Heimskringla - 16.03.1938, Side 6

Heimskringla - 16.03.1938, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. MARZ 1938 <g mmwmmmmimwimmmmimmmm LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan m Eg er þakklátur fyrir umönnun þína, Bates. Eg bjóst við að sálast hér úr skorti, en þú ferð með mig eins og eg væri lávarður.” “þakka yður fyrir, herra minn. Eg geri eins vel og eg get.” Hann setti ný kerti á borðið og gekk um eins hljóðlega og hann var vanur. Mér fanst kalt vatn renna mér milli skinns og hörunds er hann gekk á bak við mig. Hlutverka skifting- in frá því að vera svikari og trúr þjónn var næstum því of hraðfara. Eg sendi hann í burtu eins fljótt og eg gat og hlustaði eftir fótataki hans, er hann fór um til að loka húsinu. Það var venjuleg athöfn en þetta kvöld fanst mér hann gera þetta með sér- staklegri- nákvæmni. Mér leiddist að hlusta á þetta, en sérstaklega þetta kvöld. Eftir að Bates hafði farið til hýbýla sinna fór eg að líta eftir því hvernig hann hefði lokað húsinu, og fann það harðlæst. Eg fór ofan í kjallarann og velti nokkrum sements tunnum ofan á hlerann í göngunum. Bates átti þangað ekkert erindi, því að ofn sá er hitaði' húsið var undir ejdhúsinu og þangað niður lá sérstakur stígi. Sjálfur þurfti eg ekki að nota göngin neitt, en eg vildi ekki að fjandmenn mínir kæmust að mér óvörum gegnum þau. Jdorgan þekti þau að minsta kosti, en hann var nú vængbrotinn um tíma, og mundi ekki ónáða mig. En eg ásetti mér að sjá við öllum hættum eins vel og föng voru á. Eg var nógu þreyttur til að sofa vel og eftir viðburðalausa nótt vaknaði eg. úti var veðrið bjart og kalt. “Eg ætla að skreppa til þorpsins,” sagði eg við Bates, er eg sat að morgunverði. “Það er rétt, herra minn.” “Ef einhver skyldi koma þá verð eg kominn heim eftir eina stund eða svo.” “Já herra.” Hann sneri sínu steingerfingslega andliti að mér er eg stóð upp frá borðum. Auðvitað var engin hætta á því að nokkur kæmi til að finna mig. Séra Paul Stoddard auk Bates og Morgan voru einu mennirnir, sem höfðu komið í húsið síðan eg kom. Eg átti samt erindi til þorpsins, því að eg ætlaði að kaupa mér skotfæri í búðinni'. Nær- vera Pickerings þar í grendinni gerði mig óró- legan. Mig langaði' til að sjá hann og ná tali af honum ef mögulegt væri, til þess að sjá hvemig jafn djúpuðugur maður liti út í dags- ljósinu. Er eg kom út á þjóðveginn slóst séra Stod- dard í för með mér. “Jæja, Mr. Glenarm. Mér þykir vænt um að sjá þig svona snemma á fótum. Með jafn- gott bókasafn og þú hefir, hlýtur freistingin til að vera inni að vera mjög mikil. En maður verður að láta sálina og vindinn ná til sín. Það er jafnvel gott að verða gagndrepa við og við.” “Eg reyni að fara út hvern dag,” svaraði eg, “en eg fer sjaldan út fyrir landamerkin.” “Jæja, það er falleg eign. Vatnið er alveg yndislegt á sumrum. Eg öfunda þig af eign- inni.” Hann stikaði stórum. Það var örðugt að fella sig við þá hugsun að allri slíkri karlmensku skyldi vera varið til bænagerða við kvennaskóla. Þarna var maður, sem hefði átt að vera skipstjóri', hermaður eða standa í bar- áttu fyrir erfiðum málefnum. Eg var viss Um að einhverstaðar var veikur blettur í eðli hans. . Einhverskonar mild geðveiki sem sækist eftir meinlæta lifnaði og þegar hann neitaði vindlin- um, sem eg bauð honum, fanst mér að þetta álit mundi rétt vera. Vagninn úr þorpinli fullur af ungum stúlk- um fór fram hjá okkur á fleygi ferð á leið til járnbrautarstöðvarinnar, og við tókum ofan hattana. “Jálaleyfið,” sagði presturinn. “Næstum því allar stúlkurnar fara heim.” “Þær eru-hepnar að hafa heimili um jólin. “Eg býst við að Mr. Pickering hafi farið heim í gærkveldi,” sagði hann, og mér óx áhugi er eg heyrði hann segja þetta. “Eg hefi ekki séð hann ennþá,” sagði eg með gætni. “Þá er hann sjálfsagt ekki farinn ennþá,” hin djúpa rödd prestsins var sannfærandi. Auð- vitað var það mjög sennilegt að Arthur Pick- ering, skiftaráðandi dánarbús afa míns mundi koma að sjá mig þegar hann var á ferðinni. “Systir Theresa sagðr mér í morgun að hann hefði komið að finna sig og Miss Dever- eaux í gærkveldi. Sjálfur hefi eg ekki séð hann. Mér fanst líklegt að eg mundi hitta hann á stöð- inni. Hann hefir sérstakan járnbrautarvagn.” “Við sjáum hann vafalaust þar,” sagði eg hirðuleysislega. Stöðin í Annandale iðaði af óvenjulegu lífi þennan morgun. Þarna var reyndar einkavagn á járnbrautarsporínu og á stöðvarpallinum voru eitthvað um þrjátíu unlglingsstúlkur í hóp, undir gæslu nokkurra brúnklæddra systra frá St. Agatha skólanum. Þessi mynd var eitthvað einkennileg. Ungu stúlkurnar litklæddar og systurnar í brúnu búningunum töluðu þarna saman. Þetta virtist fremur eiga við heima í Frakklandi eða ftalíu. Eg hafði þá skoðun fyrst er eg kom hing- að, að skólinn væri góðgerðastofnun,” sagði eg við presti-nn. “Nei, það er nú öðru nær! Systir Theresa er heldri kona og það er ekki hlaupið að því að komast inn í skólann hennar.” “Mér þykir vænt um viðvörun þína. Eg hafði ásett mér að senda þangað hveitispoka eða fáeinar álnir af lérefti til að styrkja gott málefni. Þú hefir bjargað lífi mínu.” “Það hefi eg líklega gert. En eg gæti minst á það við forstöðukonuna.” “Nei, blessaður gerðu það ekki. Það er engin hætta á því að eg hitti hana á stöðinni.” “Nei, hún kemur ekki hingað, það er eg viss um, en þú ættir að heimsækja hana, og Miss Devereaux er yndisleg, en eg bið þig að afsaka, eg vildi hreint ekki vera uppáþrengj- andi.” “Þú ert það hreint ekki. En eins og sakir standa, eijjs og þú getur skilið, þetta ár sem—” “Augvitað. Hver veit best um sínar sakir, Mr. Glenarm.” Við gengum upp á stöðvarpallinn. Einka- vagninn stóð á sporinu, sem vissi í vestur frá aðal brautinni. Það var svo sem ekki lítill völl- ur á honum Pickering. Þessi einkavagn hans bar vitni um makt hans og vald og var ennþá glæsilegri auglýsing en skemtisnekkja, enda göftu sveitakarlarnir af aðdáun yfir allri þess- ari dýrð. . Er eg reikaði yfir stöðvarpallinn ásamt Stoddard, kom Pickering út í dyrnar á vagnin- um. Honum fylgdu tvær frúr og fullorðinn heldri maður. Þau komu öll niður á pallinn og gengu eftir honum fram og aftur. Pickering hafði ekki fyr séð mig, en hann kom til mín með útrétta hendina. “Þetta var sannarleg hepni,” mælti hann. “Við urðum að bíða hér í nótt alveg að óvörum, Chicago lesin átti að taka okkur í gærkveldi, en einhver ruglingur varð á því fyrir þeim, og nú erum við að bíða eftir lestinni, sem kemur klukkan tíu og hún er á eftir áætlun. Hefði eg vitað af þessari bið mundi eg hafa skotist yfir um til þín. Hvernig gengur það nú alt saman?” “Ó, alveg ágætlega. Þetta er hreint ekki svo afleitt þegar maður venst því. Eg er í raun og veru að vinna þarna.” “Það er ágætt. Þú þarft ekki að vera hræddur um það að árið líði ekki nógu fljótt. Eg býst við að þér finnist einmanalegt þarna. En það eru nú tvær hliðar á því máli. í New York ætlar fólksmergðin að æra mann. Stund- um finst mér eg vildi helst vera .sveitamaður. Eg er orðinn taugaveiklaður og það reynir á þær að vera fulltrúi þessara stóru félaga. Þessi aldraði herramaður þarna heitir Taylof. Hann er járnbrautakóngur. Þessar konur þarna eru kona hans og systir. Mér þætti vænt um að kynna þig þeim.” Hann rendi augunum yfir grófu fötin mín. Árum saman hafði hann ekki verið svona alminlegur við mig. Stoddard hafði farið frá mér yfir að hinum enda pallsins til að tala við nokkrar námsmeyjar. Eg fylgdist með Pickering þótt nauðugur væri, þangað sem ferðafélagar hans voru gangandr fram og aftur í kalda veðrinu. Eg hlæ ennþá, er eg hugsa til þessa morg- uns á Annandale brautarstöðinni. Pickering hafði ekki fyr komið mér í samræður við . Taylor en hann fór frá okkur, víst til að tala við stöðvarstjórann og sjá um að vagninn hans yrði nú í þetta sinni tengdur við Chicago-lestina, Taylor þessi reynist mér að vera mesti vind- belgur og drambsamur. Þeir kalla hann Billy uppskafning í New York. Samræður okkar mishepnuðust algerlega. Hann spurði mig um verð á landi þar um slóðir, og þar sem þekking mín var fjarskalega takmörkuð í þeim efnum, sá eg að hann fékk ekki stórt álit á manngildi mínu né vitsmunum. Konurnar stóðu hjá okkur og reyndu eigi að dylja óþolinmæðina sem píndi þær. Þær gláptu altaf á stúlkumar á hinum pallinum. Eg hafði nú fært samræðurn- ar frá jarðarverðpm í Indiana yfir á óeirðirnar Búlgaríu, sem mér þótti skemtilegra að ræða um, en nú mælti Mrs. Taylor við systur sína: “Þetta er hún — þessi í gráu kápunni, sem er að tala við prestinn. Hún kom rétt núna í vagninum.” “Þessi með regnhlífina? Mig minti að þú segðir-----” Mrs. Taylor leit aðvörunar augum á systur sína. Því næst reyndu þær að afsaka sig með því að þær þyrftu að sjá einhvem hinumegin á pallinum, en Taylor sem víst var hræddur við- að vera skilinn emn eftir hjá mér, fór á eftir þeim, en eg fylgdist á eftir. Mrs. Taylor og systir hennar gengu á enda pallsins, og hinu- megin á pallinum á móti stóðu þau, séra Stoddard og stúlkan, sem þær höfðu auðkent af grárri kápu og regnhlíf. Gráklædda stúlkan kom yfir um til okkar og heilsaði mjög alúðlega upp á stysturnar. — Taylor sneri baki að þeim og var nú orðinn næstum því mælskur, er hann útlistaði heimsku stjórnmálamanna vorra, er gætu eigi séð hag landsins í því að styrkja og styðja flutnings- tæki þjóðarinnar. Systurnar og gráklædda stúlkan voru nú svo nálægt okkur að eg gat gjörla h§yrt hvað þær töluðu. Þær voru að tala um að gráklædda stúlkan hefði hafnað því boði, að fara með þeim til California. “Svo að þú getur ekki farið. Það er slæmt. Við vonuðustum eftir að þegar þú sæir okkur, þá mundir þú láta undan,” sagði Mrs. Taylor. “En fyrir því eru margar ástæður og systir Theresa þarfnast mín.” Þetta var málrómur Olivíu, svolítið lægri- og gætnari, en eg átti honum að venjast. “En hugsaðu um rósabeðin, sem bíða okk- ar þar,” sagði hin stúlkan. Þær sýndu henni þessa virðingu, sem fullorðnar konur hafa ætíð fyrir ungum og fallegum stúlkum. “Já, það er aumt,” sagði Olivía. “Blessaðar gerið þið mér þetta ekki örðugara en þið þurfið. En eg lofaði því fyrir ári síðan að eyða þessum helgidögum í Cincinnati.” Hún leit ekki' við mér og þegar hún hafði kvatt systurnar með handabandi, fór hún til baka. Eg hugsaði um hvort hún hefði ekki látist sjá Taylor vegna þess að hún vildi ekki tala við mig. Taylor var ennþá í miðri ræðunni um nauð- syn á amerískum verzlunarflota þegar Picker- ing kom aftur, fór yfir' á hinn pallinn og tók að tala við gráklæddu stúlkuna mjög alvarlegur. “Ameríski fáninn á að drotna yfir hafinu. Það sem við þörfnumst eru fleiri flutningaskip, en ekki fleiri herskip.” sagð Taylor. En eg var að horfa á Olivíu Gladys Armstrong. Hún var síðklædd með hárið undið upp undir gráa húfu sem átti við kápuna, og var nú ólík stúlkunni minni er eg nefndi Olivíu og hafði séð í barkar- bátnum og elti héra um skóginn. Ekki var hún heldur hin fátæka skólastúlka sem hafði hlust- að á hinn heimskulega þvætting er eg sagði við hana. Hún var fullvaxin kona að minsta kosti tuttugu vetra gömul og virtist þekkja heiminn, I enda hafði hún það fas, er mundi aftra hverj- • um manni að ræða við hana markleysu hjal. Hún ræddi við Pikering alvarlega. Einu sinni brosti hún hálf raunalega og hristi höfuðið og eg reyndi hálfgert að muna hvar eg hefði séð það bros áður. Gullperlurnar, sem eg hafði fundið, voru í kringum háls hennar og mér þótti mjög vænt um að eg hafði snert á ein- hverju sem hún átti. “Eftir því sem árin líða er verzlunarvald vort að aukast meira og meira. Iðnaður vor heldur forsætinu í heiminum. Og það sem við framleiðum verðum við að selja, eða er ekki svo?” spurði Taylor. “Vissulega,” svaraði' eg mjög innilega. Hver var þessi Olivía Gladys Armstrong og hvað kom Pickering við um hana? Og hvað hafði hún sagt við mig daginn sem hún var að leika á orgelið í kirkjunni. Svo margt skeði þann dag að eg gleymdi og reyndi að gleyma að eg hafði hagað mér eins og flón til þess að skemta skólastúlku. Hún hafði sagt að eg vildi.ekki muna eftir þegar við sáumst í fyrsta sinni'. En nú kom hraðlestin frá Chicago þrum- andi inn á stöðina. Taylor horfði á lestarþjón- ana með athugulum augum þess, er þekkir það sem hann er að horfa á, en þrátt fyrir það hélt hann áfram að ræða um verzlunar möguleika þjóðarinnar. Eg gekk með honum til stöðvar- innar, þar sem Mrs. Taylor og systir hennar töluðu við lestarstjórann. Pickering kom hlaupandi yfir pallinn með nokkur símskeyti í hendinni'. Hraðlestin hafði verið tengd við vagn hans, og var nú reiðubúin að halda áfram vestur á bóginn. “Mér þykir það mjög leiðinlegt, Glenarm að viðstaðá mín er svo stutt,” og Pickering starði áhyggjufullur á lestarstjórann er hann sagði þetta við mig. “Hvað farið þið langt?” spurði eg. “Til Californíu. Við höfum fyrirtæki þar til að líta eftir, og svo verð eg að vera á hlut- hafafundi í janúar vestur í Colorado.” “Ja, þessir viðskiftamenn,” sagði eg í á- sakandi rómi. Mig langaði til að kalla hann þorpara þarna frammi fyrir þeim öllum, og var rétt í þann veginn, en ákvað samt að eg mundi hafa hag af því að bíða þangað til gríman kæmi betur af honum. Konumar fóru inn í vagninn og kvaddi eg Taylor með handabandi, en hann hótaði að senda mér ritling eftir sig um amerískan flutn- ing, er hann kæmi heim til New York. “Það er slæmt að hún skyldi ekki geta komið með okkur. Aumingja stúlkan, þetta hlýtur að vera aumi afkiminn fyrir hana. Hún ætti skilið að vera á betri stað,” sagði hann við Pickering, sem tosaði honum inn í vagninn og virtist það samt alveg óþarfi. “Þú ættir bara að þekkja okkur,” sagði eg til þess að stríða Pickering. “Það er ómögulegt að kalla lífið hérna í Annandale tilbreytingar- laust. Skotfimin hérna er ekki á háu stigi annars væru hér sífeldar jarðarfarir.” “Mr. Glenarm er stundum útúrdúrasam- ur,” sagði Pickering um leið og hann klifraði upp í lestina. “Já, það er glaðlyndið, sem heldur í mér lífinu svaraði eg og tók ofan hattinn og hneigði mig djúpt fyrir Arthur Pickering. XV. Kapítuli. Lestin, sem suður átti að fara, var eigi' kom- in og sá eg nú að stöðvarstjórinn breytti tíman- um, sem hún átti að vera hér. Hún átti að koma eftir tíu mínútur. Sumir nemendanna höfðu farið með Chicago lestinni, en meiri hlutinn beið. Gráklædda stúlkan var umkringd af skólastúlkum, sem töluðu í ákafa. Er eg gekk í áttina til þeirra gat eg eigi afsakað heimsku mína að hafa eigi þekt fullvaxna konu frá unglingsstúlku, en það var peysan og stuttu pilsin, æskugleðin yfir útiverunni, sem gerðu þessar sjónhverfingar eins ákveðnar og þegar Rósalind birtist fyrir augum Orlandos í Arden skógi. Hún var líklegast kennari í hljómfræði, og hafði leikið svona með mig að gamni sínu. Það var auðvitað hægðarleikur fyrir mig að genga til hennar og afsaka mig eða kveðja hana, en hinn síði, skrautlegi búningur hennar hamlaði einhvernveginn þeirri áætlun. Er eg kom nær, varð mér það Ijóst, að þótt eg mætti kannske yrða á Olivíu Gladys Armstrong, ó- stýriláta skólastúlku, þá var nú alt öðru máli að gegna um þessa konu, sem vel gat snuprað mig kæmi henni það í hug. Hún leit til mín og hneygði sig samstundis og hinar ungu lagskonur hennar drógu sig kurteislega í hlé. Verð eg að játa að þær voru siðprúðir unglingar. “Eg vissi aldrei til þess að þær yxu svona mikið á einum sólarhring!” Mér þótti vænt um að eg mundi hvað margar voruj perlurnar í meninu hennar og fanst mér það mjög áríðandi á þessu augnabliki. “Eg býst við að það sé loftslaginu að þakka. Því er hrósað af þeim, sem hafa ágætt vit á því eins og þú getur séð af landafræðinni.” “En ert þú þá að flytja til emjþá dýrðlegra loftslags, strax og þú ert fullvaxin flýgur þú á brott. Ef skólinn hérna útskrifar þær í full- komnun þá-------” Mér hafði aldrei fundist eg vera eins heimskulega vandræðalegur á æfi minni. Það voru þúsund atriði, sem mig langaði til að minnast á og óteljandi spurningar sem mig langaði að spyrja hana að, en rólyndislegi hefð- arsvipurinn, sem hún bar varnaði mér þess. Hún virtist hreint ekkert forvitin um mína hagi; það var heldur engin ástæða til þess að hún væri það. Það var mér vel ljóst. Hún horfði á mig ófeimin og eg furðaði mig á blá- dýpi þeirra augna. Hún var einhver, en ekki alveg samt einhver sem eg hafðr áður séð. Það var ekki Olivía úr skóginum. Augun, hinn mjúki ávali vanganna, ljósa hárið, mintu mig á liðna stund, og á annan stað og aðra stúlku. Hún hló og hláturinn var eins og lækjar niður. “Eg skal aldrei segja frá því ef þú þegir,” sagði hún. “En eg sé ekki hvaða gagn mér er að því hvað þig snertir.” “Nei, það er alveg satt, það er miklu þýð- ingarmeira mál, Mr. Glenarm. 0 “Og vandræðin eru að eg hefi eigi orð til að bera í bætiflákann’ fyrir mér. Það er eigi ein- ungis heimskulegt að------” Vissulega ekki, heldur hitt að taka þessa markleysu, að reyna að skemta heimskri skóla- telpu. Það sem fimtán ára gömlum unglingi fellur í geð verður stundum einkisvert í eyrum uppvaxinnar-----” Hún þagnaði, roðnaði og hló. “Eg er tuttugu og sjö ára gamall. “Og eg er á venjulegum aldri,” sagði hún. “Aldurinn hefir ekkert að segja, en tíminn er þýðingarmikill. Það er margt, sem eg óska að fá að vita hjá þér, sem berð lyklana að hlið- um leyndardómsins.” “Þá verður þú að stinga upp skrána.” Hún hló fjörlega. Hinar alvarlegu nunnur sem gengu um pallinn gáfu okkur lítinn gaum. “Eg vissi ekkert um að þú þektir Arthur Pickering. Þegar þú varst bara Olivía í peys- unni.” ) “Þú heldur kannske að hann hefði eigi hirt um að þekkja mig í þeim ham. En hvað karl- mennirnir eru stundum skrítnir.” “En Arthur Pickering er gamall kunningi minn.” “Já hann hefir sagt mér það.” “Við vorum nágrannar í æsku.” “Eg held að hann hafi minst á það.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.