Heimskringla - 24.11.1937, Síða 4

Heimskringla - 24.11.1937, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 ........... ]Ticimslnúniila | (StofnvO 1SS8) Kemur út á hver)um miSvikudegt. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 oo S5S Sargent Avenue. Winnipeg Talsímis SS 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréí blaðinu aðlútandi sendlst: K -"ager THE VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrijt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is publlsbed and printed by THE VIKING PRESS LTD. SS3-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ^iuuumuiuiiHiiiiiiiiUiiiiiiiiiiiiiiiimiiHiiiJiiiiiiiiikiuiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniimiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiia WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 FULLVELDISDAGUR ISLANDS Áður en næsta tölublað ‘Hkr.’ kemur út, verður fullveldisdagur íslands runninn upp; hann er fyrsta dag desember mánað- ar. Dags þessa hefir ekki til þessa verið minst hér neitt sérstaklega, þó það sé, sem að líkum lætur, gert heima. Annar ágúst heldur hér velli enn, og reyndar heima einnig, sem þjóðminningardagur og gerir að líkindum þar til 1943. En það ár á ísland að velja um hvort að það heldur áfram að vera í konungssambandi við Dan- mörku eins og það nú er og hefir verið síðan 1. des. 1918, eða það færist í fang að stjórna sjálfu sér öllum öðrum þjóðum óháð og sem hvert annað fullvalda ríki. Þó þeir séu til sem álíta, að farsælast verði að halda sambandinu áfram er lítill vafi á því að þjóðin mun þá snúa sér að því að takast vandann á hendur, að stjóma sér sjálf. Sambandið nú er aðeins konungssam- band; og því fylgir auðvitað að leggja nokkuð, eða hlutfallslgea sem Danmerkur- ríki, á borð konungs. Mun það fé nema fimtíu þúsund krónum á ári. Sendiherra hefir ísland aðeins í Kaupmannahöfn. — Aðrar sendiherrastofur þess eru eins og áður sameinaðar sendiherrastofum Dana. Þegar tekið var að semja um sambandið milli ríkjanna 1918, var það tvent, sem hvor aðili eða ísland og Danmörk, virtust ákveðin í, og það var, að því er íslendinga áhrærði að slá ekki af fullveldiskröfunni; Danir héldu aftur eðlilega í öll réttindi annara þegna ríkisíns. Þetta náði meðal annars til réttar bæði Færeyinga og Dana til fiskveiða við ísland, til jafns við fs- lendinga. Urðu íslendingar að verða við þessari kröfu Dana og veita þessi rétt- indi til 25 ára. En í stað alls þessa, fengu fslendingar í fyrsta sinni viðurkenningu máls síns um fullkomið sjálfstæði. Þó að úrslit málsins megi heita að bíða til 1943, hlaut ísland fána og viðurkenningu fyrir að vera fullvalda ríki strax 1918, þrátt fyr- ir konungssambandið. f sambandsmálum íslands og Danmerk- ur má því í raun og veru heita, að síðasta áfanganum hafi verið náð. Og að þjóðin kunni með frelsi eða sjálfstæði sitt að fara, er ekki að efa; framfarirnar síðustu tvo áratugina eru órækur vottur þess. Lengi hafði ísland barist fyrir frelsi sínu. Það beið þó þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar, að leggja varanlegan grund- völl að þeirri baráttu með því að geta, án þess að hrakið yrði, sýnt fram á að íslend- ingar hefðu bæði sögulegan og þjóðernis- legan rétt að standa á í frelsisbaráttu sinni. Sögulegi grundvöllurinn var mik- ilsverður, en sá þjóðemislegi má heita það eigi síður og er í raun réttri undrunarverð- ur. Þegar þess er gætt, að ísland var ekki skoðað annað eða meira en dönsk hjáleiga eða hérað um margar aldir og margir em- bættismenn þjóðarinnar og flestir við- skiftaforkólfarnir voru danskir, er furðan meiri, að þeir skyldu fá haldið við þjóðemi sínu og tungu allan þann tíma og eiga svo eftir að fá uppreisn þeirra mála og verða frjáls þjóð í frjálsu landi á ný. Á fullveldisdaginn 1, desember á ís- lenzka þjóðin og allir sem af íslenzku bergi eru brotnir margs merkilegs að minnast; ef til vill, er saga þeirra hin merkilegasta, er af nokkurri smáþjóð fer, fyr eða síðar, einmitt fyrir þetta viðhald þjóðemisins. Sú nýlunda gerist nú hér vestra, að þjóðræknisfélag ungra fslendinga í þessum bæ, sem stofnað hefir verið fyrir nokkru, er nú að undirbúa samkomu á Marlborough Hotel 1. desember næstkomandi. Er það fyrsta samkoman sem félagið efnir til og gat það naumast merkilegri kafla úr sögu íslands valið sér að minnast með þessari þjóðræknissamkomu sinni, en þennan, um fullveldisdaginn. Ræður sem þarna verða fluttar, en sem ekki munu verða margar, verða eflaust á ensku flestar, því ýmsu stórmenni þessa fylkis, svo sem einhverj- um af ráðgjöfum stjórnarinnar og öðrum forkólfum, hefir verið boðið. Máltíð og dans verður og þarna. Á það eflaust að vera til þess að vekja alla þá athygli á því sem íslenzkri þjóð heyrir til sem hægt er, að hafa þessa ensku herra þarna með. Og megi unga þjóðræknisfélaginu hepnast á- form sitt með þessari samkomu og hvert þjóðlegt starf, sem það tekur sér fyrir hendur. Kolaforði heimsins, þ. e. a. s. ónumin kol. er sagður vera 7,685,000,000,000 tonn. — Mikið af því eru linkol. í Bandaríkjunum er forði steinkola (anthracite) talinn 16,000,000,000 tonn; í Kína 427,000,000,- 000 tonn. Á þessa auðslind Kína er sjald- an minst. En það gerir ekki mikið til. Japanir vita um hana. ÞING 1NÆSTA MÁNUÐI Blaðið Winnipeg Free Press hefir það eftir stjórninni í Manitoba, að fylkisþing verði kallað saman í byrjun desember mán- aðar. Eflaust á þetta að vera bráðabirgða- þing, en hver eru málin, sem um verður fjallað á því og sem svona bráð liggur á að taka til íhugunar, að ekki mega bíða fram yfir hátíðir, eða þar til þing hefst í janúar eða febrúar eins og vanalega? Aðal málið fyrir þessu bráðabirgðaþingi, kvað vera í því fólgið er nú skal greina: Eins og kunnugt er, á Winnipeg-borg ofurlítinn varasjóð. Þessi varasjóður er það sem öðru fremur hefir verndað láns- traust bæjarins og forðað honum frá gjald- þroti. Fylkið átti einnig varasjóð, en hann hvarf brátt sem aðrir sjóðir fylkis- stjórnar undanfarin ár. Það er víst eini opinberi varasjóðurinn sem til er, þessi varasjóður Winnipegborgar. Þrátt fyrir kostnað bæjarins af atvinnuleysinu, hefir aldrei á þennan varasjóð verið ráðist. Svo framsýnt bæjarráð hefir hér ávalt verið. En nú er Bracken ekki í rónni út af því, að bærinn skuli eiga ofurlítinn .varasjóð. — Heldur en að láta það viðgangast hugsar hann sér að kalla saman þing og neita að borga sinn vanalega skerf af atvinnuleys- iskostnaðinum og koma honum á Winni- peg-borg. Telur Bracken það með öllu f jar- stæðu, að fylkið sé að taka lán fyrir at- vinnuleysiskostnaðinum, er bærinn eigi varasjóð! Blaðið Free Press skrifar um þetta mál og bendir Bracken á ósanngirnina í því að steypa þessum atvinnuleysiskostnaði öllum á bæinn. En Bracken mun lítinn gaum gefa því, vegna þess, að hann getur ekki haft augun né hugan af þessum varasjóð borgarinnar! Amy Mollison segir að flugferðir séu ein af þeim dauðleiðinlegustu og einmana- legustu stundum, sem nokkur geti lifað. EITT FASISTARÍKIÐ ENN Getulio Vargas, forseti Brazilíu, lýsti því yfir 10. nóvember, að ný stjómarskrá væri komin í gildi og eftir henni yrði rík- inu stjórnað, sem einstaklingsstofnun, þar sem einn væri stjórnandinn, en þing og löggjafar gætu tekið sér hvíld. Vargas segir þetta bráðabirgðabjargráð, en það er í sjálfu sér ekkert annað en það sem Hitler og Mussolini hafa gert; Það boð var og látið út ganga, að greiðslum á öllum stjóm- arskuldum yrði frestað. Brazilía er því orðin eitt af fasistaríkj- um heimsins, Vargas neitar því þó að eiga nokkuð saman að sælda við Mussolini eða Evrópu- fasicsma. Segir hann t. d. að hann hafi neitað að gerast þátttakandi með ítalíu, Þýzkalandi og Japan í samtökunum móti kommúnisma. En aðfarirnar eru svo ó- tvíræðilega líkar því sem gerst hefir í ein- ræðislöndunum, að það er ekki hægt að rengja sig um að þama sé fasismi á ferð- inni. Mussolini spáði og fyrir nokkrun\ mánuðum, að næsta fasistaríkið yrði Brazilía. Þó hann héldi því einu sinni fram, að fasismi væri ekki útflutnings- vara, er það nú deginum ljósara, að Mus- solini horfir ekki í neitt til þess að útbreiða hann. Hann kemur illu af stað hvar sem hann getur, og eys út fé til landráðamanna, þar sem nokkur líkindi erú til að gróður- setja fasisma. í Brazilíu eru um 15 miljón ftalar, en þar eru 44 miljónir íbúa alls. Þjóðverjar ráða þar og talsverðu. Þó þeir búi tiltölu- lega fáir í landinu, eru þeir yfirmenn í verksmiðjum og formenn við mörg störf. Þar eru prestar sem óskorðuð völd hafa í þjóðfélaginu. Pólitískt frelsi eða atkvæð- isréttur er hálf útlend hugmynd í Brazilíu, sem í flestum lýðríkjum Suður-Ameríku. Byltingar eru aftur landlægar. Og þar sem stóreignamennirnir í þessum ríkjum eru margir eða meirihlutinn útlendingar, er auðvelt að æsa lýðinn heima fyrir upp á móti þeim. En á því þrífst fasismi að ó- eirðareldurinn dvíni ekki þjóða á milli. Og að steypa stjórnum með ofbeldi og fremja pólitísk morð, var daglegt brauð í Suður- Ameríku löngu áður en fasismi var til. Jarðvegurinn var því þarna eins vel undir einræði búinn og hægt er að hugsa sér. Auk þessa hafa tímar verið hinir herfi- legustu í Brazilíu síðan 1929. Kaffinu hefir víða verið bolað út af mörkuðum, ekki sízt í löndum samherja stríðsins síð- asta, er yfir vöruna komust þá annar stað- ar, svo að brenna hefir mikið orðið af kaff- inu í Brazilíu ár eftir ár. Lýðríki sem bet- ur hefir verið ástatt fyrir en Brazilíu, hafa orðið fasisma að bráð á þessum síðustu og verstu tímum. Fasisminn er því farinn að færa sig nær Bandaríkjunum en áður. Hann er ekki lengur eitthvað sem er “þrjú þúsund mílur burtu og sem þessvegna getur ekki komið Bandaríkjunum við.” Evrópustríðið forð- um, var 3000 mílur burtu eða svo til að byrja með en að það færðist ekki nær, var aðeins því að þakka að Bandaríkin komust að því í tæka tíð, að þýzkir agentar voru að ljúka við hugmyndina um að færa stríðið nær þeim eða á landamæri Banda- ríkjanna og Mexikó; varð því minna úr en til stóð fyrir Þjóðverjum þar. En stríð eru ekki eins fjarri Vesturheiirli og Banda- ríkjamenn oft halda, jafnvel þó í Evrópu séu eða Asíu, ekki sízt með þeim ítökum, sem bæði ítalía, Þýzkaland og Japan eiga í Suður-Ameríku. Það getur skeð að það hafi verið vinsæl stefna hjá Bretum og Bandaríkjamönnum, að láta sig engu skifta aðfarir einræðis- herranna í Evrópu og Japan s. 1. 5 eða 8 ár. En það er nú vafasamt að viturlegt geti kallast. Fasisminn er á hraðri uppsiglingu um allan heim. Og Bretar, séu þeir ekki nú þegar fasistar, og Bandaríkin, geta átt eftir að horfast í augu við þetta skrímslh að maður ekki tali um smærri lýðræðisrík- in í heiminum. Það er skoðun sumra stjömufræðinga, að tunglið sé smám saman að færast nær jörðu. Þegar komið er svo nærri, að það leysist upp, mun myndast úr því hringur um jörðina eins og Saturnus, er ljóma mun og lýsa loft fagurlega á kvöldum. LAUGARNAR 1 BANFF Það eru nú um 50 ár síðan heitu laug- arnar í Banff í Alberta-fylki urðu víð- kunnar fyrir hin heilsubætandi efni, sem í vatninu í þeim er. Þær voru fundnar 1883 og það leiddi til þess, að 10 fermílna svæði umhverfis þær var inngirt. Var það byrjunin til þess að þjóðgarðar vorú hér gerðir, en þeir eru nú 20 alls og eru að stærð til saman um 12.500 fermílur. Og ennþá heimsækja þúsundir manna frá öllum löndum heims, þessar merku uppsprettur. Á síðastliðnu ári notuðu 90,000 gestir sér tækifærið að baða sig í laugunum. Og á tímabilinu frá 1. apríl til 31. október á þessu ári nam tala gest- anna 80,732. Vatnið í laugunum er blandað brenni- steinsefni og fleiri efnum og það er það, sem gerir það svo heilsubætandi. Laugarn- ar eru aðallega fimm og nefnast, The Up- per Springs, The Kidney Springs, The Middle Springs, og The Cave og Basin Springs. Baðhús og baðstaðir hafa ekki verið gerðir við tvær uppspretturnar enn- þá, en þrjár af þeim eru úr garði gerðnr fyrir baðgesti, sem bezt má verða. Upp- spretturnar flóa sí og æ og hitinn í þeim er frá 85 til 115 stig á Fahrenheit. Aðrenslið neðan úr jörðu er í þessum fimm lindum talið nema 40,000 gallónum á klukkustund eða sem næst ein miljón gallóna á dag. Samsetningur vatnsins er talinn mjög svipaður og í hinum frægu “Bath”-upp- sprettum á Englandi. Að Indíánar hafi þekt þessar lindir, er ekki ólíklegt. Á meðal þeirra er til saga um gamlan gigtveikan og kreptan karl- fausk, sem baðað hafi sig í vörmu lífsins vatni, og sem alla verki hafi úr beinum hans tekið á svipstundu. Palliser á og að hafa fundið heitar lindir í ferð sinni 1860 í Bow Valley. En það var þó ekki fyr en C. P. R. félagið lagði jámbrautina vestur yfir fjöllin árið 1883, að Banff- laugarnar urðu verulega kunnar og farið var að meta gildi þeirra. Amsterdam er oft kölluð Ven- ice Hollands, borgin er bygð á 90 eyjum, sem 300 brýr tengja saman. FRÉTTIRNAR FRÁ SHANGHAI f fréttum frá Kína s. 1. mánu- dag, var þess getið að Japanir væru nú að taka við stjóm í borginni Shanghai, sem nú er á þeirra valdi, og hótuðu útlend- ingunum, Bretum, Bandaríkja- mönnum og Frökkum, sem þar stjórna stórum hverfum, að ef þeir ekki knébeygi sig fyrir valdi Japana, verði úr því skorið með vopnum. “Nú svínbeygjum vér þá Svín- fellingana” stendur þar. f kröfu Japana er innifalið, að þeir taki við tollstofum Kína á ströndinni, póst- og síma-málum og dómstólunum. Allur mótþrói, sem Japönum verður sýndur, verður vægðar- laust upprættur, hvort sem Kín- ar eiga hlut í máli eða útlending- ar í borginni Shanghai. Allir bankar verða teknir yfir af Japönum og strangt eftirlit með því í alþjóðahverfinu, að peningastofnanir láni ekki Kín- verjum fé. Útvarpsstöðvum öllum verður lokað fyrir Kínverjum og öllum þeim, er máli þeirra tala. Bretar og Bandaríkjamenn útlendingahverfinu, bentu á, að innflutningar til Shanghai væru samningi háðir við aðrar þjóðir og þessvegna væri erfitt að selja Japönum tollmál og innflutnings eftirlit í hendur. En Japanir svöruðu því bara með að taka 30 skip vörum hlaðin á höfninni, reka skipshöfnina og taka skip- in í sína umsjá og það sem þau höfðu meðferðis. Og um alþjóða óháðu hverfin í Shanghai, áskilja Japanir sér fullan rétt til að fara með her sinn ef á þarf að halda án þess að vera hindraðir í nokkru frá því. Allar þessar reglur, sem Bret- um og Bandaríkjamönnum eru jafnt gefnar til eftirbreytni sem Kínverjum, fylgir ákvæðið, að Japanir “geri alt til þess, sem þeir álíti nauðsynlegt, að sjá um að þeim verði hlýtt.” Af Kínverjum féllu um 50,000 manns og um 200,000 meiddust í bardaganum um þessa stærstu borg austurlanda. VOPNAHLÉSDAGURINN OG HERNAÐUR Ræða flutt af séra Philip M. Pétursson í tilefni af vopnahlés- dagsminningarhátíðinni við guðsþjónustuna í Sam- bandskirkjunni í Winni- peg sunnud. 14. þ. m. Textinn sem eg hefi valið í kvöld er úr þrítugasta og sjö- unda kapítuli Ezekíels bókar, . fyrsta til þriðja vers: “Hönd drottins kom yfir mig, 1 og hann flutti mig burt fyrir j anda Drottins og lét mig nema i staðar í dalnum miðjuip, en hann j var fullur af beinum. Og hann ! leiddi mig umhverfis þau á alla vegu; og sjá, það lá aragrúi af ’ eim þar í dalnum, og sjá, þau "•o'-u mjög skinin. Og hann ‘•ao’^i við mig: Manns-son, hvort r^unu bein þessi lifna við aftur? F," svaraði: Herra Drottinn. Þú i veizt það!” (Ezekíel 37:1-3). Margar mismunandi hugsanir hrærðust í huga mínum vopna- hlésdaginn er eg hlustaði á ræð- urnar sem þá voru fluttar og einnig þegar eg settist við að semja ræðu fyrir messuna hér í kvöld, til minningar um þá, — samkvæmt venjunni sem föst er orðin, — er féllu í heimsstyrj- öldinni sem endaði fyrir nítján árum. Hið fyrsta sem mér kom til hugar, eins og eðlilegt var, var eins og textinn bendir ófullkom- lega á, — hinn mikli fjöldi mannabeina sem liggja nú í graf- reitum á Frakklandi, til minning- ar um veraldarbálið er steyptist yfir heiminn fyrir tuttugu og þremur árum síðan, og sem olli því að meira en tíu miljónir manna alls mistu líf sín til vemd- ar friði og frelsi í heiminum. Að minsta kosti trúðu þeir að þeir væru að gera það. Annað sem kom mér til hugar var hin skrautbúna gröf í West- minster dómkirkjunni á Eng- landi, — þar sem bein brezks hermanns eru grafin, — en sem engin veit nein deili á, önnur en að þau eru af brezkum her- manni. En hvort að þau hafi verið bein foringja eða liðsmanns vita menn ekki. Hann liggur þar eftir sína erfiðu daga í hinni síðustu hvílu á meðal helztu manna þjóðarinnar, og á leiði hans eru rituð þessi orð: “Hér undir þessum steini hvílir lík brezks hermanns þektur hvorki að nafni, stétt né stöðu. Hann fórnaði sinni dýrustu gjöf, líf- inu, Guði, konunginum, ættjörð- inni, heimilinu, ríkinu, frelsinu og mannréttindum.” Það var til minningar um þennan mann og ótal marga aðra, sem alt brezka veldið hélt s. 1. fimtudag helgan, — með lúðraþyt og trumbuslætti, með fánum og hergöngum, og með því að sveifla sverðum og að skjóta af byssum. Og hið sama átti sér stað í næstum hverju landi sem þátt tók í ófriðnum mikla og misti í honum marga af sínum ágætustu mönnum. Hér eins og annarstaðar, héldu menn upp á þenna dag, og með sama hætti. Ræður voru fluttar og einu sinni enn fengum véf að heyra sömu orðin, sem heyrst hafa svo oft áður um þá, sem gáfu alt, til að vernda friði heimsins, og til að tryggja heim- inum lýðveldisstjórnarfyrir- komulagið. Og á meðan að menn voru að þessu hér og víða annarstaðar í heiminum, voru aðrir menn í tveimur löndum lít- ið annað að hugsa um, en að vega hverja aðra, á Spáni og í Kína. Og þjóð vor var ekki alveg hlutlaus í þessum ófriði. Á með- an að hún var að vegsama hina dauðu, sem féllu í ófriði, þá var verið að ferma skip á vestur- ströndinni með gamalt járn, sem á að fara til Japans til her- búnaðar, og einnig var verið að flytja nikkel frá Ontario í sama tilgangi. Síðan að Japanar sögðu Kína stríð á hendur hefir þjóð vor selt þeim margar miljónir dollara virði af járni, nikkel eða ný-silfur og öðrum vörum, sem þeir geta notað til þess, að herja land Kínverja, og að vega menn, og konur og ungabörn. Þetta má þjóð vor hafa á sam- vizkunni á meðan að hún minnist þeirra er féllu í þeim tilgangi að vernda frið heimsins. Þetta kom mér til hugar meðal annars, og eg gat ekki annað en spurt því þetta ætti sér stað, og helzt þegar, eins og sagt hefir verið, og eins og vér vitum, að “aldrei hafa menn verið eins ein- huga í því að vilja frið”. Ef svo er, því er heimurinn þá á hraðri ferð í þá átt, sem aðeins fáir vilja að hann fari? Því geta menn ekki stemt stigu fyrir öllu því, er leiðir út í ófrið og ógæfuna, sem af honum kemur. Er það vegna valdafýknar fárra manna er engin ræður við ? Er það vegna áróðurs og haturs gegn öðrum þjóðum? Er það vegna hergagnaframleiðenda sem verzla jafnt við óvini sem vini og sem græða stórkostlega hvemig sem ófriðurinn fer? Vér vitum, að þessi öfl eru öll að verki í heiminum, valdafýkn, hatur, eigingirni og gróðrarfýkn fárra manna, og að heimurinn er allur annar en þeir, sem dóu ætluðu að hann yrði, er þeir gáfu íf sín til þess, að frelsi og

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.