Heimskringla - 15.09.1937, Page 5

Heimskringla - 15.09.1937, Page 5
WINNIPEG, 15. SEPT. 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA félagsins og er nú forseti þess að nýju. Svo að segja hvert mál, er félagið hefir haft með höndum, hefir að langmestu leyti hvílt á honum. Hann var langsamlega atorkusamasti hvatamaður þess, að mörg hundruð Vestur-fslend- ingar skipulögðu för til íslands 1930 ,og þótt svo tækist til, að hópurinn klofnaði og aðilar gætu ekki átt samleið, þá má fullyrða að engin för hefði verið skipu- lögð ef dr. Rögnvalds hefði eigi notið við. Þá var það og verk þessa manns, fyrst og fremst, sem því olli, að Canada-stjórn stofnaði námssjóð þann, að upp- hæð yfir 100,000 krónur, sem þegar hefir borið mjög glæsileg- an árangur. Sæmd sú, sem fólst í gjöf Bandaríkjaþingsins í til- efni af Alþingishátíðinni, hefði einnig farist fyrir, ef kapp dr. Rögnvalds hefði ekki hleypt því fjöri í framkvæmdir allar í sam- bandi við heimfararmálið að segja má, að ekkert reyndist ó- kleift. Tiltölulega fáum mun um það kunnugt, hversu miklu fé dr. Rögnvaldur hefir valdið að hing- að yrði flutt heim. Fyrir hans atbeina hefir fé, er nemur nokkr- um tugum þúsunda, verið ráð- stafað til Háskóla fslands með erfðabréfum, og hefir hann ÞAÐ ER EKKI EIN EINASTA LEIÐIN- LEG STUND EF SIGLT ER MEÐ QsMaJtUut Qiáfrc SiaaiM&tápA Hvort sem þér hyggið á að ferðast allstur yfir Atlantz- haf eða vestur yfir Kyrra- haf, þá skrásetjið yður hjá Canadian Pacific skipiuium fínu, “Empress”, “Duchess” eða “Mont”. Þessi linuskip veita öll möguleg þægindi á ferðum yfir hafið. Kurteis- leg umgengni, ljúffengar máltíðir, við dekk að spá- séra um, hvilustofur, leik- ir á þilfari, dans, samkomur og margar fleiri skemtanir —aldrei daufleg stund. BEINT SAMBAND VIÐ ÍSLAND Agæt leið frá Canada til ís- lands, um Skotland, fæst með Canadian Pacific gufu- skipunum, með tíðum og þægilegum siglingum i hverri viku. Leitið frekari upplýsinga hjá agenti vorum eða W. C. Casey, Steamship General Passenger Agent, C. P. R. Building, Win- nipeg. Sími 92 456-7. stundum orðið að fara alla leið til fylkisþinga til þess að bjarga fénu úr höndum yfirvalda, er eitthvað hefir skort á um forms- hlið erfðaskránna. Um umstang það og erfiði, er þetta hefir haft í för með sér, geta þeir einir gert sér nokkra grein fyrir, er nokk- uð hafa með því fylgst. Þá má og á það minna, að Heimfarar- nefndin — undir forystu dr. Rögnvalds — gaf Háskóla ís- lands allan tekjuafgang sinn, um 15,000 kr. að mig minnir, og gaf landinu auk þess allskonar hús- búnað, er nam miklu fé. Óvíst er, hvort íslendingar þektu enn nema mjög lítið af ljóðum Stephans G. Stephans- sonar, ef dr. Rögnvalds hefði ekki notið við. Hann hefir per- sónulega lagt stórfé til útgáf- unnar og búið svo að segja alt undir prentun í samráði við skáldið, meðan það sjálft var j enn á lífi, og nú er hann einmitt að ganga frá handriti síðustu kvæðabókarinnar, og auk þess að annast útgáfu bréfa Stephans. Þetta merka skáld er ekki eini rithöfundurinn, sem lítt mundi þektur ef dr. Rögnvaldur hefði hvergi nærri komið. Dr. Rögn- valdur er tvímælalaust ráðsnjall- asti maður, sem eg hefi þekt, og leitar naumast nokkur maður svo til hans með vandamál sín, að ekki finni Rögnvaldur ein- hverja úrlausn. Enda grípur hann ekki ósjaldan til þess ráðs, sem óalgengast er, og það er að leggja byrðarnar á sitt eigið trausta bak. Dr. Rögnvaldur er óvenjulega vel að sér í íslenzkum fræðum og íslenkzt bókasafn hans mun vera með þeim fullkomnari, sem til eru í einstakra manna eign. En jafnframt hinum fomu fræð- um hverfur sjaldan úr hug hans margskonar viðfangsefni, sem fyrir honum vaka um menning- arleg og efnaleg viðskifti fslands við Vesturálfu heims. Hann er þeirrar trúar, að slík viðskifti gætu orðið til mikilla hagsbóta fyrir fsland og kæmi mér eigi á óvart, þótt hann verði næsta ára- tug æfi sinnar til þess að hrinda þessum hugmyndum sínum í framkvæmd, ef hann fyndi þann skilning og þá velvild hér á landi til þessara mála, sem þau eiga skilið. Dr. Rögnvaldur er í fremstu röð þeirra sona íslands sem langvistum hafa dvalið fjarri ættlandi sínu, en með inni- lega og heita ástríðu til þess að verða því að gagni. Ragnar E. Kvaran —Mbl. ‘NORÐUR-REYKIR’ Frh. frá 1. bls. til kominn að birta neitt af því að svo stöddu. Nokkur ástaljóð eru í bókinni, öll falleg, en þó ber kvæðið “Þú hefir sýnt mér sumar” af þeim öllum. Eg hygg að það sé varla of sagt, að það sé fegursta kvæði af sínu tæi, sem ort hefir verið á íslenzku hér vestan hafs. Eg set hér fyrsta erindið: Þú hefir sýnt mér sumar, sól og bjartar leiðir. Hjá þér urðu og eru allir dagar heiðir. Himins birtu bláa barstu í augum þínum. Ljós, sem æ mun lýsa leiðum yfir mínum. FJÆR OG NÆR fyrir, að hún ætlaði að gefa rík- inu allar eigur sínar. Um kvöld- Mrs. Halldóra ólafsson frá| |ð streymdu að svo margir gest Sinclair, Man., er stödd j ir, að oll umferð stöðvaðist og alt bænum. Hún kom til að sjá um j endaðl með slagsmalum, svo að jarðarför eigimnanns síns Gunn- laugs ólafssonar, er dó s. 1. mánudag á sjúkrahúsi í bænum. jj lögreglan varð að koma til skjal- anna. En Lundúnabúar skemtu sér vel yfir þessu aprílgabbi og töluðu ekki um annað í margar vikur á eftir.—Alþbl. Miss Björg Thorkelsson kenn- ari frá Stoney Hill dvelur um þessar mundir hjá systur sinni Mrs. O. Bíldfell hér í bænum. * * i> Ingvar bóndi Gíslason frá Reykjavík, Man., er staddur í bænum. * * * Nýlega fluttu Jón Oddstad og kona hans frá Gilbert Plains til I bæjarins. Mr. Oddstad kennir í I Victoria-Albert barna-skólanum. * * * Sum kvæðin mega kallast táknræn eða symbólisk, t. d.! . „T. . , í<r. -j- u' • „ “n V u-i • ,, M.A., 218 Sherburn St., Wmm- Beitarhusm , ‘ Gamli bikarinn ] ’ , . , ’ ■ , peg, kom heim s. 1. laugardag austur frá Toronto; hefir hún Ungfrú Svanhvít Jóhannesson 1 ÍSLENZKA BAKARtTÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakarfið i borginnd Islenzk bakning af allrl tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 og “f Surtshelli”. — “Það svipar hér inni til sálar í manni” og “Enginn vita æfi má fyr en öll er farin hjá”. Af tækifærisljóðum í bókinni munu eftirmælin eftir Jón skáld Runólfsson vera bezt. Annars eru tækifæriskvæðin fá, höfund- urinn hefir ekki vanið sig á að yrkja þau. Hvergi er eins hætt við að skáldum mistakist og við samningu tækifærisljóða, þó þau séu mörg góð hjá sumum. í stöku kvæðum bregður fyrir hinni alkunnu gletni höfundar- ins, eins og í kvæðinu “Við skál”:— Því áður er varir æsku slitnar flík, og ellin kemur, líkt og pólitík, með skrum og raup, og skorpna brá og kinn, 'og skalla og hærur, — allan djöfulinn.— Og um kjaftakindurnar er lannig komist að orði í kvæðinu Sjálfboðaliðið”:— Hver lygasaga er þeim æskulind og endurnýjun þeirra sálar- krafta, í henni sjá þær sína eigin mynd og sálarfæðu þeirra, er verða að kjafta. Það er djúp samúðarkend í kvæðunum og innileg tilfinning með þeim, sem líða, bæði mönn- um og skeppnum, og lýsir skáld- ið því fagurlega í þessum orð- um:— Hver fugl, sem er sneiddur fjöðrum, hann færir mér harm, sem eg með honum ber. Því alt sem er sársauki öðrum á eitthvert bergmál í hjarta mér. stundað framhaldsnám í Tor- onto-háskóla 11 undanfarna máunði í mannfélagsfræði. Hún hefir þegar fengið stöðu hér í bæ. * * * K0RNHLÖÐUR: Allur viður í réttum lengdum, raftar hefl- aðir og sniðnir saman sem flýtir verki. Upp- dráttur fylgir hverri pöntun sem sýnir hvernig bygt er. Skrifið eða símið eftir verði á þessum stærðum: 12’ x 14’ — 8’ 1,000 búsjel 12’ x 16’ — 8’ 1,200 búsjel Verðið er með allri jámvöru og nöglum. The Empire Sash & Door Co. Ltd. . Henry Ave. and Argyle St. WINNIPEG, Man. Sími 95 551 G. T. Stúkan Skuld heldur al- mennan skemtifund þriðjudag- inn þann 21. þ. m. og byrjar kl. 8.30 e. h. Aðal ræðumenn verða þeir Mr. G. Dann fyrverandi stórtemplar og Mr. Géorge Taylor, ungur ræðusnillingur. Einnig verður söngur og hljóðfærasláttur og dans á eftir. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Hagnefndin * * * Séra Kristinn K. Ólafsson flyt- ur erindi í kirkjunni að Lundar mánudaginn 20. sept. kl. 8 að kvöldinu, en að Oak Point þriðju- daginn 21 sept. kl. 8 e. h. Efnið á báðum stöðum verður “Sam- kepni og samvinna.” * * * Páll Reykdal fiskikaupmaður í Winnipeg lagði af stað í gær- morgun suður til New York í viðskiftaerindum. Hann bjóst við að verða í burtu viku tíma. HITT OG ÞETTA Stopford A. Brooke segir í i bókmentasögu sinni, Primer of! English Literature: “Everyone who can write a good book or a ■ good song may say to himself: ‘I belong to a noble company, which has been teaching and de- lighting the world for more than a thousand years’ ”, Eitthvað líkt því mættu íslenzk skáld segja. Þau heyra til “göfugri sveit”, sem hefir verið sómi þjóð. arinnar á liðnum öldum og er enn, þótt þar séu ekki allir jafn snjallir. En hlálegt er það tóm- læti, sem ekki íæst til að leitast við að skilja og meta það sem að þessir forverðir vorrar andlegu menningar leggja fram til að gera þjóðargarðinn frægan. Ef menn halda að vort íslenzka þjóðarbrot hér vestra öðlist meiri hróður fyrir eitthvað ann- að en andlega iðju, t. d. fyrir það að rækta hveiti eða draga fisk úr vötnum, jafn gagnleg störf og það eru, þá er það mis- skilningur. Okkar verður lengst minst vegna þess að við höfum átt skáld, ótrúlega marga, sem eiga heima í hinni “göfugu sveit”, sem skapar bókmentir þjóðanna. G. Á. Elsti blævængur, sem til er í heiminum, mun vera í forn- minjasafninu í Cairo. Hann er talinn 4500 ára gamall. — Menn þykjast vita með vissu, að fyrir 4000 árum hafi Kínverjar notað blævængi, sem búnir voru til úr fjöðrum (páfuglafjöðrum). * * * Frú Larsen (kemur inn til mannsins síns með miklum asa) : Ósköp og skelfing get eg verið undarleg í dag. Eg bara þekki ekki sjálfa mig, guð minn góð- ur! Larsen (með hægð): Það eru svei mér bærileg tíðindi! — Bara það haldist nú eitthvað heillin, min. -Vísir. * Árið 1889 var Lundúnaborg sett á annan endann með vel- hepnuðu aprílgabbi. Blaðamað- urinn Theodor Hook< var reiður við húsmóður sína, sem var harð- stjóri hinn mesti. Vikuna fyrir 1. aprpíl sat Hook og skrifaði boðsbréf til fjölda háttstandandi persóna. Einnig sendi hann út fjöldann allan af vörupöntunum. Klukkan 12 á hádegi þann 1. apríl komu margir vagnar heim að veitingahúsi frú Tottenham. Á vögnunum voru húsgögn, mat- vörur, álnavara, bækur o. fl. o. fl. Frú Tottenham reif í hárið á sér í örvæntingu og mennirnir skömmuðu hana fyrir, hve hægt gengi að losa vagnana. Um kvöldið komu svo gestirn- ir: Borgarstjórinn í London, að- albankastjóri Englandsbanka, biskupinn af Canterbury o. fl. — Og loks kom Neville gamli Chamberlain og þakkaði henni; i»** m 'mt I® 0RKUF0RÐINN MÁ EKKI DVÍNA Eitt af skyldum City Hydro er að sjá fyrir orkuforða í framtíðinni svo að engin þurð þurfi að verða á rafmagnsneyzlu í Winnipeg, þegar meira af henni verður krafist. Hin stöðugt vaxandi neyzla rafmagns hefir knúð City Hydro til að bæta þriðju túrbínunni og aflgjafa við plöntuna í Slave Falls, sem gerir örkumagnið alls 37,500 h.ö. Þessar örkueiningar ERU EKKI GERÐAR MEÐ MÍNÚTNA FYRIR- VARA. Það þarf margra mánaða undirbún- ing til að fullkomna þær. City Hydro hefir áformað að bæta fjórðu einingunni við á næsta ári af því, að eins og rafneyzlan eykst nú, geti svo farið annars, að skortur yrði á henni að ári. Þetta yrði óbætanlegt; þar sem City Hydro verður að sjá fyrir þörfinni, og því, að verð orku hækki ekki vegna skorts á henni, verður að halda áfram að færa út stakkinn. Winnipeg-búum hefir verið sparaður margur eyririnn síðan bær- inn byrjaði orkusölu. • • Oruggur staður að geyma peninga Peningar yðar eru tryggir á banka. Sparipeningar sem geymdir eru á Royal bankanum í Canada, eru trygðir með eignum er nema $800,000,000 og þér getið hvenær sem þörf gerist á dregið þá út. Sparisjóðs-inneign í Royal banka, er vernd og aðstoð í sjúkdóms-tilfell- um og atvinnuleysi. Opnið reikning í sparibanka í dag. ROYAL BANK O F CANADA Eignir yfir $800,000,000

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.