Heimskringla - 05.01.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.01.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA HELZTU FRÉTTIR Chiang leggur niður forsætisráðherra-stöðuna Það er eftir blöðum í Kína haft, að Chiang Kai-Shek hafi lagt niður forsætisráðherra starf til þess að geta gefið sig ein- göngu við hermálunum. Kína hefir hann skift í sjö héruð og reynt að skipuleggja hervörn þeirra. Chung Pai-Hsi heitir hershöfðinginn, sem næst- ur honum er að völdum í hern- um. Her Kínverja er nú sagður 900,000 menn. Hann er 90 her- deildir, um 10,000 menn í hverri. Þessi her er nú allur á vígstöðv- um víðsvegar um land. En auk þess eru nú um 800,000 menn á æfingum, sem búist er við, að á vígvöll verði sendir innan þriggja mánaða. Friðartilboði sem Chiang var nýlega boðið fyrir hönd Japana af þýzka sendiherranum í Kína, neitaði Chiang. Það mun því vera full meining hans, að Kína reyni enn um’skeið að bera hönd fyrir höfuð sér. Aðmíráll Japana hótar Bretum stríði Eftir frétt að dæma, sem birt var í blöðum í Tokio s. 1. mánu- dag, hóta Japanir Bretum stríði, ef þeir ekki hætti að selja Kín- verjum vopn. Nobumasa Suitsugu, aðmíráll, álítur stríð við Breta óumflýan- legt hvort sem er. Vopnasala þeirra til Kínverja sé höfuð- orsök þess, að Kínverjar gefist ekki upp. En að fá Breta til að hætta vopnasölunni, sé ekki hægt, nema með stríði. “Og því fyr, því betra,” segir aðmírállinn. Breta, segir aðmírállinn ekki skilja, að það sé með öllu von- laust fyrir þá, að styðja Kín- verja. Hlutverk Japans sé að brjóta hlekki hvítu þjóðanna af gulu þjóðunum. Hvort að það takisít, eða hvort að það kosti al- heimsstríð, sé ekki um að tala; hlutverk sitt verði japanska þjóðin að vinna. “Eg á ílt með að trúa því,” segir aðmírállinn, ”að Banda- ríkin, sem engan halla bíða af neinu, sem Japan gerir í Kína, verði ekki hlutlaus, þó hvítu þjóðirnar skilji ekki kall tímans og knýi Japan út í stríð við sig, eins og Bretar gera með fram- ferði sínu í Kína. En herstyrk- ur japönsku þjóðarinnar er meiri en Kínverjar eða hvítu þjóðirnar gerðu sér hugmynd um. Það er hann, sem á var bygt þegar af stað var farið og sú von að hann reynist verki sínu vaxinn í hvað sem slæst, er sterkari nú en nokkru sinni fyr.” Aftökurnar í Rússlandi Aftökumar í Rússlandi halda enn áfram. Eru það nú einkum sendiherrar í öðrum löndum, sem verið er að steypa fyrir ætternis- stapa. Sendiherra Rússa í Aþenu á Grikklandi var nýlega kallaður heim, en hann flýði til Parísar og er nú að skrifa í heimsblöðin um ofsóknirnar í Rússlandi. Ný- verið voru einnig sendiherrarnir í Noregi og Svíþjóð kvaddir heim til Rússlands. Og um Litvinoff er nú eitthvað á huldu, sem um mörg ár hefir reynst einn vin- sælasti fulltrúi Rússa meðal ann- ara þjóða. Um ritara hans þrjá, er það að segja, að Sokolinkov er í tugthúsi, Karakhan var líí- latinn og Krestensky hvarf. En Litvinoff og ritarar hans eru ekki stærstu mennirnir, sem slíkum örlögum hafa verið ofur- seldir, segir rússneski sendiherr- ann frá Aþenu, Alexander Bar- mine. Bukharin, ritstjóri stjórn- arblaðsins “Izvestia”, var einn af áhrifamestu mönnum Rúss- lands, að Lenin og Trotsky ein- um undanskildum. En hann var tekinn með þeim Radek og Ry- kov. Hann neitaði áburðinum harðlega og virtist hafa áheyr- endur og dómarana með sér orð- ið við réttarhaldið, er Stalin hrópaði að setja þá alla í stein- inn. Og þar voru þeir skotnir. En Stalin hefir aldrei þorað að kannast við, að hafa látið drepa Bukharin. En þessu heldur enn áfram í Rússlandi. Um 21. des. hvarf V. S. Ivanoff, eftirlitsm. viðartekju í Rússlandi alt í einu af skrif- stofunni vegna þess að þessi iðn- rekstur var eitthvað minni eða lélegri, en ráð hafði verið gert fyrir í áætluninni. Þessu fylgdi að 14 manns voru dæmdir til dauða næsta dag. f flutningadeild stjórnarinnar voru 27. des. sex háttstandandi menn fordæmdir fyrir eyðilegg- ingar af ásettu ráði á flutnings- tækjum. Það þykir víst, að þeir verið drepnir innan fárra daga. Frá Spáni Frá Spáni barst sú frétt í gær, að Franco uppreistarforingí hefði nú svo öflugan her á Spáni, að slíks hefðu ekki verið nein dæmi áður. ítölum hefir verið hrúgað til Spánar frá Afríku. Lið Francos er nú um 800,000 manns; áður hefir það ekki farið fram'úr 100,000. Það sem nú vákir fyrir með nýárinu, kvað vera að sópa stjórnarliðinu burtu af Spáni. Vínsalan gekk vel um jólin Vínsölubúðir fylkisstjórnar- innar í Manitoba, þær sem eru í Winnipeg, seldu að jafnaði í ellefu síðustu daga ársins 1937, áfengi fyrir $33,000 á dag. Verð á hveiti hækkar í byrjun þessarar viku hækk- aði hveiti um 5 c í verði. Er maí- hveiti nú $1.24%. Með hveitiforðanum nálega til þurð- ar genginn í Rússlandi, Canada og Argentínu, segir Broomhall birgðirnar ‘hættulega litlar’. Og meira þarf ekki með en tvö orð frá Broomhall til þess að verð hækki eða lækki. Gloria Vanderbilt Stúlkan sem ber þetta nafn er 14 ára gömul. Var nafns henn- ar oft getið í blöðum fyrir nokkr- um árum, er móðir hennar, Mrs. Gloria Morgan Vanderbilt og frænka hennar, Mrs. Harry Payne Whitney voru að rífast um hvor ætti um uppeldi Gloríu litlu að sjá. En hvað sem því líður, var nú framfærslu reikn- ingur stúlkunnar birtur s. 1. mánudag yfir árið 1937. Reikn- ingurinn nam $52,052.98. Til þess að vinna fyrir því, þyrfti Gloría að hafa yfir $1,000 viku- kaup. En svo stendur nú á, að hún er erfingi að $4,000,000 og þarf ekki að vinna fyrir þessu. Saskatchewan-deildin af Unit- ed Farmers of Canada, lýsti því yfir 22. des., eftir ítarlega rann- sókn, að 30 til 40 af hundraði nauta og hesta í þurka-héruðun- um í Saskatchewan-fylki, verði dautt úr hor áður en vorar, ef skamturinn sé ekki aukinn sem bráðast, er hverri skepnu er ætl- aður. * * * í stríði sem Bretar áttu við Araba í hæðunum í Galileu í Norður-Palestínu í þrjá daga og sem lauk 26. des., féllu 40 manns áf Aröbum. Svona voru jólin í “landinu helga”. * * * I S. 1. mánudag útvörpuðu Bret- ar í fyrsta sinni ræðum á ara- bisku til þess að skýra fyrir Aröbum hvað sé að gerast í Pale- stínu. Gera Bretar þetta vegna þess, að ítalir hafa frá Bari-út- varpsstöð sinni haldið uppi æs- ingum meðal Araba gegn Bret- um. Sir George Perley nafnkunn- ur stjórnmálamaður dó s. 1. mánudag í Ottawa. Hann var sambandsþingmaður fyrir Ar- geill-kjördæmi. Hann hafði ver- ið í stjórnarráði Bordens, Meigh- ens og síðast. R. B. Bennetts. í fjarveru Mr. Beonetts, var hann settur forsætisráðherra. * * * Bandaríkin tóku 25. des. við- stöðulaust góða og gilda af- sökun Japana fyrir að sökkva herskipi þeirra Panay. * * * Frank B. Kellogg, dómari í Al- þjóðaréttinum, — sendiherra Bandaríkjanna á Bretlandi, sena- tor og ríkisritari, dó 21. des. í St. Paul, Minn. Hann var 81 árs að aldri. MRS. GUÐRúN MARRON * DÁIN Mrs. Guðrún Marron, föður- systir Gunnars B. Björnssonar, 82 ára að aldri, dó s. 1. fimtudag (30. des.) og var jarðsungin s. 1. mánudag og jörðuð í grafreit fjölskyldunnar í Marshall. Séra H. B. Thorgrímsen frá Grand Forks, einn af elztu íslenzkum lúterskum prestum vestra, sem yfir vetrarmánuðina dvelur hjá dóttur sinni í St. Paul, hafði útfararræðuna bæði í Minneap- olis s. 1. mánudag og við greftr- unina í Marshall grafreitnum. Mrs. Marron hét áður en hún giftist Guðrún Björnsdóttir; for- eldrar hennar voru Björn Hall- grímsson og Margrét Eyjólfs- dóttir. Hún yar fædd 13. des. 1855 á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal í Norður-Múlasýslu og var því fullra 82 ára, er hún lézt. Hún var frænka Jóns Ólafssonar ritstjóra (þau voru þremenningar) og var hin síð- asta af systkinum hennar en þeirra á meðal voru Jón og Sig- urður Björnssynir, landnáms- menn í Nýja-íslandi. Guðrún kom til Ameríku 1878, ásamt systur sinni önnu, er giftist Thoroddi S. Eastman. Mrs. Eastman dó í Californíu fyrir rúmum þrem árum. Árið 1882 giftist Guðrún Björnsd., Owen Marron í Mar- shall. Hafði hún dvalið í/ Mar- shall frá því er hún kom að heiman. Mr. Marron var ekkju- maður, hafði fyrir nokkrum börnum að sjá, var einn af land- námsmönnum í Marshall-hérað- inu og var hermaður úr borgara- stríðinu. Fjórar dætur, tvær stjúpdætur, tuttugu og eitt barnabarn og eitt barnabarna- barn, lifir Guðrúnu. Maður hennar dó 1910. Dæturnar sem eru á lífi, eru Mrs. Bertha Marron King, í Min- neapolis, er um mörg ár var pianokennari í MacPhail School of Music; Maud (Mrs. Daniel King Jr.) í Omaha, Nebraska; Lucy (Mrs. J. S. Browne) Mil- waukee, Wisconsin; Ethel (Mrs. C. M. Spears) San Matao, Cali- fornia. Stjúpdæturnar eru Ann (Mrs. Harry Jefferson) í St. Paul; Elizabeth (Mrs. W. H. Mackay) Pipestone. Marron fjölskyldan flutti frá Lyon County til Minneapolis 1898; og þar dó Mr. Marron fyrir 27 árum, en lík hans var flutt til Marshall og grafið í fjölskyldu- grafreitnum, þar sem nokkur af börnum hans hvíla og þar sem Mrs. Marron var lögð til hinstu hvflu s. 1. mánudag. Hún hafði átt heimili í Minneapolis síðan fyrir aldamót, að undanskildum nokkrum árum, er hún dvaldi hjá skyldmennum í Californíu. Það var að heimili dóttur hennar, Bertha, 1212 Yale Place, Minne- apolis, sem hún dó, s. 1. fimtudag, 30. des, árla dags, eftir veikindi, sem byrjuðu með slagi s. 1. sum- ar. Mrs. Marron var kona mikil- hæf, ákveðin í skoðununa, en þó umburðarlynd við aðra. Sam- fara skoðanalegu sjálfstæði, var glaðværð og ljúfmensku ávalt að mæta; var hana því unun heim að sækja. Við erfiðleika frum- býlings áranna glímdi hún djarf- lega, ól upp stóran hóp yndisleg- ustu barna, og lifði það í ellinni, að verða aðnjótandi ástar og um- hyggju þeirra, er hún hafði fórn- að sér af móðurlegri ást fyrir. Útförin hófst kl. 10 að morgni, mánudaginn 3. jan. í Cataract Temple lodge rooms í Minne- apolis. Séra H. B. Thorgríms- son, sem þar er mjög vel þektur, flutti andríka og góða útfarar- ræðu og mintist að verðugu hinn- ar móðurlegu umhyggju hinnar látnu. Miss Ethelwynne Kings- bury í Minneapolis söng einsöng við útförina. Líkmenn voru Ar- thur E. Arntson frá Red Wing; er kona hans frænka (neice) hinnar látnu. Arlon Gíslason frá St. Paul, en móðir hans var frænka (neice) Mrs. Marron; Valdimar, Bjöm og Jón Björns- synir, synir G. B. Björnssonar, en hin látna var föðursystir hans sem áður er sagt. Próf. Hjörtur Lárusson, frá Minneapolis, er á- samt Mrs. King er kennari við MacPhail School of Music. Royal Bank of Canada Reports Good Year 1 otal Assets $869,538,000 up $14,000,000 — Deposits Increased $10,000,000 — Liquid Assets 65.53% of .Liabilitities to the Public — Increased Profits Shown. KROSSBERAR ÞESSA ÁRS Fálkaorðunefnd tilkynnir: Þann 1. des. þóknaðist H. H. Konunginum eftir tillögum Fálkaorðunefndarinnar að sæma eftirtalda íslendinga heiðurs- merkjum orðunnar, sem hér seg- ir: Stórriddarar með stjörnu: Próf. Magnús Helgason, fyrv. skólastjóri, Reykjavík. Stórriddarar með krosái án stjörnu: 1. Benedikt Sveinsson, bóka- vörður, fyrv. alþingisforseti, Rvík. 2. Halldór Steinsson, fyrv. héraðslæknir og alþingisforseti, Rvík. 3. Knud Zimsen, fyrv. borgarstj, Rvík. 4. Tómas Tóm- asson, framkvæmdastjóri, Rvík. Riddarakrossinum: 1. Benedikt Jónsson, bóka- vörður frá Auðnum, Húsavík. 2. Bjarni ólafsson, útgerðarmaður, Akranesi. 3. Davíð Þorsteinsson, hreppstj. Arnbjargarlæk, Borg- arf.. 4. Erlingur Pálsson, yfir- lögregluþjónn, Rvík. 5. Guð- mundur Ámason, hreppstj., Múla á Landi, kaupmaður og bæjar- fulltrúi, Rvík. 7. Guðm. Einars- son, præp, hon. prestur að Mos- felli í Grímsnesi. 8. Helgi Magnússon, kaupm. Rvk. 9. Ingimar Eydal kennari, Akur- eyri. 10. Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi, Hafnarf. 11. Jónas Þór verksm.stj., Akureyri. 12. Magnús Jónsson, bóndi, Klausturhólum. 13. Magnús Þorláksson, sjálfseignarbóndi, Blikastöðum. 14. Páll Jónsson, hreppstj. Stóruvöllum í Bárðar- dal. 15. Pétur Þórðarson hrepp- stj., Hjörsey á Mýrum. 16. Próf. Sigfús Einarsson, tónskáld Rvk. 17. Sigurður Björnsson bruna- málastj., Rvk. 18. séra Vil- hjálmur Briem, forstöðumaður Söfnunarsjóðsins, Rvk.—Alþbl. BIBLÍAN SEM NEÐAN- MÁLSSAGA The Annual Balance Sheet of The Royal Bank of Canada made public show a moderate growth in deposits and total assets and a strong liquid position. Total de- posits amount to $756,089,696 and are higher than at any per- iod in the bank’s history, with the single exception of 1929. Commercial Loan Increase Current loans in Canada, in- cluding loans to Municipalities and Provincial Governments, amount to $200,563,727, an in- crease of approximately $12,- 765,000 as compared with the previous year. Current Loans outside of Canada amounting to $101,147,198 are approximately $4,000,000 lower than last year. Coming as it does after a steady decline in current loans over a period of seven years, -the re- versal in the trend of commercial loans is encouraging. .As might be expected in view of the pre- sent stock market situation, Call Loans both in Canada and abroad have been substantially reduced. Call Loans in Canada amount to $19,392,906, a reduc- tion of approximately $6,700,000. Call Loans abroad amount to $10,070,538, a reduction of $4,- 500,000. Strong Liquid Position The liquid position is strong, total readily realizeable assets being $514,671,335. Of this amount $168,638,928 is repre- sented by cash on hand or on de- posit with the Bank of Canada and other banks, while $245,606,- 374 is represented by Dominion and Provincial Government se- curities. Public securities other than Canadian amounting to $25,927,482 show an increase of $13,937,353. This increase is understood to be represented in United States and British Gov- ernment securities. Total in- vestments amount to $316,568, 917, an increase of $23,398,096 from the previous year and a new high record in the history of the bank. Total liquid assets are 65.53% of liabilities to the public, which of course, is a re- flection of present conditions rather than of deliberate policy. No Doubt the bank would have been glad to have replaced a con- siderable proportion of its in- vestments by commercial loans. Profits Higher Net profits for the year are shown at $3,711,379 and compar- ed with 1936 indicate an im- provement of $207,138. Divi- dends paid absorbed $2,800,000. The usual appropriation of $200,- 000 was made for Bank Prem- ises but the contribution to the Pension Fund Society was in- creased to $300,000 as compared with the former appropriation of $200,000. Balance of Profit and Loss Account carried for- ward totals $2,325,176 an in- crease of $411,380. The Annual General Meeting of the Shareholders will be held at the Head Office of the bank at 11 a.m. on January 13, 1938. biblíunni á þennan hátt. Eitt sunnudagsblaðið er byrjað á löngum greinarflokki, sem nefn- ist: konurnar í biblíunni. Fyrsta greinin er um Evu í aldingarðin- um. Blaðið auglýsir að næsta grein eigi að vera um “Ester, foreldralausa stúlku af lágum ættum, sem vann konungshylli með fegurð sinni og kom drotn- ingunni í ónáð”. Blaðið gerir sér miklar vonir um aukna sölu, vegna þessa greinaflokks. Annað sunnudagsblað i hefir gengið enn lengra. Það er byrj- að að prenta Markúsar guðspjall, sem neðanmálssögu og lofar að halda áfram með hin guðspjöllim ef þetta líki vel. Biskupinn á Kantaraborg birti nýlega langa hvatningu til þjóð arinnar um að lesa meira biblí- una. Það virðist eins og biskup- inn hafi verið bænheyrður, en kannske öðruvísi en hann ætlað- ist til!—N. Dbl. Gestur á Hæli orti eftirfarandi vísu um sjálfan sig: Forsjónin gaf mér feita konu, forsjónin gaf mér vakran hest, forsjónin gaf mér fríða sonu, forsjónin lét mig heita Gest. Forsjónin hverjum færir sitt. Forsjónin lét mig búa á Titt. —Alþbl. * * * íbúum Bandaríkjanna fjölgaði á síðasta ári um 6/10% frá árinu áður. íbúar U. S. A. eru nú 129,527,000 að tölu. Englendingar hafa altaf haft orð fyrir að vera vel kristin þjóð. Aldrei hafa þeir þó verið betur kristnir en nú, ef dæma.skal þá eftir því, að biblían selst jafnvel betur en nokkur önnur bók. Það þykir meira að segja fínt af þeim, sem fylgjast með nýjustu bókum, en eru þó ekki sérlega trúræknir, að lesa biblíuna um þessar mundir. Ástæðan til þess er sú, að eitt helzta bókaút- gáfufirmað hefir gefið biblíuna út í vandaðri útgáfu, sem bók- mentarit. Langir kaflar hafa verið settir með breyttu letri, til að vekja athygli á því, sem þykir sérstaklega listrænt. Þetta nýja útlit biblíunnar hefir haft þau á- hrif, að fjöldi manna er farinn að lesa hana, sem annars hefði ekki komið það til hugar að snerta við henni. Blöðin hafa ekki viljað vera eftirbátar í því að hagnast á Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu LJÓÐMÆLI St. G. Stephanssonar Á- þessum vetri koma út síð- ustu kvæði hans er fylla bindi á stærð við þau sem út eru komin. Tækifærið er því nú, að eignast 4 og 5 bindið fyrir þá sem eiga hin fyrstu þrjú og vera við því búin að fylla kvæðasafnið, er þetta síðasta kemur á markað- inn. Andvökur IV. og V. eru nú seld með affalls verði á $4.25 bæði bindin. Sendið pantanir til Viking Press og íslenzkra bóksala hér í bæ V V,; mtíi HUDSON’S BAY ífotrc/ This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.