Heimskringla - 05.01.1938, Síða 7

Heimskringla - 05.01.1938, Síða 7
WINNIPEG, 5. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA FRIÐARMÁL—OG PENINGAR Eftir Jak. J. Norman I. Almenningur stendur varnar- laus gagnvart mannvígum og peningum. Vita ekki að tugir hundraða, hálaunaðra menta- manna sitja við að reikna út stríðsgróða þeirrar fámennu stéttar sem til styrjaldanna stofna. Ekki í einu landi og ein- stöku sinnum, heldur í öllum löndum* og alla jafna. Pening- arnir! Þessi meinleysislegu grey. Ýmist kringlóttar málmplötur úr ýmislegu efni, eða ferhyrndir bréfmiðar allavega litir, með allavega tölustöfum, og allavega mannamyndum og rósaverki! — Þessir meinleysingjar eru látnir segja strax til, þegar menn hafa atvinnu, og þar af leiðandi eitt- hvað í sig og á, sömuleiðis húsa- skjól, o. s. frv. Það þarf engin að undra sig á þó fólk eigi bágt með að skilja það: að peningar eru, hafa verið, og verða, aðal orsök til allra stríða og yfirleitt til allrar óhamingju mannkyns- ins, sem er “fram yfir óham- ingju apanna”! Það er með peningana gagn- vart mannlegu lífi, líkt á komið og með djöfulinn, gagnvart trú- arbrögðunum. Þorsteinn Erlings- * ísland og einstaka smá- þjóð undan skilin. son spáði því fyrir tugum ára, að sá tími mundi koma að mann- kynið “þyrfti ekki á helvíti að halda”. Geigvænlegustu helvítin eru stríðin. Sömuleiðis mestu gróðafyrirtæki þessa heims, á peningalegan mælikvarða. Hér styður hvað annað. Þegar djöf- uljinn er útlægur úr trúarbrögð- unum eða umbreyttur í góðan möguleika, “eða Guð”, eru hel- vítin úr sögunni. Hið sama gild- ir með peningana. Þegar þeir eru úr sögunni, eða snúið upp í góðan möguleika, eins og social cerdit stefnan virðist hafa góðan vilja á að gera, þá eru stríðin úr sögunni, og sömuleiðis öll önnur óhamingja mannkynsins — að meðtaldri óhamingju apanna. Það er furðu eftirtektavert, að þrír merkustu íslendingar sem uppi hafa verið að fornu og nýju (sbr. umsögn margra merkra og lærðra manna), skuli allir hafa varið kröftum sínum og lífi til þess að mannkynið “þurfi ekki á helvíti að halda”. Sömuleiðis áttu þessir þremenningar sam- merkt í almenningsálitinu, um skeið að minsta kosti, að vera taldir guðleysingjar, ef ekki ann- að verra — og má það, máske, til sanns vegar færa, þannig: að þeir hafi “gleymst guði” á með- an þeir voru að gera hans vilja. Hér er átt við stórskáldin Stephan G., Þorstein Erlingsson og heimspekinginn dr. Helga Péturss. Yfirleitt hafa allir góðvitrustu menn, allra alda og þjóða, þekst á því að þeir hafa allir viljað af- nema djöfulinn og helvíti úr trú- INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur........................;......Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge........................Magnúg Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe................................... Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale.............................ólafur Hallsson Foam Lake...............................John Janusson Gimli....................................K. Kjernested Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro................................ G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal Hove............................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................ Keewatin..............................Sigm. Björnsson Kristnes................................Rósm. Ámason Langruth...............................—B. Eyjólfsson Leslie............................... Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð Mozart.................................. Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview......................................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.........................................Árni Pálsson Riverton.........................................Björn Hjörleifsson Selkirk............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill.........................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Eicarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis........................... Ingí Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.................................. I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National Ci'ty, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Limited Winnipeg Manitoba arbrögðunum, og stríðin og Mammon úr stjórnarfarinu. Flest skáld allra alda, hafa . kveðið svo um Mammon, sem um djöful væri að ræða; en aldrei áttað sig á því, frekar en prest- arnir, að sá djöfull yrði að rýma sæti — sálmasögvar og níðkvæði voru þýðingarlaus náðarmeðöl. Bara gerðu karlinn geðvondan og verri. II. Nálega allir sem eg hefi átt tal við, í síðast liðin 20 ár, hafa talið afnám peninga firrur einar, að örfáum undanteknum. Sagt peninga vera bráðnauðsynlega öllu mannlegu lífsuppeldi. Talið prósenturnar of háar og óþarfar. En gá ekki að hinu, að peningar eru fyrst og fremst til fyrir pró- senturnar. Og þá eru bankarnir komnir til sögunnar, sem að hafa einka rétt á seðlaútgáfu þjóð- anna og annari peninga sláttu. Þegar stóriðnaðor auðfélaganna gefur ekki af sér ákveðnar pró- sentur, er verkstæðunum lokað, ef verkalýðurinn gerir sig ekki ánægðann með fallandi kaup- taxta. Hinir ráðvöndu verka- menn ganga iðjulausir, eyða sparifé sínu, tapa eignum sínum og svelta. Um síðir skaffar land- stjórn og borgarráð hinum svelt- andi atorkumönnum hungur- brauð. Bankarnir lokast fyrir öllum nema stóreignamönnum. Afurðir bóndans falla um þúsund prósent. Og þá er kreppan skoll- in yfir, sem hagfræðingar land- stjórnanna og auðfélaganna botna ekkert í! Þar sem allar vörugeymslur eru alskipaðar öll- um upphugsanlegum lífsnauð- synjum, en verkalýðurinn geng- ur vinnulaus, hungraður og klæðlaus. Og bóndinn eignarú- inn, afurðasvikinn ,klæðlaus og soltinn í Þessir háu herrar, hag- fræðingarnir, telja aðal ástæð- una fyrir þessu neyðar ástandi þá, að þjóðirnar séu ekki enn búnar að læra að færa fram- leiðsluna, eða lífsnauðsynjamar til, eða á þá staði sem þeirra væri þörf. • III. Hér er það sem social credit kemur til sögunnar, með því að borga hverjum einstakling 25. dali á mánuði, eins og Aberhart stjórnin í Alberta-fylki ætlar sér að gera, með sínum eigin social credit peningum, opnast ný leið innan fylkis, til þess að “færa til” segjum $10,000,000, tíu miljóna virði lífsnauðsynja á mánuði, á þá staði í fylkinu sem þeirra væri þörf. Þegar maður íhugar þetta tilfærslu spursmál hagfræðinganna, sem alt á að velta á, eftir þeirra sögu- sögn, verður manni að spyrja hvort samgöngur og flutnings- tæki séu í svo slæmu ástandi nú á dögum, að þetta geti ekki borið sig, eða hvort þjóðirnar hafi nú ekki lengur vit til að brúka þessi flutningsfæri, sem þær hafa sjálfar búið til, einmitt til þess- arar þarfar. Að færa hlutina til? Eg ætla að biðja lesarann að svara þessri spumingu sjálf- an. En þá er að hinu að gá, að forðabúrin eru alskipuð, en verkamennirnir vinnulausir og hungraðir. Hvernig stendur á þessu? — Verkamennirnir eru vinnulausir, sökum þess að forðabúrin eru full. Og þeir eru hungraðir af því þeir hafa ekki peninga til að borða, eða út- leysa forðann sem þeir eru þeg- ar búnir að framleiða. Við sjá- um nú að það er ekki flutnings- tækjunum að kenna, aðl varan eða lífsnauðsynjarnar eru ekki færðar á þá staði sem þeirra er þörfin mest. Heldur hinu, að auðfélögin og bankarnir, sem segjast eiga framleiðsluna, vilja ekki gefa bændum og verka- mönnum social credit. IV. Nú skyldi maður ímynda sér, þegar bankamir neita að gefa J þjóðinni social credit sér til lífs- ; bjargar, að þá ætti að vera kom- ið til kasta stjórnarinnar, að taka málið í sínar hendur? Ekki upp á gamla móðin, að knékrjúpa bönkunum og sökkva þjóðinni enn dýpra í skuldafenið, heldur gefa út þjóðlega social credit peninga, sem væru máttugir til að losa lásana frá forðabúrum þjóðarinnar, seðja hungur henn- ar og klæðleysi og skaffa öllum ♦rnönnum vinnufærum, heiðarlega atvinnu. Þeir sem eru ekki fróð- ari í stjórnmálum en eg er, álíta í einlægni að það sem nú var sagt, sé í sannleika fyrst og aðal skylda allra lýðstjórna þessarar jarðar, og ætti undantekningar- laust að sitja í fyrirrúmi — her- útbúnaðar og eitur nautna o. s. frv. Og mikið má canadiska þjóð- in vera sokkin djúpt í heimsku- fen hins djöfullega kúgunar vana, ef hún getur trúað því og samsint það með atkvæði sínu, að það séu landráð sem fylkis- stjórnin í Alberta er að fremja, með því að gera ítrekaðar til- raunir til að stefna peningamál- um fylkisins svo til sjálfsbjarg- ar úrslita, að hvorki stjórnin né þjóðin þurfi að knékrjúpa bönk- unum í framtíðinni, sér til lífs- bjargar. V. Flestir munu telja peninga, ekki síður nauðsynlega en trúar- brögðin, og er það ekkert furðu- legt, þar sem hvorttveggja hafa verið aðal leiðtogar mannkyns- ins frá ómuna tíð. Þeir sem vitr- astir eru segja að það sé mis- brúkun peninganna sem meinun- um valdi. Og er það rétt. En er nokkur ástæða til að ímynda sér, að það sem frá upphafi vega sinna hefir orðið mannkyninu til hinnar mestu bölvunar, og altaf vaxandi — fari nú á næstunni að skifta um ham og verða mannkyninu til blessunar ? Þetta getur ekki átt sér stað; að minsta kosti ekki fyr en búið er að umskapa hinn illa djöful trú- arbragðanna — í góðan guð — og um leið eru trúarbrögðin úr sögunni. — Þegar misbrúkun peninganna er lokið, þá eru pen- ingarnir sömuleiðis úr sögunni, sem píslartæki. — öll viðskifti manna á milli, verða þá social Credit, á meðan að mannkynið vill halda reikning á því sem það þarf sér til lífsviðurværis. Sú eina byrjunár tilraun sem gerð hefir verið og miðaði að því að afnema misbrúkun peninganna, og snúa þeim í lífvænlegan möguleika, var gerð af Aber- hart stjórninni í Alberta, en ó- gilt að mestu leyti, af sambands- stjórninni. ‘ Svo maður sér, að það er við ramman reip að draga að afnema misbrúkun pening- anna sem vonlegt er, þar sem peningavaldið byggist algerlega á misbrúkun þeirra. Og þarf varla að minna menn á herútbún- að, þjóðamorð og hungurkreppu — sem er nú a dögum mest á- berandi misbrúkun peninganna. VI. Píslartæki eru þeir peningar, sem að átt er við, þegar talað er um það afl, eða vald, “sem steyp- ir mannkyninu fram af glötunar- stapa styrjaldanna”. Og plágu má nefna þá peninga sem brúk- aðir eru til að hefta eða kreppa alla framsókn þjóðanna á þeim sviðum sem miða til sjálfs- bjargar, sjálfstæðis og mann- dóms. Það er bæði fróðlegt og nauðsynlegt að brjóta þessi pen- ingamál svo til mergjar, að skiln- ingur og þekking kæmi þar í stað skilningsleysis og fáfræði. En því til sönnunar að pening- ar þýði það sem hér að framan hefir verið sagt, og þurfi að hverfa úr mannheimi, sem stjórnandi ofurvald, set eg hér í næsta kafla dæmi, sem hver og einn getur reiknað sjálfur,þó óreikningsfróður sé; um útkom- una efast eg ekki, og veit að hún getur ekki orðið nema á einn veg. Framh. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni á skrifstofu kl. 10—ir f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Aimast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæiim. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 Á FIMTÍU ÁRA AFMÆLI Frh. frá 3. bls. alt ungt fólk — siðferðislega og heilsufræðislega nauðsynlegt. — Fyrir kristið fólk — ágæt einka- réttindi. Og viturlegt er bindindi fyrir alla. f nafni stórstúkunnar og allra embættisbræðra og systra henn- ar, færi eg ykkur blessunar ósk- ir, á ykkar heiðursdegi. Vona eg og óska, að þetta nýbyrjaða tímabil færi okkur öllum nýtt líf, og nýja krafta til að vinna meira fyrir sanna gleði, svo við verð- um okkur sjálfum til gagns, og öðrum til hjálpar. í trú, von og kærleika, A. S. Bardal, stórtemplar. Axel V. Tulinius látinn Axel V. Tulinius, fyrrum for- tjóri Sjóvátryggingarfélags ís- lands, lézt í gær í Kaupmanna- höfn. Hafði hann átt við vanheilsu að stríða undanfarið og hafði dvalið í Kaupmannahöfn síðustu mánuðina.—Alþbl. 9. des. EF ÞÉR ÞJÁIST AF GIGT klippið petta rn 75c askja ókeypis ttl sjúklinga. Austwr í Syracuse í New York fanst meðal Sem hundruðir sjúkling-a segja að "velti ágætis bata.” Mörg dæmi eru sögð af skjótum bata, eftir fárra daga notkun Þessa lyfs, ier alt annað hafði reynst gagnslaust. Meðalið hreinsar burtu eitur sitíflur í líkamanum með því, að það verkar á lifrina og eykur gallrenslið sem aftur losar úr innýflunum óhreinindi, jafnframt I þvf sem það verkar á móti þvag-sýru og ! kalk-söltum sem hefta eðlilega blóðrás, : raska verkun nýrnanna, er leiðir af sér ! stirðr\un og bólgu, etc. prautir og sár- indi virðast oftast hjaðna og að engu verða. MeSal þetta er í fyrstu var komið á framfæri af Mr. Delano, er svo gott, að sonur hans hefir seitt upp skrifstofu i Canada og óskar eftir að allir Canadiskir sjúklingar er þjást af gigt geti fengið 75c öskju af þvi til þess að reyna hvað það gerir—áður en þelr leggja út fyrir það einn eyri. Mr. Delano segir: “Til þess að lækna gigt hvað þrálát, 111 eða gömul sem hún er, og jafnvel eftir að allar lækninga tilraunir hafa brugðisf skal eg senda yður, ef þér hafið ekki áður reynt þetta lyf, 75c öskju á fullri atærð, ef þér klippið úr þessa auglýsingu og sendið hana til min ásamt nafni yðar og heim- ilisfangi. Ef þér svo viljið, megið þér láta lOc atamp fylgja sem borgun upp f umbúðir og burðargjald.” Skrifið F. H. Delano, 1802-S Mutual Life Bldg., 455 Craig St. W., Montreal, Ctanada. Eg get aðeins sent edna öskju á sama heimili. ÓKEYPIS 1” • EYÐANDI G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Coníederation Life Bldg. Talsfmi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrlfatofur að GimU og eru þar að hdtta, fyrsta miðvikuda* f hverjum mánuðt. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl 1 viðlögum Viítalstímar kl. 2—4 «. k. 7—8 að kveldinu Simi 80 857 666 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat nm útfar- lr. Allur útbúnaður sá beeti. _ Enníremur eelur hann alUkooar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIFEO Dr. S. J. Johannesion 818 Sherbum Street Talsiml 80 877 VlOtalstími kl. 8—5 e. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physlclan and Surgpeon 264 Hargrave (opp. Elaton's) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 054 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets 8c Funeral Designs lcelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watche* Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR T ANNLÆKNIM 212 Curry Bldg., Winnlpeg Oegnt póethúslnu Simi: 66 216 Heimilit: ti tu J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inmranee and Financial Agents Slml: 94 221 M« PARIB BLDQ.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennarl * Kenslustofa: 701 Victor St. Slmi 89 535 Omcs Phoni 87 293 Ris. Pnoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 1M MKDICAL ARTS BUTLDINQ Oittci Hotma: 12-1 4 r.M. - « r.u. 4ND BT APPOINTXBNT

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.