Heimskringla - 16.03.1938, Side 5
WINNIPEG, 16. MARZ 1938
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
4** ' *
Mr. og Mrs. Vigfús Þorvaldsson
Eitt af aðalsmerkjum hinnar
íslenzku þjóðar var og er þrá
hennar til þjóðlegra fræða og oft
hefir verið á það mint af útlend-
um ferðamönnum auk fræða- og
mentamanna þjóðarinnar sjálfr-
ar hvílíkan auð og andlegan
þroska þar sé um að ræða, og
þegar maður lætur hugan dvelja
við þá menningarhlið þjóðarinn-
ar íslenzku, þá verða fyrst og
fremst fyrir manni alþýðu fræði-
mennirnir, þessir einkennilegu
menn, sem þrátt fyrir nálega ó-
yfirstíganlega erfiðleika hafa
svo auðgað anda sinn, að þá má
óhætt telja í fremstu röð fræði-
manna þjóðarinnar á ýmsum
sviðum.
Við höfum flest haft einhver
kynni af slíkum mönnum, en að
að líkindum ekki gert okkur
grein fyrir því, hvaða þýðing
þeir hafa haft fyrir menning
þjóðarinnar og í hve mikilli'
þakklætisskuld, að hún stendur í
við þá, og hversu skörðin eru
stór þegar þessara manna missir
við Hvernig að slík skörð verða
fylt, er hverjum íslending á-
hyggjuefni. Við megum ganga
út frá því sem nokkurn vegin
sjálfsögðu að heima á ættlandinu
heldur fræðimenska lærðra
manna — það er skólagenginna
manna, áfram. En ekki er það
óttalaust að utanaðkomandi gá-
leysis glamur muni trufla svo
fræðsluþrá alþýðunnar að þessir
sérstöku alþýðu fræðimenn
hverfi með öllu. Hér hjá okkur
Vestur-íslendingum má óhætt
fullyrða að hver slíkur sem fell-
ur verður að liggja óbættur.
Sumir þessir íslenzku alþýðu
fræðimenn eru þjóðkunnir, af
ritum sínum og fræðimannlegri
starfsemi. Aðra höfum við
máske naumast heyrt getið um,
þeir hafa aldrei neitt látið á sér
bera, nema í sínum hópi og á
meðal góðvina sinna. Einn þeirra
er Vigfús Þorvaldsson frá Nesj-
um, sem nú níræður að aldri sit-
ur í skugga lífsins hér í Winni-
peg.
Þorvaldur var fæddur á Nesj-
um í Grafningi í Árnessýslu á
íslandi, 15. marz 1848. Foreldrar
hans voru þau Þorvaldur bóndi
Helgason á Nesjum Árnasonar
frá Alviðru í ölfusi og Anna
Gísladóttir frá Villingavatni í
Grafningi Gíslasonar frá Ásgarði
í Grímsnesi. Vigfús ólst upp hjá
foreldrum sínum fram á tvítugs
aldur en réðst þá í vinnumensku
til bóndans í Öndverðarnesi í
Grímsnesi, þar sem hann dvaldi
þar til 1880 að hann flutti til
Reykjavíkur. Það sama ár
kvæntist hann og gekk að eiga
Höllu Kristjánsdóttir frá Hreið-
urborg í Flóa, systur þeirra
Björns Kristjánssonar kaup-
manns og alþingismanns í Rvík,
Kristjáns Kristjánssonar tré-
smiðs í Winnipeg og þeirra syst-
kyna, myndar og atkvæða konu.
Stofnuðu til heimilis í Reykjavík,
en eftir árlanga sambúð, inisti
Vigfús konu sína. Er ein dóttir
frá því hjónabandi er Anna heit-
ir.
Um þessar mundir vann Vig-
fús fyrir sér með almennri' dag-
launavinnu, þó einkum með sjó-
mensku og sveitavinnu. Vinnu-
maður þótti hann afbragðs góð-
ur og svo fylginn sér og afkasta-
mikill að eftir honum var sótt
af þeim sem hann þektu, bæði til
lands og sjóverka og svo var
hann trúr þénari, að hvert verk
sem honum var fengið, vann
hann sem hann væri að vinna það
fyrir sjálfan sig.
Vigfús var frábærlega vel gef-
inn maður, ekki aðeins að líkám-
legri' atgerfi, verklægni og
vinnumensku heldur líka and-
lega. Gáfurnar voru skarpar.
Skilningurinn yfirgripsmikill og
glöggur. Minnið skarpt og svo
haldgott, að það er fyrst nú við
nítugsaldur að því er lítið eitt
farið að förlast og fróðleiksþráin
hjá honum óseðjandi. En það
var með hann, eins og svo marga
aðra velgefna menn á meðal ís-
lendinga á þeirri tíð, að hæfi-
leikarnir fengu ekki' að njóta sín,
og þrá æskumannsins varð að
kafna í hversdagsþörfunum
undir eins og hann gat farið að
létta undir með þær. Ekki er
mér unt að vita hvernig að Vig-
fús hefir farið að afla sér fróð-
leiks þess sem hann átti og á
yfir að ráða, þrátt fyrir hina
góðu hæfileika sína. Hvort held-
ur hann er fenginn við orfið, eða
árina, eða þá ljóstýruna, þegar
allir aðrir sváfu'og hvíldust, en
á einhvern hátt hefir hann aflað
sér auðs þjóðlegra fræða, ritaðra
og óritaðra auk annarar þekking-
ar, sem þessi hljóði og yfirlætis-
lausi' maður á yfir að ráða.
' Árið 1887 kvæntist Vigfús
síðari konu sinni önnu Magnús-
dóttir hreppstjóra Bjarnasonar
á Bjarnastöðum á Álftanesi í
Gullbringusýslu og það ár fluttu
þau til Ameríku, og settust að í
Winnipeg, þar sem þau hafa búið
síðan samfleytt í full 50 ár. Þeim
Vigfúsi og önnu hafa orðið 7
barna auðið. Þrjú þeirra dóu í
æsku, og eina dóttur mistu þau
uppkomna og nýgifta bráðmynd-
arlega og efnilega konu. Hin
þrjú, og fyrri konu barn Vigfús-
ar sem Anna kona Vigfúsar gekk
í móðurstað eru uppkomin og
efnileg, þau eru Magnús, heima
hjá foreldrum sínum, ógiftur;
Halla, gift hérlendum manni,
George Jones vélstjóra hjá Can-
ada Kyrrahafs járnbrautarfélag-
inu og eiga heima í Winnipeg,
Margrét, gift Ernest Rayment
ljósmyndasmið í þjónustu T.
Eaton verzlunarfélagsins, þau
eru einnig búsett í Winnipeg og
Anna fyrri konu barn Vigfúsar
giftist Guðmundi Guðmundssyni
fsleifssonar frá Eyrarbakka í
Árnessýslu. Hún er nú til heim-
ilis á Long Beach í California.
Eftir að vestur kom stundaði
Vigfús vinnu hér í borg af mik-
illi alúð og atorku, þar til árið
1916, að hann varð að fara að slá
slöku við, sökum sjóndepru, sem
ágerðist svo bráðlega að hann
var orðinn al-blindur innan árs
og hefir nú setið í skugga lífsins
í full tuttugu ár. Þetta mótlæti
hefir Vigfús borið eins og sannri
hetju sæmir og hvorki æðrast
eða möglað, en rætt við kunn-
ingja sína og gesti með somu ro
og glaðværð og hann aður tamdi
sér, enda hefir hann ekki bonð
þennan kross einn. Hin agæta
kona hans hefir annast hann með
óþreytanlegri umönnun og ná-
kvæmni, í öll þessi tuttugu ár,
og hið sama má segja um börn
þeirra hjóna, eftir að þau kom-
ust upp, sem lýst hefir og létt
hina löngu myrkurtíð hans. —
Heimili þessara hjóna er ekki há-
reist. En þangað er samt gott
að koma. Gestrisnin ríkmann-
leg, þó þau aldrei hafi rík verið.
Viðmótið vinalega og glatt og
þar hafa margir átt glaða stund
yfir góðum kaffibolla og glöðum
samræðum við hinn aldurhnigna
öldung.
Þau hjón Vigfús og Anna áttu
gullbrúðkaup 16. des. s. 1. Við
það tækifæri heimsóttu börn
þeirra þau, sem hér eiga heima
■í bænum ásamt barnabörnum
þeirra sem öll eru sérlega mann-
vænleg til minningar um þann
viðburð.
J. J. B.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Stefán Guðmundsson ráðinn að
konunglega leikhúsinu í K.höfn
fslenzki söngvarinn Arngrím-
ur Valagils er kominn til Norð-
urlanda frá Ameríku. Ætlar
hann að syngja í Oslo, Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn. Hann
söng í fyrradag í hátíðasal há-
skólans í Oslo.
fslenzki söngvarinn Stefano Is-
landi hefir nú verið ráðinn af
konunglega leikhúsinu í Káup-
mann'ahöfn til þess að syngja
þar gestahlutverk á söngleiknum
“Madame Butterfly”. Byrjar
hann söng sinn á Konunglega
leikhúsinu í apríl n. k.
—Alþbl. 23. febr.
* * *
Baden Powell kemur
til íslands í sumar
Stjórn Bandalags íslenzkra
skáta hefir borist bréf frá Al-
þjóðalagi skáta í London, þess
efnis að Baden-Powell lávarður
og kona hans, ásamt 450 enskum
skátaforingjum, heimsæki fsland
næsta sumar.
Skátaforingjarnir sigla frá
Liverpool 8. ágúst með skipinu
Orduna og er gert ráð fyrir, að
þeir komi hingað til Reykjavík-
ur hinn 11. ágúst kl. 8 að morgni.
f Reykjavík stendur skipið við
til hádegis næsta dag.
Skátarnir, sem koma, verða
einkum kvenskátaforingjar, en
þó einnig margir drengjafor-
ingjar.
Bandalag íslenzkra skáta og
stjórn kvenskátanna sjá um mót-
tökuna.
Baden-Powell kemur þó því
aðeins, að heilsa hans leyfi, en
samkvæmt síðustu fregnum er
hann á góðum batavegi eftir
veikindi, sem hann fékk í ferða-
lagi í .Afríku nýlega. Baden-
Powell hefir heimsótt flest lönd
veraldar. Hann verður 82 ára
22. febr.
Það er mikill heiður og viður-
kenning á starfi íslenzku’ skát-
anna, að Baden-Powell gengst
fyrir svo glæsilegri heimsókn
hingað. Munu skátarnir hér
ekki liggja á liði sínu til þess, að
heimsóknin megi verða þeim og
landinu til sæmdar.
—N. Dbl. 17. febr.
Haust nokkurt komu Eyfirð-
ingar sem oftar að Sauðanesi og
gekk folald undir hryssu, sem
þeir höfðu meðferðis. Leizt Þor-
valdi vel á folaldið og falaði af
þeim, en eigandinn synjaði þess
ákveðið, þó að Þorvaldur byði
þrjú verð folaldsins.
Síðan héldu þeir til baka. Stóð
Þorvaldur þá úti og horfði á
eftir folaldinu og kvað fyrir
munni sér:
Fáðu fjúk folald,
þó fallega sértu litt;
farðu suður á flæðar
og fleygðu þér ofan í pytt.
Ærðist þá folaldið og hljóp í
ýmsar áttir, og gekk á þeim
ærslum þangað til það kom suður
j á Böggvisstaðasand. Þar námu
: mennirnir staðar, en folaldið
hljóp hamstola suður á Bögg-
j visstaðarflæðar og stakk sér þar
^ á hausinn ofan í pytt, sem síðan
er kallaður Folaldapyttur.
Eitt sinn bar það við á Hólum
í Hjaltadal að hurfu máldaga
bækur og mjög áríðandi skjöl
jvarðandi stólinn og stólsjarðirn-
ar.
Sendi þá ráðsmaðurinn á IJól-
um norður að Sauðanesi til Þor-
|valds til þes að vita, hvort hann
gæti sagt til bókanna.
Sendimaður gisti að Sauðanesi
'um nóttina, en morguninn eftir
kvað Þorvaldur vísu fyrir sendi-
manni og bað hann að kveða
hana fyrir ráðsmanninn. Vísan
er svona:
| Litla kistan löng og mjó, sem
letrið geymir,
karlinn svo til kveranna dreymir
þau koma þar fram, sem sýran
streymir.
Sendimaður nam vísuna og
sagði ráðsmanni.
Var nú hafin leit að nýju og
var nú aðeins leitað í sýrukeröld-
um og sýrukirnum. Fór svo að
kistillinn með máldögunum og
skjölunum fanst í einu ílátinu.
* ♦ *
Eitt sinn hafði Þorvaldur
vinnukonu, sem langaði mjög í
ýsu. Kvað svo mikið að þessu
að hún vildi ekkert borða, og lá
við sjálft að hún svelti sig í hel.
Tók þá Þorvaldur fisköngul
sinn og færi og rendi fram. af
pallstokknum og ofan í flórinn.
Að stundarkorni liðnu dró hann
spriklandi ýsu á öngulinn og
kastaði henni til vinnukonunnar.
Ekki er þess þó getið, að vinnu-
konan hafi étið ýsuna, en hitt
er almælt, að ekki hafi hana
langað jafnmikið í ýsu eftir það
og gat þó borðað annan mat.
* * *
Einu sinn var Þorvaldur stadd-
ur í Akureyrarkaupstað. Þá var
lítið þar um aflaföng. Þorvald
langaði í brennivín og bað kaup-
mann að hjálpa sér um á pelann.
Kaupmaður sagði, að fjandinn
mætti eiga alt sitt brennivín. Þá
orti Þorvaldur:
Krefst eg þess af þér,
sem kaupmaður gaf þér, kölski'
og fjandi,
í ámuna farðu óstillandi
og af henni sprektu hverju bandi.
Heyrðust þá grunsamlegir
brestir í afhýsi innar af búðinni.
Varð kaupmaður hræddur og bað
Þorvald að gera bragarbót. Gerði
hann það, og hættu þá brestirn-
ir, en þó voru nokkrar gjarðir
sprungnar af ámunni. Fékk Þor-
valdur vel útilátið á pelann.
* * *
Sagt er, að vor eitt hafi Þor-
valdur orðið tóbakslaus. Á þeim
árum bar það oft við, að hol-
lenzkir duggarar seldu lands-
mönnum tóbak og voru þeir
mjög vinsælir af því. En þetta
vor, sem um getur, kom engin
dugga inn á Eyjafjörð. Einn
daginn var norðanátt og kvað þá
Þorvaldur:
Drottinn sendi duggu inn úr
djúpu hafi,
kasti henni úr kólgu kafi;
kraftur fylgi skrafi.
Standi aldrei stilling á,
stormur hrindi og alda,
þar til sezt er sunds á lá
suður hjá honum Valda.
Sama dag gekk veðrið upp
norðaustan með ofsa miklum. Að
degi liðnum kom dugga inn á
Eyjafjörð og lagði í Sauðanes-
vík. Þegar veðrið brast á, var
duggan við fisk norðaustur af
Langanesi, og var það haft eftir
skipstjóranum, að ekkert færi
hefði gefist að sigla að landi' ann-
arsstaðar en á'Eyjafirði, en sjór
og veður datt niður, þegar skút-
an kom inn í fjarðarkjaftinn.
Morgun þess dags, er duggan
kom inn, er sagt, að Þorvaldur
kvæði þessa vísu:
Þó vaxi mugga og vindurinn
vil eg brugga ljóðaslag.
Siglir dugga ein hér inn
oss að hugga nú í dag.
Er haft fyrir satt, að Þor-
valdur hafi gert góða verzlun við
þetta skip.
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO.f LTD.
BlrgSlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
GERANIUMS
18 fyrir 15c
Allir sem blómarækt
láta sig nokkuð snerta,
aettu að frá útsæðis-
pakka af Geraniums
hjá oss. Vér höfum úr
feikna birgðum að velja
af öllum litum, hárauð-
um, lograuðum, dökk-
rauðum, crimson, ma-
roon, Vermilion, svarlet, salmon, cer-
ise, orange-red, salmon-pink, bright
pink, peach, blush-rose, white blotch-
ed, varigated, margined. Þær vaxa
auðveldlega og blógast á 90 dögum
frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c,
póstgjald borgað. Sáið nú.
SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af
ofanskráðu útsæði á 5c, valið útsæði
fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auð-
veldlega inni. Verðgildi $1.25 — öll
fyrir 60c póstgjald borgað.
Pantið beint eftir þessari auglýsingu.
Skrifið í dag e.ftir ÓKEYPIS bók um
útsæði 1938—í henni er hver síða full
af fróðleik, meðal annars er The Har-
dee Peach, Cannell’s heimfræga út-
sæði, og upplýsingar um 2,000 garð-
ávaxtá, blóm, rósir, bulbs, shrubbery,
tré og ávxeti.
DOMÍNION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
Stjórnarnefnd sumarheimilisins
á Hnausum efnir til samkomu í
Sambandskirkjunni í Winnipeg,
þriðjudaginn 29. marz n. k. Á
meðal annara sem þar skemta, er
ungfrú Elin Anderson; flytur
hún erindi um starf sitt hér í
bænum, en hún er forstjóri hins
svonefnda Family Bureau í bæn-
um. ólafur Kárdal syngur ein-
söng. Hafsteinn Jónasson og
Ólafur Kárdal syngja tvísöng.
Ragnar Stefánsson les upp og
Ragnar H. Ragnar skemtir með
pianó sóló. Ýmislegt fleira verð-
ur til skemtunar. Inngangur
verður ekki seldur, en samskot
tekin.
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
HEYRT OG SÉÐ
eftir Alþbl.
(m B C
This advertisment is not inserted by the Govemment Liquorr Control Commisston. The
Commission is not responsible for statements made as to quality o/ products advertised.
Þorvaldur Rögnvaldsson skáld
á Sauðanesi þótti mjög ákvæð-
inn.
Einhverju sinni vildi hann búa
sér til hákarlfemið, svo hann
þyrfti ekki eins langt að sækja
afla og aðrir. Er þá sagt, að
fiann hafi smíðað kláf og lesið
yfir honum forn fræði flutti
hann síðan fram á sjó, þar sem
honum þótti bezt henta og kveð-
ið um leið:
Sittu þar í sextán ár,
sjáðu hvorki hrafn né már,
reirður böndum rimalár
renni að þér þorskur grár.
Ennfremur fylgir sögunni, að
Þorvaldi hafi ekki brugðist há-
karlsafli á þessum stað meðan
ákvæðum hans entist aldur.
Wken Quality Counts
Canada Bread Wins
Húsfreyjur bæjarins biðja altaf um
CANADA Sneytt BRAUÐ
vegna þess að CANADA Sneytt BRAUÐ er brauð sem enginn þreytist að
borða daglega alt árið um kring.
Það sparar fyrirhöfn og erfiði—og það gerir það létt fyrir unglingana að
útbúa brauðsmurninga fyrir sig sjálfa.
“Heimtið að fá það sem þér biðjið um”
CANADA BREAD CO. LTD.
FRANK HANNIBAL, ráðsmaður
PORTAGE og BURNELL
SfMI 39 017
<rTíi£ QUALITY JJn TTTijjCAtTTie NAME Tc&d Oti'