Heimskringla - 16.03.1938, Síða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. MARZ 1938
Hcimsktringla
(StofnuB 1886)
Kemur út i hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Anenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist
tyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
H 011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst:
K -vager THE VIKINO PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
g “Heimskringla” ls published
and printed by
i THE VIKIilG PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
| Telephone: 86 537
^nmiuuumiiHiiiuiiiuiiiMiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiuiiii
WINNIPEG, 16. MARZ 1938
FORN-ÍSLENZKIR ÞJÓÐSÖNGY-
AR OG ALÞÝÐUSÖNGYAR
Þegar rætt er um þjóðsöngva nú á dög-
um skilst mönnum sem að átt sé við ein-
hver alsherjar sönglög og kvæði er sér-
staklega snerta eitthvert visst land. Þannig
segjum vér að “Eldgamla ísafold” sé þjóð-
söngur íslendinga, “The Star Spangled
Banner” þjóðsöngur Bandaríkjamanna;
“Ja vi elsker dette Landet,” þjóðsöngur
Norðmanna. En þetta alt er síðari tíma
skilningur, eða tilbúningur. Ættjarðar eða
hergönguljóð eru ekki þjóðsöngvar. Þau
eru if^hvöt, og þjóðmálabrýning, nokkurs-
konar pólitískir sálmar.
Það að Danmörk er neflaus en ísland
með klumbu eða kónganef (fjöllum) er
pólitískt storkunar yrði. óskin að stjömu-
fáninn blakti ávalt yfir landi frjálsra og
fríborinna manna er orustu hvöt og þessi
hjartnæmu erindi um Mösurlaufin (Maple
Leaf) er skólabörnum eru kend hér í landi,
er ekki canadiskur þjóðsöngur.
Þjóðsöngvar eru alþýðuskemtan í ljóð-
um, alþýðu kveðskapur. Að efni og anda
eru þeir ekki endilega frábrugðnir hver
öðrum þó um fleira en eitt land sé að ræða,
því alþýða manna í öllum löndum á margt
og mikið sameiginlegt; öll frumeinkenni
líkama og sálar eru hin sömu, hugsanir,
langanir og leitanir. Það sem gleður og
hryggir menn er mikið til hið sama, hvort
sem þeir búa suður á Frakklandi eða norð-
ur við heimskaut. Vakning lífsins er birt-
ist í æfintýralöngun, ásta-draumum og
hugsjónaleit, er svipuð meðal allra þjóða.
Og áhrif vonbrigðanna er brjóta lítt-
fleyga vængi vonar, trúar og ástar eru og
alstaðar jöfn. Sorg og örvænting, þegar
æfintýrið endar í sjónhverfing og hug-
sjónaleitin á grafarbotni eru hinar sömu
meðal allra manna. Lífið, léttúð þess og
alvara, nautn þess og þrautir, gleði þess
og sorg er hið sama á öllum stöðúm. Mann-
kynið alt er hið sama hvarvetna þó grein-
anlegt sé í þjóðir. Það er alt sama lífs-
tegundin er lýtur einum og sömu lögum og
lífsskilyrðum um allan heim.
Tungurnar eru margar en allar mæla
þær sömu orðunum hver á sína vísu, nöfn
þeirra hluta sem hugur og hjarta þekkja,
þrá og vona.
Þjóðsöngvarnir eru hver öðrum frá-
brugðnir að því einu sem þeir birta hugs-
anafar og lundareinkenni þjóðanna. Meðal
suðrænna þjóða eru þ<?ir léttari en á Norð-
urlöndum, og bjartara yfir þeim. Lýsing-
ar frá náttúrunni hið ytra, ljá þeim bún-
ing. Ganga þeir því fram í skínandi klæð-
um, geislaðdýrð suðrænnar sólar, og rósa-
skrúði suðrænna sóllanda. Norðar er bún-
ingurinn ekki eins glæsilegur. Ef hann er
ofinn þar, eru skuggarnir þyngri og þétt-
ari, ljósið grárra og rökkur kendara og
yfir efninu hvílir alvöru og þunglyndis
blær, jafnvel þó um gleðimál sé að ræða. Sé
búningurinn sóttur út fyrir heiminn er
hann fenginn frá Ásgarði, hinu mikla,
hvíldarlausa erfiðislandi eilífðarinnar, þar
sem "baráttan er slitalaus, og engir hvílast
hvorki guðir né menn.
Efni þjóðsöngvanna er mikið til hið
sama og oft alveg hið sama, og munar að-
eins í meðferðinni eftir því hvaða þjóð á
hlut að máli. Þannig ganga sömu sög-
urnar land úr landi og eru sungnar í ljóð-
um, söguhetjurnar breytast ekki nema að
málfari eftir því hverjir leggja þeim orð í
munn. Sigurður Fáfnisbani í Völsungu er
mikið til óbreyttur er hann kemur fram
sem Siegfried í “Nibelungenlied”. Sama
má segja um Tistram og ísönd, Flóres og
Blankiflúr og fleiri.
Væri vissa fyrir því að Eddukvæðin
væri kveðin á íslandi mætti nefna þau sem
fyrstu íslenzku þjóðsöngvana og þjóð-
kvæðin. Undir þjóðsöngva flokkinn heyrði
þau ljóð sem ort eru út af sögnum og
sögum, æfintýrum og þessháttar, svo sem
Völundarkviða, Helga kviðurnar, Sigurðar
kviða, Sigurdrifumál, Guðrúnar kviða,
Oddrunargrátur og fleiri, en þjóðkvæðin
væru þau er skýrði frá siðum og trú, sköp-
un heims og aldri veraldar.
En sé það nú óvíst að nokkur þessara
kvæða séu samin á íslandi, heldur kveðin
í Noregi, eða annars staðar, þá eru þau
sameign norrænu þjóðarinnar í báðum
löndunum og ber því að skoða þau sem
einskonar þjóðkvæði og söngva norræna
þjóðbálksins áður en sérstök þjóðerni
myndast. En þau eru nokkuð í sama anda
og stefnu eins og síðari þjóðsöngvarnir, þó
sterkari séu og ram-norrænni, af því efni
kvæðanna er líka norrænt. Þau tala máli
hjartans og skilningsins, langananna og
lífsskoðananna fyllilega eins skilmerkilega
og hin síðari.
Hinir eiginlegu þjóðsöngvar íslenzkir
eru frá miklu yngri tíð. Og efni þeirra eru
sögur, arfsagnir er myndast hafa meðal
norðurálfu þjóðanna oj£ gengið land úr
landi. Ytra, um þær sömu sagnir hafa
bæði Frakkar, ftalir, 'Vendir, Spánverjar,
Englar og írar kveðið. Upphaflega eru sum
þessara kvæða aðeins ef til vill þýðingar
hinna útlendu ljóða, er borist hafa til
íslands yfir Norðurlönd. En þó er öllu
líkara að sögurnar hafi þannig borist, en*
kvæðin, og að kvæðin séu heima alin. Þau
bera það með sér og óvíðast falla saman
við útlenzku kvæðin.
Milli Eddukvæðanna og þessara forn-
íslenzku þjóðsöngva, er nokkurt tímabil,
hin svonefnda hirðskálda-öld, er íslenzkir
ljóðasmiðir fóru land úr landi og ortu kon-
ungum lof. Fáar þessar konungsdrápur
hafa geymst, enda er sjálfsagt lítill sökn-
uður að flestum þeirra, því þær hafa verið
bragðlaust lof um konunga, er þó voru að
fáu eða engu lofsverðir og fluttar í þeim
eina tilgangi að hafa út fé eða vinna sér
hylli. Þessar drápur voru ekki þjóðsöngv-
ar. Þar voru ekki skoðanir þjóðarinnar
bornar fram, né ráðgátur, hugmyndir, á-
stríður, lífsspeki, sorgir og gleði, né það
sem henni skemti bezt, leyndarmál hjarta
og sáiar, er ávalt er kappkostað að fela, er
enginn þorir að játa sér á hönd, en sem þó
allir svo kunnuglega þekkja þó ekki sé
nema orði vikið að. Konungsdrápurnar
voru rétt og slétt kónga-lof er fáum
lærðust og voru lítt í minni festar. Þó eru
þar nokkrar undantekningár, svo sem eins
og Geisli, helgikvæði er Einar Skúlason
kvað um ólaf helga og Höfuðlausn Egils,
að bæði hafa geymst.
Má því sleppa þessum konungakviðum
og koma þær ekki þjóðsöngvunum við.
Þjóðsöngva öldi-n hefst fyrst suður í
löndum, blómgvast þar og nær sínu hnign-
unarstigi áður en hún kemur til íslands, en
rís þar aftur upp með nýju fjöri og blóma.
Yrkisefnin eru hin sömu á íslandi og suður
frá, um æfintýri og ástir, raunir og þján-
ingar, sorg og gleði. Þau taka yfir alt
það sem líf almennings náði yfir þá, því
djúp heimspeki, trúfræði og vísinda iðkan-
ir voru ekki hversdagsstarf. Menningin
og mentunin var innifalin í því að geta lyft
hugsunum sínum og tilfinningum, upp yfir
hið hversdagslega, fundið þeim þýðan orða-
búning öllu fremur en að auðga og útfæra
sjálft hugsanalífið.
Þjóðsöngva öldin er hið íómantiska
tímabil miðaldanna, ein sú furðulegasta,
fegursta og draumríkasta öld sem mann-
kynið hefir lifað. Mennirnir voru börn og
heimurinn töfraland óvissunnar. Þekking-
in á lögum náttúrunnar var sem næst
engin, og stórmerki og undursamir at-
burðir gátu skeð og orðið á vegi manna
hvar sem var. Tónarnir og söngvarnir
risu innan frá, frá djúpi mannlegrar sál-
ar og leituðu út og upp á við eins og andi
mannsins og fundu bergmál í hinni óskilj-
anlegu ytri náttúru. Margir þessara þjóð-
söngva er geymst hafa, (helzt má þó
tilnefna brotin og viðlögin), eru svo ein-
kennilega hljómþungir, en þó einfaldir að
þeir vekja löngu dvalin bergmál í sálu
þess sem les svo hann fer að reika í draumi
út fyrir virkilegleikans heim, inn á sjón-
heima horfmnar tíðar.
Eins og hjá börnum á æskuskeiði, er
hugmyndaflug þessara fornu skálda afar
mikið, og þau virðast ekki finna til þess að
á því hvíli nokkur skylda að aðgreina hið
svonefnda siðlega frá því ósiðlega, þau
segja frá öllu eins og er. Þau eru ekki
ósiðleg, því blygðunarsýkin og sektar til-
finnmgin býr hvergi í huga þeirra. Þau
eru eins og börn er ekki kunna að segja
hálfan huga.
Þjóðsöngva öldin hefst fyrst með skálda-
flokki sunnan til á Frakklandi er nefndir
voru Troubadorar og þaðan breiðist hún
út yfir Norðurálfuna. Nafnið Troubador
er dregið af sagnorði er þýðir “að finna” að
opinbera það sem er hulið, leiða í ljós,
vernda frá gleymsku, og þá á skáldlega
vísu fegurð, ágæti, afrek, sannmæli. Köll-
uðu fornmenn þá “Trúða”. Voru Trouba-
dorarnir bæði af háum og lágum stigum.
Þeir sem voru af litlum ættum venjulegast
fóru til hirða hertoga og konunga, gáfu
sig undir vernd drottninga, konungsdætra,
hertogadætra eða einhverra heldri kvenna,
sungu þeim lof og ástir og æfintýri. Oft
voru sambönd þeirra við þessar heldri kon-
ur mjög náin, og ekki ósjaldan að þeir
kæmust í ónáð fyrir, við hirðina eða jafn-
vel mistu lífið. En kvæðin sem þeir sungu
eru aðdáanleg að fegurð og leggja ljóma
yfir þetta barndómsskeið mannkynsins.
Hirðfólkið lærði þau og þaðan bárust þau
út meðal alþýðufólksins, komust á hvers
manns tungu og meðal hinna yngri voru
sungin á mótum og leikin og dönsuð.
Einn meðal fyrstu og fremstu Trouba-
doranna er Wilhjálmur IX frá Poitiers,
hertogr af Aquitania, Gascony og Limou-
sin. Hann var afi Helenar frá Normandíu,
drottningar Hinriks II, Englakonungs en
móður Ríkarðar ljónshjarta. Var sagt um
Helenu að hún hafi verið sú ástgjarnasta
kona í víðum heimi, og meðan hún sat í
Normandí var við hirð hennar hið mesta
æfintýrafólk er sögur fara af. Má vera að
á hana sé skrökvað, en hafi hún verið eins
og hún var sögð, hefir hún sótt eitthvað til
afa síns því sagt var að Wilhjálmur hafi
ekki verið við eina fjöl feldur. Hann tekur
við ríkjum 1086, þá 15 ára. Hann varð
manna glæsilegastur, ófyrirleitin og ákaf-
lyndur, en ávalt prúður. í miklum erjum
átti hann við kirkjuna og er svo sagt að
árið 1114 værv hann bannfærður. Meðan
biskup var að lesa bannfæringuna reiddi
Wilhjálmur sverðið til höggs, hikaði biskup
þá snöggvast sem hann ætlaði' að hætta,
en hraðaði í þess stað lestrinum og lauk
formælingu sinni áður en Wilhjálm varði,
og segir svo: “Nú megið þér höggva því
nú er eg búinn.” “Nei,” segir Wilhjálmur
þá, “mér þykir ekki nógu vænt um yður
til þess eg vilji senda yður til Paradísar.”
Mörg ástaljóð Wilhjálms eru afar gróf,
en sum eru aftur með því fegursta er til er
frá þeim tíma. Hann var að flestu um aðra
menn fram segir söguritarinn og einn
meðal allra aðalsmanna Suður-Evrópu er
neitaði að fara í Krossferðina fyrstu, móti
Serkjum árið 1095. Þó fer hann 1101 til
þess að bjarga kristnum mönnum er um-
setnir voru í Jerúsalem. Við burtför sína
yrkir hann eitt sitt fegursta kvæði. Hann
telur þar baráttu sína við stóralund og
stríða. Hann uggir um velferð sonar síns
er hann verður að skilja eftir ungann
meðal öfundar mánna. Að lokum biður
hann þó heiminn að harma sig ekki um of,
en minnast þess að hann hafi lifað stórt og
mikið.
“Eg hraustur var og hafði' völd” o. s. frv.
Eftir miðja 13. öld eða nokkru eftir
1230 má heita að þjóðsöngva smiðir séu
allir horfnir í Provence.
Færist þessi ljóðagerð nú til annara
landa, til Þýzkalands og Norðurlanda. —
Amaðist kaþólska kirkjan ekki mjög við
þessari ljóðagérð, enda náði hún tölu-
verðum blóma. Það eru til stór söfn meðal
Norðmanna og Dana, frá þeim tíma, svo-
nefndar “folkevisor”. Eru þær út af sögum
og æfintýrum, og margar blandaðar al-
þýðuspeki um fallvaltleik gæfunnar, og
gengi lífsins jafnframt því sem þær syngja
um afrek fornra kappa og kvenna. Má þar
nefna kvæði um Tistram og fsodd, Parta-
lopa sem og ótal mörg innlend riddara
kvæði.
Um það hvenær þessi ljóðgerða kemur
til íslands eru skiftar skoðanir. Þó er það
einhverntíma á 14. öld snemma, því byrjað
er á þýðingum suðrænna kvæða í óbundið
mál um og eftir 1250. Mikið af þeim ljóð-
um er nú týnt. Ber margt til þess. Fyrst
og fremst, eftir siðabót hamast biskupar
og prestar mjög á móti þeim, telja þau ó-
siðleg, og með þessháttar söngum og kvæð-
um sé djöflinum skemt og sálum manna
stofnað í hættu, og svo var hin ástæðan
sú að nokkru síðar en þó samhliða óx upp
önnur ljóðagerð er spreitti sig eingöngu á
því að segja sögurnar með sem mestu
málskrúði án þess að draga neina lærdóma
til fegurðarsmekks eða dýpri hugsana út
úr þeim. Þetta voru rímurnar. En fram-
an við rímurnar eða hverja rímu, var hnýtt
sérskildum flokk er beindi orðum sínum
að ýmsu alvarlegu, eða þá óákveðnum ásta
og æfintýra málum. Voru þessar vísur
tíðast nefndir mansöngvar. Komst þessi
ljóðagerð í mikið gengi eins og
kunnugt er og dró mjög úr
hinni ljóðasmíðinni. Því með
þessu var hvorttveggja gert
jafnframt; sagan sögð í ljóðum
en athugasemdum skáldsins
hnýtt framan við. Dró það úr
fegurðarsmekk og skáldlegu
gildi hvorutveggja og urðu rím-
urnar með tímanum að hinni
mestu smekkleysu, svo að í
rímnagerðinni mátti heita að
hvorki væri blóð né mergur, en
almenningur tapaði eyra fyrir
því sem fagurt var og týndi
þannig niður mörgu af sínum
beztu kvæðum.
Til eru þó fáeinir þjóðsöngvar
eða kvæði' er varðveizt hafa í
heild og hefir þeim verið safnað
í “Nordiske Oldskrifter” af
Grundtvig og Jón Sigurðsson.
Eru þau 66 talsins. Ekki er þar
fylgt þeim háttum með stuðla
og höfuðstafi sem í seinni tíðar
kveðskap og eru sum þessi kvæði
afar einkennileg. Höfundurinn
fer þar eftir vild með söguna er
hann kveður útaf, og leggur til
efnisins frá sjálfum sér það er
honum, býður við að horfa.
Til dæmis má nefna kvæðið
“Þorkell Þrándarson”. Þorkell
var í ástum við meyju er Aðallist
hét. En konungur faðir Þorkels
var því mótfallinn, sendir Þorkel
því til Fríslands forsending en
lætur gifta Aðallist á meðan
gömlum riddara. Er Þorkell
kemur aftur verður hann úr-
vinda af sorg út ^f þessu. En
ekki leið nema lítill tími unz
riddarnin gamli fer í hernað og
fellur. Er Þorkell spyr dauða
hans, kemst skáldið svo að orði:
“Svaraði hann Þorkell Þrandar-
son
Borðunum sló hann saman,
Herra guð signi þess riddarans
sál,
Helst til varð hann gamall.”
Kvæði eru og til út af Tist-
rams sögu og er margt í þeim
afar einkennilegt og fagurt. Svo
eru og elztu rímurnar. Líkjast
þær nokkuð þessum kvæða flokk-
um. Má nefna Fílpó-rímur eða
Krítar þátt, Herburts rímur og
Konráðs rímur og Matthildar.
Eru þær allar mjög fornar og
kveðandi og efni svipað og í
fornu þjóðsöngvunum. Höfuð
persónurnar eru riddarar og frúr
sem rata í ýms æfintýri og ganga
gegnum ýmsar þrautir. Fylgir
skáldið þeim eftir gegnum sög-
una og fær hér og hvar stríðan
þanka af því sem er að gerast og
minnist þá sinna eigin mála og
hversu mörgu sé misjafnlega
háttað í veröldinni. Er það bæði
fyrir það hve einkennilega er
kveðið, ekki fylgt rímreglum
nema endur og eins, og svo hve
hispurslaust og barnalega sagt
er frá, að það er hrein unun að
lesa þessi kvæði.
Svo eru og mansöngvarnir,
eftir að þeir fara að tíðkast, og
sagan er orðin aðskilin að efni
eins og í rímum frá 15—16 öld
sem eru aðdáunarverðir, fyrir
hve látlaus frásagan er og hisp-
| urlaus. Þar kennir þess sama og
í þjóðsöngvunum að skáldið kem-
ur til dyra eins og hann er klædd-
ur, og segir skoðun sína undir-
málalaust. Listin í frásögninni er
honum gefin og óafvitandi' —
hvergi erfið nú uppskafin. Má
benda til dæmis á mansöng einn
við Amóratis rímur. Þar sem
skáldið í óeiginlegum skilningi
læst vera að syngja ástir og
æfintýri til þess að vinna sér lof
og vináttu fríðra kvenna, en út
frá því fer svo og lýsir sínum
heima sökum og dregur þar upp
hina ömurlegustu mynd af eigin-
konu sinni — ellinni.
* * *
En svo vér sleppum rímunum,
flest það sem geymst hefir af
þjóðsöngvum vorum fornum eru
brot eða nokkur stef. En mesti
urmull er til af því. Og af þeim
brotum má nokkuð marka hversu
söngvar þeir hafa verið. Mörg
þessara brota hafa verið við-
kvæði' og flest eða öll bera með
sér svo einkennilegan og undar-
legan hugblæ, djúpspakann en þó
um leið þunglyndislegan að
manni finst hann grípa sig og
hrífa, með fullu samþykki skiln-
ingsins án þess þó að skilningur-
inn komi þar til greina, eða áður
en skilnmgurinn kemur þar til
greina. Það er næsta erfitt að
lýsa því. Hvert stefið er ekki
orðmargt, en það skilur eftir
bergmál sem vekur þúsund radd-
ir í huganum. Og þær raddir
tala margt. Eitt eða tvö orð —
og það opnast heill heimur. —
Heimur sem maður sjálfur hefir
dvalið í og vissi' ekki af. Og orð-
in beinast að þeim sem les og
tala til hans.
Fyrir mörgum árum kom út
ritgerð í fsafold um þessa fornu
söngva eftir dr. Grím Thomsen.
Kunni hann manna bezt að meta
þá — þetta “brota-silfur” sem
hann kallaði svo. Benti hann þar
á hreiminn sem ymdi frá þessum
löngu brostnu strengjum, er enn
gæti vakið hugarkvik og hlýjað
og vermt. Og svo orðin — eins
og goða svör — margráð og ó-
lýsanlega spök.
Að kvæðin, sem heild, eru
týnd er stór skaði, en þó er skað-
inn mikið bættur við það að þessi
brot og viðlög hafa geymst, hafa
ekki getað gleymst, því ef til vill
hafa þau flutt með sér efni og
þunga kvæðisins. Eitt þessara
fornu kvæða er geymst hefir, og
á seinni tíð verið ýmsum eignað
er fagurt sýnishorn þessara
ljóða. Lýsir það vel þeim ógnar
þunga sem í mörgum þeirra
felst. Kvæðið er kallað: “Mér
verður mannsins dæmr”, og get-
ur það átt við sem næst hvaða
lundarlag sem er, þegar sorgin
eða kvíðin hafa sott sálina heim,
hvort sem það stafar af missir,
lífsleiði eða öðrum rammari' rök-
um.
* * *
Þegar farið er að athuga þjóð-
söngva brotin tala þau til manns-
ins og taka yfir alt svið æfinnar,
—frá barnsárum og fram til síð-
asta dagsins. Þau eru hugvekju
safn horfinnar tíðar. Því vér
skulum minnast þess að um
þenna heim hefir gengið athug-
ult fólk á undan vorri kynslóð, og
spekin er ekki öll þessarar tíðar.
En brot þessi eru betri en hug-
vekju-söfnin gömlu er náðu
aðeins frá Jólanóttum til Langa-
föstu, því þau ná yfir alla hátíð-
isdaga æfinnar. Yfir barnsárin
jól æfinnar, þegar barnið er
barn; yfir unglingsskeiðið, þegar
barnið þykist vera maður; yfir
manndóms-árin, þegar maðurinn
þykist vera barn og er að gera
sig lítinn og stelast inn um dyr
æskunnar, en gengur um ellinnar
dyr, þar sem hann kemur til að
ílengjast því “hið fyrra er farið.”
R. P.
LANDAMÆRI CANADA
OG BANDARÍKJANNA
Á árinu 1937 var ferðamanna-
straumurinn frá Bandaríkjunum
til Canada meiri en nokkru sinni
fyr. Bílarnir sem yfir landa-
mærin komu að sunnan voru að
tölu 4,511,840; er það sagt 437,-
317 bílar fleiri en árið 1936. —
Dvölin var fyrir 1358 bílum 6
mánuðir hér nyrðra, en í 2 mán-
uði dvöldu hér 1,138,130 bílar.
Á sama tíma fóru 756,429 cana-
diskir bílar suður yfir landamær-
in; er það 66,755 bílar fleiri en
árið 1936.
Landamærin eru 5,500 mílur
að lengd; þurlendi af því eru
3100 mílur, en vatnsleið 2,400
mílur. Hvergi í heimi eru svo
löng landamæri milli nokkurra
landa án einnar einustu byssu
eða nokkurra hervarna. — Ef
Evrópa tæki sér þetta til fyrir-
myndar væri þar ekki eins ástatt
og nú er.
Símasamtöl Canada við Evrópu
og Afríku árið 1937 voru til jafn-
aðar 7 á dag. Er það sagt 70%
meira en árið áður (1936).