Heimskringla - 05.01.1938, Page 4

Heimskringla - 05.01.1938, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 jSj«mmiimiiBiiiiiinBillllUBllllBllllllllUIIUIWMBWMMWBWMWWWM>WIWIIIIIIIIIIIBiroWIIS 1 íltcímskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borgist tyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. öll yiðskiíta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: K.-nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ilBIUiBUUilUUUlUlUllUilllUUUllilllUUlUUillUUIIillilliHUIlUlillUIIUlliHUIIUllUUliUUUIIIIIIIIUIIUUIiUiaiUi^ WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 NÝÁRSRÆÐA 2. JAN. 1938 Aldanna konungi, eilífum, ósýnileg- um, einum Guði, sé vegsemd og dýrð um aldir alda, amen.—Tim. 2:17. Kæru vinir: Enn staðnæmumst vér við áraskifti; horfum fram á nýtt ár, sem nú er runnið en kveðjum liðið ár, sem horfið er út í eilífð- arinnar sæ. Tímamót þessi vekja jafnan hjá mönnum margbreytilegar hugarhreyf- ingar og minningar, sem þrengja sér ínn á meðvitundina. Þessi mæling tímans felur í sér þá dul- kend, sem snertir djúpt vorar innri til- finningar, því oss finst sem einn hlekkur æfinnar sé nú rakinn fram og á öðruní byrjað. Mæling þessi, skifting tímans, hefir fest sig svo í meðvitundinni sem sé hún upprunaleg, og órjúfandi lögmál til- verunnar, á sama hátt og ljós og myrkur, dagur og nótt, eða eins og lífið sjálft, og þó er hún það í raun og veru ekki. Tíminn verður ekki mældur, hann á hvorki upphaf né endir; í honum gerist alt, en hann er án afláts einn og samur. Það er hringferð þessarar smáu veraldar vorrar í himin- geimnum, umhverfis hina alskínandi sól, og hinna annara veralda, 'sem sama eðlis eru, sem mæld er. Það eru hringferðirnar sem hún fer, sem vér teljum, og þó byrjum vér ekki á hinni fyrstu, og munum áreiðan- lega ekki telja hina síðustu — þetta eru árin. Þetta eru sandkorn æfinnar sem falla ofan í stundaglasið, niður í eilífðar hafið. En þótt árin séu þannig tilkomin, séu nákvæm mæling á hringrás jarð- stjamanna og misjafnlega löng eftir því við hvaða jarðstjörnu miðað er, þá hafa áraskiftin samt sem áður margskonar boð- skap að bera, sökum þess þau eru þessi sandkorn æfinnar, sem falla ofan í stunda- glasið og sökum þess þau festa atburðina í minni o g sökum þess þau telja aldur jarð- arinnar, sem oss er þó dulinn. Alt sem verður til, verður til í tímanum, en miðast við árin, þessa ómælilegu röð sem vér fá- um aldrei uppgötvað hvenær að byrjaði og engu um spáð, hvenær muni enda taka. Árin eru afmæld lengd, innan tímans, á æfibrautinni, og áraskiftin merkjastein- arnir. Að einum þessum merkjasteini er- um vér komin og hvaða minningar frá hinni förnu leið fylla hugann, fer eftir því, nokkuð hvernig ferð vorri hefir verið varið þenna áfanga, en þó ekki að öllu leyti, því altaf munu hinar sömu eða samskonar minningar fylla hugann líka við hver ára- mót. Þó vér séum öll samferða og svo að segja göngum hlið við hlið, þá göngum vér ekki öll sömu brautina, einn hefir á bratt- ann að sækja, sóknina að ákveðnu marki, er hann telur farsæld sína og framtíð bundna við. Hann hefir orðið að reyna á alla sína krafta, en þó komist skamt að honum finst, og ef til vill hefir hann mist vonina í bráð með að komast lengra, sporið lent of oft á steini og æfibrautin verið ó- sléttari en hann hafði ætlað, er hann horfði fram á hana við byrjun áfangans. Árið hefir ekki lyft honum alin þaðan sem hann stóð við upphaf þess. Annar hefir stigið niður í hinn þrönga og dimma dal, sorga og mótlætinga dalinn, þangað sem allra vegur hefir legið eða ligg- ur einhverntíma æfinnar og orðið ef til vill, að eyða mestum hluta krafta sinna, til þess að komast fram úr dalsmynninu, þangað sem hann var að fylgja vini, ætt- ingja eða samferðamanni, er halda var á brott, fram að hinu lygna hafi, þar sem nökkvinn beið hans er flutti hann frá lífs- ins landi og lagði út á hafið dökkva. Við dalsmynnið hefir hann staðnæmst, og út- sýn hans við þessi tímamót eru máske fram á hafið. Enn annar hefir ferðast, eftir hinni sömu tímans braut, en eftir grænu hag- lendi, fram með hægt rennandi vatni, þar sem ekkert skygði á frið og fegurð jarðar. Hann var kominn fram úr torfærunum, grösin fyltu andvaran sem leið yfir jörð- ina^sætum ilm, eins og á ódáinsakri Eiríks víðförla en eins og Eiríkur var hann fáliði og óskaði ei annars fremur en hverfa aftur á þær stöðvar þar sem æfin var bundin við það alt er auganu var tamast og ofist hafði inn í svefns og vöku drauma hans og daglegt strit. Eiríkur svaraði “aftur vil eg hve^fa” er engillinn spurði hann: “Hvort viltu hér vera?” Og svar margra mun verða hið sama. Viðhorfin við áramótin, við merkjastein- inn eru því mjög svo breytileg og mismun- andi. útsýnið er mjög svo margvíslegt. Þó er hvorttveggja þetta innan sama sjón- deildarhringsins og sama lífsins, er allir hafa lifað innan þessa áfanga. Lífsins sem í sjálfu sér er eitt og óskift og ein og sama gangan. Fornt erindi, er lýsir ferli æfinnar segir: “Ljúfur og tregur leið þessa ganga vann”. Er það satt og má við það bæta: Einnig þreyttur og hress, hnugginn og glaður, ungur og aflvána. Alt er innan sama sjónarglersins, sömu litsjáarinnar, þótt sitt virðist hvorum, og það eftir skilji andstæð áhrif hjá þeim eftir því hvað þeir hafa orðið að hafa fyrir augum, eða hvað á þá hefir reynt. Á bak við öll þessi mismunandi viðhorf, er nokkuð það sem sjón voVri dylst, en sem kemur þó í ljós er vér söfnum minningun- um saman. Það er flöturinn ef eg má svo að orði komast, sem útsýnið tekur yfir sem lífið alt hvílir á, hvort heldur vér lítum af fjallsbrúninni ofan í djúpa og þrönga dali eða af hallarþekjunni fram á hafið, eins og varðmaðurinn forni, og sjá- um “ljósin nætur, bjartan stjömuher af hafi rísa og renna aftur í sæ; ráðendur árstíðanna himins björtu hvel.” Þessi flötur, sem vér nefnum svo, sem vér horfum af, er það eðli tilverunnar sem vér fáum ekki frekar skýrt, en köllum það gæði, eða fegurð eða sannleik, og tölum vér þá máli tilfinninganna fremur en skilningsins. Vér finnum þetta þrent, vér þreifum á því, vér sjáum það, en aldrei aðskilið og hvort út af fyrir sig. Gæði, fegurð og sannleikur leynast í öllu sem kemur í ljós hvers efnis sem það er, í söknuði, í fögnuði, í baráttu og í sigri, og það vekur og heldur við í brjóstum vorum elskunni til lífsins. öll elskum vér lífið, vér þráum það, vér leitum þess, og eins og í dæmisögunni fornu, vér seljum aleigu vora til þess að öðlast þá perlu. Og þegar vér tölum um að eignast innihaldsmeira líf, þá er það innihaldsmeira af þessum gæðum, fegurð og sannleika, sem í skauti tilverunn- ar eru falin. Vér getum ekki átt við annað því ekkert annað er til, sem veitt getur því meira innihald. Og Jesús á við þetta og ekkert annað með orðum sínum við lærisveinana, er hann sagði: “Eg er kominn til þess að þér megið öðlast lífið og lífið í enn fyllri mæli.” Það sem hann færði þeim var friður, ást, vinfesta, hug- dirfð og kærleikur, eftir því sem guðspjöll- in^egja oss. “Minn frið gef eg yður, ekki eins og heimurinn gefur gef eg yður hjörtu yðar skelfist eigi né hræðist” — friður ókvíðinn og óttalaus, hugdjarfur friður. Engari frið er þar að finna sem óttinn er annars vegar. “Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann lætur líf sitt fyrir vini sína.” Ást og vinfesta eru þar tengd saman, enda eru líka í eðli sínu óaðskiljanleg. “Hann leit yfir mannfjöldann og kendi í brjósti um hann.” Kærleikurinn sem einn er varan- legur þó von og trú sé þrotin. Þetta er lífið í enn “fyllra mæli”, sem hann átti við. Sökum þess að mennirnir elska lífið, elska þeir hver annan, þeir sækjast eftir samfélagi hver við annan og þeim verður ánægjan meiri en hálf, sem lífið veitir alls sem þeir öðlast, fyrir samleiðina með sam- tíða mönnunum. Altaf bætist þeim eitt- hvað nýtt til yndis og fagnaðar sem veg- ferðin lengist. Innihald æfinnar vex, þeir lifa lífinu í fyllra mæli. Það slær rótum niður í hið ævarandi eðli tilverunnar. 0g minningarnar að efninu til, verða hugsun- in, vitundin og tilfinningin sem felast í orð- unum, “brann ekki hjarta okkar í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum.” Maðurinn eflist, æfin vex að umfeðmi, — hvort sem bætist við tölu daganna eða ekki —,við kynninguna og samfylgdina og það jafnvel þó samleiðin sé ekki lengri en út fyrir borgina, þau sextíu skeiðrúm til nætur þorpsins, þagnar þorpsins lága, út á landsbygðinni. Hið innihaldsríka líf, fæst ekki með samúðarleysi, með því að halda sér fyrir sig, út af fyrir sig, í ókunnug- leik, ef ekki í andstöðu, við sína samferða- menn. Þér kannist öll við sögu Elg-fróða, í Fornaldarsögum Norðurlanda, hálfur dýr og hálfur maður, er lagðist út á mörkina til rána — rændi vegfarendur er ekki ugðu að sér. Dýrið varð aldrei maður en mað- urinn varð dýr, og æfin var ónytju æfi, þó hann fylti hellir sinn af auði. Sökum þessarar einingar lífsins, þessarar teng- ingar sem eg hefi minst á, verður útsýnið pg viðhorfið við merkjasteininn — við áramótin — er vér lítum til baka yfir farin veg, oss öllum auðskilið þó allir hafi ekki alls hins sama að minnast þenna áfangann. Það eru þá fleiri áfangar að baki, er ýmsu hafa við að bæta er bregður fyrir sjónir, ef vér rifjum upp minningarnar frá þessu liðna ári. Vér stöndm á heiðarbrúninni, niðrí djúpum dal, á grænu haglendi við hægt rennandi vötn, eða fram við leyni- voginn “og störum eftir svörtum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum, lætur út á hafið dökkva.” Vér sjáum árið streyma hjá, dagana falla eins og dropa fram úr bergi ofan í móðu tímans. Og vér sjáum á fjarlægum stöðum hið mikla tímans fljót bólgna og breiða sig út eins og ólgandi Þverá, og sópa burtu grænum eyrum og gróður feg- urð og skilja eftir auðn og svarta sanda, leggja héröð og heilar sveitir í rúst. En við þá sýn viljum vér ekki dvelja, eigi vegna þess að umbrot þessi gerast eigi í voru nágrenni, að landbrotin eru eigi í voru landi, heldur vegna hins að athugun slíkrar eyðileggingar orkar svo lítils og hróp og köll og háreysti og fordæmingar mega sín eigi meira en þó vér tækjum hnefafylli af sandi til að stífla vatnavöxt- inn og færa vatnsganginn í fastan farveg. Vér sjáum þokuna rísa upp af hinu ör- dauða hg.fi sem þakið er endalausum ís, ýtast inn firði og dali, stíga upp til fjall- anna, fela himininn og hamla öllu að spretta er breyta vill moldinni í grænan gróður og gefa henni líf og fagra liti. Vér sjáum hina andlegu þoku sem læðist með jörðu eins og illra sending, og óskírir hina daufu götuslóð sem fætur góðvildar hafa lagt húsa á milli um heimsbygðina. En vér sjáum líka að: “Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar: Áfram liggja sporin.” Við þá sýn er indælast að una, er ljóssins her fer sigurför um löndin og sá dagur fer í hönd, fyrr en varir. — Ný bókmenta stefna er risin, er greiðir þeirri sigurför braut. Og hún er risin og hefir náð hámarki sínu, það sem komið er, á þessu ári. Með þeirri skoðun sem hún leggur fram, birtist lífið í nýrri upprisu mynd, að vísu hrjáð, þjakað, sært inn að instu hjartarótum, — krossfest, — en ó- beygt, upprisið, ekki eftir dag á krossinum, heldur eftir langvarandi áratugi, ekki eftir 3 daga í gröfinni heldur strax í dauðanum. Boðskap þessum hafa þjóðirnar tekið fagn- andi. Hann er hreinn og tær eins og heið- loftið, útleggingin allsherjar reynslan, ó- þvinguð, sem allir kannast við. Það er ástin milli mannanna þeirra aumustu er hver styður annann í sameiginlegri eymd, blíðkun hjartalags þeirra síngjörnustu, at- burðimir hversdagslegu, sem krefjast sjálfsprófunar, er leiða andann til sigur- hæða, til fullkomnunar gegnum sársauka og þjáningar, sálar og líkama. Sem áður, eru það Norðurlönd, sem fremst og bezt flytja heiminum þenna boð- skap. Þau hafa jafnan verið innsæ, þar hefir hugur verið nægilegur til þess að standa augliti til auglitis við hið mót- dræga, og láta ekki bugast. Þar hefir það verið tíðkað að sigrast á erfiðleikunum og flýja ekki úr orustu. Höfundur bókar- innar, er náð hefir hástigi þessarar bók- mentastefnu er Finnsk-Sænsk stúlka að nafni Sally Salminen. Kom bókin, er hún nefnir “Katrina”, fyrst út á þessu hausti og þá á níu tungumálum í senn. Hefir henni verið hrósað meir en nokkuru riti öðru er út hefir komið á þessum mannsaldri, er sýnir að menn kannast við lífið í þeirri mynd sem það birtist í þar, og hve fegnir þeir vilja losast við hinar sýktu og myrku sýnir sem brugðið hefir verið upp fyrir þeim af lífinu síðan í ófriðarlok, hve þeir þrá að komast út úr gjörninga þokunni sem villjr sýn til heimkynna næstu nábúa og vina. “Enginn”, segir Selma Lagerlöf, “sem lesið hefir þessa bók til enda, mun iðrast þess, nokkurntíma. Þegar þú að síðustu lokar bókinni, þá finnur þú til meiri og auðugri gleði en áður hefir fylt huga þinn. Þú hefir fundið sterka, sanna, þolinmóða, elskulega og óþreytandi veru sem mann- kyninu öllu er til sæmdar.” Já. “Árdegið kallar: Áfram liggja spor- in.” Það er góðsviti,—það er guðsviti, eins og hinir fornu helgu menn kom- ust að orði. Vér skulum þá þoka viðhorfinu nær oss, líta á það sem aðallega hefir snert vora persónulegu æfi á þessu liðna ári. Fyrir oss flesta munu ytri atburðir æfinn- ar hafa verið svipaðir. ekki við- burðaríkir, — flest með svipuð- um hætti og um undangengin ár, nema þar sem skörð hafa verið höggvin í nákomnasta ættingja og vina hópinn. Þar hefir árið skilið eftir auð sæti, og hefir svo tíðum farið með hvert ár er fram hjá hefir liðið nú í seinni tíð. “Deyr fé deyja frændur.” Vor stóra eftirsjá er ávalt að sam- ferðamönnunum sem burtu hverfa með útrennandi árum Þér saknið þeirra. Eg sakna þeirra allra. Ýmiskonar gæfa og glaðar minningar eru við þá tengdar frá yngri sem efri árum. Þeir eru í myndasafni hinna liðnu ára sem í huga vorum er geymt. Og þegar skuggi þeirra fellur ekki lengur á farin veg og rödd þeirra þagnar þá hljóðnar oss hugur. Vér getum tekið undir með Grími Thomsen og sagt: “Svip þyrping, sækir þing í sinnis- hljóðri borg.” En vér getum líka bætt við fyrra hluta þessa sama erindis, er» vér minnumst þess að þótt gengnir séu úr sýn þá eru þeir fjarri því að vera oss horfnir. “Endurminningin merl- ar æ, í mánasilfri, hvað sem var. yfir hið liðna bregður blæ, blik- andi fjarlægðar.” Og í hinurii “blikanda blæ” og föruneytið enn hið sama fram að brautarenda, frítt, ástríkt og dásamlegt. Um eigin æfi þetta liðna ár, geri eg ráð fyrir, án allrar und- antekningar, getum vér öll sagt nokkuð hið sama og hinn aldni víkingur og göfugmenni, hinn forni landnámsmaður á fslandi, Önundur ófeigsson tréfótur, sagði: Réttum gengur en ranga rennur sæfarinn, ævi fákar um fold og ríki flein hvessanda, þessum. — er þýðir á voru nútíðar máli: Skipið rennur með hraða en æfin gengur “réttum” — leggur til drifs hvað auð og völd snertir. Ber hann þar saman muninn mikla, á gangi skipsins og gangi æfinnar. Æfin leggur til drifs en skipið rennur áfram sem ber hann brott frá “löndum og fjöld frænda” yfir á auðan og ókunnan stað. Saknaðsblandinn tregi er í orð- unum. Hann fann að æfin gekk að undanhaldi en hitt vissi hann ekki að ætt hans yrði ein hin göfugasta í fornri tíð á íslandi. Æfin hefir gengið seina gang en skipið runni^ — skip tímans — sem fyrir hraðbyri. Þetta hefir svo jafnan verið og er eigi um að finnast þetta liðna ár. — En fremur en önundur sjáum vér eigi forlög vor fram, og meðan skip tímans ber oss eigi af leið er eigi um að fást. . Það er þungt hlutverk að ger- ast landnámsmaður, en það er líka yndislegt hlutverk, að fara skapandi hönd um auðnirnar, leita nýrra leiða, nýrra sæva og nýrra sanda, nýrrar þekkingar, nýs sannleika, rækta ferskan gróður í stað feyskins og færa út heimsbygðina efnislega og and- lega. Þess er ei auðið að sporin liggja öll þráðbeint við það starf. Oft verður að hörfa til baka, leita nýrrar yfirkomu, yfir fúa fenin eða beygja fyrir brim og háflæði. “Æfin gengur rétt- um”, en skipið rennur og heldur stefnu. “Svo skal fram meðan rétt horfir”, sögðu hinir gömlu og mér er það orðtak þeirra kært. Svo skal fram. Árdegið kallar: áfram liggja sporin, jafn-„ vel þó slóðin verði ei bein, þar sem um ókunna og óþekta staði er að ræða. Maður lítur f jöllin í f jarska en nálægist þau ekki eftir beinni sjónlínu, og því síður klifar þau. Ef útsýni af þeim á að fást, verður að leita einstiganna upp hlíðarnar, þar til leiðin er fundin að lokum. Þangað til er hurðu læst, og þú “kemst aldrei meðan þú lifir.” — Æfin hlýtur því að ganga “réttum.” Snúum oss þá að því sem framundan er, og eftir megni athugum það. Vér vitum að sú athugun getur hvorki orðið ná- kvæm eða löng, því skamt sjá- um vér fram. Vér stöndum við nýjan merkjastein, við upphaf nýs árs. Vér sjáum hvar veg- urinn heldur áfram en til hins næsta merkjasteins sjáum vér ekki. Vér fáum ekki greint, hvort hann stendur á hæðinni sem blánar fyrir í fjarska eða niður í dalverpinu, hinum megin hæðarinnar fram við hafið. Vér sjáum heldur ekki hvort vegur- inn er 'sléttur eða grýttur, hvort dagleiðirnar verða langar eða skammar, hvort vér ferðumst sem pílagrímar næturinnar við stjörnuljós, eða sem dagfarar um viðhlægjandi héröð. Vér kunnum ekki frá tíðindum að segja, af þessari vegferð fyr en öll er, né atburðum er gerast kunna. Fyrst þetta er nú svo, hvað er það þá, sem vér vitum um þenna næsta áfanga, og hvað er það sem vér sjáum tíl þessa ferða- lags? Verður það ekki næsta lítið eða ekki neitt ? Nei það er ekki svo lítið. Vér vitum og sjáum það sem mestu varðar. Vér vitum að vér höldum á- fram förinni og nemum hér ekki staðar. Tíminn kallar, og vér hlýðum tímans kalli á sama hátt og vér höfum ávalt gert. Vér vitum að oss hlífir hinn sami verndarkraftur, er. varð- veitt hefir oss fram á þenna dag, hvort sem vér nefnum hann, eins og Döbeln, hershöfðingi, “Alvald, bróðir eða sigurgjafa”, eða eins og Jesú frá Nazaret, föður eða Guð. Nöfnin varða engu og eru sjaldnast til annars en að deila um. öll mannkynsæfin sýnir og sannar, frá því fyrsta, að þessi máttur breytist ekki. Hann er samur í dag, í gær og alla daga. Vér vitum að það sem tengir mennina saman, fyrst og fremst, er ást þeirra á lífinu, — því allir elska þeir lífið, en það veitir þeim sameiginlegt viðhorf — og svo, þar næst, ást þeirra hvors til annars. Vér vitum, að það alt er var- anlegt, sem andi mannsins þarf sér til halds og trausts, svo þenna áfangann sem hina förnu. Og loks vitum vér, að enginn lif- ir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér drottni, ef vér deyjum deyj- um vér drottni, svo h’vort heldur sem vér lifum eða deyjum þá er- um vér drottins. Vér vitum að vér eigum góða vini og vér vitum að lífið er í sjálfu sér gott. Með þessa vissu í huga, er oss þá nokkuð að vanbúnaði að heilsa hinu nýrunna ári og halda á veginn? Vér sjáum að ferðin tekst vel. Vér sjáum hinn mikla flokk sem farið hefir líka braut og þessa og vér blessum hann í huganum og æpum með honum fagnaðar og siguróp. Vér viljum fylgja for- dæmi þeirra er sífelt hafa þráð nýja tíð. Fegurð morgunroðans heillar oss. Fram á veginum hyllir undir svo margt. Vér þrá- um að heyra nýtt fossahljóð, heyra nýja sigursöngva, sjá nýja vita brenna! Heilsum árinu! felum alt vort ráð Aldanna konungi, eilífum, ó- sýnilegum, einum Guði. Honum sé vegsemd og dýrð um aldir alda. Amen. Gott og gleðilegt ár, ár vonar, trúar og kærleika! R. P. Samkvæmt opinberum skýrsl- um er aðeins 4% af viðinum sem höggvin er í Bandaríkjunum not- aður til pappírsgerðar. 33% eru notaðar til húsagerðar og húsmuna, en 40% er brent.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.