Heimskringla


Heimskringla - 10.11.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 10.11.1937, Qupperneq 6
6. SÍPA rlEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. NÓV. 1937 Þau náðu til Ritzen seinni part dagsins og þar vildi hann þau væru nóttina. Það vildi hún ekki, heldur halda áfram, hitinn væri rénaður og engin ástæða til að tefja. Svo þau tóku hesta sína og fóru ríðandi af stað samsíða, um sviðurnar graslausar, auðar, hljóðar. Þau töl- uðu varla orð og þá fanst henni þau vera ó- kunnugri en í upphafi þeirra kunningsskapar, daginn sem hann flutti hana til bæjar síns, fann enn meir til þess, að hún var útlendingur og framandi í þessari grimmu gróðurleysu heldur en fyrsta daginn sem hún hafði stigið fæti sín- um á land. Það var líkast prísund, hugsaði hún í sínu dapra hjarta, höfðarnir illúðlegir verðir og bláu fjöllin í fjarska líkt og grjótmúr sem eng inn mátti yfir komast. Þau komu að farvegnum um sólsetur, þar var ekkert vatn, aðeins hvítir steinar, straum- barðir, líkt og sundruð beinagrind. Eigum við að hvíla svolitla stund?” sagði Burke. Hún hristi höfuðið. “Nei — nei! Ekki hér. Það er orðið svo áliðið.” Svo þau fóru yfir farið og framhjá áning- arstað sínum og riðu sem leið lá yfir sléttuna heiðgula, ljósrauða og perluhvíta af skartlitum sólar seturs. Sú fegurð var svo mikil að henni fanst sér um megn að bera. Hún duldi svo mikið og margt, svo marga skelfingu, svo margan voða. ^ Þau komu þar sem gatan lá út úr til Mer- stons, þá rauf Burke þögnina: “Eg verð að fara til Merstons í fyrramálið.” Við það roðnaði hún. Hvað höfðu þau hjón frétt? Hún svaraði einhverju ógreinilega en bauðst ekki til að fara þangað með honum. Nú skaut upp tungli yfir hæðirnar í austri, sem stráði gulum dreglum á holt og höfða og flata fold, þar til alt sindraði við þann sölva ljóma. Það var líkt og ljósið dreifðist í hljóðum öldum, unz öll sléttan lá. undir ljósri lá er drangamir óðu uppúr — veröld draumi lík; sú var vissulega einu sinni kvikandi af fjöri, mögn- uð til kviks af máttugum töfrum, en nú var hún stirðnuð, steinrunnin, dauð. Þegar þau riðu hjá seinasta höfðanum, þeim drangi sem hún ætlaði sér einu sinni að klifra, þótti henni sem hún kæmi að innsta kjama auðnarinnar, þeim sem auðastur var af öllu. Þegar þau riðu að bænum, komu kaffirar hlaupandi út af kofum sínum, er þeir heyrðu hófahljóðið, en þó þeir skröfuðu mikið, rufu þeir ekki þögn auðnat;innar. Þeir hljóðu töfr- ar héldust. Joe tók við hestunum og Burke með hon- um, að gefa þeim og kemba. Sylvía gekk ein í bæinn og þó hann væri sá sami, fanst henni nú að hún gengi í rústir. Hún fór til sinnar stofu, læsti niður hjá sér böggulinn frá Kelly og þvoði sér. Hún þorði ekki að stinga honum í jámskápinn hjá Burke, hann gæti komið að á hverri stundu. Þangað ætlaði hún sér að koma honum, en nú skorti hana hug. Hún var líkam- lega þreytt og þessvegna dapraðist henni kjark- ur. Þegar Burke kom inn var hún að bera á borð, hann tók af henni bakkann og lét hana setjast, það var auðséð hún var magnþrota. Hún gerði sem hann sagði, hafði ekki krafta til mótstöðu, borðaði og drakk það sem hann bauð henni, þó litla lyst hefði eðajenga. Að lokinni máltíð vildi hann ekki að hún settist fyrir, heldur leiddi hana, alvörugefinn og stilt- ur að dyrunum á svefnherbergi hennar og segir: “Farðu í rúmið, bam! og farðu ekki á fætur fyr en þér er batnað!” Hún gerði sem hann sagði, þóttist ekki geta annað gert, gat þó ekki sofnað fyrir áhyggju. Eftir nokkra stund færði hann henni heita mjólk í rúmið, kvað hana þurfa þess með, hún hefði borðað svo lítið, hún flýtti sér að drekka í botn, til þess hann færi sem fyrst. En er hún var orðin ein, kvaldi hún sig með þeim hugsun- um, hvort hann hefði séð nokkuð á henni, hvort hann héldi hún ætlaði að verða veik og kanske vaka og vera á verði af því. Þá setti að henni óhug af kraftaleysi til aðgerða. Hræðilegt væri ef henni mistækist nú eftir alt sem hún hefði á sig lagt. Hún lá vakandi og hleraði með titrandi taugum. Hann myndi setjast út á sval- ir og reykja pípu sína áður hann gengi til náða. Þá gæfist henni færið. Hún þorði ekki að fresta til morguns, að koma peningunum aftur á sinn stað. Hann gæti spurt eftir lyklinum á hverri stundu. Samt heyrði hún ekki fótatak hans og hugsaði, hvort hann hefði sezt fyrir í daglegu stofunni og sofnað. Smátt og smátt fór að sækja á hana höfgi, sem hún barðist við af öllum kröftum, þar til hún festi blund, hrökk svo upp, og á þessu gekk þangað til værðin hafði yfirhönd og hún gleymdi sér til fulls. Svo vaknaði hún skyndilega, löngu seinna að henni fanst, glaðvaknaði og mundi að hún átti nokkuð ógert, það var því líkast sem kallað hefði verið á hana, sem Guy hefði kallað á hana, hvetjandi til framkvæmdar. Bjart var í stofunni af tunglsljósi, svo að hver hlutur sást greinilega. Böggullinn dýr- mæti var undir koddanum hennar og lykillinn. Hún þreifaði á þeim strax, áður en hún leit upp, í því hún ætlaði að setjast upp, leit Jiún í kring- um sig og sá mann á hnjánum við rúmstokkinn. Alt hennar æðablóð fór þjótandi til hjartans. Hún horfði og horfði, trúði ekki sjónum sínum. Hann var grafkyr og hallaði höfði fram á armleggina, og hún undraðist að sjá karl- mann í þeim stellingum. Var það Guy, kné- fallandi í örvænting? Hafði hann runnið á eftir henni, eihs og athvarfslaus flakkari, þegar Kieffs, húbónda hans naut ekki lengur við. Ef svo var — nei — nei! Víst var þetta draumur! Guy var langt á burt. Þetta var hugarburður sjálfrar hennar. Guy gat alls ekki komið til hennar svona. Samt, var það ekki raust hans, sem vakti hana af djúpum svefni? Nú fór hrollur um hana. Hver veit, nema hér væri andi hans kominn að leita sambands við hana? Var hún ekki honum kærari en nokkur önnur manneskja í þessum heimi? Væri hann ekki vís til að leita hana uppi áður en hann færi yfir um? Hún reis upp skjálfandi og segir: “Guy, ert það þú ? Elsku Guy, talaðu til mín!” Maðurinn kiptist við, breytti þó ekki um stellingar. Hún þóttist sjá við mánaljósið hvít- ar rákir í hári hans. Þetta var þá Guy, til hennar kominn í holdinu. Það gat enginn ann- ar verið. Hún fyltist þrá, mjúkri og sárri. Hann var kominn aftur — þrátt fyrir allar sín- ar syndir var hann horfinn til hennar aftur. Og enn sá hún fyrir sér þann æskumann sem hún hafði þekt og elskað — æ, svo hjartan- lega, — á hans sakleysis árum. Sú sjón var svo hrífandi að hún útrýmdi öllu öðru þá stundina. ó! að hann liti upp og sýndi henni einu sinni enn þá ásjónu, ljómandi af fjöri og fegurð æsk- unnar! Hún girntist af öllum hug að líta, þó ekki væri nema eitt augnablik, það sem hafði fylt hjarta hennar fögnuði. Og sú þrá svifti henni blindaðri um fáein augnablik í sæluríki sinnar meyjaræsku. Hún gleymdi með öllu bit- urleik og hörmum þessa framandi lands. Hún teygði armana móti gullvængjuðu gliti þráar sinnar, þeim hjartavarma hugarburði sem hafði numið hana frá sjálfri sér og sýnt henni hve fyrsta ástin er ljúf. “Ó Guy — minn eigin Guy — komdu til mín!” sagði hún. Þá hrökk maðurinn við og leit á hana. f sama bili rofnaði draumur hennar líkt og slæðu væri í sundur svift. Þau horfðust í augu, hún hlaut að horfa í þau hvössu augu, hún gat ekki litið undan. Þannig leið lítil stund, að þau horfðust í augu í tunglsljósinu, sögðu ekki orð, gerðu varla að anda. Svo loksins reis hann á fætur, hægt eins og sá sem er þreyttur, horfði enn niður á hana um stund, sneri svo við steinþegjandi og hvarf á burt. Mörgum stundum seinna náði Sylvía að sofna, þá birtist henni draumurinn í þriðja og síðasta sinní draumurinn hræðilegi er sýndi henni tvo menn ríðadi, er mættust á harðri ferð á hamrastalli. Enn sá hún þeim ljósta saman og annan hrapa. Enn leitaði hún ofangöngu í hinn grýtta dal eða gjá og fann manninn sem hún vissi örendan, í djúpri gróf. Hún vissi að þang- að hafði engin lifandi manneskja komið fyr. Hann lá uppíloft, starði opnum augum, sjón- lausum, í tunglsljósið. Hún gekk að honum, laut niður að loka þeim augum, en gat ekki. Af þeim lagði inn í sál hennar hljóðar ávítur þeirr- ar þagnar sem aldrei varð rofin framar. Hún sneri but og fór, við ömurlegan ein- stæðingsskap. Nú vissi hún hvor þeirra hefði hleypt laus á burt og hvor hrapað, og hún gekk leið sína vonlaus, óhuggandi — reikandi um auða staði á jörðinni og tóma. Hún vaknaði þegar langt var áliðið morg- uns og sá hið sama hræðilega sólarbál — skrælnaða veröld og visnaða, stynjandi for- gefins eftir rigningar bata. “Þetta er visn- aðra vona land” sagði hún döpur við sjálfa sig. “Alt dauðadæmt sem í því er.” YI. Kapítuli. Skilnaður Þegar Sylvía kom á fætur og gekk í dag- legu stofuna, fanst henni líkaminn þungur sem blý en hugur hennar hvass og þó vanstiltur. Hún fékk að vita af Mary Ann, að húsbóndinn hefði farið að heiman fyrir löngu. Nú hafði henni gefist færið! Hún varð fegin og tók það, fanst þó jafnframt hún vera brugðin við lævísi. Enn fór hún í stofu Burkes, læddist að skápnum og lauk upp, hlerandi eftir hverju hljóði. Hún skaut inn peningunum og aftur hurðinni, með undarlega tilkenningu í hjarta, er hún leit umslagið með sígarettunni í, sem hann hafði kipt af vörum hennar. f sama bili heyrði hún hófadyn úti fyrir og vissi að Burke var kominn. Hún skundaði út og mætti honum í ganginum, þegar hann kom inn. Hún sá ekki vel framan í hann, því að hann hafði birtuna að baki, samt fanst henni að hann væri með þung- um svip. Hann hafði elzt og harðnað í útliti á undanförnum vikum. Hún hugsaði hvort hún sjálf hefði tekið sömu stakkaskiftum. Hann talaði til hennar áður en hún fékk færi að heilsa. “A, þú ert þama. Viltu koma hingað inn. Eg vil tala við þig.” Hún gekk í daglegu stofuna, feimin af því hún þóttist í vanda stödd, hitt þó hugfastara með henni, að nú væri komið að örlagastund Hann talaði ekki kunnuglega eða mjúklega, það varð henni til styrktar. Henni skildist að hann ætlaði að sneiða hjá að tala um það sem við hafði borið um nóttina. Hann leit á hana og sagði: “Ertu hvíld? Ertu búin að borða?” Hún svaraði ófröm og hikandi: “Já, eg er alveg jafngóð. Mary Ann færði mér í rúmið.” Hann kinkaði kolli, það var gott og því máli lokið. “Eg fór yfir til Merstons. Hann er kominn á flakk, orðinn nokkuð góður. En nú er hún orðin vesöl og vill vita hvort þú gætir ekki skroppið yfir um. Eg sagðist halda þú vildir það. En þú skalt ekki gera það nema þér líki.” “Víst vil eg það,” sagði Sylvía “ef eg get orðið að nokkru liði. “Jafnframt leit hún á hann, grunaði nokkuð. Skyldi hann hafa orðið til að stinga upp á þessu? Fanst honum það sama og henni, að sambúð þeirra væri óbærileg? Eða var hann, hennar vegna, að bjóða henni það eina athvarf, sem hann gat náð til ? Á svip hans gat hún ekkert séð. Hún hafði ekki minstu hugmynd um, hvort honum líkaði betur eða ver, að hún færi að heiman. En hann tók hana strax á orðinu. “Eg skal flytja þig þangað í kerrunni í kveld,” sagði hann. “Eg hélt kannske þú vildir fara. Þau búast hálft í hvoru við þér.” Eins var tónninn, í engu frábrugðin venju. Samt grunaði hana nokkuð enn. Hún tók til orða eftir litla stund hikaði þó: “Þú — þú get- ur vel án mín verið?” “Eg skal reyna,” svaraði hann strax í sama tón. Ekki kuldalega, samt þótti henni að vissu leyti miður. Enn undraðist hún hvort honum yrði léttara af hennar burtuveru. Ó sá hræði- legi þagnar þvergirðingur! Ef hún aðeins hefði getað stokkið yfir hann í það sinn! En til þess skorti hann afl og einurð. “Jæja,” sagði hún og sneri frá, “eg skal týgja mig til.” i Þegar hún var komin út að dyrum, segir hann: “Má eg fá lykilinn að skápnum?” Hún sneri við kafrjóð. “Eg er héma með hann” sagði hún og rétti fram hendina titrandi. “Þökk fyrir,” sagði hann og stakk honum í vasa sinn. “Eg skyldi ekki fara að neinu óðs- lega í dag, væri eg sem þú. Þú þarft hvíldar við.” Það var alt og sumt. Hann fór út í sólar bálið og litlu síðar sá hún hann fara með Schafer áleiðis til kvía. Hún sá hann aftur við miðdegis máltíð, hann mataðist þegjandi, virt- ist annars hugar og gekk burt undireins og lokið var. Þó ekki mintist hann á það við hana, vissi hún að þurkurinn myndi valda felli ef lengur héldist til muna. Hún bjóst til ferðar með þungu skapi. Hann kom aftur inn til kveldmáltíðar, fór strax til sinnar stofu að hafa fataskifti, kom svo og fékk sér tebolla í flýti, áður þau legðu upp. Þá loksins segir hún um leið og þau stóðu upp: “Ertu viss um þú viljir að eg fari?” Hún var að reyna til að rjúfa þá skel sem hann hafði steypt um sig. Hann sneri við henni og þá fékk hún hjartaslátt. “Viltu ekki fara?” Þeirri spurningu svaraði hún ekki, henni var það ómögulegt. Heldur ekki gat hún horft í gráu augun hvössu er hann leit á hana. “Mér finst nærri því eg yfirgefi mína stöðu,” sagði hún þá og reyndi til að brosa. “Það er óþarfi fyrir þig að hugsa svo,” sagði hann hægur. “Enda geturðu komið aftur, hvenær sem þér líkar. Það er ekki svo langt á milli.” Ekki langl^á milli! Voru þau ekki aðskilin af ófæru djúpi — félagsskapur þeirra sundrað- ur, vinátta þeirra molnuð og kulnuð til ösku? Hjartað í henni barðist ótt og títt. Hún fann að leiðin var lokuð. “Jæja, sendu eftir mér, ef þú vilt, hvenær sem þú vilt eg komi,” sagði hún og gekk til stofu sinnar. Á leiðinni var ekkert tóm til viðtals, því að ólmir folar voru fyrir vagninum og Burke mátti hafa sig allan við að halda þeim í skefjum. — Þannig bar þau loksins að bæ Merstons, og Sylvíu gerði bæði sárt og klæja að færinu til samtals var lokið. Merston koní út, kátur eins og vant var og bauð þau velkomin. Hún sá að það var ekki láta- læti og varð í sömu svipan fegin því, að hún var þangað komin. “Mikið var það vel gert af þér að koma,” sagði hann þegar hann studdi hana af vagnin- um. “Þú hefir haft annríkt í Brennerstadt, er mér sagt. Mig fór að furða, hvort þú fórst að sækja eftir gimsteininum sem Kelly varð svo skrafdrjúgt um. Hann kom hérna og lét dæl- una ganga. Þvílíkur tölugarpur! gjallandi aug- lýsing á tveimur leggjum, og alt til að fylla j handraðann hjá Wilbraham. Og fréttirðu ekki | hver vann hann?” I Burke varð til svars. “Nei. Við biðum j ekki svo lengi. Við vildum komast á stað sem ! fyrst.” Merston leit á Sylvíu. “Og þú skildir Guy eftir? Það var rösklega gert af þér, að elta 1 hann á strokinu. Burke sagði mér frá því. I Mér er um að kenna, að hann var ekki til stað- I ar að ganga í þann eltingarleik. Eg vona það I ferðalag hafi ekki verið mjög bölvað.” Hann I talaði svo alminlega, að hún hefði ekki fundið til j neins vanda, ef Burke hefði ekki verið við- staddur. Hann hélt auðsjáanlega, að hún hefði tekið til kjarkmikilla ráða, og gert vel. Hún svaraði liðlega, gat þó ekki varist kinnroða. — Svona fór Burke að verja æru hennar—og sína! “Það var vitanlega ekki nein skemtiferð, en eg komst klaklaust af. Mr. Kelly lofaðist til að hafa eftirlit með Guy.” “Hann er vís til að efna það,” sagði Mer- ston. “Ekki vantar hann viljann, þann gæða karl, þó málugur sé. Komdu nú inn! Komdu nú inn og sjáðu konuna! Burke, stígðu ofan! Þú verður þó að smakka á einu staupi, úr því þú ert kominn.” En Burke hrísti höfuðið. “Þökk fyrir, karl minn. Eg vil ekki tefja. Eg hefi verk að vinna og orðið áliðið. Ef þú getur náð í töskur kon- unnar minnar, þá fer eg strax á stað.” Kveldsólin skein á hann þar sem hann sat. Sylvía hugsaði oft til þess eftir á, hvernig hann leit út, útitekinn, þreklegur, stöðugur sem klettur, og hún komst við af fögnuði. Hann var svo vasklegur og með svo miklum mann- dóms þokka að henni hló hugur við. Máske sólarlagið hafi átt sinn þátt í að gylla mann- inn í augum hennar, en þá sýndist henni hann alt annað en smámannnlegur. Merston starfaði að farangri hennar og hún líka, en Burke sat kyr og hélt við hestana. Svo greip Merston á knénu á honum. “Þetta tjáir ekki, lagsmaður! Þú mátt til að fá hress- ingu! Bíddu við meðan eg skrepp eftir henni.” Þar með snaraðist hann inn og þau voru ein eftir. Sylvía beygði sig til að taka upp tösku sína, óró af mörgum undarlegum tilfinn- ingum, og alls ekki laus við að titra. Hestarnir reigðu makkann, stöppuðu og bitu mélin, hann hastaði á þá og þá stóðu þeir kyrrir, segir svo alt í einu við hana: “Vertu sæl!” Hún leit upp, hann brosti lítið eitt, en af því brosi stóð henni ósegjanleg kvöl. Virtist dylja fyrir henni eitthvað sem var harmi sollið. Hann hallaði sér til hennar og segir aftur: “Vertu sæl!” Þá tók hún viðbragð og gerði nokkuð alveg óforhugsað, steig upp á þrepspaðann og bauð honum varirnar til kveðju. Hann tók utanum hana öðrum armi og hélt henni að sér fast og innilega og kysti hana, og í þeim kossi fann hún andans ákall í fyrsta sinn. Eftir minna en drykklanga stund var hún laus og steig til jarðar blindandi, tók upp tösku sína, sneri inn og leit ekki við. í hálsi hennar var sviði sem af tárum, en hún hélt þeim frá augunum með einbeittum vilja, og Merston, sem kom út í því bili, tók ekki eftir neinu. “Farðu rakleitt inn!” sagði hann með glað- værri gestrisni. “Konuna mína finnurðu við matargerð. Og hún verður víst fegin að sjá Þig.” Ef svo var, þá varðist Mrs. Merston allra gleðiláta af því tilefni. Hún brá sundur vörum svo sem til að brosa, sagði hana gera vel að koma, en hún myndi fljótt óska þess að hafa ekki komið. Hún var þreytuleg og tekin, en tjáði Sylvíu, að hún væri ekkert verri en hún ætti að sér. Hitinn og þurkarnir væru þung- bærir, og að hún hefði orðið að leggja nokkuð á sig meðan maðurinn var frá verkum. Það hefði liðið yfir sig kveldið áður, svo hann hefði orðið hræddur og látið miklu meiri látum en tilefni var til. /Hún væri alveg jafngóð og vonaðist til að Sylvíu fyndist ekki að hún hefði verið gint til að ómaka sig að óþörfu. Sylvía tók fyrir það og sagðist hafa gott af því að leggja eitthvað á sig. “Gerirðu það ekki heima?” sagði Mrs. Merston. “Ja, það er nóg af þeim svörtu til að vinna verkin. Eg er ekki alveg nauðsynleg til þess að vel fari um Burke,” svaraði Sylvía. “Það hélt eg samt þú værir.” . Mrs. Mer- ston leit á hana íhugandi, daufum sjónum. ____ “Hann sótti fullhart eftir þér til Brennerstadt. Hvernig reiddi þér af ?” Sylvía hikaði við svarið. “Við vorum bara í tvær nætur,” sagði hún með undandrætti. “Svo skildist mér. Fannstu Guy?” “Nei, eg sá hann ekki. En Mr. Kelly lof- aðist til að hafa gætur á honum,”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.