Heimskringla - 15.09.1937, Page 4

Heimskringla - 15.09.1937, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. SEPT. 1937 Hjciwslmttgléi (StofnxUS 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta brél blaðinu aðlútandl sendlst: K.-naper THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrijt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls published and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 15. SEPT. 1937 ALBERTA-MÁLIN íslendingar munu eins og aðrir þegnar þessa lands gefa því auga, sem er að ger- ast í Alberta, enda sætir það meiri tíð- indum en nokkuð annað í opinberu starfi þjóðfélagsins. Alberta-búar hafa greitt því atkvæði sitt, að breyta um fyrirkomulag í peninga- eða fjármálum. í þeirra augum er núver- andi fjármálafyrirkomulag þrándur í götu framfara; það gerir bæði framfara-þrá og möguleikum einstaklingsins ójafnt undir höfði svo þeir fá ekki notið síns sjálfs; það er í annan máta ósanngjarnt, er litið er á auðuppsprettur þessa lands, sem öll- um kemur saman um að séu yfrið nægar, svo að jafnvel hinum vesælasta sé ekki bægt frá að bjarga sér og sitja við borð allsnægta. Að fara af stað og breyta fjár- málafyrirkomulaginu, skoða Alberta-búar sér því bæði heimilt frá sjónarmiði ein- staklingsfrelsis og án nokkurrar afskifta annara út í frá, og skylt með tilliti til bágs hags almennings. Sönnun þess hve alvarlegt þetta mál er, hver hafa skal ráðin í peningamálum og stjórna með því fjárlánum, sem allar at- hafnir og viðskifti þjóðfélagsins hvíla á, má ráða í af ræðu, sem Mr. Mackenzie King hélt í Saskatoon 21. sept. 1935 í kosn- ingunum; orð hans voru þessi: “Canada horfist nú í augu við ægilegt stríð milli peningavaldsins og al- þýðu, stríð, sem háð verður á komandi þingi. Eg mælist til þess, að þér veitið liberal-flokknum svo óskift fylgi að hann verði í miklum meiri hluta til þess að eg fái komið stefnu minni fram um að al- menningur hafi ráðin í peningamálum. Þar til að peningaráðin eru komin í hendur stjórnarinnar og fólksins, er alt fjas um vald þingsins og lýðræði, harla lítilsvert.” Hér er nú eins Ijóst og ákveðið að orði komist um það, og hægt er, af æðsta full- trúa og valdsmanni þessarar þjóðar, Mr. Mackenzie King, að landsstjórnin hafi ekki ráð eða stjórn peningamála landsins, og var þó stjórnarskrá landsins samin, er þessi staðhæfing var gerð. King var kosinn af þjóð þessa lands og veittist' með því full heimild til þess, að koma bátnum á réttan kjöl og fá almenn- ingi í hendur þau réttindi sín aftur, að hafa umráð peningamála sinna með hönd- um! SVARAR STRIÐ VIÐ JAPAN KOSTNAÐI? Eftir Robert B. Pettengill, prófessor við ríkisháskólann í Suður- Californíu. Með hverjum nýjum landvinningi Jap- ana í Austurálfunni á fætur öðrum á kostn- að Kína, halda margir velmetnir Banda- ríkjaborgarar því fram, að stríð verði inn- an skamms óumflýjanlegt milli “Sólar- uppkomu landsins” og Bandaríkjanna. Oss er sagt, að eignir Bandaríkjanna séu sv^ miklar austur þar, að þær verði að vernda, annars sé öryggi voru feykt út í veður og vind. Sumir ganga svo langt að segja, að þegar Japan hafi tekið Kína, sæki það Bendaríkin heim. Eins afleit og hugmynd þessi kann að vera í augum uppplýstra, munu eigi að síð- ur margir trúa henni vegna þess, að henni er ekki mótmælt eins og vera ætti. Japan er frá viðskiftalegu sjónarmiði, helmingi meira virði til Bandaríkjanna en Kína. Eignir Bandaríkjamanna nema að vísu meiru í Kína en í Japan, en þetta eru eignir olíufélaga. Standard Oil er þar efst á skrá. Ber oss að eyða tveimur döl- um til þess að halda í hvert dollars virði slíkra eigna? Vörukaup Kína af oss nema um 3% af öllum útflutningi þessa lands; það selur oss 31/2% af öllum innfluttum vörum. — Eignir Bandaríkjanna í Kína nema um 2% af öllum eignum þeirra í öðrum löndum. Virðist oss sem þessar eignir nemi ekki því, að með sanngirni sé hægt að segja, eins og gert er, að vér verðum að fara í stríð við Japani út af þeim, þó í brýnu slái milli þeirra og Kína. Um kostnað stríða virðist tilgangslaust að tala af nokkru viti. Hagfræðingar segja oss eigi að síður, að stríð í Kína muni kosta Bandaríkin svipað og síðasta Evrópustríð (1914—1918). Frá apríl-mánuði 1917 til nóvember- mánaðar 1918, kostaði stríðið Bandaríkin um 40 miljónir dollara á dag. Og þó eru lánin til samherjanna ekki talin í þessu, sem nú mega heita vonarpeningur orðið. Heldur er ekki í þessari fjárhæð innifalinn kostnaður við heimkomna óvinnufæra her- menn og skyldfólk látinna hermanna, sem Calvin Coolidge forseti spáði um að nema mundi þrisvar sinnum eins miklu og hinn beini herkostnaður, eða sem næst eitt hundrað biljón dollara alls að lokum. Þetta er það sem það kostaði Bandaríkin að vernda viðskifti sín og lánin til samherj- anna á stríðsárunum. Ef Bandaríkin taka nokkurn tíma þátt í stríði, sem heitið getur stórstríð, er óhætt að gera ráð fyrir að það kosti þau, meðan á því stendur, 50 miljón dollara á dag. T. d. mundi stríð nú í fjóra daga í Kína kosta eins mikið og svaraði verði útfluttrar vöru þangað á einu ári. Vikustríð mundi kosta meira en öll viðskiftin samanlögð við Kína nema. Og með kostnaðinum af fimm daga stríði í viðbót, mætti kaupa allar eignir Bandaríkjamanna í Kína. Til þess að borga eigendum bandarískra skipa fyrir að hafa sig burtu, myndi fé eins stríðsdags í viðbót hrökkva. Að tveim vikum liðnum frá því, að stríði yrði lýst yfir, og jafnvel þó ekki væri á hólminn komið, mundi stríð í Kína hafa kostað Bandaríkin meira en allar eignir einstakra Bandaríkjamana í Kína nema. Sem stendur munu eignir Banda- ríkjanna, í fyrirtækjum, viðskiftum og flutningstækjum alls ekki nema meiru en $500,000,000. Og enda þótt stríð yrði og aðrir kæmu til valda í Kína er ekki með því sagt, hverju yrði tapað og hverju ekki. En hvað sem því líður, er sannleikurinn þessi, að stjórn Bandaríkjanna getur greitt hverjum borgara sinna fyrir eignir hans í Kína, ef til kæmi, með því einu að hækka skatta sína um 15% á einu ári. Þannig virðist frá hvaða sjónarmiði sem á það er litið að stríð við Japan út af Kína svari ekki kostnaði. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að framleiða regn eftir vild. En þær hafa allar mislukkast. Helztu tilraunirn- ar hafa verið í því fólgnar, að skotið hefir verið af fallbyssum efni til að þétta og þyngja loftið; ennfremur hefir sprengi- kúlum verið skotið, sem sprungið hafa í loftinu. En árangur hefir enginn orðið af þessu. Á Frakklandi og ítalíu hafa þessar sömu tilraunir verið gerðar í gagnstæðum tilgangi, eða til þess að sundra haglskýjum og sporna við úrkomu, svo uppskera ekki eyðilegðist. En árangur af þessu varð enginn. Og skothríðin endalausa í stríðinu mikla, virtist ekki hafa nein áhrif á veðrið. LIFLÁTNIR 1 MISGRIPIJM Andrei Vishinsky, yfirlögreglustjóri í Rússlandi, heldur nú fram að margir “ku- lakkar” sem hafi verið teknir af lífi í drápshríðinni miklu fyrir 5 árum í Kákas- us-héruðunum, hafi ekki verið sekir um glæpinn sem þeim var kendur. Hann læt- ur Þess ennfremur getið, að óeðlilega grimm refsing hafi verið lögð við ýmsum smærri lagabrotum. Þegar þetta átti sér stað var Vishinsky sjálfur ekki kominn í stöðuna sem hann nú hefir. Hann kennir Trotzky-sinnum, sem þá hafi verið í svo mörgum stjórnarstöðum um þetta og sem hafi haft það fyrir augum, að fækka sem mest þeim sem Stalin fylgdu ___________ og grafa með því jarðveginn undan fót- um hans. — Þetta á sjáanlega að af- saka líflátin nú, sýna að þau séu óumflýj- anleg afleiðing af uppreistarandanum, sem búið var að vekja upp á Rússlandi og niður verði að kveða með góðu eða illu. Að fimm árum liðnum, er eflaust auð- veldara að líta á hlutina með meiri ró og stillingu, en meðan þeir eru að gerast. En getur ekki verið, að yfirvöldunum nú mis- sýnist rétt eins og þeim gerði fyrir fimm árum. Þáverandi yfirvöld Rússlands lutu Stalin, eins í Kákasushéruðunum sem ann- arstaðar. Þau héldu að þau væru að gera landhreinsun með ofsóknunum. Að þeim hafi þar yfirsézt er sízt að efa. En getur ekki skeð að dómurinn verði svipaður um ofsóknir Stalins nú að fimm árum liðnum og þessar, og að Vishinsky verði þá dæmd- ur, eins og hann dæmir nú aðra? KVENÞJóÐIN OG VÖLDIN (Þýtt úr World Review) Á tíð hinna frægu Tólemeus konunga í Egyptalandi, réðu konur í flestu meira en karlmenn. Eignir gengu í arf frá konu til konu, börn báru ættarnafn móðurinnar. Stjómmál voru í höndum kvenna og í trú- málum réðu þær miklu, þó ekki væru þær prestar. Kvenþjóðin hefir að líkindum aldrei haft eins mikil völd og ráð í nokkru þjóðfélagi og því, er vann og spann í Níl- árdalnum nálægt 5000 árum fyrir Krists- burð. Ætla sögufræðingar að hin mikla menning Egypta hafi og átt til þess rætur að rekja. En þó konur hefðu þarna mikil völd, hafa konur í Bandaríkjunum þau nú enn- þá meiri. Það þarf ekki lengi að grafast fyrir um það, til þess að komast að raun um að efnahagur kvenfólks er ávalt að batna, en karlmanna að versna, eða gerir ekki betur en að standa í stað. Satt er það að vísu, að börn bera nafn föðursins og faðirinn er höfuð fjölskyldunnar kallaður. En tölur sýna, að það eru konur, sem í þjóðlífinu ráða mestu í fjármálum og að örlög Bandaríkjanna eru efnalega í hönd- um kvenþjóðarinnar. Hvað af auði þjóðarinnar tilheyrir nú helzt konunni? Hvernig væri að byrja með að íhuga hve stór hlutur kvenþjóðarinnar er í sparisjóðsbönkum Bandaríkjanna? — Tala allra sem fé eiga í sparisjóðum, er um 14 miljónir og inneignin nemur 10 biljón dollurum. Eiga eingöngu konur 30% af þessum inneignum, en 40% eiga menn og konur til samans. Konur hafa því nokkuð að segja um 70% alls sparifjárs í bönkum. í reiðupeningum hafa konur þarna um 7 biljónir dollara. Ef þetta er borið saman við það sem konun áttu í bönkum fyrir 10, 20 eða 50 árum, verður óðar ljóst, að mikil breyting hefir orðið á þessu. Þá er konum að fjölga sem hluthöfum í félögum. Síðustu tölur, sem fáanlegar eru, sýna, að eignir kvenna í hlutum í banda- rískum félögum, nema 20 biljón dollurum. Við rannsókn á þessu í 40 stóriðnaðarhús- um kom í ljós, að 43% af hluthöfum voru konur og að eignir þeirra námu 25 til 3 prósent af hlutafénu. í sumum félögum, einkum American Telephone og Telegraph, áttu fleiri konur hluti en karlmenn. Vátrygigngar lenda miklu meira í hönd- um kvenfólks en karlmanna. Konur eru nefndar handhafar að fjórum fimtu hlut- um alls vátryggingarfjárs, er í Bandaríkj- unum nemur 100 biljón dollurum í alt. — Síðast liðið ár innheimtu mæður, konur og dætur dáinna manna um eina biljón dollara í lífsábyrgðarfé. Þessi fjárhæð fer ávalt vaxandi. Þegar miljónamæringar eru nefndir á nafn, detta oss oftast fyrst í hug karlmenn. Samkvæmt tekjuskattsskýrslum stjórnar- innar, eru þó í Bandaríkjunum til 3000 konur, sem eiga ríflega eina miljón dollara hver. Árið 1929 var 1 kona miljóna-eig- andi á móti hverjum 5 karlmönnum. 1937 var hlutfallið orðið 2 á móti 5; kven- miljónamæringum hafði fjölgað um 100% á kreppuárunum, en karlmanna-miljóna- mæringum ekki um einn einasta! Um 400 konur eiga yfir 3 miljónir hver. Þær eru ekki allar gamlar ekkjur heldur, né eru þær giftar mönnum af aðalsættum. Sumar eru piparmeyjar, aðrar giftar bandarískum mönnum úr sömu stétt og stöðu og þær sjálfar. Peningar þeirra verða kyrrir í Bandaríkjunum. Nærri 11 miljón kvenmenn sögðu þeim er manntalið tóku 1930, að þær hefðu at- vinnu með lífvænlegu kaupi. Tala þessara kvenna er einn fjórði af öllu vinnufæru fólki í Bandaríkjunum. 11/2 miljón af þeim voru kennarar, lögrfæðingar, læknar, o. s. frv., með sama kaupi og mönnum er greitt í þeim stöðum. Þessum 11 miljónum kvenna hafa verið goldin vinnulaun er nema um 7 biljón dollurum á ári. Með vinnulaunum þeirra á fjórum eða fimm árum værig hægt að greiða alla skuld Bandaríkjanna, svo hér er ekki um svo lítið fé að ræða. En hér er þó ekki nema hálf- sögð sagan. Kvenþjóðin á ráð á meiru fé en því er hún vinnur sjálf fyrir. Hún hefir að mestu einnig umráð þess fjár er karl- menn vinna fyrir. T. d. segja skýrslur að í matvöru sé keypt um 70 biljón dollara virði árlega í þessu landi (Bandaríkjunum). Um 80% af öllu því fé er með farið af kvenþjóðinni. Áhrif kvenþjóðarinnar eiga þó eflaust eftir að koma ljósar fram í þjóðlífinu en þau hafa ennþá gert. Þegar hún fer að hafa eins mikið handa á milli og karl- menn sem hún getur kallað sitt eigið, fer hún að líta eftir því, hvernig fé sitt verði sem bezt trygt. Má þá eiga von á að konur vcrði það praktískari að líta ekki á stríð sem gróðafyrirtæki ? Konur sem eru hluthafar í félögum hafa þeg- ar myndað félagsskap, sem að því vinnur, að gæta sem vand- legast að því sem gerist viðvíkj- andi fjármálum. Catherine Curtis er sú nefnd. er fyrir hreyfingu í þessa átt gengst. Segir hún óumflýjan- legt fyrir konur að mynda sam- tök til þess að vernda fyrirtæki sín og aflavon fyrir hundakúnst- um karlmanna í viðskiftum og lagasmíði. Af öllu þessu er auðséð, að konur eiga mikinn óbeinan þátt í athöfnum og stjórn þjóðfélags- ins. En verður þess langt að bíða, að þær taki beinan þátt eða verði einar um rekstur þess? “MIKILVÆG VIÐSKIFTI” f Bandaríkjunum hafa verka- mannafélög unnið mjög að því að koma í veg fyrir sölu á efni sem notað er til hernaðar, til Japans. Er nú þetta starf verkamanna- félaganna að breiðast út; þykir líklegt að það hefjist brátt í Can- ada. En samkvæmt því sem blaðið Montreal Gazette heldur fram, þykir því ólíklegt að Can- adastjórn verði við kröfum verkamanna um þetta, því það hnekki tilfinnanlega mikilvægum viðskiftum, sem Canada reki nú við Japan. Það er ekki verið að horfa í afleiðingarnar af þessum mikil- vægu viðskiftum fyrir Kínverja eða aðra. Þó að það feli í sér nokkurs konar réttlætingardóm um stigamensku Japana í Kína, gerir það ekkert til í augum stjórnar landsins, ef einstakir menn næla eitthvað á því. Þó Kínverjar séu slegnir niður sem gras ,þó unnið sé með þessari sölu beinlínis á móti hagsmunum brezka ríkisins, þó að því gæti komið, að nokkrir Bandaríkja- menn, Canada-menn og aðrir þegnar brezka ríkisins, verði skotspænir kúlnanna, sem Can- ada er að selja Japan efnið'í, ónáðar það ekki samvizku King- stjórnarinnar, eins lengi og fjörutíu miljón dollara viðskift- in fyrir fáeina vopnasala halda áfarm. Þetta eru viðskiftin, sem öll mein þessa lands eiga að lækna. ^ King-stjórnin getur glatt þjóð sína með því, að hafa átt sinn þátt í því, að yfirvinna Kínverja, ef stríðið heldur þar áfram, sem ekki er ástæða að efa þessa stundina að það geri. Og hún átti heiðurinn af því líka og auð- vitað þjóð þessa lands einnig, að Mussolini gat sýnt Blálend- ingum í tvo heimana. Þegar Þjóðabandalagið ætlaði að stemma stigu fyrir illverkum Mussolini í Blálandi með því að le8í?.]a bann við vopnasölu til ítalíu, reis King upp óður og uppvægur og kvað slíkt villi- mensku að hefta vopnasölu til Mussolini eða nokkurs annars. Þetta hefir nú King unnið þjóð þessa lands til heiðurs! Blöð sambandsstjórnarinnar hafa krafist þess spert og ein- arðlega undanfama daga, að Aberhart léti ganga sem fyrst til kosninga vegna þess að hann væri að syndga gegn vilja kjós- enda. Vér erum hræddir um að King sé greinilegar að brjóta gegn þjóðarviljanum í ofan- greindum málum, en Aberhart hefir en gert með sínu starfi. SÉRA RÖGNVALDUR PÉTURSSON, dr. phil. SEXTUGUR Það orkar naumast tvímælis, að um langan tíma hafi enginn maður, er býr og starfar í félags- lífi íslendinga í Vesturheimi, haft slíka foringja-aðstöðu eins og dr. Rögnvaldur Pétursson, sem nú á sextugsafmæli í dag. Stephan G. Stephansson er mesti andans maður, sem meðal þeirra hefir dvalið, en hann bjó í tiltölulega afskektri bygð og hafði eigi nema óbein áhrif á al- menn mál íslendinga; Vilhjálm- ur Stefánsson er best þektur allra manna af íslenzku kyni fyrir afrek sín, en hann hefir ekki látið íslenzk félagsmál veru- lega til sín taka; en starf Rögn- valds Péturssonar hefir verið með þeim hætti, að um engan annan hefir eins mikið munað við hverskonar tilraunir til þess að auka veg íslenzkra manna í Vesturheimi og efla félagslíf þeirra. Dr. Rögnvaldur fór barn að aldri að heiman úr Skagafirði og ólst upp í bygðum íslendinga í Norður-Dakota í Bandaríkjun- um. Hann braut sér leið til náms og nam guðfræði í skóla Unitara kirkjudeildarinnar í Meadville og við Harvard-há- skólann. Annar meginþáttur æfi- starfs hans hefir því mjög verið tengdur kirkjumálum. Það mætti virðast einkenni- legt, hve margir fslendingar í Vesturheimi hafa fengið áhuga fyrir ákoðunum Unitara, einkum er þess er gætt, að kirkjudeildin er tiltölulega mjög lítil. Kirkju- deildin telur eigi fleiri félaga en samsvari mannfjöldanum á fs- landi. Og það er ekki stór hópur í mergðinni, er byggir Norður- Ameríku. En Unitörum er varn- að þess að verða margir, því að það er eðli þeirra að vera ávalt brautryðjendur. Þeir eru ávalt yst og fremst í vinstri fylkingar- armi kirkjunnar, og þeir bera svo litla virðingu fyrir erfikenn- ingum, að þeir telja þær hiklaust eiga að víkja, er þekking og glögg athgun bendi í aðrar áttir. Furðulega mikill fjöldi af mestu andans mönnum Bandaríkjanna hafa unnið upp í þessari kirkju- deild og aðalsmerki hennar (í beztu merkingu þess orðs), eru svo ótvíræð, að hún hlýtur ávalt að verða fámenn. Það er því engu síður ótvírætt merki um andlegt fjör og táp í íslending- um, að þeir skuli hafa orðið svo tiltölulega margir heillaðir af þessari stefnu. Dr. Rögnvaldur hefir í þessum efnum haft for- ystuna í hálfan fjórða áratug. En þótt hugur dr. Rögnvalds hafi að sjálfsögðu mjög að því beinst að fylgjast með og boða þann humanistiska kristindóm, sem er svo samgróinn lundarfari hans öllu, og þótt fullyrða megi, að þessar skoðanir hefðu naum- ast lengi getað haldið félagsleg- um búningi, ef hans hefði ekki notið við, þá hefir þó mjög veru- legur hluti af starfi hans orðið á öðrum sviðum. Frá barnæsku hefir sem sé hinn íslenzki þátt- ur verið svo sterkur í honum, að Rögnvaldur hefir lagt á sig ótrú- legt erfiði og stórkostlegar fjár- hagslegar byrðar til þess að hrinda hverju því máli áleiðis, er honum virtist miða að því að auka veg þess, er íslenzkt nafn hefir borið. Hann stofnaði Þjóðræknisfélag fslendinga í Vesturheimi, og var fyrsti for- seti þess, og ávalt hefir hann haft ritstjórn hins merka tíma- rits félagsins með höndum. Hann hefir því nær altaf verið í stjórn

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.