Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.01.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA mmwmwmwwwmmiwwwmm'WM^ LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan Tvær fallegar brýr voru yfir gjámar, var önnur þeirra framan við húsið en hin að aftan. Afi minn hafði verið mjög stórhuga er hann byrj- aði húsið, en þar sem það var eins og grafið í skóginum, naut það sín ekki. En niður að vatn- inu var fallegt engi og á því stóð vatnsturn, en rétt að vestan verðu við steingarðinn sá eg dálitla kirkju, og ennþá lengra í sömu átt, sást móta fyrir byggingum Sankti Agata skólans og skygði á þær skógarbelti. Mér var skemt er eg husgaði um stiltar nunnur og skólastúlkur sem nágranna mína, og alt sem eg óskaði, hvað þær snerti, var að þær héldu sig sín megin við steingarðinn. Eg heyrði á bak við mig hið gætilega fóta- tak þjónsins. “Góðann daginn, Mr. Glenarm. Eg vona að þér hafið hvílst vel, herra minn.” Hann var eins alvarlegur í útliti og vant var og framkoma hans var eins kurteis og kvöldið áður. Ekki virtist honum bregða neitt þótt eg virti hann fyrir mér; eg tók eftir því að hann var fagur eygður mjög. “Þetta kallaði Mr. Glenarm pallinn. Eg held að það sé úr Hamlet, herra minn.” Eg hló hátt: “Elsinora: Pallur fyrir fram- an kastalann.” “Þetta var nú ein af smáhugmyndum Mr. Glenarms.” “Og vofan — hvar hvílist hin myrta, danska hátign að deginum til ?” “Eg er hræddur um að hún hafi aldrei ver- ið fengin, herra! Eins og þér sjáið, þá er húsið ekki nema hálfgert. Húsbóndinn sálugi gat ekki lokið við alt eins og hann ætlaði sér að hafa það.” Bates brosti ekki. Eg hugsaði mér að hann mundi aldrei brosa. Eg furðaði mig á því, hvert afa mínum hefði fallið deyfð hans. Afi minn var sjálfur kaldhæðinn, og sennilega hefir hann skemt sér við að hæðast að þjón- inum. “Þér getið borðað morgunmatinn hvenær sem þér viljið, og samkvæmt þeirri yfir- lýsing fór eg inn í borðstofuna. Dagblað var hjá diskinum mínum; það var morgunútgáfa eins dagblaðsins í Chicago. Hugsaði eg með mér er eg las fyrirsagnir frétt- anna, að eg væri eigi með öllu útilokaður frá umheiminum. “Afi yðar leit varla nokkurntíma í blöðin. Hann var áhugasamari fyrir liðna tímanum. Hann gat varla talist mjög nýmóðins, ef eg mætti svo að orði komast, herra minn.” “Þú hefir alveg rétt fyrir þér þar, Bates. Hann var miðaldamaður að hugsunarhætti.” “Þakka yður fyrir orðið, herra. Eg heyrði hann oft nefna sig það sjálfur. Afi yðar þótti góð óbrotin eggjakaka. Eg vona að yður falli hún vel líka.” “Hún er alveg ágæt Bates og kaffið þitt er fyrirtak.” “Þakka yður fyrir, Mr. Glenarm. Maður gerir það sem maður getur.” Hann hafði sett mig þannig við borðið, að eg sneri að glugganum, sem var bæði þægi- legra fyrir mig og hættu minna, og mat eg það við hann. Brotna rúðan sagði söguna af til- ræðinu kvöldið áður. “Eg mun gera við þetta í dag,” mælti Bates er eg leit á rúðuna. “Þú veist að eg verð að dvelja hér árlangt, eg býst við, að þér séu kunnugir skilmálarnir,” mælti eg. “Já svo er víst, Mr. Glenarm.” “Eg er námsmaður og alt sem eg óska eftir er að hafa næði.” Þetta sagði eg honum til að sýna að eg væri húsbóndinn, þótt hann væri óefað í þjónustu Pickerings og fengi sínar fyrirskipanir frá honum. “Eftir einn eða tvo daga, þegar eg er orð- inn kunnugur stað þessum mun eg taka til starfa í bókaherberginu. Þú getur fært mér morgun matin hálf átta, hádegis matinn klukk- an hálf tvö, en miðdegismatinn sjö.” “Þetta var matmálstími húsbóndans sál- aða.” “Gott er það. Og eg mun éta hvað sem þú býður mér nema 'súpu og sauðakjöt, bakað nið- ursaxað kjöt og niðursoðin jarðarber. Eins og þú veist Bates, þá eru þau ekki vel fallin fyrir geðsmunina.” “Því er eg alveg samþykkur, herra minn, ef eg mætti segja svo.” “Og reikningarnir----” “Mr. Pickering sér fyrir þeim. Hann sendir mér peninga fyrir kostnaðinum.” “Svo þú verður að standa honum reikn- ingsskap nú eins og áður?” “Það held eg að sé hugmyndin, herra minn.” Það er ekki skemtilegt að vera öðrum þannig háður. Eg stóð upp þegjandi og fór út í forstofuna. “Þér viljið kannske fá lyklana? Það eru tveir að öðru hliðinum og einn að hinu hliðinu. Þeir eru merktir, eins og þér sjáið og hérna er lykillinn að framhurðinni og hérna er lykillinn að naustinu, sem þér spurðuð eftir í gær- kveldi.” Eftir að hafa varið klukkutíma í að taka upp farangur minn, fór eg út. Eg hélt að það væri rétt að símrita Pickering um komu mína. Mér létti í skapi er eg kom út í sólskinið og hið hressandi vetrarloft. Var nú alt umhverfið öðruvísi en kvöldið áður í mykrinu. Mér veittist létt að finna hliðið og sá eg að steinveggurinn var ekkert smásmíði og vel bygður og furðaði mig á hversu mikið fé var í hann lagt. Hugsaði eg með mér að vel mætti eyða fé á betri hátt, en að girða skóga í Indi- ana á þennan veg. En eignin var mín, eða svo gott sem mín eign, og það var alveg þýð- ingarlaust að fást um dutlunga afa míns, sem nú var dáin. Eftir eitt ár gat eg rifið niður veggin ef mér líkaði það, og hvað viðvék hálf- gerða húsinu þá ætlaði eg að breyta því eða selja það eftir því sem mér sýndist. Yfir höfuð þá skánaði geðslagið og hugsaði eg nú ekki framar um tilræðið kvöldið áður. Eg mætti fáeinum bændum á veginum og heilsuðu þeir mér eins og venja er til þar í landi, og litu um leið með vanþóknun á búning minn. Eg kom ofanað vatninu og horfði á það með að- dáun. Neðan við aðalstrætið í Annandale var bryggja og þar var fjöldi báta lagðir upp yfir veturinn. Er eg gekk fram hjá lenti maður í smábát við bryggjuna. Hann batt bát sinn og gekk upp til þorpsins hröðum skrefum, en leit á mig djarflega að sveitafólks sið. “Góðan daginn!’ sagði eg. Er nokkuð um andir nú?” Hann stansaði, kinkaði kolli og gekk við hlið mína. “Nei, ekki nægilegt til að fást við þær.” “Það þykir mér slæmt. Eg hafði hugsað mér að ná í fáeinar.” “Eg býst við að þér séuð hér ókunnugur,” mælti hann og horfði á mig, hefir búningur minn sjálfsagt frætt hann um það. “Það er rétt til getið. Eg heiti Glenarm og er nýkominn.” “Eg gat mér þess til. Við höfum búist við yður hérna í þorpinu. Eg er Jón Morgan eftir- litsmaður sumarhúsanna hérna við vatnið. “Eg býst við að þið hafið allir þekt afa minn hér um slóðir?” “Já, það á nú svo að heita að við þektum hann og þektum hann ekki. Hann var ekki svo- leiðis maður að hægt væri að kynnast honum á svipstundu. Hann var fremur einrænn. Hann reisti þennan múr til þess að halda okkur úti, en það var óþarfi fyrir hann. Við erum ekki afskiftasamir hér um slóðir, og þér er óhætt að trúa því að sumargestirnir hérna gerðu honum aldrei átroðning.” Það var andúðarblær í röddinni, svo að eg flýtti mér að bæta við: “Eg er viss um að þú misskilur tilgang þessa veggs. Afi minn lagði stund á bygging- arfræði. Hún var uppáhald hans. Húsið og þessi garður vóru tilraunir til að þjóna lund hans. Eg vona að fólkið hérna í þorpinu hafi enga óvild gagnvart minningu hans eða mér. Meira að segja atvinnan við þessar byggingar hans, hlýtur að hafa verið góð sending hingað í sveit.” “Hún hefði átt að vera það,” mælti hann þurlega; “en því var nú ekki að heilsa. Hann flutti inn heilan hóp af allra einkennilegasta fólki, til að vinna verkið. ítali eða Grikki eða einhverja útlendinga. Þeir reistu múrinn og hann lét þá vinna að húsinu í hálft ár. Hann lét þá varla koma undir bert loft, og þegar þeir höfðu lokið við verkið, hlóð hann þeim á lestina dag einn og þeir voru horfnir.” “Það var honum líkt,” mælti eg og mintist hversu leyndardómsfullir vegir afa míns voru. “Eg býst við að hann hafi verið eitthvað ruglaður,” sagði maðurinn mjög ákveðinn. Það leit út fyrir að hann kærði sig ekki um að stofna til vináttu við heimilisfólkið frá Glenarmshúsinu. Hann var um fertugt, ljós- hærðut, með gult skegg og ljósblá augu. Hann var illa búinn með gamlan hatt á höfðingu. “Jæja, eg býst við að eg verði að ábyrgjast hann og' gerðir hans,” mælti eg gramur yfir ólund náungans. Við vorum nú komnir inn í mitt þorpið og yfirgaf hann mig skyndilega, og fór inn í búð eina hinumegin við strætið. Eg fór til járn- brautarstöðvarinnar. Þar var stöðvarstjóri og afhenti eg honum símskeytið og borgaði hon- um fyrir það. Viljið þér að skeyti yðar séu borin heim að húsinu?” spurði hann. “Já, ef þér viljið gera svo vel og gera það fyrir mig,” svaraði eg, en hann sneri sér að á- höldum sínum á borðinu án þess að segja meira. Það virtist skynsamlegt að kynna sig á bréfhirðingastaðnum svo að eg kynti mig stúlkunni, sem stóð við afhendingar gluggann. “Þér hafið pósthólf,” mælti hún og Mr. Bates hefir leigt dreng til að bera út til yðar bréfin.” Bates hafði sjálfur gefið mér þær upplýs- ingar, en stúlkunni þótti víst gaman af að fá tækifæri til að sýna andúð sína er hún sagði þetta. Því næst keypti eg mér sápu í aðal- lyfjabúðinni og bréf af reyktóbaki í einni búð- inni, þótt eg ekki þyrfti þess með. , Fólkið í þorpinu vissi auðsæilega um komu mína og var eg svo hégómalegur að álíta, að koma mín mundi vekja áhuga hjá því. Stúlkan í pósthús- inu og þjónarnir í búðunum voru mjög kuldaleg í viðmóti við mig, eins og þeir hefðu ákveðið að vera þannig fyrirfram. Eg ypti öxlum og sneri heim. Afi minn hafði arfleitt mig að skemtilegum mun, þar sem tortryggni þessi var. Var það sjálfsagt afleiðing af því, að hann hafði flutt inn hið erlenda verkafólk. Hinn ólundarlegi Morgan hafði drepið á það, en það gerði ekki mikið til. Eg hafði ekki komið til þess að hæna að mér bændurnar, heldur til þess a breyta samkvæmt fyrirmælum erfaskráarinnar hans afa míns. Eg var eins og í herþjónustu og þótti best að þorps- búarnir létu mig í friði. Við þetta huggaði eg mig, og er eg kom niður á bryggjuna sá eg Morgan sitja þar og dingla fótunum fram af henni, og reykja pípuna sína. Eg kinkaði kolli en hann lézt ekki sjá það. Rétt á eftir stökk hann út í bát sinn og reri út á vatnið. Þegar eg kom heim var Bates að verkur ” sínum í eldhúsinu. Það var stórt, ferhyrn. herbergi, sáust bjálkarnir í veggjunum og var lágt undir loft. Þar var stórt eldstæði og voru þar slár til að hengja á potta, en fyrir þæg- indasakir var þar lítil eldavél. Hann tók mér með mestu rósemi. “Já, þetta er skrítið eldhús. Mr. Glenarm stældi eldhús í Englandi. Hann var stoltur af því. Það er skemtilegt að sitja hér á kvöldin.” Hann sýndi mér kjallarann, sem var undir öllu húsinu og var honum skift niður í afskap- lega stór herbergi. Eitt þeirra var með þungri eikarhurð járnbentri og var á henni op með járnrimlum fyrir og gluggamir í sömu leið; fyrir hurðinni var þungur lás. Þetta gaf til kynna fanga klefa og er eg hræddur um, að þetta eins og mörg önnur fyrirtæki afa míns hafi verið dýrt spaug. Eg bölvaði — eg hló ekki, er eg hugsaði til þess. En mér til mestu ánægju var þar ekki inni nema kartöflur. Eg spurði Bates ef hann vissi til hvers afi minn hefði ætlað þetta herbergi. “Þetta var ein af hugmyndum húsbónd- ans sáluga. Hann sagði einu sinni við mig, að það væri alveg eins gott að hafa dyblissu í hverju fullkomnu húsi. Þarna birtist fyndni hans og hún kemur sér ágætlega fyrir kartöfl- urnar.” f öðru herbergi fann eg einkennilegt safn af ljóskerum með öllu hugsanlegu lagi og stíl; næst því herbergi var annað, fult af látúns ljósastikum, mjög einkennilegum. Skildist mér þá hvers vegna hann dó fátækur. Það var furðu- legt að maður með slíkum ástríðum skyldi hafa haft fé til að láta eftir þeim. Eg fór upp á fyrstu hæð hússins og athug- aði nöfnin á bókunum. Því næst reykti eg pípu mína og las f jarskalega leiðinlegan kafla í ennþá lieðinlegri bók, er hét Endurvakning Norman- skra áhrifa. Því næst fór eg út og taldi mér trú um, að eg mundi komast betur niður í starf- ið innan fárra daga. Klakkan var ekki orðin ellefu og það var dauflegt innan steinveggjanna. Veturinn var fyrir höndum og þá var nægur tími til bókiðna. Úti var haustlandslagið í allri sinni dýrð. Bates var að kljúfa við úti við viðarhrúg- una á bak við húsið; iðjusemi hans hafði þegar vakið teftirtekt mína. Hann hafði hina rólegu framkomu hins iðna starfsmanns. “Jæja Bates, ekki ætlar þú að láta mig krókna í vetur. Það hlýtur að vera nægilegur viður í þessum býng yfir allan þennan vetur.” “Já, herra eg var bara að kljúfa dálítið af betri sortinni af viðnum. Við brennum bara gömlu trjánum, sumarstormarnir skemma skóginn mjög mikið.” Eg gekk yfir að girðingunni, sem vissi að skólanum. Veggurinn á þá hliðina var eins ramgjör, og á honum fann eg járnhlið, læst með lás og keðju. Stoðirnra beggja megin við hliðið voru hærri, en eg gat náð, og mjög digrar. Þar sem eg sat þarna á veggnum heyrði eg braml mikið í skóginum og rifrildi, gaf það til kynna, að einhver væri að veita öðrum eftirför. Eg kúrði mig niður á garðinn og beið átekta. Rétt í þessum svifum hraklaðist maður fram úr skóginum og hrasaði um rótarflækju eina, tíu metra frá því þar sem eg var. Mér til mestu undrunar sá eg að það var Morgan, sem eg hafði kvnst um morguninn. Hann stóð á fætur, formælti óhepni sinni og hljóp fast með garðin- um niður að vatninu. Rétt á eftir birtist sá, WINNIPEG, 26. JANÚAR 1938 sem honum veitti eftirför. Það var Bates, auð- sæilega mjög reiður, með sár mikið á enninu. — Hann bar þunga kylfu að vopni, og er hann hafði hlustað eftir fótataki fjandmanns síns flýtti hann sér á eftir honum. Þetta kom mér ekkert við, þótt eg geti eigi neitað því að forvitni mín vaknaði. Eg reis upp og stökk yfir á skálaflötina og kveikti mér í vindli, þakklátur fyrir það, hvað girðingin gaf mér gott tækifæri til að athuga umheiminn. Er eg leit í áttina til litlu kirkjunnar sá eg tvær nýjar persónur birtast á leiksviðinu. Það var vík í skóginum, og þar stóð stúlka og talaði við karlmann. Hún hafði hendurnar í kápuvösunum. Hún hafði rauða skozka húfu á höfðinu, er stakk af við gráan skógin. Þau voru ekki meira en tuttugu fet frá mér og sneru við mér hliðinni og heyrði eg rödd stúlkunnar greinilega er hún yrti á félaga sinn. Hann var í prests búningi, vesti upp í háls, og áleit eg hann vera prestinn, sem Bates hafði minst á. Eg hefi aldrei lagt það í vana minn að standa á hleri, en stúlkan var að bera fram einhverja bón og hinn risavaxni prestur vakti hjá mér slíka andúð, að eg stóð kyr í sömu sporum. “Ef hann kemur hér, fer eg í burtu, svo þér getið skilið það, og sagt honum það. Eg mun ekki taka á móti honum undir neinum kringum- stæðum, og eg er að fara til Florida eða Californníu, í bifreið og mér er sama hver fyrir henni ræður.” “Auðvitað ekki, auðvitað ekki, nema að þér viljið,” sagði presturinn. “Þér skiljið að eg er aðeins að bera yður boð hans. Hann hélt að það væri best-----” “Að skrifa mér ekki, né systir Theresu,” tók stúlkan fram í fyrir honum fyrirlitlega. — “En hvað hann er vitur.” “Og eg heimskur,” sagði presturinn hlægj- andi. “Jæja eg þakka yður fyrir að gefa mér tækifærið að skila þessum boðum.” Hún brosti, hneigði sig og gekk í burtu hröðum skrefum 1 áttina til skólans. Prestur- inn horfði á eftir henni fáein augnablik og gekk því næst í hægðum sínum í áttina til vatnsins. Hann var ungur maður, nauðrakaður og dökkur á brún og brá og svo herðabreiður að eg öfund- aði hann. Eg gat þó ekki giskað á, hve mikinn þátt þessi þreklegi maður ætti eftir að taka í kjörum mínum. En er eg hélt heimleiðis þá hugsaði eg um stúlkuna, en ekki um þennan stæðilega prest, Hún var eitthvað svo fjörleg og stjálfstæð í hreyfingu og búnaði og ef rauða húfan hennar var eins og einkenni systra- skólans, þá var ekki svo afleitt að vera í ná- grenni við hann. Eg kom því heim í bezta skapi og með góðri matarlyst og settist að borðinu. IV. Kapítuli Stúlkan og barkarbáturinn “Þessir ávextir eru af landeigninni, herra minn. Mr. Glenarm þóttu þeir góðir.” Eg hafði aldrei séð þesskonar ávöxt fyrri og kalinn börkurinn var alt annað en álitlegur, en er eg smakkaði sjálfan ávöxtinn fanst mér hann unaðslegur. Bates horfði á mig með lotn- ingarfullri ánægju. Alvara hans hafði ekkert minkað við það, að nú var snyrtileg ræma af hefti plástri yfir ennið á honum, og fann eg lykt af sárameðali í herberginu. “Það er býsna rólegt hérna,” sagði eg eins og til að gefa honum tækifæri til að segja frá því, sem skeð hafði um morgunin. “Þér hafið alveg rétt fyrir yður, herra minn. Afi yðar var vanur að segja, að þetta væri friðarins heimkynni.” “Þegar enginn skýtur á mann gegn um gluggana,” skaut eg inn í. “Slíkt getur komið fyrir hvern mann, en er ekki líklegt að henda nema einu sinni, ef eg mætti koma með slíkan spádóm.” Hann mintist ekki á slaginn við umsjónar- manninn og eg ákvað að geyma það, sem eg vissi hjá mér, og lofa þorparanum að hengja sjálfan sig í sinni eigin snöru. Eg hugsaði sem svo, ef að Bates væri Pickering ótrúr, þá kæmi hann upp um sig fyr eða síðar. Er eg leit á hann og hann tók ekki eftir því, þá furðaði eg mig á hversu frámunalega hann var aumingja- legur, þar sem hann stóð með krosslagða handleggina bak við stól minn. Hann hrökk við og roðnaði og lyfti hend- inni upp að enninu. “Eg varð fyrir dálitlu slysi í morgun, herra minn. Viðurinn er seigur og ein spýtan hitti mig í ennið.” “Það’ er slæmt,” mælti eg. “Það væri rétt- ast fyrir þig að taka þér hvíld seinni hluta dagsins.” “Þakka yður fyrir, en þetta er ekki neitt. En yður þykir þetta kannske óprýði.” Hann kveikti á eldspýtu fyrir mig og eg fór án þess að horfa á hann aftur, en er eg steig yfir þröskuldinn inn í bókastofuna þá ákvað eg þetta: “Bates er lygari og á freka óvini. Það er betra að hafa gætur á honum.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.