Heimskringla - 18.05.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.05.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. MAf 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ur sem hún þurfi að passa hann. Hvernig sem á er litið, verður ekki annað sagt, en sambúð drykkjumanna og eiginkvenna þeirra sé næsta vandskilin. Drykkjumenn virðast þjást af hugstríði svo djúpsóttu, að jafnvæginu milli karl og kven hvata er raskað. Það finst brátt, við nánari kynningu, að þeir koma sínu karlmannseðli miður vel en aðrir karlmenn. Hann leitar umhyggju og leið- beiningar, refsinga og annara stjórnar. Hann vill að fólk vor- kenni sér og gefi sér peninga, föt og margskonar greiða, von- ast til að það gangi' ekki hart eftir hans skyldum og sé gott við hann og góðviljað, þegar hann gegnir engum kvöðum né skyldum. í sambúðinni virðist konan ráða meiru þegar eiginmaðurinn er fullur, en hann reynir alt af að hafa yfirhöndina og tekur ráðin þegar runnið er af honum. Eg segi ekki þessa sögu lengri en leyfi mér að benda á, að vandi drykkjumannsins er sá, að halda sínu gagnvart konu og mannfé- lagi. Ástæðan til drykkjuskap- arins virðist sú, að honum finst hann ekki koma sér vel við, þýkist, í leynum hugarins, vera undirlægja eða öðrum minni maður, og ekki ná lagi, að beita kröftum sínum. Þessari orsök þarf að útrýma, annað dugar alls ekki', hvorki skammir né hótanir né bænagerð. Það þarf að leita læknis, sem kann að gera við þessu meini, er vel lærður í geðmeinafræði og útfar- inn í að bæta þau. Sá lætur drykkjumanna lagabrot og synd- ir lönd og leið, en kannar hug þeirra og leitar að þeim vanda, sem þeir eru að reyna að \ drekkja, hvort sem veikindin eru á háu stigi, eins og í dæminu sem eg tilfærði, og eru ýfð og mögnuð af fátækt, ellegar ekki. Til að sjá og um að ræða er það hægðarleikur að afnema á- fengisnautn hjá hverri þjóð sem er, gera það í einu átaki með því að lögbanna að hafa áfengi um hönd. En vér fengum ný- lega sönnun af reynslunni hve torsótt sú leið er, og meinum blandin sem eru jafnvel skæðari og verri viðfangs heldur en böl- ið sem bannlögum var ætlað að bæta. Sá krókur er langur, að vinna með upplýsingu og betr- andi áhrifum, en það er eina leiðin sem er fær, sem er skyn- samleg, lýðvaldinu samboðin og þessvegna sú eina sem nýtileg er til frambúðar. Það ferðalag kann að ganga grátlega seint, en það leiðir til þroskalegra lykta, útrýmir drykkjuskap og áfeng- isverzlun á endanum. Komandi kynslóð viljum vér verja böli, , því að þeir sem eru særðir og kumlaðir af áfengisnautn eiga tæplega mikillar viðreisnar von. Að hafadrykkjumenn til við vörunar þeim ungu er gagns- minna en margur ætlar. Hitt er eina vænlega leiðm til að sigrast á vanbrúkun áfengis, að kenna þeim ungu, bæði konum og körl- um og halda því áfram til full- orðins aldurs. Það er alþekt að líkaminn er næmastur fyrir sýkingu, þegar hann er vanhaldinn af þreytu, kvefi eða þessháttar og sama gildir um áfengisveikina, þeim er sízt hætt við henni, sem eru hraustir og heilbrigðir á sálinni. Þess vegna er andleg heilbrigði bezta vörnin gegn áfeögishætt- unni. Drykkfeldni er nátengd tilfinningalífinu. Þeim sem hafa vanstiltar eða vanþroska tilfinn- ingar er hættast, og þeim duga ekki viðvaranir, nema þeirra til- finningar séu við lífinu búnar, með öðrum orðum: nema þeir menn kunni að gæta sín og veita áfengis freistninni við- j nám. Til þess útheimtist dug- j andi framkvæmd hollustu ráða fyrir sálina, sem miðar að því að ^ afstýra veikinni fremur en að lækna. Gamla máltækið, að [ byrgja bruninn áður en barnið dettur í hann, á við þetta efni eins og svo mörg önnur. Eg sagði í upphafi og segi enn: áfengi er ekki vont í sjálfu sér. Nautn þess og ofnautn fer eftir naanninum sem neytir þess. Þeir sem eru hraustir á líkama og sál þurfa lítið að óttast á- fengi. Ef oflætin hætta gagn- vart nautn þess, þá er meiri von til að bót fáist á böli drykk- feldninnar. Og, sem Stevenson segir: “Þú getur ekki flúið frá veik- leika þínum, þú verður að snú- ast á móti' honum einhverntíma áður en lýkur, ella fyrirfarast, og ef svo er, hví ekki gera það nú, þar sem þú ert nú staddur?” Þetta er orð og að sönnu. En þá orustu geturðu ekki unnið nema þú hafir heilbrigða skyn- semi og kunnáttu þín megin. Eg leyfi mér að spyrja yður, konur og menn, sem berjast fyrir bind- indi, viljið þér haýa þetta í huga alla tíð. Heilbrigða skynsemi og þekkingu, já og vorkunn og samúðar skilning þeirra manna sem eru að berjast við að losa sig undan þungum viðjum á- vana, bresta og lasta, sem þjaka þeim. ÖRLAGATRÚ T ríÐA kemur það fram í forn- * sögum vorum og öðrum rit- um norrænum, sem skrásett eru löngu eftir að kristinn siður var lögtekinn, hversu rík hefir verið trúin á það, að alt væri fyrir- fram ákveðið um örlög manna. Og þó að örlagatrúin eigi vitan- lega upptök eða uppruna í heið- inni lífsskoðun, þá er alls endis óvíst, að henni sé með öllu fyrir borð varpað á vorum tímum. Og víst er um það, að trúin á hið dularfulla vald örlaganna hefir lengi verið rík með hinni ís- lenzku þjóð. Sumir trúa því enn í dag, að alt sé fyrirfram ákveð- ið. Örlagatrúin var þó miklu rík- ari að fornu og samþættari öllu eðli manna en nú á tímum, svo sem líklegt má þykja. Bera fs- lendingasögur og önnur gullald- ar-rit þjóðarinnar því örugt vitni, hversu mjög trúað hefir verið á hið ókenda örlagavald. “Eigi má sköpum renna”, sögðu menn, “enginn flýr örlög sín”, “eigi má feigum forða”, “alt mun það fram koma, sem ætlað er,” “eigi verður ófeigum í hel komið”, “mæla verður einhverr skapanna málum”, “hverjum bergur nokkuð, ef eigi er feig- ur”, “eigi má ófeigum bella”, “enginn kemst yfir sitt skapa- dægur” o. s. frv. Þá er og kunn- ugt það orðatak, að “enginn ráði sínum næturstað”. Menn tala um að láta “skeika að sköp uðu”, “láta auðnu ráða” o. s. frv., og mun merkingin svipuð og í hinum fyrri orðtökum. Menn hafa og vafalaust verið þeirrar skoðunar, að það væri fyrirfram ákveðið, hvern dauð- daga þeir skyldi hljóta — hvort þeir yrði til dæmis vopndauðir eða sóttdauðir, færist í ám eða vötnum, yrði úti o. s. frv. — Hverjum þeim manni', sem ætlað var að falla fyrir vopnum, var ekki til nokkurs hlutar að renna af hólmi, ef “stundin var kom- in”, eða hlífa sér í orustu. Hon- um var ætlað að hníga fyrir ör eða stáli og komst ekki undan þeirri ákvörðun forlaganna. — Hins vegar var þeim, sem ekki' var ætlað að falla fyrir vopnum, með öllu þarflaust að hlífa sér eða fara á hæli í orustu. Hann varð ekki með vopnum veginn, hversu mjög sem hann hætti sér og gekk fram fyrir skjöldu. örlagatrúin var algeng um öll Norðurlönd. Og víst er um það, að í Noregi stóð hún í fullum blóma á 12. öld. Sést það meðal annars á eggjunarræðu Sverris konung^, áður bardagi hófst á íluvöllum. Segir konungur þar frá orðræðum bónda nokkurs við son sinn, áður en hann fer í hernað. Bóndi segir: “Hvernig mynd- ir þú hátta, ef þú kæmir í orustu og vissir þú það áður, að þar skyldir þú falla?” — Hinn ungi maður svarar: “Hvað væri þá við að sparast, að höggva á tvær hendur?” — Karl mælti' “Nú kynni nokkur maður það að segja þér með sannleik, að þú skyldir eigi þar falla?” — Pilt- urinn svarar: “Hvað væri þá að hlífast við að ganga fram sem best?” — Karl mælti: “í hverri orustu, sem þú ert staddur, þá mun vera annaðhvort, að þú munt falla eða braut komast, og ver þú fyrir því djarfur, að alt er áður skapað. Ekki kemur ó- feigum í hel, og ekki má feigum j forða — á flótta er fall verst.” i ' ------- I Örlagatrúin var enn í góðu gildi hér á landi á 13. öld, eða í það mund, er fróðir menn ætla að flestar íslendingasögur hafi verið skrásettar. Kemur það víða í ljós og þarf ekki það að rekja. f Sturlunga sögu kemur og hið sama í Ijós, m. a. í sambandi við atburð, sem gerðist nokkuru fyrir miðja 13. öld. Þórir jökull Steinfinnsson hét maður. Hann barðist í liði Sturl- unga á örlýgsstöðum í Skaga- firði 1238, er þeir féllu Sighvat- ur Sturluson og synir hans. — Þórir var og sakaður um að hafa drepið mann í Bæjarbardaga. — Hann var leiddur til höggs eftir örlýgjsstaða-fund og kvað þá þessa karlmannlegu og fögru vísu, áður en hann lagðist undir höggið: Upp skalt á kjöl klífa, köld er sjávar-drífa, kostaðu huginn at herða, hér muntu lífit verða. Skafl beygáttu, skalli, þó at skúr á þik falli, ást hafðir þú meyja, — eitt sinn skal hverr deyja. í erindi þessu kemur örlaga- trúin einkum fram í síðasta vísu- orðinu (“eitt sinn skal hverr deyja”). Merkingin er svipuð því að sagt væri: “eigi má feig- um forða”, eða “eigi má sköpum renna”. — Þórir jökull hefir frá- leitt orkt vísuna — að minsta kosti ekki, er hann lagðist til höggs á örlygssöðum. Hún er eldri og virðist bera það með sér,a ð hún er kveðin á sjó og að líkindum í sjávarháska. Þórir mun hafa hugsað sem svo, er hann sá hvað verða vildi, að nú væri “stundin komin”, sam- kvæmt óraskanlegu og sígildu lögmáli tilverunnar. Mörg önnur dæmi mætti nefna, er sýna' berlega, að því hefir verið trúað, að alt eða flest væri fyrirfram ákveðið. Svo var t. d. um kvonfang manna, gjaforð kvenna o. fl. Nægir í því sambandi að minna á hina fögru og skemtilegu viðræðu þeirra Þingvalla-systra, dætra Guðmundar gríss. “Hét hvárr- tveggi Þóra . . . Þær þóttu þá bestir kvenkostir af ógiftum konum.” ( Þær höfðu það að venju, syst- urnar, að þvo léreft sín í öxarár. Og dag nokurn, er þær voru að “skemta sér við ána”, fer eldri systirin að tala um það, hvort þær muni nú alla æfi sitja í meydóminum, eða hvort hitt muni heldur, að þær verði mönn- um gefnar. Þóra hin yngri tekur þessu heldur fálega, og telur all- ar ágizkanir um það óþarfar, (“því að alt mun ætlað fyrir”, segir hún, enda uni hún sér all- vel í föðurgarði. “Svo er og”, segir hin eldri Þóra, “að hér er sæmilegt að vera með föður og móður, en eigi er hér glaðværi eða svo unaðslegt að vera fyrir það“. — “Svo er víst”, segir hin yngri' Þóra, “en eigi er víst að þú unir þér betur, er þessu bregður”. — “Nú þá”, segir hin eldri Þóra, “gerum við okkur hér af gaman og reynum hugspeki okkar. Seg mér hvað þú mundir kjósa, hver maður helst bæði þín; því að það þykist eg vita, að eigi munum við allan aldur ó- giftar heima sitja.” — “Enga þörf ætla eg á því>” segir hin Þóra, “því alt mun það ætlað fyrir og gerir því ekki hugsun fyrir slíku að bera eða geipa þar um nokkuð”.—“Nú er það víst,” segir hin eldri Þóra, “að það er ákveðið, sem er minna háttar en forlög manna. En þó vil eg eigi að síður, að þú segir mér, hvað þú mundir kjósa, ef fyrir lægi”. Af þessu er ljóst, að hinar glæsilegu Þingvalla-systur hafa trúað því statt og stöðugt, að alt væri fyrirfram ákveðið, jafnvel smámunir, og að örlög- unum yrði ekki þokað um set — eða fram hjá þeim komist. —Vísir. EINAR OG NAUTIÐ MEÐAN söngþekking var lítil meðal alls almennings hér á landi, munu sumir miklir radd- menn hafa lagt alla stund á það í söng, að komast sem allra hæst. Um fegurð var minna hugsað. — Sumir þeir, sem enn ,eru ofan foldar, munu og vafa- laust eftir stórkostlegum radd- mönnum — jafnvel ægilegum — sem grenjuðu svo hátt og hroða- lega, að undrun sætti. — Það voru áreiðanlega “ótrúleg ó- dæmahljóð”, sem sumir þessara karla gátu gefið frá sér. Og þeir voru sannfærðir um, að þeir bæri af öllum öðrum. Og mörgum, er á hlýddu, hætti til þess, að álíta þann bestan, sem hæst gat farið, án þess að “springa” á laginu. En við það óx metnaður hinna fákunnandi raddmanna og reyndi hver um sig að verða öðrum meiri í há- vaðanum og ósköpunum. Einar hét maður, kendur við Hvassafell. Mun hann verið hafa einn hinn mesti' raddmaður sinnar síðar. Það bar til á Alþingi 7. júlí. 1723, að “naut gaulaði yfir á hólmanum, svo undir tók í gjánni”. Þá var þetta kveðið: Hrópar tarfur, heyrir Steinn, hann er gamall í elli; þriðja vantar undir einn — Einar á Hvassafelli. “Einar var söngmaður og göntuðu menn hann einu sinni til að hafa tvísöng við mann- ýgt naut. Það var þá, þegar Einar sagði til nautsins: Þér hafið bassan of lágt! Nautið varð forviða á hljóðum Einars og það frelsaði menn frá nautinu. Sumir segja, að það væri á Alþingi, en sumir á reisu í Hítardal.”—Vísir. í stóra-Bretlandi eru 74,680 veitingahús, 25,000 færri en fyr- ir 30 árum síðan. VÍNIÐ VALINKUNNA Nafntoguðustu vínekrurnar í Canada tilkynna með ánægju að hið nýja HERMIT PORT og HERMIT SHERRY eru sambærileg að keim og krafti við útlend vín að öllu öðru en hinu óhæfilega verði þeirra. Nú getið þér veitt yður með hverjum kveldverði fínasta port og bragðbezta sherry að kostnaðar litlu. Hermit Sherry Concord U J Q WINES Catawba THE FAMILY WINES F0R ALL THE FAMILY HermitPortandSherry—26 oz. bottle 60c. Carton of six 26 oz. $3.00 Concord and Cafawba—26 oz. bot. 50c. Carton of six $2.50. 1 gal. jar $2.00 Produced by T. G. Bright & Co., Limited, Niagara Falls Thia advertiament is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for atatements made as to quality of products advertised. Gúðbjörg Stefansdottir Garði F. 30. maí 1863—D. 17. okt. 1937 Yfir kaldavermslulindir líður líksöngsbylgja, mild og kveðjuheit. Gröfin hljóða hinstu værðir býður holdi þreyttu í vígðum dánarreit. Nemi staðar, kveðjuklökkva hljóðir komumenn, og lúti höfði þar, sem að burt er borm öldruð móðir bænum frá, er starfið helgað var. Langur dagur starfs og stórra dáða styrkinn tók — og greiddi verkalaun minni en skyldi. Mun því ei til náða mál að ganga og fagna efstu raun. Veik þú máttir ganga heil að hildi hálfa öld, og stundum verjuber, og að halda hátt á björtum skildi hlífa hverju því, sem göfugt er. Sókn og vörn er æfi allra manna á þar togast rökin sterk og veik. Munu allir, er þig kendu sanna, að með virðing gekstu heil frá leik. Hún, sem hverri' orkueining varði einum málstað duga: vera sönn. Borin heiman er úr Garði að garði grafar til, um haustsins hvítu fönn. 28—10—37. Sonarkveðja. Sól að viði gengur, söknuð mildan flytur geisli hver. Öldruð móðir. — Engin þjáning lengur. Eilífð kallar. Drottinn fylgir þér. Arnþór Árnason All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any cojn- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.