Heimskringla - 10.11.1937, Side 5

Heimskringla - 10.11.1937, Side 5
WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA hafa það undir öllum kringum- stæðum. Hvergi hefi eg enn getað fundið að undantekningar væru nefndar. En samt vildu þessir menn ekki fordæma manninn eða mennina, eða þjóð- ina, sem breyttu þvert á móti þessu boðorði. En ekki heldur vildu þeir fordæma manninn sem, sam- vizkunnar vegna vildi ekki taka þátt í ófriði. Það er að segja, því var haldið fram að hann hefði rétt fyrir sér jafnt sem hinn, og verðskuldaði því ekki fordæmingu, þó að hann mælti á móti ófriði eða ófriðarhugmynd- inni, og neitaði að taka þátt í stríði. Hann gat verið heiðar- legur maður eftir sem áður. En lang þýðingarmesta tillaga þingsins átti við samband á milli kirkjunnar og ríkisins. Og það sem var enn þýðingarmeira var eindregið álit fulltrúanna um al- ræði og alt sem, því tilheyrir. Þeir hafa án efa beint orðum sínum að Þýzkalandi, en það, sem þeir lögðu til á eins vel við hvaða land sem er í heiminum eins og hann nú kemur oss fyrir sjónir. Það, sem þingið samþykti var, til dæmis það, að kirkjan skuldaði ekki ríkinu neina hlýðni né taldi það nauðsynlegt, að hún hlýddi boðum ríkisins undantekningalaust. Kirkjan skoðar ríkið, eins og þingið komst að orði, “sem sögulegan atburð, sem á sínu eigin sviði væri sitt eigið æðsta vald, en sem á sama tíma, væri undir valdi og dómi Guðs, og sem væri ábyrgð- arfult fyrir honum.” En þingið fór enn lengra í á- lyktun sinni og hélt því fram, að “ríkið væri eitt svið sem birti ýmislegt, sem réði í lífi manna, og að það gæti þar af leiðandi. þar sem mennirnir væru ófull- komnir, og þar sem þeir kunna oft ekki að fara með völd, og því sem valdi fylgir eins orðið verkfæri hins illa og vonda, sem hins góða, það er að segja undir vissum kringumstæðum getur ríkið haldið því á lofti, sem menn verða að spyrna á móti, bæla niður, eða að útrýma. Þingið reyndi ekkert að sneiða hjá þessu vandamáli, heldur tók því fegins höndum, og lýsti síðan afstöðu sinni í því sambandi, hreinskilnislega og ótvírætt með þessum orðum: “Fyrst að vér trúum á Guð, sem uppsprettu réttvísinnar, við- urkennum vér ekki ríkið, sem æðsta úrskurðarvaldið í heimin- um. Það er ekki drottinn, held- ur þjónn réttvísinnar, því sann- kristinn maður viðurkennir eng- an sem æðsta úrskurðarvald anan en Guð einn”. Þessi yfirlýsing minnir mig á orð Theordore Parkers, s’em hann flutti í prédikun flyrir nævri níutíu árum síðan, í líku sambandi og hér var um að ræða. Hann sagði: “Eg geri lítið úr því, sem kall- að er svik eða landráð gegn landsstjórn. Það sem oft er svo kallað getur orðið skylda þín eða mín, þegar minst varir. — Vissulega var það skylda for- feðra vorra fyrir ekki mjög löngu og nú er það landsins sómi að þeir sniðgengu hana ekki og minningu þeirra til heiðurs. En svik gegn alþýðunni, gegn mann- kyninu, — gegn Guði — er mikil synd, sem ekki skyldi talað um með léttúð.” Þannig birti Parker sömu hug- sjónina, sem vakti fyrir alheims kirkjuþinginu á Oxford í sumar. Þýðing hennar er augljós. Á þessum umbyltingardögum, — þegar alt sýnist vera í óvissu og á ringulreið, þegar einræði breið- ir sitt kúgunarvald yfir menn og þjóðir, og fnenn eru sviftir sín- um einkaréttindum, er kirkjan að koma fram, samkvæmt því sem fór fram á þinginu, sem verndari réttinda og frelsis mannanna, fylgi hún ályktum sínum. Hún er mjög ákveðin í því, að halda því skýlaust fram, að menn séu undir æðra valdi, en valdi nokkurra stjórna, og að engin þjóð, og engin stjórn geti heimtað hlýðni, nema að- eins meðan hún er sjálf í sam- ræmi við það æðra vald, vald réttvísinnar, kærleikans og sam- úðarinnar, í samræmi við vilja Guðs. Eftir þessu öllu að dæma höfum vér ekki fulla heimild til að halda að þetta þing verði eitt af þýðingarmestu viðburðum í trúarsögu nútímans? Þetta kemur enn skýrara fram í sambandi við það sem átt hefir sér stað á Þýzkalandi. Þar er ríkið látið vera æðra öllu öðru. Alt verður að lúta ríkinu, og rík- isstjórninni, og hefir alt, öll fé- lög, skólar, blöð, tímarit, flokkar, beygt sig fyrir yfirvöldunum, nema aðeins kirkjan. Hún stend- ur ein uppi í andstöðu við ein- ræðið, og í mörgum tilfellum hafa atburðir átt sér stað, sem jafnast á við þá, í frumkristn- inni, þegar menn gerðust píslar- vottar fyrir trú sína. Auðvitað er kirkjan á Þýzka- landi annaðhvort kaþólsk eða lútersk. Þær eru stranglega rétt- trúaðar. En samt sem áður eru þær með því að veita yfirvöldun- um þar mótstöðu, að verja frjáls- ræði fólksins, og að verða að verndurum heilagleika manns- sálarinnar, að halda því fram, að einstaklingseðlið, tilvera ein- staklingsins, sé æðri og verð- mætari en allar stofnanir og öll ríki og öll völd heimsins, og að það ríki eða sú stjórn sem nið- urlægir einstaklinginn, hafi svik- ið alþýðuna, þrátt fyrir alt, sem leiðtogar ríkisins halda fram. — Það er að segja, ríkið er ekki heilagt eða óskeikult, og talar ekki með rödd hins eilífa valds. Það er á tímum líkt og þessum þegar kirkjan viðurkennir skyldu sína gagnvart mönnun- um, að mikilleiki hennar skín í gegnum allar villurnar, sem hún hefir einnig haldið fram og stutt. En eftir þinginu í sumar að dæma er kirkjan að vitkast og er að viðurkenna opinberlega skyldu sína. Hún hefir, eins og vér vitum, á ýmsum tímum, verið alt annað en hún ætti að vera, verið sér jafnvel til skammar. Hún hefir meðal annars svikið alþýðuna. Þessvegna hefir henni verið út- rýmt eins og til dæmis á Rúss- landi. Þessvegna hefir hún mist hylli fólksins í Mexikó. Þess- vegna hafa menn risið á móti henni á Spáni. Kirkjan sam- einaðist valdhöfunum, — en gleymdi, eða sýndist gleyma hennar upphaflegu stefnu. En þingið sem kom saman í Oxford í sumar skildi þetta, og viðurkendi það, og hafa fulltrú- arnir, sem á það þing komu, sem málsvarar kirkjunnar um víðan heim, ásett sér það, að fram- kvæma alt það í heiminum, sem meint er með “bróðerni” og að fylgja því, sem kallað er “vilji Guðs” í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur, í mannfélagsmál- um og stjórnmálum jafnt sem trú- eða kirkj umálum. Þegar alt kemur til alls, þá er þetta í raun og veru hið eina sanna hlutverk kirkjunnar, og það hlýtur að vera öllum mönnum verulegt gleði og fagnaðarefni, að allir, eða flestir helztu trúflokkar kristindómsins,— 96 alls,— hafa sameinast á þeim grundvelli, að efla frið, og þjóna réttvísi á jörðunni, að vernda alþýðuna gegn kúgunarvöldum hvort sem þau eru í sambandi við stjórnar- fyrirkomulag eða viðskiftalífið að vernda frelsi manna, og að halda ætíð þeim sannleika á lofti, að mannseðlið, eða mannssálin, sé dýrmætari en alt annað í heiminum, og að enginn maður, engin stofnun, engin stjórn hefir rétt til að fórna henni undir nokkrum kringumstæðum. Þetta viðurkendu fulltrúarnir á þessu alheimsþingi. Og með því hafa þeir aukið þýðingu orð- anna til stór. muna í bæninni þegar vér biðjum: “Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.”— Kirkjan er að vinna að því, á| öflugan hátt, að ríki Guðs ná- lægist og að það geti að lokum orðið að veruleika manna á með- al. “BERIÐ KYNDILINN ÁFRAM” Eftirfylgjandi ræðukafli er úr i ræðu, sem að séra H. I. S. Borg- fjörð prestur við Church of the Redeemer, Universalista kirkju í Halifax, N. S., flutti þ. 12. sept. s. 1. Eg hefi snarað kaflanum á íslenzku, af því að eg býst við að einhverjum af kunningjum hans ( hér á meðal fslendinga þyki gam- an að sjá eitthvað eftir hann. Ingi — með því nafni er hann okkur mörgum kunnastur — er ágætur ræðumaður á enska tungu, bæði málsnjall og kjarn- yrtur.—Þýð. Það er hvorttveggja í senn, skylda og hið mikla tækifæri vors frjálsa trúarfélags, að “bera kyndilinn áfram”. Hvaða kyndil? Kyndil Ijóssins og frelsisins, ljósið, sem mun sýna mönnunum villurnar í þeirra eig- in hugsun, villurnar, sem gera þá að hræddum og skríðandi skepn- um myrkursins fremur en að börnum sólarinnar, sem þeir hafa rétt til og þeim ber að vera; þann ljóssins kyndil, sem með birtu sinni og ljóma gefur frelsi. Kirkja vor er helguð tilbeiðslu Guðs og þjónustu mannanna. — Sannarlega ætti það að vera oss ljóst, að vér getum tilbeðið Guð aðeins með því að þjóna mann- inum í hinni stöðugu baráttu hans fyrir fullkomnara og betra lífi. Til vor mun ávalt koma kallið, að “bera kyndilinn á- fram”, til þess að mennirnir megi lifa og öðlast meira líf. Þetta getum vér afrekað, ef vér viljum nota krafta vora og vinn- um saman. Nýr dagur mun renna, ef vér í alvöru reynum að sýna í verkum þær háu hugsjón- ir, sem vér nú aðeins játum með vörunum. Það mundi verða oss mikil hjálp í þessu verki, ef vér gerð- um ákveðna tilraun til þess að skilja vora sérstöku aðstöðu. Vér erum ekki aðeins líkir öllum öðr- um kirkjum, vor vegur er ekki aðeins einn vegurinn til, sem litlu máli skiftir, einn af mörg- um vegum, sem allir eru jafn góðir og liggja að sama marki. Vér megum ekki blanda saman vorri kirkju og öðrum kirkjum, því að aðstaða vor er alt önn- ur en þeirra. Það sem vér höf- um í huga er ekki takmörk held- ur mannlegt líf hér á jörðinni; íhugunarefni vort er vandamál, sem spretta upp úr samlífi mannanna og jarðneskum að- stæðum, af því að vér höfum komist að raun um, að játning- arnar eru að minsta kosti ónóg- ar til að uppfylla þarfir mann- legrar þróunar, ef þær eru ekki beinlínis skaðlegar. Vér megum ekki ávalt halda áfrám að tefja fyrir sjálfum oss og því starfi, sem stofnun vor á að vinna, með því að blanda því og starfi kirkna þeirra, sem byggja á yfirnáttúrlegum grundvelli, sam- an. Vér að minsta kosti reynum að byrja á því, sgm menn þekkja, og höldum áfram út frá því, eins langt og vér getum, í þjónustu mannlegs persónuleika, í staðinn fyrir að byrja á því óþekta, þylja töfra fyrir því, og rugla öllum rökum í fávizku vorri. Vor breytta áherzla og breytta aðstaða í trúmálunum vísa oss veginn til breyttra aðferða í bar- áttu vorri. Vér aðskiljum til dæmis ekki trúna og lífið, og get- um ekki gert það. Sérhver hlut- ur, hversu hversdagslegur sem hann kann að virðast í þetta skiftið eða hitt, kemur undir trú- arbragðalegt mat. Vér getum aldrei sagt: þetta er trúar- bragðalegt, og þetta er verald- legt. Slíkj staðhæfing benti á, að vér fylgdum röngum og ó- eðlilegum sundurgreiningum fyrri daga, sem, eins og þær eru venjulega notaðar nú, eyðileggja byggingu samfélags vors. Vér munum auðvitað vinna enn fyrir hin miklu allsherjar hugtök sannleika, fegurðar og velvilja, eins og hinar eldri kirkjustofn- anir þykjast gera; því vér trú- um því að þau feli í sér ómetan- leg verðmæti. En um leið og vér gerum það verðum vér að játa blátt áfram, að þessi alls- herjar hugtök eru ekkert, frá- skilin hinum venjulegu atburð- um, sem þau finnast í, í mann- legu samlífi. Vér getum ekki gert oss ánægða með eintómar óhlutkendar hugmyndir. Vér verðum að draga verknað og vandamál samlífsins, eins og vér finnum þau í verksmiðjum og á sölutorgum á heimilum, í skólun- um og í þingsölunum, eða hvar annarsstaðar sem þau finnast meðal manna, fyrir dómstól trú- arinnar, til þess að þau verði metin og verðlögð. Látum oss skilja þetta; það mun koma í veg fyrir sársauka og misskilning. Sú mótbára, að þetta sé ekki trú, það sé stjórnmál eða hagfræði eða eitthvað annað, hefir ekkert gildi fyrir félagsskap vorn, vér höfum ekkert með hann að gera. Vér verðum að bera kyndilinn á- fram, og það fáum vér ekki gert, ef vér tefjum fyrir oss með úr- eltum aðferðum. Þýtt hefir G. Á. hugum þessara manna. Eg er Mæri, Eysteinssonar glumru. — Skilyrðið Kínverskur spekingur sagði einhverju sinni: Hver sá mað- ur, sem getur ekki gleymt sjálf- um sér, gleði sinni og sorg, upp- hefð og lægingu, er ekki fær um að stjórna öðrum. HVERNIG Á AÐ LESA FORNSÖGURNAR? Eftir dr. Einar ól. Sveinsson Erindi það, sem hér fer á eftir, var flutt á námskeiði, sem Nor- ræna félagið hélt vorið 1936 í Reykholti og á Laugarvatni fyr- ir stúdenta af Norðurlöndum, en síðan var það birt í Nordisk tid- skrift för vetenskap, konst och industri. Morgunblaðið .Ihefír óskað að flytja það lesendum sínum, og hefi eg því snarað því á íslenzku og lagað það lítils- háttar fyrir íslenzka lesendur. Það var ekki laust við, að því fylgi nokkurt hagræði að tala fyrir lærðum áheyrendum. T. d. eins og í þetta sinn. Hér þarf ekkert að hugsa um það, á hvaða tungumáli eigi að lesa íslenzku fornsögurnar, því að tilheyrend- ur mínir lesa þær auðvitað á frummálinu, íslenzku. Þetta kemur sér vel fyrir ræðumann- inn, því að ella hefði hann kom- ist í þann vanda, að eiga að gefa ráð um það, hvaða þýðingar sé best að nota. En það hefði reynst erfitt. Einu sinni í fyrnd- inni bar eg saman við frumritin nokkrar af þýðingum N. M. Pet- ersens, og síðan hefi eg forðast þýðingar þessara bókmenta eins og heitan eldinn. Nú er það ekki ætlun mín að fara hér að tala illa um þennan ágæta mann, sem unni svo heitt máli og bókment- um norræna þjóða og vann svo mikið fyrir þær, til þess er enn minni ástæða, þar sem nýlega hafa verið miklar umræður um þýðingar hans, og þær umræður ollu því, að menn hófu útgáfu af nýrri danskri þýðingu sagnanna og fóru þá eftir öðrum megin- i reglum en hann hafði gert. Þetta var í Danmörku, en hjá öðrum þjóðum hafa sömu vandamálin gert vart við sig, hvort sem menn hafa rætt þau opinberlega eða ekki. Á þýðingunum, ein- kennum þeirra og stefnu, má gjörla sjá áhrif þau, sem sög- urnar hafa haft á menn, sem fengið hafa mætur á þeim: þannig hafa sögurnar, andi þeirra og einkenni speglast 1 viss um, að þegar rætt er um það, hvernig eigi að lesa þessi rit, getur verið haganlegt að líta á þessa ósviknu vitnisburði um það, hvernig síðari tíma menn frá öðrum þjóðum hafa lesið þau. Þegar við lesum sumar eldri þýðingar (og reyndar líka sum- ar þær yngri) skilst okkur, að sagnastíllinn hljóti að vera þung- lamalegur, óeðlilegur, málið fyrnt. Frummálið sýnir, að þetta er alt öðruvísi. Að hann sé þunglamalegur er mikið til ímyndun, að hann sé ónáttúrleg- ur er fullkominn misskilningur. En það er hægt að benda á ýmislegt, sem á þátt í þessari skoðun. f fyrsta lagi hve frá- sögnin er oft fámál, samanþjöpp- uð, kjamyrt; þetta eru eigin- leikar, sem eiga sér djúpar ræt- ur með norrænum þjóðum, ekki sízt sveitafólki. Það er eins og í orðunum felist sprengiefni, og slíkt getur verið þýðandanum erfitt. f öðru lagi er íslenzka mikið beygingamál, og mönnum sem frá blautu bamsbeini hafa talað mál með litlum beygingarendingum, munu þykja beygingamálin þung í togi, ís- lenzkt skáld sem dvaldist um tíma þar sem latína var töluð, sagði einu sinni við mig: “Við íslendingar tölum latínu”. Það er meira en lítið satt í þessum orðum. — Misskilningur margra útlendinga á stíl fornsagnanna stafar þó að töluverðu leyti af því, að þýðendur hafa oft verið að kalla tjóðraðir við orðalag frummálsins, án þess þeir hafi gætt að, hvort orðalagið hafði sama blæ í báðum málum. Sem dæmi má nefna hinn mikla breytileik í orðaröð, sem sögu- ritarinn gat beitt, þegar hann vildi breyta um hraða eða styrk eða litblæ, svo sem röð frumlags og umsagnar (hann gekk þá inn — gekk hann þá inn o. þ. h.), setning orðs á ákveðinn stað til áherslu o. s. frv. Snorri lætur Hrólf kraka segja við Aðils: — “Svínbeygt hefi ek nú þann, er ríkastr er með Svíum”; og ein- hvern veginn veitir það, að orð- ið svínbeygt er sett fremst, fyr- irlitningu Hrólfs margfalt afl: setningin er eins og svipuhögg. Þegar stendur: “Engi var hann jafnaðarmaðr”, með þunga á fyrsta, og síðasta orði, þá er setninging vitanlega miklu á- herslumeiri en ef sagt væri: “Hann var engi jafnaðarmaðr”. Yfirleitt ber mikið á því, að orð- stef byrji á þungri áherslu, þetta veitir stílnum einkennilegan svip. Samtöl með þessum hætti minna mig á orðskviðinn: “önd- verðir skulu ernir klóast”. En þegar Snorri skrifar um deilurn- ar á Uppsalaþingi: “Þá stóð upp Þorgnýr” — með frumlagið aft- ast í setningunni, þá speglast í þessu orðalagi hin langa bið: menn höfðu allan tímann verið að bíða eftir þessu, að Þorgnýr tæki til máls. Þessu líkar setningar eru ekki aðeins torveldar þýðandanum, | heldur einnig hættulegar, þær! freista hans að stæla orðalag frumritsins, og þýðingin getur orðið óþolandi tilgerðarleg. Það mætti nefna mörg önnur atriði í stíl sagnanna, sem reyn- ast þýðendum erfið viðfangs, t. d. lögfræðilegir formálar, orð og orðtæki úr hinu forna hermanna- máli, svo sem víg, vega, bani, sem einhvern veginn eru lýst upp af karlmenskuhugsjónum þeirra tíma. Alt þetta fer vel og liðlega í frumritunum, þó að það verði vanalega stirt og ókunnug- legt í þýðingum, oft með bók- málsblæ Eða tökum einhverja ættartölu: í lestri eru þær eins og rennandi vatn. Þegar ættir eru raktar í Njálu er í því bæði viðhöfn og fimi: “Hallr hét maðr, er kallaðr var Síðu-Hallr. Hann var Þorsteinsson, Böðvars- sonar. Móðir Halls hét Þórdís ok var özurardóttir, Hróðlaugs- sonar, Rögnvaldssonar jarl á Hallr átti Jóreiði Þiðrandadóttur hins spaka, Ketilssonar þryms, Þórissonar þiðranda ór Vera- dal”* Þetta leika þýðendurnir ekki etfir, sem ekki er von, ættartöl- ur eru ógn óásjálegar hjá þeim. Efni, sem sízt af öllu getur tal- ist listrænt, jafnvel það sætir slíkri með^erð, að það verður lip- urt í framsögn. Sögustíllinn á rætur að rekja til munnlegrar frásagnar, og eftir að forsög- umar voru orðnar bókmentir, voru þær þó ætlaðar til upplest- urs, framsagnar, á líkan hátt og rit í óbundnu máli á grísku eða latínu. Þetta er vert að hafa í huga, það skýrir margt í sögun- um og stíllist þeirra. Megineinkenni sögustílsins er það, að hann er eðlilegur, ein- faldur. En við það blandast karl- mannleg hófsemi, hvort sem undir hinu slétta yfirborði býr róleg ánægja af því að segja frá eða ólganda ástríða. f sögustíln- um býr óbeit á öllu óhóflegu, í- burðarmiklu, líka á tilfinninga- semi, viðkvæmnishneigð. Þetta er sofrosyne fornsagnanna. Þær sýna óbeit á samblöndun bund- ins máls og óbundins. Fornís- lenzkur kveðskapur var oftast fullur af orðskrauti og flúri dýrra hátta, en óbundna málið átti að vera óbundið mál. Nú á tímum er vant að blanda ó- bundna málið með lýrik og skáld- legum orðatiltækjum, það hefði höfundum fornsagnanna að lík- indum þótt tilgerðarlegt og ó- eðlilegt. Þeir hneigjast ennfrem- ur að því, sem er sammannlegt, á alstaðar við, forðast það sem er hlálegt, klúrt, skrílslegt — eða það sem er kunnugum best að bjóða. Þegar Grundtvig blandar þýðingu sína af Heims- kringlu með almúgalegri kýmni, hefði Snorra þótt maðurinn furðu ósiðaður. f fornsögunum Frh. á 7. bls. * f bók minni um Njálu hefi eg bent á, að mætur á viðhöfn eigi engu minni þátt í ættartöl- um Njálu en 'yndi af fróðleik; höfundurinn hefði haft gaman af hinum löngu nöfnum sumra spanskra aðalsmanna á fyrri öld- um. Eg hefi heyrt, að þegar Ludvig Holstein þýddi Njálu á dönsku hér um árið og einhver af samverkamönnum hans varð til að hnjáta í ættartölurnar, hafi hann varið þær: Þær eru svo viðhafnarmiklar! ÞAÐ ER EKKI EIN EINASTA LEIÐIN- LEG STUND EF SIGLT ER MEÐ OmaJL UMi Quífrc Hvort sem þér hygglð á að ferðast austur yfir Átlantz- haf eða vestur yfir Kyrra- haf, þá skrásetjið yður hjá Canadian Pacific skipunum fínu, “Empress”, “Duchess” eða “Mont”. Pessi linuskip veita öll möguleg þægindi á ferðum yfir hafið. Kurteis- leg umgengni, ljúffengar máltíðir, við dekk að spá- séra um, hvilustofur, leik- ir á þllfari, dans, samkomur og margar fleirl skemtanir —aldrei daufleg stund. BEINT SAMBAND VIÐ ISLAND Agæt leið frá Canada ti! Is- lands, um Skotland, fæst með Canadian Paclfic gufu- skipunum, með tíðum og þægilegum siglingum í hverri viku. Leitið frekari upplýsinga hjá agenti vorum eða W. C. Casey, Steamship General Passenger Agent, C. P. R. Building, Win- nipeg. Sími 92 456-7.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.