Heimskringla - 29.09.1937, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. SEPT. 1937
“O láttu piltinn vera!” sagði Kelly.“ Hann
hefir góðar tilhneigingar, veit eg, það tjáir ekki
að halda of mikið að honum, vakta hann eins og
móðir krakka. Lofðu honum að eiga sig tíma-
korn, honum er þá ekki eins hætt við að fælast
og hlaupa í gönur.’ #
Burke ypti öxlum. “Eg get ekki haldið
honum, ef hann vill fara, það játa eg að vísu.
En eg treysti því ekki mikið, að hann haldi sér
á þrönga veginum lengi. Mér er ekki um að
hann fór aftur í kofann, hefði aftrað honum ef
eg hefði getað, en eg svaf inni í stofu í nótt, var
hvíldarþurfi, svaf eins og steinn. Hann fór
snemma.”
“Sá enginn til hans þegar hann fór?”
spurði Kelly skerpulega.
“Jú, konan mín, hún réði ekki við hann,”
svaraði Burke stuttlega.
“Henni tókst þó að halda honum frá flösk-
unni í gærkveldi,” sagði Kelly. “Því dáðist eg
að. Henni er gefið afl og hún beitir því með
lagi. Satt segi eg, skrattinn sjálfur hefði ekki
getað staðið á móti henni þá.”
Burke brosti lítið eitt við en sagði ekki
neitt.
“Mikið má þér þykja vænt um hana,” sagði
þá Kelly, reifur og skrafinn. “Sumir menn eru
hepnir, hafa alla lukkuna með sér eins og hún
• er sig til. Víst læturðu ekki þann blessaða
engil veslast hér upp eins og Mrs. Merston
aumingjann! Það læturðu ekki eftir þig liggja!
Hvað segirðu karl minn, það gerir þú ekki?”
Sá góði Kelly sást ekki fyrir, álpaðist oft í
sinni góðfýsi út á það sem viðsjált var og við-
kvæmt og fáum öðrum var fært að koma nærri.
Burke ætlaði sér annað en ræða um meðferð
sína á konunni sinni við nokkurn mann, sagðist
ekki mega stanza og fór leið sína inn í stofu.
Þar var Sylvía að verki með f jaðrasóp, að reyna
til að ná sandi og mold af innanhússmunum,
því að rykskán var á öllum hlutum. Hann hafði
skift orðum við hann þann morgun aðeins litla
stund um brottför Guys, nú gekk hann til henn-
ar og segir:
“Gáðu að því að ganga ekki fram af þér.”
Hún leit snögt við honum. “Nei, það
kemur varla að því. Eg hefi gott af að vinna.
Er ekki ósköp að sjá, hvað sezt hefir fyrir af
rykinu?” Hún leitaðist við að tala liðlega og
kompánlega til hans, eins og fyrrum, en henni
var svo órótt að hún roðnaði, af návist hans.
Hann lagði hönd á öxl hennar, sneri hanni
að glugga og segir: “Þú hefir víst ekki sofið
mikið í nótt.”
Hún reyndi að hlægja en gat ekki falið
kinnroðann sem brann á hennar fölu vöngum.
“Eg gat ekki gert að því, mér var órótt í gær.
Dagurinn í gær var nokkuð erfiður, var ekki
svo ?”
Hann hélt áfram að horfa á hana, fast en
ekki með hörku, segir svo mjög stillilega:
“Sylvía, ef eitthvað er að, ef þér sámar við
vinnufólkið, þá skaltu vitja mín útaf því. Leit-
aðu ekki til Guy.”
Hún skildi undir eins hvað undir bjó, gerð-
ist eldrjóð í framan, háleit, hnakkakert, steig
aftur á bak eitt skref og segir: “Og ef Schafen
eða hver annar sem er, ber í þig óhróður um
mitt framferði, þá gerðu svo vel og rektu í
hann fótinn — hér eftir. Og svo skaltu koma
og biðja mig skýringar — ef þér finst þú þurfa
hennar með.” Hún var reið. Hvemig dirfðist
hann að hlusta á söguburð Schafens um hana, -
koma svo keikur með fyrirskipanir til hennar?
Gremjan fór upp hjá henni útaf kossinum sem
hafði sært hana svo hræðilega, kossinum sem
hafði svift sundur hulunni frá hennar titrandi
hjarta. Hún stóð frammi fyrir honum með
krefta hnefa, ef hann hefði reynt til að kyssa
hana þá, hefði hún slegið hann utan undir.
En hann stóð hreyfingarlaus og horfði á
hana, þangað til hennar opnu sjónir glúpnuðu
og hún leit undan. Þá segir hann í annarlegum
tón: “Af hverju ertu svona reið?”
Hún fann að sér lá við að fatast stjórnin á
sjálfri sér og barðist af öllum kröftum til að
halda henni, hún mátti ekki orði upp koma í
nokkrar sekúndur, samt var það ekki hræðsla
sem aftraði henni.
“Segðu mér,” mælti hann, “af hverju ertu
svona reið ?”
Roðinn var að hverfa af andliti hennar og
fölvi að koma í staðinn, kulda fór að leggja um
hana þegar bálið dvínaði. (“Það er þér sjálfum
að kenna,” svaraði hún.
“Hvernig — mér að kenna?” í rödd
Burkes kendi ekki hita af nokkurri tilfinningu,
en samt einhverskonar knýjandi.
Hún svaraði, að vissu leyti gegn vilja
sínum: “Af því þú hefir komið mér til að
hata þig.”
Hann skifti um stellingar lítið eitt, álíka og
sá sem skiftir um tak á skepnu til að ráða
betur við hana: “Hvernig hefi eg valdið því?”
Hún svaraði og bar fljótt á, fjarska fljótt,
svo að auðheyrt var að kraftar hennar voru a
þrotum: “Með því að tortryggj.a mig — með því
að vera hræddur um mig og láta það á sjá —
með þ.ví — því — með því að særa mig!”
“Hvað?” sagði hann.
Hún sneri frá honum, gekk burt og barðist
við sjálfa sig. “Þú veizt hvað eg á við,” sagði
hún skjálfrödduð. “Þú veizt vel hvað eg meina.
Þú varst vondur í gær — vondur út af því að
Hans Schafen — vinnukind — sagði þér eitt-
hvað sem kom þér til að tortryggja mig. Og
af því þú varst reiður, þá—þá særðirðu mig!”
Nú sneri hún öndverð við honum með bál í aug-
um, ásökunarbál. Hún barðist, barðist af öllum
sínum kröftum til að fela fyrir honum það sem
húr hafði ekki vitað af fyr en í gær, og nú var
svo óttaselgið, svo skjálfandi af hræðslu. Hún
hafði sig alla við til að gæta þess, verja það.
Sjálf var hún felmtruð af þess nærveru. Allar
hennar meðfæddu hvatir snerust að því að
fela það með einhverjum hætti, einhvern-
veginn, fyrir þessum hvössu augum. Því að
hann var hryllilega sterkur, svo kænn, svo
vorkunnarlaus!
Hann kom að henni, tók um úlnliðinn á
henni og segir “Sylvía!” Hún heyrði á rómn-
um, að hann tók fast á til að stilla sig. “Sylvía,
eg hefi aldrei móðgað þig né tortrygt þig. í
gær var alt uppímóti fyrir mér, en þegar eg fór
trúði eg þér fyrir öllu sem eg átti til. Það er
enn í þinni geymslu. Er það tortrygni líkt?”
Hún tók lítið viðbragð* en svaraði ekki.
Hann hélt áfram:
“Þegar maður gengur í eitthvað sem lífs-
háski fylgir, og konan hans er að hugsa um
— eitthvað annað, er honum þá láandi þó hann
taki það fljótasta ráð sem hann nær í, til að
vekja hana?”
“A” sagði hún. Hafði hann ekki vakið
hana þó! Hún leit upp á hann, vildi heyra
meira.
“Heyrðu mér!” sagði hann. “Við höfum
svinglað í hring upp á síðkastið, rétt eins og í
óræstis leiknum sem við lékum þegar við vorúm
krakkar. Hét hann ekki “Snígill?” Þar sem
enginn komst nokkurntíma í borg og allir urðu
altaf vondir! Við skulum hætta þeim leik,
Sylvía. Við sulum halda til hátinda veraldar
saman, skilja Guy og Schafen eftir hér til að
sjá um búið. Eg skal gæta þín. Og þér skal
líða vel. Þér mun líka vel.” Hann hallaði sér
að henni og var mikið niðri fyrir. Á þeirri stund
var hann alt annað en hræðilegur. Þá kendi
ekki yfirburða né yfirráða í fasi hans. Það
vottaði jafnvel fyrir brosi á andliti hans.
En þó að hún kæmist við af hjarta — það
var svo langt — það var svo langt, svo langt
síðan hann hafði talað svona við hana — þá varð
henni að hugsa til þeirra beizkyrða sem Guy
hafði sagt, þau fóru þjótandi um sál hennar.
Henni fanst hún kenna sandrokið framan í sér,
rok af sandi og ösku. Var það aðeins ambátt
sem hann girntist? Henni bauð við sjálfri sér
fyrir að hugsa svo, samt gat hún ekki hrundið
hugsuninni frá sér.
“Líkar þér ekki þetta ráð ?” spurði hann.
Enn hikaði hún. “Hvað verður um Guy?
Við verðum að hugsa fyrir honum, Burke. Við
megum til.”
“Eg er að hugsa fyrir honum. Hann hefði
líklega gott af að ráða hér um tíma og bera á-
byrgð á því.”
“En að skilja hann að öllu leyti---” Hér
var barið og hún varð fegin að þurfa ekki að
halda talinu lengra.
Burke fór fram og kom aftur með sendi-
bréf í hendinni.
“Það var vikadrengurinn hjá Merston, eg
vísaði honum til eldhúss að fá sér eeitthvað.
Það er eitthvað að þar, er eg hræddur um.” —
Hann braut upp bréfi og bæði þögðu meðan
hann las. Sylvía tók upp sóflinn á ný, dálítið
skjálfhent.
“Jú, það er frá Merston,” sagði Burke.
“Honum hefir viljað slys til, dottið af baki og
meitt sig, vesalingur. Ráðsmaðurinn er á burt,
og hann biður mig að koma ef eg geti. Eg má
víst til. Heldurðu að þú getir verið ein í einn
eða tvo daga?”
Henni var ógreitt um andardrátt og ógreitt
um svar, hún þóttist magnstola eins og nýstað-
in upp úr þungri sótt. Svo segir hún, og leit
ekki á hann: “Sjálfsagt! Sjálfsagt!”
Hann stóð við og horfði á hana, gekk svo til
hennar og segir: “Eg ætla þér að ráða hér öllu
fyrir mig á meðan. En ofreyndu þig ekki, lof-
aðu mér því.”
Hún smáhló við. Henni létti mikið við að
hann skyldi fara. Hún þráði að vera ein, að
ná sér áður en þau hittust aftur. Hún þráði að
reisa við og endumýja varnir sínar. Hún gimt-
ist að ná öruggri stjórn á sjálfri sér.
“O eg skal passa mig,” sagði hún. “Mér er
það mæta vel lagið.”
“Ætli það?” sagði Burke. Svo tók hann
um sóflinn og stilti hennar óstöðuga fálm. “Er
þér ennþá — illa við mig?”
Hún stóð grafkyr og forðaðist að líta á
hann. “Það skal eg láta þig vita,” sagði hún,
“þegar við finnumst næst.”
“Á það að segja til, að mér verði ekki fyrir-
gefið í þetta sinn?” innti hann. Hún leit á
hann, þó hún ætlaði sér það ekki. Vörin titraði,
hvernig sem hún reyndi.
Hann tók utan um hana. “Er það?” innti
hann.
“Nei,” sagði hún í hálfum hljóðum.
f það sinn voru þau hvort öðru nákomnari
en máske nokkru sinni áður. Sylvíu hefði verið (
svo mikill léttir að því að styðja sig við þann
sterka arm sem hélt utan um hana, svo fjarska
mikill að hún undraðist eftir á, hvernig hún gat
staðið af sér að gera það ekki. En stundin leið
svo skjótt og það bar saman, að Kelly gekk á
svalirnar, og Burke þrýsti henni að sér, slepti
henni svo strax.
Þegar hann sneri á móti gestinum, var
engan gremju svip á honum að sjá, heldur á-
nægju svip og jafnvel bros.
Sylvíu kom það bros í hug seinna — endur-
minningin um það fylgdi henni allar þær beizku
raunastundir sem næst gengu yfir hana.
IX. Kapítuli.
Vegna fornra ásta.
Burke sagði ráðsmanni sínum fyrir verk-
um og bjó för sína sem fljótast, lagði svo upp
til bæjar Merstons. Kelly varð honum sam-
ferða, hafði ekki ætlað sér lengri burtuveru en
tvo daga og þóttist mega til að hraða sér til
Brennerstadt til að vera viðstaddur þegar dreg-
ið væri um gimsteininn. En á leiðinni fékk
Burke hann til að lofa því, að hverfa aftur til
Blámúlastaðar og dvelja þar þangað til Burke
kæmi aftur, eftir tvo daga. Hann ætlaði sér
ekki að vera lengur að heiman, heldur senda
Schafen í sinn stað, ef þess þyrfti við.
“Konan mín getur ekki ráðið við Guy ein-
sömul,” sagði hann. “Það er ekki kvenmanns
verk og eg þori ekki að eiga undir því. Mér
væri hughægra ef eg vissi af þér þar.”
Kelly tjáði sig feginn og fúsan til að verða
að liði. Ef. Mrs. Burke vildi lofa honum að
vera aðra nóttina til, þá væri hohum mikil á-
nægja að því að vera gestur hennar og reyna
að stytta henni stundir, hann skyldi líka sjá til
þess að pilturinn hagaði sér alminlega, þó hann
fyrir sitt leyti sæi engin breizkleika merki á
honum að sinni.
Þeir komu ekki við í kofa Guys, Burke vildi
ekki tefja sig á þeim krók, heldur hraðaði ferð-
inni en hinn svarti sendisveinn Merstons hljóp
með hesti hans. “Guy er líkast til sofandi, þarf
að hvíla sig, hefir víst ekki krafta til neins
annars í dag. Þú kemur við hjá honum fyrir
kvöldið, Donovan?”
Hinn lofaði því og þóttist, satt að segja,
meiri maður af því trausti sem honum var sýnt.
Þeim hjartagóða frlending var ekki annað betur
gert, en ef leitað var trausts til hans í vanda-
málum. Hann gekst glaður undir að dvelja á
Blámúlastöðum þar til Burke kæmi aftur, með |
þeim fyrirvara að Mrs. Burke leiddist hann ekki
og ræki hann burt.”
“Það gerir hún ekki,” sagði Burke. “Þú
sannar að hún verður þér fegin, hún er óvön ein-
veru, og eg er ekki frá því að einveran taki á
skapsmuni hennar.”
Máske svo hafi verið. En í þetta sinn,
að minsta kosti, var Sylvía einverunni fegin.
Hún hafði nóg að starfa innanhúss, og nú var
hún komin á fjóra fætur í setustofunni, að
leita og leita að lyklinum sem hrokkið hafði á
gólfið daginn áður, og hún hafði horfið frá
að leita uppi, þegar Kelly bar að. Hún hafði
vaknað við af viðtalinu við Burke, og leitaði nú
með angri og kinnroða og gremju við sjálfa
sig, að þeim eina merkilega hlut, sem hann
hafði trúað henni fyrir að geyma.
Sú leit varð til einskis. A gólfinu var æði-
mikill sandur, en hún fór fingrum um hverja
rifu, aftur og aftur, og fann ekki. Smámsaman
hækkaði sólin á lofti þar til henni gerðist ómótt
af hita. Hún kendi veikinda á líkama og sál,
varð æ þyngra af vonleysi, vildi þó ekki við það
kannast. Burke hafði sofið í þessari stofu um
nóttina og enginn af þjónustu fólkinu hafði
komið þar síðan, svo að lykillinn hlaut þar að
vera, kannske hrokkið í smugu eða til skota eða
veggja undan fótum þeirra sem höfðu gengið
um. Hún hafði þózt svo viss um að finna hann,
£*ð henni þótti ekki taka því að segja Burke
hvaða skyssa hefði hent sig. En nú fór hún að
iðrast þess og óska að hún hefði sagt honum
til. Hún gerðist smámaman uppvæg af kvíða.
Sú sannfæring fór að sækja á hana, að einhver
hafi hlotið að finna lykilinn.
En hver — hver ? Enginn af þeim svörtu,
það var hún viss um, hingað hafði enginn
svartur komið. Og Burke hafði verið hér alla
nóttina, á langbekknum, gengið úr rúmi fyrir
gestinn, og sofið lengur frameftir, en hann var
vanur, eftir þrautastarfið daginn áður. Þá flaug
henni í hug andvaka sjálfrar sín, samfundir
þeirra Guys. Hann hafði verið eldsnemma á
fótum, þó allajafna svæfi frameftir degi. Hann
hafði líka orðið andvaka. En hann átti ráð við
því, sem hún var viss um að hann myndi ekki
skirrast við að nota, ef hann þættist þurfa. Hún
mintist nú hve æstur hann var um kveldið og
ólmur eftir tali við Kelly um gimsteininn, og
undarlegur í háttum þennan morgun. Þá mint-
ist hún alt í einu Kieffs.
Kieff réði öllu við Guy, það va^- hún viss
um. Og Kieff ? Hana hrylti við, þó hún gerði
ekki nema hugsa til þess manns, hans kænlega
stiltu orku, punkunarlausu sókn að settu marki
og skerpu til skilnings, sem var svo hvöss að
varla var alminleg. Já, hún var hrædd við
Kieff — hún hafði altaf haft beyg af Kieff.
Nú gerðist henni svo ómótt af hita, að
henni fanst hún örmagnast undir brennandi
byrði, þar með sviftast orku til að hugsa og
gera ráð.
Hvað kom það Kieff við þó lykill Burkes
týndist? Kieff var margar mílur á burt, á bæ
Piet Vreibooms. Og Guy — hvar var Guy?
Hún óskaði að hann kæmi. Vissulega myndi
hann koma bráðlega ! Honum skyldi hún segja
frá hMarfinu, hana dauðlangaði til að geta sagt
einhverjum frá því. Hún skyldi fá hann til að
hjálpa sér. Því að lykillinn gæti ekki verið
týndur til fulls! Þau skyldu finna hann ein-
hvernveginn — einhvernveginn!
Hún stóð upp eftir langa mæðu og gekk í
herbergi Burkes, sem Guy hafði hafst við í svo
lengi, reikaði þangað af blindri hvöt en ekki af
ásettu ráði. Rúmið var bælt, hornskápurinn
lokaður, þar sem Burke geymdi fatnað sinn, og
lykillinn í skránni, járnskápurinn stóð á gólf-
inu og stígvél hjá og — lykillinn í skráargatinu!
Var þetta þá alt saman draumur? Hafði
hún þá aðeins ímyndað sér, að Burke hefði trú-
að henni fyrir lyklinum ? Hún lét aftur augun,
hitinn fanst henni vera sem voðalegt hjól, snú-
ast í sífeldu bak við augun í henni svo hún
hafði varla viðþol, gat ekki rent þeim og varla
hreyft sig fyrir kvölum. Hún hneig niður og
beið þess að kastið liði hjá. \
Þannig leið langur tími, hún hélt seinna,
að hún hafði sofnað, hún vissi ekki af sér um
stund, en smámsaman rénuðu sárindin og hún
fór að reyna að gera sér grein fyrir, hvað gerst
hefði, þorði þó ekki að reyna á sig, hræddist
sársaukann, að hann svifi yfir hana aftur.
Hún lá í hnipri og starði á lykilinn, sem hún
hafði haft svo mikla raun af, þangað til hún tók
til hans, sneri honum í skránni og leit inn með
miklum kvíða.
Á neðstu hylluntii lágu nokkur skjöl og tog-
leðursbandi bundið utan um, hjá þeim umslag
en engir peningar!
Hún greip upp umslagið og gáði í það, þar
var sígaretta, reykt til hálfs — ein af hennar.
Hún glápti á hana undrandi, mintist þá kvelds-
ins, þegar hann tók hana út úr henni,' þegar
hann var að því kominn að segja nokkuð og hún
beið eftir að heyra það . . . ó hvað langt var
síðan! Svo hafði Guy komið þar á milli. Eftir
'æðilanga stund stóð hún upp. Hún var komin
að fullvissri niðurstöðu. Hún þóttist vita fyrir
víst hver hér hefði verið að verki.
Nú var af henni skjálftinn og óvissan, hún
gerðist örugg og einhuga. Guy hlaut hún að
finna, hvar sem hann var. Peningunum varð að
skila aftur á sama stað, áður en hún liti Burke.
Guy hlaut að vera brjálaður. Hún mátti til að
bjarga honum undan óðs manns æði. Hún átti
von á að verða að berjast um sál hans. Við Kieff
átti hún von á að berjast. Og sigrast skyldi
hún. Svo sagði hún nú með sjálfri sér. Engin
illska gat unnið sigur að lokum, og hún var viss
um að í instu fylgsnum hjarta síns væri Guy
sannfærður um það. Þó hann talaði gálauslega
og léti sem hann væri óprúttinn, þá ætti hann
ekki von á að hún léti leiðast eftir því. Hann
kynni að vera þræll syndarinnar sjálfur, en vel
vissi hann að í þann þrældóm gengi hún aldrei
með honum. Þetta vissi hann fyrir víst og gat
ekki að því gert að heiðra hana og virða mikils.
Hún trúði því, að hann myndi altaf virða hana
mikils. Og þetta vopn treysti hún á til að
bjarga honum, svo að þeirri blíðu vináttu sem
svo lengi hafði haldist þeirra á meðal og sterk-
ara var, óendanlega miklu þolnara heldur en
fyrsta ástin. Nú trúði hún, að hún réði meiru
við hann heldur en Kieff gerði. Ella hefði hún
alls ekki þorað að etja afli við óvininn. Ella
hefði hún beðið og leitað hjálpar hjá Kelly, sem
altaf varð öllum að liði.
Burke mátti aldrei komast að því, ef hún
gat að gert, hversu lítið hafði lagst fyrir Guy.
Ef Burke kæmist að þessu, fanst henni Guy
aldrei eiga uppreistar von. Ef hún næði til
hans, gæti opnað augu hans og hnekt áhrifa-
valdi Kieffs, þá væri sigur hennar unninn. Til
þess varð hún að bregða fljótt við, gera sína
vísu skjótt og skörulega. Ef ekki næðist í Guy
strax, væri lítil von um að bjarga honum frá'
glötun. Hún mætti til að ná í hann undireins.
Hún lokaði járnskápnum og tók lykilinn
með sér. Nú sem hún vissi sem var, þó ilt væri,
hvarf henni veikleikinn með öllu. Með sinni
gömlu, stöðugu dirfð gekk hún í stríðið, einhuga
og óttalaus. Vegna fornrar ástar, í krafti nýrr-
ar ástar þóttist hún eiga sigurinn vísan.