Heimskringla


Heimskringla - 01.09.1937, Qupperneq 4

Heimskringla - 01.09.1937, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. SEPT. 1937 l^eimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 Ver5 blaðslns er »3.00 árgangurlnn borglst fyrlríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD.__________ ÍJU vlðsklíta bréf blaðlnu aðlútandl sendist: SC.-nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. SEPT. 1937 UM STRÍÐIÐ í KfNA—UPPTÖK ÞESS, AFLEIÐINGAR O. FL. I. Hver er ástæðan fyrir stríðinu í Kína? Af því að það eru aðeins örfá blöð, sem á hana hafa minst, skal hún hér birt. Japanir fengu hugmynd um það, að Bandaríkin væru að selja Kínverjum loft- skip. Til þess að vita vissu sína, sendu þeir spæjara út af örkinni. Þeir héldu beina leið til einnar flugherstöðvar Kín- verja. En áður en þeim var leyfð inn- ganga þangað, stöðvuðu verðir þá, sem ofur-eðlilegt var. En japönsku spæjurun- um þótti þetta ósvífni og skutu einn vörð- inn. Félagar varðarins, sem skotinn var, skutu til baka og drápu 2 af japönsku spæjurunum. Fyrir morði spæjaranna halda nú Jap- anir Kínvejum ábyrgðarfullum. Og herskip þeirra fóru undir eins með mestu leynd af stað að ströndum Kína með ærnu liði. Þetta er nú í augum Japana lögmæt á- stæða fyrir árás þeirra í þetta sinn á Norður-Kína. Og hún er álíka haldgóð og aðrar ástæður þeirra fyrir að taka lands- hluta af Kína. Þegar þeir óðu með hér inn í Mansjúríu, var það til þess að halda þar uppi friði. En sannleikurinn var sá, að þar var um engan ófrið að ræða. Samt hremdu Japanir umsvifalaust alt fylkið. Eftir það héldu þeir her sínum til Jehol í Mongólíu. Jehol-búar reyndu að veita þeim viðnám. En af því leiddi ófrið er lauk með því að Japanir tóku einnig það fylki. Svo er haldið til Tientsin, mestu hafn eða viðskifta-borgar í Norður-Kína með IV2 miljón íbúa, önnur stærsta borg í Kína 0g þá til hinnar fornu höfuðborgar Peiping, með nærri einni miljón íbúa; þessar borgir ásamt miklu landi og frjó- sömu taka Japanir vegna þessa morðs á njósnurum sínum, þrátt fyrir það þó þeir ynnu sér til algers óhelgis með morði Kín- verska valdsmannsins. II. Enginn efi er á því, að Japanir hugsa sér að taka alt Norður-Kína. Það hefir nú tekið 3 fylki af fimm. Að það hvíli sig eftir þennan síðasta sigur þykir óvíst. Japanir hafa verið að tapa viðskiftum við Kínverja síðari árin. Kínverjar hafa orðið æstari á móti þeim en nokkru sinni fyr út af yfirgangi þeirra. Og Japanir óttast að ef þeir fresti árásinni geti Kínverjar eflt her sinn og færst í ásmegin með aðstoð utan að komandi þjóða. Árásin á Shang- hai er að nokkru sönnun þess, að Japanir hugsi sér að ná í ein tvö stranda-fylki í Kína ennþá. Takist þeim það að ná eystri fylkjunum, strandlengju landsins, má svo að orði kveða að alt Kína sé á þeirra valdi. Straumar viðskiftanna eru allir þangað. Shanghai er auk þess stærsta borg lands- ins, með 3y2 miljón íbúa. Hún er miðstöð viðskifta og iðnaðar landsins. Þaðan liggja járnbrautir í allar áttir til allra stærri bæja landsins, Peiping, Nanking og Han- kow. Shanghai er líkust borgum Evrópu og Ameríku af öllum borgum í Kína. Bret- ar, Bandaríkjamenn og Frakkar hafa sett sitt snið á borgina. Nokkuð af henni er þetta hlutlausa svæði, sem nú er oft minst á. Og um skeið var talað um að mynda þar fríborg úr bústað útlendinganna innan Kínaveldis. En af því varð þó ekki. III. Af því sem nú hefir verið sagt, er auð- sætt, að þetta stríð Japana getur því haft miklar afleiðingar í för með sér fyrir Evrópu-þjóðimar og Bandaríkin. í ræðu sem Lloyd George hélt nýlega um stríðið í Kína, kemur þetta fram; honum fórust orð á þessa leið: “Eg trúi því naumat, að stórþjóðirn- ar, Bretar, Bandaríkjamenn eða Rússar, hafi gert sér fulla grein fyrir afleiðingum þess, sem Japan hefst nú að í Kína. Ef þeim væru áhrifin af því á framtíð sinna eigin þjóða ljós, mundu þær láta þetta stríð sig meira skifta en raun er á. Þegar Japanir hafa komið sínu illa á- formi fram, hafa þeir bætt um tvö hundr- uð miljónum þegna við sig. Þegar þeir bætast við íbúa töluna í Japan sjálfu og Koreu, hefir þessi heróða þjóð um þrjú hundruð miljón mönnum á að skipa. Menn þessir eru afkomendur þjóðarinn- ar sem fyrir öldum síðan fór herskildi um alla Asíu og gerði meira að segja einnig vart við sig í Evrópu. Landið sem þeir byggja, er frjósamt og auðugt af málmi, sem enginn gaumur hefir enn verið gefinn, en sem gera má ráð fyrir, að sé ótæmandi auðslind í höndum manna sem fé 0g framtak hafa til þess að gera sér mat úr því. Og Japanir ætla sér að færa sér bæði náttúruauðinn og mannaflan í nyt, sem þeir komast yfir með þessu landaráni í Kína. Til þess er leikurinn gerður. Um Japani er þröngt á eyjunum. Það er gamla sagan sem er að endurtaka sig um að hinar fjölmennu þjóðir í austrinu, leyti olnboga- rúms í vestrinu. Japanir hafa þar að minsta kosti nokkuð sér til málsbóta, fyrir árásum sínum á Kína. En hvaða augum sem við lítum á á- stæður Japana fyrir þessum hernaði er það eitt víst, að hér eftir horfast Banda- ríkin í augu við hervald handan við Kyrra- haf, sem meira en tvisvar fleiri mönnum hefir á að skipa, en þau. Það er heims- veldi, sem þar er að rísa upp og betri skil- yrði hefir til þess að vaxa óáreitt, en nokkurs staðar er kostur á. Rússland eignast þarna nábúa, sem sigr- aðist á þeim, þegar hann hafði einn sjötta mannafla á við það sem hann hefir nú. Og með því að hafa nú engu minni auð að grípa til en Rússland og mikið fleiri íbúa, er full ástæða til að Japanir geti og geri sér sömu vonir um að sigrast á Rússum og áður. . Og Japanir hafai auk þess nokkra á- stæðu til, að ætla að með hinu nýja jap- anska ríki (Jehol) í Mongólíu, verði allir íbúar Mongólíu með þeim, þar sem sam- bandi þeirra er slitið við Kína. Um seinan eins og vant er munu Bretar minnast þess, að þessir þegnar Japans, eru afkomendur mannanna er undir stjórn Jenghiz Khan brutust inn í Indland forð- um. Japönum býr annað og meira en leikur í hug. Þeir hafa haft vakandi gætur á hverju tækifæri. Þegar Bretland horfðist í augu við ein sín mestu peningavandræði, fara þeir af stað og taka Mansjúríu. Bret- land hafði þá allra ónýtasta manninn sem það héfir nokkru sinni haft, í sessi utan- ríkismálaráðherra. Hann lamaði ekki ein- ungis allar framkvæmdir sinnar þjóðar, heldur þjóðabandalagsins og Bandaríkj- anna einnig. Japan vissi að þá var ekkert að óttast. Skeyti hvort sem komu frá London, Washington .eða Genf, voru ekki þess eðlis, að taka þau alvarlega. Utan- ríkismálaráðherra Bandaríkjanna, fór fram á það við Sir Joohn Simon, að fram- ferði Japana væri harðlega mótmælt, en Sir John Simon var þá ekki til þess búinn. Hann var aldrei tilbúinn að gera neitt og gerði þessvegna ekkert. Japanir eru mannþekkjarar og vissu að þeir mundu í friði látnir, jafnvel þó þeir réðust í þetta lítilræði, að taka land, sem að stærð var um 450 þúsund fermílur og með 30 miljón íbúum. (Með því náðu Japanir sér og niðri á þjóðabandalaginu, eða þð Banda- ríkjunum öllu heldur, er á ráðstefnu í Washington 1922 tóku af Japönum Shan- tung fylkið, sem að mannfjölda var óþekt Mansjúríu, en Japan var fengið það, er friðurinn var saminn í Versölum og sigur- vegararnir skiftu með sér reitum. Þjóð- verjar áttu ítök í Shantung, en Japanir börðust við þá um þær og unnu). Þýzkaland hleypti svo upp í Frökkum, að um tíma leit út fyrir, sem þeir legðu af stað í stríð. En þá hófst Blálandsstríð- ið og Bretland vissi ekkert hvar það var statt og Frakkar hættu við að vaða að Þjóðverjum. Og Bretar vita ekki enn hvar þeir standa í Blálandsmálinu, viðurkenna ekki að ítalía hafi unnið landið, en kveða ekki upp úr með neitt. Eins er með Spán- arbyltinguna frá þeirra hálfu. Frakkar eiga nú við fjárhagsvandræði að stríða og geta ekki beitt sér neitt. í Rússland er innanlands-bylting og það getur ekki látið sér koma stríð í hug, meðan svo er ástatt, að þeir geta ekki treyst neinu heima fyrir. Og Spánarbyltingin veldur þeirri flækju, að jafnvel þó Evrópu þjóðirnar vildu leggja Kínverjum lið, þora þær það ekki fremur en að skakka byltinguna. Fyrir Japan og heimsveldisstefnu þess, getur ekkert ákjósanlegra verið en þetta.” IV. Þannig farast Lloyd George orð. Þó sumt af því er hann heldur fram, beri með sér afstöðu hans til flokksmála, mun hann hnútum svo kunnugur að nokkuð hafi til síns máls er hann heldur fram, að Japan sé með stríðinu í Kína, að leggja stein í byggingu hins mikla hiemsveldis, sem verið er að efna til í “landi sólaruppkom- unnar”. Sem stendur eru eflaust hvergi betri skilyrði til myndunar slíks heims- veldis. Það hefir hvorki kostað Japani mörg mannslíf né mikið fé, að taka alt það land, sem þeir hafa nú á ný tekið í Kína. Það hefði kostað þá drjúgum meira, að vinna Ástralíu, með tæpum 7 miljón íbú- um, en Norður-Kína, sem þeir hafa nú þegar tekið, með fjórum til fimm sinnum fleiri íbúum. Vér nefnum Ástralíu, því það hefir lengi verið sagt, að það væri þangað sem Japanir hafi rent augum og bygt vonir sínar á, að einhverntíma yrði með illu eða góðu opnuð sem nýlenda fyrir útflutning fólks frá Japan. Þar er land- rými ærið, því stærð landsins er nærri 3 miljónir fermílna, eða 10 sinnum stærra en Japan. Það eftirtektaverða við þetta stríð er að Kínverjar sýndust ekki við því búnir að neinu leyti. Við hverju þeir hefðu þó frek- .ar mátt búast, er erfitt að hugsa sér. Að þeir sýndu engan lit á að hervæðast, stafar ef til vill af því, að þeir hafa varpað á- hyggjum sínum á Þjóðabandalagið, eða vernd einhverra þjóðanna, sem eftir við- skiftum þeirra slægjast. En þær virðast nú ekki ætla að leggja stein í veginn fyrir Japani fremur en gert var fyrir Mussolini er hann óð inn í Bláland með her sinn, eða uppreistarseggina á Spáni. Það unnu 20,000 manns í 20 ár að bygg- ingu Tap Mahal hallarinnar frægu á Ind- landi. Verkalaun voru engin goldin, en efni til byggingarinnar kotaði $20,000,000, f Bandaríkjunum notar hver fjölskylda að meðaltali fjörutíu sinnum meira ljós, en gert var fyrir 100 árum. Eigi að síður kostar ljós nú einum þriðja minna. ALLIR SKYLDIR Á Pitcairn-eyju út í Kyrrahafi, nálega miðja vega milli Suður-Ameríku og Átralíu, eru 202 íbúar, sem allir eru skyld- ir. Þeir eru afkomendur sex uppreistar- manna á enska skipinu “Bounty” og kona þeirra er með þeim settust að á eyjunni 1790. Konumar voru 12 og frá Tahiti. Til eyjarinnar hafa engir flutt síðan og hún var óbygð, er uppreistarmenn tóku sér þar bólfestu. Þarna þykir nú vísindamönnum tækifæri gefast til að rannsaka hver áhrif skyld- leiki hjónanna hefir á afkvæmin. Hefir það nú verið notað og skýrir Dr. H. L. Sha- piro, starfsmaður American Museum of Natural History í Bandaríkjunum, nýlega frá árangri rannsóknarinnar. Segir hann að þrátt fyrir þann skyldleika, sem þama eigi sér stað, séu eyjaskeggjar hraustir, ötulir til starfs og hjá þeim beri ekki á neinn hátt á afturför. Börn frumbyggj- anna voru stærri en feður og mæður þeirra, bæði karlmennirnir og kvenþjóðin og nútíðar kynslóðin er enginn eftirbátur fyrstu afkomendanna. Menn voru að vísu komnir á þessa skoð- un áður, að hættan af skyldleikanum væri þjóðum ekki eins mikil og hún var ætluð. Hér er ef til vill nokkur sönnun þess. f Kína eru gluggar úr pappír notaðir í flestum húsum. Það hefir verið sannað, að helmingi meira af heilsubætandi, út- fjólubláu geislum sólarljóssins fara gegn- um þá, en vanalega glerglugga. Þessir pappírs-gluggar kváðu víða notaðir í berkla-hælum. Friðrik mikli hafði sértakan matreiðslu- mann til að búa til hvern rétt og hver matreiðslumaður hafði eldhús út af fyrir sig. Samkvæmt því er heilbrigðisráð Banda- ríkjanna heldur fram, vaxa ung börn örara haust og vetra en vor og sumur. NÝTT RITSAFN UM ÍSLENZK FRÆÐI íslenzk fræði—Studia Is- landica, I-II. Útgefandi: Sigurður Nordal, Reykja- vík, 1937. f grein minni um Hákóla ís- lands í Tímariti Þjóðræknisfé- lagsins fyrir árið sem leið, vék eg meðal annars að því hversu drjúgan skerf kennarar Háskól- ans í norrænum fræðum og norrænufræðingar útskrifaðir þaðan hafa lagt til rita og rann- sókna í þeim fræðigreinum. Gott dæmi þess er ritsafn það hið nýja um íslenzk fræði, sém að ofan er nefnt, og hóf göngu sína á þessu ári. Heimspekisdeild Há- skólans stendur að útgáfunni, en dr. Sigurður Nordal annast hana. Uppruna ritsafnsins og efni er annars best lýst í eftir- farandi skýringargrein á kápu ritanna: “í safni þessu verða einkan- lega birt erindi, sem flutt hafa verið og rædd á rannsóknaræf- ingum í Háskóla íslands og þykja færa einhverjar nýjar at- huganir um íslenzkar bókment- ir, sögu og tungu. Hvert hefti verður sjálfstætt og sér ium blaðsíðutal. Þar sem þess er vænst, að sumar þessara rit- gerða eigi erindi til erlendra fræðimanna sem, hafa ekki kom- ist upp á að lesa íslenzkt nútíð- armál sér að fullu gagni, fylgir hverri grein efniságrip á ein- hverri höfuðtungu (ensku, þýzku eða frönsku). Heftin koma út óreglulega, eftir efnum og á- stæðum.” Fyrra bindi þeirra tveggja, sem út eru komin, er ritgerð eft- ir dr. Einar ól. Sveinsson um “Sagnaritun Oddaverja”. Fyrir fáum árum (1932), þegar 800 ár voru liðin frá dauða Sæmundar prest^ hins fróða, gaf prófessor Halldór Hermannsson út gagn- merkt rit um Oddaverja, Sæ- mund Sigfússon and the Odda- verjar, og tók þar, auk annars, til meðferðar það merkisatriði, hver fornrit vor ættu rót sína að rekja til Oddastaðar og Odda- verja. f þessari ritgerð sinni tekur dr. Einar þetta mál til frekari athugunar, sérstaklega frá því sjónarmiði, hvernig “að- staða, hugsunarháttur, og ment- un ættarinnar (Oddaverja) var með því móti, að það hlaut nærri því að leiða af öér rit af ákveðnu tagi.” Færir hann rök að því, að auk ættartalna, séu Orkney- inga saga og Skjöldunga saga til orðnar á vegum Oddaverja. Er röksemdafærsla hans skarpleg og fræðimannleg, og um alt hin athyglisverðasta. Má með full- um sanni heimfæra niðurlagsorð eftirmála höfundar upp á þessa rannókn hans: “Þó að oft sé ekki unt að gefa örugt svar, þá getur stundum verið betur spurt en óspurt.” Seinna bindi ritsafnsins er rit- gerð eftir ólaf prófessor Lárus- son, er nefnist “Ætt Egils Hall- dórssonar og Egils saga”, og er það hin fróðlegasta greinargerð. f hinum stór-merkilega formála að úgáfu sinni af Egils sögu Skallagrímssonar (1933) hefir dr. Sigurður Nordal leitt sterk rök að því, að Snorri Sturluson sé höfundur hennar og að ofan- nefndur Egill Halldórsson hafi verið aðal heimildarmaður hans. Ef svo er, er hér um harla merkilegan mann að ræða, og hefir prófessor ólafur tekið sér fyrir hendur, í ritgerð sinni, að rannsaka sem nákvæmlegast, hvað vitað verður um Egil þenn- an. Færir höfundur fram marg- ar líkur fyrir því, að Egill hafi verið sjöundi maður frá Agli Skallagrímssyni í beinan karl- legg, og átþ heima að Borg í byrjun 13. aldar, er Snorri bjó þar í nokkur ár. Vitanlega er hér um getgátu að ræða, en spakleg er hún og rökrædd með glöggskyggni og gætni. En jafn- framt bregður sú rökfærsla nýju ljósi á Egils sögu, eins og pró- fessor ólafur tekur fram: “Og sé þessi ættfærsla Egils rétt og það rétt, að hann hafi lagt höf- undi Egilssögu til efni sögunnar þá hlýtur það að hafa nokkuð mikil áhrif á mat vort á Egils sögu. Sagan hefir þá geymst í ættinni sjálfri, og það í karllegg hennar, alt til þess að hún var rituð. Ættin hefir geymt hana á höfuðbóli sínu óslitið allan þenn- an tíma. Þetta ættu að vera ó- venjulega góð skilyrði til þess, að arfsagnirnar hefðu geymst vel.” Báðum ritgerðunum fylgir stuttur útdráttur á ensku, og er það viturleg tilhögun, því að með því móti notast slíkar rann- sóknir miklu betur erlendum fræðimönnum, enda er það einn höfuðtilgangur ritsafnsins, að ná til þeirra manna út um lönd, er norræn fræði stunda. Bókamenn og fróðleiksmenn, er áhuga hafa á íslenzkum bók- mentum og sögu landsins, mun þykja mikill fengur að ritsafni þessu, svo myndarlega fer það úr hlaði; en ein 200 eintök verða til sölu á íslandi. Safnið er prent- að í ísafoldarprentsmiðju, og kostar fyrra bindið kr. 3.50 en siðara kr. 2.50. Allur frágangur er hinn vandaðastiv Richard Beck HITT OG ÞETTA Kjötát I Bretlandi Bretar eru kjötætur miklar. Lundúnabúar einir þurftu 6,800,- 000 kindarskrokka og 1,000,000 svínsskrokka og 1,000,000 nauts- og kálfsskrokka til matar árið sem leið. Svo segir H. W. G. Mill- man, einn af yfirmönnum Smithfield Market í London, í skýrslu, sem hann samdi, um kjötneysluna í London.—Vísir. * * * Ekki afturkvæmt. Ef frakkneskur afbrotamaður er dæmdur til fangelsisvistar á hinni alræmdu Djöflaey, og dóm- arinn hefir ákveðið refsinguna meiri en svo, að hún verði af- plánuð á 8 árum, þá á hinn dæmdi maður ekki afturkvæmt heim til Frakklands. Hann er með öðrum útlægur ger úr föð- urlandi sínu, að loknu fangelsis- tímabilinu. Liggur þung refs- ing við, ef slíkur afbrotamaður stígur fæti á frakkneska grund. Þetta eru harðir kostir, og er sagt að mörgum fanganum, sem þótti að vonum ill vistin á Djöflaeyju, hafi þó þótt hitt enn sárara, að mega ekki koma heim aftur, að refsingu lokinni. * * * Einn miljónamæringur í Austurríki Skattgreiðendur í Austurríki eru um 1,500,000 talsins, en þar í landi er nú aðeins einn maður, sem á yfir eina miljón schillinga eða sem svarar til 200,000 ame- ríska dollara.—Vísir. f afskektu smáþorpi í fjalla- héruðum Manchukuo búa ein- göngu dvergar. Þeir eru allir undir meter á hæð og umgangast ekki fólk í næstu héruðum. Lengi hefir sú skoðun verið ríkjandi meðal vísindamanna, að þessir dvergar væru afkomendur dvergakynflokks, sem talinn var útdauður. En nú hefir komið í ljós, að þetta óeðlilega vaxtarlag stafar af vatninu, sem þetta fólk hefir notað árum saman. Það inniheldur viss járn- og saltsam- bönd, sem ekki hafa þekst áður, en virðast draga úr eðlilegum þroska og vexti. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að útvega annað vatn til matar og drykkjar og bann lagt við því að nota þetta vatn. * + * Um þessar mundir er verið að taka gríðarstóra ljósmynd úr lofti í Ameríku. Myndin nær yfir öll Bandaríkin og verður saman sett af 2,500 einstökum myndum.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.