Heimskringla - 09.03.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.03.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytimc In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WINNEPEG, MIÐVEKUDAGINN, 9. MARZ 1938 NÚMER 23. HELZTU FRÉTTIR Ishbel MacDonald, dóttir Ram- say MacDonalds fyrrum forsæt- isráðherra verkamannastjórnar- innar á Englandi, giftist 28. febr. atvinnulausum málara og vegg- fóðrara. * * * * Trans-Canada Airlines byrjuðu 1. marz að fljúga stöðugt að deg- inum milli Winnipeg og Van- couver. Einu viðkomustaðirnir á leiðinni eru Regina og Leth- bridge. Vegalengdin er 1168 mílur. Er hún farin vestur á 8 klst. 15. mín., en austur á 7 klst. 45 mín. Frá Winnipeg er farið klukkan 9.15 að morgni en komið til Winnipeg klukkan 5.30. Til að byrja með verður ekkert flutt nema póstur. * * * Laugardagurinn 26. febrúar, er sagður heitasti febrúar-dag- urinn, sem frá er greint í veður- skýrslum Winnipeg-borgar. Hit- inn varð +47 um tíma úr deg- inum. * * * Neville Henderson, sendiherra Breta í Þýzkalandi átti tal við þá Hitler og von Ribbentrop fyr- ir helgina um samninga milli Bretlands og Þýzkalands eitt- hvað svipaða þeim sem Bretar hafa í smíðum við ftalíu. * * * “The Octavians” heitir félag í Englandi, sem myndað hefir ver- ið til þess að verjá nafn Hertog- ans af Windsor og hértogafrú- arinnar; félagið hefir það fyrir stafni að mótmæla öllum óhróðri sem skrifaður er um hjónin. í félaginu kváðu vera hundruðir manna. Á ári hverju ætlar það að halda veizlu til minningar um hinn vinsæla fyrverandi konung. * * * Það mun margan hafa mint á Jean Valjean, í einu af verkum Victor Hugo, er þeir lásu nýlega um það, að drengur í Seattle, Charles Atkins að nafni, hefi verið dæmdur til 20 ára fanga- vistar í ríkisfangelsinu fyrir að taka af öldruðum manni 29c og byssu. * * * Mann- og eignatjón varð mikið af völdum rigninga í Suður- Californíuríki',s. 1. viku. 'Eftir fjögra daga mikla rigningu hljóp vöxtur í ár og vötn er flæddu margar jarðir í kaf. — Herma síðustu fréttir, að um 200 manns muni hafa farist og heimilislausir skifta þúsunum er flýja urðu af jörðum sínum. — Eignatjónið nemur tugum mil- jóna. í Los Angeles urðu þúsund- ir heimilislausir og margar bryr biluðu; sex manns druknuðu. Á Long Beach fórust 10 manns er brú yfir Los Angeles ána bilaði. f Bell eyðilögðust um hundruðir húsa og um 5,000 manns varð húsvilt; fimm menn fórust. f Santa Paula urðu 1,000 manns heimilislausir og 250 hús skemd. f Monrovia og Arcadia um 300 heimilislausir. f Venice um 800 heimilislausir og mikið eigna- tjón. f Riverside druknuðu um 17 manns í bílum vegna vatna- vaxtar í Santa-Ana-ánni, o. s. frv.> o. s. frv. * * * A sambandsþinginu gerði T. L. Church íhaldsþingmaður frá Toronto-Broadview, tillögu s. 1. miðvikudag um að sambands- stjórnin tæki að sér aflan kostn- að við framfærslu atvinnulausra. Verkamálaráðherra Norman Rogers andæfði tillögunni um hæl. Kvað hann kostnaðinn mundi nema 100 miljón dollurum á ári' og til þess þyrfti stjórnin annaðhvort að hækka söluskatt- inn eða tekjuskattinn, sem báðir væru nú þegar full háir. Nú kvað hann sambandsstjórnina greiða um 30 miljón dollara af atvinnuleysiskostnaðinum. — Á eftir honum töluðu margir stjórnarsinnar og allir á móti til- lögunni. Var málinu á þann hátt eytt á þinginu. Mr. Woodsworth þingmaður frá Winnipeg studdi tillögu Mr. Church. Húðaði hann sambands- stjórninni út fyrir að' skella skolleyrum við hverju umbóta- máli, sem hreyft væri á þinginu. Kostnaðinn kvað Mr. Woodd- worth stjórnma geta haft upp í hækkuðum tekjuskatti eða erfða- skatti á upphæðum sem allsend- is væri leikið sér með, en lífsvið- urværi kæmu alls ekkert við. * * * Á sunnudagsmorguninn, 6. marz, sökti sjólið stjórnarinnar á Spáni skipi fyrir uppreistar- mönnum austur af Spáni (75 míl- ur frá Cape Palos). Á skipinu voru 765 manns; bjargaði brezkt skip um 400 af þeim. Nafn skipsins er sagt að verið hafi “Balearic”, eitt af mestu her- skipum Francos. * * * Á fylkisþinginu í Manitoba lýsti Hon. S. S. Garson fjármála- ráðherra Brackenstjórnarinnar því yfir, að skattur á bönkum yrði hækkaður um 40 af hundr- aði. Nú er skatturinn á bönkum $5,000 á aðal-böknum í fylkinu, ef þeir hafa yfirráðsmanns skrifstofu (superintendents of- fice), en $3,000, ef þeim fylgir ekki slík skrifstofa. Á útibúum er skatturinn $750 og niður í $400. f sköttum frá bönkum innheimti stjórnin á s. 1. ári $128,000. Með skatthækkuninni gerir hún ráð fyrir að hann nemi $175,000. W. R. Sexsmith frá Portage La Prairie og Geo P. Renouf frá Swan River, spurðu hvort þetta yrði ekki til þess að bankar fækkuðu útibúum sínum í fylk- inu. Mr. Renouf kvað aðeins einn banka í Swan Rrver daln- um, sem væri of lítið. Mr. Sex- smith kvað víða óþægindi að því út um fylkið, hve bankaútibú væru fá. * * * Dómsúrskurður hæstaréttar í Canada um löggjöf social crédit stjórnarinnar í Alberta, var birt- ur s. 1. föstudag. Auk þess sem að þrjú frum- vörp Alberta-stjórnarinnar eru talin ósamkvæm landslögunum, gaf hæstiréttur ennfremur þann úrskurð að sambandsstjórnin hefði vald til þess, að neyta stað- festingar löggjöf, sem fylkin gerðu. Einnig áleit hæstiréttur að fylkisstjórar hefðu vald til að krefjast frests á samþykt laga meðan hann leitaði álits stjórnar- ráðs — (Governors-General-in- ouncil) landsins um hana. Bankalöggjöf Albarta-fylkis hin nýja var í því fólgin, að auka skatta á bönkum svo að næmi 2 miljón dollurum a ari; skattarn- ir voru á hreinu stofnfe (paid- up capital) varasjóðsfé og ó- skiftum rekstursgróða (undivid- ed profit) banka í Alberta-fylki. Þessi löggjöf var talin ógild. Annað frumvarpið var um að lánstofnanir yrðu að sækja um reksturs-leyfi til fylkisstjórnar- innar og að þær væru undir eftir- liti nefndar eða ráðs frá fylkis- stjórnnini. Það frumvarp var talið ólögmætt. Þriðja frumvarpið var um að skylda fréttablöð til þess að koma með sögumann að fréttum sem birtar væru og leiðrétta ef ósatt væri sagt um gerðir stjórn- arinnar. Það frumvarp var af hæstarétti einnig talið ósam- kvæmt lögum um ritfrelsi. Hvað sem um þessi frumvörp má segja, er það augljóst af hæstaréttar-rúskurðinum, að fylkjastjórnum landsins er skamtað vald sitt úr hnefa sam- bandsstjórnarinnar talsvert fram yfir það er margan kann að hafa grunað. Frelsi þeirra virðist vera meira í orði en á borði. * Hs * Á þriðjudagskv. 1. þ. m. um kl. 10 bar það við í Mac’s Theatre á Ellice Ave., er þau Christie- hjónin veita forstöðu að ræn- ingi réðist inn í kompuna þar sem aðgöngumiðar eru seldir, otaði skammbyssu og heimtaði peningana. Hr. Guðm. Christie varð fyrir svörum en var alls ekki í hug að verða við skipun- um komumanns, heldur þreif óþyrmilega í handlegg ræningj- ans og kallaði á hjálp, ræningj- anum varð hverft við og sleit sig lausan og flýði sem fætur toguðu — tómhentur — yfir strætið og hvarf þar milli hús- anna. — Hr. Christie lét það álit sitt í ljósi við fréttaritara “Tribune” (er gat um þennan atburð) að þessir ræningjar myndu fæstir vera mannskæðir og bezt að taka hraustlega á móti þeim. Guðmundur hefir aldrei verið vanur að gefast upp að óreyndu, og mun þetta ekki í fyrsta sinn að hann hefir sýnt af sér snarræði við ofbeldisseggi. * * * f blaðinu “Walsh County Re-. cord”, 24. febrúar s. 1. er yfir- mönnum í Cavalier County og samvinnu þeirra við Guðmund dómara Grímsson hrósað fyrir skjótar aðgerðir í morðmáli Andrew Chaykum. Andrew þessi var vinnumaður hjá bónda er Dona Chaput hét, 5 mílur frá Langdon. Myrti vinnumaðurinn húsbónda sinn og ætlaði að brenna lík hans í heystakki til að fela sök sína. En alt komst upp og Andrew var tekinn fastur og lífstíðar fangelsisdómur hafði verið kveðinn upp yfir honum f jörutíu klukkustundum eftir að hann framdi morðið. Hinn seki játaði glæp sinn. Segir blaðið að slík árvekni yfirvalda sé öðrum til fyrirmyndar og þjóðfélaginu ti'l tryggingar. * * * Á sambandsþinginu hreyfði sjómin því s. 1. fimtudag, að hækka laun flokksforingjanrta í efri málstfu þingsins, senatór- anna. Laun foringjanna eru nú $4,000 sem hverra annara efri- málstofu þingmanna. Finst stjórninni að kaupið ætti að vera um $10,000. f neðri deild þings- ins er það greitt foringja stjórri- arandstæðinga og um $2,000 í bíla eða ferðakostnað. Forsætis- ráðherra hefir $15,000 á ári' auk ferðakostnaðar og fleira. Og þetta kalla menn ekki umhyggju- semi. * * * Mrs. William Laverty heitir kona í Lansdale, Pa., Hún á tveggja ára gamlan son, sem er að missa sjón á báðum augum; er það sagt afleiðing af misling- um er drengurinn fékk fyrir nærri ári síðan. Til þess að koma í veg fyrir að sonur hennar missi sjónina, kvað móðir hans hafa boðist til að láta taka annað aug- að úr sér og setja í drenginn. Er sagt að hún sé á leiðinni til New York til að fá þetta gert. Móðir- in er 33 ára. Maður hennar er verkamaður í ullarverksmiðju. * » * Frétt barst síðast liðinn mánu- dag um að Mussolini hefði sent 5,000 hermenn frá Libýu til Spánar, rétt eftir að friðarskraf hans og Breta byrjaði. Eru her- menn þessir nú í liði' Francos norðvsetur af Madrid. Er ætlast til að skjótur endi verði nú bund- inn á Spánar-stríðið. Sagt er einnig að Mussolini- hafi getið þess, að hann ætlaði ítöslkum hermönnum einum að vinna á síðasta vígi stjórnarinnar á Spáni. * * * “Todays Canadians” heitir greinar flokkur sem er að birtast í blaðinu Tribune daglega. Á blaðið tal við ýmsa málsmetandi menn og í gær er viðtal birt eftir séra Philip M. Pétursson um ís- lendinga, viðhorf hinna yngri og eldri í þessu landi. Er á það bent, að þó íslendingar hafi komið hingað með tvær hendur tómar, hafi þeim gengið furðu vel að verða efnislega sjálfstæð- ir. Ást íslendinga á frelsi, er þó ef til vill það merkilegasta, sem þeir hafa til “þjóðmyndunarinn- gir” nýju að leggja í þessu landi, að dómi séra Philips. Á Thomas H. Johnson er um skeið var dómsmálaráðherra þessa fylkis, er bent í sambandi við þátttöku þeirra í opinberum málum þessa lands. * * * Þrjár prinsessur í giftingar hug í byrjun marz komu þrjár prinsessur, allar systur, frá Al- baníu til New York. Þær eru systur Zog I. konungs og er sagt að svo standi á ferðum þeirra, að þeir séu að líta sér eftir ríkri giftingu í Bandaríkj unum. Systurnar Myseyen, 28 ára, Ruhije, 27 ára, og Maxhide 26 ára, eru forkunnar fríðar og hafa prinsar í Evrópu farið bónorðs- ferðir til þeirra, en þeir eru nú flestir fátækir og armir og fá víðast hryggbrot. Zog konung- ur bróðir þeirra var fram að ár- inu 1927 höfðingi mannflokks eins í Balkan fjöllunum, óróa- seggur og lá í bardögum unz hann lýsti sjálfan sig konung Albí^níu ríkisins, isem oft er nefnt “púðurtunnan á Balkan- skaga”. Hann er 42 ara, ætlar að giftast í maí á komandi vori greifafrú, er Geraldine Apponyi heitir, en móðir hennar var Gladys Virginia Stewart frá New York. Konungur kvað líta svo á, sem það væri f jallaríkinu fátæka happ, að eignast auðuga banda- ríska mága. ÍSLANDS-FRÉTTIR Forsætisráðherra slasast á skíðum Hermann Jónasson forsætis- ráðherra varð fyrir því óhappi' á skíðum á sunnudaginn, að ökla- beinið á vinstra fæti brotnaði og jafnframt varð nokkur tognun í kringum öklann. Forsætisráðherrann var í brekkunum suðaustur af Vífil- staðavatni, þegar slys þetta vildi til. Hugði hann meiðslið minna í fyrstu og hélt því áfram á skíðunum nokkra stund áður en hann fór heim að Vífilstöðum. Vegna þessara meiðsla varð forsætisráðherra að vera heima í gær og er vafasamt, hvort hann getur verið við þingsetninguna í dag.—N. Dbl. 15. febr. Rt. Hon. R. B. Bennett segir upp forustu íhaldsflokksins Frá fundi í haldsflokksmanna, sem nú stendur yfir í Ottawa, ibarst sú frétt s. 1. mánudag, að Rt. Hon. R. B. Bennett hefði sagt upp forustu flokksins. Ástæða hans fyrir þessu mun flestum kunn; hún er heilsubil- un. Að sambandsþinginu loknu, sem nú stendur yfir, liggur því fyrir íhaldsflokkinum að kalla til flokksþings og kjósa sér leið- toga í hans stað. Á því flokksþingi verður og eflaust ný stefnuskrá samin. En þangað til að að þessu kemur, verður Bennett foring- inn. Hvort að hann hættir öllum opinberum störfum út því, fer að líkindum eftir heilsu hans. — Sjálfur gerir hann ekkert mikið úr vanheilsu sinni, en segir hana aðeins þar komna, að hann verði að fara varlega með sig. Stjórnarferill Rt. Hon. R. B. íBennetts er svo kunnur, að á hann er hér ekki þörf að minn- ast. Á það eitt skal bent, að flest, ef ekki öll blöð landsins minnast hans nú að loknu for- ingja starfinu, sem hinna fáu og allra fremstu stjórnmálamanna ekki aðeins þessarar þjóðar, heldur og innan Bretaveldis. En beztu stjórnmálamenn eru [ekki ávalt beztu flokksforingjar- Það kemur fyrir að flokkurinn getur ekki fylgt þeim eftir og dregst aftur úr. Það er ef til vill ástæðan fyrir því að Bennett átti ekki því fylgi flokks síns að fagna, sem búast hefði mátt við. Og tap Bennetts í kosningunum 1935, var af hinu sama sprottið. Árin frá 1930 til 1935 voru tímanna vegna hin erfiðustu stjórnarár 1 þessu landi sem öðr- um. Hver holskeflan reis þá á fætur annari. En hvernig hjá þeim var stýrt og hvernig að við hverju áfallinu af öðru var þá séð af stjórn Bennetts, verður einhverntíma viðurkent, þó það væri ekki af kjósendum gert 1935. Af þeim stjórnmálamönn- um, sem enn eru kunnir hér, hefði ef til vill enginn gert betur á þeim árum eða eins vel og Ben- nett gerði. Samveldissamningamir sem gerðir voru í Ottawa 1932, munu lengi taldir verða ein hin merki legasta löggjöf, sem frá nokkr- um nýlenduráðherra Bretaveldis hefir komið Það getur einnig orðið bið á því, að í þágu bænda verði hér önnur eins löggjöf samin og sú, er laut að stofnun hveitisölu- ráðsins. Bennett var fæddur 3. júlí 1870 í Hopewell í N. B. Tuttugu og þrem ‘ árum síðar var hann byrjaður á lögfræðistarfi í Chat- ham, N. B. í bæjarráð í North- umberland var hann kosinn 1896. En ári' síðar flutti hann til Cal- gary og stundaði þar lögfræði- störf. Þingmaður fyrir North West Territories var hann 1898- 1905. Til fylkisþingsins í Al- berta var hann kosinn 1909. En svo í kosningunum 1911, var hann kosinn á sambandsþingið. Var hann sambandsþingmaður fyrir Calgary þar til 1917. Hann sótti þá ekki; var sagður á móti samsteypustjórninni En 1921 sótti' hann aftur og var kosinn á sambandsþingið. Hefir hann ver- ið þar síðan. Árið 1927 var hann kosinn foringi íhaldsflokks- ins á flokksþingi sem haldið var í Winnipeg. f kosningunum 1930 vann flokkur hans einn sinr glæsilegasta sigur. Sem stjórnarandstæðingur á sambandsþinginu nú, virðist sem Bennett tali einn fyrir flokk sinn; áhugi hans í löggjafar- starfinu er hinn sami og fyr. En það að hann heldur oft ræður og langar ef með þarf, er ekki það eina, sem um hann verð- ur sagt, sem ræðumann. Eitt andstæðingablað hans gefur hon- um þann vitnisburð, að hann gæti talað af meira viti um fleiri mál, en'nokkur annar þingmað- ur. Hver eftirmaður Bennetts verður, er með öllu óvíst ennþá. New York-sýningin Eins og áður hefir verið tekið fram, skipa 15 menn sýningar- ráð íslands, sem á að standa fyrir þátttöku landsins í New York sýningunni. Nefndin hélt fund í gær í Al- þingishúsinu. Kaus hún í fram- kvæmdaráð Vilhjálm Þór sem formann, en meðstjórnendur Harald Árnason og Ragnar E. Kvaran. Formaður sýningarráðs var kosinn Thor Thors, en varafor- maður Guðm. Vilhjálmsson. Rit- arar nefndarinnar eru Stein- grímur Steinþórsson og Emil Jónsson. Vilhjálmur Þór er nú á leið til Reykjavíkur, vegna sýningarinn- ar.—N. Dbl. 11. feb. * * * Bæjarbruni f gærkvöldi brann til kaldra kola bærinn að Ásmundarstöð- um á Melrakkasléttu. Bærinn var timburhús 3,6x13,30 mtr., tvílyft, ásamt tveimur skúrum. Stóviðri var, er bærinn brann. Nokkru af innanstokksmunum varð bjargað. Bóndinn Jón Jóns- son var ekki heima, er eldsins varð vart, en kom að brunanum. Upptök eldsins eru ókunn. — Bærinn var vátrygður, en innan- stokksmunir ekki.—Vísir 8. feb. GUÐNI FRÁ SIGNÝARSTÖÐUM Þú hefir stigið stóra sporið, —Stundar-klæði lagt að jörðu— Stigið út úr stríði hörðu, Stigið inn í friðsælt vorið. Nu má fróðleiks-elskur andi óhindraður flugið þreyta, Svífa hærra, lengra leita, Leystur úr jarðar vista-bandi. Fátækt þig ei fjötra kunni Fót og hönd þó særði stritið. Andinn frjálsi, vilji og vitið Veg þér ruddu að fræða-brunni. Þótt mót lífsins ergi og önnum Oftast mættir huga beita, Við þig fróðleiks fangbrögð þreyta Fáum dugði skóla-mönnum. Margur vana og heimsku hlekkur Höggvinn var, og numin fræði Þar sem f jóss og fjárhúss-næði Fyrsti var og efsti bekkur. Þar sem eilíf árdags-sunna Allri þoku og skýjum dreifir Hittumst frændur heilir, reifir Hinumegin tjaldsins þunna. Kristján S. Pálsson Séra Eyjólfur J. Melan frá Riverton, Man., var staddur í bænum fyrir helgina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.