Heimskringla - 10.11.1937, Síða 1

Heimskringla - 10.11.1937, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ® LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 10. NÓV. 1937 AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews NÚMER 6. HELZTU Þrjú ríki mynda hernaðar- samband á móti Rússum. Síðast liðin laugardag gerðust ( þau tíðindi í Róm, að einræðis- þjóðirnar þrjár, Japanir, Þjóð- vérjar og ítalir skrifuðu undir samning um að mynda hernaðar- samband sín á milli á móti Rúss- landi. Þetta væri nú gott og blessað í augum Breta ef þeir aðeins gætu reitt sig á að ekkert enn ljótara vaki fyrir alræðisherrunum, en að lemja Rússann niður. En hér kemur annað til greina. Bretar eru ekki ósmeykir um, að þarna sé að því komið, að al- ræðisþjóðirnar fari að koma ein- hverju af hugsjónum sínum í framkvæmd, en þær eru að ítalía verði drotnandi á Miðjarðarhaf- inu, Japan í Asíu og Þjóðverjar í Mið-Evrópu. Og alt þetta hefir illar afleiðingar í för með sér fyrir Breta eigi síður en Rússa. Frakkar eru sem von er ekki ánægðir með þetta og hafa nokkra ástæðu til þess og því fremur sem Bretar gefa ekkert í skyn um það, hvort þeir verði með þeim eða móti. í ræðu sem hermálaráðgjafi Voroshilov hélt s. 1. sunnudag á tuttugasta afmælisdegi ráðstjórn arinnar í Rússlandi, var auð- heyrt á honum, að honum þótti fréttin af hernaðarsamtökunum ekki góð, en Rússland væri ekki óviðbúið heimsókn óvinanna. — Bregðist Bretinn Frakklandi, og gangi ef til vill í lið ftala og Þjóðverja, er ekki að furða, þó Rússinn og Frakkinn hafi nú á- hyggjur út af því, sem horfst er í augu við. Og framkoma Breta í Manchuko-málinu 1932, Blá- landsstríðs-málinu og Spánar- styrjöldinni, verður miklu skilj- anlegri með því að telja þá and- vígari Rússum og Frökkum, en fascista-þjóðunum. Shanghai fallin f gærmorgun féll Shanghai, stærsta, fjölmennasta og mesta verzlunarborg Austur-álfu, í hendur Japönum. Með því að taka þessa borg í sínar hendur, hafa nú Japanir í hendi sér lykilinn að viðskiftum Kína. Þeir hafa því aflað vel nú þegar í þessu stríði við Kína. En svo er ekki þar með öllu lokið. f Norður-Kína eru þeir að vinna hvern sigurinn af öðr- um. 0g að þeir sæki Nanking, höfuðborg Kína og stjórnarset- ur bráðlega heim er ekki að efa. Nanking er hvort sem er ekki svo langt frá Shanghai, að það ætti ekjti að vera vinnandi vegur, að komast þangað fyr en seinna. Alþjóðahverfi borgarinnar voru algerlega einangruð, eftir síðustu orrahríðina. Hvað Bret- ar og Bandaríkjamenn og Frakkar gera þar nú, verður fróðlegt að heyra. f Shanghai eru um 3V£ miljón íbúa. Brennivínssala Bracken- stjórnarinnar gengur vel Hreinn ágóði af áfengissölu Manitoba-stjórnar, var um $1,500,000 við lok viðskifta-árs- ins 30. apríl 1937. Salan nam $650,000 meira en árið áður. Var það einkum á sterkum vínum, sem salan óx. Vínverzlunin sagði að við- skiftamenn sínir hefðu verið 7,500 fleiri en s. 1. ár. FRÉTTIR Ný uppgötvun Vísindadeild ein (Kettering Foundation) í Antioch College, Yellow Springs, Ohio, hefir ný- lega gert uppgötvun er lýtur að því, að nota sólarljósið til elds- neytis bæði við matreiðslu og hitun og ennfremur til að fram- leiða fæðu. Eins og kunnugt er, framleiðir blaðgrænkan sterkju og sykur úr sólarljósinu og úr karbón-efni (carbon dioxide) og vatni í loft- inu. Alt sem maður kallar fæðu, verður þannig til. Vísindastofnanir hafa reynt um langt skeið, að leika þetta eftir. Blaðgrænkan hefir verið beizluð og með henni reynt að framleiða fæðu úr sólarljósinu. En það hefir ekki tekist, vegna þess, að blaðgrækan sem vís- indamenn höfðu, var ekki alveg eins og sú í jurta eða gras-blöð- um; munurinn var sá, að í blöð- um jurta, var prótain-efni áður 'óþekt í blaðgrænkunni, en sem ekki var í blaðgrænkunni í hylki vísindamannsins. Kvað það hafa sýnt sig, að sú blaðgrænka framleiddi ekki súrefni, sem hún gerir í blöðum jurta. En með þessari uppgötvun, er sá erfið- leiki yfirstiginn og nú er haldið áreiðanlegt, að hægt verði að framleiða fæðu úr sólarljósinu eins og grasið framleiðir hana. Shaw og stríð George Bernard Shaw sagði í útvarpserindi s. 1. miðvikudag, að með öðru alheimsstríði nú, sem 1914, yrði menning heims- ins lögð í rústir. Hann kvað ástæðuna fyrir stríðinu ójafna skiftingu vinnu og auðs. Margur sem ynni sem þræll í 60 ár bæri ekkert úr býtum, aðrir tækju hundruð þús- undir punda í arf á fæðingardegi sínum, lifðu og dæu í iðjuleysi og óreglu ynnu aldrei þarft verk hvað gamlir sem þeir yrðu. Hann kvað hvert einasta þjóð- ríki leggjast í rústir, England yrði eins frumbyggjaralegt og þegar Júlíus Cæsar hefði komið þangað, Bandaríkin og Rússland yrðu einu ríkin, sem uppi stæðu eftir annað stríð. Hann "kvað eyðilegginguna þegar byrjaða á Spáni. Allir kapitalistar heimsins væru með Franco, kölluðu sig hlutleysis- nefnd, en væru úlfar í sauðar- gæru. Mr. Shaw kvaðst hafa óbeit á stríðum — allra helzt vegna þess hve margir ungir menn týndu lífi í þeim, sem ef til vill hefðu átt eftir að verða Newton eða Einstein, Beethoven, Michael- angelo, Shakespeare — eða jafn- vel Shaw. Vegir lagðir í Blálandi Fimtíu þúsund ítalir starfa í Blálandi að því að leggja vegi, byggja skóla, spítala og búa á ýmsan hátt undir fólksinnflutn- ing til þessarar nýlendu, Við fóiksstraumi þangað er búist á næsta ári frá ítalíu. Stjórn ítalíu hefir nýlega eyrnamarkað fjárveitingu ^er nemur $600,000,000 til fyrir- tækja í Blálandi. Um $400,000,- 000 af því er gert ráð fyrir að þurfi til vegagerðar. Yfir þúsund mílur af brautum stafa nú í allar áttir út frá Addis Ababa, höfuðborginni. Fólks- flutningsvagnar (bus service) bruna nú á tveim dögum frá Addis Ababa til Massawa, en það er höfn í Eritrea við Rauðahaf. Þurfa ítalir því ekki að vera eins mikið upp á flutning með braut Frakka komnir frá Addis Abab til Djibouti ( í Somalilandi Frakka). Annan veg er og verið að ljúka við frá Addis Ababa til Somalilands ftala. Verða þarna því tvær leiðir til hafs innan skamms, frá Addis Ababa, sem engin var áður. Vísiráð Rudolfs Graziani, seg- ir bómullariðjuna í mesta blóma í fjórum héruðum Blálands. Um I. 350,000 innlendar stofnanir (ginning corporations) starfi að bómullar-framleiðslu. Vísiráðið sagði einnig, að á hálendinu væru íbúar Blálands að efla nautaræktina og hefðu nú þegar um 16 miljónir nautgripa alls. Mesta hersýning í heimi Á 20 ára afmæli Bolsévika byltingarinnar í Rússlandi s. 1. sunnudag, gafst að líta eina hina mestu hersýningu, sem nokkrar sögur fara af. Múgurinn sameinaðist hern- um, er gekk fram hjá gröf Nikolai Lenins, er var stofnandi ráðstjórnarskipulagsins. — Um ein miljón manna er sagt, að þátt hafi tekið í skrúðförinni. Voroshilov marskálkur var aðalræðumaður á þessari hátíð. Hann mintist sem vonlegt var á fréttina frá Róm um samtök til að hefta útbreiðslu kommún- isma. Alþjóða félag kommúnista minti ítalíu, Þýzkaland og Japan á, að um leið og þau færu af stað í stríð, yrði bylting hafin heima fyrir í þessum löndum. Á afmælinu þefir eflaust verið sögð saga Rússlands síðan ráð- stjórnin tók við, en ekkert af því hefir en sézt í hérlendum blöðum. J. Ramsay MacDonald dáinn í morgun barst sú frétt frá Englandi, að J. Ramsay Mac- Donald væri dáinn. Hann var þrisvar forsætisráðherra Bret- lands og eini verkamannafor- inginn, sem þá stöðu hefir skip- að. Hann dó á skipi er var á ferð til Suður-Ameríku, en þang- að ætlaði hann sér til heilsubót- ar. Hjartabilun var orsök dauða hans. Hann var 71 árs. :W. graduate school; H. L. Rus- sell, meðstjórnandi W. W. Alumni rannsóknarstoínunarinn- ar; George Bean jarðfræðingur, T. A. Sanderson lögfræðingur, E. Bennett, raffræðingur, Aldo Leo- pold, game management; C. Juday limnology; N. C. Longe- necker, grasafræðingur, R. Knaplund, sagnfræðingur; E. G. Hastings gerlafræðingur; Kim- ball Young, þjóðfélagsfræðing- ur; S. W. Keitt, jurtafræðingur; F. Daniels, efnafræðingur; Ein- |ar Haugen, kennari í bókment- um Norðurlanda; B. M. Duggan, grasafræðingur. Á móti þessum stórhöfðingj- um tóku Mr. og Mrs. Thórðarson og börn og tengdafólk þeirra með þeirri risnu og höfðings- skap, sem þau eru víðkunn fyr- ir. Einn af hinum stóru skálum var prýddur og hátt við hún i miðju sals blöktu bæði banda- ríska og íslenzka flaggið. Kvað það venja dr. Thórðarsonar, við gestaheimsóknir eða boð, að draga upp íslenzka flaggið jafn- framt flaggi þjóðarinnar. Var j þarna matast og ræður fluttar af iMr. Dykstra forseti háskólans, 'og T. A. Sanderson lögfræðingi !og húsráðanda Mr. Thórðarson. Var að máltíð lokinni gestum skemt með því að sýna þeim eyjuna og það markverðasta sem þar er*að sjá, svo sem hina miklu arinhellu (fireplace) og stóran blómagarð o. s. frv. Hlynur einn vex á þessari eyju svo trölls- j legur að af sér gefur 48 potta af Ijurta safa á dag. Þar vaxa og ! hin gagnlegustu tré, svo sem 1 sedrus-viður o. fl Dáðust ferða- 1 menn mikið bæði að landslagi og mannvirkjum á eyjunni og kváðu 'trauðla myndi fegurra óðal að i líta. Var ákveðið, að heimsækja þennan stað árlega hér eftir af gestunum. Frétt þessari, sem tekin er eftir Milwaukee Journal, vill Hkr. láta fylgja heillaósk til dr. Thórðarsonar á fimtíu ára starfsafmæli hans. Hann hefir með starfi sínu öllum öðrum fremur vakið eftirtekt þjóða hér megin hafs á hæfni og hagleik anda og og handar fslendingsins, flutt hróður þjóðar sinnar út á meðal einnar Voldugustu menn- ingarþjóðar heimsins. 1 Japan vill enga milligöngumenn Forseti Wisconsin-háskóla heimsækir Rock Island Rock Island heitir eyja í Michigan-vatni, skamt undan borginni Chicago, um 1000 ekrur að stærð. Eyjan er eign dr. C. !H. Thordarsonar, raffræðings. — Hefir hann húsað og prýtt þetta ey-ríki sitt svo að leit mun verða á öðru eins. En á heimsókninni til Rock Island stóð þannig, að á þessu hausti voru 50 ár liðin frá því að dr. Thordarson hóf rafvirkjun- arstarf. Hafði hann fyrir óvið- jafnanleg afrek, uppgötvanir og leikni í að beizla hin ósýni öfl, hlotið • heiðursnafnbót frá há- skólanum. Var forseti Wiscon- sin-háskóla, Clarence A. Dyk- stra, minnugur alls þessa og sótti Mr. Thordarson heim með fríðu föruneyti frá háskólanum og ýmsum fleirum lengra eða skemmra að, svo sem C. F. Bur- gess, frá Burgess Battery Co., í Madison og Howard Weiss frá Burgess rannsóknarstofnuninni, í sama bæ. Nöfn annara pró- fessora frá háskóla ríkisins eru þessi: E. B. Fred formaður U. Skeyti barst þjóðunum á Brus- sel-fundinum (9 þjóða fundin- um) í byrjun þessarar viku frá Japönum þess efnis, að þeír sendu ekki fulltrúa á þennan fund, vildu heldur gera út um sín mál við Kína án milligöngu- manna. Frá hálfu Japana væri aðeins um sjálfsvörn að ræða, en ekki árásarstríð. Fundinum er ekki lokið, en af starfi hans fara líklega ekki margar sögur úr þessu. Japanir ætla að koma á fót sauðfjárrækt í Manchuko Síðan er Japanir náðu Man- sjúríu á sitt vald og stofnuðu þar liið svonefnda Manchúkó-ríki, hafa þeir með ýmsu móti reynt að hagnýta betur gæði landsins. Skilyrði til sauðfjárræktar eru sögð ágæt í Manchúkó og nú ætla Japanir að koma þar á fót sauðfjárrækt í stórum stíl, en til þessa hafa þeir orðið að flytja inn mikið af ull, t. d. frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Japanir ætla nú að flytja inn um 5000 fjár frá Astralíu og Nýja Sjálandi og verður fénu skift á milli all- margra f járræktarbúa, sem eru í þann veginn að taka til starfa. Ull er notuð við skotfæragerð sem kunnugt er, en Japanir eru vígbúnaðarþjóð mikil og þykir þeim tryggara, að geta í fram- tíðinni fengið ullarbirgðir sínar frá leppríki sínu á meginlandi álfunnar en frá öðrum löndum. MAGNÚS HINRIKSON DÁINN Hinn stórmerki bændaöldung- ur, Magnús Hinrikson, andaðist að heimili sínu í grend við Churchbridge, Sask., á fimtu- daginn í vikunni sem leið. Jarð- arförin fór fram frá heimilinu á sunnudaginn var. Hér er merks manns að minn- ast, þó það verði því miður ekki hér gert eins og vera ætti. Eg var lífsferli hans lítið kunnugur, en eg kyntist manninum sjálfum töluvert og eg lærði að virða hann og meta fyrir hans mörgu og góðu eiginleika, sem hann gætti vandlega, að ekki «piltust, heldur þroskuðust því meir sem árin liðu og aldurinn færðist yfir hann. Magnús var fæddur á Efra- Apavatni í Laugadal í Árnes- sýslu 24. nóv. 1857. Var hann af fátæku bændafólki komnin og alinn upp í fátækt og umkomu- levsi og átti þess engan kost, að afla sér mentunar á uppvaxtar- árunum. Frá því hann gat farið að vinna fyrir sér og þangað til hann fór til Canada, árið 1887, þá nýkvæntur, var hann í vinnu- menslcu, sem ekki var arðsöm at- vinna á íslandi á þeim árum. — Fyrstu árin hér í landi vann hann daglaunavinnu, einkum við iárnbrautavinnu, en settist að á heimilisréttarlandi sínu í grend við Churchbridge 1891 og hefir hann búið í því nágrenni jafnan síðan. nema síðustu árin mun hann lítið eða ekki hafa fengist við búskap. enda mun heilsa og kraftar ekki hafa leyft það. Magnúsi Hinrikson búnaðist vel og jafnvel svo vel, að með afbrigðum má teljast. Hann hafði lengi stórt bú og prýðilega myndarlegt heimili og efnaðist smátt og smátt svo að hann varð stórefnaður maður og hélst vel á eignum sínum. ' Mun hans góða kona, frú Kristín Hinrikson, hafa átt hér góðan hlut að máli og þá ekki síður með alla rausn og prýði á heimilinu. Það er mik- il gestrisni á mörgum íslenzkum bændaheimilum, en alúðlegri gestrisni og betri viðtökur, hjá alveg vandalausu fólki, hefi eg hvergi mætt, heldur en hjá Mr. og Mrs. Hinrikson. Það var líka hreint og beint skemtilegt að koma til þeirra. Húsbóndinn var svo gagnfróður um marga hluti og svo ræðinn og glaður og góðviljaður að maður gat ekki annað en unað sér hið bezta ef maður átti tal við hann. Magnús naut ekki mentunar í æsku, en hann var alla æfi að afla sér fróðleiks og mentunar og það fór líkt með fróðleikinn eins og efn- in, að það safnaðist mikið með stöðugri iðni og ástundun. Hann átti mikið og gott íslenzkt bóka- safn og notaði það vel. Hann var prýðilega vel gáfaður maður. Þrátt fyrir það að lífið lék ekki við hann meðan hann var á ætt- landinu, unni hann því engu að síður einlæglega og sýndi það í verkinu meðal annars með því að gefa Háskóla fslands stóra pen- ingjagjöf, nú fyrir ekki all-löngu. Magnús Hinrikson var yfir- lætislaus maður eins og mest mátti vera, en hann var gagn- semdarmaður og lét margt gott af sér leiða. Sótti lítið til ann- ara, var veitandi, ekki þiggjandi. En þó hann væri yfirlætislaus, var hann einarður og hélt sínum hlut jafnan og hafði gott lag á að verja sinn málstað ef á hann var leitað. Fé sitt græddi hann ekki á verzlun eða braski. Hann græddi það á búskap, góðum bú- skap. Hann átti áreiðanlega skilið að hljóta þann góða vitnis- burð, sem Davíð skáld Stefáns- son gefur íslenzku bændunum sem vildu “bjargast af eigin bú- um og breyta í öllu rétt.” Börn þeirra Mr. og Mrs. Hin- rikson eru þrjár dætur, Mrs. A. O. Olson, Churchbridge; Mrs. W. J. Líndal, Winnipeg og Mrs. G. Markússon, Bredenbury, Sask. Létu þau sér mjög ant um að koma þeim til menningar og þroska, enda hefir það hepn- ast ágætlega. Allir kannast vel við hina mikilhæfu merkiskonu, Mrs. W. J. Líndal, sem er ein af dætrum Magnúsar. Við dánarfregn Magnúsar Hinrikson finnur sá sem þetta skrifar til þess, að hann á einum einlægum og góðum vini færra en áður. Hygg eg að hið sama finni margir fleiri. F. J. FRÉTTAMOLAR Chamberlain, stjórnarformað- ur Breta hefir ekki getað sótt ráðuneytisfundi um tíma, vegna gigtar. * * * Stjórnin í Kína meðtók s. 1. viku peningagjöf frá Kínverjum sem erlendis búa, er nam $6,000,- 000. Fénu verður varið í þarfir stríðsins. Frá Kínverjum í Can- ada voru $180,000 af þessu fé. * * * Vöruflutningaskipi var sökt fyrir Bretum eigi alls fyrir löngu á Miðjarðarhafinu. Er haldið að loftfar, sem sonur Mussolini, Bruno, stjórnaði, hafi gert árás- ina. * * * f einu dagblaðinu í Tokyo, var frá því sagt í gær, að Rússar væru að hrúga upp her á landa- mærum Manchoukuo og Síberíu og að Voroshilov marskálkur væri lagður af stað austur til Sí- beríu til að búa her Rússa undir áhlaup. * * * Rt. Hon. R. B. Bennett verður í Winnipeg n. k. föstudag og flytur ræðu hjá Winnipeg Board of Trade í Alexandra gistihöll- inni kl. 12.30 að deginum. Hann ætlar að tala um ferðalag sitt s. 1. sumar til Afríku 0g Ástralíu. * * * Japanir kváðu hafa í hyggju, að fela sex mönnum að fara með völd meðan á stríðinu stendur. Þetta sex manna ráð á að koma í stað þings og ráðuneytis. Spor þetta kvað stigið til þess að flýta afgreiðslu mála er að stríð- inu lúta.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.