Heimskringla - 05.01.1938, Side 3

Heimskringla - 05.01.1938, Side 3
WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA aði röggsamlega um málið í Eim- reiðinni og vildi sýna fram á, að þegar ríkishluti losnar úr ríkis- tenglsum og verður sjálfstæður, eins og ísland varð 1918 sam- kvæmt skilningi Dana, væri eðh- legt, að hið nýja ríki fengi sinn hluta af því, sem hann hafði lagt í sameignarbúið, enda var á dog- um Árna Magnússonar vart hugsanlegt, að ráðstafa handrit- um á aðra leið en gert var. ísland hefir þegar heimt nokkuð af handritum frá Dönum og vafa- laust má vænta þess, að að því reki, að þing og stjórn leiti sam- komulags við Dani um að láta af' hendi við oss Árnasafn. Fyrir Háskólann og framtíð hans og íslenzka menningu yfir- leitt væri það stórkostlega mik- ils virði, að fá Árnasafn.—Vísir. ÞJóÐAREINING Eftir J. W. de B Farris, K.C. Sameining Canadaþjóðarinn- ar er í framtíðinni bezt trygð með því, að íbúar landsins eigi alment við góð kjör að búa og æfi þá hæfileika að “una glaðir við sitt”. Mikið þjóðarböl og vandræði getur stundum dregið fólkið saman í bili, en slíkt getur aldrei verið varanlegur grund- völlur þjóðareiningar. Ef eg á að skýra vonir vorar og hugsjón- ir um þjóðareining, þá finst mér hún byggjast á velgengni fólks- ins yfirleitt og því, að það læri að meta sín góðu kjör og una þeim. Vér búum í landi sem er afar auðugt frá náttúrunnar hendi og auðugt af náttúrufeg- urð og loftslagið er slíkt, að það er heilsusamlegt og örfandi. — Lögum samkvæmt nýtur fólkið í Canada frelsis og jafnréttis. Það er vor skylda að gera það sem við j megum til þess að vellíðan fólks- ins megi verða sem mest og standa vörð um frelsi vort og1 mannréttindi. Án þess getur ekki verið um velgegni, ánægju °g þjóðareining að ræða. Þegar eg reyna að skýra hug- myndina um þjóðareinig verð eg að drepa á sumt það helsta sem gera þarf. Það er þá fyrst af öllu, að Canada þarf fleira fólk heldur en nú er í landinu, bæði vegna þjóðaröryggis og einnig af hagsmunalegum ástæðum. — Þegar um landvarnir er að ræða, þá verður því ekki neitað, að þjóðin er nú í hættu stödd. f sumum löndum Norðurálfunnar og Austurálfunnar er orðið svo þröngt, að stjórnir þeirra landa leita að nýjum heimkynnum fyr- ir sitt fólk. Það má svo sem nærri geta, að þessar þjóðstjórn- ir líta öfundaraugum til þessa mikla meginlands, Canada. Bara tíu miljónir manna í landi sem er stærra en öll Norðurálfan. — Vér getum ekki notað alt þetta land sjálfir og vér viljum ekki láta neina aðra nota það. Þjóð- unum sem hafa margt fólk en lítið land hlýtur að finnast að vér séum að meina sér pláss við þá jötu, sem vér getum ekki sjálfir notað oss og þurfum ekki á að halda. Þetta er stefna sem vekur öfund og illan hug fjar- lægra þjóða í vorn garð og stefna sem takmarkar vorn eigin mögu- leika til að varðveita frið og hag- sæld heima fyrir og sé henni haldið áfram, er hún líkleg til að reynast skaðleg góðri sambúð vorri við aðrar þjóðir. Mikil fólksfjölgun í Canada er oss einnig nauðsynleg vegna vorra eigin hagsmuna. Vér höfum lagt grundvöllinn að þjóðfélags- skipulagi voru þannig, að hann er ekki fyrir tíu miljónir heldur þrjátíu miljónir, eða tvisvar sinnum þrjátíu miljónir. Vér höfum nógar stjónir í Canada til að stjórna hundrað miljónum manna. Stjórnabáknin eru miklu stærri heldur en vér þurf- um á að halda. Þetta á ekki að- eins við stjórnirnar heldur líka við járnbrautirnar, akbrautirn- ar og mörg önnur opinber verk. Vér getum ekki greitt skuldir vorar vegna þess að fólkið er ekki nógu margt og vér getum ekki létt útgjaldabyrðarnar vegna þess að viðskiftaveltan getur ekki orðið nógu mikil vegna fólksfæðar. Eitt af vorum mestu vand- ræðamálum nú sem stendur er skuldasúpan. Hún gerir allar framfarir og alla velmegun þjóð- arinnar ómögulega og hún stend- ur í vegi fyrir þjóðareinnig og þjóðarheiðri. Ef hægt væri að ráða heppilega fram úr þessum skuldamálum, þá mundu mörg önnur af vorum erfiðu þjóðmál- um greiðast svo að segja af sjálfu sér og atvinnulífinu ekki lengur íþyngt um of með skött- um. Það er aðeins einn heiðar- legur, áreiðanlegur vegur út úr þessum vandræðum og vegurinn er ekki sá að hrinda frá sér og ekki sá að ræna inn mann til að borga öðrum. Það er bara ein skynsamleg leið fyrir Canada til að koma á samræmi milli útgjaldanna, sem mörg eru ákveðin fyrir langt tímabil, og þess sem hún getur vænst að hafa í tekjur. Þegar Canada hefir helmingi fleira fólk heldur en nú er, þá geta skatt- arnir lækkað um helming. Og ekki nóg með það, heldur verða viðskiftin þá svo miklu meiri bæði út á við og inn á við, að þjóðin verður fær um að borga skuldir sínar. Meiri fólksf jöldi hjálpar til að greiða þjóðskuldirnar og hann eykur viðskiftin og þar með vel- megunina og fólkið verður á- nægðara, en velmegun og ánægja eru bein skilyrði fyrir þjóðarein- ing. En fólksfjöldinn sameinar oss á enn annan hátt. Ef vér fyllum upp í eyðurnar, sem eru milli vor, þá verðum vér betur sameinaðir. Strjálbýlið hefir verið eitt af mestu erfiðleikum vorum. Það stendur í vegi fyrir viðskiftum og félagslífi. Það varnar því að fólkið þekki hvað annað og skifti hvað við annað. Strjálbýlið er óvinur einingar- innar. En þrátt fyrir þetta verður vel að vanda val á innflytjend- um. Vér viljum þar ekkert handahóf hafa. Eg hefi nú drepið á það helsta af hinum ytri skilyrðum fyrir þjóðareining. En maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Ein- ingin er nokkuð sem tilheyrir hug og hjarta. Mesta trygging- in fyrir þjóðareiningu í landi voru er réttlætistilfinningin. — Réttlæti og jafnrétti milli manns og manns og milli fylkis og fylk- is og sömuleiðis milli fylkjanna og sambandsins. Það eru tvö aðalatriði sem hér koma til greina'- dómstólarnir og stjórn- arskipunin. Eitt af því allra bezta sem vér eigum hér í landi er réttarfarið, dómstólarnir og það traust sem vér berum til réttdæmis dómaranna í hverju máli. Á þessum miklu breytinga tímum verðum vér að gæta þess vandlega, að það traust bregðist ekki né raskist. Tilgangur grundvallarlaga vorra var sá, að sameina alt það fólk sem Canada byggir í eina þjóðarheild. Sambandsþing var stofnað í Ottawa sem hafði vald til að skifta sér af og ráða ýms- um málum innan fylkjanna. — Þessi grundvallarlög hafa nú verið í gildi í sjötíu ár með mjög litlum breytingum, eða viðauk- um. Nú er alment til þess fund- ið, að ekki megi mikið lengur dragast að breyta að nokkru grundvallarlögunum: The Bri- tish North American Act; fyrir þessari skoðun eru tvær höfuð ástæður. Fyrst og fremst er fjármála- sambandið milli landsstjórnar- innar annarsvegar og fylkis- stjórnanna hinsvegar, eða sam- bandsins og fylkjanna. Sam- bandsstjórnin hefir nú skipað nefnd manna (Royal Commis- sion) til að rannsaka þetta mik- ilsverða mál og gefa stjórninni skýrslu um það. Vér höfum á- stæðu til að treysta því, að það verk verði vel af hendi leyst. f öðru lagi er sú skoðun að verða töluvert almenn, að valda- svið fylkjanna sé of víðtækt og sambandsstjórnin hafi þess- vegna of bundnar hendur til að hrinda í framkvæmd ýmsum nauðsynjamálum. Hinsvegar halda fylkin fast í sín sérrétt- indi og halda því fram, að þjóð- areiningunni sé bezt borgið með því að skerða ekki sérréttindi fylkjanna. Báðar þessar skoð- anir hafa nokkurn rétt á sér, en hitt á engan rétt á sér, að vera ósanngjarn ogj ganga of langt annanhvorn vegin. Sambands- stjórnin hefir engan rétt til frekjulegrar ágengni á réttindi fylkjanna, en fylkin verða hins- vegar að gæta þess, að héí í Canada er um eitt þjóðfélag að ræða og það má ekki gera þjóð- stjórninni ómögulegt að ráða fram úr þjóðmálum vegna sér- réttinda fylkjanna. Ef stjórn- málamenn vorir gæta sanngirni og stillingar og heilbrigðrar skyn semi og muna það, að vér erum allir ein þjóð, þá hepnast þeim vafalaust að komast yfir þessa örðugleika. Mín skoðun er sú, að vér þurf- um ekki að tala ósköp mikið um þjóðareining, eða gera oss miklar áhyggjur út af henni. Við skul- um halda áfram að byggja upp landið og einingin kemur svo að segja af sjálfu sér. Canada er enn bara á byrjunarstigi sem sameinað þjóðfélag. Vér sem nú lifum erum stoltir af því sem á hefir unnist á sjötíu árum. En það eru meiri möguleikar framT undan, heldur en þeir hafa verið, eða eru nú. Framtíðin hvílir á vorum ungu mönnum. Canada lofar þeim miklu. Ef þeir reyn- ast góðir borgarar, verða launin ríkuleg. * * * Grein þessi, sem hér er lauslega þýdd, var fyrst birt í Canadian Business, nóv. 1937 og síðar í fleiri blöðum. F. J. Sá blessunarríki og víðfeðmi félagsskapur er umbóta- og mannúðarstofnun, sem vinnur að því, að lyfta mannkyninu á hærra mennigarstig með útrým- ingu áfengisnautnar, en áfengis- bölið og styrjaldarbölið, sem hvorutveggja eru “þyngri en tár- um taki”, eru tveir af höfuð-ó- vinum mannanna barna, og standa þeim, flestu fremur, fyrir þroska og þrifum, þjóðfélagslega og siðferðislega. Verkefni Good Templara reglunnar er því hið göfugasta og háleitasta, en að sama skapi ábyrgðarmikið og erfitt. Oss félögum hennar, kon- um sem körlum, sæmir, að gera oss sem gleggsta grein fyrir þeirri hliðinni á bindindisstarfi voru, þegar vér göngum á sjón- arhól á þessum tímamótum. Ef oss, í framtíðinni, á að verða nokkuð verulega ágengt í voru göfuga og þarfa starfi, verðum vér að búast við andstöðu og henni óvægri, því að vér eigum í höggi við sterk öfl í þjóðfélags- lífinu og harðvítuga og volduga andstæðinga. Berum í minni, að því er nú einu sinni þannig farið, að alt, sem er mikils virði, er dýru verði keypt. Gimsteinar fást eigi í fimm og tíu centa búðum, þó þægilegar séu oss, sem efna- smáir erum. Sama lögmálið gild- ir í andlega lífinu. Braut hug- sjónamannsins, framsóknar- mannsins, er langt frá því, að vera altaf stráð rósum. Hver sá, sem velur sér þann veginn, má ganga að því vísu, að hann eigi á brattann að sækja og að storm- ar næði um hann. Enda eru þeir margir, sem orðið hafa úti á þeirri fjallgöngu. En þess er þó jafnframt að minnast, að hug- sjónaást og framsækni, öll þroskaviðleitni, hefir sín eigin laun í sér fólgin. Sá, sem “á- fram sækir á andans þyrnibraut” vex við þá framsækni andlega að sama skapi. Eiga hér við orð Guðmundar skálds Magnússon- ar: Á VARP flutt á 50 ára afmælissamkomu stúknanna “Heklu” og “Skuldar 30. desember, 1937, af Dr. Rich- ard Beck, forseta samkomunnar. Mér er það hin mesta ánægja, og eg tel mér vegsauka að því, að skipa forsæti á þessari sögu- ríku hátíð, og nefni þessa sam- komu svo í fullri eirilægni og al- vöru. Fimtíu ára starfsafmæli er merkur áfangi í sögu hvaða stofnunar og félags sem er, ekki sízt í sögu félagsskapar eins og Good Templara stúknanna ís- lenzku hérlendis, sem eiga sér fámennan þjóðflokk að baki, og‘ vinna í erlendu umhverfi að j framkvæmd hugsjónar, sem ekki hefir hlotið þann skilning og stuðning af hálfu alls þorra manna, er hún á skilið. Samt hefir starfsemi íslenzkra Good Templara vestan hafs á liðinni hálfri öld miklu meir en réttlætt tilveru sína, enda þótt það sé satt, “að háð var sízt sem skyldi oft vort stríð”. Merki hugsjón- arinnar hefir verið haldið á lofti öll þessi ár, sem eitt út af fyrir sig er stórum meira virði en margur hyggur í fljótu bragði. Og svo mikið hefir áunnist í | bindindisáttina, þrátt fyrir mis- tökin og víxlsporin, sem stigin hafa verið, að þjóðstofninum ís- lenzka heima og hér er aukin j sæmd af því, að í hálfa öld hafa íslenzkir menn og konur (þær eiga hér sannarlega ekki minni, hlut að máli) staðið í fylkingar- j brjósti í bindindismálum hér í i Manitoba-fylki. En ekki fer eg, J þó' ljúft væri, lengra inn á það j svið, því að þá yrði eg sekur um landrán, aðalræðumönnum sam- komunnar er sem sé, eins og vera ber, það hlutverk ætlað, að rekja sögu stúknanna og starfsferil. Hitt hlutskiftið var mér fengið, sem er í alla stað hið veglegasta, að draga með nokkrum orðum athygli yðar að Good Templara reglunni alment og hugsjón hennar. “Sé takmark þitt hátt, þá er altaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör, sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér.” Meðvitundin um göfgi hug- sjónar Reglu vorrar, og um brýna þörf starfs hennar, ætti því að vera oss hvöt til dáða, þegar á móti blæs og farg von- leysisins verður oss hlekkur um fót. Annað er það, sem vera ætti oss fámennum hóp íslenzkra Templara styrkur í baráttunni: — meðvitundin um þá stað- reynd, að Good Templara reglan er alþjóða-félagsskapur. Vér er- um hlekkur í keðju, sem nær um allan hinn mentaða heim, og tengir menn sterkum taugum kærleika og sameiginlegrar menningar-hugsjónar og mann- úðar. Það er ómetanlegur styrk- ur til framsóknar í því, að vita sig einn í fylkingu hundruð þús- unda, sem vinna að settu marki. Höfum það jafnan hugfast, sér- staklega, þegar oss liggur við að örvænta um sigur í baráttu vorri og leggja árar í bát. Með þetta í huga, göfgi hug- sjónar vorrar og brýna þörf framkvæmdar hennar, og víð- feðmi Reglu vorrar, hæfir oss ís- lenzkum Templurum vestan hafs, að hefja næstu hálfrar aldaT starfsemi vora. Ef vér rækjum hana í réttum anda, verður hún hvorttveggja í senn öðrum til gagns og sjálfum oss til aukins þroska. Því að það sannast alt- af, sem Davíð skáld Stefánsson segir í kvæði sínu “Veið leitum”: “Við leitum, leitum, en finnum fátt, sem fögnuð veitir, bölinu breytir og boðar sátt. En hver sem göfugum gáfum beitir til góðs fyrir stórt og smátt, treystir annara mátt og megin og mest sinn eiginn, örvar og hugsar hátt, gengur á undan, varðar veginn og vísar — í rétta átt.” Vér stöndum á þrepskildi nýs árs; ekki vitum vér hvað það ber í skauti sínu oss til handa, en um eitt getum vér verið hárviss, það flytur oss ónotuð tækifæri. Og það er með þau líkt og jarð- arleirinn; í höndum listamanns- ins getur hann orðið frumsmíð ódauðlegs listaverk, þó hann verði ekki nema dauður leir í höndum okkar klaufanna. Á svipaðan hátt verða tækifærin að gulli nytsamra og manndóms- ríkra athafna hjá þeim, sem kunna að nota þau, þó þau smjúgi gegnum fingur annara, líkt og sandkorn, svo að þess sér engan stað. Að svo mæltu býð eg yður. fyrir hönd stúknanna “Heklu” og ‘“Skuldar”, velkomin á þessa afmælissamkomu, vitanlega til þess, að gleðjast um stund og fagna yfir því, að þessum áfanga hefir verið náð; miklu fremur býð eg yður þó velkomin til, að hverfa héðan í samkomulok með öflugri trú á málstað vorn og sterkari vilja til að vinna honum og fórna. Á FIMTÍU ÁRA AFMÆLI HEKLU OG SKULD 1937-8 Herra forseti, og kæru systkini, Heklu og Skuldar: " Mér hefir verið falið það hlut- verk hér í kvöld, að flytj a ykkur heillaóskir, frá stórstúku ykkar, á ykkar heiðursdegi. Og til þess voru mér úthlutaðar 5 mínút- ur. Já fimm mínútur, til að fara yfir fimtíu ára æfisögu ykkar. Á þeim tíma held eg enginn geti gert því nein skil svo vel fari, svo eg reyni það ekki. Um hver tímamót, reynir fólk yfirleitt að líta til baka, og hver um sig gerir upp sýna gjörðabók. Reynum því að nota þessi hálfr- ar aldar Umamót til rannsóknar á okkar eigin gjörðum, og leita að svarinu. Höfum yið hvert útaf fyrir sig, gert skyldu okkar, eða staðið við það heit sem við tök- um, þegar við gengum í regluna. Ýmsar konur og ýmsir menn velja hver áramót til að gera upp sína reiknniga, og gera ný áheit um betri breytni, og ýmsar aðrar breytingar til batnaðar. Látum | oss öll á þessum tímamótum, líta yfir okkar eigin uppdrætti og Þ4r sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgdlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA klippa það út sem er orðið úrelt og ónýtt, eða máð, og drögum upp nýjan uppdrátt, sem við get- um farið eftir óhikað. Við mættum minnast orða, stórhöfðingjans og leiðtogans fræga, Abrahams Lincolns, þar sem hann segir: “Eg hefi marg- sinnis verið neyddur til að krjúpa á hnjánum, af þeirri yfirgnæfan- legu sakaráfelling, að eg gæti ekkert annað gert. Minn eigin vísdómur og alt sem umkringdi mig, sýndist vera ónóg fyrir dag- inn.” Fyrir framan okkur er út- breitt borð nægta lífsins, fyrir alla. Hvernig og hvar stöndum við? Hverjar eru þarfir hvers einstaklings ? Við eigum eitt í sameiningu, hvert af okkur eig- um Von, Ást og ótta. Erum við bjartsýn og glöð, eða svartsýn og huglaus ? Það er énginn efi á því að svartsýni og hugleysi j leggur höft á braut okkar og ger- ir hana ófæra til ferðalaga. Þar sem bjartsýni og gleði eru með í förum, verður árangurinn góður. Good-Templara reglan, hefir gert mikið til að endurbæta og hjálpa félagslífi í öllum þeim mörgu löndum, sem hún hefiT verið stofnuð, og hefir náð fót- festu, og enn í dag eru óútreikn- anlegir möguleikar hennar í framtíðinni. “Erfiður grundvöllur er bygg- ingarmeistarans tækifæri, og framtíð ef hann vinnur sigur.” Erfiðleiki framtíðarinnar, get- ur verið yfirstiginn af okkar sameinaða flokk. Ef við vinnum rétt. Við þurfum aðeins að nota nútíðar aðferð, að hvetja og sam- ansafna nýjum liðsafla, til að stuðla að bygging hinnar mestu velferðar og gleði fyrir mann- kynið, svo það nái þeim áhrifum í okkar fyrirætlun, að komast að því takmarki, sem við höfum öll stefnt að í öll þessi fimtíu ár: Algert bindindi, sem er óhultast og best — reynslan sýnir það: eins og fyrir alla sem iðka leik- fimi — hlýðni. Fyrir alla sem iðka bílkeyrslu — skylda. Fyrir Frh. á 7. bls. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BIJSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.