Heimskringla - 05.01.1938, Side 6

Heimskringla - 05.01.1938, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan krnmnmmwmirmsmssMŒsasffl [ Minningin um hann nú, snerti mig með við- kvæmni. Mér var samt huggun í því, að hugsa 'til þess, að fé hans hafði aldrei verið agn fyrir mig; það gerði því engan mun hvort fjármunir hans voru miklir eða litlir, eg gat friðað sam- vizku mína með því, að hlýða fyrirmælum þess manns sem var forfaðir minn, og sem hafði not- ið svo mikillar ánægju af hinum göfugustu hlið' um mannlegra athafna og lista. “Mér þætti vænt um að heyra um síðustu æfistundir Mr. Glenarms,” mælti eg snögglega. “Hann óskaði eftir að heimsækja þorpið, þar sem hann fæddist, og Bates, sem var eins og fylgdarmaður hans og þjónn, fór með hon- um til Vermont. Hann dó mjög skyndilega og var jarðaður við hlið foður síns í gamla graf- reitnum í þorpinu. Það var snemma í sumar, sem eg sá hann síðast. Eg var að heiman og vissi eigi um fráfall hans fyr en alt var um garð gengið. Bates kom til mín til þess að gera mér skil og skrifa undir hin nauðsynlegu form, svo að hægt væri að opna erfðaskrána og þing- lýsa henni. Það varð að gerast að heimili hins látna og í hans sveit, og fórum við saman til Wabana, sem er stjórnaraðsetur sveitarinnar þar sem Annandale er.” x Eg þagði og horfði út á hafið, sem ætíð hafði seitt mig síðan mig fyrst tók að dreyma um þann heim, sem á bak við það lægi. “Þetta er lítill fengur, Glenarm,” mælti Pickering í huggandi rómi, en eg sneri mér hvat- lega við. “Eg býst við að þér finnist það! Eg býst við að þú sjáir ekkert 1 fari hins aldraða manns, nema peningana hans; en eg gef ekki túskilding fyrir það hvort eg fæ nokkuð eftir hann eða ekki neitt. Eg hlýddi aldrei óskum afa míns meðan hann lifði, en nú þegar hann er dáinn, er síðasta ósk hans mér heilög skylda. Eg ætla út þangað og dvelja þar árlangt þótt það drepi mig. Skilurðu það?” “Hump! Þú varst ætíð óhemja,” mælti hann illhreysingslega. “Eð býst við að best sé fyrir okkur að láta hinn mjög innilega kunn- ingsskap okkar vera innan takmarka viðskift- anna. Ef þú gengur að ákvörðun erfðaskrár- innar-----” “Auðvitað geri eg það. Heldurðu að eg ætli mér að gera nokkuð uppþot og neita að uppfylla óskir gamla mannsins! Eg bakaði hon- um nógu margt mótlætið, þótt eg hryggi hann ekki í gröfinni. Eg býst við að þú vildir helst að eg höfðaði mál. En þar mun eg bregðast von- um þínum.” Hann sagði ekkert, en lék sér að ritblýinu og aldrei hafði mér fallið hann eins hjartanlega illa og nú. Honum leið svo vel og eins og hjúfr- aði sig inn í öryggið og þægindin. Skrifstofan hans eins og andaði frá sér velmegun og auð- legð. Eg vildi sem fyrst ljúka erindinu og kom- ast brott. “Eg býst við að loftslagið þar úti sé ekki sem hollast. Hvernig er málarían þar?” “Ó, loftslagið þar er nógu gott. Það eru meira að segja heilmargir sumarbústaðir við Annandale vatnið. Það er álitið mjög heilnæmt að vera þar. Eg held ekki að afi þinn hafi óskað þér feigðar er hann sendi þig þangað.” “Nei, eg býst við að hann hafi haldið að þetta geri mann úr mér. Á eg að sjá mér sjálfur fyrir fæði. Eg má þó líklega éta?” “Bates getur matreitt handa þér. Hann sér um vistirnar. Eg mun gera honum aðvart að hlýðnast þér. Eg býst ekki við að þú hafir marga gesti. f raun og veru-----” Hann horfði á handarbökin sín — “Þótt afi þinn banni það ekki, þá býst eg við, að hann hafi aldrei ætlast til, að þú umkringdir þig með-----” “Með háværum félögum,” bætti eg við fyrir hann háðslega. “Nei Mr. Pickering. Framferði mitt skal vera fyrirmynd.” Hann greip upp blað, sem eitthvað var vél- ritað á. Það var viðurkenning þess, að eg samþykti erfðaskrána. Hefði Pickering út- búið það áður en eg kom, ef svo færi að eg gengi að skilmálunum. Mér gramdist þetta, því að mér féll aldrei að aðrir legðu niður ráðin fyrir mig fyrirfram, og hafði það oft hvatt mig til að bregðast vonum þeirra, og gera margt, sem eg annars hefði ógert látið. Pickering kallaði á þjón til að vera vitni að undirskrift minni. “Hvenær flytur þú út, eg verð að vottfesta það?” spurði hann. “Eg mun leggja af stað til Indiana á morg- un,” svaraði eg. "Þú lætur það ekki bíða,” mælti hann og braut vandlega saman blaðið, sem eg hafði und- irskrifað. “Eg hafði vonað að þú borðaðir mið- dagsmat með mér, áður en þú færir, en eg býst við að New York sé heldur daufur staður borið saman við kaffihúsin og bazarana í aust- urlöndum. “Þessi sletta um ferðalag mitt gerði mig reiðan á ný; því að þetta var mér sérstaklega viðkvæmt mál. Eg var nú tuttugu ög sjö ára gamall og hafði eytt öllum föðurarfi mínum; eg hafði étið brauð hjá mörgum þjóðum og var nú dæmdur til að eyða heilu ári, til þess að fá arfinn eftir afa minn. Er eg stóð á fætur mælti Pickering: “Það er nóg ef þú hripar mér línu, segjum einu sinni í mánuði, til þess að láta mig vita, að þú sért þar. Pósthúsið er í Annandale.” “Eg býst við að eg gæti skilið eftir fáein bréfspjöld á pósthúsinu og látið sénda þér eitt þeirra við og við.” “Það getur þú vel gert,” svaraði hann ró- lega. “Við hittumst kannske aftur ef eg dey ekki úr hungri eða leiðindum, og vertu nú sæll.” Við kvöddumst með handabandi mjög óvin- gjamlega og eg fór svo niður í lyftivélinni, sem full var af ófrjálsum og áhyggjufullum mönn- um. Eg, að minsta kosti, hafði engar áhyggjur um peninga mál. Mér mátti standa á sama hvort markaðurinn steig eða féll á kauphöllinni. Dálítill neisti of æfintýralönguninni, sem hafði orðið mér til hrösunar, blossaði upp er eg gekk eftir hinu fjölfama Breiðastærti, framhjá þrenningar kirkjunni og inn í banka og fékk þar útborgaðan afganginn af ferðaávísunum mín- um. Fékk eg þar eitthvað um þúsund dali í peningum. Er eg sneri mér frá glugga gjaldkerans, þá féll eg næstum í fangið á manni, sem eg hafði sízt búist við að hitta þar. Við skulum minnast þess að þetta var í október, það herrans ár nítján hundruð og eitt. II. Kapítuli Nýtt andlit. “Nefndu mig ekki á nafn ef þú elskar mig!” sagði Laurence Donovan og dró mig til hliðar, en ekki tók hann í útrétta hendi mína og lét á allan hátt eins og við værum aðeins mál- kunnugir, og hefðum nýlega sézt, sem var fjarri sanni; því að síðast höfðum við skilið í Cairo. “Allah il Allah!” Þetta var áreiðanlega Larry. Mér fanst eg finna brunahita eyðimerkurinnar, heyra úlfalda rekana formæla og sjá leiðsögumennina í Súdan brugga okkur samsæri hjá einum glugganum langt í burtu. “Jæja, þá!” mæltum við báðir í senn í spyrjandi rómi. Hann vaggaði sér hægt fram og aftur með hendurnar í vösunum á gólfi bank- ans. Eg hafði séð hann standa þannig, þegar hann hafði ekki fengið neitt að éta í f jóra daga. Það var í Abyssiníu og höfðu þá leiðsögumenn okkar vilst frá okkur í hinum versta stað, sem hægt var að hugsa sér. Var hann þá eins á- hyggjulaus og nú. “Blessaður Jack — láttu enga undrun né ótta á þér sjá hvað sem þér líður,” mælti hann með hinum yndislegu áherslum sínum. “Eg sá náunga vera að svipast um eftir mér, eins og fyrir einni stundu síðan. Hann hefir verið að því um nokkra mánuði. Af því stafar að eg er nú staddur á ströndum hinna hraustu og frjálsu. Hann er sjálfsagt ennþá að horfa, því að hann er þrálátur skolli. Eg er hér eins og að orði mætti kveða undir gerfinafni. Eg á heima í matsöluhúsi einu í austurbænum og mun eg ekki bjóða þér þangað heim, en einhverstaðar verð eg að hitta þig.” “Borðaðu með mér í Sherrys-------” “Of stórt, of margt fólk----” “f því felst öryggin sért þú í vandræðum eða í felum. Eg er nú í þann veginn að fara í útlegð, og áður en það verður vildi eg gjama éta almennilegan mat.” “Það væri kannske best. En hvert ætlar þú nú. Ekki þó til Afríku?” “Nei, bara til Indíana, eins af þessum kon- unglegu, amerísku ríkjum, eins og þú hlýtur að vita.” “Indíánar?” “Nei, það er ábyrgst að þeir séu allir dauð- ir.” “Ferðu með hestalest, flugbát, bifreið eða á úlföldum?” “f steindri og fágaðri jámbrautarlest. Það er auðvelt. Vandræðin felast ekki í því, að kom- ast þangað, heldur í hinu að drepast ekki úr leiðindum þegar þú ert þangað kominn.” “Það er svo. En hvenær borðum við ?” “Klukkan sjö. Hittu mig við dymar.” “Ef eg er þá laus! En leyfðu mér nú að fara á undan þér út um dymar, og gerðu svo vel að fylgja mér ekki eftir þegar við komum út á strætið.” Hann gekk í burtu, með hanska klæddar hendumar fyrir aftan bakið. Eg beið þangað til hann var kominn í hvarf og því næst fór eg inn í strætisvagninn. Eg hitti Laurance Donovan í Constantin- opel í kaffihúsi einu, þar sem eg var að borða. Honum lenti saman við Englending einn og sló hann niður. Mér kom það ekkert við, en mér leist vel á hversu auðveldlegan og ákveðinn hátt, að Larry bar af andstæðing sínum og síðar komst eg að því, að þetta var eiginleiki hans. Englendingurinn vildi ekkert ílt, en honum var ókunnugt um hversu innilega Larry fann til með hinum ógæfusama fra. Fyrst eftir að við kyntumst stældi eg við hann um þetta, en brátt lærði eg betri siði. Hann sneri mér alveg á sitt mál hvað snerti írsku málefnin, og gerðist eg jafn heitur talsmaður honum hvað það snerti, að klofnir hausar voru eina ráðið til þess að endurreisa hinn forna rétt írlands. Vinur minn, ameríski alræðismaðurinn í Constantinopel var glaðlyndur og fékk eg hann auðveldlega á mál Larrys. Englendinginn þyrsti í hefnd og ákallaði öll máttarvöld sér til stuðnings. Eins og satt var, hélt hann því fram, að Larry væri brezkur þegn, og því hefði bandaríkja ræðismaðurinn engan rétt til að skjóta yfir hann skjólshúsi; skilst mér það vera staðreynd, sem staðfest væri af öllum lög- um og rétti. Larry hélt því hinsvegar fram, að hann væri ekki enskur, heldur írskur, og þar sem sitt land hefði engan sendiherra þar í bæ, þá mátti hann leita sér hælis hvar sem sér sýndist og það væri falt. Varði hann mál sitt af sinni venjulegu snild og með hjálp hins ameríska ræðismanns, komum við honnm und- an. Það var ekki fyr en síðar að eg vissi um aðal grínið í þessu máli. Larry var fæddur á Englandi og hin írska ættjarðarást hans var sporttin af æstum tilfinningum og bardaga löngun. Auðvitað höfðu forfeður hans, endur fyrir löngu komið frá frlandi, og þegar Larry óx fiskur um hrygg meira en vitsmunir, þá flutti hann frá Oxford háskólanum og vildi útskrifast frá Dublin. Á þeim árum gekk hann í lið með hinum mestu æsingja mönnum, er kröfðust að- skilnaðar frlands og Englands og lenti í upp- þotum og oft og tíðum í mánaðar fangelsi. En hann var að eðlisfari námsmaður og tók ágætis einkunnir frá háskólanum, 22 ára að aldri, lauk hann því námi og fór út í heiminn, sem honum féll fjarskalega vel. Faðir hans var starfsmað- ur mikill og átti aðra sonu; hann gaf Larry fé og sagði honum að halda sig í burtu frá heim- ilinu, þangað til hann gæti hagað sér eins og alminlegur maður. Frá Constantinopel héldum við því af stað og ferðuðumst um Evrópu, og fórum síðan yfir Miðjarðarhafið til þess að leita að kjötpottum horfinna konungsríkja og eydd- um í það þrem dögum. Við skildum svo í Cairo hinir bestu vinir. Hann sneri heim til Englands og síðar til síns ástkæra írlands, því að hann hafði sungið með fjálgleika miklum írska söngva er útlitið var sem ískyggilegast fyrir okkur, og aldrei gleymt “írskri mold”, eins og hann orðaði það — um hið nýja fósturland sitt. Larry var hið mesta snyrtimenni. Hann kom því á mótið við mig prúðbúinn. Framkoma hans var róleg til baka haldandi og kom illa heim við uppreistareðli hans. Þar sem við sát- um að snæðingi í Sherrys-matsöluhöllinni, þá vorum við, þótt eg segi sjálfur frá, all-álitlegir .menn. Við vorum báðir, ef eg má minnast á sjálfan mig í þessu sambandi — dálítið undir meðal hæð, stæltir, skjótir til og ágætlega þjálf- aðir. Báðir vorum við grannleitir, nauðrakaðir og útiteknir, hafði eg fengið þann lit nýlega á sjóferðinni heim. Larry hafði aldrei verið fyr í Ameríku, og var því alt umhverfið fyrir sjónum beggja okk- ar nýtt og töfrandi. Eg hafði ætíð haldið því fram í samræðum við Larry, að Ameríkumenn væru laglegastir og bezt vaxnir allra manna í heimi, og eg held að hann hafi sannfærst um sannleika þeirrar staðhæfingar, er við sátum og horfðum á hinn fríða flokk, er safnaðist þar inn í kaffihúsið. Ljósin, hljóðfæraslátturinn, marg- breytnin í búningum kvenfólksins og hin mörgu útlendu andlit, varpaði eins og töfrakend yfir tilfinningar manna, sem um langa hríð höfðu átt við örðugleika að búa og harðrétti á útkjálkum hnattarins. “Segðu mér nú söguna,” sagði eg. “Hefir þú myrt nokkurn eða framið föðurlandssvik?” “Það var leiguliða uppþot í Galway og eg rotaði lögregluþjón. Eg meiddi hann býsna mikið, er eg viss um. Eg var í felum í hálfan mánuð, fékk far til Queenstown, og hér er eg nú að bíða eftir tækifæri til að komast á “írska mold” án þess að verða fluttur þangað í járn- um.” “Þú varst vissulega fæddur til að verða hengdur, Larry. Það væri best fyrir þig að bíða við hér í Ameríku. Hér er meira rúm en nokk- urstaðar annarstaðar, og það er eigi auðvelt að handsama mann hér í landi og flytja hann burt.” “Það getur vel verið, en samt er lítið næðið. Horfðu bara á rjóðleita herramanninn til hægri við borðið, þar sem fjórir sitja—þann er situr næst konunni í ljósrauða kjólnum. Þér þætti kannske gaman að vita að hann er brezki ræðismaðurinn.” “Það er gaman að heyra, en ekki mjög þýð- ingarmikið. Þú lætur þér þó ekki detta í hug-----” “Að hann sé að líta eftir mér? Nei, nei. En hann hefir nafnið mitt vafalaust á bókum sínum. Leynilögregluþjónninn, sem er að elta mig er fremur sljór; hann misti af mér í morg- un þegar við töluðum saman í bankanum. Síð- an elti eg hann að ræðismannahúsinu. Nei, þakka þér fyrir, engan meiri fisk. Látum oss gleyma áhyggjunum. Eg verð aldrei hengdur; og þar sem eg er pólitískur afbrotamaður efast eg um, hvort hægt sé að taka mig fastan hér.” Hann horfði á froðuna í glasinu sínu eins og í draumi þar sem hann hélt því í vel hirtum grönnu fingrunum. “En segðu mér um fortíð og framtíðarhorfur þínar sjálfs,” mælti hann. Eg sagði honum söguna um afa minn og erfðina í eins fáum orðum og auðið var. Því að stuttorðir og gagnorðir höfðum við vanið okkur á að vera. “Þú segir í eitt ár, og þarft ekkert að gera nema að halda að þér höndum og bíða. Mér finst það ekki svo dásamlegt. Eg held að eg vildi heldur vera án peninganna. “En eg ætla að starfa. Eg skulda minningu afa míns það að eitthvað verði úr mér, ef nokkuð er þá til í mér.” “Þetta sæmir þér vel Glenarm,” sagði hann háðlega. “Hvað sérð þú — draug?” Eg hlýt að hafa starað; því að eg sá Arthur Pickering eitthvað tæp tuttugu fet frá mér. — Eitthvað um 6 manns höfðu staðið á fætur og rétt fyrir utan hópinn sá eg Pickering og stúlku eina, rétt sem snöggvast. Hún var ung. Hin lang yngsta þar við borð Pickerings. Unglingsblærinn á henni hefir kannske komið skýrar í Ijós fyrir samanburð- inn á henni og honum, því að hann var þung- lamalegur í vexti og feitur. Hún var svartklædd með hvítt í kring um háls og úlnliði. Var það látlaus búningur saman borinn við hitt kven- fólkið. þar sem ein bar af annari að skrautlegum klæðum. Hún hafði mist blævænginn sinn, og Pickering beygði sig niður til að ná honum. Þetta augnablik, sem hún beið leit hún hirðu- leysislega á mig og augu okkar mættust sem snöggvast. Ef til vill var hún systir Pickerings og reyndi eg að muna eftir f jölskyldu hans, sem eg hafði þekt í æsku, en ekki gat eg munað eftir henni — þessari beinvöxnu stúlku, frjáls- legri og yndislegri, en samt bar hún sig tigulega og var göfugleg í framkomu og glitraði gull- bjart hárið undir svartri húfunni. Er hún leit á mig sá eg að augu hennar voru hin raunalegustu og fegurstu augu, sem eg hafði séð, og jafnvel í þessu skrautlega sam- kvæmi fann eg til áhrifa þeirra. Þau festust mér í minni, sorgmædd, dreymandi og raunaleg. Eg var svo utan við mig, að eg gleymdi Larry. “Þú afskiftir mig,” mælti hann rólega. “Eru þetta vinir þínir?” “Þessi þrekni náungi í fararbroddinum er Pickering, vinur minn,” svaraði eg, og hann leit til hliðar. “Já, ekki bjóst eg við að þú værir að horfa á stúlkuna,” svaraði hann þurlega. “Mér þykir fyrir að eg gat ekki séð hann. Svei, þessir menn!” Eg hló kæruleysislega, en eg var að rekja í minni mínu upp fyrir mér öll atriðin um svart- klæddu stúlkuna. Alvarlega andlitið, raunalegu augun og gullslitinn á hárinu hennar. Pickering fann vissulega skemtilega staði í þessum tára- dal og mér sárgramdist við hann. Það er gremjulegt að sjá annan mann sigra þar sem maður hefir sjálfur tapað! “Því gerðir þú mig ekki kunnugan honum. Mér þætti vænt um að kynnast fáeinum þess- ara heldri manna hér í álfu. Það gæti komið sér vel ef eg þyrfti fangelsis ábyrgð.” “Pickering sá mig nú ekki í fyrsta lagi, og svo í öðru lagi mundi hann hvorki ábyrgjast þig né mig. Hann er ekki þannig gerður.” Larry brosti háðslega. “Þú þarft ekki að útskýra þetta frekar. Þú ert allur á nálum yfir að sjá þessa stúlku. Hún minnir mig á hendinguna hjá Tennyson: “Sem stjörnur stafi sorg úr ódauðleéum augum” — og það sem á eftir fer ætti að vera þér að- vörun — margir brugðu hjör og hnigu, og eymdin ætíð fylgdi ferli hennar. Svei þessar konur. Eg hélt að þú værir upp úr öllu þessu vaxinn!” “Eg sé nú ekki því það ætti að vera, þar sem eg er ekki nema 27 ára gamall. En hvað varð af þessari írsku blómarós, sem þú varst ruglaður í. Eg man að helsta fegurðar ein- kennið var stutt efri vör. Þú neyddir mig oft til að heyra um hana, þegar við vorum í Afríku.” “Hump! Þegar eg kom aftur til Dyblinnar reyndist hún að hafa gifst syni bjórbruggara — að hugsa sér slíkt.” “Treystu aldrei stuttri efri vör. Eg treysti henni aldrei.” “Þetta dugar nú. Þákka þér fyrir. Þú segir að afi þinn hafi dáið í júní. Bréfið, sem flutti þér fréttina kom þér í hendur í Neapel í október. Hefir þér ekki dottið í hug, að það sé nokkuð langur tími. Hvað var skiftaráðandinn að gera allan þann tíma, má eg spyrja? Þér er óhætt að trúa því, að hann tók tækifærið á meðan, til að líta eftir hinu rauða, rauða gulli. Eg býst ekki við að þú hafir spurt hann í þaul hvernig á þessum drætti stóð ?” Hann horfði á mig með fyrirlitningu vegna heimsku minnar, og það hefir enginn gert nema hann.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.