Heimskringla


Heimskringla - 02.03.1938, Qupperneq 7

Heimskringla - 02.03.1938, Qupperneq 7
WINNIPEG, 2. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA SYNGUR HVER MEÐ SÍNU NEFI Eg hugsa um alla sem yrkja til ágætis sjálfum sér, íslendingana eystra, og Ameríkumenn hér; þeir eru úr ólíku efni, með ólíkann hjartaslátt; en snild þeirra guðirnir geyma þótt gerist á ólíkan hátt: íslenzkar orðrúnir vara eins lengi og stál og grjót; í þeim hefir frumhygð og fegurð fundið sér varanlegt mót. Ameríkumenn yrkja, — en annan veg hörpuna slá; þá dreymir oft erfiða drauma, en dugur og vit ráða þá: þeir yrkja úr stórgrýti og stáli og stuðla við afgrunn og ský; þeir eru ekki myrkir í máli en mælskastir stórvirkjum í. Eg hugleiði hengibrýr Frisco’s og hugsa um Boulder Dam, — öll stáls og grjóts kraftakvæðin kveðin hjá UNCLE SAM. Svo hugsa eg um Egil og Hjálm- ar og Hallgrímsson Jónas, stórsnjalla Einar og Stefán Steingrím og Matthias. Þeir bygðu ei brýr yfir höfin né brutu þeir fjöllin til gulls,— en þeir sköpuðu og opnuðu oss undralönd enn varla numin til fulls; þeir kváðu með arnfleygum orð- um og íslenzkum hreim og blæ og súg,—eins og hranndynur heyrist frá horfinna alda sæ. E. G. Gillies p. t. San Francisco. FRÁ ÁRBORG (19. febrúar 1938) Kæri herra ritstjóri Hkr.: Þar sem ekkert hefir verið rit- að í íslenzku blöðin um búnaðar- skóla námsskeiðin, sem haldin hafa verið víðsvegar um fylkið, þar sem maður vonar að þetta sé aðeins byrjun á þessu starfi, sem svo nauðsynlegt er til þess að tryggja framtíð unglinganna á landinu. Það þarf að gefa þeim kjark og þekkingu til þess að mæta örðugleikunum, sem land- búnaðurinn hefir í för með sér. Það þarf að gera landbúnaðinn svo aðlaðandi að unga fólkið sjái framtíð sinni borgið á landinu og þurfi ekki að streyma til bæj- anna þar sem engrar vinnu er von, eins og hefir verið. Maður getur varla láð unglingunum þó að hugur þeirra snúist frá sveit- inni, eins og hefir gengið þessi síðustu ár. Maður vonar að betri tímar séu í nánd. Það hefir oft verið rætt um að ekki sé kent nóg af því verklega á alþýðuskólunum og að ment- unin stefni fremur að því að und- irbúa unglingana undir háskól- ann, en að gefa þeim tækfæri til þess að halda sér að því sem þeir INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................,K. J. Abrahamson Árnes.................................Sumarliði J. Kárdal Árborg..................................G. 0. Einarsson Baldur.................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont.....................................G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge...........................H. A. Hinriksson Cypress River............................ Páll Anderson Dafoe.................................... Ebor Station, Man......................K. J. Abrahamson Elfros................................... Eriksdale.........................................ólafur Hallsson Foam Lake................................. John Janusson Gimli......................................K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro....................................G. J. Oleson Hayland................................Slg." B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................. Gestur S. Vídal Hove.................................. Andrés Skagfeld Húsavík...................................John Kernested Innisfail.............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar.................................. Keewatin.................................Sigm. Björnsson Kristnes............................................Rósm. Ámason Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie.................................Th. Guðmundsson Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville...........................Hannes J. Húnfjörð Mozart................................... Oak Point................................Andrés Skagfeld Oakview.............................. Otto................................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Red Deer..............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík............................................Árni Pálsson Riverton..............................Björn Hjörleifsson Selkirk.......................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock...................A..............Fred Snædal Stony Hill..........................................Björn Hördal Tantallon.................................Guðm. Ólafsson Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason Víðir....................................-Áug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..............................Ingí Anderson Winnipeg Beach..................:........John Kernested Wynyard................................... f BANDARTKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavaliér................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.....................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Hensel...................................J- K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton....................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 É 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold...................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg. Manitoba [eru helzt gefnir fyrir. Þegar I maður hugsar sér að aðeins einn af hverju hundraði unglinga úti á landinu, sem fara í gegnum miðskóla, halda áfram menta- brautina, finst manni þetta rang- 1 látt. Þar sem landbúnaður er meg- iðnaður Manitoba, er það nauð- synlegt að unglingar í landinu séu hvattir til að halda áfram starfi foreldra sinna og hafa þessir skólar verið stofnaðir með það markmið fyrir augum. Nýi mentamálaráðherrann, —* Hon. Ivan Schultz — er séstaklega spentur fyrir því að það verklega sé innleitt í alþýðuskólana. Ferð- aðist hann um Bandaríkin í fyrra til þess að kynna sér starf þeirra á þessu sviði. Það var veittur peningastyrkur frá Sambands- stjórninni á móti' sömu upphæð frá fylkinu, sem átti að vera sem styrkur (relief measure) fyrir bænda-unglingana og var afráðið að bezta hjálpin, sem hægt væri að gefa með þessari uppphæð væri að stofna búnaðarskóla út um landið. Tveggja ára náms- skeiðin, sem voru kend á búnað- arskólanum, bæði fyrir stúlkur og menn, hafa verið afnumin vegna þess að ekki fengust nógir nemendur utan af landi til þess að það borgaði sig. Hefir þetta ef til vill verið orsökin til þess að skólarnir voru færðir fólkinu á þennan veg. Þegar unglingarnir gátu ekki' komið til skólans varð skólinn að koma til þeirra. Fröken Halldóra Bjarnadóttir hefir, með sínum góðu fyrirlestr- um, sýnt okkur hvaða aherzlu ísland hefir lagt á húsmæðra- störf dætra sinna “að snúa ull í fat og mjólk í mat,” er þeirra mottó, og sýndu hlutirnir sem hún kom með hve yndislega þeim hefði tekist að vinna úr ullinni. Okkur hér í Árborg veittist sá heiður að fá að hafa húsmæðra- skóla hér hjá okkur í sex vikur í haust og höfðum við 38 nem- endur, og voru þeir úr öllum átt- um: Lundar, Hayland, Inwood, Fisher Branch, Gimli, Winnipeg Beach, Riverton, Geysir, Víðir og Árborg, flestir íslenzkir. Var okkur leyft að hafa 25 nemend- ur, en þegar svona margar vildu koma, var okkur leyft að hafa tvo kennara, svo engum þyrfti að vísa frá. Var okkur þetta sérstakt ánægjuefni þar sem Ár- borg var eina íslenzka plássið sem fékk skóla þetta ár. Nefndin sem fyrir þessu stóð var: sú sem þetta ritar, forseti; Mrs. H. F. Danielson, ritari; Mr. B. J. Lifman, Mr. B. I. Sigvalda- son, Mr. B. M. Pálson, Mrs. W. S. Eyjólfson, Mr. H. F. Danielson; móttökunefnd: Mrs. B. J. Lif- man, Mrs. S. E. Björnson og Mrs. H. F. Danielson. Var þetta töluvert starf fyrir þessa nefnd, þar sem tíminn var svo stuttur. Á hún Lögbergi það að þakka að stúlkur frá Mani- tobavatni komu, þar sem blaðið birti grein, sem auglýsti þetta skólanám. Konur bæjarins opn- uðu hús sín fyrir nemendum og var farið með þær allar eins vel og hægt var. Stjórnin borgaði helming af fæðiskostnaði, til að gera léttara fyrir foreldra að geta notað þetta tækifæri. Þar sem fátækt var, var hún reiðu- búin að borga allan kostnað. - Skólabækur þurfti ekki, en nem- endur höfðu bækur til þess að skrifa nótur sínar í og þurftu að leggja til efni í þær flíkur sem þær saumuðu. Kennarar voru Mrs. Hill fyrir sauma, o. s. frv., en Miss Long við matreiðslu o. s. frv. Voru þær vel valdar fyrir þetta starf. Fyrirlestrar voru fluttir af M. Arason, “Citizenship”; Mrs. iDamsay, “Child Care”; Prof. Hemer, “Poultry”; Prof. Broder- ick, “Horticulture”; Dr. S. E. Björnson, “Public Health”; Mrs. B. M. Pálsson “Health Mea- sures”; Andrea Johnson, “The Value of Organization for Farm Women”; Mrs. I. Thorvardson, “Your Neighbor”; Mr. Hayes, “Banking” og Mr. B. M. Pálsson, “Citizenship”; G. D. Einarson, “Co-operation”; Miss S. John- son, “Literature.” Mrs. H. F. Danielson kendi þeim “Folk Song and Dramatics” og á hún heiður skilið fyrir þá hjálp og allan þann tíma, sem hún eyddi með nemendunum; sömuleiðis Miss Margaret Lif- man, sem kendi þeim “Folk Dancing” og Mr. Franz Solmund- son, “Physical Training.” Sýndi samkoman, sem haldin var við lok skólans hve vel þessum kenn- urum hafði tekist að æfa nem- endur sína. Eg reyni ekki að nefna alla þá, sem hjálpuðu til þess að gera þennan skóla þá fyrirmynd, sem hann í rauninni varð. Leyfi eg ENGEL LUND, merk dönsk söngkona efnir til samkomu í Auditorium í Winnipeg mánudaginn 7. marz n. k. kl. 3 e. h. (að deginum). Söngkonan syngur þjóðsöngva frá ýmsum löndum, þar á meðal nokkur íslenzk lög: “Fífil- brekka gróin grund”, “Bí bí og blaka” og “Það er svo margt”. — Inngangur er $1.00 Engel Lund hefir mikið orð á sér sem söngkona. Sá er undir söng hennar spilar heitir Ferdinand Rauter og er með söngkonunni á mynd- inni hér að ofan. i t i | - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni & skrifstoíu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Helmili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 3315» G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœSingur 702 Confederation Llfe Bldg. Talsiml 97 024 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINQAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skriístofur að Lundar og Glmll og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudiaír i hverjum mánuði. mér aðeins að nota orð Miss Esther Thompson, forstöðukonu þessa starfs: “Þið vitið ekki hvað mikla hjálp þið hafið veitt okkur með skólanum ykkar í Árborg. Þið hafið dregið upp þá fyrirmynd, sem við reynum að stíla eftir.” 18. des., sem var seinasti dag- ur skólans var mannmargt í samkomuhúsinu okkar í Árborg. Eftir hádegið voru - all,ir vel- komnir að koma og skoða verk stúlknanna, bæði sauma og bakstur, en að kveldinu var sam- koma, og skemtu þar stúlkurnar með söng, leik dans og líkams- æfingum, en ræður héldu Mrs. Walter Lindal, Hon. Ivan Schultz, Mr. N. C. M. Kay, for- maður Extension Service. Mr. W. R. Wood, skrifari United Far- mers of Manitoba; Mr. J. Waw- rykow, þingmaður Gimli kjör- dæmis; Mr. H. A. Campbell, for- maður piltaskólans í Teulon. f kvöld er seinasti dagur drengjaskólans í Teulon og af 40 nemendum höfum við 12 ungl- ingspilta frá Árborg og grend- inni. Var það sjö vikna náms- skeið þar. Þar sem þessir skólar eru að- eins tilraun (experiment) að sinni, er nauðsynlegt að þeim sé gaumur gefinn. Haldi maður að þetta sé spor í rétta átt, ætti maður að styðja þetta mál á allan þann veg sem hægt er og láta þá sem fyrir því standa, Mentamáladeildina, The Exten- sion Service Labor og Mrs. Lin- dal, sem er forstöðukona sam- bandsstyrktar nefndarinnar vita álit sitt á því. Vil eg svo, sem forseti nefnd- arinnar, þakka öllum þeim, sem á einn eða annan veg hjálpuðu til þess að koma þessu í fram- kvæmd. Andrea Johnson Nú drottinn úr Rússlandi er rek- inn, þar ráða nú vísindi og spekin. Þar er trúað á mátt og megin, og mannsvitið lýsir vegin. (sbr. G. Á. í Hkr.) S. Bjömson HITT OG ÞETTA M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAM Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl < vieiögum VHtalstlmar kl. 2—4 ». k. 7—8 at> kveldinu Síml 80 867 666 Vlctor Bt. A. S. BARDAL Bclur líkklstur og ann&srt nm útfar- ir. Allux útbúnaður s& besti. — Ennfremur selur hann »ruw_.. mlnnifivarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 66 607 WINNIPMO Dr. S. J. Johannesnon 218 Sherburn Street Talsiml 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO IS4 BANNINO ST. Phone: 26 420 Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 9M F'reeh Cut Flowere Daily Plants in Season We specialize in Weddlng St Concert Bouquets 8c Funeral Deslgns Icelandic spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watchei Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Ourry Bldg.. Wlnnlpeg Oegnt pósthúsinu simi: 96 216 Heimilit: 32 226 Enskur landkönnuður, dr. Donald Thomsen, er nýlega kom inn til London eftir að hafa verið í rannsóknarferð í Ástralíu. — Langt inni í landi rakst hann á negraþjóðflokk, sem hvít drotn- ing stjórnaði. Drotningin er 21 ára gömul. Fyrir 14 árum strandaði á norðurströnd Ástralíu flutninga- skip eitt enskt. Kona skipstjór- ans og 7 ára gömul dóttir þeirra voru á skipinu. Mæðgurnar og nokkrir skipverjar björguðust á land, en skipstjórinn var meðal þeirra sem druknuðu. Mæðgurnar voru síðan teknar höndum af negrum, sem fluttu þær langt inn í landið. Móðirin lét lífið í þessu mótlæti, en litla telpan ólst upp hjá negrunum. Henni líkaði dvölip hjá þeim svo vel, að hún neitaðr algerlega að fylgjast með dr. Thomsen heim til Englands. Hin hvita drotning man lítið eftir foreldrum sínum. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financial Agenti 81ml: 94 221 809 PARIS BLDG.—Winnlpeg Gunnar Erlendsson Planokennarl Kenslustofa: 701 Vlctor St. Slmi 89 535 Orrici Phoki Reh phohi 87 298 , 73 40» Dr. L. A. Sigurdson 10« MEDICAL ART8 BDTLDINO OmcK Hours : 13 - 1 4 r.M. - « p.m. un it irronrTMmrr

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.