Heimskringla - 29.09.1937, Page 1

Heimskringla - 29.09.1937, Page 1
THE PAR-T-DRINK W|8l@lA Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Gleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. SEPT. 1937 NÚMER 52. HELZTU FRETTIR Erindi um Leif hepna Níunda október næ^tkomandi hefirkenslumálastjórn Banda- ríkjanna fyrirskipað, að erindi skuli haldin um Leif hepna og Vínlandsfund hans í öllum opin- berum skólum í Bandaríkjunum. Skal hans þá minsþ sem hins upprunalega finnanda Ameríku. Gert er ráð fyrir, að þessari venju verði síðan haldið. Rússland þorir að tala við Japan Rússar sendu Japönum skeyti s. 1. mánudag þess efnis, að ef bústaður sendiherra þeirra í Nanking yrði snertúr með sprengjum, viljandi eða óvilj- andi, þá héldu Rússar Japönum ábyrgðarfullum fyrir því. Og það er ekkert minna en stríð, sem við því liggur. Rússar hrúga upp her á landa- mærum Manchukuo og Mongólíu. Gera Japanir* það einnig. Hafa Rússar orðið mikinn flugher á þessum slóðum, reiðubúinn í hvað sem slæst. Er ástandið sagt alvarlegra en nokkru sinni fyr. Japönsk blöð eru orðmörg um þessar fréttir. Þau skrifa og langt mál um leynisamninga Rússa við Kína og telja þá brot á lögum þjóðabandalagsins. Og viðnámið sem Kínverjar hafi veitt Japönum í stríðinu, telja þeir Rússum að kenna; þeir hafi búið Kínverja út með vopnum. Windsor-hjónin í París Hertoginn og hertogafrúin af Windsor komu til Parísar s. 1. sunnudag frá Vín. Var þröng af fólki á járnbrautastöðinni til að bjóða þau velkomin; var þar á meðal fulltrúi frá sendiherra Breta í París. Hertoga-hjónin gera ráð fyrir að dvelja þrjár vikur í París. Þau gista á hóteli. Japanir sökkva kínverskum fiskibátum, um 300 manns ferst Undan suðurströnd Kína var fjölda kínverskra fiskibáta sökt 22. september, að því er símað var s. 1. mánudag. Verkið framdi japanskur neðansjávar- bátur. Um 300 manns, karlmenn, konur og börn voru á fiskibátun_ um; aðeins tíu komust af. Sögðu þeir er björguðust, að neðansjávarbátnum hefði alt í einu skotið upp hjá fiskibátunum og skaut þá niður hvern á fætur öðrum. Sukku þeir allir með mönnum og farangri. Neðan- sjávarbáturinn gerði enga til- raun að bjarga nokkrum manni. Af 12 bátum komst aðeins einn undan; vatt hann upp segl og komst í þýzkt herskip, er ekki var all fjarri, en þó höfðu flestir meiðst nokkuð. Fór Þyzka skip- ið með þá á spítala í Hong Kong. 19 skotnir f Vladivostock, rússneska hafnbænum við Kyrrahaf, voru 19 manns s. 1. föstudag lefddir fyrir skotsveitina og drepnir samstundis að skikkan Stalin- stjórnarinnar. Þeim var gefið að sök, að hafa veitt Japönum upplýsingar um eitthvað sem Rússland á ávalt að vera að haf- ast að leynilega, en sem heldur lítið úrlit er fyrir að mikið sé. Að minsta kosti virðist Japönum ekki stafa mikil hætta af því, þessa stundina. Múgurinn gerir aðsúg að japanska sendiherranum í London Fyrir framan bústað sendi- herra Japans í London, safnað- ist saman hópur manns á göt- unni s. 1. fimtudag með hrópum og hrakyrðum út af framkomu Japana í Kína. “Burt með sprengikúlu-mann- drápin úr Kína! — Burt með japönsku morðingjana!” voru slagorð múgsins. Lögreglan kom undir eins a vettvang og gætti öryggis sendi- herrans. Það var seint að kvöldi eða undir miðnætti, sem múginn bar þarna að. Kom hann frá Gros- venor Square, en þar hafði hann áður þetta sama kvöld haft kröfugöngu í því skyni, að mót- mæla hernaðar-árás Japana á Kína. Alberta-þingið Fylkisþing Alberta, sem þessa stundina er starfandi, ræddi um frumvarp í gær, sem að því lýt- ur, að halda áfram með og hrinda í framkvæmd social-credit lög- gjöfinni um banka og fleira, sem sambandsstjórnin hefir dæmt ó- gilda. Er frumvarpið um þetta á því bygt, að King-stjórnin hafi ekki vald til að ógilda fylkjalög- gjöf og Alberta-fylki hafi hún því ólögum beitt. Hon. Lucien Maynard, sveita- málastjóri Aberhart-stj órnarinn- ar benti á, að þar sem konungur Breta og fulltrúar hans, hefðu ekki neitunarvald, hefði sam- bandsstjórn Canada það ekki heldur. Umræður um frumvarp- ið standa yfir, þegar þetta er skrifað, en að það verði sam- Blálendingar brytja niður alla ftali í Makale Frétt var birt í Herald Tri- bune í New York s. 1. laugardag, frá Blálandi, þess efnis, að hver einasti ítali í borginni Makale hafi verið drepinn af Blálend- ingum. Víðkunnur fréttaritar á Eng- landi sendir blaðinu fregn þessa. f fréttum blaðasambandsins hef- ir hún ekki birst. Og utanríkis- málaskrifstofurnar í Rome, París og London gátu ekki sagt af eða á um þetta. Makale er í Norður-Blálandi. ftalir unnu borgina 8. nóv. 1935. Til sönnunar fréttinni, bendir fregnritinn á, að í þessu liggi það, að Mussolini sé alt í einu orðin svo hógvær í Spánarmál- unum og lofi nú hátíðlega að senda ekki herlið til Spánar. — Hann þarf á vináttu Breta að halda til að fá viðurkenningu sem fyrst fyrir eignarrétti ftala á Blálandi, áður en verra verður úr hlutunum í Afríku. Hann get- ur þurft þar á liði að halda enn- þá ef nokkra von á að gera sér suður þar um varanlegan frið. Þjóðabandalagið fordæmir hernað Japana í Kína Nefndin, sem Þjóðabandalagið kaus til að íhuga stríðsmál Jap- ana og Kínverjar, lagði tillögur sínar fyrir fund Þjóðabandalags- ins s. 1. mánudag og fordæmdi Japani fyrir árásir þeirra á Kín- verska bæi með sprengiflugskip- um. f nefnd þessari voru fulltrúar frá 23 þjóðum. Fulltrúa Kínverja, dr. Well- ington Koo, fórust orð á þá leið, að enda þótt Þjóðabandalagið kæmi ekki óskum sínum fram um það sem réttlátt væri, gæti það tilkynt Japönum, að þeir , væru að brjóta alþjóðaréttindi þykt, má telja alveg vist. ^ meg framferði sínu; kvað hann Hann benti ennfremur á að á|Þjóðabanda]agið ekki komast hjá ríkisráðsfundinum 1926, þegar þessU; þvi heimurinn spyrði hver gert var út um það, hVaða vald - - - - ■ fylki hefðu, hefði niðurstaðan verið sú, að fylki væru “full- valda ríki” (sovereign states). Og með Westminster' lögunum 1931, hefði neitunarvald fulltrúa konungs horfið með öllu. Sambandsstjórnin hefði ’því framið lögleysu með því að beita neitunarvaldi sínu eins og hún gerði. Lögin sem þingið hefði sam- þykt væru enn í gildi og á mótí því að hrinda þeim í framkvæmd mælti ekkert. Annað sem þing þetta er að koma í verk, er að samþykkja frumvarp um hækkaðan skatt á bönkum. Á öllum bönkum fylk- isins býst stjórnin við að skatt- urinn nemi fullum tveim miljón- um dollara. Það virðist því ekki mikinn bilbug að finna á Alberta-stjórn- ini|i ennþá. Seztur í helgan stein Yfirdómari í hæstarétti Mani- toba fylkis (King’s Bench) D. A. MacDonald, hefir fengið lausn í náð frá stöðu sinni, með $7,000 eftirlaunum eða eitthvað nálægt því. Laun yfirdómara þessa réttar eru $10,000 á ári. Dómar- inn hlaut þá stöðu 1927, er Math- ers yfirdómari lézt. Hafði hann verið dómari í undirrétti hér síð- an 1906. Hon. D. E. McPherson, fyrrum f jármálaráðherra Bracken- stjórnarinnar er ekki talin ólík- legur til að taka við yfirdómara- stöðunni. En auðvitað er hann ekki sá eini, sem til mála kemur. afstaða þess væri í þessu stríði og vildi fá ákveðin svör við því. Dr. Koo mælti á enska tungu. Klöppuðu . fundarmenn fyrir ræðu hans. Og í sama streng og hann tóku fulltrúar Breta, Frakka, Svía og Rússa. H. G. Wells 71 árs. Brezki rithöfundurinn heims- kunni, H. G. Wells, varð 71 árs 21. september á þessu ári. Um 50 ára skeið hefir Wells unnið að ritstörfum. Hann hefir skrifað um 200 bækur, um margskonar efni; mun ekki fjarri að segja, að hann hafi rit- að um flest milli himins og jarð- ar. Af ritum hans má eflaust telja mannkynssöguna (History of the World) mesta. Nú 9. des. kom þó út bók eftir hann, “Brynhild” eða “The Shape of Things to Come”, sem er mikið verk og merkilegt og sýnir að Wells er ekki seztur í helgan stein þrátt fyrir aldurinn. Með ritstarfi sínu öllu má segja að Wells hafi unnið að því að reyna að breyta stefnum mannlífsins í þá átt, sem hann áleit mannkyninu fyrir beztu. Að herandinn er í stað þess að vera útdauður enn skoðaður eins hátíðlegur og raun er á hjá hin- um yngri, kennir H. G. Wells alt sögukenslunni í skólunum. Þegar hann var spurður, hvað hann hefði nú helzt að segja í sambandi við aldur sinn, svaraði Wells eins alvarlega og heim- spekilega og hann kvað eiga að sér; að mannsæfin væri alt ofj stutt! Hann kvaðst eiga ein ósköp enn ógert og óvíst að æfin entist til þess alls, enda þóttj honum teldist svo til, að hann yrði 97 ára gamall. Ástæðunni fyrir því að hann bindur aldurtilastund sína við árið 1963, greinir Wells ekki frá. Það dregur sig saman sem dámlíkast er Eins og til stóð, heimsótti Mussolini iHtler til Þýzkalands s. 1. laugardag. Voru einræðis- herrarnir fullir fagnaðar og að- dáunar hvor fyrir öðrum. Eigum vér ekki við með því, að fögnuð- urinn hafi verið allur uppgerð. Það hlýtur að vera þessum mönnum ómenguð gleði að finna loks þann, er ekki ber hatur 1 hjarta sínu til þeirra. Játaði hvor fyrir öðrum, að þeir væru bjargvættir menning- arinnar í Evrópu. Og þar eru upptök vináttunnar milli þeirra, sem ekki mega bila. Slettist upp á hana, er menning Evrópu í veði! Vinátta þessi verður því von- andi haldseigari en í síðasta heimsstríði, þar sem svona mikið veltur á henni. Hvað ftailíu og Þýzkaland bar þá á milli, svo að ítalía þyrfti að ganga í and- stæðingaflokk Þýzkalands og leggja að sínu leyti hönd á það verk, að koma Þjóðverjum fyrir kattarnef, er ekki kunnugt um. En ágreiningurinn milli ítalíu og Þýzkalands þá, var ekki neitt svipaður því sem hann er nú útaf Austur-ríki. ítalía eða Mus- solini beitir öllum þeim brögðum sem hann getur upphugsað til þess að Austur-ríki rétti ekki aft ur hag sinn, vegna þess, að hann veit að þar er tækifæri Þýzka- lands, að rétta út hramminn til síns eina gamla trúfasta sam- herja, Tyrkjans. Þarna sýður í pottinum milli Mussolini og Hitler sjálfra þó hættan sem yfir menningu Evrópu nú vofir, — þrýsti þeim saman um stundar- sakir til sameiginlegra átaka henni til bjargar! Fleðuskapur þessara manna nú getur verið meinlaust og gagnslaust gaman. En hann felur aldrei til lengdar það sem í hjartanu býr, fjand- skap þessara þjóða út af Balkan- skaganum, sem báðar girnast samband við, en önnur getur ekki náð án kostnaðar hinnar. Umboðsmaður og lífvörður hans skotnir L. Y. Andrew, umboðsmaður í Galileu og P. R. McEwan lífvörð- ur hans, voru skotnir til dauðs s. 1. sunnudag um leið og þeir komu út úr kirkju í Nasaret. Þrír ókunnugir menn, en sem búist er við að verið hafi Arabar, frömdu morðin. Komust þeir burtu án þess að vera handtekn- ir, en er nú leitað. Á þessu gengur í “landinu helga”. Daginn áður voru tveir Arabar myrtir, Avad Khoury, auðugur kriststrúarmaður og Muhamed Ibrahim; hann brask- aði með jarðir. Japanskur prins hér á ferð f gær kom japanskur prins, Chichibu að nafni og prinsessa hans til Winnipeg. Þau komu frá Englandi; hafa verið þar síð- an á krýningarhátíð George VI. Prinsinn er bróðir núverandi keisara Japana. —* Hann er á leið til ættlands síns. Meðan hann stóð við í Winnipeg gættu 12 leynilögreglumenn hans hér, auk fjögra lífvarða, sem með honum ferðsat. Aberhart og blöðin Það hefir lengi verið á orði haft í blöðum þessa lands, að eitt ódæðið sem Aberhart mundi gera, þegar honum væri fullvax- inn fiskur um hrygg, væri það að binda fyrir munninn á ritstjór- um og fréttariturum og afnema með öllu rit- og málfrelsi. Á þessu bráðabirgða þingi í Al- berta, sem nú stendur yfir, er þetta frumvarp um takmörkun málfrelsis í blöðum til umræðu. Af frumvarpinu að dæma, vakir ekkert fyrir Aberhart um það, að banna eða hefta málfrelsi eða útkomu nokkurs blaðs. Aðal- atriðið í frumvarpinu lýtur að því, að skylda blöð til að birta heimildir sínar fyrir fréttum og leyfa að birta leiðréttingar, ef með þarf, eða ef rangt er með farið. “ólýginn sagði mér,” er svo oft eina heimildin fyrir fréttum, að þetta getur naumast heitið ósanngjörn krafa. LAUGARDAGSSKÓLINN Frá fyrstu tíð hér vestra hafa íslenzkir foreldrar sýnt ein- hverja viðleitni að kenna börn- ura sínum íslenzku eða fá aðra til þess. Ein tegund þeirrar við- leitni hér í borg hefir vanalega gengið undir nafninu “laugar- dagaskóli”. Það mun hafa verið Fyrsti lút. söfn. sem hóf þá starfsemi í þessari borg. Stund- um hefir sú kensla farið fram að kvöldinu, ep oftast mun samt laugardagurinn hafa verið not- aður til þess. Aðrir söfnuðir í Winnipeg héldu einnig uppi samskonar kenslu. Á síðari ár- um hefir þetta starf verið í hönd- um Þjóðræknisfélagsins. Lengi annaðist deildin Frón þetta verk, en nú síðustu árin hefir stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins annast málið. Kenslan nú í mörg ár, hefir farið fram í Jóns Bjarnasonar skóla, í þeirri mynd sem hann nú er, var skólinn vak- inn til lífs af Jóhanni G. Jó- hannsson, miðskólakennara hér í borg. Sjálfur stýrði hann hon- um í tvö ár. Til þess að hlynna að skólan- um og íslenzkufræðslu hér vestra yfirleitt meðal barna og ungl- inga ræðst Þjóðræknisfélagið í það að gefa út barnablað, Bald- ursbrá. Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son hefir ávalt annast ritstjórn þess blaðs og gert það af snild. Hann hefir haft lag á því meðal annars, að láta málið vera við- ráðanlegt fyrir þá sem lítið kunna í íslenzku og var það hin mesta nauðsyn. Ætlast hefir verið til að nemendur keyptu blaðið en að öðru leyti hefir þetta verið börnunum algerlega að kostnaðarlausu. Það hefði mátt telja sjálfsagt að nærri því allir íslenzkir for- eldrar notuðu þetta tækifæii fyrir börn sín — en langt er frá því að það hafi verið tilfellið. — Það er nærri ótrúlegt hvað marg- ir vanrækja þetta. Það er annað atriði sem er á- nægjulegra að athuga í þessu máli, það að fullorðið íslenzkt fólk hefir að einhverju leyti not- að skólann til þess að komast betur niður í máli feðra sinna. Sumir þeirra hafa kunnað frem- ur lítið í íslenzku. Einnig hefir al-enskt fólk komið þangað til að nema íslenzku. Síðan skólinn hóf starf sitt í núverandi mynd hefi eg ávalt kent, og það hefir verið mitt hlutskifti að kenna þeim sem voru að byrja eða voru skemst á veg komnir. Ekki veit eg hvort þetta starf mitt hefir borið nokk- urn árangur, en það hefir verið mér að mestu mjög ljúft starf. Enn á ný er nú laugardaga- skólinn að hefja vetrarstarf sitt. Má nú ekki búast við al- mennum stuðningi? Við skulum koma öll sem get- um næsta laugardag í Jóns Bjarnasonar skóla, 652 Home St., kl. 9.30 árdegis. Rúnólfur Marteinsson FJÆR OG NÆR Sækið messu í Sambandskirkjunni í Win- nipeg annaðhvort guðsþjónust- una sem fer fram á ensku kl. 11 f. h. eða íslenzku guðsþjónustuna kl. 7 e. h. Umræðuefnin eru ætíð tímabær og eru rædd frá frjálsu sjónarmiði, sem miðar við nútímaþekkingu. Sunnudagaskólinn kemur sam- an kl. 12.15 á hverjum sunnu- degi. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli sunnudaginn þ. 3. okt. n. k. kl. 2 e. h. * * * Wynyard Föstud. 1. októ kl. 7.30: Söng- æfing. Sunnud. 3. okt. kl. 11 f. h.: — Sunnudagaskólinn. Kl. 2 e. h.: Messa: Ræðuefni: Jarðarfarír * * * Síðast liðna viku leit inn á skrifstofu Heimskringlu Mr. N. A. Brattland, héraðsdómari í Thief River Falls, Minn. Hann er maður um sjötugt, en útlit hans segir manni að hann sé helmingi yngri en það. Hann er Norðmaður, fæddur í Bandaríkj- unum. Síðast liðið sumar heim- sótti hann ættstöðvar foreldra sinna í Norgi, er hann var á ferðalagi um Evrópu í þarfir samvinnu samtaka í Bandaríkj- unum. Kom hann við á Eng- landi, Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi og Rússlandi á ‘því ferðalagi. Margt bar fyrir augu og segir Mr. Brattland bæði skynsamlega og skemtilega frá því. Vér spurð- um hann hvernig honum hefði geðjast í átthögum foreldra hans í Noregi. Þótti honum skemtilegt að koma þangað, en ekki hefði hann kunnað við það að sjá menn vera með orfi og ljá að elta gras- tætlur kring um steina upp um hlíðar. En bændur fleyttust af á þessu og væru glaðir og á- nægðir. En frá aðalemidi Mr. Brattlands hefir ekki enn verið sagt. Hann kom til að skrifa sig fyrir blaðinu Hiemskringlu. — Hann kvaðst vera að læra ís- Ienzku nú á síðari árum og ætla ekki að hætta við fyr en hann væri orðinn fluglæs. * * * Mrs. K. Jóhannesson, 723 Al- verstone St., Winnipeg, var hald- ið samsæti að heimili Mr. og Mrs. P. S. Pálssonar, Banning St., s. 1. fimtudag. Mrs. Jó- hannesson hefir verið sólóisti í kirkju Sambandssafnaðar, en lætur nú af því starfi. Hefir hún hlotið almanna lof fyrir söng sinn og unnið viðurkenn- ingarvert starf í þarfi ■ jafnað- arins. Tilefni samsætisins, er söngflokkurinn stóð fyrir og fjöldi annara vina tók þátt í, var að sýna Mrs. Jóhannesson þakklætisvott sinn fyrir starf hennar, ágæta samvinnu og við- kynningu. * * * Mrs. Th. Thorsteinsson, að 446 Maryland hér í bænum varð fyrir slysi á sunnudaginn var; hún varð fyrir bifreið og meidd- ist talsvert en ekki alvarlega.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.