Heimskringla - 29.09.1937, Page 5

Heimskringla - 29.09.1937, Page 5
WINNIPEG, 29. SEPT. 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA 9 þeim, þótt það virðist nú ganga nokkuð seint enn sem komið er. Nú, en ef þeir, heiðingjarnir, vilja ekki kristnast láta, þá eru til fljótvirkar aðferðir til að koma þeim burt úr þeirra góðu löndum, og láta þá ekki lengur saurga yfirborð jarðar með sínu “dýrslega og viðbjóðslega lífi.” Það er svo að sjá sem að það hafi þó öllu heldur verið uppeldi Matthíasar, sem olli því, að hann lenti á þá trúarbragðalegu refil- stígu, sem raun varð á, því að “þó að hann læsi bók náttúrunn- ar göfugmannlega . . . og þó hann heyrði húslestra og ótal margt annað gott”, þegar hann var drengur, þá mun hugur hans ekki hafa “umfaðmað sérstak- lega eða nógu fastlega” eitthvert “atriði”, sem ekki er vel ljóst hvað er, nema ef það á við það, sem sagt er áður í greininni, að vafasamt sé hvort það hafi verið lögð nægilega mikil áherzla við hann, þegar hann var barn, á það að Jesús Kristur væri frelsari mannanna. Já, það verður bein- línis að skoðast sem galli á upp- eldinu, að þetta var ekki gert. Samt grunar mann, að það hafi verið minst á þetta “atriði”, í húslestraunum að minsta kosti. En það er eins og að frúna rámi þarna í annað, sem gæti hafa verið þess valdandi, að Matt- hías hvarf frá hinum eina sanna kristindómi, því hún bætir við: “Eða var skáldið í honum svo viðkvæmt fyrir þrautum þeirra, er brjóta af sér náðina, að hann vildi ekki viðurkenna réttmæta né ómælda hegningu fyrir brot- in.” Þetta er nú ekki sem allra skýrast, t. d. orðin “réttmæta né ómælda hegningu”, en lesend- urna grunar líklega, hvað átt sé við. Matthías var svo viðkvæm- ur, að hann afneitaði útskúfun- arkenningunni. Já, maður gæti næstum því trúað, að þetta sé rétt tilgáta, þó að maður vissi ekki af orðum hans sjálfs, að svo er. En sú skarpskygni, að koma auga á þetta, eftir að hafa lesið æfisöguna. En samt er ekki alt ljóst enn, því aftur kemur þessi spurning: “Er það brestur í ítur- mennisins sál eða uppeldisskort- ur, eða eitthvað, sem ekki er hægt að greina? Og þarna er þetta mikla vandamál skilið eftir, hangandi í lausu lofti. Frúin skilur ekkert í þessu, hún bara sér, að það er eitthvað öðru vísi en henni finst að það ætti að vera. Já, margt er öðru vísi, en það ætti að vera í heimi þessum, og mörgu þarf að kippa í lið. En að knésetja Matthías dáinn, eða for- eldra hans, út af trúarskoðunum hans, og að fárast út af því, að hann átti samleið með víðsýnum mönnum, sem vorú fremstir á sínum tíma, er líklega eitthvað það gagnslausasta, sem unt er að taka sér fyrir hendur. — Um barnaskapinn talar maður ekki, hann yfirgnæfir alt. G. A. Gull fundið á Snæfellsnesi Einar Þorgrímsson, málm- fræðingur frá Vesturheimi, telur sig hafa fundið gull í Drápu- hlíðarfjalli í Helgafellssveit. — Hefir hann tekið sýnishorn og rannsakað sjálfur og látið rann- saka erlendis. Hefir sýslumað- urinn í Stykkishálmi farið með Einar og félögum hans, þeim skipstjórunum Magnúsi Magnús- syni frá Boston og Friðrik Ólafs- ' syni, upp í Drápuhlíð og mælt þar út fyrir þá 4 námureiti, hvern 100 þús. fermetra sam- kvæmt námulögum. Ef fram- haldsrannsóknir sýna jafngóðan árangur og þegar er fenginn, ætla þeir félagar að stofna þarna til gullvinslu í stórum stíl. —Dagur, 2. sept. Jóns Sigurðssonar félagið (I. O.D.E.) hefir tesölu í samkomu- sal Eaton’s búðarinnar laugar- daginn 9. okt. n. k. > ÚLFHEIÐARSTEINN Á öðrum stigapallinum í húsi Landsbókasafnsins, þar sem gengið er upp í Þjóðminjasafnið, stendur legsteinn einn fyrir miðjum vegg, og er höggvin konu mynd í steininn. Steinn þessi er frá Hofi í Vopnafirði, og er hinn svonefndi Úlfheiðarsteinn. Ártal er á stein þessum, svo að fróðir menn hafa getað kom- ist að, á hvers leiði steinninrt var ætlaður. Þar stendur: “Anno 1569 laug- ardaginn í hvítasunnuviku kall- aði Guð til sín í sitt ríki heiðar- lega kvinnu . . . ide Þorsteins- dóttur, sé hennar sál náðugur”. Fornafnið vantar að mestu, því steinninn hefir brotnað í með- ferðinni. En þó nafnið sé þetta ófullkomið, er sem sagt fullvíst, að konan, sem átt er við, hét Úlfheiður. Úlfheiður er þarna mynduð í aðskorinni treyju, með lítinn pífukraga um hálsinn, í víðu og skósíðu pilsi. Hún er með lítinn svæfil undir höfðinu, og heldur höndunum saman yfir brjósti. Yfir höfði hennar eru tveir myndreitir, í öðrum eru myndir, er tákna lífið og dauðann, haus- kúpa og stundaglas, en á hinum er engilmynd, alt höggvið í stein- inn. En á milli reita þessara stendur á latínu: “f dag mér, á morgun þér”. En hver er hún þá þessi kona, sem þarna stendur í steini, sem einskonar varðmaður fyrir dyr- um Þjóðminjasafnsins? Þjóðsagan um hana er á þessa leið: Á öndverðri 16. öld gekk hall- æri mikið yfir Austurland, svo við felli lá í Vopnafirði. Tóku menn þá það ráð, að senda ein- hleypt fólk til silungsveiða inn á heiðar, og varð það að bjargast á því, eða deyja ella. f óbygðum milli Vopnafjarðar og Þistil- fjarðar er dalur einn, og í honum vatn allstórt. Var þangað sendur flokkur manna, til þess að bjarga lífi sínu. Vissu menn eigi hvern- ig flokki þessum reiddi af, fyr en komið var fram á vetur. Kom þá stúlka ein, sem Álfheiður hét, segir sagan (en ættfræðingar telja réttar úlfheiður) í ófærð og illviðrum ofan í Selárdal, sem er nyrsti dalurinn í Vopnafjarð- arbygð, og var hún þá ein eftir lifandi af hópnum. Dalurinn, sem fólkið átti að bjargast í, var síðar nefndur Heljardalur. En stúlkan lifði af hörmungar og harðrétti og varð hin merkasta kona. Þannig segir þjóðsagan frá. Og hún lifði á vörum manna þar eystra í sambandi við úlfheiðar- stein, sem öldum saman var í túninu á Hofi í Vopnafirði, og hefir sennilega aldrei komist á á leiði úlfheiðar. En sonur hennar Eiríkur Árnason fluttist til Þýzkalands, og er líklegt, að hann hafi látið gera steininn, enda er steinninn af þýzkum uppruna.—Lesb. Mbl. DOKTORSRIT UM ÍSLENZKT RÉTTARFAR Innan skamms kemur út á for- lag “Levin og Munksgaard” í Kaupmannahöfn bók um íslenzkt réttarfar frá því á landnámsöld og til vorra daga. Höfundurinn er danskur mað- ur, Aage Gregersen og hefir hann ritað bók sína á frönsku og mun hann verja hana til doktors- nafnbótar við háskólann í París. Auk þess hefir hann hlotið verð- launin “Prix de Thise” fryir árið 1937 fyrir samningu þessa rits.. Bókin heitir á frönsku “L’ Is- lande, son Statut a travers les ages.” fbókinni er ítarlegt yfirlit um íslenzkt réttarfar frá öndverðu, .en auk þess mikill sögulegur fróðleikur, bæði um stjórnmál landsins, atvinnulíf og menningu, sem óhjákvæmilegt var að taka með, ef efnið ætti að verða skilj- anlegt. Höfundurinn gerir rækilpga grein fyrir sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga og átökum þeirra við dahska ríkisvaldið og gerir síðan grein fyrir núverandi þjóðarétt- arstöðu fslands, stjórnarskrá þess og stjórnarháttum.—Alþbl. VIÐSJÁR f RfKI HITLERS Baráttan milli Nazista og ýmsra kirkjunnar manna í Þýzkalandi, er búin að draga að sér veraldara^hygli. Þar eigast þeir einir við, sem ekki eru van- ir að láta sinn hlut. f þessum á- tökum stendur einveldi Hitlers sennilega valtari fótum en nokkru sinni fyr. f þessari sögulegu viðureign eru þrjár höfuðpersónur, kirkju- málaráðherran Hans Kerrl, ka- þólski kirkjuhöfðinginn Michael von Faulbacher í Munchen, erki- biskup og kardináli hins heilaga föður í róm, og séra Martin Nie- möller, hinn frægi mó'tmælaenda- prestur í Berlín, sem nú hefir verið hneptur í fangelsi og á- kærður fyrir ólöglegt orðbragð í prédikunarstólnum. Kirkjumálaráðherrann Kerrl, er einn af fyrstu fylgismönnum Hitlers. Hann tók þátt í bjór- stofuuppreisninni frægu í Mun- chen árið 1923, en það var fyrsta valdatökutilraun nazista, en tókst aumlega til og var í háði höfð. Kerrl er ekki óáþekkur Göring, hár og herðabreiður og lætur nú ekki að sér hæða. Hann er mikill gyðingahatari og hefir gengið fram gegn þeim jafnvel með meiri hörku, en gert er ráð fyrir í lögunum um meðferð þeirra manna, sem ekki eru af “ariskum stofni”. Hann og á- hangendur hans trúa því, að Hitler sé sendur af Guði almátt- ugum til bjargar hinni þýzku þjóð. Og nú á hann í harðvítugri baráttu við báðar aðalkirkjur Þýzkalands, hina rómversk kaþólsku og hin protentantisku* sem ekki vilja fallast á guðleg- an uppruna Hitlers! Michael Faulbacher kardináli er “typiskur” fulltrúi hinna á- hrifaríku forvígismanna ka- þólsku kirkjunnar í Suður- Þýzkalandi. Hann er sköruleg- ur ásýndum, hámentaður maður, vitur og stjórnkænn. Hann hef- ir verið andstæðingur nazista frá byrjun, mótfallinn Gyðinga-of- sóknum og stríðsæsingum síð- ustú ára. Nú berst hann við hlið mótmælendakirkjunnar til þess að “vernda hinn sameiginlega kristna arf”. Einu sinni kom lögregla nazista að sækja hann til yfirheyrslu. Hann kvaðst mundi fara með þrem skilyrð- um: Að hann mætti bera fullan kardinálaskrúða, að hann mætti fara gangandi til yfirheyrslunn- ar umkringdur af lögreglunni og að hann fengi tíma til að undir- rita skjal, sem lá á skrifborði hans. Skjalið var bannfæring! En séra Niemöller á þó einna eftirtektarverðast líf að baki sér þessara þriggja trúarstríðs- manna. í ófriðnum mikla var hann foringi á kafbát og setti met í því að vera lengi neðan- sjávar. Á 116 dögum sökti hann skipum, sem nam 55 þúsundum að tonnatali. Hann var lengi í Miðjarðarhafi og þá kallaður “The terror of Malta”. Eftir vopnahléið neitaði hann að sigla kafbát sínum til Scapaflóa og sagði af sér foringjastörfum. — Eftir það byrjaði hann að læra til prests, stundaði síðan búskap um hríð, var seinna starfsmaður við járnbraut og áhugasamur meðlimur í félagi fyrverandi liðs- foringja, sérstaklega í baráttu gegn kommúnisma. Síðustu ár- in-hefir hann verið þjónandi prestur í Dahlem, einni af út- borgum Berlínar. Hann var í upphafi mjög hlyntur nazistum. En þegar þeir vildu fara að breyta kristindóminum í sam- ræmi við kenningar sínar, snerist hann öndverður gegn þeim. Þeg- ar sjálfur Ribbentrop baðst inn- töku í söfnuð hans, neitaði séra Niemöller! Og nú er hann í fangelsi. * ' * * En ýmislegt fleira en kirkjan er andstætt Hitler um þessar mundir. Hitler hefir, eins og kunnugt er, lagt meira en lítið í sölurnar til að styðja uppreisn Francos á Spáni. Frá Þýzka- landi hefir Franco fengið bæði hermenn, hernaðarsérfræðinga, flugvélar og mikið af ýmiskonar vopnum. Franco hefir verið veittur þessi stuðningur með- fram af því, að Þýzkir nazistar hafa samúð með skoðunum hans og baráttu, en þó aðallega vegna þess, að Þjóðverjum kemur vel að geta fengið járn og kopar frá Spáni. í öllu falli vonast Hitler eftir að geta látið kaupa sig burt frá Spáni fyrir ívilnanir í ný- lendumálum. Samhliða verður Hitler að láta sér það lynda, að fjöldi þýzkra sjálfboðaliða, sem eru andstæð- ingar nazista, berjast í liði stjórnarinnar á Spáni. f útlend ingahersveit Klebers hershöfð- ingja eru Þjóðverjar fjölmenn- astir, næst á eftir Frökkum. Þar berjast heimsfrægir þýzkir menn eins og Major Deutsch og rithöf- undurinn Ludwig Renn. í Bil- bao fundust fallbyssur frá Kruppsverðsmiðjunum þýzku, sem þangað voru komnar á sín- um tíma yfir Danmörku! En hitt er þó öllu alvarlegra, að meðal verkamanna í sjálfu Þýzkalandi fer fram leynileg fjársöfnun handa spönsku stjórninni. Og þýzku “junkar- arnir” eru alveg á móti því, að Þjóðverjar séu nokkuð að skifta sér af innanlandsófriði Spán- verja.—N. Dbl. MINNING ir alls eða hlið að annari tilveru, eða hvort dagsetrið hér unni ekki að vera dögun einhverstað- ar annar staðar. Það er friðarbogi lífsins. Ódauðleika hugmyndin mun halda áfram að stríða við öldur efasemdanna í mannlegu hjarta, eins lengi og ástin snýr harm- þrungin frá gröfinni. Það er vonarsál áframhaldandi tilveru, sem varpar skínandi friðargeisl- um á tár saknaðarins, og þá verður skilnaðurinn sem hrellir viðkvæm og syrgjandi hjörtu áð skugga einum, morgunþoku, sem hverfur fyrir upprás eilífðar sól- arinnar. Gömlu góðu vinir, þið eruð sigldir á sæinn ókunna, en við, Anna sem syrgir góðan eigin- mann og hjartkæran son, og nærri jöfn að áratölu, stöndum á ströndinni, hugsandi hljóð og horfum út á haf óvissunnar og eilífðarinnar, með bátana okkar aðeins óleysta til að leggja í sama kjölfarið. Verið þið sælir, þökk fyrir samfylgdina og minninguna. f guðs friði góða nótt. J. B. Holm ISLANDS-FRÉTTIR Það lögmál sem að lífi verður grand með langri von og ótta mig ei tafði. St. G. St. Þann 27. apríl síðast liðinn vildi það hörmulega slys til að Valdimar Benson (systursonur minn) varð sleginn rafurmagni er hann var að vinna við Inter- state Power línuna í grend við Neche, N .D., og beið bráðan bana. Jarðarförin fór fram frá ráð- húsi Pembina bæjar 2. maí að viðstöddu fjölmenni. Séra J. Pal- mer Sorlein jarðsöng og séra K. K. ólafsson, sem var á leið vest- ur frá Seattle og mætti hinni harmslegnu Benson’s fjölskyldu sem var að koma frá Californíu, góðfúslega bauðst til að fylgja þeim til Pembina og aðstoða við þessa óvæntu sorgarathöfn. Valdimar Kristbjörn Benson var fæddur í Pembina 24. des. 1912 og ólst þar upp; hann átti marga vini og kunningja sem sakna hans og samhryggjast hjartanlega með fjölskyldunni við hið sviplega fráfall ástfólgins sonar og bróður. Og það sem gerir þetta sviplega dauðsfall en þá sárara fyrir aðstandendur er að fimm mánuðum áður urðu þau að sjá á bak eiginmanni og föður Júlíus Valdimar Benson er hneig örendur við vinnu sína 16. nóv. 1936. Valdimar á eftirlifandi aldraða og sorgmædda móðir Mrs. Anna Holm Benson, þrjá bræður og þrjár systur, Mrs. Dorothy Mar- tin og Miss Thelmu Benson, Að- alstein og Bryan öll til heimilis á Catalina Island, Calif., Marino og Mrs. Emily Allard til heimilis í Pembina N. D. Og nú sofa þeir saman hlið við hlið, feðgarnir í hinum litla og afskekta íslenzka grafreit í Pem- bina sem márgir eiga bæði ljúf- ar og sárar endurminningar bundnar við. Og þar er og einn með. Þegar við stöndum við gröf náins skyldmennis eða vinar, þá dylst okkur ekki að þar er um veruleikans skilnað að ræða, en við vitum ekki hvort það er end- íslenzkt blómkál hið bezta í heimi Öll Kaupmannahafnarblöðin flytja langar greinar um garð- yrkjusýninguna í Kaupmanna- höfn og ræða öll þeirra mjög ítarlega um hinn íslenzka hluta sýningarinnar. Goshverinn, sem útbúinn hefir verið á íslenzka sýningarsvæðinu, er lýstur á kvöldin með skrautljósum, dreg- ur hann mjög að sér athygli sýn- ingargesta og þykir undra fag- ur. Danskir garðyrkjumenn halda því fratn, að íslenzka blómkálið sé hið bezta í heimi. —N. Dbl. 5. sept. * * * Heyskaparfréttir að norðan og úr Borgarfirði Steingrímur Steinþórsson bún. aðarmálastjóri kom í gærkvöldi heim úr ferðalagi um Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu. — Skýrði hann blaðinu svo frá, að þurkur hefði verið góður í báð- um þessum sýslum ^íðastl. viku og myndi nú vera orðið mjög lítið úti þar af heyjum. Hey hefðu ekki hrakist mikið á þess- um slóðum, en væru óvenjulega lítil. í Vestur-Húnavatnssýslu og Borgarfirði var ótryggur þurkur fyrstu daga vikunnar, en góður þurkur bæði á fimtudag og í gær og mikið af heyjum þá náðst heim eða í sæti. Hey, sem náðst hefir inn í þessum héruðum, hefir yfirleitt verið orðið mikið hrakið.—N. Dbl. 2. sept. * * * Skriður valda skemdum á Austurlandi Aðfaranótt síðastl. miðviku- dags var á Austurlandi stórrign- ing af austri, sem olli miklum vatnavöxtum og féllu skriður úr f jöllum. úr Hólmatindi við Eski- fjörð féllu almargar skriður og eyddi ein þeirra að mestu 60 hesta túni, eign Kristjáns Tóm- assonar og Péturs Jónassonar á Eskifirði.—N. Dbl. 3. sept. * * * Bær brennur Bærinn að Neðra-Hóli í Stað- arsveit brann í fyrramorgun til kaldra kola. Heimilisfólkið var alt úti á túni við hey og varð það fyrst eldsins vart þannig að reyk lagði út um bæjardyr. Alt var alelda er að var komið og engu bjargað nema 3 sængum út um glugga. Bóndinn, Bjarni Boga- son og fjölskylda hans, misti öll föt sín nema léleg vinnuföt er fólkið stóð í, öll búsáhöld og mat- væli, því eldhús, sem notað var til geymslu, brann einnig. — Skaðinn er mjög tilfinnanlegur, því alt var óvátrygt, nema bær- inn — hann var vátrygður fyrir 1100 krónur. — Eldsupptök eru ókunn.—N. Dbl. 2. sept. * * * Heyskaparfréttir f Rangárvallasýslu og í lág- sveitum Árnessýslu hefir tals- vert náðst inn af heyjum í þess- ari voku. í uppsveitum Árnes- sýslu hafa þurkar verið ótrygg- ir. Síðastl. þriðjudag olli hvass- viðri talsverðu tjóni á heyjum undir Eyjafjöllum. f Skagafirði hefir verið ágæt- ur heyþurkur undanfarna fjóra daga. Náðust hey í sæti og er nú unnið að heyflutningi. —N. Dbl. 3. sept. Áttræður pabbi George Brantley bóndi í Hick- ory Hollow, Tennessee, áttræður að aldri, kvongaðist í fyrra, og er karlinn nú orðinn pabbi og hinn “lukkulegasti” með tilveruna, en hann fór þannið að því að fá sér eiginkonu, að hann setti auglýs- ingu í blað nokkurt þess efnis, að “áttræður efnaður bóndi,1 sem væri einmana”, óskaði að kom- ast í kunningsskap við kven- mann með “hjúskap fyrir aug- um”. Það var ekkja, 41 árs, sem hann krækti sér í. Hafði hún skilið við mann sinn 1932, eftir 17 ára sambúð. — Á anriað hundrað konur skrifuðu gamla manninum í tilefni af auglýsingu hans. ÍSLENZKAR BÆKUR ÍSLENDINGAR! Hér er tæki- færi, sem aldrei áður hefir þekst á íslenzkum bóka mark- aði. Margar ágætar bækur, svo sem Sögubækur, Ljóðmæli, Leikrit, Fræðibækur, Guðfræðirit, Barnabækur, Söngvar og nótur, verða seldar með 75-80% af- slætti meðan upplögin endast Sérstakt tækifæri fyrir ís- lenzka bókavini að ná í góðar og ódýrar bækur. Ný bóka- skrá send hverjum, sem óskar. THORGEIRSON CO. 674 SARGENT AVENUE WINNIPEG, MANITOBA VERIÐ VELKOMIN Á LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN í SAMBANDSKIRKJUSALNUM Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 2. okt. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila; fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður ekki vikið. Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door prize) og svo aðalverðlaun eftir hver fimm kvöld. Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja og ýmsar skemtanir. Munið þér eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. vetur á þessum spilakvöldum! Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8 e. h.! Umsjón þessara skemtana hefir deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.