Heimskringla - 13.10.1937, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.10.1937, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. OKT. 1937 Dagur rann yfir sléttuna og þann strja. bygða bæ með glóandi hita líkt og af miklu báli og hún sá litum bregða til norðurs og fjöil- in í himneskum birtubrigðum. Hún hallaði sér út um vagnglugga til að njóta þeirrar sjónar og horfði á alla veröldina laugast roðagulli. Þá gat hún ekki að gert, að orð Burkes flugu henni í hug, og þeim fylgdi mikill kraftur: “Við skul- um fara tvö saman til hátinda heimsins!” Augu hennar fyltust alt í einu tárum og hún hneig í sætið í því lestin kiptist á stað. Hún flutti hana suður á við, nú varð ekki að því gert, og nú voru lönd morguns ársins að baki . . . Seinna þóttist hún sjá að það ferðalag hlaut að hafa illan enda. Lestin fór af stað einni klukkustund síðar en ætlað var. Svo var staðið við æði víða og loksins varð eitthvað að vélinni, svo að hersingin hlaut að stansa úti á auðum víðavangi, í klettum og klapparholtum, sem hvergi sú útúr nema í heiðan himin og heit- an, steikjandi heitan af sólarglóð, en sandflug- ur flögruðu í þykkum mökkum og leituðu al- staðar á. Aldrei hafði Sylvía lifað lengri dag, aldrei hélt hún að henni myndi úr minni líða óþefurinn af kaffirunum. Hún þekti engan af þeim fáu hvítu mönnum sem á lestinni voru. Algert vonleysi gagntók hennar ráðþrota sál. Þegar á leið daginn, og hún hafði ætlað sér að vera langt komin til baka, kom loksins hjálp og þrem stundum síðar skriðu þau inn á stöðina í Brennerstadt, ryki þakin, skrælnuð af hita, svöng og þyrst. Alt var skárra en hanga að- gerðalaus á sama stað, hún hjarnaði við þegar hún steig af lestinni, það var ekki alveg von- laust um að ef þau Guy færu strax af stað ríðandi, eða með næturlest, að þau næðu til Blámúlastaðar áður en Burke kæmi. Sú von var lítil að vísu, en hún gat ekki hugsað sér að þessi harðsótta tilraun sín yrði árangurslaus. Ef hún aðeins næði í Guy fljótt — ó fljótt! Hún hljóp við fót útaf stöðinni, svo mikið lá á. Hún stefndi ósjálfrátt til hótelsins þar sem hún hafði gist á sinni giftingarferð, þangað var ekki langt, enda datt henni ekki annar stað- ur í hug. Bærinn var fullur af fólki — karl- mönnum mestmegnis, af öllum þjóðum og tungumálum, hélt hún, og hörundslitum. Hún fór um ösina eins hratt og hún gat, reyndi að forðast að láta nokkurn koma við sig, og þegar hún kom að hótelinu stóð hún við, var smeyk við að fara inn. Þá var kveldsætt, hún hrestist við að finna svala sólarlagsins á andliti sínu, glóðheitu, og þá rann af henni það ómegin sem hafði sótt að henni. Eigi að síður kom hún sér ekki að því að fara inn, þar til einn gekk að henni af þeim hóp sem stóð hjá dyrunum, stór maður og þreklegur, og leit í augu hennar bros- leitur með miklum losta, þá tók hún sig til, rétt- ist upp og vatt sér hjá honum með ófrýnum svip; þá sem köstuðu orði á hana um leið og hún fór inn hjá þeim, lézt hún hvorki heyra né sjá. Hún kom inn í víðan gang og langan, við innri enda hans stóð stúlka fyrir innan borð og rýndi á stóra bók, ljósrauð á hár og brún, sú leit upp á hana og segir snúðugt: “Hér er fult og fram yfir það. Reyndu á hinum staðnum” og nefndi annað gistihús. Þar með grúfði hún sig aftur yfir bókina, en Sylvía stóð grafkyr og studdist við borðið, hana svimaði. Svo segir hún eftir dálitla stund: “Eg vildi aðeins spyrja, hvort Mr. Ranger sé hér.” “Hver þá?” sagði stúlkan og leit upp. — “Hana nú! Hvað er að ?” “Hvort Mr. Ranger — Mr. Ranger — sé hér staddur,” svaraði Sylvía, henni var farið að sortna fyrir uagum. Stúlkan brá við og gekk undan borðinu til hennar. “Já, eg held hann sé héma — eða komi hingað að minsta kosti, því hér hefir hann herbergi. Komdu innfyrir og hvíldu þig, mér sýnist þú þurfa þess með. Þú ert Mrs. Ranger er ekki svo? Mér finst eg kannast við þig.” “Já” sagði Sylvía. Hún hafði sig alla við að halda stillingu og fullri meðvitund, orkaði ekki að hefja tal um erindi né skýra frá mála- vöxtum, varð fegin að styðja sig við stúlkuna. “Komdu og hvíldu þig,” sagði stúlkan enn. “Eg býst við hann komi bráðlega. Þeir láta allir óðslega útaf þessum gimsteini, allir í þess- um bæ ætla sér happið. Þeir líta varla við hrossahlaupunum. Seztu hérna og hvíldu þig, meðan eg sæki þér hressingu.” Hún leiddi Sylvíu inn í afklefa og setti hana í hægindastól, kom svo aftur að vörmu spori með bollabrík og tekönnu og ljúffengu léttmeti og segir: “Þetta er það sem þú þarft með. Fáðu þér saðningu og farðu svo upp og legstu fyrir í hans herbergi, þangað til hann kemur.” Eftir það fór stúlkan til sinnar fyrri iðju, lokaði á eftir sér og lét Sylvíu eina um að safna kröftum. Henni skildist, hún mætti til að nærast, annars yrði hún algerlega vanmegna til að reka erindið. Hún vonaði af öllu hjarta, að Guy kæmi sem bráðast — sem allra bráðast. Hún hafði fengið vissu um að næturlest færi til Ritzen. Hana gætu þau tekið. Enn voru tveir dagar þar til dregið yrði um gimsteininn. Hún bað þess í hljóði, að hann væri ekki búinn að leggja pen- ingana í það, að hann hefði þá á sér. Hún neytti framborinna rétta, af vilja fremur en lyst, og hrestist mikið. Jafnframt lagði til hennar óm af tali ókunnugra manna og ókyrleik af umgangi, þar til hún hélt stúlkan hefði gleymt henni, í önnum sínum, svo hún stóð á fætur og lauk upp. Stúlkan var enn á sama stað, leit upp snögglega sem áður og segir: “Þetta þú, Mrs. Ranger? Hann er ókominn enn. En eg skal fylgja þér upp. Þar er rólegra og betra að bíða. Eg skal láta hann vita undir eins og hann kem- ur.” Sylvía var trauð til, en hún þóttist ekk: geta átt tal við Guy í viðurvist ókunnugra og víst var klefinn ekki til heimulegs viðtals. Guy myndi verða hverft við að sj£ hana og blygðast sín. Enginn mátti sjá hann á þeirri stund nemr hún ein. Af þessu lét hún þetta svo vera, fór með stúlkunni til þess herbergis sem honum var ætlað, en sú vinveitta vikamær lofaði að senda hann þangað strax og hún sæi hann. Herbergið var á efsta lofti, lítt búið en ekki óvistlegt, með stóran glugga að götunni, við hann settist hún og lagði hlustirnar við umferðinni. Hún var þreytt, mjög þreytt en ekki örmagna.. Eftir litla stund seig á hana mók, hún kastaði ekki frá sér þeirri værð, fullviss um að hún hrykki upp við umgang. Og í þann mund sem rökkrið færðist yfir bæinn, sofnaði hún eins og barn, með höfuðið upp að bakinu á gulum tágastól en hárið á henni blikaði við húminu. Hún vaknaði ekki við fótatak á ganginum né við það að hurðinni var lokið upp. Hún vakn- aði mörgum stundum síðar, ekki við hljóð né há- vaða, heldur við það að henni fanst hún mætti til að vakna, fanst hún vera að fara fyrir horn svo hvast, að hún þyrfti að taka á öllu sem hún ætti til af viti og kröftum, til þess henni hlekt- ist ekki á. Hún hrökk upp af svefninum og sagði: “Guy!” Hún sá í svefnrofunum að búið var að kveikja og svo gat hún ekki komið fyrir sig orðum, sagði aðeins í lágum hljóðum, eins og sá sem varpar öndu yfirkominn: “Ó!” Burke var þar kominn, hallaðist upp að hurðinni og horfði á hana með þeim svip sem setti að henni hræðslu, henni fanst í andfælun- um að svona væru morðingjar á svipinn. XII. Kapítuli. Hann sagði ekki neitt, bara stóð kyr og horfði á hana, rétt eins og hann hefði aldrei séð hana fyr, augun hvöss og köld sem ís. Hún tók nú fyrst eftir því hvað munnsvipurinn var grimmlegur. Hún varð fyrri til máls, það virtist svo ómögulegt að þegja. “Burke! Hvað — er að ?” Hann brá við, snaraðist til hennar, horfði enn fast á hana og segir :“Hvað ertu að gera hér ?” Henni stóð ógn af honum, hann var svo hræðilega svipþungur, samt glúpnaði hún ekki heldur spratt upp, horfði öndverð við honum og svaraði: “Eg kom að finna Guy.” Hann rendi augum í kring, mjög biturlega. “Þú bíður hans hér?” Enn kom á hana, hún roðnaði upp á enni. “Mér var sagt hann kæmi hingað.” “Hvaða erindi áttu við hann?” Það var eins og hann hlustaði ekki á hvað hún sagði, og svo frekur var hann og aðsúgsmikill, og horfði svo hvast á hana og spurningin fanst henni svo nærgöngul, að henni varð orðfall. Þá greip hann í sömu svipan á öxlinni á henni og þá þótti henni sem hún hefði aldrei vitað fyr hvað reiði var.# Allir kraftar mannsins virtust þyrlast í einn brattan boða sem stefndi gnæf- andi á hana. “Segðu mér hvað þú vilt honum!” sagði hann. Hún skalf frá hvirfli til ilja, eins og hún hafði verið barin með svipu. “Burke! Hvað á þetta að þýða ? Þú — þú hlýtur að vera geng- inn af vitinu!” “Svaraðu mér!” sagði hann. Hann herti takið og nú var ekki augna svipurinn kaldur, þau voru snör og loguðu sem bál. Hjartað í henní barðist og titraði eins og vilt skepna sem ólmast til að sleppa úr kví. “Eg veit ekki hvað þú meinar,” sagði hún móð. “Eg hefi ekki gert neitt rangt. Eg fór á eftir honum til að — til að fá hann til að koma heim aftur.” “Af hverju fórstu þá leynilega?” sagði hann. Hana hrylti við þeim áfjáða gæg í augum hans. “Eg vildi tala við hann einan.” “Til hvers?” Enn þótti henni sem hún væri slegin svipu. Hún greip andann með lágu veini. “Til hvers?” spurði hann enn. “Svaraðu mér! Svaraðu mér!” Hún svaraði honum ekki. Gat ekki svarað. Og í þeirri þögn sem þar næst gerðist, fanst henni eitthvað innra með sér kippast við, sprikla í fjörbrotunum og deyja. “Líttu á mig!” sagði hann. Hún leit upp á hann, náföl í framan. Þau horfðust í augu og hans vítis kvalir tóku til hennar og umluktu hana. “Segðu mér eins og er! Eg kemst að því ef þú lýgur. Hvenær sáust þið seinast?” “Það er langt síðan,” sagði hún og hristi höfuðið. “Fjarska langt. Áður en þú fórst að heiman.” Sú stund stóð henni alt í einu fyrir hugskots sjónum, bros hans, handaband, burt- för hans. Hún kendi til eins og hún hefði fengið högg fyrir brjóstið. “Hvar varstu í nótt?” sagði hann. “f Ritzen.” Henni fanst hún tala ósjálf- rátt, að hún sjálf stæði álengdar, tilfinningar- laus. “Þú komst hingað með lestinni þá — varstu ein?” Enn svaraði hún með sama hætti: “Já — ein.” “Þið höfðuð þá aftalað að hittast hér?” Þessi barsmíð, þessi hýðingar hríð dundi enn yfir, hún undraðist hvað sljó hún var, hve lítið hana kendi til. En samt átti hún von á að viðkvæmni sín vaknaði og kveið sárt fyrir. Hún svaraði viðstöðulaust: “Nei — eg kom á eftir honum — hann veit ekki að eg er hér.” “Og samt læturðu sem þú sért konan hans?” Þá brá henni, hún svaraði hratt: “Það átti ekki svo að vera.” “Svo er sem þú segir,” svaraði Burke. “Verra bragð gaztu ekki gert sjálfri þér. Það er bágast að þú skulir leggja það ómak á þig að ljúga að mér. Þú hefðir haft betra af að segja satt.” Hann slepti takinu og sneri frá henni með fyrirlitning. Henni létti svo mikið við að sleppa, að hún hugsaði ekki útí hvað til kom, þar til henni hugsaðist að hann ætlaði að leita Guy uppi. Þá fór af henni slenið, hún snaraðist hjá honum, stóð fyrir hurðinni. Hún gat ekki hleypt hon- um út með þenna ískyggilega morðingja svip. “Burke! Burke! Hvað ætlarðu að gera?” Hann brá vörunum lítið eitt svo að glitti í tennurnar. “Það fær þú að frétta seinna. — Lofðu mér út!” En hún lét ekki undan, brjóstin gengu upp og niður eins og af ekka, þó engin kæmu tárin, af þeirri angist sem gagntók hana. • “Þú — þú mátt ekki fara. Ekki — ekki — svona! Burke, heyrðu hvað eg segi. Eg sver þess dýran eið — að —að . . .” Hann tók fram í. “Það er óþarfi. Ef kvenmaður kemst í vandræði, þá er eiður henn- ar einskisvirði. Eg skal sinna þér seinna. Lof mér út!” Sú skipun var stutt og hörð. En samt lét hún ekki undan honum, reyndi af öllum kröft- um að stilla æsinguna, halda kjarki og þoli. — “Eg skal ekki!” sagði hún. Hann skifti um svip, þegar hann sá að hún bauð honum byrginn. Brjóstin á henni gengu upp og niður af mæði, en hún var keik til að ssjá og hnarreist, sú grannvaxna snót, til ýtrustu mótstöðu búin. Nú varð þögn—hræðileg þögn, aðeins andardráttur hennar, tíður og erfiður, þau horfðust í augu, hún varð vör svipbrigð- anna á honum en stóð það af sér, nú gat hún ekki snúið aftur. “Þér er betra að hleypá mér út,” sagði hann með ískaldri ró, eftir æðilanga stund. Henn brá við þá stálhörku sem á honum heyrði. Var þetta Burke — góðmennið sem hún hafði treyst og stuðst við frá því hún kom í þetta ó- kunnugra land ? Vissulega hafði hún aldrei hitt hann fyr en á þessari stundu. “Ljúktu upp!” sagði hann. Hún skalf við, snerist að dyrunum, öll til hlýðni snúin. En í sama vetfangi hvarf henni Guy í hug — Guy í hættu, jafnvel lífsháska. Hún hikaði við örlitla stund, en allar hvatir hennar eggjuðu til að láta undtn, hún barðist við þær unz hún greip lykilinn, læsti af og kipti út lyklinum, hélt á honum svolitla stund, stakk honum svo í barminn. Hún var hvít í framan en augnasnör þegar hún sneri sér við og leit á mann sinn. “Kannske þú viljir trúa mér — nú!” sagði hún. Hann greip um úlnliðina á henni og sagði: “Kona, veiztu hvað þú ert að gera?” Hún hrökk undan þeim eldi sem brann í augum hans, en eigi að síður kviknaði ný orka innra með henni, þegar hún þurfti mest með. Hún kastaði frá sér hræðslunni. Hún hafði tekið þann eina kost, sem henni fanst möguleg- ur, hún vildi ekki líta aftur. “Þú mátt til að trúa mér — nú!” sagði hún mjög móð. “Þú víst trúir mér!” Hann tók ógurlega fast á, líkt og gildra læstist að úlnliðum hennar, og enn harðara var að þola tóninn í rödd hans: “Af hverju ætti eg að treysta þér? Hefirðu nokkurntíma gefið mér ástæðu til að treysta þér?” “Þú þekkir mig,” svaraði hún og nú fór henni að daprast kjarkurinn. Hann hneggjaði við, því varla var það hljóð sem hann gaf af sér, hlátri líkt. “Þekki eg þig? Hefi eg nokkurntíma verið þér eins nær- kominn og þessi djöfull sem hefir fengið óorð af kaffira kvenfólki frá því fyrsta hann kom j hingað.” Alt hennar kveneðli hrökk við af grimdinr í þessum orðum, með óumræðilegum hryllingi, en hún lét sig ekki samt. “Þú þekkir mig kannske ekki mikið, en þú þekkir mig þó nógu vel til þess.” En þó hún talaði hraustlega, fann hún krafta sína þverra. Hún fékk herkjur og skjálfta í hálsinn og fór að titra. Hún sá hann aðeins í þoku. Þau þögðu bæði, sú þögn fanst henni hræðileg og löng, ógurlega löng. Og í því hljóði þóttist hún heyra sín hjartaslög eins og hófadyn, eins og dyn af hófum stökkvandi hesta, sem dvínaði . . . dvínaði og dó út . . . Hún vissi það til sín næst, að hún lá í tága- stólnum út við glugga og hann gekk um gólf, stanslaust og hratt eins og hrædýr á veiðum. Hún settist upp og horfði á hann. Hún skalf öll líkt og af kuldahrolli. Hann kom að, stóð kyr fyrir framan hana, virtist horfa á hana. Eða var hann að bíða eftir einhverju? Því gat hún ekki skorið úr, ekki gat hún heldur litið upp á hann, en eftir dálitla stund hallaði hún sér fram, tók í hönd hans og hélt henni. “Burke!” sagði hún. Hann tók um hendina á henni og kreisti ógurlega fast, steinþegjandi. Hún beið nokkra stund að safna kröftum. Svo sagði hún í hálfum hljóðum: “Eg þarf að segja þér — nokkuð. Viltu gera svo vel og hlýða á — þangað til eg er búin ?” “Haltu áfram!” sagði hann. Hún var undirleit og skjálfrödduð. “Þú sagðir satt að — þú þekkir mig ekki — að eg hafi ekki gefið þér ástæðu — neina gilda á- stæðu — til að treysta mér. Eg hefi þegið — mikið — mjög mikið af þér. Og eg hefi ekkert látið í té í staðinn. Það sé eg nú. Þessvegna tortryggir þú mig. Eg má sjálfri mér um kenna.” Nú þagnaði hún, hann stóð grafkyr og sagði ekki orð, gerði hvorki að hjálpa né hindra. Svo hélt hún áfram með mikilli áreynslu: “Manni verður á — stundum — án þess> að vita af. Kemst sv.o að því seinna — kannske of seint. En það er ekki um seinan fyrir mig, Burke. Eg er félagi þinn — konan þín. Og ------eg ætlaði mér aldrei að bregðast þér. Þú átt alt sem eg á og ----mig líka.” Hún þagnaði, með andlitið niður við hend- ina á honum, sem hún hélt í. Sá hræðilegi ekki sótti aftur að henni, hún réði varla við hann, barðist við hann og beið eftir svari, öll titrandi. En Burke stóð sem áður, hélt sama harða tak- inu, steinþegjandi og grafkyr, hún hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í hug hans. Eftir langa stúnd, þegar hún var búin að ná fullkom- inni stjórn á sjálfri sér, tók hann lausu hendinni um hökuna á henni, sneri andliti hennar upp, horfði í augun á henni. Þá var ofsinn úr aug- um hans, en þau blikuðu öðru hvoru, eins og þegar logi á blysi ýmist dvínar eða glaðnar fyr- ir gusti á auðum stað. En þegar hann tók til orða var hann undar- lega veikróma líka og alt annað en öruggur. — “Svo þú hefir þá kosið um — og aðgætt hverju þú sleppir?” “Já,”sagði hún. Hann sá í augu hennar, hvast og miskun- arlaust, líkt og hann vildi brjótast inn í fylgsni sálar hennar. “Og fyrir hvern — — þessi fórn?” f þessum orðum var eitthvað sem henni varð bylt við, eitthvað alveg óþolandi. Varð hún að sæta afarkostum? Vissi hún hvað kjöri hennar var samfara? Hún svaraði í hálfum hljóðum: “Þú færð að vita það — einhvern- tíma.” “A! — Einhverntíma,” sagði hann. Enn skalf í honum röddin. Það var því líkt sem hann hefði skyndilega lokið upp dyrum að insta afkima sálar sinnar, og hleypt út óarga ótemju, sem hann hefði falið eða haldið í skefjum fram að þessu. Og á því vetfangi sá hún að af henni var hrifsað það sem hún átti dýrast og mat mest. Hún sá að engu gerða þá nýju, dýrmætustu gjöf sína, sem hafði kviknað til lífs í óbygðinni, og hún hafði kostað sem mest að verja — sá helgidómur sem henni var orðinn kærari en lífið sjálft, brákaður og brotinn, svívirtur og í skarn lagður. Og það var Burke, sem hafði fleygt honum þangað, nú tróð Burke þann helgidóm hlífða'rlaust undir fótum. Enn leitaði ekkinn á en hún réði við hann og stilti sig. Þetta var þyngra en tárum tæki — alt hennar æfiráð að engu gert. Hún gat ekki tárast, alla sína æfi, ekki hlegið heldur. f hljóði tók hún sinn beizka bikar og drakk til botns.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.