Heimskringla - 16.03.1938, Qupperneq 7
WINNIPEG, 16. MARZ 1938
HEIMSKRINGLA
jL
7. SfÐA
Arnljótur Ölafsson
----1879-1937-
Samkvæmt tilmælum frá
ekkju þessa mæta Mountain-
bygðar bónda, sem nýlega hefir
kvatt okkur, að jarðneskum hér-
vistum, er mér ljúft að minnast
æfiatriða hans lítillega; fráfalls
hans hefir aðeins verið getið
með fáum orðum í ísl. blöðunum
áður.
Arnljótur ólafsson var fædd-
ur á Tyrfingsstöðum í Akra-
hreppi í Skagafjarðarsýslu, ísl.
12. júlí 1879. Foreldrar hans
voru þau Ólafur Jónsson, ættað-
ur úr Eyjafirði, systursonur séra
Arnljótar á Bæisá, og Björg
ólafsdóttir, Skagfirsk að ætt. —
Náskyld séra Friðrik Friðriks-
syni í Reykjavík.
Þeim ólafi og Björgu varð
þriggja barna auðið. Tvö af
þeim dóu í æsku. Þegar Arn-
ljótur var tæplega 3 ára misti
hann föður sinn, veturinn 1882,
(sem flestum Norðlendingum
mun minnisstæðastur allra
vetra). Næsta ár fluttist Björg
til Ameríku með son sinn, þá
fjögra ára. í för með henni var
einnig ungur hálfbróðir hennar,
Sigurjón Eiríksson, er hún hafði
tekið að sér. f Winnipeg stað-
næmdust þau eitt ár, en fluttu
síðan til Dakota, og settust fyrst
að í Hallson-bygð, en ári síðar
(1885) giftist hún Jóhannesi
Jónassyni lækni, sem þá var
^ekkjumaður og bjó 2V& mílu
norðvestur af Mountain-þorpi.
Þar bjuggu þau unz hún lézt 9.
febr. 1931.
Arnljótur ólst upp og var til
heimilis hjá stjúpföður sínum og
móður, þangað til hann kvongað-
ist árið 1902, Sigurrósu Sigur-
björnsdóttur Guðmundssonar úr
Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr
Eyjafirði í móðurætt, en frá
Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í
föður ætt.
Það ár fluttu ungu hjónin
norður til Winnipegosis, Man.,(
og staðnæmdust þar í 2 ár, en
komu til baka aftur til þessarar
bygðar 1904, og keyptu bújörð
21/4 mílu norðvestur af Moun-
tain, og hafa búið þar síðan í 33
ár. Þar kvaddi hann ástvini
sína, og þar býr ekkja hans enn,
með syni sínum, ásamt dóttur og
tengdasyni, Mr. pg Mrs. Hall-
grímson.
Þau Arnljótur og Sigurrós
eignuðust 4 börn. Þrjár dætur
og einn son. Eftir aldursröð hér
talin: Björg, (Mrs. Jónas Gest-
son í Portland, Oregon) ; Anna,
(Mrs. John Hallgrímsson, Moun-
tain, N. D.) ; Lilja, (Mrs. Mel.
Hammerstad, Edinburg, N. D.)
og Sigurbjörn, heima hjá móður
sinni. — Þar að auki eru á lífi
3 hálfsystkyni Arnljótar sál.: 0.
J. Jónasson, Wynyard, Saök.,
Magnús Jónasson, Mountain, N.
D., og Mrs. W. Thorsteinson,
Edinburg, N. D. og ein fóstur-
systir: Grace, Mrs. James Spittel
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth................................J. B. Halldórsson
Antler, Sask...........................K. J. Abrahamson
Árnes.................................Sumarliði J. Kárdal
Árborg....................................G. O. Einarsson
Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville.................................Björn Þórðarson
Belmont.................................... G. J. Oleson
Bredenbury.................................H. O. Loptsson
Brown................................ Thorst. J. Gíslason
Churchbridge............................H. A. Hinriksson
Cypress River..........................v....Páll Anderson
Dafoe.....................................
Ebor Station, Man.......................K. J. Abrahamson
Elfros...................................
Eriksdale..........................................ólafur Hallsson
Foam Lake................................. John Janusson
Gimli..................................... K. Kjernested
Geysir..................................Tím. Böðvarsson
Glenboro.....................................G. J. Oleson
Hayland.................................Slg. B. Helgason
Hecla................................ Jóhann K. Johnson
Hnausa................................... Gestur S. Vídal
Hove.....................................Andrés Skagfeld
Húsavík....................................John Kernested
Innisfail..............................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar..................................
Keewatin................................Sigm. Björnsson
Kristnes................................. Rósm. Ámason
Langruth...............................................B. Eyjólfsson
Leslie...............................................Th. Guðmundsson
Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville............................Hannes J. Húnfjörð
Mozart....................................
Oak Point...............................Andrés Skagfeld
Oakview...............................
Otto........................................Björn Hördal
Piney.....................................S. S. Anderson
Red Deer...............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík....................................Árni Pálsson
Riverton..............................Björn Hjörleifsson
Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson
Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson
Steep Rock...................................Fred Snædal
Stony Hill..................................Björn Hördal
Tantallon...............................Guðm. Ólafsson
Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason
Víðir.................................,-......Aug. Einarsson
Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis................................Ingi Anderson
Winnipeg Beach........................f...John Kernested
Wynyard....................................
( BANDARÍKJUNUM:
Akra....................................Jón K. Einarsson
Bantry...................................E. J. Breiðfjörð
-Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier................................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg......................................Jacob Hall
Garðar..................................S. M. Breiðfjörð
Grafton.................................Mrs. E. Eastman
Hallson.................................Jón K. Einarsson
Hensel...................................J. K. Einarsson
Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton....................................F. G. Vatnsdal
Minneota...........:..................Miss C. V. Dalmann
Mountain.................................Th. Thorfinnsson
National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts............................Ingvar Goodman
Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................. Jón K. Einarsson
Upham...................................E. J. Breiðfjörð
The Víklng Press Limiteð
Winnipeg; Manitoba
að Camper, Man.
i Arnljótur var meðal maður á
hæð. “Þéttur á velli og þéttur í
lund”, eins og sagt hefir verið
um svo marga íslendinga, og það
að verðugu. — Ljúfur í viðmóti,
'góðgjarn, hjálpsamur og sam-
vinnuþýður í öllu samstarfi. —
ötull og atorkusamur í hvívetna.
Hann var ýmist skólahéraðsfull-
trúi eða gjaldkeri síns skólahér-
aðs, frá því skömmu eftir að
hann byrjaði búskap hér, og þar
til hann lézt. Ennfremur hrepps-
nefndarmaður í s. l.«16 ár. (Sup-
erv. í Thingvalla Township).
Það sem hér að framan er sagt
um Arnljót heitinn er samkvæmt
þeirri viðkynningu sem eg hefi
haft af honum í s. 1. 20 ár; en af
því sú viðkynning hefir ekki
verið eins náin eins og æskilegt
hefði verið þá langar mig til að
bæta við pósti úr bréfi frá vini
hans í Manitoba: Thórarni
Stefánssyni.
“Af viðkynningu minni við
hann þessi 2 ár er við unnum
saman, þegar hann dvaldi á Red
Deer Point fann eg að hann átti
yfir að ráða óbilandi kjarki, sam
fara forsjálni og drengskap; sem
átti mikinn þátt 1 að hann og eg,
og 4 menn aðrir björguðumst
hér á vatninu er við lentum í
hálfgerðum fellibyl, um hánótt á
drekkhlaðinni byttu. Og á með-
an við hröktumst hjálparlaust í
meir en 2 kl.tíma var enginn eins
hress og vonglaður að tala kjark
í okkur, sem hann. Og sama var
ætíð upp á teningnum hvenær
sem við komumst í einhverjar
alvarlegar raunir. Hann var
glaðsinna að upplagi, og ,geð-
þekkur í allri viðkynning. Lét
ekki mikið yfir sér, en “var
hetja er á hólminn kom,” og heill
og tryggur vinur. — Og samur
var hann fyrir rúmum tveimur
árum síðan, er þau hjónin heim-
sóttu okkur, og aðra velunnara
þeirra hér, (ásamt Mr. og Mrs.
A. F. Björnson). Og þó viðdvöl-
in væri stutt þá verður hún með
beztu endurminningum okkar
allra, er kynst höfðum þeim
áður. — Þá ugði okkur sízt um
það sem nú er fram komið.
seinna kom í ljós að var inn-
vortis krabbamein. — Hann var
búinn að vera undir lækna hönd- ,
um í meir en ár, og þar á meðal j
leita til Rochester læknanna. En
alt að árangurslausu. Hann háði
sína sjúkdómsbraáttu með kjark
og stilling, æðrulaust, og reyndi
að gera sem minst úr þjáningum
sínum, og lét jafnvel í veðri vaka
jað hann væri á bata vegi; auð-
sjáanlega til hughreystingar ást-
vinum og vandamönnum. Minn-
ingarnar um hann verða því ó-
gleymanlegri þegar tekið er til
greina hve mikla hluttekning
hann sýndi sínum nánustu í gegn
um sitt dauðastríð til síðustu
stundar.
Arnljótur var bókhneigður
maður og las mikið, bæði á ís-
lenzku og ensku, eftir því sem
gerist hjá bændum, sem vana-
lega verða að strita meðan dagur
er á lofti, en nota aðeins kveld-
Jstundirnar til að seðja andann.
Frjálslundur var hann á trúar-
legum sviðum, þó lítt léti hann á
því bera. En þeir sem þektu
hann best munu kannast við að
hann hafi reynt að sýna trú sína
í verkunum. Og hvað er það
sem meira er um vert ? — Ekkert
sem minn skilningur nær að
grípa getur verið huggunarrík-
ara en það, fyrir syrgjandi ást-
vini, ásamt öruggri sannfæring
um áframhaldandi líf, til full-
komnunar; þar sem allir fá aftur !
að mætast, sem hér hafa verið
tengdir vina og ástríkisböndum.
Og af því eg veit að ekkjan hans
hefir þá óbilandi trú, þá veit eg
hún muni bera harm sinn í
hljóði, og taka því sem að hönd-
um ber með ró.
Ekkjan og aðrir ástvinir hins
látna biðja að votta, hér með',
sitt hjartfólgið þakklæti til allra
þeirra mörgu vina sem á ýmsan
hátt aðstoðuðu í þessu veikinda
stríði, og eins fyrir hið indæla
blómskrúð frá svo mörgum vin-
um og ættingjum, sem að alt
sýndi svo ótvírætt vinarþel og
hluttekning í sorgarkjörum
þeirra.
Th. Thorfinnson
ARNLJÓTUR ÓLAFSSON
Við sjáum og vitum hvað sorgin
erþung; ”
En samt er það ólíkt að reyna.
Þau enn voru bæði svo ástrík og
ung,
0g erfitt er sárum að leyna.”
Kveðju athönfin fór fram 11.
okt. Fyrst frá útfararstofu Mr.
Jensen á Edinburg, þar sem að-
eins nánustu ættingjar voru við-
staddir, og svo kl. 2 e. h. sama
dag frá Mountain-kirkju. Var
það með allra fjölmennustu út-
förum sem hér hafa fram farið.
Athöfninni stjórnaði í báðum
stöðum séra H. Sigmar, sóknar-
prestur hins látna. — Mrs. H.
Sigmar söng einsög: “Some time
■we’ll understand”, og einnig
sungu kvartett, Mr. og Mrs. Sig-
Dáin 7. okt. 1937
Hluttöku hugleiðingar í nafni
syrgjandi ekkju hans.
Lag: “Þú griðastaður mæðu
manns.”
Mín sál sér fleytti á vonar-væng
Er vissi eg þig í grend.
En nú, er gistir grafar-sæng,
Eg gráthljóð eftir stend.
Eg sit hér ein, með sárin kend
Um sorgfull tíma mót.
Og æfi minnar orka brend
Að instu hjartarót.
Eg fegin skyldi fylgja þér
Á friðar-kynnis váng.
Að vanbúnað mér ekkert er
- NAFNSPJÖLÐ -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnná á skriístofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 15S G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024
OlTIC* Phohi Rh. Phont 87 2S3 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILJDINO Orrici Houis: 12 - 1 4 P M. - 6 P.M. , ahd bt appoihtment w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLKNZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skriístofur að °5 Gimli °S eru þar að hltta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði.
Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Qegnt pósthúainu Simi: tt 211 HeimilU: 33 321 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lestur ÚU meðöl 1 viðlögum VitStalstímar kl. 2 4 «. k 7—8 að kveldlnu Sími 80 857 665 vlctor „t
Dr. S. J. Johannesjon 218 Sherbum Street Talsiml 30 877 VlOtalstimi ld. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá beeti Ennfremur selur hann aliakomar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: St 607 WINNIPBG
J. J. Swanson & Co. Ltd. RMALTORS Rental, Inturanee and Financial Agentt Bfml: 94 221 609 FARIS BLDQ.—Winnlpeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Ag«nts for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 •f margaret dalman TEACHER OF PIANO S5t BANNING ST. Phone: 26 420
Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moxring 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 054 Freeh Cut Flowers Daliy Plants ln Seasun We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgns lcelandic spoken
Yí SUR Fjúkið dundi, fældi ró ferju þróttur bessa, Elrishundur úti gó, alla nóttu þessa. Að hausti Frostið hækkar fýkur hríð fönnin stækkar djúp og víð allri fækkar yndistíð altaf lækkar sólin blíð. frv. — Þetta var gert til þess, að ekkert óhreint slæddist inn í húsin eða bæinn. En sennilega hefir allur þorri manna meint heldur lítið með öllum þessum signingum. Til var það, að bú- peningur væri signdur, t. d. kvía- rollur. Signdar ær áttu að verða spakari í haganum. Og auðvitað komust ekki draugar og illir andar, sem alls staðar voru á flakki, í færi við þær, ef þær
mar, Mrs. W. K. Halldórsson og
Mr. St. J. Hallgrímsson, “In the
sweet by and by.”
Aðal líkmenn voru: Kristján
Indriðason, Sveinn Johnson, J.
M. Einarson, H. T. Hjaltalín,
Tryggvi Bjarnason og S. Hjalta-
lín. Heiðurs líkmenn voru: M.
P’. Björnson, J. P. Arason, C.
Geir, A. F. Björnson, Th. Stein-
ólfson og A. Byron.
Þeir sem komu langt að til að
vera við útfararathöfnina voru:
Mr. og Mrs. O. J. Jónasson, G. S.
Steinson, Wynyard, Sask., Sigur-
Gudmundson og Pétur Thor-
jón Eiríksson, Winnipeg, Man.,
Mr. og Mrs. James Spittel og
tengdasonur, Camper, Man., Mrs.
Goodman og sonur Alex, Upham,
N. D., Mr. og Mrs. S. M. Björnson
og Kristinn Björnson, Grand
Forks, N. D., Mr. og Mrs. Fred
Björnson, Thief River Falls,
Minn., og Mrs. Burk Halldórson,
Roseau, Minn.
Arnljótur heitinn var lengi bú-
inn að finna til þess sjúkdóms er
að lokum varð mótstöðuafl lík-
ama hans og ofurefli, og sem
f opið drottins fang.
* * *
Með veikum mætti vil eg þó
Ei verði sorg að bráð;
En finna og muna í framtíð alt,
Sem fegurst hjá þér bjó.
Það skal mín huggun, hjart-
ansvin;
Er heitt eg trega má.
|Und lífs og dauða laufgum hlyn
Við leiðumst aftur þá.—
í höfga þeim, sem æskan ól
f okkar hjarta og sál.
Á baðmi lífs, hvar sest ei sól.
Oss signir geislabál.
Eg veit þú blundar vært og rótt;
Það veitir svölun mér.
Unz hljóð þig nálgast, hinstu
nótt,
Og hníg að barmi þér.
Th. St.
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
«Qeesð9seeðeeesesseso9eos<
Að vori
Vetur smækkar veðra föll.
Vorsól hækkar, glitrar völl.
Frostið lækkar flýr burt mjöll,
fögur stækka grösin öll.
Gáta
Faðir minn átti samheiti við
fjall eitt á fslandi', en móðir mín
hét það sem flestir elska.
Hvað hétu þau?
F. Hjálmarsson
SIGNINGAR OG
FÁRYRÐI
Sú var tíðin, að íslendingar
voru alt af að signa sig í nafni
föður, sonar og heilags anda. —
Þetta er fögur athöfn í sjálfu
sér, ef eitthvað er meint með
því — ef hugur fylgir máli'. —
Menn signdu sig, áður en þeir
fóru að sofa á kveldin, þegar þeir
komu út að morgninum, þegar
þeir höfðu skyrtuskifti, þegar
þeir hófu máltíð, að loknum hús-
lestri o. s. frv. — Sumir signdu
fjárhúsdynar, hesthúsdyrnar,
fjósdyrnar, bæjardyrnar o. s.
voru signdar! —
Sagt er að kerling ein hafi
haft þann sið, að signa rollur
sínar, áður en þéim var hleypt
úr kvíunum. Og einhverju sinni,
ei hún hafði- signt þær, horfði
hún á eftir þeim, er þær runnu
af kvíabólinu og mælti: “Til
andskotans farið þið nú samt
allar í dag!” — Ummæli kerl-
ingar benda ekki beinlínis til
þess, að hún hafi trúað fastlega
á áhrif signinganna, þó að hún
hefði þær um hönd. — Sama er
að segja um bónda einn, er signdi
sig í bæjardyrum sínum að
morgni dags, en mælti samstund-
is, er hann leit til veðurs: “Mikið
andskoti getur hann verið þræls-
legur um hausinn núna!”—Vísir.
Ljóti bjáninn
— Það er ljóti bjáninn þessi
nýja ráðskona, sem eg fékk á
dögunum. Hugsaðu þér bara —
í morgun tók hún upp á því, að
láta skóna mína öfuga við rúm-
stokkinn, svo að eg varð að
krossleggja fæturna, til þess að
komast í þá!—Vísir.