Heimskringla - 23.03.1938, Side 4

Heimskringla - 23.03.1938, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MARZ 1938 ^Tcintskcingla | (StofnuB 1SS8) Kemur út A hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia S6 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst jj fyrlrfram. AUar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. H _____________________________—------------ = = - 1 tJU vlðsktfta bréf blaðinu aðlútandl sendist: lírnager THE VIKINQ PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by ITHE VIKIVG PRESS LTD. S53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. g Telepihone: 86 537 .........................................uiiinin.. WINNIPEG, 23. MARZ 1938 DEILA UM SUEZ NÆST? Ein af sterku stoðum ríkis Georg VI. er Indland. En þangað er löng og krókótt leið: Frá London niður Thames-á út í Ermarsund, suður spánska sjó til Gibral- tar, austur Miðjarðarhafið, grunsamlega slétt og kyrt, framhjá leirbrúnum vopna- búrum á Malta, um Suez út í Rauðahaf, frá Aden austur Indlandshaf til Bombay, Kal- kútta og Singapore. Og jafnvel þar er ekki um síðasta áfanga að ræða. Væri leið- in fyrir austan Indland heft, yrði brezka ríkinu það grátt gaman. Þó væri það ekki mikið hjá þeim illu búsifjum, er bæði Bretar og aðrar þjóðir mundu við það bíða, ef nokkur dufl yrðu lögð á leið skipa sem um Suez sigla. Á alt þetta minnir orðrómur er flaug út um það um síðustu mánaðarmót, að Mussolini léki hugur á að komast í ráðið sem stjóm hefir á umferð um Suez. Orðrómnum var að vísu mót- mælt í blöðum í Róm. En hann breiddist samt út og er nú á flestra vitund. En hvað sem þessu líður, er það lífs- spursmál fyrir ítalíu, að eiga greiða leið um Suez-skurðinn. Hið dýrkeypta Blá- land mundi annars brátt aftur úr greipum ítala ganga. Þó raunin virðist nú síðari árin hafa orðið sú, að Breta og Frakka- stjórn hafi umráð flutninga haft um Suez- skurðinn, er stjórn fyrirtækisins á papp- írnum í höndum 12 manna, sem eru fransk- ir bankaeigendur, iðnaðarhöldar og eig- endur vátryggingafélaga. Þeir eiga meira en helming hluta í fyrirtækinu og ráða úr- slitum atkvæða. Álit sögufróðra manna er, að Mussolini muni fyr eða síðar krefjast þátttöku í stjórn og rekstri Suez-skurðarins. Meðan ítalía nýtur ekki jafnréttis við Breta á Miðjarðarhafinu, er Bláland og önnur lönd hennar suður þar í hættu á ófriðartímum. Þegar Blálands-stríðið1 stóð yfir, þótti ítalíu borga sig að greiða tvö miljón ster- lingspund fyrir flutning á herliði og vopn- um um Suez. Á því augnabliki, sem leið þessari hefði verið lokað fyrir Mussolini, hefði landvinningahugmynd hans syðra borið upp á sker. í brezk-ítölsku samningunum, sem nú eru á döfnini, hlýtur málið um flutninga frá Miðjarðarhafinu til Rauðahafs, að koma til greina. En undir eins og orð- rómur barst út um það um mánaðarmótin, að Mussolini væri að slægjast eftir þátt- töku í umráðum Suez-skurðarins, urðu Egyptar óðir og uppvægir út af því. Tveggja-ára áróðursstarf Mussolini í Egyptalandi á móti Bretum, varð á einni klukkustund að engu. Sjálfir Wafdistarnir, sjálfstæðismenn Egypta, sem róið hafa að því, að koma landinu undan yfirráðum Breta, hrylti við hugsuninni einni um það, að ítalskt svart- stakkalið fylkti sér á bökkunum við Suez. ítalski ráðherrann, Mussolini greifi til- kynti eins skjótt og unt var forsætisráð- herra Egypta, Mahmud Pasha í Cairo, að orðrómurinn um að ítalía væri að heimta umráð Suez-skurðarins, væri með öllu til- hæfulaus. En yfirlýsing sú vakti aðeins þá spurningu hjá Egyptum, hvemig á því stæði, að Mussolini færi ekki með neitt af herliði sínu burtu úr Libýu, nágrannalandi Egypta. Ýmsir halda fram, að Neville Chamber- Iain-stjórnin hafi vakið upp þetta mál um kröfu Mussolini til Suez-skurðarins, til þess að komast að betri samningum við ftali. Hjá flestum stjómmálamönnum Evrópu bjó enginn efi um, að br;ezka stjórnin mundi lofa ítölum framvegis ein- hverjum sanngjörnum hlunnindum svo sem lægra verði á hinum miklu flutning- um þeirra um Suez-skurðinn. En hvernig sem um það er, er hitt víst, að núverandi stjórn skurðarins sem undir nafninu “Campanie Universalle du Canal Maritime de Suez” gengur, er senn dæmd. Það eru aðeins 30 ár eftir af hinum um- samda tíma, þar til skurðurinn verður í höndum Egyptalandsstjórnar. Hver sem þá verður stjórnandi Egyptalands, fær umráð mikilsverðustu sjóleiðarinnar í heimi í sínar hendur. Egyptar höfðu tengt austrið og vestrið- saman þama löngu áður en verkfræðingur- inn Ferdinand de Lesseps rannsakaði möguleikana fyrir að gera stórskipa-skurð um Suez-eiðið. Pharaoh Sesostris hét sá. er þann skurð gerði. Ennfremur var bát- gengur skurður á þessum slóðum á tímum Seti I. (1390 f. Kr.). Og samkvæmt því er gríski söguritarinn Herodotus segir frá, fórust 120,000 manns við að grafa skurð gegnum Suez-eiðið á tíð Pharaoh Necho (609 f. Kr.). Amr, Arabi, er sigraðist á Egyptum á sjöundu öld lét gera skurð, og sjást leifar af honum ennþá. Hundrað ár- um síðar, hugsaði Haroun al Raschid sér að gera sjóleið milli Miðjarðarhafsins og Rauða hafsins, en honum snerist hugur um leið og farið var af stað með það; hann óttaðist að það gerði her Bazantín- anna auðveldara með að koma sér fyrir á ströndum Arabíu. Árið 1798 lét Napoleon Bonaparte rann- saka möguleika á að gera skurð þarna, en honum var sagt, sem ekki var rétt, að munur á hæð sjávar í Rauðahafinu og Miðjarðarhafinu næmi 29 fetum. Hraus honum hugur við kostnaðinum sem af þessu leiddi, því flóðlokur þurfti þá miklar að gera. Frakkinn de Lesseps, birti árang- urinn af rannsókn sinni og tillögur árið 1854. En verkfræðingar um allan heim gerðu spott að þeim. Hvar sem hann sýndi fram á að þetta verk væri kleift, voru menn frá stjórn Breta fyrir til að aftra framkvæmdum. Þeir vissu sem var, að styzta sjóleið til Indlands yrði til að efla hag Frakka eystra; auk þess mundu þeir bæja öðrum frá að fara hana á stríðstím- um. f Konstantinopel voru Bretar fyrir og eyðilögðu áform de Lesseps er hann leit- aði leyfis hjá soldáninum um að takast verkið á hendur. í London voru ekki að- eins allar framkvæmdir taldar ómögulegar, heldur var á hugmyndina litið sem tilraun til að draga völdin á sjónum úr höndum Breta, eða sem nokkurs konar óvinabragð. Loks árið 1866, fékk de Lesseps leyfi soldánsins fyrir að færast verkið í fang. Átta árum áður hafði hann boðið mönnum að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu, en verkið áætlaði hann að kostaði um 200 miljónir franka. England, Austurríki, Rússland og Bandaríkin vildu hvorki sjá né heyra þetta. Á Frakklandi voru því hlutirnir að mestu keyptir. Og nú fyrir 69 árum, var reku fyrst stungið niður við þetta verk hjá Port Said. Tíu árum síðar fóru fyrstu skipin um skurðinn 69 að tölu fyrsta árið. Á öðru ári var umferðin orðin 500 skip, en félagið lá þá við gjaldþrot. Árið 1875, frétti forsætisráðherra Breta, Benjamin Disraeli, að kedífi (stjórnari) Egyptalands væri í fjárþröng og mundi vilja selja hluti sína-í Suez-skurðinum. Fór hann til Rothchilds og fékk hjá honum 4 miljón sterlingspund að láni, án þess að spyrja stjórnina að, og keypti með því hlutina, sem síðan hafa trygt Bretlandi ríki sitt eystra. Hagnaðurinn af skurðar- rekstrinum hefir borgað kostnaðinn við skurðargerðina tífalt, og hlutirnir eru nú til samans metnir á 80 miijón sterlings- pund. Upp frá þvi hafa engin vandræði verið að selja hluti í fyrirtækinu, en þegar á fé þurfti að halda áður, varð að hafa það inn með hlutaveltu eða einhverju þesshátt- ar. Fyrir Bretland þarf ekki að segja frá hvílíkt heillaspor stjórnmálamaðurinn mikli steig með þessum kaupum. En af- leiðingin af þeim var á ýmsan annan hátt heillarík. Alt til þess er Bretar komu þarna við sögu, var kaupið sem goldið var verkamönnum afar lágt; á verkamennina var hálfgert litið sem þræla. En breyt- ingin sem á þessu varð, og Bretar gerðu, bjargaði í raun og veru fyrirtækinu. Þá var farið að nota vélar og áhöld við að full- komna verkið og greiða verkamönnum kaup eins og í Vestur-Evrópu var gert. Nú eru rétt 50 ár síðan að Evrópu-þjóð- irnar: Bretland, Frakkland, Rússland, Tyrkland, Þýzkaland, Austurríki, Spánn, ítalía og Niðurlöndin, áttu með sér ráð- stefnu og samdist svo um, að skurðurinn skildi öllum þjóðum heimilaður til um- ferðar, hvort sem væri á friðartímum eða ófriðar. Undir hvaða flaggi þær sigldu, gerði engan mun. Eigi að síður voru nú í síðasta stríði Bretum einum falin umsjá skurðarins og var þá aðeins sambands- þjóðum vestlægu þjóðanna og öðrum alveg óháðum þjóðum leyfð umferð um Suez. Þýzkt skip fór ekki um Suez frá árinu 1915 til 1920. Þegar friðarsamningarnir voru gerðir við hin ýmsu lönd á árunum 1919— 1923, afsöluðu Þýzkaland, Austurríki og Tyrkland sér rétti sínum um nokkra á- byrgð á rekstri Suez-skurðar. Umferðin um Suez, óx árlega. Árið 1937 áttu 6,635 skip leið um skurðinn Urðu þau að greiða samtals um 10 miljón sterlingspund (£10,806,100) fyrir það. — Fargjald er 6 shillings fyrir hvern farþega og 6 shillings fyrir hverja smálest (ton) í skipinu. Af þessu voru 50 til 60 af hundr- aði brezk skip. Ráðið, sem eftirlit hefir með flutningunum, er í Egyptalandi; vinna fyrir það um 3,000 manns og nema vinnu- launin nærri einni miljón sterlingspund. Skurðinn er ávalt verið að víkka, svo að hinu mikla herskipi Breta “Hood”, sem er 42,000 smálestir, og eitt af stærstu skipum, er nú fært að sigla um skurðinn. f þessu ráði eru 28 manns, sem ölfu ráða. Eru 16 af þeim Frakkar, 10 Bretar, 1 Hol- lendingur og 1 Egypti. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er André Burin des Rozier, eigandi stórs vátryggingarfélags. Allar skuldir og vextir eru greiddir í gulli, svo hlutir í Suez-fyrirtækinu, eru verðmiklir. Af 446,796 hlutum í félaginu í Frakklandi, ráða 10 manns atkvæðum. Að vísu eiga flestir auðmenn í Frakklandi eitthvað af hlutum, en engir, sem færri en 25 hluti eiga hafa atkvæðisrétt. Afleiðingin er að fáir inðnaðarhöldar og peningafélög stjórna fyrirtækinu. Brezkir menn í stjórn fyrirtækisins eru meðal annara jarlinn af Cromer, Chamber- lain lávarður; annar er Cadman lávarður, stofnandi Anglo-Persian Oil félagsins er seldi ítalíu gasolíu í Blálandsstríðinu og fénaðist vel á því; hinn þriðji er Sir Jan Zachary Malcolm. Suez-félagið hefir rakað að sér þeim feikna auði, að það getur með varasjóðs fé sínu einu gert algerlega nýjan skurð, skyldi þessi verða eyðilagður — eins og Bretar einu sinni hótuðu, áður en þeir eignuðust hluti í fyrirtækinu. Um síðustu mánaðarmót sögðu sérfræðingarnir í Whitehall, að Mussolini hefði nokkuð að bjóða Egyptum og Bretum, sem virði væri sætis í Suez-ráðinu. Bretland hefir um tugi ára unnið að því, að ná yfirráðum við upptök árinnar Níl. En þau yfirráð eru nú í höndum Mussolini. Með þv* að loka ánni við upptök sín, ef til stríðs kæmi, gæti Mussolini gert út af við egypsku þjóðina. Með því að láta Bretum þau í té, mundi honum verða boðið meira en sæti í ráði Suez-fyrirtækisins. Þetta getur alt orðið til þess, að betra samkomulag verði í framtíðinni milli London og Cairo, eða þegar endurnýja þarf Lesseps-samning- ana, er úr gildi verða 1968. (Lauslega þýtt) YFIRRÁÐUM BRETA OG FRAKKA LOKIÐ t EVRÓPU? Samkvæmt frétt í blaðinu Winnipeg Free Press s. 1. mánudag, er það mjög ríkj- andi skoðun í Bandaríkjunum, að yfirráð- um Breta og Frakka sé senn lokið í Evrópu. Af öllu útliti að dæma, verður ekki þessa stundina annað séð, en að lýðræðis- þjóðunum muni veitast erfitt eða jafnvel ókleift, að stemma stigu fyrir uppgangi al- ræði-sstefnunnar (fasisma). Fregnritinn, sem nefnda grein skrifar, kvaðst hafa átt tal við fjölda málsmet- andi manna í Washington og telur hann skoðanir þeirra flestra hafa verið í þessu fólgnar: 1. Að Hitler taki Czechó-Slóvakíu und- ir eins og her hans sé skipulagður í Aust- urríki. 2. Að Frakkland, sem nú er umkringt af fasistum, muni ekki geta komið Czechó- Slóvakíu til aðstoðar. 3. Að Bretlandi lítist ekki á að leggja út í annað Evrópustríð og hugsi sér aðeins að verjast innan veggja ríkis síns, ef á það verður ráðist. Svo skuggalegt sem útlitið er í augum Bandaríkjamanha, telja þeir niðurstöður sínar eigi að síður við reynslu nokkra hafa að styðjast og benda í því efni á varfæmi Breta og Frakka í Spánarmálinu, Blálands- málinu og í stríðsmálum Japana. Það hafi svo dregið mátt úr Þjóðabandalaginu, að vafasamt sé hvort að smærri þjóðirnar í því sinni því nokkuð hér eftir. Og með lýðræðisþjóðimar allar þannig tvístraðar og ósamtaka, sé ekki annað líklegra, en að fasistasamtökin taki við í stað Þjóðabanda- lagsins, og Þýzkaland, ítalía og Japan, verði þjóðirnar, sem yfir-, ráð Evrópu og Asíu hafi fram- vegis, en Bretar og Frakkar megi í tölu smærri þjóðanna telja, er til slíkra yfirráða komi. Saga Breta mun brátt úr því minna á sögu Hollendinga er um eitt skeið voru öndvegisþjóð heimsins í siglingum, en sem nú er dálítið annað um að segja. En þrátt fyrir það þó þetta virðist ef til vill það sennilegasta sem um horfurnar verður nú sagt, ber hitt að athuga, að á skammrr stund skipast oft veður í lofti. Breta-stjórn hefir enn ekki ákveðið neitt um það, hvað hún geri með að styðja Czecho- Slóvakíu, hafi Hitler það sama þar í frammi og í Austurríki. Það mál er nú einmitt verið að íhuga af Chamberlain-stjórninni En á því veltur svo mikið, hvaða afstöðu brezka stjórnin tekur þar, að alheimsstríði getur varð- að. Að Hitler ætli sér Czecho- Slóvakíu, er enginn efi á. Hann ætlar sér Ungverjaland og Rú- maníu einnig. Með vopnaiðnaði Czecho-Slóvakíu, hveiti Ung- verjalands og olíulindum Rú- maníu, er Þýzkaland á auga- bragði orðið eitt óvinnanlegasta hernaðarland í heimi. Og að því kemur fyr eða síðar, að Þýzkaland ráðist þá einnig á Frakkland. Úr þessu vandamáli á nú Bretastjórn að skera. Er sagt að hún muni næstkomandi fimtudag birta ásetning sinn. Nú þegar er ekki fyrir það tekið, að Bretar muni breyta svo eða rýmka samninga sína við Frakk- land, að það taki fullan þátt með því í vernd Czechó-Slóvakíu. Og það gæti breytt skoðunum Wash- ington-búa. SITT AF HYERJU Því er haldið fram, að full- þroska menn og konur nútíðar- innar, séu að jafnaði tveim þumlungum hærri en afar þeirra og ömmur voru. Þessu er þann- ig farið um allan heim. ' En hinu er neitað, að þetta eigi sér stað nema öðru hvoru. Nú þegar þykjast menn sjá þess merki, að munurinn sé að mínka og muni jafnvel hverfa með næstu kyn- slóð. Það er því alveg óvíst að þessi vöxtur sé betri lifnaðar- háttum vorra tíma, betra fæði, fullkomnari' líkamsæfingum, meira svefni eða sólarböðum að þakka. Það er mögulegt að hann elgi sér aðeins á vissum tímabil- um mannkynsæfinnar stað af á- stæðum sem engir enn þekkja. * * * Tveir mjög nafnkendir gerla- fræðingar, Dr. Calvin B. Colter og dr. Florence M. Stone, er báð- ir starfa við DeLamar-heilbrigð- isstofnunina í Columbia Univer- sity College of Physicians and Surgeons í borginni New York, hafa í 18 mánuði verið að rann- saka hvort á smitandi gerlum beri ekki í tal-pípunni á talsím- anum. Niðurstaða þeirra er sú, að enda þótt við gerla hafi orðið vart, séu ekki svo mikil brögð að því að hættulegir séu fyrir síma- notendur. * * * f Kína verða kaupmenn að hafa opnar sardínudósir í hillum sínum og selja eina og eina sar- dínu í einu hinum allra fátæk- ustu. Þegar sardínurnar eru aliar seldar úr dósinni', er olive og tómata-vökvinn í henni seld- ur svo mikið hver teskeið, þeim, er ekki geta keypt heila sardínu. Nota Kínverjar þennan lög oft- ast út á hrísgrjóna-graut: í því þykir tilbreytni í bragði'. * * * Þegar fyrst kom til mála að leggja járnbraut í Englandi, bannaði' þingið það vegna þess að það spilti svo refa-veiðum. * * * Á Grænlandi er þremenningum og öllum sem skyldari' eru bann- að að giftast, segir ritið Fact Digest. Því er trúað að slíkar giftingar séu gagnstaéðar vilja guðs. * * * Af hæsta tindinum á Irazu, eldfjalli í Costa-Rica, sézt bæði út á Kyrrahaf og Atlantshaf. ÞRIÐJI ÞÁTTUR AF “JóSAFAT” Leikrit í 5 þáttum eftir E. H. Kvaran Eins og eg gat um við þig í síðustu viku, þar sem eg sýndi þér fáeina snepla úr öðrum þætti, virtist alt benda til þess, að það ætti að gera aðsúg að Jósafat í þessum þætti. Gríma gamla rauk út í vígahug og frú Finndal ákveður einnig að ráðast á Jósa- fat. Við skulum þá draga tjald- ið frá, og sjá hvað gerist. Þú sérð þá aftur inn í skrif- stofu Jósafats, sama dag, um kvöldið. Hann situr við skrif- borðið, yfir skjölum og reikning- um, því miklar eru skriftir slíkra manna, sem ekki tíma, eða treysta öðrum til að gera það fyrir sig. Hann á sér einkis ills von, alt leikur í lyndi fyrir hon- um. Verzlunin hefir hepnast vel í dag. “Fylgjan” hefir ekki ó- náðað hann þessa stundina. En fyrsta áhlaupið er í nánd. Frú Finndal kemur inn í skrif- stofuna. Hún hafði afhent Jósa- fat mestan hluta af sínum pen- ingum — samkvæmt hans eigin tillögu — svo hann gæti ávaxtað fyrir hana pundið, samkvæmt kristilegum fyrirmælum — af móðurást og mannfélags skyldu. Nú vill frú Finndal fara að hnýs- ast í, hvernig hann fari að því að “ávaxta pundið”. Hvernig hann fari að því að ávaxta peningana hennar svo mikið, að kaupa megi víxil upp á 10 þúsund krónur, fyrir aðeins 2 þúsund. Hvað er líka kvenfólk að gera sér rellu út af því, hvernig sérfræðingar á því verzlunarsviði fara að því að græða fé. Það er í alla staði löglegt. Það kemur ekkert mál- inu við, hver borgar brúsann. — “Yður finst máske eg sé að hafa af öðrum.” Þetta er barnaleg vanþekking á sanngjarnri og lög- legri' verzlunarfræði. “Þér finnið máske til samvizkubits út af því að þiggja þennan gróða?” “En þetta er hlægilegt.” “Ef menn fengju ekki fé, fyrir hyggindin og vitið, þá græddu menn aldrei neitt.” “Það væri óðs manns æði, að leggja á það einhvern himneskan mælikvarðá.” “Kaup- sýslumaðurinn myndi drukna í efasemdum og allskonar vit- leysu.” — Jæja, þú getur nú best dæmt um það sjálfur, eða sjálf, þegar þú sérð leikinn hvort Jósafat hefir á réttu að standa. En eitt er víst, að Jósafat snýr hér alt í einu við blaðinu og greip til þess óheilla úrræðis, sem hleypti frú Finndal upp, svo hún ætlar að rjúka á dyr, en mætir Grímu gömlu í dyrunum. Gríma fær hana til að doka við meðan hún tali við Jósafat. Og nú byrjar orustan fyrir alvöru! Það er háð örvæntingarfult einvígi, milli öreigans og auð- mannsins. Einfaldur lítilmagni gegn lagabókstafnum. Mannúð- leg krafa gegn verzlunarhygg- indum. Eg má ekki skemma fyrir þinni eftirvæntingu, með því að segja þér of mikið af þeirri orustu. Það er þitt að dæma um, hvor hefir á réttu að standa og hver vinnur. En eftir því, seip Jósafat kemst sjálfur að orði, hefur Gríma gamla, “kjaft eins og skógarklippur.” Svo eitthvað hefir hún komið ónotalega við hann, þó honum hepnist að reka hana út. — Frú Finndal stendur eftir agndofa. “Það er stundum eins og and- stygðin og hrellingin, heilli mann.” Hvað er að marka þó frúin líti svo á, að hér sé verið að “fremja eitthvað voðalegt.” Hún er svo fávís og “gersneidd öllu viðskiftalífi'. Við skifti eiga æfinlega að vera viðskifti, og ekkert annað.” “Það er heimska

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.