Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA vestur-íslenzka. í ávarpsorðum sínum, þegar hann tók við ritstjórninni (“Til lesenda”), fórust ólafi, meðal annars, þannig orð, og lýsa þau honum vel: “Þó eg sé fæddur'og uppalinn hér í landi, og sé Vest- ur-íslendingur í húð og hár, ann eg þó öllu sem íslenzkt er, engu síður en ef eg væri Austur-ís- lendingur. Vænt þykir mér að vísu um enska þjóð, ensk skáld og enskar bókmentir, — en þó vænna um íslenzk skáld og ís- lenzkar bókmentir. Þetta hefir náð ennþá traustari tökum á hjarta mínu og tilfinningum.” Og þetta var ekkert málamynda gaspur frá hans hálfu; sézt það víða í blaðagreinum hans. Ást hans á öllu íslenzku og íslandi kemur t. d. fagurlega fram í rit- stjómargreininni “Ástkæra, yl- hýra málið”. (“Heimskringlu”, 11. okt. 1917). Hann ritaði einnig um íslenzkar listir og bókmentir. Góð er grein hans, þó gagnorð sé, um Stephán G. Stephánsson (“Heimskringla”, 6. des. 1917). Ólafur skrifaði einnig vel og vinsamlega um ís- landsvininn W. C. Russell — (“Heimskringla”, 12. febr. 1919 og sneri á íslenzku grein um annan merkan íslandsvin, Percy Grainger (“Hemskringlu”, 14. maí, 1919). Eins og vænta mátti um jafn ræktarsaman mann við ættarerfðir sínar, tók Ólafur vel hugmyndinni um stofnun Þjóðræknisfélagsins. Vitanlega fjölluðu ritstjórnar- greinar hans löngum um stjórn- mál, og gat hann verið all her- skár í þeim, þegar í brýnu sló við andstæðinga í skoðunum. — Annars fæ eg ekki betur séð en, að ólafi hafi farið ritstjórnin mjög myndarlega úr hendi, þeg- ar á alt er litið. Er eg þar al- gerlega sammála drengilegum ummælum núverandi ritstjóra “Heimskringlu,” Stefáns Einars- sonar. Eftir að hafa, eins og mátti, hrósað Ólafi fyrir íslenzku kunnáttu hans, segir Stefán um ritstjórn hans: “Eru greinar hans í blaðinu af gætni og góðri greind skrifaðar. Mátti “Heims- kringla” í hans ritstjórnartíð heita prýðis vel úr garði gerð. Skrifaði þá einnig séra Frðirik J. Bergmann í hana hverja á- gætisgreinina af annari. Væri mörgu öðruvísi farið í þjóðrækn- ismálum vorum hér vestra, ef fleiri innfæddir íslendingar færu að dæmi Ó. T. Jónssonar og næmu mál afa og ömmu sinnar eins og hann hefir gert.” (“Hkr.” 11. júní 1930). Má eg bæta því við, að mér er kunnugt um að sumir mentamenn á íslandi tóku til þess, hversu gott vald Ólafur hafði yfir íslenzku máli. Eftir að hann hætti ritstjórn- arstörfum, skrifaði ólafur einnig oft í vikublöðin íslenzku hér vestra, einkum um bókmentaleg efni og þjóðmál. Veigamestar og athyglisverðastar slíkra greina hans eru ritgerðir þær, sem hann skrifaði í Tímailit Þjóðræknisfélagsins: “Bygð og óbygð” (1934) og “Frumbygð og fortíð (1935). • Er í fyrri greininni brugðið upp glöggum myndum af ýmsu úr frum- byggjalífi íslendinga vestan hafs, og margt ágæta vel athug- að. f seinni greininni, sem fjall- ar um afstöðu íslendinga til for- tíðar þeirra og erfða og um varð veislu sögu þeirra í landi hér, er einnig margt skarpra og tíma- bærra athuguna; sýna þær hvorutveggja, að höfundinum var ant um framhaldandi menn- ingar-viðleitni íslendinga hér- lendis, á íslenzkum grundvelli, og að hann skildi einnig vel við hverja örðugleika var að glíma á því sviði, þó hann teldi þær torfærur eigi ósigrandi. ólafur var prýðilega skáld- mæltur maður og orti allmikið. Er mörg kvæði hans að finna í vikublöðunum vestur-fslenzku.— Nokkuð eru þau kvæði misjöfn að gæðum og sjaldnast eins heil- steypt og æskilegt væri, en víða bregður þar fyrir snjöllum ljóð- línum og erindum, skörpum hugsunum og skýrum myndum. Fallegar og vel kveðnar eru þessar vísur úr kvæðinu “Al- berta” (1934): “Hið liðna á geisla, er glæða hvern hug:— er grænkuðu skógar á vori, og blómstrandi óbygðin efldi þinn dug, gaf orku í sérhverju spori. Og þeir, sem að kvatt höfðu kaldari lönd, nú kættust á vorsviðum hlýrri; jen þá héldust frelsi og framsókn í hönd á fósturströnd ungri og nýrri. Vér helgum því landnámi hátíða- brag, vor hjörtu við minningar kætast. Við frumsporin stigin, vér dáum þann dag, er draumar og hugsjónir rætast. Ef þátíðin frumprýði raskaði ranns, með rekum og öxum og plógum, mun framtíðin, Alberta, knýta þér krans úr kjarrviði fögrum og skógum.” Hreinum dráttum er myndin frá æskudögunum, frumbýlings- árunum í Alberta, einnig dregin í þessu erindi úr kvæðinu “Bjálkakofinn”: “Hví er kallað “kofa”-nafni kæra býlið, fyrra skýlið,— sem var höll í huga mínum, heimur stór und veggjum fjór- um— þegar lesin Ijóð eg heyrði, liðinna tíma kveðnar rímur, þegar sögur horfnar hreysti hrifu önd að draumalöndum?” Fimlega fer höfundur með dýran hátt í þessum vísum úr kvæðinu til Þorsteins Erlings- sonar: “Ljóðfleyga öndin hófst svo hátt! Hlekkjum og böndum öllum fjarri, sannleikans strönd oss sýndi nærri, sólfögur lönd í hverri átt. Þorsteinn með ljóða-högum hug, heillaði þjóð að frelsisdegi; sótti oss glóð frá sólarvegi, syngjandi í blóðið kraft og dug.” Þjóðlegar og liprar eru þess- ar vísur úr kvæði ólafs “Pabbi” (til föður hans á 76 ára afmæli hans) og mun vera síðasta kvæði höfundar: “Fæddur krói koti í, kátur hló á beði, lífsmagn bjó í böli því, blessun nóga léði. Seinna rann um heimahlað hnokkinn glannalega. Krota vann með bleki á blað; bar sig mannalega. Fjalla í sala þökum þaut þýður, svalur straumur; æskubala óf í skraut inndæll smaladraumur.” Þessar vísur draga einnig at- hyglina að þeirri hliðinni á kveð- skap ólafs, sem mér þykir hvað sérkennilegust, að því, hve þjóð- leg mörg kvæði hans eru og ram- íslenzk að búningi. Hann hafði tekið sérstöku ástfóstri við fer- skeytluna; orti heil kvæði, t. d. ljóðabréf, af hringhendum og undir öðrum rímna bragarhátt- um; jafnvel færðist hann það í fang, að yrkja sléttubönd. — Kennir hér auðvitað áhrifa frá hinum íslenzka kveðskap, sem hann ólst upp við hjá fósturfor- eldrum sínum, ekki sízt frá rím- unum íslenzku. Enda segir Ólaf- ur í einu bréfa sinna: “Eg er andlega fóstraður við barm ís- lenzkra rímna. . . . Engin þjóð á guðs grænni jörðu á í alþýðu- kveðskap aðra eins formfegurð, og engar tungur eiga aðra eins vekurð og þar kemur í ljós.” Á öðrum stað segir hann: “Fleiri hrnghendur held eg enginn hér- fæddur Vestur-íslendingur hafi kveðið,” og mun það rétt vera. Er það merkilegt atriði út af fyrir sig, hvað sem líður ljóð- snild margra þeirra. Ekki er þá heldur kynlegt, að Ólafur sækir formálsorð sumra kvæða sinna til Sigurðar Breiðfjörðs, og yrk- ir um þá báða, hann og Þorstein Erlingsson. ólafur fékkst einnig dálítið við smásagnagerð, og man eg í svip- inn eftir þessum prentuðum sög- um hans: “íslendingur gistir Valhöll” (“Breiðablik”, 1908, 6- 7) og “Þórður” (“Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins”, 1936). Smíða- lýti eru á sögum þessum, en samt bera þær á köflum vitni hugkvæmni og frásagnargáfu. Og fslandsást höfundar er þar ljósu letri skráð. Óbeinlínis tal- ar hann sjálfur í þessum orðum úr “fslendingur gistir Valhöll”: Fjarlægt í faðmi Ránar sé eg ísland rísa á ókomnum öldum, frjálsara land og göfuga en önn- ur lönd; þar munu eilífar hug- sjónir mannanna verða elskaðar heitast og eldur andans brenna bjartast, ef mér segir rétt hugur um. “Af sama toga spunnið var það, að hann vildi klæða ísland skógi (Sbr. greinar hans um það mál í vestur-íslenzkum blöðum). Þá fékkst Ólafur einnig um eitt skeið æfinnar dálítið við leikritagerð, bæði á íslenzku og ensku; stundaði hann meira að segja bréflegt nám í þeirri grein við einn af skólum Bandaríkj- anna. Eitt af hinum; íslenzku leikritum hans, Hrekki, las eg í handriti. Því var að sönnu að ýmsu leyti áfátt frá dramatísku sjónarmiði, enda var þar um frumsmíð að ræða; hinsvegar bar það, eins og smásögur höf- undar, vott um talsverða hæfi- leika til slíkrar ritmensku, hefðu þeir fengið að þroskast betur. Jafnframt bókmentalegum efnum varð Ólafi tíðast rætt um þjóðmálin í bréfum til mín, enda voru þau ofarlega í huga hans, eins og ýms prentuð kvæði hans og blaðagreinar sýna ljóslega. — Hann var framsóknarmaður á því sviði, ákveðinn og einlægur verklýðssinni, og “Union”-maður að sama skapi. Víkur hann oft að þeim málum í bréfum sínum. Svo falla honum orð í einu þeirra: “Hægfara er þessi hreyf- ing, frelsishreyfing alþýðu allra landa. Eina upplýsing í þeim efnum á sér stað innan vébanda “Unions”, verkalýðsfélaganna, held eg þau séu nefnd á íslandi. Sameining verkalýðsins er að smáþroskast við hin guðdómlegu áhrif skálda og rithöfunda, er sú stefna skapar. Hérlendis mið- ar alt í áttina, þó hægfara sé, því mótstaða auðvaldsins er ógurlega grimm. Vona eg, að ísland okkar verði þar ekki eftir- bátur. Gáfuð er hin íslenzka þjóð og frjálshugsandi að eðlisfari.” í Ijósi þeirrar afstöðu Ólafs, er það ofurskiljanlegt, að hann leit hýru auga til leiðsagnar Roose- velt forseta á stjórnmálasviðinu og var honum fylgjandi að mál- um. í trúmálum var ólafur maður kreddufrjáls. Hann sneri að vísu á íslenzku allmörgum rit- um “International Bible Stu- dents Association”, en ekki átti hann samleið með þeim í skoð- unum. Lét hann það þó eigi á neinn hátt koma fram í þýðing- um sínum, því að hann var nógu umburðarlyndur í þeim efnum til þess, að láta aðra óáreitta um sínar trúarskoðanir. Auðsætt er því, af framan- skráðu, að Ólafur Tryggvason Johnson var mjög vel gefinn maður og um margt hinn eftir- tektarverðasti. Hitt er jafnsatt, að æfistarf hans varð í molum fyrir það, að hann fékk eigi notið meðfæddra hæfileika sinna nema að litlu leyti, né heldur þroskað þá sem skyldi. Er það hin gamla raunasaga margs íslendings, sem, illu heilli, endurtekur sig alt ' of oft fram á þennan dag. Þá var jólfaur einnig meiri hugsjóna- maður en fjárafla, og fylgir það löngum skáldhneigðum mönnum og listrænum. Hann var og, seni títt er um slíka menn, misskilinn af mörgum, og átti sína andstæð- jinga, eins og óhjákvæmilegt er . um menn, sem eitthvað er spunn- ið í og þátt taka í opinberum málum. | En hinir mörgu vinir ólafs minnast hans sem gáfaðs manns , og drenglynds, og sem fslendings inn í hjartarætur. Ást á íslandi (og öllu því sem íslenzkt er, var jhonum í blóð borin, elfd við á- ihrifin frá fósturforeldrum hans |Og framhaldandi kynni hans af íslenzkum menningarerfðum, jbókmentum og sögu. Og hon- um var mjög um það hugað, að finna íslenzkum menningar- straumum farveg inn í þjóðlíf þessa meginlands. Eigi rýrði sú jfslandsást hans á neinn hátt skyldurækt hans sem hérlends borgara; enda er það grýla ein, að þær tilfinningar þurfi að rek- ast á í þjóðfélagslegri eða borg- aralegri afstöðu manna. Richard Beck BRÓÐURMINNING Kristján Aðaljón Oleson (C. A. Oleson) Þann 22. mars s. 1. andaðist að heimili sínu í Hólabygðinni fyrir norðan Glenboro á besta aldri eftir erfitt sjúkdómsstríð bónd- inn Kristján Aðaljón Oleson. Hann var á 53. aldursári fæddur á P',agralandi í Víðinesbygð í Nýja fslandi 3. júní 1884. For- eldrar hans voru Eyjólfur Jóns- son Guðmundssonar fæddur á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal í S.-Múlasýslu og seinni kona hans Sigurveig Sigurðardóttir frá Lýtingsstöðum í Vopnafirði. — Hann ólst upp á Fagralandi til nær því 8 ára aldurs, þá fluttist, hann með foreldrum og syst- kinum til Argyle-bygðar, og var þar í 2 ár, fluttist þá með þeim í Hólabygðina og var þar til dauðadags, að undanteknum tíma er hann var í Nýja íslandi j og Norður á Winnipegvatni við fiskveiðar er hann var um tví- tugsaldur. Hann keypti óyrkt land sem var mikið skógi vaxið og byrjaði þar búskap fyrir rúm- um 30 árum síðan, hann ruddi skóginn og sneri í akur og bygði heimili, og það er nú minnis- varðinn hans, þar vann hann margt dagsverkið og þar á hann | margan svitadropa. Hann var duglegur maður smiður allgóður og hagur til allra verka. Mikill á velli og karlmannlegur í sjón, hann var trúverðugur í viðskift- um við menn, og trúr vinur vina sinna. Hann fór á mis við allan skólalærdóm í æsku og frá því hann var unglingur varð hann að berjast fyrir sinni tilveru. Tæpra átta ára fór hann í vist til bónda og vann hjá honum alt sumarið fyrir 3 dali á mánuði, vann h^nn síðan af og til hjá öðrum til fullorðins ára. Föður sinn misti hann þegar hann var á 14 ári. Hann var skemtilegur í kunn- ingjahóp, gamansamur og fynd- inn í orði, er hann var með jafn- ingjum sínum, en hann hélt sér lítt fram til metorða, hann var algerlega laus við allan hégóma og metorðagirnd. | Hann var tvígiftur, fyrri kona hans var Sigfríður Einarsdóttir 1 Benjamínssonar og konu hans jÁsu Benjamínsdóttir frá Hvappi í Þistilfirði. Hana misti hann 24. febr. 1921. Seinni kona hans er Margrét Sigurjónsdóttir Jóns- sonar, var hún áður gift hér- lendum manni, ættúð af Austur- landi, lifir hún hann. Á lífi eru fjögur börn af fyrra hjónabandi, jl. Liney Svanhvít, gift Ingólfi Swainson bónda í Argyle-bygð- inni; 2. Emily Jónína, útskrifuð hjúkrunarkona, Carman, Man.; 3. Kári Gunnlaugur, giftur Elinbj. Doll frá Riverton, eiga þar heima; 4. Sigurveig Guðrún í Winnipeg. Tryggvi Eyjólfur druknftði í Winnipeg-vatni 15. júní 1932, 22 ára gamall, af síð- ara hjónabandi eru tvö börn: 1. Sigrún Guðbjörg; 2. Stanley Aðaljón, eru þau hjá móður sinni. Einnig eru á lífi tvö stjúpbörn, börn seinni konu hans af fyrra hjónabandi: 1. David John.og 2. Jennie Winnifred Catherine, Gable að föðurnafni. Eru þau í Vancouver, B. C. Börnin öll væn og vel gefin. Á lifi eru þrjú systkini: Guðrún S. Paulson í Hólabygðinni, Guð- mundur í Victoria Beach, Man., (hálfbróðir) og undirritaður. Æfibraut Kristjáns bróður var ekki ætíð blómum stráð, dauðinn sló honum und aftur og aftur sem tímann tók lengi að græða. f lífsbaráttunni átti hann oft undir högg að sækja, en komst þó bærilega af, kvartaði ekki þó á móti blési. Var jafn- an hugdjarfur pg vonglaður. — Jarðarförin sýndi að hann átti ítök í brjóstum margra sam- ferðmannanna. Bróðurminn- ingu er erfitt að skrifa, við vor- um samtíða í æskunni og sam- rýmdir alla æfi, vorum á svip- uðum aldri, en hann var yngri bróðir. Er margs að minnast og margs að sakna er gengið er frá gröfinni. Kvöldskuggamir lengj- ast óðum og leiðin er bráðum á enda og senn verður fokið í öll okkar spor. “Er þín sála sigri kætt og sæla búin þér. Eg veit það ekki sofðu sætt, og sömu leið eg fer.” G. J. Oleson DOMINION GIANTS A S T E R S sem ekhi fölna 45c virði fyrir 15c KYNNIÐ YÐIIR ÞETTA TILBOÐ Til þess að fá yður til að reyna þessi blóm (Asters), sem öllum öðrum blóm-tegundum hepnast betur að sá, viljum vér senda yður einn pakka af hverju, Crimson, Shell-Pink og Azure Blue, vanaverð 45c, fyrir aðeins 15c, póstgjald greitt, (eða safn af 6 pökk- um, af mismunandi litum, 25c, póst- gjald greitt). FKITT!—Bezta bók sem um útsæði er fáanleg í Canada, sú bezta, sem vér höfum nokkru sinni gefið út: 425 myndir, 97 mismunandi litir. AUar nýjustu og fegurstu blómtegundir, blómlaukar, garðkál, rósir, hrislur, tré og ávextir. Skrifið oss í dag. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario TALAR f ÚTVARP Walter J. Líndal, K.C., flytur erindi um lýðræði í út- varpið hjá CJRC í Winnipeg n.k. sunnudag kl. 6.15 að kvöldi. Minsta fréttablað í heimi, heit- ir Sabmeias. Það er gefið út af Lapplendingum sem búa í Finn- landi. Það er í litlu broti, fjór- ar blaðsíður að stærð og kemur út fjórum sinnum á ári. * * * Benito Mussolini, forsætisráð- herra ítalíu, er yfirmaður eða ráðherra 5 stjórnardeilda: her- mála, lofthers, innanríkismála, Afríku-mála og sjóhers deild- anna. ^oðossoððseoososðscooscisosoooðððooseoeooðsoQðsosoððoot TIL ÞESS AÐ ENDURNÝJA 0G HREINSA LOFTIÐ notið “ELECTROHOME LOFT-BÆTIRINN » > Vægir Skilmálar “Chateau Model” Electrohome er ný vél, nytsamasta og sparnaðar mesta loft hreinsunar áhald fáanlegt. Veitir loftinu rekju, þvær það og hreinsar; eyðir þef og heldur því á stöðugri hreyfingu. Það tekur burtu alt ryk, gerla og ar sem fljóta í loftinu í herbergjunum, og er því til heilsubótar og þæg- inda á heimilinu. Reynið Electrohome Nú— þetta er tíminn sem þess er mest þörf. FJÓRAR TEGUNDIR Á ÞESSU LÁG-VERÐI OG UPP.......... Eftir öllum upplýsingum—Símið 848131 $29-98 Portage og Edmonton &ooeoo§oooooSo§oSoooooooooooao§oooo$ooo§§oo§Qooo£ogoi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.