Heimskringla - 15.09.1937, Qupperneq 1
THE PAR-T-DRINK
Good Anytlme
In the 2-Glass Bottle ^ ®
Ll. ÁRGANGUR
WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 15. SEPT. 1937
NÚMER 50.
HELZTU FRETTIR
Nyon-fundurinn
Á fundinum sem haldinn var í
Nyon í Sviss s. 1. viku til þess að
ráða fram úr málunum um ó-
skundann á Miðjarðarhafinu,
var samhykt að allar þjóðirnar,
sem þarna eiga hlut að máli,
skiftu með sér verkum og annist
um að ferðir um hafið séu örugg-
ar, og að skip séu óáreitt látin
af neðansjávarbátum. — Var
hverri þjóða úthlutað nokkurt
svæði að líta eftir. En nú voru
ítalir ekki á fundinum. Eigi að
síður hefir Bretinn hugsað þeim
fyrir horni af Miðjarðarhafinu
til eftirlits. En nú hefir Mus-
solini fundið sig móðgaðan með
því hve lítið svæði honum sé ætl-
að og krefst að vera í þessu efni
ekki settur skör lækra en Bret-
land eða Frakkland. Hvernig um
það fer, er nú eftir að vita.
Mussolini hefir kjark í sér til
að bera sig eftir hlutunum. Þar
sem hann var ekki á Nyon-fund-
inum, virtist sem hann kærði
sig ekki stórt um að ferðalög um
Miðjarðarhafið yrðu gerð örugg.
Og því skyldi hann kæra sig um
að hans eigin neðansjávarbátar
væru teknir eða þeim sökt ? Það
eru þeir sem óskundanum olla.
En svona hrætt eða kurteist er
Bretland við Mussolini, að það
býður honum að taka þátt í
verndinni á hafinu, til þess að
koma í veg fyrir að á Mussolini
sc litið sem ófyrirleitinn sjóræn-
ingja og engum detti í hug, að
kenna honum um ástandið á Mið-
jarðarhafinu. Þetta ber nú að
virða, en það versta er að Mus-
solini sjálfur gerir það ekki og
heimtar nú að ganga framarlega
í flokki að því, að taka eða
sökkva sínum eigin neðansjávar-
bátum!
Hvernig um þetta mál fer, er
óvíst. Af níu þjóðunum sem
skrifuðu undir Nyon-samning-
inn, er það víst, að Rússar verða
fyrir það fyrsta á móti því, að
taka Mussolini frekar til greina.
En þjóðirnar eru þessar, er undir
samninginn skrifuðu: Bretland,
Frakkar, Tyrkland, Egyptaland,
Rúmanía, Júgóslavía, Búlgaría,
Grikkland og Sovét Rússland.
Þessi þjóðlönd ásamt ítalíu
hg'g'ja að Miðjarðar eða Svarta
hafinu, en aðrar þjóðir voru ekki
til Nyon-fundarins boðnar.
Bretar hafa nú um 90 herskip
á Miðjarðarhafinu, bættu fjöru-
tíu við töluna sem áður var að
Nyon-fundinum loknum. Frakk-
ar sendu þegar um 40 herskip
þangað einnig. Er ekki ólíklegt,
að Mussolini fari nú varlegar en
hann hefir áður gert, fari hann
á annað borð á stúfana.
Bretar hafa þegar náð í neð-
ansjávarbát, er var við ódæðis-
verk sitt að sökkva skipum á Mið
jarðarhafinu, en nafni og eig-
enda skipsins er haldið leyndu.
Nægilegt fé til húsa-
bygginga í Winnipeg
Um miðja s. 1. viku tilkynti
Mr. Warriner borgarstjóri í
Winnipeg, að nægilegt fé væri
fengið til þess að byggja nokkur
hús í bænum með ákveðnum og
aðgengilegum skilmálum fyrir
þá sem kaupa vildu.
Húsin sem ráðgert er að reisa,
eru lítil, kosta um $3,500. Af-
borganir eru $400 í peningum um
leið og kaup eru gerð og $30 á
mánuði eftir það.
f þessari $30 mánaðar
greiðslu, er skattur innifalin. —
Lánið er veitt kaupenda til 20
ára.
Alt kostar þá húsið um $7,600
sem ekki er sem verst, þegar
þess er gætt, að í þessu verði er
falinn 20 ára skattur á eigninni.
Borgarstjóra er þakkað að
hafa fengið peningastofnanir til
að lána féð. Með húsasmíðinni
mun bærinn hafa umsjón.
Þetta er nú gott og blessað, ef
sá væri ekki galli á að komið er
undir vetur nætur og húsasmíði
er ekki hagkvæm talin hér að
vetrinum; hefir aldrei verið það.
Það líkist því að reyna að grípa
tækifærið þegar það er úr greip-
um gengið, að byrja húsasmíð-
ar nú.
Hugmyndin reis of seint upp
af koddanum. Það hefir tekið
hana nærri ár að fæðast. Og
þá er komið að kosningum og
hver hinn nýji herra verður, eða
hvort að henni verður nokkur
gaumur gefinn af nýju ráði, er
alt saman á huldu.
Shanghai í höndum Japana
Fréttir frá Kína í morgun eru
á þá leið að mestur hluti borgar-
innar Shanghai sé kominn í
hendur Japana. Kínverski her-
inn varð að hörfa til baka úr
fremstu skotgröfunum og búast
til varnar lengra frá ströndinni.
Það gefur Japan umráð megin-
hluta borgarinnar.
Alþjóðahverfi& er alt í hönd-
um Japana. Þó slæmt þyki, er
það nú ef til vill öruggara en
áður. Skemdir á byggingum í
Shanghai kváðu nema tugum
miljóna, eftir skothríðina. f
brezka hluta borgarinnar kvað
mikil eyðilegging hafa orðið.
Uppskera 160 miljón mælar
Hveiti-uppskera
þremur
Á norðvestur vígstöðvunum
gengur Franco ekki eins vel að
taka Gijon og hann bjóst við.
Mótstaða stjórnarinnar er þar
meiri en hann átti von á; veður
hafa einnig verið þar óhagstæð.
íslendingar heiðra
próf..W. Kirkconnell
Skeyti hefir borist hingað
vestur um það, að Bókmentafé-
lag íslands hafi gert prófessor
Watson Kirkconnell að heiðurs-
félaga sínum. Þetta er einn sá
mesti bókmentaheiður, • sem
þjóðin á að bjóða. Heiðurinn er
honum veittur fyrir það sem
hann hefir skrifað í þágu ís-
lenzkra bókmenta.
Eins og kunnugt er, hefir próf.
W. Kirkconnell lagt sig mjög eft-
ir bókmentum útlendra þjóða
hér. Auk íslenzkra bókmenta
hefir hann gefið sig við að bera
saman bókmentir ýmsra þjóða
og skrifað verk um það, sem
viðurkenningu hafa hlotið af
svipuðum lærdóms og bókmenta-
stofnunum og Bókmentafélagi
íslands í Frakklandi, Englandi,
Bandaríkjunum, Póllandi og
Ungverjalandi.
Vestur-fslendingar fagna
heiðrinum og viðurkenningunni
sem próf Watson Kirkconnell
hefir nú hlotið. Starf hans í
þágu íslenzkra bókmenta, hafa
þeir fyrir löngu viðurkent með
því að gera hann að heiðursfé-
laga í Þjóðræknisfélaginu.
Roosevelt bannar
vopnaútflutning
Síðast liðinn þriðjudag lagði
Roosevelt forseti bann við því,
að nokkur skip stjórnarinnar
flyttu vopn eða skotfæri til Kína
og Japan.
Einstaklingar sem verzlun
þessa reka, gera það því hér eft-
ir á eigin spýtur.
Það var á fundi með blaða-
mönnum, sem Roosevelt forseti
DR. RÖGNV. PÉTURSSON
sextugur í dag
Gestur góðra dísa!
Gestur sextíu ára!
Gestur augans glöggva!
Gestur Haga frá:
Hér er vorbjört veröld
vöku drauma þinna.
Megi ósk þín eignast
opna himna að sjá.
Megi ár þín eignast
endurborið þjóðlíf,
þar sem íslenzk ástúð
æðstu fer með völd,
sveipað bræðra böndum
beggja megin hafsins.
Alls þíns starfs það yrði
æfi beztu gjöld.
Sittu heill að sumbli
sólarguðsins dýra
úti í Vestur-veröld,
vörður frónskri hjörð.
Þig í aldar þriðung
þekti eg einna fremstan
þeirra, er fsland yngja
upp í nýrri jörð.
Enginn hlýrra hefir
Hinztu kveðjur stílað
vildar-vinum gengnum —
vegfarenda hóp.
Fáir ætt og óðal
æsku betur munað
þeirra, er fsland ekki
æfi heima skóp.
vestur-fylkjum Canada, er sögð' hefir reglulega, að hann greindi
vera 160,329,000 mælar.
Skerfur Manitoba af því er
53,123,000 mælar. f 2,872,000
ekrur var sáð, svo uppskeran er
að jafnaði 18)4 mælir af ekru.
f Saskatchewan er nú uppsker-
an aðeins 34,733,000 mælar. —
Ekrufjöldinn sem sáð var í var
13,893,000. Meðaltalið af ekrunni
verður því 2mælir.
Hlutur Alberta-fylkis er 72,-
465,000 mælar. Þar var sáð í
7,834,000 ekrur, sem gerir að
jafnaði 9% mælir af ekru.
Uppskeran er ein sú minsta er
sögur fara af. Stafar það auð-
vitað af því að hún má heita að
hafi eyðilagst í Saskatchewan-
fylki. í Manitoba er hún með
betra móti í ein 16 ár, segir í
skýrslunni í Free Press. f Al-
berta mun ekki meðal uppskera.
Við þetta bætist, að hveitið er
flokkað lágt. Um númer eitt er
varla að tala Ryði og óhag
stæðri þreskingartíð, kenna
kaupahéðnarnir um. Þó verð á
hveiti sé sæmilegt, er því ekki
sagt, að það eigi mikið skylt við
verðið til bóndans.
Bardagi um Zaragoza
Síðast liðinn mánudag voru
fréttirnar þær frá Spáni, að
stjórnarherinn byggist við að
gera harða árás -á uppreistar-
menn um Zaragoza, á Aragon-
vígstöðvunum. Borg þessi er
sögð mikilsverð frá hernaðar-
Ber þér vestan blærinn
bjartar ára minjar,
hjartans heilla kveðjur,
- - horfnra vina arf. —
íslands mæti mögur,
morgunlandið brosir
enn við tugum ára
íslenzks ræktar starfs.
Þ. Þ
Þ.
“NORÐUR-REYKIR”
Ljóðmæli
eftir Pál S. Pálsson
frá þessu.
Ekkert var látið í ljós um það,
hvort að bann þetta snerti skip-
ið “Wichita”, sem lagði af stað í
ágúst með 19 flugskip til Kína.
Skipið er eign stjórnarinnar, en
er starfrækt sem flutningaskip
af einstaklingi
Bæjarfréttir
John Queen var valinn af
hálfu verkamannaflokksins í
Winnipeg s. 1. föstudagskvöld til
þess að sækja um borgarstjóra-
stöðu í komandi kosningum.
Máttleysi
Á sýki þeirri, sem kemur fram
í máttleysi í börnum, fór að bera
snemma á þessu sumri í Mani-
toba-fylki. Byrjaði það úti í
sveit. Síðan hafa jafnt og þétt
borist fréttir af að veikin sé að
stinga sér niður. f Winnipeg
fréttist um 6 sjúkdómstilfelli s.
1. mánudag, en 22 börn höfðu hér
áður sýkst. Dáið hafa ekki nema
þrjú börn í þessum bæ, en það
má mikið telja með þeirri miklu
varúð og skjótu læknishjálp, sem
hér er kostur á. Er sýkin nærri
orðin eins slæm nú og síðast lið-
ið ár, en þá varð hún hér út-
beirddari en nokkurn rak minni
til áður. Nú hafa um 135 sýkst
í öllu fylkiiiu, en s. I. ár sýktust
167 börn áður en veikinni rénaði
með kulda 0g vetri.
Eins hættuleg og veikin var s.
Langt ér síðan Páll S. Pálsson
varð alþektur sefn ljóðskáld með-
al Vestur-íslendinga; það eru
víst meira en þrjátíu ár síðan
kvæði fóru fyrst að birtast eftir
hann í blöðunum. Og ennþá
lengra er síðan hann byrjaði að
yrkja, því að ártalið við elsta
kvæðið í bókinni er 1897, og hef-
ir hann þá verið kornungur. En
þó Páll sé búinn að yrkja lengi
og margt hafi birst á prenti eftir
hann, þá má óhætt segja, að
hingað til hefir hann ekki verið
talinn með helztu skáldum Vest-
ur-íslendinga. Eg held jafnvel
að sumir haldi, að hann sé mjög
lítið skáld, að minsta kosti hefi
eg heyrt einn mann, sem fékk
ljóðabók hans í jólagjöf segja, að
öllu aumari Ijóðabók hafi hann
aldrei lesið. Og aðrir eru þeir,
sem halda að hann geti ekkert
orkt vel nema gamankvæði, af
því hann hefir orkt nokkur af
þeim,' og þau bráðfyndin og
skemtileg. Já, svona eru nú
dómar „okkar 0g álit um Ijóða-
smíðina.
Eg skil reyndar ekkert í því
hvers vegna hver maður, sem
hefir einhvern snefil af viti á
Ijóðum, telur ekki Pál með betri
íslenzkum skáldum, ekki aðeins
hér, heldur yfirleitt. Hann er að
vísu ekki altaf að yrkja, og tæki-
færisljóð eru fá. En það virð-
þegar eitthvða að ráði liggur
eftir manninn. Bæði það, að Páll
hefir ekki orkt mjög mikið, eð^
réttara sagt, að ekki hefir birst
mjög mikið eftir hann á prenti,
og eins hitt, að hann er eitt hið
látlausasta og náttúrlegasta
skáld, sem við eigum, veldur því,
að hann hefir hingað tiV ekki
notið þess álits, sem hann verð-
skuldar, og ekki neitt nálægt
því.
Það er gott að Páll réðist í það
að gefa út þessa ljóðabók sína,
þó líklega fái hann útgáfukostn-
aðinn aldrei endurgoldinn. Mér
er sagt, að sumir hafi ekki viljað
kaupa hana, þegar þeir sáu, að
það voru engin grínkvæði í
henni. Þarna hafa þeir sem unna
fallegum ljóðum úrval úr skáld-
skap hans, og geta litið í bókina,
þegar þá langar til . Kvæðabæk-
ur eiga ekki að lesast í einum
rykk og vera svo lagðar upp á
hillu og aldrei opnaðar framar;
þær eiga að lesast aftur og aftur,
eitt og eitt kvæði í einu. Aðeins
á þann hátt hafa menn full not
af þeim.
Ekki eru öll kvæðin í þessari
bók jafn góð, sem heldur er ekki
við að búast. Nokkur þeirra eru
frá æskuárum höfundarins, og
þó þau séu lagleg eru þau frem-
ur veigalítil. En um kvæðin frá
síðari árum er alt öðru máli að
gegna; í þeim eru tökin á efninu
föst og viss, málið fágað og mjög
vel frá öllu gengið. Er auðséð
að skáldið hefir verið vandlátt
með að láta það eitt eftir sig
sjást, sem frá listarinnar sjónar-
miði væri boðlegt hvar sem er.
Um efni kvæðanna má segja,
að það sé að vísu ekki mjög fjöl-
breytt, en samt séu blæbrigðin
mörg og fögur. Að lesa kvæðin
er ekki ólíkt því að horfa á skóg
að hausti til, þegar laufið er að
bregða lit. Grunntónninn í þeim
mörgum er einhver saknaðar-
blær, eins og hulinn harmur
gægist fram. Ef til vill finst
einhverjum að of oft sé slegið á
þennan streng. Kvæðið “Sum-
arlok” er gott sýnishorn. Fyrsta
og síðaseta erindið í því eru
svona:
Yrkisefnin eru oftast frum-
læg, það er tilfinningar skálds-
ins sjálfs og reynsla, sjaldan
hlutlæg. Þó er kvæðið “Fimm í
austur, fimm í Vestur”, sem
margir kannast við, af því tæi,
og er ágætt kvæði. Togstreit-
unni um smámuni er þar ágæt-
lega lýst, og samlíkingin gerir
hana ógleymanlega. Annars eru
svo að segja engin ádeilukvæði í
bókinni og enginn stefnuskáld-
skapur. Líklega á höfundurinn
eitthvað af því í fórum sínum,
en hefir sjálfsagt ekki þótt tími
Frh. frá 5. bls.
SIGFÚS JÓELSSON
f gær var sléttan græn.
f gær var sólin hlý.
í dag er grasið grátt
og grimm í lofti ský.
f gær bjó gleði í sál.
f gær var alt svo bjart.
f dag er hrygð í hug.
í hjarta myrkur svart.
Af þessum sama toga eru
spunnar hinar fallegu og við
kvæmu endurminningar frá
æskuárunum, sem koma svo víða
í ljós, Má í því sambandi nefna
kvæðin “íslenzki smaladrengur-
inn” og “Vorvísur til íslands”. f
síðara kvæðinu er þetta erindi:
Arfi íslands hljóður
Andans Berurjóður
þráir látlaust ár og öld.
Kýs þar helzt að heyja
hinstu þraut—og deyja—
þegar loksins kemur kvöld.
En sundum er líka hreinn
gleði- og fagnaðar-blær í kvæð-
unum eins og í þessum línum:
ist vera helzti vegur til frama
fyrir íslenzk skáld, að yrkja án Hver sólgeisli verður að söng í
legu sjónarmiði. Franco hefir 1. ár er hún nú ekki talin, enda
þegar tapað þar miklu liði; síð- hefir varnarlyf mikið verið not-
ast liðna viku særðust eða dóu að gegn henni, með góðum á-
10,000 og 3,000 voru herteknir af rangri hafi sýkin ekki verið orð-
hans mönnum. in slæm, þegar íspíta var gerð.
afláts og helzt við öll möguleg
tækifæri. Fólk er hrifið af stór-
framleiðslu (mass production) í
ljóðagerð, einkum ef mest af því
er annaðhvort erfiljóð eða grín-
vísur. Það er þó alténd munur
dag,
því sumarið færir mér nýjan
brag,
og andvarinn syngur sitt ljúfl-
ings lag
um ljósið og daginn.
Hann var fæddur 31. október
1868 að Sauðakoti á Upsaströnd
Eyjafirði.
Foreldrar hans voru þau: Jóel
Jónasson og Dórótea Loftsdóttir.
Vfóðir Sigfúsar var ættuð frá
íólum í Hjaltadal, en hann var
sjötti maður frá Finni biskupi
Jónssyni í Skálholti.
Til Vesturheims fluttist hann
árið 1888, staðnæmdist í Winni-
peg og átti þar heima til dauða-
dags.
Sigfús var vel gefinn maður,
glaðvær í félagsskap og léttur í
lund. Hann var fslendingur í
húð og hár, og þrátt fyrir það að
hann var skapstiltur með afbrigð
um stóðst hann það ekki að
heyra íslandi hallmælt eða lítið
gert úr íslendingum.
Sigfús vann alla æfi að tré-
smíðum; hafði hann lært þá iðn
heima og var ágætis smiður.
Fyrir rúmum þrjátíu árum
kyntist hann önnu dóttur þeirra
Eiríks Bjarnasonar bónda í
Churchbridge, Sask., og konu
hans Oddnýjar ljósmóður Mag-
núsdóttur. Höfðu þau flutt
hingað vestur frá Seyðisfirði. Er
Anna hin mesta myndarkona,
hagsýn og dugleg, enda fann
Sigfús það glögt og mintist þess
oft.
Þau hjón eignuðust fimm börn
sem öll eru á lífi. Þau eru þessi:
1. Eiríkur, stundar lífsá-
byrgðarstörf hér í Winnipeg.
2. Dorothy, gift Gísla Eyj-
ólfssyni í Churchbridge.
3. Oddný, gift hérlendum
manni, er Root heitir í Edmon-
ton, Alta.
4. Magnús, 17 ára í heima-
húsum.
5. Vemon, 14 ára, einnig
heima.
Eg gat þess að Sigfús sál.
hefði verið íslenzkur í lund; lýsti
það sér við mörg tækifæri, t. d.
Jmætti geta þess að við vinnu
sína raulaði hann oftast fyrir
munni sér íslenzkar vísur og
erindi.
Sigfús var fríður maður sýn-
um og glæsimenni á yngri árum.
Hann dó 2. ágúst síðastliðinn
og fór jarðarförin fram frá Sam-
bandskirkjunni.
S. J. J.