Heimskringla - 15.09.1937, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
MEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15. SEPT. 1937
Hún lagðist fram á borðið, skjálfandi, með
áköfum æðaslætti og æsingu í taugum, fanst sá
funandi koss mundi svíða varir hennar alla æfi.
Það var líkt og rafmagns straum hefði skyndi-
lega lagt inn í hennar instu veru og færi þjót-
andi þaðan um allar æðar, hún vissi ekki hvert
sterkast var: kvíði, skelfing eða taumlaus, vell-
andi, þjótandi þrá til lausnar. Hún tók hendi
fyrir andlitið og keptist til að ráða við þá ólg-
andi krafta sem böi*ðust innra með henni, bseði
sál og líkami voru í uppnámi, hún virtist eiga
við þann óvin að stríða sem bugaði hvorttveggja
næði yfirtökum altaf og alstaðar. Þannig hafði
hann kyst hana og á þeirri óumræðilegu stund
opnað augu hennar, skotið upp fyrir henni
furðulegum sannleika, sem hún gat ekki með
neinu móti vikið hjá: Ástríða var í þeim kossi,
ólm og illvíg ábrýði, líka reiði, ógurleg heiptúð,
sem helti sér út yfir hana, umkringdi hana eins
og bálandi baugur.
En ekki ást! í þeim kossi var ekki nokkur
elska, heldur svívirðing ástar, misþyrming ást-
ar sem særði hana hjartasári, svo hana langaði
til að fela sig, fara í felur þangað til kvölin væri
liðin hjá. Og samt — og samt — í þeirri sáru
angist vissi hún að henni var engin lausnar von
af því ráði, sem Guy hafði svo gálauslega
ymprað á. Að flýja frá honum var sama og
leita glötunar, — leita þeirrar ógæfu sem tæki
fyrir allar sæluvonir það sem eftir var æfinnar.
Ef hún flýði frá honum, yrði afleiðingin sú og
engin önnur, að hans vondi grunur snerist í full-
vissu, með afdrifum sem hún vildi ekki sjá.
Alt um það, einhver undanlausnar von hlaut
að vera til, og lausnar leitaði hún óð og örvingl-
uð, barðist til varnar því sem eki varð nafn
gefið og spratt upp innra með henni með taum-
lausu fjöri undir kossi hans, við brennandi
þrýsting vara hans, þeim undarlega, ótamda
f jörvaka sem hún orkaði ekki að binda né brjóta
á bak aftur, sem var ódæði að láta hann sjá,
ódáðaverk gagnvart hennar bljúgu sál — svo-
leiðis ódæði þóttist hún alls ekki geta afborið.
óróinn dvínaði smátt og smátt, en hún var
eftir sig, óstyrk og til einskis fær, það kom yfir
hana að biðja, en sú bæn sem steig upp frá
hennar skjálfandi hjarta, var rómlaus og orð-
laus, hún gat ekki fært sína sáru, knýjandi
þörf í orða búning, en öll tilvera hennar veinaði
ómálga á lausn, veinaði orðlaus á endurlausn,
svona var bænin.
Nú leið löng stund, húsið var hljótt og
mannlaust, hún var alein, heyrði vindinn þjóta
úti fyrir, sem minti hana á nokkuð sem flýr
undan einelti, heyrði sandinn gnauða á glugg-
unum, sem var ömurlegt að sjá og heyra, það
setti að henni hræðslu, þó hún væri ekki fælin
að upplagi. Hugboð sótti á hana, sem stundum
leitar á mann, jafnvel í skólskini, að eitthvað
væri í vændum, að nú væri hún að fara fyrir
hvassan bug á lífsbrautinni, og þaðan væri út-
sýnið alt annað en áður. Hún þorði ekki að
horfa fram. í fyrsta sinn á æfinni stóð henni
ógn af lífinu.
Loksins stóð hún upp frá borðinu og þá
heyrði hún að eitthvað datt á gólfið, Jú, lykill-
inn sem Burke hafði skilið eftir hjá henni. —
Hann gekk að málmskáp, sem stóð á gólfinu í
herbergi hans, en þar hafðist Guy nú við, sá
skápur var svo þungur, að Burke færði hann
sjaldan úr stað, og hún vissi að hann geymdi
þar peninga og skjöl, milli þess hann fór til
Brennerstadt, sem sjaldan bar við. Hún þreif-
aði eftir lyklinum og undraðist af hverju Burke
hefði fengið henni hann, það gat ekki af öðru
verið en því, að hann átti von á að þessi ferð
væri hættuleg, annars hefði hann ekki skilið
hann við sig, það var hún viss um. Bæði hann
og Guy voru í hættu staddir og hún var skilin
ein eftir, að þola kvíðann sem bezt hún gat.
Lykillinn var smár og þunnur, gerður fyrir
galdralæsingar sem nú tíðkast, og af því að
skuggsýnt var, gat hún ekki fundið hann, fór
til eldhúss að sækja olíulampa, en þeir voru
allir tómir og óhirtir og þjónustufólkið á burt.
Olían var geymd í stóru íláti í úthýsi, svo hún
fór að leita að kerti. Það var ekki auðfundið,
stormurinn gnauðaði úti fyrir og þyrlaði sand-
rokinu á rúðurnar, það var ömurlegur sónn
með myrkrinu sem því fylgdi. Loksins fann
hún ljósastjaka og hálfbrunnið kerti. Sandur
var undir fæti, sandur alstaðar og ryk á öllu
sem hún tók á. Var þetta reykjarlykt, eða bara
hugarburður? Hún fór skjálfandi til sinnar
stofu að ná í eldspýtur.
Meðan hún stóð þar við, var barið mjög
stórkarlalega, svo að hún hrökk við. Henni
flaug Kieff í hug, hvemig sem á því stóð, fanst
alt í einu hann vera nærstaddur, ef ekki úti
fyrir. Og meðan hún stóð og hlustaði, var
hurðinni skelt upp á gátt, svo að vindur og
sandroka þaut um alt húsið, í sama bili var
henni skelt aftur og þá heyrðist fótatak, skarpt
og þungt eins og stórgripur væri á ferðinni og
rösklegur karlmannsrómur:
“Svei þessu landi! Og svei sjálfum mér
fyrir að lenda í þessu—svo sem hann kvað á. —
Maður mætti halda, skrattinn sjálfur væri að
reyna að komast inn í það.”
Sylvía hafði aldrei heyrt þessa rödd
fyrri, en henni brá svo við að hræðsla fór af
henni, meira að segja henni létti svo að lá við
að hún færi að hlægja. Hún fálmaði sig fram í
ganginn, hughraust og skaplétt og segir:
“Komdu inn, hver sem þú ert! Það er að
vísu viti líkt, en eg skal kveikja á kerti, undir-
eins og eg næ í eldspýturnar.” Hún sá breið-
vaxinn mann, frammi fyrir sér, sá blístraði
löngu hljóði og mjúku, sem merkti að honum
þótti sér mikið hafa orðið á.
“Forláts verð eg að biðja þig,” sagði raust-
in, sem kveðið hafði svo ramt að blótsyrðunum
rétt áður “ekki datt mér í hug, að nokkur heyrði
til mín. Og eg ætla að vona þú erfir ekki við
mig að eg tók upp í mig. Þetta liggur í lofti
þessa lands, svo sem að segja svo. Og það
rekur að því einhverntíma fyrir okkur öllum. —
Ef það er eldspýta sem þig vantar, þá hefi eg
eina í vasanum þessa stundina, sem eg skal af-
henda hjartans fúslega, ef þú vilt gera mér
þann greiða að bíða ofurlítið við.”
Sylvía beið við. Hún þóttist vita hvernig
sá leit út, sem svona talaði, enda sá hún það
sem hún átti von á, þegar hún hélt upp ljósinu:
rauðleitt andlit írlendings, með ljósar auga-
brýr og sakleysis svip svo kýmilegan og kátleg-
an, að hún gat ekki að sér gert að skella upp úr.
Þá brosti hann góðmannlega, barni líkt og seg-
ir: “Þér fer sem öllum öðrum, að hlægja að
mér. Hvert hefi eg vilst? Hvar hefir mig
borið að? Er þetta huldufólks híbýli, skyndi-
lega uppsprottið í eyðimörk, og þú Álfadrotn-
ing í Einskislandi, niðurstigin af fjallstindi til
að Ijá mér húsaskjól?”
Hún hristi höfuðið hlægjandi. “Eg hefi
aldrei á Hátinda komið. Eg er bara bónda-
kona.”
“Bóndakona”, Hann virti hana fyrir sér
um stund, forvitinn og glettinn. “Ertu brúð-
urin hans Burke Rangers? Og er þá þetta
bærinn hans Burke Rangers, sem eg hefi hitt
á?”
“Eg er konan hans Burke Rangers,” svar-
aði hún. “En brúður brumið lét eg lönd og leið
fyrir löngu. Við eigum öll of annríkt hér
til að hugsa um þesskonar tilfinninga tildur.”
Gesturinn brosti með öllu andlitinu. “Og
mikið er mannhatrið og sér er nú hvað svarta-
gallið og skárri er það skynsemin. Og hér með
segi eg húsmóðurinni á þessum bæ til sjálfs
mín: Donovan Kelly heiti eg, fyrrum fyrirliði í
hersveit Hans Hátignar, nú um stund starfandi
að þeirri friðsamlegu atvinnu að grafa upp
demanta undan öskuhaugum Brennerstadt
borgar.”
“Mikið vænt að mæta þér,” sagði Sylvía og
rétti fram hendina, vinsamlega og blátt áfram.
Það var ómögulegt að beita siðasemi við svona
mann, hún heilsaði honum ósjálfrátt sem vini.
Það eru til menn í þessum heimi sem kvenfólk
lítur aldrei öðru vísi á en sem vini. “Og eg veit
að Burke þykir vænt um það líka, að þú skyldir
rata hingað. Þú hefir ekki kosið góðan veður-
dag til ferðarinnar. Þú stýrir sannarlega í
ströngu. Hvað er um hestinn þinn ?”
Sá kýmilegi gestur svaraði með gaman-
brag. “Eg var orðinn hreint alveg viss um, að
eg mundi aldrei hitta á mannabygð framar. Og
eg sagði við Sánkti Pétur — það er hesturinn
minn ,og önnur eins skepna finst ekki í þess-
ari veröld utan frlands — Pési, segi eg við hann,
tarna er ljóta bölvað landið og alls ekki við þitt
hæfi. En ef þú sýnir rögg af þér Pési, og kem-
ur okkur út úr þessari herjans kastvellu sand-
roks og myrkurs, þá skaltu-fá ölsopa svo drjúg-
an og vel úti látinn, að þú dansar á kollinum af
kæti. Pésa þykir gott í stauppinu, hefir góðan
smekk fyrir svoleiðis. Við rákum okkur á fjós
í fúlviðrinu, þar stakk eg honum inn og þá hló
blessuð skepnan, þegar hún komst í skjólið. —
Pési minn hefir mannsvit og kristinna manna
sál, bara saklausari.”
“Honum verð eg að kynnast,” sagði Sylvía
og bauð gestinum til borðs að þiggja hressingu,
honum væri víst ekki vanþörf á því.
‘,Þar talaðirðu satt orð. Kokið á mér er
engu líkara en fóðrað sé með sandpappír.”
Hún setti hann við borð og bar fram veit-
ingar. Þessi maður var svo sérlegur og mátt-
armikill að henni var huggun og hressing að
nærveru hans, hennar kvíði og efasemdir
hrukku undan og fóru í felur, meðan hún hlýddi
á tal hans, góðmannlegt og tilgerðarlaust. Hún
var fegin komu hans, sú tilbreyting drap á dreif
þeim döpru hugsunum og sáru hugraun sem
höfðu strítt á hana þann dag.
Hann fór að spyrja eftir Burke og þá sagði
hún frá brunanum og sveitarinnar háska, þá tók
hann eftir kvíða hennar og hugarkvöl, þó hún
reyndi til að láta ekki á neinu bera. “Kvíddu
engu — kvíddu engu!” sagði hann þá. “Burke
var ekki gerður til að ganga í súginn. Hann er
flestum fremri. Hann er einn af þeim sem
rennur upp á sigurhæðir veraldar. Og af
hverju? Af því hann er heilbrigður.”
“Ah!” sagði Sylvía. Henni brá, þegar hún
heyrði það orð. Gat það skeð, að Burke næði
til sigurhæða veraldar? Það sýndist svo langt
frá henni nú — sú draumahöll þar sem þau
höfðu ráðgert að búa saman. Skyldi hann
hugsa til þess nokkurntíma nú orðið? Ætli
það — ætli það?
“Þú skalt hrinda frá þér öllum kvíða!”
sagði Kelly enn. “í þessu lífi finst ekkert fá-
nýtara en áhyggja og kvíði. Er Guy litli hér
enn, svo eg hafi alt í sama orðinu? Er hann
farinn að slökkva foldarbruna líka?”
Hún roðnaði og varð svarafátt. Hvað þekti
hann til Guys? Hvað átti hún að trúa honum
fyrir miklu? Hann mun hafa séð hvað henni
var, því hann tók upp talið. “Eg veit hreint
alt um Guy litla. Engum vondur nema sjálf-
um sér. Eg hjálpaði Burke að ná honum frá
Hoffstein, fyrir nokkrum vikum, sem var auma
verkið. Hvernig hefir hann hagað sér upp á
síðkastið ? Ekki velt sér upp úr vilpunni, vænti
eg?”
Enn vissi Sylvía ekki hverju svara skyldi,
hún fann að þessi maður var vinveittur og hún
treysti honum þó hún vissi ekki hvað til kom,
en hún gat ekki talað frýjulaust við nokkra
manneskju um Guy og hans breyzkleika. Sá
írski sá lekann og setti undir hann aftur, hann
brosti alúðlega og hélt áfram:
“Ja, það er annað en gaman við þann unga
mann að fást. Kannske hann gái að sér þegar
hann eldist. Okkur hepnast það stundum, Mrs.
Ranger. Sama samt, með öllum sínum brestum
i' er hann bezti drengur. Eg veit til þess að
hann hefir gert það sem aðeins vænn drengur
hefði hugsað eftir. Eg hefi tekið ofaní við
hann með hnefanum, oftar en einu sinni, samt
hefir mér altaf verið vel við þann æskumann. —
Sama er með Burke. Okkur er vel til hans öll-
um saman og getum ekki gert að því.”
Sylvía sagði, næst um ósjálfrátt: “Ekki
held eg Burke sé vel við hann.”
“Þá segi eg, og bið þig forláts, að þú veizt
ekki það rétta. Burke elskar hann eins og
bróður sinn. Eg veit vel hvað eg fer með. Nei,
hann hefir ekki orð á því, það er ekki hans sið-
ur, en satt er það alt um það. Það eru einhver
þau stærstu vonsvik, sem Burke hefir orðið
fyrir um æfina. Hann hefði aldrei lofað honum
að sökkva, ef hann hefði ekki verið hræddur um
! að pilturinn fargaði sér annars.”
Enn brá Sylvíu við. “A, það var það sem
hann óttaðist!”
“Vitaskuld,” sagði Kelly hýr og hress. “Þú
mátt eiga von á, að sá eiginmaður þinn hefir
gilda ástæðu og drengilega að hverju sem hann
gerir. Það kemur ekki oft fyrir að hann bregði
hyggindum sínum, skapinu ekki heldur. Það
er gott að vera kunningi þess manns, en það er
engum ofgott að fara illa að honum.”
“Já. Eg hefi heyrt það áður” svaraði
Sylvía og brosti lítið eitt. “Mér mundi líka
betur að vera honum samþykk.”
“Jú, rétt segir þú það,’ ’sagði Kelly. “En
hvernig ættir þú sjálf að geta annað gert? Hann
sem hefir mætur á jörðinni sem þú stígur á.
Eg sá það eins sannlega og sólarljósið þegar
við áttum tal saman í Brennerstadt á dögun-
um.”
Hún fann hjartað herða sláttinn .lítið eitt.
“Mikið er hvað þú tekur vel eftir!” sagði hún.
Hann kinkaði kolli, íbygginn og ánægður
af lofsyrðinu. “Þú skalt sanna, að þær niður-
stöður sem eg kemst að, eru yfirleitt nærri
sanni. Það er ekki mikill vandi, að vita í hug
þess fólks sem manni þykir vænt um. Hvað
finst þér?”
Hún varpaði öndu. “Eg veit ekki. Mér er
varla sú gáfa gefin, að lesa í huga fólks.”
Hann hló við hjartanlega eins og kátur
krakki. “Á ? Komdu þá til mín, Mrs. Ranger!
Mér þætti upphefð að því, komdu hvenær hven-
ær sem þér sýnist, eg skal hjálpa þér!”
“Eg þykist vita þú hjálpir upp á marga,”
sagði hún. “Þú ert allra vinur.”
“Eg geri hvað eg get,” sagði Donovan
Kelly hógværlega. “Og það veit trúa mín, að
það er þægileg vinna.”
VI. Kapítuli.
Hetja.
Um sólarlag fór að lygna og þá gerðist
Sylvíu hægara í skapi, hún sat og hlustaði hvort
hún heyrði þá ekki koma, Burke og Guy, en
öðru hvoru hlýddi hún á skrafið í gestinum út
um heima og geima, því hefði henni þótt gaman
að í annan tíma, en nú veitti hún því eftirtekt
til hálfs. Hann sagði henni langt mál af happa-
drætti um gimstein í Brennerstadt, og að mið-
arnir hefðu verið settir niður úr öpum (1,000
pundum) ofan í smáhross (100 pund) af því
aparnir reyndust of styggir, og þá heyrði hún
alt í einu það sem hún beið eftir — fótatak á
svölunum, í sama bili var hurðinni lokið upp,
hún sá Burke standa í dyrunum, og óðara var
hún komin þangað með augun á manninum sem
með honum var. Það var Guy og hélt sér í
hann, nábleikur í framan.
Burke lokaði á eftir þeim, stóð svo og
horfði á aðkomumanninn. Kelly tók strax til
dælunnar að segja hvernig stóð á komu sinni.
“Jú jú, eg er það sjálfur í holdinu, Burke minn,
og mikið feginn að fá að sjá þig. Eg tók mér
frí til að koma og gera þér greiða. Og Mrs.
Ranger hefir tekið á móti mér eins og væri
konungborin persóna, meðan þú varst í burtu.
Svo þú hefir Guy með þér! Hvað er að piltin-
um?”
“Það gengur ekkert að mér,” sagði Guy og
slepti takinu, svo sem til að sanna þá sögu. Þá
tók Burke í handlegg hans og leiddi hann til
sætis. “Seztu!” sagði hann stuttlega. “Sæll
Donovan! Feginn að sjá þig! Ertu búinn að
fá nokkuð að drekka?”
“Já víst, allar góðgerðir sem dauðlegur
maður má girnast og meira til,” svaraði Kelly.
“Gott,” sagði Burke og ávarpaði Sylvíu:
“Sæktu brandy flöskuna, viltu?”
Hún flýtti sér, sá að Guy krepti hnefana og
hún hræddist útlit hans. En litlu síðar, þegar
Burke bar honum drykkinn, þá hló hann með
sínu fyrra djarflega kæruleysi. “Mikið var
sportið, karl minn!” sagði hann og hvolfdi í sig
úr glasinu. Burke lagði hendina á öxlina á
honum, hún skildi ekki hvað honum var, en
þóttist sjá að eitthvað var öðruvísi en áður
þeirra á milli, svo segir Burke:
“Hægan, hægan, maður. Þú hefir ofreynt
þig!”
Nú leit Guy yfir til hennar sigri hrósandi.
“Sport var það! Fyrirtaks sport!” sagði hann,
svo líkt því sem í gamla daga, að hún hýrnaði
við og færði sig til hans. “Hvað kom fyrir?
Segðu mér!”
Hann svaraði hlægjandi: “Elsku stúlkan
mín, við glímdum við skrattann í sinni eigin upp
áhalds mynd og hröktum hann af hólmi.” Nú
spratt hann upp. “Svona gefðu mér meira að
drekka, annars dey eg! Kverkarnar á mér eru
sem glóandi eimyrja.”
Burke skarst í og segir: “Nei — nei! Farðu
varlega, segi eg. Náðu í te, Sylvía! Hvar eru
þessir kaffirar?”
“Þeir hafa ekki sézt í allan dag,” svaraði
Sylvía. “Rósamunda stökk burt í morgun, hin
hafa víst ekki þorað húsa á milli fyrir óveðr-
inu.”
“Eg skal ná þeim út,” sagði Kelly.
“Nei, vertu kyr, eg skal nú í þau. “Burke
sneri burt, benti Sylvíu til sín og segir í hljóði:
“Guy má ekki drekka meira, þú verður að
sjá til þess.” Honum var alvara og hún leit
forviða á hann. “Já, mér er alvara. Eg get
ekki aftrað honum, né Kelly heldur. Þú getur
það kanske — um tíma, að minsta kosti.”
“Eg skal gera hvað eg get,” svaraði hún.
Hann tók um hendina á henni. “Ef þú
bregst, þá er úti um hann, eg þekki merkin. Þú
verður að stöðva hann, gerðu hvað þú getur.”
Með þessum orðum ýtti hann henni frá sér,
fanst henni, og þá skildi hún að í það sinn var
honum umhugað um velferð Guys meir en alt
annað, hvernig sem á því stóð. Hann hafði
aldrei fyr haft áhyggju hans vegna, og hún
undraðist þau umskifti. Hún hlýddi orðalaust
og sneri inn, því að enginn tími var til spurn-
inga.
Þegar hún kom aftur, hélt Guy á flöskunni
og var að hella á staup fyrir Kelly en staup
hans sjálfs stóð tómt fyrir framan hann. Hún
studdi hönd á öxl hans og segir: “Guy, vertu
vænn!” Hann leit við henni með flöskuna í
hendinni, og í augum þann funa sem í vonþrota
skepnum. “Hvað er það?” sagði hann.
Þá þóttist hún magnstola, líkt og barn með
þeriri viðleitni að gera það sem Burke hafði
sagt sér um megn. “Hvað er það ?” innti hann
aftur.
Þá herti hún sig til átaka við hann og segir
mjúklega: “Eg vil að þú bíðir og drekkir te, það
skal ekki standa lengi á því,” Og þegar sóttar-
hitinn í augum hans ætlaði að brenna hana, hélt
hún áfram: “Vertu vænn, Guy! Gerðu svo vel!”
Kelly setti frá sér staupið ódrukkið og
segir mjúklega og rösklega: “Svona blíðri bón
verður ekki hafnað. Guy, eg sting upp á að at-
höfninni sé frestað. Te fyrst}”
En Guy lét sem hann heyrði ekki, heldur
horfði á Sylvíu eins og hann sæi hana eina og
ekkert annað, en glóðin í augum hans gaus
hærra og hærra. Það var sem þau tvö hefðu
skyndilega mætst á þeim stað, þar sem enginn
annar mætti koma. Hún mintist orða hans þann
morgun, sem hann hafði flutt svo ákaflega, að
lífið væri ekki nógu langvint til að leggja mikið
í sölurnar, að sú framtíð sem hún vonaðist eftir,
væru hyllingar sem hún mundi aldrei ná, tálvon-
ir sem aldrei mundu rætast. Þetta flaug um
huga hennar á einu vetfangi með ofbirtu og
ofurmagni, og þar með endurminningin um
Kieff og hans meinafullu, kaldrænu kvöð, að
hún hefði forlög Guy í hendi sér.
Þar næst talaði Guy einkar mjúklega: —
“Fyrir þig?”
Og hún svaraði og var varla sjálfrátt, held-
ur var sem knúð til þess: “Já — já!”