Heimskringla - 01.09.1937, Síða 8

Heimskringla - 01.09.1937, Síða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. SEPT. 1937 Mrs. G. Helgason pianokennari I og Valdine Condie komu heim 11 frá New York s. 1. viku, en þar 11 hafa þær verið fulla tvo mánuði, Condie að nota musik námskeið “ “ sem hún hlaut, en Mrs. Helgason að kynna sér það nýjasta í kenslu-aðferðum. Jón Sigurðsson félagið I. O. D. i E. heldur fund á heimili Mrs. J. Thorpe Ste. 2 Bonveens Apts., Spence St., þriðjudaginn 7. sept. kl. 8 að kvöldi. FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Næstkomandi sunnudag 5 þ.m. byrja guðsþjónustur í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg á ný eftir sumarfríið, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenkzu kl. 7 e. h. eins og áður. Séra Philip M. Pétursson, prestur safnaðarins messar. — Annan sunnudag hér frá verður séra Lawrence Redfern, prestur Unitara kirkju í Liverpool á Englandi staddur í Winnipeg, og messar við morgunguðsþjón- ustuna. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli, sunnudaginn 5. sept. n. k. kl. 2 e. h. * * * Vatnabygðir Föstudaginn 3. sept. kl. 7.30' Söngæfing. Sunnudaginn 5. sept. kl. 11 f. h.: sunnudagaskóli í Wynyard. kl. 2 e. h.: Messa í Wynyard. kl. 4 e. h.: Messa í Mozart Þriðjud. 7. sept. kl. 8 e. h.: Ung- mennafélagsfundur í Wynyard Fimtudaginn 9. sept. kl. 8 e. h.: Séra Jakob Jónsson flytur fyr- irlestur í kirkjunni í Wyn- yard. Efni fyrirlestrarins er “Auður og örbirgð í íslenzkri prédikun síðustu 100 árin.” — Söngflokkur kirkjunnar og Mrs. S. Thorsteinsson, munu aðstoða við samkomuna. Inn- gangseyrir er 25 cent; ágóð- inn rennur til beggja safnað- anna í Wynyard. * * * Kvenfélag Sambandssafnaðar heldur fund miðvikudaginn 8. sept. að heimili Mrs. ólafur Pét- ursson, 123 Home St., Winnipeg. * * * Ragnar H. Ragnar pianokenn- ari, sem um tveggja vikna skeið hefir dvalið norður í Árborg, kom til baka um helgina og er tekin til óspiltra mála á kenslu- starfi. Hann kvað gott hljóð í bændum nyrðra, heyrði marga þeirra segja, að þetta væri eitt þeirra bezta sumar með sprettu og nýtingu á heyum og korni og verð á búnaðarafurðum. KENSLUBÆKUR Skólar eru nú rétt að byrja. Eg efi á boðstólum skólabækur fyrir alla bekki. Einnig hefi eg til sölu stórt úrval af bókasafns- bókum, sem seljast við ó- heyrilega lágu verði. Þetta ætti fólk til sveita að nota sér. Ágætt Player Piano, fyr- ir aðeins $40.00 gegn pen- ingum út í hönd, fæst einn- ig á staðnum. The BETTER ’OLE 548 ELLICE AVE • Ingibjörg Shefley, eigandi Jónas Stefánsson frá Kaldbak kom til bæjarins s. 1. mánudag. Hann kom með systkinunum Gústa og Miss Ingibjörgu Sig- urgeirsson frá Mikley. Verður Miss Ingibjörg í bænum um skeið. En Jónas 6g Gústi lögðu af stað heimleiðis samdægurs. * Hi * Bílslys Á þjóðveginum skamt frá Grafton, N. D. varð bílslys s. 1. mánudag. Dó einn maður af slysinu en sex meiddust. Af fólki þessu voru þrír íslending- ar, Mrs. Guðm. Gíslason, frá Seattle, áður í Winnipeg og tvær dætur hennar Beatrice og Thora. Meiddust þær eitthvað, en ekki mikið af fréttinni í Free Press af þessu að dæma. * * * Þakkarorð Við undirrituð, þökkum af hjarta öllum sem sýndu okkur hluttekningu og samúð við lát og útför eiginmanns og föður okkar Sigurðar Oddleifssonar, sem lézt að heimili sínu hér í bæ 15. þ. m. (Mrs.) Guðlaug Oddleifsson Axel L. Oddleifsson Edward W. Oddleifsson * * * Þakkarávarp Oft getur hugurinn hugsað, sem tungan ei fær talað, og á það hér heima. Eg veit að hönd mín getur ekki skrifað eins innl legt þakklæti eins og mér ber í huga til allra sem á einn og annan hátt veittu mínum fram- liðna manni Kristlaugi Ander- syni hjálpar hönd í hans dauða stríði og fyrir öll þau gæði sem næstu nágrannar hans í Árborg sýndu honum á einverustundum hans og bið eg góðan guð að endurgjalda þeim í ríkum mæli, alt það góða honum auðsýnt frá fyrstu viðkynningu til þess síð- asta. Eins þakka eg þær góðu viðtökur og hluttekningu sem Árborgar fólk sýndi mér og börnum mínum, sérstaklega þakka eg Mrs. Lifman og hennar fólki sem tóku á móti okkur með sérstakri alúð. Þetta alt þökk- um við af hjarta og biðjum al- góðan guð að endurgjalda í þeirri mynd sem hann sér hent- ast. Ykkar með vinsemd og virðingu, frá Margréti Anderson og börnum hennar 19 Emily St., Winnipeg, Man. • * * Séra K. K. ólafsson flytur messu í skólanum að Wapah, Man., laugardaginn 11. sept. kl. 8 að kvöldinu. Sunnudaginn 12. sept. flytur hann messur sem fylgir: Reykjavík, kl. 11 f. h. Bay End, kl. 3 e. h. Að Bay End verður prédikun bæði á ensku og íslenzku. KORNHLÖÐUR: Allur viður í réttum lengdum, raftar hefl- aðir og sniðnir saman sem flýtir verki. Upp- dráttur fylgir hverri pöntun sem sýnir hvemig bygt er. Skrifið eða símið eftir verði á þessum stærðum: 12’ x 14’ — 8’ 1,000 búsjel 12’ x 16’ — 8’ 1,200 búsjel Verðið er með allri jámvöru og nöglum. The Empire Sash & Door Co. Ltd. Henry Ave. and Argyle St. WINNIPEG, Man. Sími 95 551 John J. Arklie, optometrist, specialist on sight testing and fitting of glasses, will be at: Riverton Hotel, Riverton, Thursday sept. 9th Arborg Hotel, Arborg, Friday Sept. lOth. * * * Próf. Sveinbjörn Johnson flytur fyrirlestur á alþjóðafundi. (Það féllu nokkrar setningar úr þessari frétt í síðasta blaði, svo fréttin er hér tekin öll upp). Dr. phil. Sveinbjöm Johnson, prófessor í lögum við Illinois ríkishákólann og lögfræðislegur ráðunautur hans, er um þessar mundir á ferðalagi í Norðurálfu. Hann flutti nýlega, 9. eða 10. ágúst, fyrirlestur um þróun ís- lenzkra laga (“The Development j of Icelandic Law”) á alþjóða- fundi lögfræðinga í Haag á Hol- landi, Intemational Congress of Comparative Law. Er prófessor Johnson, sem kunnugt er, hinn sérfróðasti í þeim fræðum, og vinnur að þýðingu fornra ís- lenzkra laga á enska tungu, með nauðsynlegum skýringum. Richard Beck * * # Messur í Argyle: Baldur, kl. 11 f. h. Grund, kl. 2.30 e. h. Glenboro, kl. 7 e. h. Bru, kl. 9 e. h. Sr. Egill Fáfnis * * * Brezkur Únítara prestur kemur til bæjarins næstkomandi þriðjudag, 7. þ. m. Hann er á heimleiðinni eftir að hafa ferð- ast í kringum hnöttinn og heim- sótt Unitara söfnuði í Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hans hefir áður verið getið hér í blaðinu og munu flestir minnast þess. Hann heitir séra Law- rence Redfern og er prestur Ullet Road Chapel, únítara kirkju í Liverpool á Englandi. Það var hann, sem prédikaði í dómkirkju Liverpools biskupasdæmis er deilumálið reis upp, um það hvort að leyfilegt væri að úní- tarar prédikuðu í þjóðkirkjunni á Englandi. Hann kemur hingað frá Van- couver þar sem hann prédikaði í únítara kirkjunni s. 1. sunnudag. Hér messar hann í Sambands- kirkjunni sunnudaginn 12. þ. m. kl. 11 f. h. En á miðvikudaginn, þar á undan, — 8. þ. m. flytur hann fyrirlestur í kirkjunni um efnið “Freedom and Tolerance in the Modern World.” Héðan frá Winnipeg ferðast hann til Hamilton, Toronto, Ot- tawa og Montreal og heimsækir únítara kirkjumar í þeim borg- um og heldur síðan heimleiðis til Englands um næstu mánaðamót. Menn eru vinsamlega beðnir að minnast fyrirlestursins og messunnar og fjölmenna. Eng- inn inngangur verður settur við fyrirlesturinn en samskota verð- ur leitað. VIÐVÖRUN TIL ALLRA SEM f HUGA HAFA AÐ FLYTJA TIL WINNIPEG f VINNULEIT EÐA TIL AÐ KOMAST Á FRAMFÆRSLUSTYRK 1. Bærinn hefir ótal marga atvinnulausa íbúa, sem hvaða atvinnu geta tekið sem býðst. 2. Enginn framfærslustyrkur verður veittur fjöl- skyldum eða einstökum mönnum, sem í bænum eru, en eru ekki reglulegir bæjarbúar. 3. Enginn framfærslustyrkur verður veittur þeim, hvort sem giftir eru eða ógiftir, sem til bæjarins flytja eftir að tilkynning þessi hefir verið birt. By order CITY OF WINNIPEG UNEMPLOYMENT RELIEF COMMITTEE 24 ág. 1937 MESSUR og FUNDIR t kirkju SambandssafnaDar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyraea mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÍSLENZKA BAKARIIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið í borginnd Islenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 Dreng nokkum í Svíþjóð lang- aði mjög mikið til þess að eign- ast Tennisspaða. Hann vissi sem var, að Gútsav Svíakonungur iðkar þá íþrótt mikið, og datt því það heillaráð í hug að skrifa honum og spyrja, hvort hann ætti ekki notaðan spaða, sem hann gæti fengið. Daginn eftir var honum send- ur spánýr spaði með kveðju frá Gústav konungi. Nýjar bækur Auk þeirra íslenkzu bóka, sem eg hefi áður auglýst, hefi eg nú fengið til sölu þessar bækur: Ljóðmæli séra Matthíasar Jochumssonar. Er þetta hin nýja útgáfa er Magnús, sonur skáldsins, hefir gefið út. Eru þar öll frumkveðin ljóð séra Matthíasar, og einnig mikið af þýðingum. Er þar fjöldi af ljóðum sem eigi hafa áður verið prentuð. Bókin er nær því 900 bls., prentuð á næfur þunnan en ágætann pappír (Indian paper) og baridið er hálfskinn, prýðilega gylt og litað í sniðinu. Ágæt teiknuð mynd af skáldinu er framan við bókina og sýnishorn af eigin skrift hans. Verðið hér er $8, þar í talið póstgjald til kaupenda. Þessi bók er hin dýr- mætasta vinargjöf sem kosin verður fyrir þetta verð. Friðþjófssaga. Þetta er hin snildarlega þýðing séra Matthí- asar af hinni frægu ljóðsögu Esiasar Tegnérs um Friðþjóf hinn frækna. Munu fá eða eng- in útlend ljóð hafa verið jafn- mikið sungin á íslenzku. Þau “læstu sig inn í líf og sál” fólks- ins “sem ljósið í gegnum myrk- ur”. Framan * við bókina er stutt æfiágrip skáldsins Tegnérs og á eftir ljóðsögunni er hið meistaralega “Ávarp” séra M. til íslendinga, sem fylgdi fyrstu útgáfunni. Magnús Matthíasson hefir gefið bókina út, sér til sóma, því að hún er prýðileg að öllu leyti, — 220 bls. í ágætasta alskinni og fagurlega gylt. Fjöldi af teiknuðum myndum, eftir svenskan ljstamann, prýða bók- ina afar mikið. Verðið hér er $4.25, póstgjald meðtalið. ' Morgunn. útgefendur þessa tímarits hafa nú beðið mig að selja það hér vestra. Kemur Morgunn út tvö hefti á ári, alls um 250 bls. Verðið hér er $3. Einar H. Kvaran er ritstjóri Morguns, og þó að hann hefði ekkert annað skrifað, þá myndi það eitt halda uppi minnjing hans um langan aldur. Fyrra heftið þetta ár er nú komið til mín, en síðara heftið kemur um eða fyrir áramót. MAGNUS PETERSON 313 Horace St. Norwood, Man. JÓNS BJARNASONAR SKÓLI Ekki hræddur við lögregluna Klukkan tvö að næturlagi kemur piltur á reiðhjóli ofdn Hverfisgötu og ingólfsstrætis með ljóslausa luktina. Á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis stendur lögregluþjónn og kallar skipandi: —Kveiktu á luktinni, dreng- ur. — Vertu ekki svona myrk- fælinn, væni minn, sagði snáð- inn.—Alþbl. Hið 25. starfsár skólans er nú í aðsígi. Síðastliðið ár var farsælt: nemendur 77, fjárhagur eftir vonum, og árangur í heild sæmi- legur. Tvö bréf eru birt hér sem sýna hvernig þeir líta á skólann sem hafa reynt hann. Hið fyrra frá móður námsmeyjar í 12. bekk, en hitt er frá annari námsmey í sama bekk. “B” Cambridge Apts., Winnipeg, May 27-37 Dear Mr. Marteinsson, The enclosed $5.00 completes the instalments towards Mo- rag’s fees, and I regert delay. Your school has been a very pleasant home for Morag, and she ha^ enjoyed all its associa- tionö immensely. Please accept for yourself and convey to your staff my best thanks and deep appreciation of all kindnesses and efforts on be- half of my daughter. With kindest regards, Sincerely yours, Mary A. Little Ridgeville, Man., July 26, 1937 Dear Mr. Marteinson: It gives me great pleasure to be able to inform you that I have succefully passed my Grade XII. examinations. You can per- haps imagine my happiness when I received my certificate, for I must confess that I was doubtful about some of the exams. However, now all my worries and fears are over. I want to thank you very much, Mr. Marteinsson, for your invaluable help and the kind consideration and guidance which you have given me dur- ing the past year. I also wish to thank the rest of the staff. Truly I am unable to express in words the happiness that I ex- perienced during the past year while at your academy. Whén- THOR GOLD Mining Syndicate NAMTJRNAR ERU 20 MIUUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — I.AKE OF THE WOODS‘ FélagiO hefir umráð á 400 ekrum i námulandi við Andrew Bay, Uake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp í $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 í tonnlnu. KAUPIÐ NtJ— A $10 HVERT UNIT (300—500 hlutlr f Unlt) Thor Gold Mlnlng Syndicate Head Office: 505 Union Trust Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKtrLJ BENJAMTNSON Whittier St., St. Charles, Man. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrhtar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. ever the opportunity occurs when I can be of service to you by recommending your school I will certainly do so, but I am afraid that such a small service will not be sufficient to reþay you for all you have done. My parents, too, wish to thank you and join with me in their grati- tude. Thanking you again, I remain, Your grateful pupil, Ruth I. Jack Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustof a: 518 Dominion St. Phone 36 312 J0N BJARNASON ACADAMY 652 HOME ST. TALSÍMI 31 208 Fjórir bekkir: 9—12 Fjórir íslenzkir kennarar Tækifæri til að nema íslenzku. Tuttugasta og fimta starfsár skólans, með skrásetning nemenda fimtudaginn 16. sept. Gerið þetta ár hátíðlegt með mikilli aðsókn íslenzkra nemenda. R. MARTEINSSON, skólastjóri 493 Lipton St. Talsími 33 293

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.