartungl heitir það tungl, sem er á lofti 5. maí, hvort sem það er ungt eða gamalt. Þegar maður sér það fyrst, á maður ekkert orð að segja, heldur bíða, þangað til einhver ávarpar mann, og er mikið undir því komið, hvað þá er sagt við manm því að þau orð eru óbrigðul spá- dómsorð, þó að oft sé þau á huldu. Þetta heitir, að “svara einhverjum í sumartunglið”. Ef sagt er við mann: “Hvað er framorðið ?” — “Ætlarðu ekki að fara að hátta?” eða: “Góðar nætur”, er maður feigur. “Var- aðu þig; hann er valtur”, var sagt við stúlku, sem ætlaði að setjast á kistil, enda sagði mannsefnið henni upp um sum- arið. — Það halda sumir, að þessi gamla trú í sambandi við sumartunglið sé ekki aldauða hér á landi enn í dag.—Vísir. * * * Hirðsiðir.—Keisarafrúin og börnin hennar “Ekki er öll vitleysan eins,” segir orðtakið. — Frá því er greint, að þá er Elisabet hin fagra, keisarafrú Austurríkis, sat að völdum með manni sínum, Franz gamla Josef keisara, hafi sá verið einn siðurinn við hirð- ina, að keisarafrúin hafi orðið að sækja leyfi til eins af embættis- mönnum hirðarinnar, er hana langaði til að sjá börn sín. Hún varð að senda sérstaka umsókn eða beiðni um þetta. Og beiðnin átti að vera send með hæfilegum fyrirvara! — Sá fyrirvari þótti ekki mega vera öllu skemri, en heill sólarhringur. Barnfóstrurn- ar eða barnfóstran þóttist ekki komast af með öllu skemri tíma, til þess að dubba krakkana svo lítið upp, áður en mamma þeirra komi!—Vísir. * * * Kvenlögfræðingur nokkur í Arizona, Bandaríkjun- um, frú Nellie Bush, rekur við- skifti á strjálbygðu svæði sem er um 400 enskar ferhyrningsmíl- ur. Mætti ætla, í fljótu bragði, að frú þessi yrði að eyða miklum tíma í ferðalög milli viðskifta- vinanna, en svo er eigi, því að hún notar flugvél til ferðalag- anna, og er sjálf eigandi hennar. Kona þessi hefir tekið virkan þátt í stjórnmálum og félags- málum í Arizona undanfarin 20 ár. Hún hefir átt sæti í öldunga- deild Arizona-ríkis.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.