Heimskringla - 13.10.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.10.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. OKT. 1937 HEIMSKRINGLA 6. SÍÐA miljón eintaka. Og sem dæmi um stórhug samvinnumannanna, má skýra frá því, að í maí í vor keyptu þeir hina stærstu og full- komnustu hraðpressu, sem til er í Englandi. Bær vefaranna — Komstu til Rochdale? — Já, Rochdale er samvinnu- mönnum nokkuð svipað og Mekka Múshameðstrúarmönn- Þar var stofnsett fyrsta kaupfélag landsins og enn er elzta kaupfélagsbúðin þar til sýnis. Alt er þar með sömu um- merkjum og þegar hún var opn- uð og götustrákarnir söfnuðust saman fyrir utan hana til að gera gys að þessu uppátæki og bæjar- félagið neitaði að láta í té gas til ljósa handa verzluninni, svo not- ast varð við kertaljós. Nú er kaupfélagið sem hinir 28 fátæku vefarar komu á laggirnar fyrir tæpum hundrað árum síðan, langsamlega öflugasta verzlun- arfyrirtæki bæjarins. f því eru 40 þúsundir manna, en íbúar bæjarins eru ekki nema 90 þús- undir. Stærsta kaupfélag heimsins. Eru ensku kaupfélögin í vexti ? — Eg skal nefna þér dæmi. f Lundúnaborg er stærsta kaupfé- lag heimsins. Það telur nú 690 þús. félagsmenn. f janúarmán- uði ár hvert er af mesta kappi rekin útbreiðslustarfsemi. f janúar í vetur gengu 40 þús. nýrra meðlima í félagið. Kaup- félag þetta hefir 16 þús. fasta starfsmenn, matvörubúðir svo hundruðum skiftir, sex stór vöruhús og margar verksmiðjur. Árið 1920 voru tvö kaupfélög í Norður-London sameinúð í eitt, London Cooperative Society. Síð- an hefir vöxtur þess verið ákaf- lega ör. Boði sameining kaup- félaganna tveggja í okkar litlu höfuðborg svipaðan viðgang, þá er vel farið. “Vive Blum!” Eg skrapp til Parísar á leið minni til Norðurlanda og sá heimssýninguna. Fyrsta daginn, sem eg var í París, var eg við- staddur hátíðahöld, sem fram fóru til minningar um franska stjórnmálaleiðtogann Jaures, er skotinn var til bana rétt fyrir heimsstyrjöldina, þar var sam- ankominn gífurlegur mannfjöldi °g var haldið í skrúðgöngu af < Bastillutorginu til Panthéon, þar sem flest stórmenni Frakka Lvíla. Þar kom Léon Blum fram °g hélt ræðu. Þegar fólkið kom au&a á hann var alstaðar æpt: “Vive Blum!” (lifi Blum). Að lokinni ræðu hans, ætlaði fagnað- arlátunum aldrei að linna. Þarna kom fylking franskra sjálfboða-i liða, sem barist höfðu í liði spönsku stjórnarinnar.. Hvar sem þeir fóru, voru þeir hyltir j af fólkinu, sem hrópaði í sífellu: “Fallbyssur handa Spáni!” Ung- ir, frjálslyndir menn gengu í stórum sveitum um hátíðasvæðið og sungu franska. þjóðsönginn, l’Marseilaisen. Það var bæði hiti í loftinu og fólkinu þennan dag. f Svíþjóð — Lagðirðu ekki leið þína til Svíþjóðar? — Jú, eg heimsótti sænska sambandið og kynti mér einkum námshringi sænsku félaganna og sat þar námskeið, sem haldið var fyrir forstöðumenn námshring- anna. Eins og kunnugt er, eru sænsku samvinnufélögin í örum vexti og kaupa hverja verksmiðj- una á fætur annari. Rétt áður en eg kom til Svíþjóðar, höfðu þau fest kaup á stærstu postulíns- verksmiðju landsins. Skömmu áður en eg hélt frá Stokkhólmi, tilkynti forstjóri út- breiðsludeildarinnar mér, að sænska sambandið byði einum fslendingi árlega ókeypis dvöl við samvinnulýðháskólann í Jakobs- berg. Getur einn íslendingur notið þessara hlunninda þegar í vetur. Næsta sumar býður sænska sambandið fimm eða sex sam- vinnumönnum frá íslandi í ferða- lag um Svíþjóð til þess að kynn- ast samvinnustarfsemi Svía. Áður en eg fór úr Svíþjóð las eg yfir síðustu prófarirnar af bók Thorsten Odhe um ísland og íslenzkan samvinnufélagsskap. Bók þessi kemur út seint í þess- um mánuði og verður hin prýði- legasta í alla staði gefin út í stóru upplagi og skrýdd hundfað myndum.—N. Dbl. ÍSLANDS-FRÉTTIR Loðdýra-lánadeildin tekur bráðlega til starfa H. J. Hólmjárn framkvæmda- stjóri hefir verið settur ráðu- nautur í loðdýrarækt samkvæmt lögum frá seinasta Alþingi. Þriggja manna nefnd, H. J. Hólmjárn tilnefndur af Loðdýra- ræktarfélaginu, Bjarni Ásgeirs- son, tilnefndur af Búnaðarbank- anum og Metúsalem Stefánsson tilnefndur af Búnaðarfélaginu, vinnur nú að því að semja reglu- gerðir samkvæmt sömu lögum um loðdýralánadeild við Búnað- arbankann, loðdýrasýningar o. fl. Má gera ráð fyrir að deildin geti tekið til starfa strax á þessu ári. Fjöldi umsókna um lán úr loð- dýradeildinni hafa þegar borist til bankans og sömuleiðis hafa innflutningsnefndinni borist margar umsóknir um leyfi til að flytja inn loðdýr frá Noregi. Mikill hluti umsóknanna er frá bændum, sem eru búsettir á fjár- pestarsvæðinu. Virðist þar mik- ill áhugi fyrir að vinna tjónið af fjárpestinni upp að einhverju leyti með þessari nýju atvinnu- grein. Þessar aðgerðir hins opinbera munu alveg ótvírætt stuðla mjög að því að loðdýraræktin verði al- mennari atvinnuvegur heldur en hún hefir verið, eða sízt van- þörf á að leita að nýjum leiðum til bjargar, þegar svo syrtir að sem nú hefir gert af völdum sauðfjárpestarinnar. Þess var heldur engin vanþörf að skipa ráðunaut í loðdýrarækt, þar eð landsmenn eru að vonum fáfróð- ir um meðferð loðdýra. Ætti leiðbeiningastarf hans að geta forðað frá mistökum, sem ann- ars hlytu að eiga sér stað. —N. Dbl.8. sept. * * * Nýi barnaskólinn í Þykkvabæ Mjög myndarlegt skólahús hefir að undanförnu verið í smíð- um í Þykkvabæ í Rangárvalla- sýslu, og er nú senn lokið að ganga frá því. Mun það verða tekið til fullrá afnota í haust, en samkvæmt upplýsingum fræðslu- málaskrifstofunnar eru alls um 30 börn á svæðinu því, sem nýtur góðs af skólanum. Þetta er ein- hver veglegasti barnaskóli, sem til er í sveit, og stendur á falleg- asta staðnum, er völ var á í Þýkkvabænum, í miðju túni eins bóndans. Bygging þessa skólahúss var hafin í fyrrasumar og voru vegg- ir þess steyptir og því komið undir þak áður en vetur gekk í garð. Var eitthvað unnið við húsið í vetur og var því svo langt komið, að nokkur kensla gat farið þar fram síðari hluta vetr- arins. Eins og þegar hefir verið tek- ið fram, er þetta skólahús hið myndarlegasta og mjög vandað. Kenslustofan er rúmgóð og leik- fimissalur, sem jafnframt skal vera samkomusalur Þykkvbæ- inga, er hinn prýðilegasti. Leik- sviði er þar komið fyrir ásamt herberjum fyrir leikendur. Þetta veglega hús skapar því íbú- um hverfisins betri aðstöðu og möguleika til fjölbreyttara skemtanalífs, jafnframt því, sem það er mentasetur. Skóli þessi verður fyrst um sinn heimangönguskóli, en til- lögur hafa verið gerðar um að byggja við hann heimavist, enda sameinaðist þá um hann stærra Vestmenn Ort í tilefni af 60 ára afmæli séra Rögnvalds Péturssonar, 14. ág. 1937. Sem gnoð, er siglir með seglin þönd, svífur kveðja frá íslands strönd, Vestmenn, til yðar vestur. Hann fer eldi um yðar lönd, hinn ósýnilegi gestur. t Hann ér Andinn norræni, fslands sál, sem yður þylur sín hjartans mál bæði hátt og í hljóði. Hann hefir kveikt sín kærleiksbál og kyndir þau bezt í ljóði. Því er mér hugljúft að helga yður brag. Hljóti vor samskifti og bræðralag framtíð forkunnarbjarta. Og fsland segir við yður í dag: “Þér eigið mitt brennandi hjarta. Eg sendi yður eldinn, sem guð mér gaf. Alt gott og fagurt hann veki, er svaf í anda yðar og geði. Vestmenn, eg sendi yður ‘vestur um haf minn vordrauml og sköpunargleði! Eg sendi yður jöklanna hreinleik í hug, og hamranna orku, er vísar á bug öllum veikleik, er veldur ótta. Eg sendi yður álftanna fegursta flug og frið minna björtu nótta. Eg fallvatna sendi yður fagran straum, — hinn ferska, syngjandi vatnaglaum. . . . Eru ekki gjafirnar góðar? Vestmenn, eg sendi yður vökudraum um vor hinnar íslenzku þjóðar.” -N. Dbl. Slík er kveðjan, í förum fljót, sem fer undan lands vors hjartarót, Vestmenn, til yðar vestur. Frá fslandi kemur með ástarhót hinn ósýnilegi gestur. . . . Grétar Fells. bygðarlag. Það er vert að veita því at- hygli, að alla hina almennu vinnu við skólabygginguna hafa Þykkvbæingar int af höndum sem þegnskyldustarf. útlagður kostnaður við byggingu hússins hefir því einungis orðið þær fjár- hæðir, sem þurft hefir að greiða fyrir aðkeypt efni, flutning á því og vinnu faglærðra manna. Með slíkum hætti reistu Þykkvbæing- ar og kirkju sína fyrir allmörg- um árum síðan og veg hafa þeir lagt gegnum hverfið og unnið að honum án kaups. Þessi sam- hjálp hefir einmitt gert kleift að hrinda umbótunum í frám- kvæmd. Margar hendur hafa unnið létt verk, sem ella hefði orðið þungt. En í búskap Þykkv- bæinga gætir líka mjög sameig- inlegra átaka, meðal annars við nýtingu Safamýrar, og er það til fyrirmyndar.—N. Dbl. 1. sept. * * * fslenzki kraftajötuninn, sem vekur undrun á Norðurlöndum fslenzki kraftajötuninn Gunn- ar Salómonsson hefir nú dvalið í rúmt ár erlendis. Lengst af hef- ir hann dvalið á Norðurlöndum. Hann fór sem kunnugt er með Olympíuförunum til Þýzkalanda í fyrra sumar, en kom ekki heim aftur. Hann langaði að freista gæfunnar erlendis, vildi sýna kraftayfirburði sína og honum hefir sannarlega tekist það. — Hann hefir nú í tæpt ár ferðast um Danmörku, Noreg og Sví- þjóð, og hefir hann sýnt listir sínar nú þegar fyrir tugum þús- unda áhorfenda. Er hann nú sem stendur fast- ráðinn hjá Cirkus Berny, sem er frægur norskur cirkus, og hef- ir hann föst laun hjá félaginu, en sýnir á skemtunum þess. Al- þýðublaðinu hafa borist úrklipp- ur úr fjölda mörgum blöðum á Norðurlöndum, og virðist sem þeir, sem hafa séð Gunnar reyna krafta sína, hafi alveg fallið í stafi yfir afrekum hans. “Við héldum að það væri lýgi, áður en við sáum, en eftir það vissum við að frásögnin um krafta þessa undursamlega íslendings var sannleikanum samkvæm,” segja blöðin næstum því samhljóða. Sumstaðar hefir Gunnar Saló- monsson reynt krafta sína við kraftajötna af staðnum, þar sem hann hefir sýnt og alls staðar unnið sigur. Hefir hann og lof- að hverjum þeim 500 krónum, sem geti leikið listir hgns betur en hann sjálfur, en enn sem kom- Fjárpestin gerir vart við sig utan varnargirðinganna Rvík. 23. sept. Það hefir nú verið endanlega ákveðið að Heggstaðanes, sem er milli Hrútafjarðar og Miðfjarð- ar, verði afgirt og tilraunir gerð- ar með það, hvort ósýkt fé geti sýkst af því að vera til beitar á landi, þar sem sýkt fé hefir verið áður. Eru í Heggstaðanesi 9 bú- endur og hefjr öllu sauðfé þeirra verið slátrað, alls um 2000 fjár. Verður svo keypt ósýkt fé, senni- lega frá Kópaskeri, og flutt þangað í haust. Það hefir komið í ljós við smalamensku undan- Banamein hans var magablæð- farið, að fé hefir gengið á milli ing' Sr- Jakob var a sínum tíma sýktu og ósýktu svæðanna, þrátt einn af brautryðjendum ung- fyrir verði þá, sem hafðir hafa menuafélagsheyfingarinnar hér verið til að hindra slíkar ferðir á ,andi’ enda hinn glæsilegasti atgerfismaður á margan hátt. En heilsubrestur hreif hann frá störfum á bezta aldri. —N. Dbl. 18. sept. * * * Setning Háskólans Setning Háskóla íslands fór in til starfa, ætti að vera auðvelt fyrir Hafnamenn og Njarðvík- inga að skifta við Kaupfélagið, en á því geta náttúrlega verið ýmsir örðugleikar, meðan það hefir ekki opna búð í Keflavík. Kolasalan hefir gengið mjög vel hjá félaginu undanfarna daga og hefir það naumast haft undan að afgreiða þær mörgu pantanir, sem því hafa borist daglega.—N. Dbl. 19. sept. * * * Séra Jakob ó. Lárusson fyrv. prestur að Holti undir Eyjafjöllum andaðist í fyrrinótt. þess. Þannig hafa t. d. þrjár kindur komist austur yfir | Blöndu og 20 kindur úr Húna-i vatnssýslu fundust í fé Biskups- tungnamanna. Hafa þær senni-! lega sloppið yfir hjá varðmönn- um á Kíli áður en girðingin þari komst upp. Kindur þessar voru fram 1 neðrideildarsal Alþings kl. reknar aftur norður til Blöndu- f- h- í &ær- ið er, hefir engum tekist það. Fjöldi blaða hefir haft tal af Gunnari. Segir hann í þessum viðtölum frá æfi sinni og lífs- venjum og er auðheyrt, að hann þakkar hreysti sína aðallega það að hann drekkur mikla mjólk, borðar lítið kjöt og neytir ekki áfengis eða tóbaks. Hann skýrir frá því í viðtölunum að bróðir hans sé enn meiri kraftajötun en hann sjálfur, og mun hann þar eiga við Lárus, sem er eins og kunnugt er, ákaflega sterkur. Blöðin ljúka upp einum munni um það, að önnur eins krafta- afreksverk og þau, sem Gunnar sýnir, hafi ekki sézt áður í Dan- mörku eða Noregi, og telja þau hann éinhverja undursamlegustu manneskjuna, sem þar ferðist um. Ýmsir þektir íþróttamenn hafai sagt álit sitt á, Gunnari, sem kraftajötni, þar á meðal meistarar í ýmsum kraftaíþrótt- um og eru ummæli þeirra á sömu lund og blaðanna, sem getur hér að framan. Gunnar heifir í hyggju að dvelja áfram erlendis meðan hann hefir nóg að gera og af blöðunum að dæma, er ekki ann- að sjáanlegt, en að hann muni hafa nóg fyrir stafni fyrst um sinn á Norðurlöndum — og síðar ef til vill víðar um Ervópu. —Alþbl. 8. sept. * * * Borgfirska f járpestin á Ströndum Borgfirska fjárpestin hefir nú j komið í ljós á tveimur bæjum í Strandasýslu, á svæði því, sem j áður var talið algerlega ósýkt. I Þessir bæir eru Krossárbakki í j1 Krossárdal í Bitru og Þrúðardal- j ur í Kollafirði. Það er talið full- j víst, að sýkingin hafi átt sér stað í fyrrasumar eða í réttum í fvrrahaust, þótt veikinnar hafi ekki gætt fyr en nú. Vestfjarðakjálkinn var áður talinn algerlega ósýkt svæði og hafði tvöfaldri girðingu verið komið upp milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, til að útiloka allar sauðfjársamgöngur þar. Að svo stöddu er ómögulegt að segja hve víða veikin kann að leynast í fé á Ströndum, en að sjálfsögðu verða lungu úr öllu sláturfé rannsökuð gaumgæfi- lega, þar sem um það getur verið að ræða, að sýking hafi átt sér stað. Að gerðum þeim athugun- um verður fyrst unt að kveða á um hvað gera beri til að bjarga því, sem bjargað verður. —N. Dbl. 8. sept. óss, og var þeim slátrað þar í gær, til að ganga úr skugga um, hvort þær væru sýktar. Verður Hreppamönnum ekki leyft að flytja fé sitt yfir Hvítá fyr en úr því fæst skorið. En þeir eiga þar a. m. k. 300 kindur, sem gengið hafa í fé Biskupstungna- manna. Þá hefir orðið vart við sýkt fé á svæðum, þar sem ekki var vit- anlegt að veikin væri komin. i eins og t. d. vestan Snæfellsness-! girðingar, á afgirta svæðinu milli Bitru og Gilsfjarðar að norðan og Hvammsfjarðar og Hrúta- fjarðar að sunnan, og á Hval- fjarðarströnd. Á Skagaströnd hefir veikin líka komið upp á ein- um bæ, en alt fé á þeim bæjum, j þar sem sýkt fé fanst í vor, hafði þá verið flutt þaðan og menn þannig gert sér vonir um að sleppa við frekara tjón af völd- um hennar þar.—N. Dbl. * * * Frá starfsemi Kaupfélagsins Hafa um 30 nýir stúdentar þegar innritast í háskólann að þessu sinni, en von mun á fleir- um. Skiftast nýliðarnir þannig milli deilda: 15 í lagadeild, 13 í læknadeild, 2 í guðfræðideild og 1 í heimspekideild. Þegar skól- anum lauk síðastl. vor voru 12 nemendur í guðfræðideild og 60 í lagadeild. Má gera ráð fyrir 1 að langflestir þeirra verði í há- I skólanum áfram, þó ekki séu all- I ir komnir enn til bæjárins. Þá er von á nokkrum útlend- ingum í heimspekideildina, aðal- lega Þjóðverjum. Má sennilega gera ráð fyrir að 180—190 stúdentar sæki nám í háskólanum næstk. vetur. —N. Dbl. 19. sept. Rvík. 19. sept. Hin nýja glervöru- og búsá- haldabúð Kaupfélagsins vakti mikla athygðli vegfarenda í Bankastræti í gær. Er allur frágangur á glugga- sýningum og innréttingu hinn smekklegasti og virðist jafn- framt mjög haganlegur. Hefir verið reynt að fylgja sem mest fyrirkomulagi slíkra verzlana hjá sænskurp kaupfélögum, en þau eru viðurkend fyrir að standa í fremstu röð í þessum efnum. í Keflavík hefir Kaupfélagið ekki haft nema pöntunaraf- greiðslu fram að þessu, en nú er verið að innrétta þar búð, sem ráðgert er að verði opnuð um miðjan næsta mánuð. Verður hún aðallega fyrir matvörur, en auk þess verða þar deildir fjrrir glervöru- og búsáhöld og algeng- ustu vefnaðarvöru. Verður kapp- Nýtt útvarp Því hefir verið ráðstafað af framkvæmdanefnd Hins ev. lút. kirkjufélags ísl. í V.heimi að út- varpað verði af þess hálfu stuttri guðsþjónustu frá CJRC stöðinni í Winnipeg föstud. 22. okt. kl. 8.30—9 e. h. Ráðstöfun er gerð að útvarpið verði endurtekið frá stöð í Yorkton, Sask. Við þetta tækifæri syngur Mrs. Grace Johnson, en forseti kirkjufélags- ins séra K. K. ólafsson flytur prédikun. Áframhald þessa fyr- irtækis er undir komið stuðningi frá almenningi. Allar gjafir til þessa útvarps má senda til hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg. K. K. Ó. í kveldboði var verið að tala um fræga filmstjörnu. Einn sagði: — Hún er tiltölulega ung enn- þá, tæpra 40 ára. — 40? Nei, nú eruð þér að gera að gamni yðar, sagði annar. — Eg hefi sjálfúr talað við hana í Englandi í fyrra og þá sagðist hún vera 45 ára. — Já, í Englandi, sagði sá kostað að hafa búðina sem full-j þriðji. En þið verðið bara að gá komnasta. Eftir að hún er tek-1 að gengismuninum.—Alþbl. VERIÐ VELKOMIN A LAUGARDAGS-SPILAKVÖLÐIN SAMBANDSKIRKJUSALNUM okt. Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 16. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila; fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður ekki vikið. Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door prize) og svo aðalverðlaun eftir hver fimm kvöld. Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja og ýmsar skemtanir. Munið þér eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. vetur á þessum spilakvöldum! Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8 e. h.! Umsjón þessara skemtana hefir deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.