Heimskringla - 10.11.1937, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.11.1937, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 Heímakrtngk ( Sto/nuO 1SS6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 66 537 Verö blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst [yrirlram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðsktfta brél blaðlnu aðlútandl sendist: K.-nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Wínnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 SUlUUiUilillUiUUlUliliUli WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 ÞÝÐINGAR FORNSAGNANNA Á öðrum stað í þessu blaði, er birt grein um þýðingar Fornsagnanna á erlend mál, eftir dr. Einar Ól. Sveinsson. Greinin á erindi til Vestur-íslendinga og vildum vér benda þeim á að lesa hana gaumgæfilega. Það er nú svo komið hér, að íslendingar eru farnir að ræða það all alvarlega og tíðara en við hefði mátt búast, að eina ráðið til lífs og viðhalds íslenzku þjóðerni, og Þá tungunni, eflaust, einnig, sé að fræða hina yngri og með þeim mega nú mörg hjónin teljast, með hóp barna, um íslenzka arfinn á ensku. Auðvitað neitar enginn því, að ekki sé hægt að fræða landa hér um íslenzkar erfðir á enskri tungu, en sem viðhald íslenzku getur það ekki kallast. Eins og dr. E. ól. Sv. bendir á, dylst ekki hvað frásögn Fornsagnanna tapar sér við að þýða sögurnar á erlend mál. Og það þyrfti jafnvel ekki að snúa sögunum á neitt erlendara mál, en nútíðar-íslenzku til þess að þessara verks-um-merkja yrði vart. Hið háttbundna mál Fornsagnanna, list- in í stíl, áherzlur, kveður hrynjandi, er ef til vill ekki í nokkru máli eins skýrt og verulegt, sem í forn-íslenzku — og sem nú- tíðar-bókmentir íslendinga hafa ekki fylli- lega náð, þó ekki sé hægt að neita hinu, að grundin syngi vel undir, er þeir skella á skeið, er bezt rita nú heima. f bókinni “Hrynjandi íslenzkrar tungu”, sem Sig. heitinn K. Pétursson reit, var mjög vel á þennan merkilega eiginleika fom-íslenzk- unnar bent. Hefir oss oft furðað á því, hvað bók þessi virðist hafa vakið litla eftirtekt. Oss virðist sem með fáu væri greiðara, að bæta smekk manna fyrir fögru máli, en lestri þeirrar bókar. Er nú gott til þess að vita, að dr. E. ól. Sv. hefir tekið sér fyrir hendur að skrifa um náskylt efni því, sem í áminstri bók ræðir um. Grein dr. E. ól. Sv. er hér birt éftir Les bók Morgunblaðsins. f Morgunblaðinu 12 okt. leggur og Magnús dósent Jónsson þetta til málsins: “Út af grein Einars ól. Sveinssonar Lesbók, um Fomsögurnar og þýðingar þeirra á erlend mál, þar sem hann sýnir fram á hve erfitt er að þýða sögurnar, án þess mikið fari forgörðum við þýðinguna, rifjast m. a. upp atvik úr frumsýningu á Njálu, leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Kgl. leikhúsinu í Höfn. Jonna Neiiendam lék hlutverk Bergþóru. í brennuþættinum, þar sem hún á að segja “ung var eg Njáli gefin”, varð setningin í dönskunni “Ung blev jeg givet til Njal Af vörum leikkonunnar varð setningin svo sviplaus og afllaus, að fslendingum, sem leikhúsinu voru, hnykti við, og lág jafnvel við að sumir færu að hlægja, svo óvarf kom þeim setningin í þessum búningi. Á þetta er hvorki minst til að gera lítið úr konunni, sem með hlutverkið fór, né því síður hinn merka höfund leikritsins. En þetta er eitt glögt dæmi þess, sem dr. E. Ól. Sv. benti á í grein sinni, hve erfitt er eða illmögulegt að þýða svo áherslusetn- ingar úr sögunum að þær haldi svip, þrótt og réttri merkingu.” Það væri auðvelt, að benda á mörg svip- uð dæmi þessu, er íslendingasögurnar eru lesnar á ensku, af þeim, er hafa lesið þær á íslenzku. Þýðingarnar stinga svo oft í stúf við íslenzku frásöguna, að það leynist ekki. Segi íslendingar sig hér úr lögum við tungu sína, mun gras brátt gróa yfir flest annað íslenzkt. EKKI NÝLENDUR, HELDUR HEFND Þjóðverjinn Emil Ludwig, sem ritað hef- ir æfisögur margra merkra manna og frægð mikla af því hlotið, sagði nýlega í ræðu í Boston, að draumur Þjóðverja væri ekki sá að ná í nýlendur eða olíulindir, heldur stríð og hefnd, fyrir glæpinn sem framin var 1914, er allar þjóðir heimsins hervæddust á móti Þýzkalandi og lögðu ríkið í rústir. “Þetta er þjóðin frædd um af leiðtogun- um og hún trúir þeim”, segir útlaginn. Emil Ludwig var einn í hópi þeirra fræði- manna, er Hitler gat ekki knésett er hann kom til valda og varð því að flýja land. Að skoðun útlagans er það í höndum Bandaríkjaþjóðarinnar, þjóðarinnar, sem forsætisráðherra Breta, Mr. Chamberlain, segir “voldugustu og auðugustu þjóð heimsins”, að koma á varanlegum friði í Evrópu. Hann segir: “Ef forseti yðar, Mr. Roosevelt, segði við Hitler: Við höldum kyrru fyrir en misstígi Þýzkaland sig, komum við til sögunnar, yrði ekkert stríð í Evrópu.” En Bandaríkjaþjóðina sagði hann minna sig á strútinn með höfuðið niður í sandin- um. “Þegar Roosevelt forseti gaf í skyn, í Chicago-ræðu sinni, að Bandaríkin ættu að beita sér fyrir friði, reis mikill meirihluti þjóðarnnar upp á móti því, vegna þess að hann skilur ekki að dagar Monroe-kenn- ingarinnar eru taldir, og að Bandaríkin eru svo háð umheiminum, að þau komast ekki hjá þátttöku í næsta Evrópustríði, hvort sem þeim líkar betur eða ver.” Einræðisseggi Evrópu, kvað Ludwig, skáka í því skjóli, að Bandaríkin héldu sér frá málum Evrópuþjóðanna. Þýzkaland segir hann hættulegra nú, en það var fyrir stríðið 1914 vegna hefndarhugs þjóðarinn- ar. Það er í þessu sem styrkur Þjóðverja liggur aðallega. Þjóðverjinn er eins reiðu- búinn nú að fórna sér fyrir ættjörðina og 1914 og er eins vel eða betur búinn að vopnum. Þjóðin má heita komin í her- klæðin og bíða þess er verða vill að öllum heimi ásjáandi. Pólitísku makki Hitlers og Mussolini, líkti Ludwig við heldri manna giftingar, er aðrir réðu meira um, en hjónaefnin sjálf, og af sömu ástæðu gætu ekki orðið endingargott. “Þar væri hjónaskilnaður óumflýanlegur fyr en síðar”. Hitler og Mussolini sagði hann eiga það sameiginlegt, að leika á óæðri tilfinningar f jöldans, svo sem hatur og ótta. En mun- urinn væri sá, að Mussolini talaði þegar hann sæi að það ætti við, einnig oft af viti um utanríkismál, en til þess brysti Hitler alla þekkingu. Hjá honum væri aldrei um annað en æsingar að ræða. Fyrir mörgum öldum var ólíkt umhorfs á yfirborði jarðar því sem nú er. Nú er víða sjór þar sem áður var land. Norður- Ameríka var einu sinni áföst Evrópu og er ísland að líkindum leifar af því landi. Ástralía var og áföst Asíu. Mexikóflóinn huldi einu sinni mikið af Mississippi-daln- um. — Lönd eru enn að rísa og sökkva, þó það sé svo hægfara, að ekki sé eftir því tekið. Suðausturströnd Noregs hefir risið 3 fet á öld. Við Neapel á ítalíu, hefir ströndin hækkað og lækkað á víxl síðan saga var skráð. HEIMSÓKN FRESTAÐ Nokkrum klukkustundum áður en Her- • toginn af Windsor ætlaði að stíga á skips- fjöl, en hann hafði ráðgert, að leggja upp í ferðalag til Bandaríkjanna s. 1. laugardag, afréð hann að fresta förinni. Það er kallað svo að förinni hafi verið frestað, en af lík- um að ráða getur þess orðið bið, að hann komi til Bandaríkjanna. Verkamannafélög í Bandaríkjunum létu mjög ákveðið í ljós skoðun sína um það, að þau gætu ekki litið á komu hertogans í neinu sambandi við málefni verkamanna með þann í förinni, er Charles Bedaux heit- ir, en verkamenn.telja hann óvin sinn, að sögn af því, að hann uppgötvaði eitthvert skipulag til að flýta framleiðslu en sem á verkamönnum hefir eflaust bitnað. En á þessum manni stendur þannig, að hann er forn-vinur hertogafrúarinnar og hefir margt vel gert til þeirra hjóna og má með því telja, að hann hafði samið við yfirvöld Bandaríkjanna um þessa ferð. Hertoginn skilur ekkert í þessu, en heldur en að olla nokkrum óþæginda með ferðinni, hefir hann frestað eða hætt við hana. Það mundi margur halda, að verkalýður- inn yrði sízt til þess að leggja stein í götu hertogans eða spoma við komu hans vestur um haf. Það eru að vísu ekki skýlausar sannanir fyrir því, að það hafi verið vegna afstöðu; hans í verkamannamálum, að hann varð að segja af sér konungdómi, en það er þó skynsamlegasta ástæðan fyrir því, sem enn hefir verið bent á. Giftingar- málið var aldrei nein ástæða, ef hleypi- dómalaust er á það litið, þó svo væri látið heita. En hvaða óhag gátu þá verka- mannafélög séð sér að komu hans? Orð manns sem hans fljúga víða. Og það sem hann hefði um verkamál sagt, hefði að líkindum orðið í svipuðum anda og þegar hann rhintist á kjör verkamannanna í Wales. Hvað þurftu verkamenn að óttast? Annað sem haft er eftir hertoganum, er að yfirvöld Bandaríkjanna hafi ekki tekið eins ljúft í mál hans um vesturförina og hann bjóst við. Bandaríkin hafa ekki haft mikið orð á sér fyrir kónga-dýrkun. Þau tóku þó ágætlega á móti hertoganum í hvert skifti sem hann heimsótti Banda- ríkin, sem prinsinn af Wales. Og þau hefðu eflaust gert það ennþá, þó nú staiídi ekki eins á og horfi alt öðru vísi við með sam- band hans við Bretland. Þar sem gera má ráð fyrir, að ennþá séu og verði lengst af nokkrir í Bandaríkjunum, sem bundnir eru sínum gömlu átthagaböndum þ. e. við Eng- land, er engin furða þó þeir litu á þetta mál einnig frá hlið Breta, sem búast má við, að ekki hafi verið neitt um þessa ferð, ekki sízt þar sem bandarísk blöð hafa fleiprað talsvert um erindi hertogans og hafa strax skráð framhalds-kafla þeirrar sögu, sem á að vera sá, að hertoginn yrði innan skamms tekinn við forustu í málum verkamanna á Englandi. Þetta nær engri átt af því, að á burtför hertogans stendur þannig, að hann á ekki afturkvæmt til Englands og sízt af öllu til þátttöku í stjórnmálum. Samningarnir um burtför hans voru ekki hugsunarlaust gerðir. Ennfremur er talið að för hertogans til Þýzkalands hafi fremur vakið óhug en hitt hér vestra. Vonbrigði hertogans eru eflaust mikil og þá ekki síður hertogafrúarinnar, út af því, að verða þess nú vís, að ættland hennar sé þeim hjónum lokað eigi síður en ættjörð hertogans. “ALHEIMS KIRKJUÞING- IÐ í OXFORD — 1937” Blálendingar fasta nærri tvo þriðju árs- ins. Trúir meðlimir kirkjunnar (Ethiop- ian Church) telja sér skylt að fasta sex sinnum á ári. Hver fasta stendur yfir frá 15 til 65 daga. Allan þennan tíma er ekki bragðað kjöt, smjör, mjólk eða önnur fæða úr dýraríkinu, nema ef til vill fiskur. Hann máttu íslendingar éta á föstum forð- um og þegar þeir stálust til að éta kjöt voru þeir svo ráðagóðir að kalla það “klauflax”. SKÓGARHÖGG í CANADA Skýrslur frá stjórninni í Ottawa bera með sér, að um 240,000 manns stundi skóg- arhögg í Canada og eigi að mestu atvinnu og björg sína undir því komna. Vinnan er að vísu víðast aðeins stunduð vissa tíma árs, nema í British Columbia-fylki, þar sem hún er rekin alt árið. En á miklu velt- ur þó um hana því segja má að hún hefjist með vetri þegar bæði akuryrkja og húsa- smíðar hætta og kpmi þá í stað þeirra. Svo þessu var ekki neitt illa til hagað af for- sjóninni, þó með framsýni mannanna hafi nú svo verið í pottinn búið, að vinnu 3é hvorki að fá vetur né sumar orðið. í Austur-Canada byrjar skógarhögg vanalega snemma á haustin og helzt fram að nýári. Um leið og jörð frýs og snjóa leggur, er farið að flytja viðinn og hlaða í kesti á ár- eða vatnsbökkum, en þaðan er honum fleytt, er ísa leysir á vorin til sög- unar-milnanna, sem kunnugt er. Eru oft- ast sérstök félög, sem um þennan flutning annast, því enda þótt ekki þurfi annað ' ám en að hrinda lágunum (the logs) í strauminn og láta þær berast með honum þarf á lægni og leikni að halda við það, og slys eru þar ekki ótíð. Ennþá vandasam- ara, er þó að toga heila fleka yfir vötn. En svo þarf ekki oft á því að halda. Mest af viði þessum er flutt burtu úr skógunum þar sem hann er höggvinn, á hestum. Nokkuð er nú orðið flutt á flutn- ingsbílum. f Nova-Scotia kvað ekki ennþ;' óalgengt, að sjá ækin dregin af uxum, eins og sumstaðar í nyrstu bygðum Manitoba og fleiri vestur fylkjanna. En hvað sem því líður herma skýrslurnar, að 25,000 til 30,000 hesta þurfi með til þessarar iðju. í British Columbia hefir á yfirstandandi ári færst líf í þennan iðnað á ný. Er góð- ærið í atvinnu þar nú mikið skógarhögginu að þakka.—(úr skýrslum um auðsupp- sprettur Canada). Ræða flutt af séra Philip M. Pétursson í Sambands kirkjunni í Winnipeg Textinn sem eg hefi valið mér í kvöld, er tekinn úr bæninni “Faðir vor” er Jesús kendi læri- sveinum sínum: “Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.” (Matt. 6:10) Vér vitum að það er langt frá því, að ástandið í heiminum sé samkvæmt vilja Guðs eða í sam- ræmi við það, sem vér ímyndum oss vilja hans. Vér vitum einnig að menn hafa oft misskilið það, eða lokað augunum fyrir því, jnnar. sem vér nefnum vilja guðs: rétt- læti, réttvísi, kærleika og frið, — ekki vænst, þar sem önnur þeirra var kaþólska kirkjan, sem skoð- ar allar aðrar kirkjudeildir, sem villuráfandi sauði, sem afvega fari og sem ekkert vald hafi frá trúalegu sjónarmiði, þar sem þær neiti valdi páfans og gildi margs þess, sem kaþólskir kenna. Hin kirkjan sem enga fulltrúa sendi var þjóðkirkja Þýzkalands. Fulltrúar hennar fengu ekki leyfi og gátu ekki fengið það frá yfirvöldum þjóð- ar sinnar til að fara úr landinu og til Englands á þingið. Hitler hefir enga trú á því, að þjóð hans eigi að hafa mök við ann- ara þjóða menn. Það er á móti stjórnarstefnu hans að þeir geri það, og ekki sízt á sviði trúar- Fulltrúarnir sem saman voru komnir voru helztu menn sinna og meðal þeirra hafa verið kirkj- ; kirkjuflokka> ieiðtogar þeirra og unnar menn jafnt sem aðrir. En nú sjást mörg merki þess, að kirkjan sé að vakna og að hún sé að hætta að ganga á snið við veruleikann. Síðastliðið sumar var mikill fundur eða þing haldið í Oxford á Englandi, sem sumir hafa nefnt mikilverðasta atburð í trúar- sögu nútímans. Einn maður hefir líkt þessum fundi við aðra mikla kirkjufundi, sem átt hafa sér stað á fyrri öldum og sem hafa haft mikil áhrif, á öllum öldum síðan eins og til dæmis Nikeu-þingið á fjórðu öld og þingið í Trent á seytándu öld, sem voru haldin af kirkjuvöldun- um á umbyltingartímum, — eins og nú, — þegar alt sýndist vera í óvissu og þegar ein þjóð herj- aði á aðra, og þegar aðal ein- kenni tímans sýndust vera stefnuleysi. En hvort að þetta þing sem haldið var í sumar verður eins áhrifamikið og hin, verður tím- inn að skera úr. En að það skilji eftir sig stórt spor er aldir renna í framþróunarsögu kirkjunnar, geta menn ekki rengt sig um. Þessi fundur eða þetta þing, eins og sumir ef til vill muna, var “Alheims kirkjuþing til efl- ingar kristindómi” (World Con- ference on Christian Life and Work), og á því, eða í umræðun- um sem þar fóru fram, birtist ljóslega hinn nýi skilningur sem menn hafa öðlast um afstöðu kirkjunnar í heiminum, það er að segja, þar sem kirkjan hefir að mestu leyti til þessa ofur meinleysislega reynt að verja sig gegn árásum og aðfinslu manna, þá ætlar hún nú að hætta að af- stjórnendur. Ráðstafanir þeirra og tillögur mega því vera skoð- aðar sem rödd kirkjunnar í heild sinni, eða sem bending í hvaða átt kirkjan stefnir eða ætlar sér að stefna á næstkomandi árum. Að minsta kosti hafa þessir æðstu kirkjunnar menn gefið bendingu um áttina, sem þeir vilja að kirkjan stefni í. Menn hyggja oftast að þegar leiðtogar kirkjunnar koma sam- an til að gera einhverjar ráðstaf- anir um stefnu hennar, annað- hvort komi þeir sér ekki saman um neitt, eða að tillögur þeirra verði svo yfirborðslegar, að þær tapi allri verulegri merkingu. En í þessu tilfelli var staðreyndin öll önnur, og var aðal eipkenni þingsins í sumar bersögli og róttækari tillögur um flest öll mál sem rædd voru. Einn maður, sem staddur var á þingniu, ritaði um það með þessum orðum: “f meira en hundrað ár, hefir kirkjan aðallega stefnt að því, að gleyma tilgangi sínum. Hún hefir ekki beinlínis neitað, eða hafnað kenningunum, sem hún á tilveru sína að þakka, en hún hefir blandað þær svo mikilli þessa heims speki að menn hafa mist sjónir á hinum upprunalegu kenningum hennar. En nú, sýnist kirkjan einu sinni enn hafa öðlast skilning um hlutverk sitt, og að vera tilbúinn til að gera tilraun til að framkvæma það.” Þessu til sönnunar eru ótal dæmi í fundargerningunwþings- ins. En það, sem mér finst vera lang tilkomumest í skýrslum saka sig, en vill í stað þess fylgja þingsins finst í orðunum þar því fast fram, sem hún skilur sem svo er skýrt frá: “Kirkjan sem stefnu sína eða köllun í hefir brugðist skyldu sinni . . . heiminum. Hún ætlar og, sam- kvæmt úrslitum þessa þings, að tala Ijóst svo að allir skilji, og geti ekki efast um skoðun henn- ar. Þetta mega heita fagnaðar tíðindi fyrir þá, sem vilja kirkj- vegna of náins sambands við æðri stéttirnar í hverju landi, . . . . og það er henni sjálfri að kenna að hún hefir mist hylli fjöldans, alþýðunnar.” f fram- tíðinni, segir skýrsla þessi, — “verður kirkjan að byggja fram- , unni vel, en sem voru farnir að komu manna á viðskiftalífinu á kvíða því, að eins færi fyrir siðferðislegum grundvelli, á henni og kirkjunni á Rússlandi, sama hátt og hún hefir ætíð gert sem dauð er að kalla má eða á tilraun til að sjá um, að per- Þýzkalandi, þar sem hún berst sónuleg sambönd manna væru j upp á líf og dauða gegn kúgun I og einræði, eða í öðrum löndum, ; þar sem hún hefir verið að smá I hrörna eða ganga af sér í mörg ; nndanfarin ár, oftast vegna , kjarkleysis og stefnuleysis. Þetta þing hefir nú blásið siðferðislega grundvölluð. Ennfremur heldur þessi skýrsla fram, að kirkjan verði að viðurkenna blindni sína, upp að þessu, og gera nú tilraun til að sjá og skilja öflin, sem eru að verki í heiminum, og að tengja kirkjunni nýju lífi í brjóst og kirkjuna við allar þær hreyfing aukið fjör hennar og lífskraft, svo hún getur nú tekið sína réttu afstöðu í heiminum, og leitt menn, í fullu trausti og sannfær- ingu um, að hún hafi á réttu að ar í heiminum sem stefna að réttvísi í málum mannfélagsins. Að mínum dómi munu flestir eða allir vera þessu samdóma, og viðurkenna gildi þessarar til- standa, og að framtíðin geti ekki f lögu, og taka undir með kirk j- verið annað en björt óg full af unni í ályktum íiennar í þessu dvrlegum árangri, að vilji Guðs efni. verði á jörðu í ríkum mæli. Ekki var alveg eins fullnægj- Þetta þing kom saman í júlí andi ályktun þingsins um þátt- mánuði og á það komu 800 full- töku í ófriði. Fulltrúarnir voru trúar frá 96.kirkjum, eða kirkju- ekki sammála um það, að for- flokkum, frá þrjátíu og þremur löndum. Minna en helmingur þeirra allra var enskumælandi. Aðeins tvær kirkjudieldir, sem kalla sig kristnar höfðu enga fulltrúa. En þeirra fulltrúa var dæma manninn, sem tæki þátt í stríði, þeir sýndust ekki vera sannfærðir um sannleika kenn- ingarinnar “þú skalt ekki mann vega”. Ef að þessi kenning hef- ir nokkurt gildi, ætti hún að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.