Heimskringla - 24.11.1937, Blaðsíða 7

Heimskringla - 24.11.1937, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 24. NÓV. 1937 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÆFIMINNING Með Þorláki Björnssyni er einn elsti og ástsælasti landnem- inn í Norður Dakota, til grafar genginn. Við nemum staðar við nýorpin leiði hinna djörfu og dáðríku manna, er juku heiður og ham- ingju vora og lítum, í anda, yfir hina löngu og erfiðu braut er þeir hafa troðið að settu marki. Flest er þar gleymsku hulið en fáein atriði ættu að vera okkur minnisstæð, svo við mættum eitthvað læra af reynslu þeirra er mikið unnu og margt reyndu til að skapa sér og sínum fram- tíðar farsæld. Þorlákur sál. var fæddur að Höskuldstöðum, í Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu 15. maí árið 1852, og þessvegna 85 ára við andlát sitt. Foreldrar hans voru þau hjónin Björn Magnússon og Elísabet Jónsdóttir búendur að Höskuldsstöðum. Fjögur al- systkin komust til f ullorðins ára: Símon Dalaskáld, Ingunn er gift- ist Þoj-grími sál. Árnasyni. (Hún var móðir þess er línurnar skrif- ar). Kristrún, gift Jóhanni Sig- fússyni í Selkirk, Man., og Sig- ríður heima á íslandi. Hún er enn á lífi en Símon, Ingunn og Krist- rún eru látin. Hálfsystir Þor- láks, Lína Hólm á heima í Sel- kirk, Man. Þorlákur ólst upp með foreldr- um sínum til fullorðins ára en árið 1878 giftist hann Hólmfríði Sigurðardóttir, ættaðri úr Hörg- árdal í Eyjafjarðarsýslu. Þeini hjónum varð þriggja barna auð- ið: Sigurður og Björn búa á föð- urieyfðinni en systir þeirra Þóra andaðist árið 1903. Hólmfríður var hin mesta dugnaðar og myndar kona og bónda sínum samhent í búskapn- um. Hún lézt árið 1916. Þau reistu fyrst bú í Skaga- I firðinum en fluttu til Ameríku * fimm árum síðar (árið 1883). Það var ekki af ræktarleysi til ættlandsins að íslendingar fiuttu 1 úr landi á harðinda árunum frá 1880 til 1890. Við lesum, með tilfinningar- lausu kæruleysi, að þessi eður önnur fjölskyldan hafi flutst vestur um haf, í þá tíð. Hver setur sig í þeirra spor, er sér ættlandið hverfa í síðsta sinni. Gildir einu hvað aðrir hugsa, fs- land var þeim alt. f fjörðum og dölum Fróns hefðu feðurnir háð sitt æfistríð og æskan um afrek þeirra heyrt og lesið. Á björtum sumarnóttum og dimmum vetr- ardögum hafði svo þessa æsku dreymt þá drauma að komast eins langt eða jafnvel lengra á Framsóknar brautinni; að verða gildari bóndi, betri sjómaður, vinsælli nágranni og ættlandinu ennþá þarfari þegn. Hver ein- asta framtíðar hugsjón var við íslenzka staðhætti miðuð. Um hrjóstur og gróðurreiti þessa lands höfðu æfisporin legið og við það hver einasta minning tengd. Þegar leik-völlur æsk- unnar og heimili ættingja og vina hvarf þeim sjónum, áttu þeir hvergi, hvergi heima. Framundan risu úfnar öldur; en hvað mundi bíða þeirra á bak við þetta skuggalega haf ? Hvað mundi verða um þá og þeirra í framandi landi meðal erlendra þjóða? Hvaða skilyrði virtust þessir vankunnandi öreigar hafa til þess að sigrast á óþektum erfiðleikum ? Getur þú sett þig í þeirra spor? Getur þú skilið söknuðinn og kvíðan er settist að sál þeirra, er út í óvissuna lögðu með engan höfuðstól nema áræði sitt, vinnuvanar hendur og ómegðina ? Hvað kom þeim þá til að yfir- gefa það alt, sem þeir höfðu þekt og þráð og stofna sér og sínum í þvílíkan vanda? Hvað, til dæm- is kom svo mörgum mönnum til að flýja Skagafjörðinn, eitt- hvert fegursta og frjósamasta hérað landsins? Þorlákur sál. drap á þetta eitt sinn við mig og gat þess að óttinn við fetæktina hefði komið sér til að flytja vest- ur um haf. f engu einu héraði hefðu fleiri höfðingjar búið, til forna. Þessir höfðingjar juku landeignir sínar á kostnað nábúa sinna svo kringum stórbýlin myndaðist hvirfing af kotum, gersneidd flestum gæðum. Hélst svo þessi háttur fram á vora daga. Þegar þrengdi verulega All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BIJSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD FEDERAL ■f- _ _ _ /j Framskipunar Komlyftustöðvar í Fort William—Port Arthur— Vancouver. 423 Sveitakornlyftur í Vesturlandinu. 101 Kolasölustöð. Þjónusta og verzlunartæki vor tryggja hagkvæm viðskifti að efnahag einhvers bóndans, hraktist hann vanalega inn í eitthvert kotið og lifði jafnan síðan í skjóli og á misjafnlega útilátnu náðarbrauði stórbónd- ans. Ekki einungis hann heldur einnig alt skyldulið leiguliðans leið fyrir þessar sakir og átti sér sjaldan viðreisnar von. Til að forða sér og sínum frá slíkum forlögum, fluttu menn svo til Vesturheims. Það voru þeir djörfustu og framtakssöm- ustu, sem réðust fyrst og fremst til slíkrar ferðar. f þeirra hópi var Þorlákur frændi þá og jafn- an síðar. Ekki láu auðæfi Vínlands hins góða, opin fyrir öreiganum, er hingað flutti og á endalausu striti og ótal fórnfærslum voru heimilinu bygð og frumskógnum breytt í fagurt akurlendi. Þorl. sál. átti sér fyrst heimili nálægt Mountain í Norður Dakota. Var land þar að mestu numið, er hann kom að heiman og gat hann aðeins náð í forkaupsrétt á fjörutíu ekrum. Auðvitað var það altof smá bújörð til að fram- fleyta fjölskyldunni. Þó hafðist hann þarna við í þrjú ár en keypti síðar 160 ekrur af landi nálægt Hensel. Reisti hann þar bú og bjó þar jafnan síðan þótt landeignin hafi bæði stækkað og fríkkað síðan. Erfiði og strit landnemans er óskráð hetjusaga. Eitt atvik freistast eg til að tilfæra, sem dæmi. Auðvitað urðu frumbyggjarn- ir að leita sér atvinnu utan heimilis meðan landið lá enn í ó- rækt og áhöfn engin til að yrkja mörkina. Enga atvinnu var að fá í nágrenninu svo bændur urðu að yfirgefa heimili sín um fleiri mánuði. Eitt vor — mig minnir það væri annað árið sem Þorlák- ur bjó við Mountain — heyrðu menn að járnbrautar vinna mundi fáanleg fyrir vestan Bis- marck bæ í Norður Dakota. Svo var lagt af stað gangandi með lítið nesti og lélega skó, þótt leiðin væri löng, yfir 200 mílur, gegnum strjálar bygðir og veg- laus öræfi. En þegar til kom brást vinnan svo nú var ekki um annað að gera en halda heim aftur. Því miður get eg ekki gert orðin nógu lifandi til að túlka sálarástand þessara hungr- uðu, sárfættu, dauðlúnu og von- sviknu vegfarenda. Nestið var þrotið, að einni brauðhleif undanskildri og pen- ingar engir til að bæta úr þeim skorti. Einhvernvegin fénaðist þeim félögum þó fáeinar kartöfl- ur, sem þeir borðuðu hráar með brauðinu. Skór þeirra voru slitnir svo þeir máttu heita ber- fættir. Sjálfir voru þeir næst- um magnþrota af vosbúð og erf- iði. Úti urðu þeir að liggja hvar sem eitthvert afdrep fanst að tveimur nóttum undanskildum, þegar gestrisnir Norðmenn veittu þeim húsaskjól. Það, sem þeim sveið þó allra sárast var að koma alslausir aftur heim í als- leysið, tómhentir heim til konu og barna, er þörfnuðust alls. — Pabbi komin heim með ekki svo mikið sem einn sykurmola til að rétta að vonandi spyrjandi barni né eitt kaffipund til að gleðja hana mömmu. Verst af öllu var samt óvissan um að geta nokkru sinni bætt' úr þeim skorti með eigin erfiði. Getum við átt eina vökustund með þessum brautryðjendum þar sem þeir hvíldu á mörkinni. — Yfir þeim grúfði hinn drungalegi vornætur himin en þeir virtust gleymdir bæði guði og mönnum. f kringum þá lá hin endalausa vesturslétta, frjósöm og laðandi en landið bauð hann ekki vel- kominn; íbúar þess skildu ekki mál hans og skeyttu lítið um þarfir fslendinga. Þó gáfust þeir ekki upp heldur breyttu undanhaldinu í sigurför. í þetta skiftið var ekki lengi dvalið heima, heldur lagt upp í nýjan leiðangur. f þetta skifti hélt Þorlákur sál. með tveimur nágrönnum sínum, til Pembina bæjar við landamærin. Þar komust þeir í vinnu hjá cana- disku félagi, sem var að leggja járnbraut áleiðis til Yorkton í Saskatchew'an-fylld. Lágt Ivar kaupið og langur vinnu dagurinn en menn fengust lítt um slíkt. Oft mun þeim þó hafa orðið að hugsa heim. Þeir vissu vel að þar mundi harla þröngt í búi. Með stökustu atorku, hyggind- um og sparneytni komst Þorlák- ur sál. brátt í betri bænda röð. Margar voru torfærurnar og ótal voru þeir erfiðleikar, er þau hjón, sem aðrir, urðu að yfir- stíga en fáir unnu glæsilegri sigur en þau. Akurinn stækk- aði ár frá ári og búið færðist í aukana. Voru búskapar hættir hans nokkuð frábrugðnir því sem al- mennast gerðist á fyrstu frum- býlis árunum. Hann stólaði aldrei algerlega á akuryrkju eins og flestir nágrannar hans heldur hafði, frá því fyrsta, talsverða kvikfjárrækt. Reyndist það ráð hyggilegt því þegar uppskeran brást fleyttu skepnurnar búinu - MAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyá. Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 153 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrasSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggctge and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. . w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON tSLENZKlR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa elnnig skriíatofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miovikuda* i hverjum mánuði. MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO »54 BANNINO ST Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 • h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 665 Vlctor 8t. fram. Þorlákur var ekki einungis at- orku og áhugamaður heldur jafnframt framsýnn og ráð- slyngur. Átti hann því láni að fagna, við æfikvöldið, að líta yfir langt og vel unnið starf og sjá það starf ávaxtast til hagsældar A. S. BARDAL selur likklstur og annasrt um útíar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann ailskooar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKK 8T. Phone: »6 607 WINNIPEO VÍGSLULJóÐ FLENSBORGARSKÓLANS Hér er risin höll á bjargi, heilsteypt listaverk, há til lofts og víð til veggja, vegleg, djörf og sterk. Hún ber svipinn frónskra fjalla, fögur, línuhrein, máttugt afrek huga og handa — hugsjón greipt í stein. Minnumst hans, er hugsjón þessa hóf með starfi og gjöf — kvað sig stóran, eins og Egill yfir sonargröf, treysti meira á fjöldans frama, en fárra auð og völd. — Alþýðunnar ment og menning mat hann sonargjöld. Þessi höll skal vörn og vígi vorhug fólksins ljá, frjálsri hugsun, háum kröfum heitri vaxtarþrá. Hér skal eld í arni finna æska þessa lands: Trú á lífið, trú á manninn, trú á þroska hans. —Tíminn. örn Arnarson fyrir afkomendur sína. Hann hafði búið þeim vel í hendur en synir hans kunnu líka að fara með þá föðurleyfð svo fá bú, meðal fslendinga í Vesturheimi, munu standa með öllu meiri blóma. Mikið sagt en mun þó sannmæli. Hann var félagslyndur að upp- lagi og ágætur nágranni. Hann var söfnuði bygðarinnar mikil stoð en tók þess utan þátt í allmörgum félagsskap, meðal bænda, er miðuðu að meiri.sam- vinnu. Hann var framfara mað- ur í hvívetna og tók fljótlega upp breytta og betri hætti í bún- aði; skorti hann hvorki efni né áræði til framkvæmda. Þorlákur var höfðingi í lund og rausn. Munu nú margir minn- ast hans með þakklátri virðingu fyrir hjálpsemd og örlæti. Ekki voru öll góðverk hans auglýst á gatnamótum, en stundum var hann hvað stórtækastur þegar engin vissi nema þiggjandinn.— Vinum sínum brást hann aldrei og orðum hans og loforðum mátti örugt trúa. Hann naut ágætrar heilsu fram til hins síðasta. Hann notaði sömu hyggindin í meðferð heils- unnar, sem ella. Er aldurinn færðist yfir hann, eftirlét hann hinu yngra fólki búskapinn að mestu. Hann vissi að heilsan er höfuðstóll er mönnum ber að varðveita svo þeir verði hvorki sér né öðrum til vandræða. Einmitt þessvegna entist hon- um líka lengra líf til að eiga frek- ari þátt í framförum heimilisins og fjölskyldunnar, með holluin ráðum og hjálpfúsum höndum. Hann var hamingju maður að mörgu leyti en bar samt ýms sár fyrir ástvina missir og ýmiskon- ar tilfelli. En hann bar harm sinn í hljóði, sem íslendingum sæmir. Hann andaðist af hjartabilun, eftir stutta legu, þann tuttug- asta og fjórða sept. s. 1. Hann var jarðsungin í grafreit Vídalínssafnaðar þ. 26. sept. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra H. Sigmar jarðsöng með aðstoð séra Stfingríms Thorlákssonar. Hann eftirskilur tvo syni, sem áður ei* getið og fimm barna- börn; börn Sigurðar og konu hans Þóreyjar Þorleifsdóttur, ættaðri úr Skagafirði. Eru börn þeirra einkar efnileg og voru afa sínum til mikillar ánægju meðan samvistanna naut. Þeir verða ekki fáir, sem taka undir með mér og segja: “Bless- uð sé minning hans.” H. E. Johnson Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talsíml so 877 VlOt&lstiml kl. 3—5 e. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physlclan and Surgeon 264 Hargrave (opp. Etó.ton’8) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 64 654 FTeah Cut Flowers Daliy Plants ln Season We specialize in Weddlng St Concert Bouqueta & Funeral Designs Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Ourry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúslnu Slml: U21t Heimilit: 22 211 J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTORS Rental. Inturance and Financial Agentt 8iml: 94 221 800 PARI8 BLDG.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson PianoUennarl Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Orncx Phon* 87 298 Rks. Phoh* 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 109 MSDIOAL ART8 BULLDING Omci Hou»«: 12 - 1 4 r.M. - 8 r.M m «t ÁrronrrMxin

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.