Heimskringla - 29.09.1937, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.09.1937, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. SEPT. 1937 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ALLIR ÍSLENZKIR LISTA- MENN ERU Nú SAMEIN- AÐIR í BANDALAGI ÍSLENZKRA LISTA- MANNA Rvík. 23. ág. í Bandalagi íslenzkra lista- manna eru 100 félagar og nær það til allra eða langflestra starfandi listamanna. íslenzkir listamenn hafa löng- um átt við þrong kjör að búa og listin hefir löngum orðið að þoka fyri baráttunni fyrir daglegu brauði. Þetta hefir og leitt til þess að j listamennirnir hafa ekki verið j framtakssamir og forystu þeirra I í þjóðfélaginu í menningsmál- unum ekki gætt eins vel og á- stæða hefði verið til og æskilegt hefði verið fyrir þjóðina. Sem betur fer, virðist vera orðin nokkur breyting á þessu. Kjör listamannanna batna, og þó er langt frá því, að þjóðin hafi nægilegan skilning á starfi, þeirra, og það er eftirtektar- vert, að um leið og kjör lista- mannanna fara batnandi rísa( þeir upp, mynda með sér samtök, hefja starfsemi fyrir framfara- málum og koma fram meira en áður í menningarbaráttu þjóðar- ( innar. Um þessa starfsemi lista- mannanna hefir verið alt of hljótt, enda er hún ekki gömul. j Þjóðin á að hlusta með athygli á alt, sem listamennirnir hafaj að segja um menningu hennar og framtíð og kunna að velja og hafna tillögum þeirra. Ekkert er eins auðvirðilegt og , skilningslaust smajaður fyrir listamönnum og listum; það er litlu betra en tómlæti fyrir list- um. Listamenn eru ekki óskeikulir dómarar á öllum sviðum, þó að í þeir standi almenningi langt framar á ýmsum sviðum. Lista- mennirnir skilja þetta betur en aðrir, að minsta kosti flestir. Þeir marka sér svið til að starfa á, og nú virðast þeir vilja láta til sín taka á þeim sviðum, sem þeir vilja vinna á. Hinsvegar eru til listamenn, sem tala um alla hluti eins og sá, sem valdið hefir. Þjóðin á auðvitað að hlusta á: þessa menn, en gæta þess, að þeir geta verið til trafala og skemda. Bandalag íslenzkra listamanna var stofnað fyrir nokkrum árum, en raunverulega hefir það ekki fengið fast form fyr en á síðast liðnu ári og jafnvel ekki fyr en á þessu ári. Á þessum árum hefir Banda- lagið verið að skapa sér fasta og viðamikla stefnuskrá. Að henni hefir ekki verið hrapað á nokk- urn hátt, og hefir hún skapast fyrir hæga þróun meðal lista- mannanna og þjóðarinnar og verður því athyglisverðari fyrir alla þjóðina. Það er ekki einungis með list sinni, sem listamennirnir hafa boðskap að flytja þjóð sinni; j þeir hafa það einnig í menning- armálunum og það sýnir hin nýja stefnuskrá. Á fundi, sem Bandalagið hélt. hér í bænum í fyrra haust, var stefnuskráih formlega staðfest, j en til að kynna hana sem bezt öllum starfandi listamönnum, var hún send til allra meðlima Bandaíagsins í bréfi og þeir beðnir að segja álit sitt um hana og senda stjórn Bandalagsins.— Hefir stjórn þess nú fyrir nokkru borist það mörg svör, að hún væntir ekki fleiri, og fyrir nokkru hefir hún gefið stefnu- j skrána út í bæklingsformi ásamt, lögum Bandalagsins og sent út. Þykir rétt að skýra hér nokk- uð frá þessari merku stefnuskrá, sem á að vera upphafið að víð- tækari starfsemi listamannanna en þeir hafa áður haft. Auk ýmissa sérmála lista- manna um réttindi þeirra o. s. frv. segir svo um almenn mál í fyrsta kafla stefnuskrárinnar: Stofnun listamannaheimilis Að stofna með tekjuöflun á ýmsan hátt Listasjóð fslands til styrktar öllum listum. Að stofna í sveit' á íslandi listamannaheimili, eitt eða fleiri> þar sem íslenzkir listamenn hafi, líkt og sagnahöfundar í klaustr- um til forna, athvarf og fullan vinnufrið, að minsta kosti um stundarsakir til skiftis. Að af þeim fimm mönnum, sem eiga sæti í Mentamálaráði fslands skuli þrír vera listamenn, þ. e. eitt skáld, einn myndlistar- maður og einn tónlistarmaður, eða að bandalagið eigi að minsta kosti fulltrúa, einn eða fleiri í Mentamálaráði. Að samvinna sé milli allra list- rænna stofnana á íslandi, Þjóð- leikhúss, Ríkisútvarpsins, Tón- listarskólans, Háskólans o. s. frv. Að halda uppi samböndum við erlend listafélög og listastofnan- ir og annast viðskifti við þau. Að haldnar verði við og við alþjóða-listasamkomur á sumrin í Reykjavík. Að um listir riti opinberalega aðeins dómbærir menn undir fullu nafni. Listahús í Reykjavík. Um myndlist segir meðal ann- ars: Að opinberar byggingar fyrir ríki-, bæjar- eða sveitarfélög skuli boðnar út til samkepni um beztu uppdrætti og að listamenn og sérfræðingar eigi sæti í dóm- nefnd. Að listamönnum verði veitt at- vinna við skipulagningu og- skreytingu opinberra bygginga að utan og innan. Að Ríkisprentsmiðjan Guten- berg haldi uppi vinnustofu fyrir listamenn, þar sem þeim veitist kostur á að vinna bæði fyrir sjálfa sig og prentsmiðjuna að listrænni bókagerð, myndagerð og myndaprentun. Að stofnað verði til árlegrar samkepni um beztu uppdrætti af frímerkjum, bankaseðlum og peningamótum til agóða fyrir Listasjóð íslands, en að lista- menn eigi sæti í dómnefnd. Að halda árlega listsýningu í Reykjavík. Að taka þátt í listsýningum erlendis og að halda þar íslenzk- ar listsýningar. Að koma upp húsi í Reykjavík fyrir listsýningar og með vinnu- stofum listamanna og samkvæm- issölum. Um tónlist Um tónlist segir: Að öll tónmentastarfsemi í skólum, stofnunum og félögum landsins verði skipulögð undir einhverri sameiginlegri yfir- stjórn til betri samvinnu og af- kasta. Að í þjóðleikhúsinu verði tón- list iðkuð jafnmikið og leiklist. Að tónlistarmenn, en ekki út- varpsráð, hafi framkvæmdavald tónleika við Ríkisútvarpið, og hafi til þess ákveðna upphæð, án íhlutunar leikmanna. Að samvinna sé milil Þjóðleik- hússins, Ríkisútvarpsins og ann- ara stofnana um opinbera list- ræna hljómleika. Að Meningarsjóður styðji tón- list jafnt sem aðrar listir. Að ekki verði fluttir inn ólist- rænir erlendir hljómleikarar, heldur viðurkendir menn, ein- göngu eftir listrænum kröfum, til hljómleikahalds og kenslu. Ríkisrekstur á kvikmyndahúsum Og um bókmentir og leiklist: Að hver hreppur landsins hafi sitt bókasafn, en að bækurnar séu keyptar, og að fyrir hvert útlán greiðist dálítil upphæð til höfundarins eða í sérstakan bók- mentasjóð. Að bandalagið hafi einn eða fleiri fulltrúa í útgáfustjórn Bókadeildar Menningarsjóðs. Að Bókadeild Menningarsjóðs hlutist til um útgáfu íslenzkra bókmenta á erlendum málum til sölu erlendis. Að þjóðleikhúsið verði starf- rækt nú þegar sem bezt í þágu allra lista. Að ríkisrekstur verði á kvik- myndahúsum á íslandi og ágóð- inn notaður til listastarfsemi í Þjóðleikhúsinu. (Þetta stefnu- atriði er til orðið án sambands við stjórnmálaflokka, enda eru listastofnanir og skemtanafyrir- tæki ríkis rekin í flestum menn- ingarlöndum). Að framkvæmdavald orðlistar og leiklistar við Ríkisútvarpið sé ekki í höndum útvarpsráðs, held- ur verði falið aðeins lærðum list- mönnum, sem hafi til þessarar starfsdeildar ákveðna upphæð, án íhlutunar annara aðila. Þetta er allmerkileg stefnu- skrá og mikil nýjung, því að und- anfarið hafa listamennirnir ver- ið mjög tómlátir með öll slík mál. Verður mikil bót ráðin á ýmsum vandamálum, ef hægt væri að hrinda í framkvæmd helztu at- riðunum í þessari stefnuskrá, og um það ættu menn að geta sameinast, því á þessu sviði hef- ir margt verið í vanrækslu og því lítill listasmekkur meðal þjóðar- innar.—Alþbl. NÝR dalai lama FUNDINN í TÍBET íbúarnir í Tíbet hafa aftur eignast Dalai Lama. Fréttin um það var símuð stórblöðum heims- ins seint í mánuðinum, sem leið frá fréttariturum þeirra í Aust- urálfu. Hvað er Tíbet og hver er Dalai Lama ? Tíbet er hluti af hinu foma Kínaveldi. Það er hæsta land heimsins í miðri Asíu, norðan Himalayafjalla. Það er álíka stórt og Þýzkaland, Frakkland, Spánn og Portugal til samans. En það er einna minst þekt af öllum bygðum löndum. Ýmsan fróðleik er þó um það að finna í ferðabókum hins fræga sænska vísindamanns Sven Hedin. Höf- uðborgin heitir Lessa og hefir 10 þús. íbúa, og alt er landið mjög strjálbýlt. Þjóðin er að þekkingu mörgum öldum á eftir tímanum og veit lítið hvað fram fer í heiminum. Tvö blöð koma út í landinu, annað þeirra mán- aðarblað, en hitt vikublað, sem er prentað austur í Nanking í Kína, en síðan flutt á úlföldum inn á hásléttur Mið Asíu. Það kvað ekki vera alveg vandalaust að annast ritstjórn þessara blaða og eiga að segja þannig frá mest umtöluðu nútímaviðburðum að Tíbetbúar hafi not af. En Dalai Lama, hver er hann ? Sá Dalai Lama, sem nú er um að ræða, er ofurlítill Tíbetdreng- ur, rúmlega 31/) árs gamall. — Hann á að hafa fæðst 17. des. 1933, og afmælinu sínu á hann það að þakka, að hann nú ber hið heilaga nafn Dalai Lama, og á að verða hæst ráðandi landsins. Tíbet er kirkjuríki, og “guðs- lög’’ eru lög landsins, þ.e. þau lög sem sett hafa verið af prestum hins heilaga Buddha. Æðsta stjórn lands og þjóðar var lögð í hendur 2ja “himinborinna” höfðingja, sem annar nefndist Panshan Lama og hinn Dalai Lama. Upphaflega voru þeir jafnir að völdum, en nú um langt skeið hefir Dalai Lama, sem býr utan borgarmúranna, verið hinum æðri og að sumu leyti einvaldur. En hin heilögu embætti eru arfgeng með sér- kennilegum hætti. Þegar Lama deyr, er það trú þjóðarinnar, að sál hans sé þegar endurborin í líkama einhvers sveinbams í Tíbet, sem fæðst hefir á dánardegi Lama. Á prestastéttinni hvílir þá sú skylda, að finna þetta barn, þannig að þjóðin fái aftur Lama sinn. Á þann hátt ríkja hinir sömu Lamar um alla eilífð yfir Tíbet, endurbornir einu sinni á hverjum mannsaldri. En hvernig fer um völd Lam- ans meðan hann er í bemsku? Um það eru fasta reglur. Ef Panshan Lama deyr, á Dalai Lama að vera fóstri hins unga Lama, og er Dalai Lama deyr, er það Panshan Lama, sem verður forráðamaður barnsins, sem á sínum tíma fær völd Dalai Lama. Af þessu leiðir, að hinn eldri Lama á hverjum tíma hefir oft- ast aðalvöldin, því að jafnvel eftir að hinn ungi Lama er orð- inn fullveðja, fer hann eftir ráð- um fóstra síns og fyrri forráöa- manns. Frá þessu eru þó undan- tekningar. Þegar Panshan Lama sá, sem nú er í Tíbet, var orðinn full- veðja, vildi hann fara sínu fram og ekki hlýða í öllu hinum eldri Lama. Baráttan endaði á þann óvenjulega hátt, að hinn gamli Dalai Lama, sem að lögum hafði meira vald, gerði hinn óstýriláta unga Panshan Lama útlægan úr landinu. Panshan Lama hrökkl- aðist þá til Mongólíu, og hefir látið þar mikið til sín taka í stjórnmálum. En þann 17. des. 1933 dó hinn aldni Dalai Lama. Samkvæmt hinum fornu venjum átti þá preStastéttin að leita uppi sál hans endurfædda meðal þeirra sveinbarna, sem fædd voru í Tí- bet 17. des., og síðan átti hinn útlægi Panshan Lama, í umboði barnsins, að taka í sínar hendur æðsta vald í landinu. En prestunum í Tíbet gekk í þetta sinn alveg óvenjulega illa að finna hina endurfæddu sál. Leitin tók þá hvorki meira né minna en hálft fjórða ár. Og allan þann tíma hefir hin trúaða þjóð lifað í ofboðslegri skelfingu út af þeirri tilhugsun að svo kynni að reynast, að hinn goð- borni andi hefði slept hendi sinni af Tíbet. En raunverulega stóð allan þennan tíma barátta milli hins útlæga Panshan Lama annars- vegar og voldugra manna úr prestastéttinni hins vegar — barátta um völdin í landinu. Og þar hafa jafnvel fleiri öfl að verki verið. Þess er vænst, að Panshan Lama muni vinna að auknu samstarfi við Kína, og þess vegna hafa líka Kínverjar stutt hann á ýmsan hátt. En talið hefir verið, að hinn gamli Dalai Lama og áhangendur hans í prestastétt, sem nú gekk svo illa að finna hann endurborinn, hafi verið undir brezkum áhrif- um frá Indlandi. En í vor var ákveðið að kalla Panshan Lama heim úr útlegð- inni. Strax og hann var kominn heim fanst auðvitað hið heilaga barn. Það verður nú Dalai Lama, hinn 14. með því guðlega nafni.—N. Dbl. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnnl & skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 151 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrceðinour 702 Confederatlon Llfe Bldg. Talsíml 97 024 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast aHakonar flutnlnga fram og aftur um bœlnn. w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLSNZKIR LÖGFRÆÐINQAR & öðru gólíi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnlg skrlístofur a8 l^ndar og Glmll og eru þar að hltta, fyTsta miðvlkudag 1 hverjum mánuði. “ MARGARET DALMAN TSACHSR OF PIANO 154 BANNINO ST. Phone: 26 42« M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAM Sérgrein: Taugasfúkdómar Lœtur útl meðöl 1 vlðlögum Viatalstímar kl. 2—4 e. h 7—8 aS kveldinu Slml 80 857 g65 vietor Bt. Japanir hafa á þessum slóðum, en fullvíst er, að þeir hafa þar tvö 6000 smálesta stöðvarskip, og Bandaríkjamenn fullyrða, að þeir hafi að minsta kosti fjögur slík skip, auk fjölda annara. Þá er kvartað yfir því, að japanskir fiskmenn fari á land í Alaska, skjóti þar hreindýr og taki vatn í óleyfi. Bæði panadiska ríkis- stjórnin og stjórnin í Washing- ton hafa rætt þessi mál við jap- önsku stjórnina, en það hefir ekki borið árangur enn sem kom- ið er, því að Japanir hafa rétt til. samkvæmt alþjóðalögum, að veiða utan landhelgi. En sú spurning, sem mest er rædd í þessu sambandi, er sú, hvort eigi sé unt að grípa til einhverra ráð- stafana, þegar mikilvæg atvinnu- grein er þannig eyðilögð af er- lendri þjóð. Hafa komið fram kröfur um rýmkun landhelginn- ar. Vegnat stöðvarskipanna er að skapast nýtt viðhorf í þessum málum. Og Canadamenn segja, að það væri furðulegt, ef Japan- ir eða hvaða þjóð önnur sem væri, ætti að haldast það uppi að eyðileggja atvinnuvegi breskra þegna — ef til vill ekki aðeins við Canada, heldur hvar sem væri í Bretaveldi, án þess að brezkir menn gæti haft þar nokk- ur afskifti af. Samvinna í þess- um málum er nú ráðgerð milli Canadamanna og Bandaríkja- manna, laxveiði þeirra til vernd- ar, en sú atvinnugrein er Banda- ríkjamönnum einum 40 milj. dollara virði árlega.—Vísir. lr. Allur útbúnaður s& bestl. _ Enníremur selur hann hMmbm mlnnlsvarða og legstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phone: lt 607 WINNIPMO Dr. S. J. Johannesion *1» Sherbura Street Talslml 80 871 VlðtalaUml kl. 8—6 a. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physlclan and Surgeon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 ,J5?yatzos Floral shop «06 Notre Dame Ave. Phone 04 064 Freah Cut Flowere Dally Plants ln Season We specialize In Weddlng & Concert Bouquets & FuneraJ Designs Icelandlc apoken thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watche* Marriage Licensea Issued 699 Sargent Ave. FISKVEÍÐAR JAPANA Japanir eru fiskimenn miklir. Stunda þeir fiskveiðar eigi að- eins á miðunum í kringum jap- önsku eyjarnar, heldur fara þeir í fiskileiðangra víða um höf, m. a. á miðin undan vesturströnd Canada og Alaska, Fiskveiðar Japana á þessum slóðum, þótt þeir stundi þær að sjálfsögðu utan lendhelgi, eru að verða al- varlegt deiluefni Japönum ann- arsvegar og Canadamönnum og þó einkum Bandaríkjamönnum hinsvegar. Japanir eru í sínum fulla rétti að stunda fiskveiðar þarna utan landhelgi, en Banda- ríkjamenn segja sem svo, að þeir stundi veiðina þannig, að þeir sé að eyðileggja alla lax- veiði í ríkjunúm Oregon og Washington tg Alaska, en þar hafa verið gerðar víðtækar ráð- stafanir til þess að skipuleggja laxveiðina þannig, að hún gengi ekki til þurðar. Japanir hafa stöðvarskip á miðunum undan Alaska og Vestur-Canada og fjölda veiðiskipa og fá þarna ó- hemju af laxi, en laxgengdin í ár Bandaríkjanna og Canada við Kyrrahaf minkar stöðugt. Nú eru eigi til áreiðanlegar skýrslur um hversu mörg og stór skip f Þýzkalandi hefir heyrst talað um eftirfarandi sögu, sem ekki er vitað um, hvort er alskostar sönn: Göbbels útbreiðslumálaráðh. var að baða sig um daginn, en hætti sér of langt út og var að því kominn að drukna, er þrír drengir b.iörguðu honum. Eftir björgunina gaf ráðherr- ann þeim kost á að óska sér ein- hvers. Einn þeirra óskaði sér að fá konfektpoka, annar leikfanga- flugvél, en sá þriðji' sagði: — eg óska þess aðeins, að eg verði jarðsettur á kostnað ríkisins. — Það var skrítin ósk, sagði Göbbels. — Ertu veikur? — Nei, svaraði drengurinn, en eg veit, að pabbi drepur mig, þegar hann'heyrir, hverjum eg hefi bjargað.—Mbl. * * * Seytján miljónir Gyðinga i Gyðingar í öllum löndum heims eru 17 miljónir talsins og þar af eru 4,500,000 búsettir í Bandaríkj unum. Lesið Heimskrlnglu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu iCCOOGOOCCOOOOCOOOOGOSOOQO! Dr. A. V. JOHNSON lSLSNZKVR TANNLÆKNIR 313 Curry Bldg., Wlnnlpeg Qegnt pÓ6thú*lnu 51ml: 9t 211 HeimiUt: II Jlf J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTORS Rental, Imurance and Financial Aoentt Siml: 84 231 80« PARIS BLDQ.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Planokennarl Kenslustofa: 701 Victor St. Siml 89 535 Orric* Phoni Res. PHon 87 398 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINO Orncr Houas: 13 - 1 4 rn - 8 r.K. lwd bt APPozvncsirr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.