Heimskringla


Heimskringla - 01.09.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 01.09.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. SEPT. 1937 Sylvía leit snögt í kring. “Gerði hann það? Það hefir sannarlega ekki farið vel um hann. Hann má ekki gera það aftur.” “Hann var svo ánægður með sjálfan sig, að hann vissi ekkert af því. Það líkar mér við hann, máttu vita. Hann hefir mikla gáfu til að fara sínu fram, andlega og veraldlega, eða að minsta kosti njóta tilfinninga sinna, af hverju sem þær rísa, og hann lætur ekki smáleg óþæg- indi aftra sér frá því.” Hér hló hann gaman- hlátri, sem var alveg laus við beizkju eða kergju, og eftir litla dvöl settist Sylvía hjá honum, alveg hissa á þeirri breytingu sem heilsufar hans hafði tekið. Það var líkt og töfrar hefðu verið að verki. Eymdarköstin voru með öllu horfin, sem höfðu þjáð hann undan- farnar vikur. Hér var sá gamli Guy kominn aftur, hreinn og skír, ör og glaður æskumaður sem henni hafði þótt svo vænt um, og augun sömu, mjúk til samúðar og skjót til skilnings. Hann horfði á hana brosandi. “Ætlarðu ekki að kveikja í líka? Því ekki það? Það hressir þig.” Hún horfði líka á hann. “Ætli þú hafir gott af að reykja? Ýfir það ekki hóstann?” Hann baðaði út hendinni. “Það gerir ekki útaf við mig. Af hverju horfir þú svona á mig?” “Svona hvernig?” “Eins og eg sé risinn upp frá dauðum.” Hann gretti sig þó augun héldu brosin. “Hættu því!” sagði hann. Hún brosti og tók upp eldspítna stokkinn. Hún þagði, því að sárblíð endurminning var við hann bundin. Hún sá sjálfa sig í vetur- snoðnum trjágarði föður síns, í fanginu á Guy, og biðja hann með grátstaf í kverkunum, að nota þá smáu skilnaðargjöf með tíðum hugs- unum til hennar, þegar meir en hálf veröldin væri á milli þeirra. Nú hafði Guy sígarettuna uppí sér, hún hallaði sér að honum til að kveikja í henni, höndin skalf, hann klappaði henni mjúkleg, tók svo eldspítuna. Sú athöfn var mikillar merkingar. Það var líkt og hann sneri mjúklega blaði við í bók lífsins og byði henni að líta ekki afttir. “Hafðu nú engar áhyggjur út af mér!” j sagði hann. “Eg er góður drengur — eins og þú sérð. Svo farðu og búðu til miðdagsmatinn eða hvað annað sem þín húsfreyju sál girnist. Það er að segja, ef þér finst ósiðlegt að reykja svona snemma. Það er óþarfi að taka það fram, að mér væri unun að, ef þú vildir vera með.” En um einkamál þeirra vildi hann ekki tala, það var auðheyrt á tóninum. Hún tafði hjá honum um stund og þau töluðu um búskap- inn og skepnurnar, horfur og hagi Burkes og þar fram eftir götunum, alt annað en einka málin. En þeirri hófsemi fylgdi engin þvingun, þeim kom saman um, orðalaust, að láta hið um- liðna í þagnargildi. Hún fór frá honum á endanum, undarlega hughreyst. Burke hafði haft rétt fyrir sér, djöfull var útrekinn af Guy, hinn fyrri góði Guy var farinn að njóta sín. Hún íhugaði málið við verk sín ýmisleg, sem hún gekk að, en fann enga úrlausn. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir, sem olli þeirri miklu og skyndilegu um- breyting, hún gat ekki trúað, að burtför Kieffs hefði valdið henni. Hugsanir hennar snerust ó- sjálfrátt að Burke — Burke sem hafði reiðst svo hroðalega kveldið áður. Var hann valdur að henni? Hafði hann afrekað því, sem íþrótt Kieffs og elska hennar orkuðu ekki? Eigi að síður hafði hann sagt henni, að hann hefði orðið að gefast upp við Guy, haldið því fast að henni að Guy væri ekki við hjálpandi. Hún var jafnvel sannfærð um það sjálf þangað til í dag. En í dag var alt orðið breytt. Guy var búinn að ná sér, orðinn samur og áður. En nú setti að henni kvíða fyrir að hitta Burke, þar kom að hún fór að hlusta eftir fótataki hans, full kvíða og óróa, næstu annríkis stundir. Hún lét þann svarta vikapilt Joe sækja beddann í gestakofann, þar sem Burke hafði haft við að undanfömu, og setja í eitt horn þeirrar stofu sem Guy lá í. Kieff hafði sofið á hægindi í daglegu stofunni, og oftast hallað sér þar útaf milli dúranna, því að hann svaf aldrei lengi í einu, hann spratt upp við hvert hljóð úr sjúkra rúminu, svo hún undraðist hve svefnléttur hann var, efaðist jafnvel um að hann svæfi nokkum- tíma. En hún vissi að Burke forðaðist þann hvílubekk af því í honum brast og brakaði við hverja hreyfingu, og hún vildi fyrir engan mun láta hann sofa á gólfinu aðra nóttina til. Þannig hugsaði hún fyrir að láta fara vel um hann, þó hún kviði fyrir komu hans. Joe var mikill klaufi í öllum verkum og Guy virtist hafa gaman af að horfa á hans aðfarir. “Mér hefir altaf líkað vel við Joe,” sagði hann. “Það getur enginn gert að sér, að hafa gaman af hans skringilegu vinnubrögðum. O láttu hann vera, Sylvía! Lofðu honum að ganga frá þessum búsgrip á hvolfi, ef hann langar til!” Skortur þess svarta vikapilts á verksviti var að vísu skringilegur. Þegar hann átti von á ofanígjöf, sem ekki kom sjaldan fyrir, þá rang- hvolfdi hann augunum og teygði munnleðrið út á báða vanga vo gífurlega a ðflestum blökr- aði, það átti að vera góðlátlegt bros, en það gat Sylvía aldrei felt sig alminlega við. “Hann er alveg eins og skollakúla,” sagði Guy. “Er hann ekki? Hausinn á honum dett- ur áreiðanlega í tvent, ef þú örvar hann meir.” En Sylvíu var heitt og ómótt, hún þoldi klunna- brögðin miður en ella, skipaði Joe burt og tók til að setja upp rúmið sjálf. Að því var hún þegar hún heyrði fótatak og að Guy sagði fljótlega “halló!” Hún stóð upp í snatri og stóð augliti til auglitis við Burke. Hún var dálítið móð, greip hendinni til brjóstsins, yfirkomin af uppburðaleysi, tillit hans fanst henni smjúga gegnum sig. “Til hvers er þetta?” spurði hann. Hún náði yfirtökum á vanmætti sínum með skjótu átaki. “Guy sagði að þú hefðir sofið á gólfinu í nótt. Eg er viss um að það hefir ekki farið vel um þig, svo eg færði þessa hvílu hingað. Þér er sama?” sagði hún og leit við honum með bæn í augum. “Mér er ekki um að þú gerir það sjálf,” svaraði hann stuttlega.” Seztu! Hvar er sá leti- rakki Joe?” “ó kallaðu ekki á Joe!” bað Guy. “Hann er búinn að ganga fram af henni, hún vill heldur ekki hlýða á það sem eg segi, að eg sé einfær á nóttunni. Segðu henni sanninn, Burke, kanske hún fari að því sem þú segir.” Burke ýtti henni frá orðalaust og lauk við það sem hún var að gera, stóð svo upp. “Láttu Mary Ann gera það sem eftir er. Þú hefir lagt of mikið að þér að undanförnu, komdu til mál- tíðar. Það amar ekki neitt að þér Guy?” “0 sussu”, svaraði hann, “Mary Ann getur stundað mig. Hún hefir gaman af því.’ Burke fylgdi sú einurð að hún gekk burt með honum orðalaust, leit þó um öxl sér til Guy, um leið og hún fór til matstofu. Þar talaði Burke svo til hennar. “Gáðu að því að ofreyna þig ekki. Guy er á batavegi, láttu hann einhlít- an öðru hvoru.” “Eg var ekki að sýsla neitt fyrir Guy,” skaut hún við. “Eg get bara ekki látið þig sofa á gólfinu.” “Hvað gerir það til,” sagði hann ómjúk- lega “hvar eða hvernig eg sef ?” Því næst greip hann í axlirnar á henni, hélt henni frammi fyrir sér og segir: “Horfðu á mig svolitla stund!” Þetta var boð en ekki bón, hún leit upp á hann snöggvast, varð þá yfirkomin af upp- burðaleysi sem rétt áður, tillit hans var svo skarpt og rannsakandi, að hún þóttist engum vörnum við koma. Hún fór að beygja af, leit undan og sagði í hálfum hljóðum: “Ver—vertu góður við mig Burke!” Þá slepti hann henni, hún snerist út að glugga og gerði sér dútl að slétta tjöldin, eftir æðilanga stund heyrði hún hann segja: “Eg vil að þú hvílir þig til kveldmatar og ríðir svo með mér til Merstons í kveld. Viltu gera það ?” Hún sneri snúðugt við. “Og skilja Guy eftir einan ? ó nei!” Augu þeirra mættust og hún þóttist sjá að hann ætlaði að hafa sitt fram. “Það vil eg” sagði hann. Hún færði sig hægt nær honum. “Burke — láttu ekki svona. Eg get það ekki, það væri ekki rétt af mér. Við getum ekki skilið Guy eftir hjá tómum svertingjum.” “Guy er fær til að sjá um sig. Þú hefir farið full langt — ef ekki gert of mikið að. Hann þarf ekki að hafa þig hjá sér allan dag- inn.” Hún hristi höfuðið. “Eg held hann þurfi einhvern. Það væri ekki rétt — eg veit það væri ekki rétt gert að skilja hann eftir einan allan daginn. Þar á ofan vilja Merstons hjónin ekkert hafa saman við mig að sælda. Því ætti eg að fara?” “Af því eg vil það,” sagði hann enn, og þeg- ar hún þagði, bætti hann við: “Finst þér það nokkurs metandi ?” Eitthvað í tóninum kom við hana svo hún leit snöggvast upp. “Víst virði eg þínar óskir mikils,” sagði hún. “Það veiztu að eg geri. Enn alt um það—” hún þagnaði og leitaði orða. “Guy verður að ganga fyrir,” mælti hann, rétt eins og hann væri að segja almælt tíðindi. Hún kafroðnaði. “Það er ekki sanngjarnt né fallegt að segja annað eins.” “Er það ekki satt?” spurði Burke. Hún herti sig til að svara honum. “Það er bara af því að hans þörf er svo brýn. Ef við hefðum ekki látið hann sitja í fyrirrúmi fyrir — fyrir hreint öllu, þá hefðum við ekki getað bjargað honum.” “0g nú þegar búið er að bjarga honum,” sagði Burke með dálitlum háðkeim, “er ekk tími til kominn að sinna — öðrum þörfum? Veiztu að þú lítur alls ekki vel út?” Hann spurði þessa svo skyndilega að henni brá — hún var næm fyrir þann dag. “Er svo? Nei, ekki vissi eg það. Það er ekki alvarlegt hvort sem er. Vertu ekki að skifta þér af því.” Hann brosti ofurlítið. “Eg má til að skifta mér af því. Ef þú tekur þig ekki bráðlega, þá verð eg að fara með þig til Brennerstadt, og sýna þig alminlegum lækni.” “0 farðu ekki með endileysu,” sagði hún varð ekki vel við. “Eg sinni ekki öðrum eins hégóma.” Nú lagði hann hendina á handlegg hennar og mælti: “Sylvía eg hefi nokkuð við þig að tala.” Hún brá sér ofurlítið, líkt og henni líkaði miður að hann snerti hana. “Jæja? Hvað er það?” Hann herti á takinu og talaði mikið stöð- ugt og einarðlega: “Aðeins þetta: Þú hefir farið þína eigin leið hingað til og ekki haft sérlega gott af. Þessvegna ætla eg að kippa þér upp og láta þig verða mér samferða.” “Láta mig!” Augu hennar skutu gneistum á hann. Hún var ver við komin en vant var, þreýtt og eftir sig, annars hefði hún vikið þessu á hægra veg og farið öðru vísi að honum, alt öðru vísi. “Láta mig!” Áður en hún vissi af var hún í uppnámi, og segir við hann snúðugt með eld í augum: “Það mana eg þig til!” Á sama vetfangi iðraðist hún þess. Hún hafði ekki ætlað sér að setja sig upp í móti honum. Þetta hafði komið svo óvænt, svo skyndilega, að hún vissi varla vilja sinn til þessa uppþots. Og nú hlaut hún að halda þessu fram, sjálfri sér hálfnauðugt, því að hún gat ekki snúið aftur. Hún var ekki huglaus. Henni fanst, að ef hún yrði nú að gjalti, þá mundi hún 11 missa virðing hans og sína líka, um aldur og æfi. Svo hún lét sig ekki, heldur var upprétt oog hnarrreist, til baráttu búin, þó grannleg væri og vesöl af hræðslu undirniðri. Burke svaraði ekki strax, horfði á hana stöðugt og stillilega, og meðan sú þögn hélzt sló hjarta hennar og hamaðist eins og flýjandi fætur veiðidýra. “Er þetta alvara þín?” spurði hann á end- anum. “Já,” svaraði hún blátt áfram og viðstöðu- laust. Nú skyldi til skarar skríða, hugsaði hún, og titraði hvernig sem hún reyndi að bæla það niður. Hann laut lítið eitt og leit í augu hennar. “Þú vilt virkilega að eg sýni þér hvort meira má?” sagði hann. Hún leit ekki undan honum og þá var sem brjóst hennar myndi springa af hjartslætti, hann var harðlegur og miskunnarlaus, svo að henni ofbauð.Henni þótti jörðin rísa og falla þar sem hún stóð og hræðilegt vanmætti sækja að sér. Hún hörfaði aftur á bak að borðinu, til stuðnings. Alt um það, þó vonlaus væri, hélt hún upp baráttu, til frjálsræðis síns. “Þú ræður aldrei fyrir mér nema eg vilji sjálf,” sagði hún. “Fyr — skal — eg liggja dauð.” Svo, þegar hún var alveg þrotin að kröftum, tók hún höndum fyrir andlitið og lokaði hann úti. “Á!” sagði hann “En hver gengur í bar- áttu svo, að hann aðgæti ekki hvað dýr hún verði ?” Hann talaði alvarlega og reiðilaust, en af því hvernig hann sagði þessi orð, skildi hún að hún var sigruð. Hvort sem hann kaus að nota kostinn eða ekki, þá var sigurinn hans. Eftir langa þögn leit hún upp úr gaupnum sér og leitaði við að brosa. “Þinn er vinningurinn félagi” og rétti honum hendina. “Eg átti alls ekki að láta svona. Eg ætla að vera þæg — alveg hreint.” Þetta var einlæg viðurkenning, svo hrein- skilin að sókn varð ekki við komið. Hann tók í hendina á henni og hélt um hana þegjandi. Það var ekki trútt. um að hún skylfi en Sylvíai hafði náð stjórn á sér. “Mér þykir bágt, að eg lét eins og skepna,” sagði hún. “En þú hefir mig bugaða. Eg skal reyna að duga einhvernveginn.” Þá fékk hann málið. “Talaðu ekki svona! Þú ert ekki — yfirbuguð. Stríðið gengur ekki' altaf þeim sterku í vil.” Hann var undarlega rómhvass. Henni óx traust, hló smátt og veiklulega og segir: “Ekki kanske þegar þeir sterku eru of göfuglyndir til að neyta kraftanna. Þökk fyrir, félagi. Nú — gildir þig einu þó eg færi Guy einhverja næringu?” Hún skildist við vandann með því létta fasi, sem henni var gefið umfram aðra, en því virtist hún hafa týnt niður upp á síðkastið. Hún gerði sem hún sagði, með skjálfandi bros á vörum, og þegar hún kom aftur, hafði hún náð sér til fulls og talaði um margt búskapnum viðvíkj- andi, við Burke, með sínu fyrra fjöri, líkt og hún hefði mikinn áhuga á þeim efnum. En að baki þess var mikill órói, sem ekki var unt að nefna né festa hendur á. Hún var leikin og svifalétt og óspök. En hið fyrra traust hennar til hans var horfið. Hún stiklaði gætilega þar sem hún hafði áður gengið hiklaust og örugg. Að lokinni máltíð stöðvaði hún hann á leiðinni til Guy og spurði: “Hvað snemma eig- um við að leggja upp til Merstons ?” Hann þagði við, segir svo: “Eg skal gefa þér frí í dag. Við skulum halda til drangsins í staðinn.” Hann hélt hún mundi taka þessari tilslökun með ánægju, en.hún hristi höfuðið, kafrjóð í framan. “Nei, eg held ekki! Við skulum fara til Merstons, ef Guy er það hress. Við ættum sjálfsagt að endurgjalda þeim heimsókn.” Nú skildi hann alls ekkert í henni og sneri burt. “Sem þú vilt. Við ættum ekki að leggja upp ekki seinna en að tveim stundum liðnum.” “Eg skal vera til,” svaraði Sylvía. III. Kapítuli Sáðið Mrs. Merston brá þunnum vörum til brosa. “Nú nú, ertu ennþá í aldingarðinum Eden, Mrs. Ranger?” Sylvía reyndi til að brosa og gat ekki svar- að öðru en þessu: “Eg verð feginn þegar vetrinum er lokið.” Mrs. Merston gætti vandlega að henni, döprum sjónum og ómjúkum. “Þú ert ekki eins blómleg og þú varst. Eg frétti að þú hafir haft Guy Ranger á höndunum.” “Já,” svaraði Sylvía og roðnaði lítið eitt. “Hvað hefir gengið að honum?” Sylvíu varð svarafátt og þá hló hin heldur hranalega. “Þú þarft ekki að vera að færa það í fínan búning, eg veit af hverju hann þjáist. En mig furðar, að Burke leyfði þér að koma nærri öðru eins. Hann fær orð fyrir að vera fremur vandlátur.” “Hann er vandlátur,” sagði Sylvía. Hún fékk sig ekki til að segja eins og var, vildi ekki tala meir um það, en Mrs. Merston var áleitin. “Er það satt, að illmennið Kieff hafi dvalið á Blámúlastöðum?” spurði hún enn og hafði augun á andliti þess er hún spurði. Sylvía svaraði og vildi bera blak af honum: “Mig furðar að fólk skuli tala svo um hann. Já, hann var hjá okkur, hann er góður læknir, eg get ekki sagt að mér falli hann vel í geð, en eg hefi oft furðað mig á, af hverju hann er á- litinn misendismaður.” “0 eg veit ekki annað en það sem eg heyri þá segja,” svaraði Mrs. Merston. “Eg þykist vita, að hann hafi valdið því, að Guy fór þá leið sem hann viltist út á, og margir aðrir. Hann er ein blóðsugan í þessu dæilega landi, rétt ein.” “ósköp er að heyra!” mælti Sylvía fyrir munni sér, hún sá fyrir sér gljásvörtu augun, sem oft höfðu veitt henni eftirtekt. “Þú lítur út eins og þú sért illa haldin,” sagði Mrs. Merston. “Af hverju léztu manninn þinn drífa þig alla þessa leið? Þér er betra að vera í nótt og hvíla þig.” En Sylvía hafnaði því boði afdráttarlaust. “Það má eg ómögulega. Það er svo margt að gera heima. Það er vel boðið, og eg þakka þér fyrir, en þú mátt ekki stinga upp á því við Burke.” Mrs. Merston leit við henni. “Gerirðu altaf eins og maðurinn þinn vill vera láta? Það er langt frá því að vera rétt né hyggilegt.” “Eg held það sé skylda mín,” sagði Sylvía lágt og roðnaði. “Annað eins er meir en gamaldags,” sagði Mrs. Merston. “Mér dettur ekki í hug að láta annað eins eftir mínum manni. Ætlarðu til Brennerstadt að sjá hestahlaupin ? Eða hefir alvizkan ákvarðað að láta þig vera heima?” “Eg veit það ekki, eg vissi ekki af að þau stæðu til.” Sylvíu varð litið þangað sem Burke og Merston stóðu og töluðust við hjá einu gripa- húinu, það var lágur kofi járnklæddur, hrylli- lega ljótur, sem annað á því býli, Hvergi var tré að sjá, aðeins runna með broddaperum, sem teygðu bera anga móti sólarbruna, líkt og þeim þætti sómi að nekt sinni. Þær drukku te á palli framundan íbúðarhúsinu, ef svo mátti kalla þann járni klædda skúr, þar hlaut að vera óþolandi hiti á daginn. Sylvía gat ekki áfelst með orðum húsmóðurina á svona býli, fyrir að láta í ljósi óánægju sína með lífið. Það var kominn tími til að fara, hana langaði burt eftir þessa háðglósu um Burke en góðir siðir heimt- uðu, að hún viki ekki frá talinu of snögglega, svo hún spurði: “Ætlar þú til Brennerstadt að sjá hesta- hlaupin?” Mrs. Merston hló sínum kuldahlátri. “Eg? Nei! Mínar ferðir til Brennerstadt eru alt annars eðlis. Eg fer þangað til að liggja og undireins og mér fer að skána, þá fer eg aftur — í þetta!” Það var óendanleg beizkja í rómnum. “Einhvern daginn fer eg þangað til að deyja. Svona lítur mín framtíð út núna.” “Ó, svona máttu ekki tala!” Sylvía kendi til með henni. “Góða talaðu ekki svona, þú mátt ekki hugsa þetta!” Mrs. Merston brá við grettu sem líktist kuldaglotti, virti stúlkuna fyrir sér með vorkun- ar hug. “Þú færð að reyna það sama. Þú ert farin að líta öðru vísi á lífið en áður, þó skamt sé af. Þú ert farin að finna broddana undi>’ rósablöðunum. Vitaskuld getur svo farið, að þú verðir heppin. Þú kant að eiga böm og frelsast með því. En ef það verður ekki-------”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.