Heimskringla - 09.03.1938, Side 7

Heimskringla - 09.03.1938, Side 7
WINNIPEG, 9. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA 1 Hrafl Ýmislegt af því sem nú er að ske út um heim allan, að með- taldri Ameríku, kemur mér að iða í skinninu af þrá til að leggja orð í belg. En af því hve ógjarnt mér er að hæla illmennum og leiða hjá mér hinn óguðlega á- trúnað, sem allur fjöldinn enn knékrýpur í fáfræði sinni', á eg litla von á að orð mín finni náð fyrir augum þeirra er valdið hafa í þeim sökum. Tekur sá efi því oftast fyrir framkvæmd- ir — til happs eða hnekkis, eftir því hvernig á er litið. Ófriðarsamningarnir, eða öllu heldur ákvæðin, sem efnt var til í Versölum 1919, sællar minn- ingar, eru nú farin að bera ríku- legan ávöxt eins og vænta mátti. Heimska sú og óbilgirni, sem þar riðu við einteiming, ásamt hroka, eru nú farin að hitta sjálf sig fyrir, og líkar illa. — Höfuðfíflin fjögur, sem þar stóðu í broddi fylkingar, eru nú flest dáin, sem betur fer; því þungbært hefði jafnvel orðið sumum þeirra að sjá allar afleið- ingar gerða sinna. Hinn ógreind- asti þeirra, og eðlilega sá eini, sem eftir lifir, Lloyd George hinn brezki, virðist enn ekki skilja að fullu til hvers var stofnað með þeim ákvæðum og heldur enn á- fram að hreyfa ummælum án sýnilegrar blygðunar. Eg hefi ekki harðýðgi' í mér til að stað- hæfa að hann hafi vitað betur en hann lét, jafnvel þó hann nú sé orðinn svaramaður erkióvinar- ins, sem vegna Versala-ákvæð- anna gat þróast upp í að verða hinn hættulegasti spellvirki' í mannheimum. Auðvitað er L. G. ekki einn í þeirri flokkun. Með honum, hvernig svo sem látið er, er alt ráðuneytið brezka og flest allir efna- og stjórnmálamenn heims- ins. Og þeim fylgja að málum ennþá allir liberalar og conserva- tívar; en allir aðrir miðlunar- flokkar, svo sem C. C. F., social credit o. s. frv., dreyfa kröftum þeirra, sem fasismanum eru and- vígir. Kommúnistar einir vita það viðnám, sem verða má, og því er hatrið á þeim svo ægilegt og hræðslan við mögulegan sigur þeirra öllum ótta yfirsterkari. Það er nokkurn vegin áreið- anlegt að drotnunum í hinum enskumælandi heimi, og jafnvel víðar, er ekki alskosta um fas- isma. Þeir vildu gjarnan halda áfram með hið svokallaða lýð- ræðis fyrirkomulag, en eru nú loksins farnir að sjá að það get- ur ekki lengur staðist með þeim ójafnaðar reglum sem þeim finst nauðsynlegar sér til viðhalds og vellystingar. Verða þeir því, eftir sinni skððun, að neyðast til að viðtaka fasisma þegar gömlu stoðirnar hrynja, því Jannars kæmist jafnaðarstefnan (kom- múnisminn) á' — og þá væri þeirra yfrdrotun á enda. Afstaða þessara manna er vel skiljanleg. Þeir álíta sig sitja á IHHKOLLUNARMENN HEIMSKRINCLU ( CANADA: Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler, Sask:........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge........................ H. A. Hinriksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe................................... Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale.......................................ólafur Hallsson Foam Lake.........................................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland............................ Slg. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Hove..................................Andrés Skagfeld Húsavík.................................John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................ Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes.............................. Rósm. Ámason Langruth............................................B. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð Mozart.................................. Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview............................. Otto.............................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.........................................Árai Pálsson Riverton.........................................Björn Hjörleifsson Selkirk__________________________ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.............................Ingi Anderson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.................................. ( BANDARfKJUNUM: Akra............................‘.....Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel............................... J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham................................ E. J. BreiðfjörB The Viking Press Limited Winnipeg. Manitoba hátoppi velmegunar, í hagfræði- legum skilningi, en óttast hins- Vegar refsireiði hinna undirok- [ uðu ef þeir skyldu missa taum- haldið; því þeir vita á sig ótelj- ! andi og óheyriiega glæpi frá upp- hafi vega. Þó eru nú komnar sannanir fyrir því, að þeim yrði gert jafnt undir höfði svo fljótt sem þeir semdu sig að hinu breytta skipulagi. Hitt er ó- skiljanlegra, hversvegna hinir sístríðandi og langþjáðu þrælar í miðri' hringiðu lífsbaráttunnar svo sem smærri kaupmenn, fræðimenn, stjórnarþjónar, blaðamenn og prestar, standa svo að segja óskiftir með sínum yfir- boðurum á móti þeim, sem vilja leysa þá úr ánuðmni. Væri ekki svo ynnist baráttan á svipstundu án nokkurra hryðjuverka. Eftir öllu útliti að dæma eru nú alræðisstjónir í þágu stór- eignamanna að komast á um heim allan, að undanskildu Rúss- landi og skandinavisku löndun- um. Aldan er komin yfir til Ameríku, og “vagga frelsisins”, Bandaríkin sjálf, munu veræfar- in að finna alvarlegar sveiflur þeirrar hreyfingar. Hin núver- andi stjórn Canada er auðsjáan- lega hliðholl þeirri stefnu og bíð- ur óþreyjufull eftir táknmerki frá móðurlandinu og er það ekki að undra með hina svokölluðu liberala í stjórnarsessinum. Hver hreyfing í lýðfrelsisáttina er vægðarlaust brotin á bak aftur, en ójöfnuður og undirokun sam- þykt með þögninni. Það fer eftir sköpum. Að sönnu hafa ýms kapitalista blöð mótmælt þessari afstöðu stjórnarinnar með vægum orð- um, og þar á meðal má nefna ís- lenzku blöðin okkar bæði; en það er nokkuð seint að fara að loka fjósinu þegar féð er alt á burt. Þegar búið er að hylla og veg- sama þessa legáta og forsvara stefnu þeirra þangað til allur há- vaði kjósenda er orðinn ruglað- ur í rökfræðinni þá er um sein- an að snúa við. Enda er það máske ekki tilgangurinn. Það er erfitt að ímynda sér að blöð þau séu nú fyrst að sjá hvert stefnir. Þakkavert samt sem áður er alt það, sem vendir til betri áttar. Heimskringla hefir í seinni tíð flutt nokkrar vekjandi ritgerðir. Þar á meðal minnist eg langrar greinar eftir Jakob Norman, sem að efni til var öll réttu megin, þó frásögnin væri á parti fremur dæmisögulegs eðlis en rökfærandi. Getur það verið fult svo áhrifamikið, sé vel á haldið. En vegna þess minnist eg á þessa greina, að eg var búin að fá grun (og ekki að ástæðu- lausu) um það, að Jakob væri orðinn fylgjandi Social Credit stefnunnar. Átti eg þó hálf bágt með að trúa því, vegna þess að hann var sá fyrsti, sem sann- færðr mig um að það, sem þyrfti, væri að afnema peninga með öllu. Áður hafði eg ímyndað mér (eins og svo margir höfðu gert og gera enn) að hægt væri að fyrirbyggja misbrúkun þeirra með lögum. En eins og gefur að skilja yrði það ámóta auðvelt og það, að afnema glæpi með lög- um. Áreksturinn liggur í því, að mannasetningar eru alls ekki lög. Menn fara einungis eftir því, sem þeim virðist ágóðavæn- legt í svipinn, hvað sem boðorðin segja. Eina ábyggilega leiðin er því sú, að haga skipulaginu þannig, að hagur hvers einstaklings verði' að vera hagur heildarinn- ar. Þá þarf ekki peninganna lengur við, því þeir geta aldrei verið til annars en þess, að aftra framkvæmdum og ójafna arðinn. Var mér því hugnun í að vita, að Jakob er S. C. mönnum hliðholl- ur, eins og eg, aðeins vegna þess að þeir eru að leita útleiðar frá því, sem er, þótt vitalaust ráfi. Jónas Pálsson er ef til vill sömu trúar hvað Aberhart stefn- una áhrærir, og hefir hann margt vel sagt hinum ríkjandi' sið til ógagns, jafnvel þótt mér finnist hann eiga bágt með að afneita honum í fullri alvöru. Og með “bersögli” sinni leiddi hann í ljós, að meðal okkar, hinna frelsi-elskandi fslendinga, eru að springa út fasistar í fullu fjöri. Hvers má þá vænta meðal hinna óæðri kynþátta? í morgun heyrði eg í gegnum viðvarpið að eina leiðin til að bjarga Vancouver-borg frá a1- geru gjaldþroti væri sú, að i;»g- leiða lotterí (sweepstake), sem rekið yrði í stórum stíl. Skatt- arnir eru orðnir eins háir og lög leyfa og varasjóðurinn allur upp étinn. En fyrir skömmu síðan gat bærinn ráðist í að bæta við sig lögregluþjónum og hermönn- um, með áttatíu þúsund doDara aukakostnaði á mánuði, til þess eins að aftra uppskipunarmönn- um frá því, að ná rétti sínum. Og Vancouver er ekki neitt sérstakt fyrirbrigði í þeim málum. Sam- bandsstjórnin, til dæmis, sker allan fátækra styrk við neglur sér, en ef eitthvert nauðsynja- mál krefst úrlausnar fyrir ítrek- aðar áskoranir fólksins, er nefnd lögmanna stofnuð til rannsókn- ar og þóknun hvers eins ákvörð- uð minst $200 á dag. Ein þeirra' sat hér lengi eitt árið j því skyni að réttlæta að 20c á dag væri hæfilegt kaup fyrir unga menn við brautarvinnu, sem ekki þyrftu að erfiða nema átta klukkustundir á dag. Turgeon- nefndin, sem var sú síðasta af mörgum, er skapaðar hafa verið til að rannsaka hvort spákaup- menska sé nauðsynleg í sam- bandi við' hveiti framleiðsluna, kostaði fólkið um $115,000, og er það óvanalega smá upphæð. En það sem mér þótti einkenni- legt við reikningana var það, að Turgeon fékk $35.00 á dag í mat- eyrir, Ralston $20.00 en Coyne ekki nema $10.00 Og nú er mér þó sagt að Turgeon sé sízt stærstur að vöxtunum. En án gamans, til hvers eru stjórnir kosnar, ef ekki til þess að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar? Allar ábyggileg- ustu skýrslur eru auðvitað ávalt í höndum stjórnarinnar, og ef hún veit samt ekki sitt rjúkandi ráð í neinu máli, sem nokkru varðar, hvaða rétt á hún þá á sér sem stjórn. Og á hverju byggjast þá stóryrðin um stjórnvizku og hagsýni? Myndi nokkur annar félagsskapur eða fyrirtæki vera lengi ánægt með ráðsmann, er þyrfti að skírskota öllum vandamálum til óviðkom- andi nefndar? Hér hefir verið mikið rætt um að banna alla verzlun við Japan á meðan her þess rekur stríð á hendur kínversku þjóðinni, því á flestra vitorði mun nú vera sú staðreynd að mikill hluti skot- færaefnis þess lands er keyptur hér í Canada. En eins og við mátti búast hefir King þverneit- að að setja nein höft á þá verzl- un. Fyrst og fremst mun hann eiga ýmsa pólitízka vini, sem við framleiðslu þeirra hluta eru riðn- ir; og svo mun hann vilja fara eftir fordæmi Breta í þeim efn- um eins og öðru. Svo kvað hann lika bera því fyrir að það kunni að vera hættulegt að gera neitt, sem mætti móðga Japana. Þeir væru þá vísir til að skreppa yfir Kyrrahafs pollinn og taka Can- ada með húð og hári'. En sá fyrirsláttur gefur aftur á hinn bóginn nothæfa ástæðu til þess að stinga niður nokkrum skot- byssum hér á ströndina, öðrum vinum hans til ríflegs uppgangs og þóknunar. Svo kvað hann einnig hafa látið kaupa nokkra flugdalla fyrir nokkuð á annað hundruð þúsund dali hvern, til vonar og vara. Megum við því víst vera róleg þó hinir gulu kynnu að ráðast í að senda okkur sprengiefnin til baka í nýju formi'. ! En hinsvegar væri máske ekki úr vegi að minnast á það, sem einstöku menn er nú farið að gruna, að óvinir okkar“seu allir í Canada. —P. B. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 BoyA Bldg. Skrlfstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifatofu kl. 10—12 í. h. o* * 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 lSt G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LógfraeBingur 702 Confederation Life Bldg. Talsíml 07 024 Orrici Phoki 87 291 Ris Phoki 73 401 Dr. L. A. Sigurdson 10* MXDICAL ART8 BUILDINO Ornci Houii: 13 - 1 4 F.H - • r.n Otn IT APPOZKTIIIKT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAM á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skriístofur af nundar oe Gimll og eru þar að hdtta, fyrsta miðvlkuda* I hverjum mánuðl. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKU R TANNLÆKNIR 313 Curry Bldg.. Winnlpeg Oegnt pócthúalnu Slmi: 96 216 HeimiUs: 33 396 M. HJALTASON, M.D. ALMSNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkd&mar Leetur útl meðöl í vlðlögum VltStalstímar kl. 2_4 «. fc. 7—8 aS kveldinu Sími 80 857 665 vtctor *t. Dr. S. J. Johannesdon 218 Sherburn Street Talaiml 30 877 Vlðtalstimi kl. 3—8 a. h. A. S. BARDAL selur llkklstur og &nn&ðt nm útfar- lr. Allur útbúnaður sá beatl. _ Ennfremur eelur hann mlnnisvarða og legsteina. 843 8HERBROOKB 8T. Phone: 66 607 WINNIFMO J. J. Swanson & Co. Ltd. RMALTORS Rental, Ineuranee and Finencial Agents Blmi: 94 221 888 PARIS BL2DQ.—Wlnnlpeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Ringfl Agents for Bulova Watche* Marriage Licenaes Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Planokenn&ri Kenslustofa: 701 Victor 8t. SLmi 89 535 MARGARET DALMAN TMACHMR OF PIANO 654 BANNINO ST. Phone: 28 420 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annut allwkxmar flutnlnga fram og aftur um bœinn. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 964 FTe«h Cut Flowers Daliy Plants in Season We speci&llze in Weddlng tc Concert Bouquets A Funeral Designs Icelandlc spoken ÍSLANDS-FRÉTTIR Bæjarkosningar í Reykjavík Síðasta dag janúarmánaðar fóru fram bæjarkosningar í Rvík og fleiri bæjum á fslandi. í blöð- um nýkomnum að heiman segir frá úrslitum kosninganna í Rvík. Vann sjálfstæðisflokkurinn þar 9 sæti, samfylking Alþýðuflokks- ins og kommúnistar 5 sæti, fram- sóknarflokkurinn eitt sæti. Frá atkvæðamagni flokkanna og nöfnum hinna kosnu skýrir Morgunblaðið sem hér segir: Sjástæðisfl.................9893 atkv. Samfylking kommúnista og Alþ.fl................6464 atkv. Framsóknarfl................1442 atkv. Þjóðernissinnar ...... 277 atkv. ógildir seðlar ...... 50atkv. Samtals greidd . ..18280 atkv. Samkvæmt þessu hlutu kosn- inggu af lista Sjálfstæismanna: Guðm. Ásbjömsson, útgerðarm. Bjarni Benediktsson, prófessor Jakob Möller, alþingismaður. Guðrún Jónasson frú Guðm. Eiríksson, húsasmíðam. j Valtýr Stefánsson, ritstjóri Helgi H. Eiríksson, skólastjóri |jón Björnsson, kaupmaður Gunnar Thoroddsen, lögfr. Af lista Samfylkingarinnar: Stefán Jóh. Stefánsson, lögfr. Ársæll Sigurðsson, bókari Soffía Ingvarsdóttir frú Jón A. Pétursson, framkv.stj. Björa Bjarnason, iðnverkam. Af lista Framsóknarflokksins: Jónas Jónsson skólastjóri. Sigurður P. Sívertsen látinn Sigurður P. Sivertsen fyrver- andi vígslubiskup og guðfræðis- prófessor lézt í ífyritfnótt að heimili sínu. Hafði lengi átt við vanheilsu að búa. Sigurður var 67 ára gamall, ættaður frá Höfn í Melasveit. Hann gekk ungur skólaveginn og vígðist til prests að Útskálum, en fluttist þaðan að Hofi í Vopnafirði. Þegar háskólinn var stofnaður, gerðist hann guð-, fræðidósent við hann og nokkr- um árum síðar prófessor. —N. Dbl. 7. feb. * * * Fiskmjöl til manneldis Frá því í júlí í sumar hefir Guðmundur Jónsson, verkfræð- ingur, unnið að rannsóknum á fiskimjöli og notagildi þess til manneldis og hafa þær rann- sóknir borið góðan árangur. í því tilefni bauð hann í fyrradag Fiskimálanefnd, bankastjórum, ráðherrum og blaðamönnum að borða ýmsa rétti, er ungfrú Helga Sigurðardóttir, matreiðslu kenslukona, hafði matreitt úr mjölinu. Réttirnir voru þessir: Venjuleg fiskisúpa, brún fiski- súpa, tómatfi'skisúpa, fiskibuff, Fvsk-“gratin” og fiskabollur. — Voru réttirnir hinir ljúffeng- ustu. Fiskimjölið er framleitt úr fiskinum með beinunum í. Er hann aðeins slægður og tekin úr honum tálknin.—N. Dbl. 6. feb. Lesið Heimskringlu Kaupið Heknskrlnglu Borgið Heimekringlu

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.