Heimskringla - 05.01.1938, Síða 1

Heimskringla - 05.01.1938, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. JANÚAR 1938 NÚMER 14. NÝÁRS-HUGLEIÐINGAR fluttar við aftansöng á gamlárs- kvöld í Sambandskirkjunni í Winnipeg af séra Philip M. Péturssyni. “Og hann lét út frá einum sér- hverja þjóð manna byggja alt yfirborð jarðarinnar er hann hafði ákveðið fyrirsetta tíma og takmark bólstaða þeirra svo að þær skyldu leita Guðs, ef verða kynni, að þær mættu þreifa á honum og hann finna, enda þótt hann sé eigi langt frá hverjum og einum af oss, því að í honum lifum, hrærumst og erum vér.” (Post. 17:26—28) Einu sinni er séra Haraldur Nielsen prédikaði fyrir söfnuði sínum komst hann þannig að orði* “Vér trúum því, að líkindum öll, að sérhverjum einstaklingi og hverri þjóð heimsins sé ætlað eitthvert ákveðið hlutverk. Því að enga hvíld finnur hugsandi mannssálin í því, að alt lífið sé tilgangslaust og að tilverunni sé ekkert markmið sett. Mannshug- urinn þráir ósjálfrátt að finna vit í öllu og koma viti í alt innan sinna yfirráða. Og þá fyrst verð- ur vit í tilverunni, ef alt hefir sinn tilgang og öllu er að lokum stjórnað að ákveðnu markmiði.” Mér þótti vænt um þessi orð, er eg rakst á þau, og las þau yfir aftur og aftur, því mér fanst miklu meira vera í þeim falið, en gripið var við fyrsta lestur. Séra Haraldur segir, að vit verði í tilverunni, ef alt hafi sinn til- gang og öllu sé að lokum stefnt að ákveðnu marki. Eins og bent er á í textanum, er hlut- verkið auðsæilega það, sem þjóð- unum var ákveðið, að leita Guðs, og fyrir þá leit finna samræmi, eða eins og séra Haraldur komst að orði — vit í tilverunni. Um miðnætti, um áramótin, er vér komum hér saman til að heilsa nýju ári og til að kveðja gamla árið, — verðum vér fyrir mörgum undursamlegum og heillandi áhrifum. Og á stundum sem þessari hefir mér ætíð fund- ist maður vera nær Guði og skilja hans ráð betur en á nokk- urri annari stund. Hugir vorir opnast fyrir þeim máttku áhrif- um, ?em vér verðum fyrir og er vér sameiginlega beinum leit vorri að raunverulegri merkingu þessarar stundar, mun oss finn- ast, sem vér heyrum hjartaslátt eilífðarinnar, og að vér sjálf sé- um þegar hluti eða brot af eilífð- inni. Og með þeim hugsunum og tilfinningum munum vér einn- ig verða vör við það, að ein- hvbrnvegin og á undursamlegan hátt, höfum vér öðlast að ein- hverju leyti skilning á tilveru Guðs. Vér höfum leitað hans, og vér höfum fundið hann. Vér höfum öðlast þá sannfæringu á fullkomnari hátt en ella, að hann er í raun og veru eigi langt frá hverjum og einum af oss, því að í honum lifum, hrærumst og er- um vér. Og um augnabliks stund samræmumst vér í huga, honum og vilja hans, er vér bíð- um, eins og komast mætti að orði, á klettabrún eilífðarinnar með opnum örmum til að taka á móti hinu nýja ári og ákveðum að nota daga þess til þess, sem er gott og göfugt. En ekki líður á löngu áður en vér vöknum upp af þessum fögru draumum og virðum fyrir oss veruleikann í heiminum. Vér verðum fyrir miklum vonbrigð- um út af því hve margt er öðru- vísi en það ætti að vera. Víðast hvar í heiminum, eins og vér vit- um,'eru menn að hugsa um alt annað en að leita Guðs eða að fylgja vilja hans. Þeir eru að skapa alt annað en guðsríki á jörðu. ófriðarandinn virðist drotnandi og valdi hans lútum vér, í verkum ef ekki í hugsun. Alt er í óvissu, og fáir sýnast geta haldið ákveðinni stefnu. Og vegna þessarar óvissu og myrk- ursins sem stafar af henni og sem veldur þyí að ljósgeislar sannleikans, frelsisins,, og vits- ins fá ekki að skína, verða margir menn bölsýnir og þung- lyndir. En bölsýni eða þung- lyndi hafa aldrei bætt neitt, og gera það ekki heldur nú. Kín- verskur spekingur hefir sagt, að menn eigi ekki að skoða lífið of alvarlega, að það sé vegna þess, að menn séu of alvarlegir, að heimurinn sé fullur af bágindum eða vandræðum. Hvort að stað- hæfing þessi sé sönn eða ekki veit eg ekki, en víst er það að bölsýnn maður, maður sem sér ekkert nema hið illa, ekkert nema skuggahliðar lífsins, sem kannast ekki við Ijósið, né lífs- gleðina, fær aldrei skilið fyllilega hvað vilji Guðs er, í vanalegum skilningi þeirra orða. Hann leit- ar hvorki Guðs, né finnur hann, og hann verður aldrei þess var, eins og sagt er, að “í honum lif- um, hrærumst og erum vér.” — Bölsýnið útilokar allan þesskon- ar skilning, og öll þesskonar á- hrif. Ef að hlutverk vort er að leita Guðs, og þar af leiðandi finna samræmi í lífinu: að verða vör við vit í tilverunni, þá dugar ekki aðeins að líta á alt hið illa umhverfis oss og andvarpa með þungum hug. Meira er til í heiminum en aðeins hið illa, og vér megum ekki láta blinda aug- un fyrir því. Eg veit ekki hvert hlutverk þeirra manna er, sem fylla heim- inn með ófriði og hatri, eða að hverju þeir að lokum stefna. En eg veit það, og mér finst að margt bendi til þess, og eg finn bæði ríkara og átakanlegar til þess á þessari áhrifaríku stundu, en áður, að hlutverk vort í heim- inum, og hlutverk allra ein- staklinga, sé eitthvað miklu meira og æðra og fegurra en það, sem felst í bölsýni og vonleysi. Hlutverk vort er, og sem þessi stund, sem er í fylsta máta eilíf eðlis, túlkar í hreinum tónum, að leita Guðs, það er að segja, að leita þess, sem er guðlegs eðlis, svo sem réttlætis, kærleika, von- ar, trúar, frelsis, vits. Hlutverk vort er að leita þessara hluta, og alls hins æðsta og bezta í oss sjálfum og í öllum mönnum; að útrýma skammsýni og hégóma og stuðla með þessu að því að við öðlumst guðsríki á jörðu. Þetta mun ef til vill þykja nokkuð mikið sagt. Sumir rnunu,, sem eru hagsýnni, eða praktískari en eg spyrja, hvort að þetta sé ekki aðeins .talað út í veður og vind, og að það sé í raun og veru þýðingarlaust, vegna þess að það sé alt svo há- fleygt og tilkomumikið að menn fái það aldrei framkvæmt. En eg get aðeins svarað, og eg nota mér þetta tækifæri, er andi nýársins breiðir töfra áhrif sín yfir sálir mannanna og við erum rétt að stíga yfir þröskuldinn, úr Verðandi gamla ársins og inn í helgidóm Skuldar hins nýja, að þegar við reynum að horfa fram í tímann, þá hylji þoka hans atburði ókominna stunda. Vér vitum ekki hvað muni koma fyrir í lífi þjóða heimsins. Að- eins að litlu leyti vitum við hvað muni koma fyrir í'voru eigin lífi. Margir munu ekki sjá önnur Kristján Jónsson frá Sveinatungu og kona hans Guðrún Daviðsdóttir Myndin tekin á 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra 10. des. 1937. Fáir íslendingar í Bandaríkj- unum munu vera kunnari löndum sínum vestan hafs en heiðurs- hjón þau er Hkr. flytur mynd af í þetta sinn; þau Kristján Jóns- son grafreitsvörður í Duluth og kona hans Guðrún Davíðsdóttir frá Fornahvammi. Ber margt til þess, en ekki sízt hin framúr- skarandi mannlund þeirra beggja og gestrisni. Þau verða nú senn áttræð og hefir Kristján létt af sér þeim starfa sem hann hefir haft seití yfir umsjónar- maður Forest Hill grafreitsins í Duluth og fengið hann í hendur tengdasyni sínum sem þau hjón- in búa með í hinu re'isulega húsi grafreitsins. Alþingishátíða árið ferðuðust þau hjón, ásamt dóttur þeirra og dótturdóttur og nokkrum vinum er þau styrktu til fararinnar, heim til íslands og dvöldu þar fram í ágúst-mánuð. Ferðuðust þau þá um Borgarfjörðinn og Suðurland og nutu ferðalagsins hið bezta, þó komin væru af létt- asta skeiði, þá bæði yfir sjötugt. Fyrir 13 árum ritaði frændi Kristjáns og aldavinur séra Pét- ur Hjálmsson, fróðlega og ítar- áramót. Það mun halda áfram, að sumir syrgi, en aðrir gleðjist. En hvað sem skeður og hjálpi oss andi þess æðsta til þess, ættum vér, á öllum lífsstundum vorum hvort sem þær verða fáar eða margar, að láta þau áhrif sjást í breytni vorri, að vér vinnum að því að útbreiða lífsgleði og vekja von og hamingju öllum mönnum. Við sem einstaklingar, ráðum lít- ið við það, sem verða mun í lífi heimsþjóðanna, en við getum ráðið því að miklu leyti, er vér hugsum eða gerum sjálf, og hvort það verður öðrum til góðs eða til ills, til hamingju eða til ógæfu, til blessunar eða til böls. Þetta er hugsun, sem vér ættum að gera að veganesti voru á kom- andi ári. Ef vér getum ekki nú þegar stofnað guðsríki á jörðu, getum vér samt stefnt í þá átt, og breitt út á meðal manna þá eiginleika og þau áhrif, er guðs- ríkið grundvallast á. Þegar vér þessvegna stígum inn í höll hins nýja árs, skulum vér gera það á- kveðin í því, að láta oss aldrei sjást yfir það, þó oss sjáist yfir annað, að bera gleði inn til þeirra er syrgja, og ljós til þeirra er umkringdir eru af myrkri. — Þannig leitum vér Guðs á hinu nýja ári, og þannig sönnum vér það, að hann sé eigi langt frá hverjum og einum af oss, því að í honum lifum, hrærumst og erum vér. lega grein um þau hjón. Látum vér hana fylgja þessum inn- gangsorðum því hún gefur hina gleggstu og sannorðustu lýsingu af starfsemi Kristjáns og mann- kostum hans. R. P. “Þó skrifuð sá saga allra ís- lenzkra sveita vestanhafs væri þó eftir að geta að nokkru sér- stakra manna og kvenna, sem ein sér hafa rutt sér braut, vakið eftirtekt á manngildi sínu og þannig unnið sér og þjóðemi voru haldbezta sæmd. Meðal slíkra útvarða eru þau hjón, Kristján Jónsson (Chris Johnson) og Guðrún Davíðsdótt- ir í Duluth í Minnesota. Kristján er fæddur 14. júlí 1858 í Sveinatungu, í Norðurár- dal í Mýrasýslu, sonur Jóns Jóns- sonar, sem lengi bjó í Sveina- tungu og Bæ| í Bæjarsveit og konu hans Kristínar Pétursdótt- ur frá Norðtungu. Guðrún kona Kristjáns, er fædd 4. nóvember 1857 að Ketils- stöðum í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru þau Davíð í Forna- hvammi Bjarnason Daníelssonar frá Þóroddsstöðum og kona hans, Þórdís Jónsdóttir frá Hlaðhamri í Strandasýslu. Móðir Davíðs, kona Bjarna á Þóroddsstöðum var Guðbjörg Jónsdóttir, systir Péturs í Norðtungu. Faðir þeirra var Jón á Söndum í Miðfirði Sveinsson á Skarði í Neshreppi og konu hans Þuríðar Pálsdóttur frá Háarifi (af Vatnsfjarðar- ætt). Jón á Söndum kvæntur Dagbjörtu Pétursdóttur frá Húki, Guðmundssonar og Berg- ljótar konu hans Pétursdóttur, Arasonar, Jónssonar rauðbrota — galdramanns á Söndum, ríkur höfðingi, dáinn um 1600. Ann- ars er ætt Péturs í Norðtungu, afa Kristjáns í Duluth, rakin í karllegg til Ólafs hvíta og konu hans, Unnar djúpúðgu (J. P. og V. H. D.). Börn þeirra Kristjáns og Guð- rúnar voru fjögur: 1. Pétur, dó ungur. 2. Albert, hið mesta mannsefni, dó 17 ára. 3. Svafa, gift Carli Hansen. Hann er Norðmaður. Þau hjón feiga eina dóttur, Betty að nafni. 4. Susan, dó 21 árs að aldri, blómleg og vel gefin. Saga Kristjáns á íslandi, er svipuð sögu annará íslenzkra dalamanna í hans tíð. Skólanám þektu þeir ekki, en fyrir lífið urðu þeir hverjum háskólanema mentaðri, eða betur “mentir”, andlega og líkamlega, af því að finna sjálfir úrlausn á fyrir- liggjandi dæmum og verkefnum, og af stöðugum aflraunum. Um tvítugt þótti þó Kristján skara fram úr jafnöldrum að harðfengi og snarræði. Naut og tækifær- anna þar í Sveinatungu, sem sjálfkjörinn fylgdarmaður ferða- manna yfir hina illviðrasömu Holtavörðuheiði. Það var og eitt sinn, í þorralokin, á leið til sjó- ar — í ver — að hann óð Hvítá j í Borgarfirði, fyrir þá sök að hún þótti óreið og óferjandi af kraparuðningi og roki. Ekkert féll honum ver á þeim árum en bið og kyrð. Vorið 1885 mun hann hafa fest sér jörð til ábúð- ar framarlega í Norðurárdal, en útþráin gerði honum ómögulegt að una því lífi, því snemma næsta vor sagði hann jörðinni lausri, sótti heitmey sína fram að Fornahvammi og hélt ásamt henni vestur um haf, 1886. — Námu þau staðar í Winnipeg, giftust þar, og þar eða í Norður- Dakota dvöldu þau til vorsins 1888. Þá fluttu þau alfarin til Duluth. í októbermánuði það ár, settust þau að í hinum fagra Hunterspark-dal sem veit til norðausturs frá vesturenda Efra — eða Meira vatns (Lake Su- perior), þar sem þau hafa búið jafnan síðan. Tók hann þá þeg- ar að starfa við “Forest Hill” grafreitinn — sama starfi sem hann stjórnar nú og annast að öllu leyti sem forseti “Forest Hill” félagsins. í sex ár vann Kristján, einasti verkamaður, við reitinn. Verk- stjórinrt var Skoti, fjársýslumað- ur all-mikill væri honum fengið starf og veltufé ókeypis. En sá var hængur; á, að fáir girntust að jarða vini sína — sízt við háu verði — í keldur hans eða kjörr, enda var fjárhagur félagsins sá, að verkamaðurinn varð ósjaldan að bíða tímum saman eftir kaupi sínu, svo lágt sem það var. Að svo stöddu hvarf Skotinn heim, en Kristjáni var fengin verkstjórnin á hendur. í fyrst- unni fékk hann litlu áorkað, og lá þá hvað eftir annað við borð að hann gæfist upp á því dundi, því hann keypti sér til ábúðar land vestur í nýbygðum Alberta. En þegar eigendur reitsins kom- ust að því, bættu þeir kjör hans að nokkru og létu að umbóta- kröfum hans með auknu sjálf- ræði honum til handa. Kristján er gæddur skarpri mannþekkingu ,og kann að hag- nýta þann hæfileika. Starf hans j var aðallega verzlun, en starf-1 svið grafreitur. Þá hugkvæmd- ist honum að “láta hina dauðu grafa sína dauðu”, en með feg- urðarnæmi og atorku bjóst hann lað gera reitinn aðlaðndi; og þetta hefir honum tekist, svo að grafreitur hans mun nú vera tal- inn fegurstur þesskonar reita í vesturhluta Bandaríkjanna. Ekki getur gestrisnara heim- ilis en þeirra hjóna Kristjáns og Guðrúnar. Er hann höfðing- lyndur og gleðimaður hinn mesti, en hún hin djúphygna, vinfasta húsfreyja. Um og eftir síðustu aldamót bjuggu allmargir fslendingar í Duluth. Þó þeirra gætti lítið sem heildar í svo stórri borg, sem Duluth er, komu þeir þó oft saman til skrafs og ráðagerða og venjulega í “Parkinu” hjá Kristjáni og Guðrúnu. Voru samkomur þessar ram-íslenzkar, enda skipaðar íslenzku mann- vali. í þessu tilliti er allmikil breyting á orðin í Duluth. — Flestir öldruðu snillingarnir dán- ir eða fluttir burt. Sama er að segja um unglingana sem þá voru þar. Nokkrir að vísu dán- ir, en aðrir dreifðir víðsvegar um land, og skipa þar — undir íslenzkum nöfnum og íslenzkri manndáð — vandasamar metn- aðarstöður hjá þjóðfélaginu á- gæta, sem enga útlendinga telur, en metur móðurþjóðina eftir framkomu barna hennar. Sitja þau Kristján og Guðrún svo að segja ein eftir og að vísu í “helgum steini”. Samkomur íslendinga hættar, en aðalstarfið, grafreiturinn krefst nú orðið fremur viðhalds, en nýrra fram- kvæmdá. En er þó Kristján of ungur fyrir klausturkyrð, hefir því kastað sér inn í hérlend fé- lagsmál. Starfar hann þar vetl- ingalaust að vanda, enda nýtur hann almennings hylli sem at- kvæðamaður í hvívetna og drengur hinn bezti. “Orðstirr deyr aldregi”. Þökk sé íslenzku útvörðunum! P. H.” “STRAUMAR” í “þjóðlegri” straum-móðu stóð hann og streymdi sig móðann og óðann, svo djúpt náði hans dóma- kraftur að draugarnir—gengu aftur.— P. S. Pálsson ÍSLANDS-FRÉTTIR fslenzkt friðarvinafélag stofnað Á föstudagskvöldið var stofn- að íslenzkt friðarvinafélag að Hótel Borg, og er það deild úr norrænu friðarsamtökunum — “Mellanfolkeligt samarbete för fred”. Héfir þjað áður haft deildir alls staðar á Norðurlönd- um, nema á íslandi, en hafði ósk- að þess að íslenzkir friðarvinir bættust í hópinn og stofnuðu einnig deild úr félagsskapnum hér heima. Stofnendur íslenzku deildar- innar voru 20, þar á meðal utan- ríkismálaráðherrann, Haraldur Guðmundsson. Kusu þeir sér stjórn, og var Guðlaugur Rósin- kranz yfirkennari kosinn for- maður, en Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og Aðalsteinn Sigmunds- son meðstjórnendur. Tilgangur félagsins er að kynna friðarstarfsemina hér heima og beita sér fyrir þátttöku íslands í henni erlendis. —Alþbl. 6. des. * * * Anna Borg og kgl. leikhúsið Danska blaðið “Berlingske Tidende” telur í grein, sem það birti í gær, mjög sennilegt, að frú Anna Borg verði fastráðin að Konunglega leikhúsinu. —N. Dbl. 16. des. * * * Fjárpestin komin í Skagaf jörð Fyrir nokkru síðan varð það fullvíst, að borgfirska veikin væri komin að Hólkoti í Staðar- hreppi í Skagafirði. Hafði um skeið leikið grunur á því að hún leyndist þar og féð því verið ein- angrað. Er svo hér sem annars- staðar, þar sem hún hefir kom- ið upp utan varnarlínanna, að á- reiðanlegt má telja að veikin hef- ir borist áður en vörnum var komið á. Hólkot er f jórði bærinn á milli Héraðsvatna og Blöndu, sem veikin brýzt út á. Nú leikur sterkur grunur á, að hún hafi stungið sér niður á bæ í Laxár- dal, en úr því verður skorið áður en‘ langt um líður. —N. Dbl. 14. des. Atvinnuleysingjum fækkar í Þýzkalandi. I lok október voru taldir 502,000 atvinnuleysingjar, eða 575,000 færri en á sama tíma í fyrra.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.