Heimskringla


Heimskringla - 29.09.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 29.09.1937, Qupperneq 3
WINNIPEG, 29. SEPT. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA LOFÐUNGARNIR FIMM --------brot- Smyrill. Framh. Þannig hafði það viljað til að systkinin komust undir yfirráð lofðunganna fimm. Og aðeins fyrir áhrif systkinanna og hæfi- leika þeirra blómgaðist ríki lofð- unganna svo vel og svo fljótt, að þeir urðu á örskömmum tíma svo voldugir að þeir urðu eins konar guðir í augum lýðsins, sem þeir þó hötuðu, og fyrirlitu. Og þá hlutu þeir nafnið lofðungarn- ir fimm. En þegar lýðurinn varð þess áskynja að systkinin voru ekki lengur í hans þjónustu. varð lýðnum það fyrst ljóst, hvað hann hafði mist. En þá var það um seinan, því systkinin voru komin undir annara yfirráð og höfðu gefið hinum nýju hús- bænum sínum órjúfanleg vistar- heit. Alt þetta flaug í gegnum huga óðins á meðna hann virti fyrir sér útsýnið frá hamrinum fram við sjóinn. En svo var þetta aðeins lítið eitt af öllu því, sem hann hafið um systkinin að segja. En svo var það lengi, sem þessi fögru góðu systkini höfðu verið óánægð í þjónustu lofð- unagnna fimm, þessara nýju húsbænda sinna. Og þau fundu oft sárt til þess að lýðurinn skyldi þau ekki og kunni ekki að meta þau. En fyrir hann vildu þau beita áhrifum sínum til góðs. f stað þess að þar sem þau voru nú, yrðu þau að breyta og starfa móti sínu góða eðli. Þrátt fyrir það vöndust þau vistinni er frá leið þó þau aldrei gætu gleymt hinum fyrri húsbændum sínum. Og þegar systkinin voru á ferð- um sínum meðal lýðsins, að reka erindi yfirboðara sinna, höfðu þau reynt í laumi að koma anga af hinu góða eðli sínu inn í hjörtu lýðsins. Og þeim lukkað- ist það að nokkru leiti, en þó ekki eins vel og þau hefðu viljað, því lýðurinn hafði verið svo and- vana og blindur fyrir hinni góðu viðleitni systkinanna. Lýður- inn hafði tekið á móti þeim eins og þau komu honum fyrir sjónir í erindagerðum lofðunganna fimm. En sökum þessara yfir- sjóna sinna, varð lýðurinn að drekka sitt beizka öl og gerast þræll lofðunganna, sem aldrei hefðu þurft að vera til í þessu veldi. XI. Og enn er það sagt að systkin- in séu sorgmædd þegar þau ganga út á meðal lýðsins. Það er sagt þau séu ávalt sorgmædd þegar þau leggja út á meðal vina sinna með tálsnöru lofðunganna fimm. En það er sannað að þau vita ekki af því að í sorginni eru þau þúsund sinnum fegurri og þar af leiðandi áhrifameiri í aug- um þeirra, sem þau eru að ginna í net valdhafanna.--------- • XII. En lofðungarnir fimm voru slægvitrir og létu ekki að sér hæða. Og sökum þess að þeir voru sjálfir ein prakkara og svika keðja, þá álitu þeir aðra eins. Þessvegna var það, að þrátt fyrir alla góða viðleitni og dygð systkinanna, tortrygðu málmkóngarnir þau. Og til þess að koma nveg fyrir svlk og und- irferli frá systkinanna hálfu, létu þeir þau útbýta merkjum til allra þeirra, sem gengu þeim á vald. En þessi merki voru löng eyru, sem höfðu þá náttúru að stækka án þess að hlutaðeig- andi yrði þess var. Og eftir því, hvað eyrunum fór vel fram með- al lýðsins, drógu þeir vald sitt og áhrif systkinanna. Og Óðinn til mikillar undrunar og gremju, sá hann að það var aðeins tíundi hver maður, kona og barn á smábátunum, sem ekki hafði þessi leiðinlegu og löngu eyru. Og það sá óðinn einnig, að þó eyru þessi hefðu mjög mismun- andi þroska-skilyrði meðal lýðs- ins, þá voru þau orðin svo geysi- lega löng og áberandi á sumum að til vanskapnaðar horfði. XIII. En ómerkingarnir, sem lofð- ungunum fimm lukkaðist ekki að klófesta, sá óðinn að höfðu drukkið í sig áhrif hinna góðu kenda systkinanna og stóðu með- al lýðsins eins og klettar úr haf- inu, sem allir boðar brotnuðu á. Og með aðstoð systkinanna höfðu þroskast hjá þeim hinir góðu hæfileikar, sem gerði þá að leiðtogum lýðsins. Þeir börðust fyrir heilögu málefni, viðreisn hinna undirokuðu og þjáðu. Og þeir voru þess megnugir að sjá gegnum svikavefinn sem þessir drotnarar mannúðarleysisins voru að flækja lýðinn í. Og þeir urðu vitarnir á útneskjum grynninganna, er sendu frá sér ljósbrot í allar áttir, til þess að forða smábátunum frá strandi á blindskerjunum. , En þessir ljósvitar komu samt ekki nema stundum að góðu liði, því skipshafnirnar á bátunum voru oft svo kærulausar og blindar fyrir hættunni af skerj- unum að vitarnir komu þá ekki að tilætluðum notum. Og þess- vegna urðu ströndin mörg og mannskaðarnir miklir.-------- XIV. En það voru þessir starfsliðar systkinanna, sem óðinn kallaði Hafsteina, sem málmkóngarnir óttuðust og voru hræddir við, þrátt fyrir sitt geysilega vald og mikla auð. — Þeir óttuð- ust hið andlega afl þeirra, afl sannleikans, afl réttlætisins og afl mannúðarinnar og liin sí- vaxandi áhrif þeirra á lýðinn. Og þó illræði, drotnunargirni og vald lofðunganna fimm væri mikið, megnuðu þeir ekki að ryðja Hafsteinunum úr vegi sín- um. Og þeir megnuðu ekki held- ur að slökkva ljósin á vitunum við grynningarnar. XV. En lofungarnir fimm voru ekki af baki dotnnir. Þeir höfðu ótal ráð og ótal aðferðir til að ná sér niðri á andstæðingum sín- um. Þeir gátu rætt allar sínar fyrirætlanir og leyndarmál í gegnum leyni þráðinn* og gátu því komið sér saman um allskon- ar vélráð og klækjabrögð og full- kannað þau í kyrþey og síðan steypt þeim yfir óvini sína, ó- vænt eins og eldingu, og þannig tafið fyrir og jafnvel eyðilagt hina góðu viðleitni þeirra, sem fyrir lýðinn börðust. Og þegar þeir höfðu komið ár sinni þannig fyrir borð, kiptu þeir í þræla- taugina og hótuðu lýðnum kvala- fullum pintingum og dauða ef hann ekki hlýddi þeim umryða- laust og í blindni. Ef það dugði ekki, þá sendu þeir út kvalara sína með pintingar-áhöldin og gáfu þeim ótakmarkað vald til að kúga, pína og kvelja hinn undirokaða og örbirgðarþjáða lýð. En á meðan þessu ógeðslega ráðabruggi fór fram meðal vald- hafanna, og hinum svívirðilegu fyrirskipunum þeirra á hendur lýðsins var framfylgt, risu upp fleiri Hafsteinar meðal hinna þjáðu og vitarnir með ströndun- um fjölguðu. Og með hverjum nvjum vita jókst ljósmagriið og geislarnir frá vitunum urðu smám saman svo sterkir að málmkóngarnir, sem aðeins höfðu vanist birtunni frá sínum eigin málmi, fengu ofbirtu og sviða í augun er olli þeim óró- leik og óþægiridum svo miklum að þeim varð í bili ráðafátt. En það stóð sjaldan lengi. — Lofðungarnir fimm, virtust hafa ráð undir hverju rifi, eins og sagt var um tóuna þegar hún var örmagna af hungri að ná sér í björg er oft var sýnd en ekki fengin. Og lofðungarnir finna út það ráð að láta búa sér til augnagrímur, er verja augu þeirra fyrir hinum sterku geisl- um vita-ljósanna. En grímur þessar voru þannig úr garði gerðar, að þeir gátu séð alt bet- ur í gegnum þær en án þeirra. Og þegar þeir höfðu sett á sig grímurnar og gátu litið í kring- um sig án hindrunar vita-ljós- anna, komust þeir að raun um að þrælar þeirra voru einnig í hættu i frá þessum vita-geislum. Og' þeir urðu þess einnig áskynja að lýðurinn var farinn að vinna verk sín ver, voru orðnir kæru- lausari og þrjóskuðust meir en áður við yfirboðara sína, þrátt fyrir allar hótanir og pintingar* sem þeim var ríkulega látið í té. En þræíana sáu þeir, að þeir máttu ekki missa, sökum þess að þeir voru aðrakstursvélar auð- lindar þeirra, en auðlindirnar aftur stoðirnar undir valda-sessi þeirra. Þeim hugkvæmdist því það snjallræði, að láta gera lýðn- um, sem bar löngu eyrun, augna- grímur líkar þeirra til vamar villuljósi vitanna, eins og þeir kölluðu það, því þeim var það ljóst að Hafsteinarnir og vita- ljósin voru smátt og smátt að draga lýðinn úr höndum þeirra. En grímur þær, sem þeir létu búa til fyrir lýðinn, voru þannig úr garði gerðar, að hann sá alt illa, nema það, sem stóð að einhverju leiti í sam- bandi við málm og drottinholl- ustu við lofðungana fimm, og eft ir því, sem þrælarnir urðu auð- mjúkari, og þess meira sem þeir svínbeygðu sig fyrir þessum drotnandi grimdarseggj um, þess ver var farið með þá, og þess grimmúðugri urðu pyndingarnar og prísundin, sem þeir voru hneptir í. XVI. Svo líða mörg ár, segir Óðinn. Mörg ár heiftar og harmkvæla, baráttu og blóðfórnar. Loks ljúk- ast upp augu lýðsins. Það fer að snörla í þrælunum. Höfuð þeirra sem um aldir höfðu hangið nið- ur á bringu af ótta og undirgefni við valdhafanna, lyftust hægt og hægt frá aldagömlum vana uppá við. Þeir fóru að líta í kringum sig með dirfsku og meiri ein- beittni en þeir áttu vanda til. Þeir vakna af dvalanum og fá meðvitund um að það sé til betra( frjálsara og fullkomnara líf en það, sem þeir höfðu að þessu gert sér að góðu. Vita-ljósin voru farin að verka á þá, jafn- vel þó augnagrímurnar vörnuðu þeim frá að sjá og skilja alt í réttri mynd. En það var þó spor í áttina til einhvers æðra og betra. XVII. Það lítur út fyrir að lofðung- •nir fimm séu að komast í hann "appan hugsaði óðinn, sem enn ;óð á hamrinum og las úr því sm fyrir hann bar. Hann sér að sir hafa komist að þeirri niður- ;öðu að góð ráð muni nú bráð- m fara að verða þeim nokkuð ý-r og að nú verði þeir að láta críða til skarar með einhverjar reytingar. Hann sér að þeir ika ráð sín saman í gegnum lyniþráðinn. Og eftir langar ? ítarlegar ráðstafanir og bolla- ggingar heyrist árangurinn af íðræðunum bergmála frá báðum ídum leyni-holanna. “Kúga, pína, drepa! Engin rið!” Þetta var þá ávöxtur hinna lynilegu ráðstefnu gegnum ■yniþráðinn. En það var einskonar tóma- ljóð í þessari upphrópun þeirra. að var eins og óviðfeldinn hroll- r færi gegnum lofðungana imm, eftir þessar ákvarðanir ;ynifundarins. Því, þrátt fyrir lla grimdina og harðneskjuna, oru þeir fyrst í stað í dálitlum fa um hvort þeir ættu að fram- ylgja sínum eigin ákvörðunum agnvart lýðnum. Þeir voru ræddir. Þeir óttuðust sínar igin djöflavélar og brögð. En þeim var ljóst að þeir máttu ekki láta lýðinn verða þessa veik- leika síns áskynja því hann gat notað það, sem vopn gegn þeim. Nei. Þeir urðu að brynja sig með stálklæðum og ota með demöntunum, skýla sér á bak við gullhrúgurnar og ganga svo fram í skjóli valdsins og láta' uppvöðslu-seggina kenna á ofúr- ^ magni sínu. Þeir voru reiðir og þyrstir í blóð, blóð, blóð! blóð smælingjanna, skrælingjanna, ^ sem þeir svo kölluðu, því sjálf- j sagt varð að kenna þeim um upp- tökin og alt, sem aflaga fór og gekk á móti málm-kóngunum. Þessvegna mögnuðu þeir sig með öllum þeim djöflakrafti er þeir áttu ráð á og kiptu í þræla taug- ina og hrópuðu: “Þið heimsku slæpingjar! Við seflum ac5 láta drepa ykkur! Tak- ið eftir því þrjózkufullu þrælar! Dauðinn er á hælum ykkar. Við látum flugur vorar spúa á ykkur eldi úr loftinu. Slöngur skrið- skipa vorra skulu tæta ykkur í ótal agnir og logandi loftstraum- ar skulu fylla vit ykkar eitri og sjóða sundur innyfli ykkar.” Framh. ANDLEGT LÍF f KRÓATfU í blöðum og útvarpi hefir að undanförnu all ítarlega ver- ið getið um óeirðir þær, sem orð- ið hafa í Júgóslavíu, út af hinum kirkjulega sáttmála, sem ríkis- stjórnin gerði við páfastólinn. Sáttmáli þessi var gerður fyrir nokkru, en dregið að leggja hann fyrir þingið í Júgóslavíu til fulln- aðarsamþyktar, af ótta við óeirð- ir, en loks tók stjórnin rögg á sig, lagði sáttmálann fyrir þing- ið, og samþyktin hafði fram, en síðan hefir verið óeirðasamt mjög í landinu, og stundum kom- ið til blóðugra bardaga. Eigi þykir ástæða til að geta þessara deilna hér frekara að sinni, en í fróðleiks skyni verður drepið á ýmislegt viðvíkjandi Júgóslavíu og því sem þar er á döfirini, og þó einkum menningarlífi í Króa- tiu, sem að allra dómi er mesta menningarland hins júgóslav- neska ríkis. Júgóslavía varð til upp úr heimsstyrjöldinni miklu, eins og kunnugt er, er suður slafnesku löndin, sem áður lutu keisara- dæminu Austurríki og Ungverja- landi sameinuðust Serbíu, og er Júgóslavía mesta ríki Balkan- skagans, um 250,000 ferh.kílóm., en íbúatalan 12—13 miljónir. Eru það Króatar, Slóvenar og Serbar, sem eru fjölmennastir. Króatía og Slavónía eru láglend og frjósöm. Hefir verið öflug sjálfstæðishreyfing þar í lönd- um. Júgóslavar eru margir róm- versk-kaþólskrar trúar, einkan- lega í norðvesturhluta landsins, en aðrir grískkaþólskir eða Mú- hammestrúarmenn, í austan- verðu landinu og suðurhlutanum. Er því eigi furða, þótt mál trú- arlegs eðlis, verði deiluefni, í þessu mikla ríki, sem bygt er af ólíkum þjóðum, er ekki hefir enn tekist að vera samhuga í málum, sem mjög varða fram- tíð ríkisheildarinnar. Þjóðernishreyfingin hefir einkum verið öflug í Króatíu og gætir þess mjög í nútíma bók- mentum Króata. Fullyrt er, að aldrei hafi bókaútgáfa og bók- mentalegur áhugi verið meiri í Króatíu en nú. Hinir nýju höf- undar, sem komið hafa fram á sjónarsviðið þar í landi, eru af öllum stéttum, og þeir hafa allir einhvern boðskap að flytja þjóð sinni. Um það eru þeir allir sannfærðir og þeir skrifa í þeim anda. Það er mjög athyglisvert hversu mikillar þjóðrækni gætir í verkum hinna króatisku höf- unda. Þeir vilja stuðla að því með verkum sínum, að þjóðin hefjist upp til vegs og gengis, þeir vilja vekja hana, koma því til leiðar, að hún skilji köllun sína, þeir vilja, að hin króatiska bændaþjóð verði forystuþjóð í menningarlegri baráttu í austurhluta álfunnar. Margir rithöfundanna eru úr bændastétt og þeir hafa með ritstörfum sín- um haft mikil áhrif, ekki aðeins á bændur, heldur og á mentuðu stéttirnar. — Þessir höfundar skrifa um og lýsa lífi bænda- stéttarinnar og kjörum hennar, á þann veg, að ást þjóðarinnar til jarðarinnar, sem hún erjar, eflist og vaxi. Meðal þessara manna eru höfundar, sem gefa út blöð og tímarit, sögur og ljóðabækur. Þeir lýsa einföldu lífi bændanna, gleði þeirra og sorgum, en í gegnum alt skín þráin til þess að vinna að því að Króatía verði sjálfstæð og eng- um háð. Mentuðu stéttirnar eiga þá höfundana, sem standa á elst- um merg, og eru kunnastir. Þeir eru ekki eins frjálslyndir og hin- ir, en þeir eru þjóðræknir eigi síður en yngri höfundarnir. — Margir þessara höfunda skrifa í Króatiska tímaritið, kunnasta tímarit landsins. Margir höf- undar í Króatíu leggja stund á leikritagerð og einnig í leikrit- unum kemur fram mikil um- bótaþrá. Króatisku höfundarn- ir nota einnig leiksviðið, til and- legrar vakningarstarfsemi. Einn af efnilegustu kvenrithöfundun- um Króata, Mara Matohets, hef- ir fyrir nokkru, samið leikrit sem miðar að því að leiða í ljós fyrjr Króötum, að framtíð þjóð- arinnar sé undir því komin, að sveitafólkið haldi trýgð við jarð- ir sínar og yfirgefi ekki sveitirn- Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.t LTD. Btrgðir: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyte VERÐ - CÆÐI - ÁNÆGJA ar til þess að setjast að í bæjun- um. í Króatíu er mikill áhuga fyrir varðveizlu alls, sem þjóðlegt er og þjóðinni til góðs, að haldið sé trygð við. Rithöfundar Króata vara þjóðina við því, að stæla er- lendar þjóðir, hún geti margt af öðrum þjóðum lært, en henni beri að vera sjálfri sér trú og halda trygð við land sitt og þjóð- lega menningu.—Vísir. Amma 33 ára Frú Wilfiam Forx í Newhaven, Bandaríkjunum, er talin vera yngsta amma vestra. — Hún er 33 ára og dótturdóttir hennar mánaðargömul. * * * f New York er nýlega búið að byggja nýjan skýjakljúf, sem ekki er nú í frásögur færandi. Hitt er merkilegra, að húsið er 36 hæðir, og var bygt á 43 dög- um. suð INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................. J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................k. J. Abrahamson Árnes.............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur.............................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont..................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown.............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River....................................Páll Anderson Gaf00..................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................ s. S. Anderson Eriksdale........................................ólafur Hallsson Foam Lake.............................. John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................g. J. Oleson Hayland............................. Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove.............................................Andrés Skagfeld Húsavík............................... John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................ s. S. Anderson Keewatin.............................. Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth.............................................b. Eyjólfsson Leslie............................... Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................Hannes J. Húnfjörð Mozart.................................S. S. Anderson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview............................Sigurður Sigfússon Otto.................................... Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer...........................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton..........................................Björn Hjörleifsson Selkirk........................................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River....................................Halldór Egilsson Tantallon.........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis......................................Ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.....*...........................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry............................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier........................./....Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6*23—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham................................ E. J. Breiðfjört The Viking Press Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.