Heimskringla - 10.11.1937, Page 3

Heimskringla - 10.11.1937, Page 3
WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ÆFIMINNING Hinn 5. ágúst s. 1. andaðist að heimili sínu, Hlíðarenda í Geysir- bygð, Málmfríður Benjamínsson. Hún var fædd 25. janúar, árið 1887, að Stöpum á Vatnsnesi. Foreldrar hennar voru Jón Skúlason frá Stöpum á Vatns- nesi og Guðrún Jónsdóttir frá Gröf í Víðidal. Fluttust þau vestur um haf árið 1890 og sett- ust að í Fljótsbygð á því landi, sem Fagrahlíð heitir. Þar ólst Málmfríður sál. upp hjá foreldr- um sínum. Árið 1914 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Einari Benjamínssyni á Hlíðar- enda í Geysirbygð. Þau hjónin eignuðust 2 dætur er heita Aldís og Guðrún. Með Málmfríði Benjamínsson er fallin í valinn góð og nýt kona; hún var virt og metin að verðleikum af öllum vinum og nágrönnum, en eiginmaður henn- ar, dætur og systkini bera minn- ingu hennar í þakklátum huga og mun seint fylt það skarð, er dauðinn hefir’ höggvið í ástvina hópinn, er hann hreif hana brottu þannig á besta aldurs- skeiði. Allir ástvinir hinnar látnu minnast hinnar rólegu og fáskiftnu konu. Systkyni henn- ar minnast hennar sem góðs og ástríks vinar, sem fórnaði kröft- um sínum fyrir foreldra og heim- ili á frumbýlingsárunurp, þegar fáar hendur þurftu alt að byggja upp í hinu nýja landi. Hlutverk brautryðjandans er örðugt, eink- um æskunni, sem þráir að njóta lífsins í draumum og áhyggju- leysi, en Málmfríði sál. eins og mörgum öðrum, varð sú hin á- byrgðarfulla æfi góður skóli. — Hann kendi minna bókvit, en sterkari og trúrri og hreinni lyndiseinkunn en flestir þeir skólar, sem vér nú þekkjum. — Hann kendi ættrækni og ábyrgð- artilfinningu og dugnað. Þessa eiginleika átti Málmfrður sál. í ríkum mæli. Hún vildi alt gera fyrir ástvini sína og oft langt fram yfir það sem kraftar leyfðu. Hin rólega og prúðmann- lega framkoma hennar bar vitni um það, að sælla er að gefa en þiggja. Hún gaf fúslega starf og krafta þeim, sem guð hafði kall- að hana til að annast. Hún ann- aðist heimili, mann sinn og börn með trúmensku og ástríki og taldi það hlutverk sitt og skyldu að gefa þeim alt sem hún gat gefið. Var sambúð hennar við fjölskyldu hennar hinn ástúðleg- asta. Einar Benjamínsson er vel gefinn maður og hugsandi og bar ásamt konu sinni mörg góð áhugamál fyrir brjósti. Var heimili þeirra því aldrei afskekt, því að þau bjuggu í brautu margra hinna góðu og merkilegu hugsjóna, sem vorir tímar hafa alið og uppfætt. ,Andlegt heil- brigði og góð áhugamál eru hin besta eign hvers heimilis. Á- hugi og heilbrigð þekking á vel- ferðarmálum meðbræðra vorra ber vott um samvizkusemi og mannúð, og veita þeim sem það eiga hugrekki við hið daglega starf, kenna þeim að virða það og skilja það. Auk þess hafa þau hjónin á Hlíðarenda búið í um- hverfi og nágrenni ættingja og vina. Heimili þeirra hefir því verið hamingjusamt og farsælt um samverutíma þeirra. Hin síðustu ár hefir Málmfríður sál. þjáðst af þungum sjúkdómi og naut á þeim tíma hinnar alúð- legustu umhyggju eiginmanns og dætra, er reyndu eftir fremsta megni að leita henni lækningar og létta henni hina þungbæru vanheilsu, er hún sjálf bar með hreysti og stillingu. Leiddi sjúk- dómur þessi hana til dauða hirin 5. ágúst s. 1. eins og áður er sagt. Að ytri álitum var Málm- fríður sál. fríð kona og myndar- leg, prúð og stillileg í framkomu og ávann sér virðingu og velvild allra sem kyntust henni. Jarðar- för hennar fór fram frá heimili hennar og lútersku kirkjunni á Geysir, að viðstöddum fjölda manns. Þá var og jarðaður í hinni sömu gröf faðir hennar Jón Skúlason er andast hafði degi á undan dóttur sinni. Yfir mold- um þeirra töluðu séra Sigurður ólafsson og sá er þetta ritar. E. J. Melan —Riverton, 30. okt. 1937. þar nýlendu. Þegar Hollending- amir komu, — ráku þeir svert- ingjana burtu þaðan sem land- kostir voru góðir, og settust þar að sjálfir. Flýðu svertingjamir þá undan þessu ofríki lengra inn í landið, en Búar tóku líka marga þeirra og hneptu í þræl- dóm, og altaf líta Búar á svert- ingjana eins og nokkurskonar vinnudýr, þó að það eigi að heita Þessi piltur, sem var svertingi,' var með tvö svona ílát með sér, j og seldi hann mér annað fyrir 2 shillinga. Kom eg með það heim, og lenti það austur í Fljótsdals- héraði, og mun nú vera glatað.' Þetta ílát tók um 4 lítra. Það voru nú margir ragir við það, að fara þarna mikið út í hina viltu náttúru, því að það var slæðingur þar af höggormum 1LEIT AÐ GITLLIOG GIM- STEINITM MEÐAL BÚA OG BLÖKKUMEYJA Skráð af Magnúsi Gíslasyni eftir frásögn Jóns Magnússonar Framh. Af því að eg kyntist dálítið Búum meðan eg var þarna syðra, finst mér vel við eiga að geta þeirra hér ofurlítið nánara. Búar eru eins og kunnugt er af hollenskum ættum. Forfeð- ur þeirra, sem voru hollenskir bændur, fluttu þangað suður um miðja 17. öld og stofnuðu Verið um jólin á Ættlandinu! ,^S 1 11 1,1 _ jf Skipaferðir um jóla- leytið til EVRÓPU • Frá MONTBEAL 25. nóv.—“AURANIA’’ til Plymouth, Havre, London Frá HALIFAX 4. des.—“ANDANIA” til Plymouth, London 11. des.—“AUSONIA” til Plymouth London Frá NEW YORK 8. des.—“AQUITANIA” til Cherbourg, South- ampton 15. des.—‘QUEEN MARY' til Plymouth, Cherbourg, Southampton í&f. 420 MAIN ST., Wlnnlpeg, Man. Að vera heima á œttjörðinni um jólin á meðal skyldmenna, æskuvina og fyrri ára minninga, er það sem þér hafið lengi haft í huga . . . hví að fresta því lengur . . . fargjöld eru lág’og siglingum sér- staklega hagað svo um jólaleytið, sem þægilegast er fyrir hvem og einn og samband fengið um flutning til 'hvaða staðar á Islandi sem er. Cunard White Star hefir einn stærsta skipaflota á Atlanzhafinu með “Queen Mary” í broddi fylk- ingar. Skip þess eru fræg fyrir hve stöðug þau eru, gott og mikið fæði, hreinlæti og loftræstun í svefnklefum og skemtilegar stofur fyrir ferðafólk. Lcltið unplýsinga hjá agent vorum CUMARD WHIJE STAR svo, að þeir hafi þá ekki sem j og öðrum eitruðum kvikindum. þræla lengur, en greiði þeim ein- : Eþi það hefði nú samt verið gam-1 hverja þóknun fyrir vinnuna. | an ag athuga dálítið þessar líf-1 verur, og sérstaklega hafði eg löngun til að ná í eitthvað af, þeim, til að hafa með mér heim, j en það mistókst nú samt hjá mér að mestu leyti. Þarna voru margar tegundir af skordýrum; t. d. eðlur, engi- sprettur, Kamelonar, skorpion- ar, loðnar köngulær, býflugur og margt fleira. Mætti segja margt og mikið um þennan fénað, þó að því verði slept hér. Einu sinni fór eg í skordýraleit, og fékk svertingjastrák með mér. Hafði eg með mér þarastöngul, sem var holur innan, og ætlaði eg að safna skordýrunum þar í, og eitthvað fór í stöngulinn af því tagi. f þessari ferð komst eg í færi við eiturslöngu. Hitti eg þannig á hana, áð eg lyfti upp hellu í grjóturð, og var hún að nokkru leyti falin þar undir. Mér varð hverft við og misti helluna niður aftur, og lenti hún Altaf verða svertingjahjúin að búa fráskilin við hvíta fólkið. Eru þau látin hafa eitthvert lé- legt skýli, nokkurn spöl frá í- búðarhúsi þess, og verða þau sjálf að hugsa um mat sinn, en húsbóndinn leggur þeim til eitt- hvað í hann. Aldrei hefir Búi svo mikið við svertingja, að hann heilsi hon- um, eða sýni honum nokkur virðingamerki. En Englending- ar koma aftur á móti kurteis- lega fram við þá, enda er þeim mikið hlýrra til Englendinga en Búa. Stundum sögðu þeir við okkur hvalveiðastöðvarmennina: “Okk- ur líkar vel við ykkur eins og Englendinga.” Svertingjarnir gáfu það stundum í skyn, og voru hálf hróðugir yfir því, að Búar væru blandaðir þeirra blóði. En það máttu Búar ekki heyra nefnt. En það mun hafa verið alment á fyrstu árum hollensku landnemanna, að þeir blönduðu blóði með svertingja- konum, því að það komu tiltölu- lega fáar konur að heiman með fyrstu innflytjendunum. En þeir Búar, sem eg sá þama, á slöngunni, og hélt henni festri, og eru mér altaf í minni þau óskaplegu hvæshljóð, semi hún gaf þá frá sér. Við urðum báðir mjög hræddir, og strákurinn þó öllu meir, því að svertingjar eru líka fullir hjátrúar viðvíkjandi virtust ekki bera mikinn keim af ^ slöngum, sem særast og mis- svertingjunum. Þeir voru yfir-jtekst að drepa, og kunna þeir leitt stórir og myndarlegir menn.; ýmsar sögur af því að segja, Hægir og stiltir í framgöngu og hvernig særðar slöngur hafi engir flysjungar. Okkur féll mæta vel við þá Búa, sem við höfðum kynni af, en það var tiltölulega fátt um Búa í þorpun- um við Saldanhafjörð. Þeir eru flestir uppi í landi og stunda kvikfjárrækt og kornyrkju. — Þeir lúta yfirráðum Englendinga síðan eftir Búastríðið, en hafa samt allmikið sjálfsforræði, og sætta þeir sig vel nú orðið undir yfirstjóm Breta. Það mátti viV víða finna einhverjar minjar frá Búastríðinu þarna við Saldan- haf jörð. Skamt frá, þar sem við vorum, hafði verið vígi, og lík- lega hafa Búar haft þar vöra, móti einhverju af liði Breta, sem hefir verið sett þama á land. — Fundum við þar fallbyssukúlur og hrúgur af gömlum skothylkj - um. Þarna voru líka stórar dys- jar, þar sem fallnir hermenn höfðu verið dysjaðir og sást þar sumsstaðar í skinin mannabein, sem báru vitni atburðunum, sem áttu sér þarna stað, fyrir 40 ár- um síðan. Okkur langaði stundum til að bregða okkur eitthvað upp í landið, til að sjá okkur þar um, en það var helst ekki hægt nema hefnt sín grimmilega, þegar þær voru búnar að ná sér aftur. En okkur tókst nú að ganga af þess- ari slöngu dauðri, svo að það var ekki hefndar af henni að vænta meir og dysjuðum við hana þar í urðinni. Slanga þessi mun hafa verið 5—6 álnir á lengd, svo það hefði verið gaman að koma með hana heila heim til íslands. Einu sinni kom norskur nátt- úrufræðidoktor, og hélt til hjá Ellefsen um tíma. Var hann að safna þarna ýmsu úr náttúrunn- ar ríki, en ekki þorði hann að hætta sér langt burtu frá stöð- inni og héldu margir, að hann væri bæði hræddur við menn og dýr í þessu ókunna landi. Hon- um tókst þó að safna töluverðu af skordýrum, og einnig skaut hann nokkra fugla og tók af þeim hamina, og hafa þeir lík- lega síðar átt að prýða eitthvert náttúrugripasafnið í Noregi. Það voru þarna margar fugla- tegundir, en fáa fugla sá eg, sem eg kannaðist við, nema máva og ritur virtist mér eg þekkja fyrir sömu fugla og heima, og einu sinni heyrðist okkur að við heyra til spóa, en Stundum sá eg fisk þama hjá fiskimönnum, og var það helzt yfir í Langeban. Virtist mér það vera alt aðrar fisktegundir, en hér. Man eg þó eftir fiski, sem líkt- ist löngu. Nefndu þeir hann “snók”. Einnig veiddu þeir flat- fisk, sem líktist lúðu, og var hann nefndur “Halebut”. Með- fram firðinum var víða hvítur sandur, sumsstaðar var sandur- inn þéttur undir fæti þegar gengið var eftir honum, en svo var hann líka á köflum laus og gljúpur, svo að maður sökk niður í hann, eins og í lausamjöll. Það var sandur úr krítarklettunum, sem sumsstaðar voru meðfram sjónum. Stundum gengum við um sandinn, til að vita hvort við findum ekki gull eða gimsteina, því að það eru til auðugar nám- ur af þeim verðmætum báðum þarna uppi í landinu. En aldrei fundum við neitt, sem verðmætt gat kallast. Landslagið mátti heita að vera sléttlent, þó voru sumstaðar hæðir og ásar til til- breytinga. Jarðlagið var víða sendið en skógur og þyrnikjarr þakti jörðina víðast. Inni í landi í norð-austri sáust tveir fjall- garðar. Var annar lægri og all- mikið nær, en að baki þeim fjall- garði risu há tindafjöll í fjar- lægðarbláma. Þessi fjöll mintu okkur íslendingana á kæru fjöll- in heima á Fróni. Þrjá eða fjóra morgna í júlí- mánuði sást snjógráni á hæstu tindum þessara fjalla, en meira höfðum við ekki þarna af snjó að segja. Nú tók óðum að líða að því, að við, sem fyrstir komum, losnuð- um úr vistinni og hlökkuðu margir til þeirra tímamóta. En Carl Ellefsen, sem þarna var miklu ráðandi, lagði fast að mörgum okkar með að fram- lengja ráðningartímann um eitt eða tvö útgerðartímabil, en það voru flest allir ófáanlegir til þess. Nokkrir menn létu þó til- leiðast að verða eftir, og meðal þeirra var eg. Um miðjan nóvember (1912) var hvalveiðunum hætt, og þá var fyrsta ránðingartímabilið út runnið. Fór einn af hvalveiða- bátunum með alla þá, sem losn- uðu til Höfðaborgar, en þeir áttu þar að taka skipsferð áleiðis heim. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD> Hlrgðlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 SUrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA maður hefði leigt sér listikerrur | hvort það var rétt heyrt, vissum og fylgdarmann, en það fanst J við aldrei. Þaðrvar þama mikið okkur vera of dýrt, og því varð í af mörgæsum, og þó voru þær aldrei neitt úr þvílíku ferðalagi. Einu sinni fórum við nokkrir saman í gönguferð til að skoða okkur um. Komumst við þá all- töluvert drepnar. Mörgæsinni er vorkun, því að hún getur ekki forðað sér með fluginu, eins og aðrir fuglar. Standa þær venju- langt inn með firðinum, og iega á steinum við sjóinn, og gengum þar upp á hæð eina, og höfðum við þaðan gott útsýni yfir fjörðinn. En það var vont að komast áfram, því að það var víða á leiðinni mikið þyrniskóg- arkjarr. Að þessu sinni var hiti mikill, og ætluðum við næstum því að sálast úr þorsta, en okkur vildi það til, að við hittum fjár- hirði, sem gat gefið okkur ögn af köldu vatni. Var vatnsílátið hans all merkilegt. Hygg eg, að það hafi verið hulstúr af ein- hverskonar ávexti, sem hefir verið hægt að ná innan úr, án þess að skemma hulstrið. En það merkilega við þetta ílát var það, að það hélt á sér köldu, þó að verið væri með það úti í hita. Og einnig mátti geyma heitt í því, eins og amerískum hita- brúsa. mynda sig til flugs með því að halda út frá sér vængjastubbun- um sínum. En hversu mikið sem þær þrá að lyfta sér til flugs, verða þær að sitja kyrrar, þótt allir aðrir fuglar fljúgi. Þarna held eg, að hafi mátt skjóta hvað sem var af fuglum og dýrum, ef að keypt var leyfi til þess, en það leyfi kostaði 1 pund sterlings fyrir árið, en það lágu háar sektir við að skjóta ef þetta leyfi var ekki fengið. Lítið kyntist eg fiskiveiðum þarna. Þó var mér kunhugt um, að menn stunduðu fiskiveiðar í sumum þorpunum. Áttu þeir vélbáta og réru til fisKjar út úr firði, því að lítið var um fisk í sjálfum firðinum, nema Makríl, þegar hlaup komu af honum, sem stundum bar við. Mér er það ennþá í minni, þegar báturinn lagði af stað með félaga mína, bæði norska og ís- lenzka, sem nú voru lausir og lögðu á stað heim. Sjaldan hefir söknuður og leiðindi gripið mig jafntilfinnanlega og þá. Eg stóð lengi á bryggjunni og starði á eftir bátnum, sem altaf fjar- lægðist meir og meir. — Leiðind- in héldust við áfram, og eg gat ekki á heilum mér tekið við neitt. Og skömmu síðar bættist það ofan á, að eg fór að verða sárlasinn. Eg fór til læknis og kom það þá í ljós, að eg var búinn að fá malaríu-veikina, og hélt læknirinn að hún væri þeg- ar komin á hátt stig. Eg bjóst þá helzt við því, að eg ætti ekki afturkvæmt heim, og fanst mér það dapurleg tilhugsun að verða að béra beinin svona langt frá ættjörð minni. Það mun hafa verið í byrjun febrúar 1913, sem eg fór til Höfðaborgar til að leggjast þar á spítala, og lá eg þar í 6 vikur, og var mjög veik- ur um tíma, stundum með yfir 40 st. hita. Malaríuveikin liggur mest í meltingarfærunum, og eykur það sjúklingnum mjög mikið ónæði, að engin næring tollir í magan- um stundinni legnur, og oft gengur tómt blóð niður af sjúkl- ingnum. Þessi veiki snýst oft upp í ólæknandi magatæringu. Þegar mér fór að batna, leið mér þarna vel, enda var alt gert til þess að stytta manni stundim- ar. Bæði læknar og hjúkrunar- fólk var samtaka í því, og fékk eg minn skerf af spaugi og gam- ansemi vel úti látinn, svo að eg var næstum búinn að gleyma öllum leiðindum. Og þegar eg fór að vera á fótum aftur, og sjá daglega út yfir borgina frá spítalanum, — fanst mér hún vera svo aðlaðandi og viðkunn- Frh. á 7. bls. Þegar þér neytið víns þá neytið góðs víns! . . . Vér viljum sem gjarnast bjóða allsherjar samanburð á hinu keim- ríka bragði hinna nýju HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY vína við hverskonar aðrar tegundir af port- eða sherry-vínum sem til eru búin á hvaða verði sem er . . . og berið svo saman verðið! Concord Hermit Sherry • WINES Catawba THE FAMILY WINES F0R ALL THE FAMILY Hermit Port and Sherry — 26 oz. boftle 60c Carton of six 26 oz. $3.00 Concord and Catawba—26 oz. bot. 50c Carton ofsix $2.50 1 gal. jar $2.00 Produced by T. G. Bright & Co., Limited. Niagara Falls This advertisment is not inserted hy the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.