Heimskringla - 25.05.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.05.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MAÍ 1938 LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan Er eg fleygði niður kylfunni og dró skamm- byssuna, skaut einhver mörgum skotum hinu- megin í herberginu. Hávaðinn var svo mikill að það virtist koma stans á alla. Stoddard stóð við hlið mína og veifaði stólnum ógnandi, þá hrundi hinn mikli ljósahjálmur, sem annað- hvert hafði losnað af hristingnum, eða verið skotinn niður. Sýslumaðurinn, sem í þessari andrá vék sér undan höggi Stoddards varð undir hjálminum er hitti hann rétt í höfuðið, svo að hann hneig niður. Reykurinn af skotunum flaut í skýjamökk- um um stofuna, en þögn varð inni, nema sýslu- maðurinn, sem stundi og bölvaði undir hjálm- inum á gólfinu. í dryunum stóð Pickering áfjáður og skjálfandi af ótta. Eg held að herbergið, eins og það var útlítandi, og hvað mönnum hans sóttist seint starfið, hafi gert hann agndofa. Við vorum allir að safna kröftum fyrir næsta áhlaup aðsóknarliðsins sem hafði Morgan fyrir hershöfðingja. Einn eða tveir af mönn- um hans, sem fallið höfðu í öndverðri orust- unni, voru nú að ná sér aftur og skriðu á stjá til að hefna sín. Eg held að eg hafi rétt upp hend- ina og bent á Pickering, því eins og klófi væri skotið snerist Bates að honum og kipti honum inn í herbergið. “Þorparinn þinn, níðingurinn þinn!” æpti þjónninn að honum. Blóðugt andlitið og bróst- ið og hatursbálið í augum hans gerðu hann hræðilegan. En í þessu dúnalogni, sem nú datt á og við biðum eftir hentugu tækifæri, heyrði eg einhverstaðar uppi, niðri eða yfir mér sama fótatakið, sera eg hafði áður heyrt. Larry og Stoddard heyrðu það; Bates heyrði það og augu hans, sem störðu á Pickering glitruðu af illgirnislegri gleði. “Þarna kemur draugurinn, hinn gamli vinur okkar,” hrópaði Larry. “Eg held að það sé alveg rétt, herra minn,” svaraði Bates. Hann fleygði niður byssunni, sem hann hélt á og studdist upp við langa borðið, sem oltið var á hliðina. Hann starði enn á Pickering, sem stóð þar með yfirhöfnina hnepta upp að höku og harða hattinn á gólfinu, þar sem hann hafði fallið, þegar Bates kipti honum inn í herbergið. Hægt fótatak einhvers, sem gengur gætilega ofan stiga, heyrðist mjög greinilega. Eg heyrði jafnvel að hann hnaut dálítið í einni tröppunni. Allir vorum við svo niðursokknir að hlusta á þetta, að enginn gætti sín. Eg heyrði Bates æpa á mig og sá Larry og Stoddard stökkva að Pickering. Hann hafði dregið skammbyssu upp úr frakkavasa sínum og var að böglast við að miða henni á mig, þegar Stoddard sló hana úr hendi hans. “Bíðið þið bara augnablik, herrar mínir,” sagði Bates og lék einkennilegt bros um varir hans. Hann horfði framhjá mér á blett hægra megin við arininn. Það virtist liggja í loftinu hugboð um að eitthvað óvenjulegt kæmi fyrir. Jafnvel Morgan og menn hans, sem voru albúnir að ráðast á mig, hikuðu við, og Pickering horfði órólegur frá einum til annars. Þetta var eins og þegar byl slær í dúna logn; en brátt mundum við ráðast hvorir á aðra til að heyja lokasennuna. Eg heyrði ennþá fótatakið í veggnum. Allir heyrðu þau. Stóðum við þarna að okkur virtist í eilífðar tíma og biðum, en eg býst varla við að biðin hafi verið lengri en þrjátíu augnablik. Eg krepti hendina um skammbyssu skaftið og laut áfram til þess að stökkva á Morgan. Á milli mín og Pickerings var umvelt borðið og ljósahjálmurinn. Allir í herberginu stóðu eins og á öndinní. Allir nema Bates. Hann stóð þarna ró- legur með einkennilegt bros á blóðstorknu and- litinu og starði alt af á sama blettinn. Þetta starandi augnaráð hans eins og seiddi mig, eg leit á sama blettinn. Eg gleymdi Mor- gan og ósamþykt vopnahlé ríkti meðal okkar. Eg hörfaði til baka unz eg gat séð hinar breiðu eikarþiljur, sem klæddu reykháfinn hægra megin við arininn, og þaðan kom fótatakið, sem heyrðist í veggnum. Svo hætti það. Hin langa þilja marraði hægt á hjörum, og í gegn um gættina kom Marian Devereux niður í stof- una. Hún var í svörtu skikkjunni sem eg hafði séð hana í síðast og var hún dregin yfir axlir hennar. Hún hló er hún sá herbergið. “Já, herrar mínir,” sagði hún og hristi höfuðið er hún sá alla þá ringulreið sem þar var. Þetta er auma umgengnin hjá ykkur!” Aftur heyrðist fótatak í veggnum. Hún sneri sér að þiljunnr, og hélt henni opinni með annari hendinni, en benti með hinni eins og hún væri að bíða eftir einhverjum. Rétt í þessu kom afi minn niður í herberg- ið, John Marshall Glenarm! Með göngustafinn, kápuna og silkihattinn yfir skýrlegu andlitinu. Enginn gat vilst á hvössu, svörtu augunum hans. Hann tók upp silkivasaklút og sópaði' svolitlu ryki af frakkanum sínum áður en hann leit á okkur. “Góðan daginn, Jack,” sagði hann er hann rendi augunum yfir herbergið. “Guð hjálpi okkur!” Eg held að það hafi verið Morgan sem þannig bað fyrir sér. Hann þaut að brotinni hurðinni, en Stoddard náði í hann og hélt honum. “Guði sé lof að þér eruð kominn, herra minn,” sagði Bates með sinni draugalegu rödd. “Mér virtist eg sjá þetta alt skýrt og greinilega, eins og þegar maður sér á undan ofviðri fjarlæga höfða sem annars eru huldir sýn í dagsljósinu. Eg stóð eins og eg væri heillaður, en mig langar ekkert til að hugsa til þess, jafnvel ekki nú, hvaða áhrif koma afa míns hafði á Arthur Pickering. Það var eins og reiðarslag hefði skift honum í tvent. Hann riðaði og hneig niður og hausinn á honum slettist næstum nið- ur á kné hans. Larry greip í kragann hans og fleygði honum í stól, þar sem hann sat í hnipri og neri hálsinn með höndunum. “Herrar mínir,” sagði afi mnin, “þið virð- ist hafa verið að skemta ykkur. Hvaða persóna er þetta?” Hann benti með stafnum sínum á sýslu- manninn, sem var að brjótast út undan ljósa- hjálminum. “Þetta er nú sýslumaðurinn, herra minn. “Mjög óþarflegur maður, er eg viss um. Jack, hvað hefir þú gert til að ónáða sýslu- manninn svona. Vissir þú ekjci að ljósahjálm- urinn var líklegur til að drepa hann. Hann kostaði mig þúsund dali, herrar mínri. Þið eruð kostbærir gestir. 0g Morgan og Ferguson líka. Jæja, Jæja, eg hafði betra álti á ykkur en þetta. Góðan daginn Stoddard. Svolítið starf fy-rir strísðkirkjuna. Og þessi heiðurs- maður? Hann átti við Larry, sem nú í fyrsta skifti á æfinni var gersamlega orðlaus. “Mr. Donovan, vinur heimilisins,” svaraði Bates. “Þykir vænt um að kynnast yður, er eg viss um,” sagði gamli höfðinginn. “Þykir vænt um að þetta heimili a vin. Það vriðist eiga nóga f jandmenn, ’ sagði hann raunalega er hann leit á umganginn í herberginu. Gletni í svip hans gerði mig samt öruggan, þótt eg ennþá stæði mállaus af rundrun. Og Pickering!” Rödd gamla mannsins var glaðleg. Eg mundi að hún var það altaf áður en ó'veðrið datt á. “Jæja, Arthur, Mér þykir vænt um að hitta þig hér við að gæta hagsmuna dánarbús míns og hætta lífi þínu í ofanlálag. Bates!” “Já, Mr. Glenarm.” “Þú hefðir átt að kalla mig fyr. Mér þótti reglulega vænt um þennan Ijósahjálm og þessi húsgögn voru hreint ekki sem verst. Nú breyttist rómur hans skyndilega. _____ Hann benti á leigutól Pickerings eiun eftir annan með göngustafnum. Það var eitthvað hræðilega ákveðið að mér fanst við þennan göngustaf afa míns. “Farið þið út!” skipaði hann. “Bates sjáðu til að þessir fuglar fari út af landareign- inni'. Og sýslumaður, væri eg í yðar sporum gætti eg mín vel hvað eg segði um þetta eftir*á. Eg er dauður maður kominn aftur til þessa heims á ný og veit.miklu meira um það, en eg vissi áður en eg dó. Herrar mínir. Ekkert kennir manni meira, en að hverfa um stund úr þessum glaða og skemtilega heimi okkar. Eg ráðlegg ykkur að reyna það.” Hann gekk í hring í stofunni, hraðgengur og tindilfættur eins og honum var lagið, en Stoddard, Larry og eg ströðum á hann. Bates var að hjálpa hálfrotuðu yfirvaldinu á fætur, Morgan og félagar hans reikuðu og skriðu út úr herbergiuu og báðu í sífellu fyrir sér til æðri valdanna að hjálpa sór gegn hinu illa. Pickering sat þegjandi, óviss hvort hann sæi anda eða mann með holdi og blóði, og Larry hélt sig nálægt honum til a£ sjá um að hann kæmist ekki í burtu. Eg held að við höfum allir verið eins og böm, sem foreldramir hafa hitt við eitthvert ódæði. Afi minn leit á bæk- urnar á hillunum með rósemi, sem var óþolandi. Hann staðnæmdist skyndilega fyrir fram- an grafskriftina, sem eg hafði gert eftir hann og hafði dregið stafina með nákvæmni og neglt spjaldið á eina hilluna, til þess að sjá betur á því missmíði við síðara tækifæri. Gamli maðurinn dró upp gleraugu sín og stóð með hendurnar fyrir aftan bakið og las. Þegar lestrinum var Iokið, kom hann til mín þar sem eg stóð. “Jack!” sagði hann. “Jack, drengurinn minn!” Rödd hans skalf og höndin, sem hann lagði á öxl mína titraði. “Marian” — hann lit- aðist um eftir henni', en hún var horfin. “Það er rétt eins gott,” sagði hann. “Þetta herbergi er ekki uppbyggileg sjón fyrir konu.” Eg heyrði í þeim svifum létt fótatak í veggnum. Pickering heyrði þetta líka og augu okkar mættust sem snöggvast. Mig sveið í hjartað er eg hugsaði um hana. Mér fanst Pickering sjá það og gleðjast. “Þeir eru allir farnir, herra,” sagði Bates er hann kom inn í herbergið. “Og nú, herrar mínir,” hóf afi minn máls um leið og hann fékk sér sæti, “verð eg að biðja yðar afsökunar. Aðeins tvær persónur vissu um þetta leyndarmál mitt. önnur þeirra var Bates.” Hann stansaði og við hrópuðum upp af undrun, en hann hélt áfram og var glaður yfir undrun okkar, “og hin var Marian Devereux. Eg hefi oft séð að eignir dáinna manna lenda í skökkum stað, eða verða að bit- beini í vargakjöftum lögmanna. Stundum,” og nú hló gamli maðurinn, “er skiftaráðandinn óráðvandur eða duglaus. Eg hafði gersamlega ranga skoðun á þér Pickering. Þú skuldar mér mikla fjár upphæð. Þú varst svo himin lif- andi glaður, er þú heyrðir um dauða minn, að þú gekst ekki úr skugga um hvert það væri í raun og veru svo. Þú gerðir þig ánægðan með sögusögn Bates. Og eg verð að játa að Bates gerði það snildarlega.” Pickering stóð á fætur og varð sótsvartur í framan. “Svikarinn þinn, meinsærismaðurinn þinn,” sagði hann og benti á Bates. Lögin skulu jafna um þig.” “Auðvitað framdi Bates meinsæri,” sagði afi minn rólega. Bates falsaði' vottorðin um dauða minn, en vel má vera-----” “Það var gert í góðum tilgangi, herra minn,” sagði Bates. “Og í réttlátum tilgangi,” sagði afi minn. “Eg fullvissa þig um það Pickering að eg mun V vernda Bates. Hin ríkulegu bréf hans, sem lýstu fyrir mér hinu einkennilega sýnishorni umönnunar — og fyrirhyggj usemi þinnar um velferð Jacks, eru virði mikillar fjárupphæðar. En Bates-------” Gaml imaðurinn var nú í essinu sínu hann hló og lagði' höndina á öxl mína. “Bates það var slæmt að eg fékk öll þessi skeyti frá þér í einu. Eg var í einum þessum Sahaibyck á Nílfljótinu og þeir bera ekki heim bréfin manns þar í egypsku sveitunum. Sím- skeyti þitt kallaði mig heim áður en eg fékk bréfin þín. En hamingjunni séu þakkir fyrir að þú ert lifandi, Jack!” Þessi orð voru mælt af sannri tilfinnmgu og eg held að við höfum allir verið hrærðir af að heyra þau. j “Amen,” sagði Bates. Og heyrðu nú Pickering, áður en þú ferð, ætla eg að sýna þér dálítið viðvíkjandi þessum fjársjóðum, sem hefir orðið þér, og eg heyri' öllu héraðinu að svo miklu áhyggjuefni. Eg er hissa á þér Jack, að þú skyldir ekki finna þetta. Eg útbjó þetta til þess að gefa þér dæmi í byggingarlistinni'. Bates færðu mér stól.” Maðurinn kom með stól og lét hann hjá arninum. Afi minn steig upp á hann, greip í einn brons kertastjakan sem var fyrir ofan arinhylluna og sneri henni við. Bates fór eins að við samskonar kertastjaka hinumegin. í sömu andrá heyrðist marra í einhverskonar skrá, og opnuðust þá dyr fyrir ofan arininn, sem sýndu stálhurð á bak við. “Herrar mínir,” sagði' afi minn dálítið háðslega — sjáið hér fólgna fjársjóðinn! Þetta hefir reynst betri felustaður, en eg gat búist við. Það er ekki mikið hérna, Jack, en nóg til þess að endast þér um hríð.” Við störðum allir á þetta og gamli' maður- inn var auðsjáanlega í sjöunda himni yfir því, hversu undrandi við vorum. Hann hafði sjálf- sagt hlakkað mjög til þessarar stundar. Það var sigurhrós heimkomu hans og upprisu, og hann sneri húninum á peninga skápnum. Bates gekk þá þangað og hjálpaði honum til að opna stálhurðina. Kom þá í ljós lítill stálskápur, er festur var í reykháfinn með tveimur stál lásum.. Á hyllunum í skápnum voru margir bréfa- bögglar bundnir með teygju böndum. “Jack,” sagði afi minn. “Þú vildir ekki verða byggingameistari og ekki ertu mikill vélfræðingur heldur, annars hefðir þú séð að þiljumar voru miklu stærri en þær þurftu að vera. Þarna eru tvö hundruð þúsund dala virði í verðbréfum. Þau eru góð. Við Bates létum þau þarna rétt áður en eg fór til Ver- mont til að deyja.” “Eg barði á þessar þiljur oft og tíðum,” sagði eg. “Auðvitað,” sagði afi minn, “en það þýðir ekkert þegar stál er á bak við. Eg reyndi það sj^lfur áður en eg fór.” Hann hló og strauk höndunum um hnén. “En þú fanst villudyrnar og það var þó nokkuð.” “Nei, eg fann þær ekki einu sinni. Dono- van á heiðurinn skilið fyrri það. En hvernig datt þér í hug að grafa þessi göng, ef þér er sama að segja frá því. ?” “Hann hló glaðlega. Þau voru uppruna- lega skurður fyrir gaspípur, sem leiddu jarðgas um bygðina. Einu sinni var stór gasstöð rétt við húsið héma. Dældi hún gasinu í aðal æðina sem lá til bæjanna hér fyrir vestan. Gasið hvarf og pípurnar voru teknar upp áður en eg fór að byggja. Mér mundu aldrei hafa dottið í hug þessi göng, hefði skurðurinn ekki verið hér. Eg dýpkaði hann og breikkaði dálítið og setti húð af ódýru sementi innan í hann alla leið til kirkjunnar, litla herbergið, sem eg faldi í víxlana hans Pickerings var gamall kjall- ari undir húsi yfirmannsins við gasstöðina. — Mér datt aldrei í hug, að eg þyrfti að fara eftir þessum jarðgöngum mn í mitt eigið hús, en Marian sótti mig á stöðina og sagði mér að hér gengi mikið á, og kom með mér gegnum göngin inn í kjallarann og upp leynistigann, sem vefst í kringum reykháfinn úr því herbergi, sem kertin eru geymd í.” “En hver lék drauginn?” spurði eg, “fyrst þú varst í raun og veru lifandi yfir á Egypta- landi.” Bates hló nú. “Ó, eg var draugurinn. Eg gekk eftir stig- anum við og við til að örfa forvitni yðar og vekja áhuga yðar fyrir húsinu, og þér náðuð mér næstum því einu sinni.” “Eina spurningu enn, ef eg þreyti þig ekki of mikið. Mér þætti vænt um að vita hvert systur Theresa skuldar þér nokkuð fé?” Afi minn sneri sér að Pickering með mikilli reiði. “Bölvaður þorparinn þinn. Systir Theresa hefir aldrei lánað hjá mér einn einasta eyri á allri æfi sinni! Og þú hefir ofsótt hana.”. — Reiðin ætlaði að kæfa hann. Hann sagði Bates að loka-stálhurðinni að skápnum og sneri sér að mér. “Hvar eru þessir víxlar, sem Pickering skuldar mér?” spurði hann, og eg kom með þá. “Herrar mínir, Mr. Pickering hefir farið nokkuð langt í þessu máli. Hvað mörgum hafið þið sálgað ?” “Við vorum rétt að byrja á vígunum þegar þér komuð,” svaraði Larry glottandi. “Sýslumaðurinn kom öllum mönnum sín- um meira og minna lifandi héðan í burtu,” sagði Bates. “Gott er það. Þetta var alt misgerningur og hann mikill,” og afi minn sneri sér að Pick- ering. “Þú ert fyrirlitlegur þorpari Pickeriug! Eg lánaði þér þessa þrjú hundruð þúsund dali til þess að kaupa fyrir verðbréf, er gæfu þér betri aðstöðu í járnbrautarbraski þínu. Síðast þegar þú sást mig, fékstu mig til að létta af þeim veðin til þess að þú gætir keypt meiri hlutabréf. Og þegar eg er dauður þá hélstu að þú gætir fundið víxlana og eyðilagt þá og með því væri sú skuld þín úr sögunni, og hefðir þú verið nógu sniðugur til að finna þá, hefðir þú mátt eiga þá og verið velkominn að þeim. En eins og nú standa sakir, má Jack eiga þá. Sýni hann þér nokkra vægð að innheimta and- virði þeirra, þá er hann ekki sá, sem eg held að hann sé.” Pickermg stóð á fætur, tók hatt sinn og sneri sér að brotnu hurðinni. Hann stansaði eitt augnablik, eldrauður í framan af ilsku. “Afgamli hálfvitinn þinn!” grenjaði hann að afa mínum. Gamli vitleysingurinn þinn, eg óska til guðs að eg hefði aldrei séð þig. Þ,að er engin furða að þú gengir aftur. Þú ert hrekkj- óttari en djÖfullinn og of níðingslegur til að geta drepist!” Hann sneri sér að mér og ætlaði víst að gefa mér samskonar ofanígjöf, en Stoddard greip í hnakkabindið á honum og fleygði hon- um út. Nokkru síðar sáum við hann ganga yfir engið í áttina til skólans. XXVII Kapítuli John Marshall Glenarm hafði líklegast aldrei á æfi sinni verið eins hamingjusamur og þennan dag, sem hann kom heim aftur. Hann hló að okkur og með okkur. Og er hann fór um húsið og útskýrði fyrirætlanir sínar um full- gerningu þess, þá stríddi hann okkur öllum á sinn einkennilega hátt, sem eg hafði óttast svo mjög í æsku minni. “Ef þú hefðir haft uppdráttinn þá mundir þú hafa Iosnað við öll þessi vandræði, en þessi litla mynd af “Villu dyrunum”, var hið eina sem eg skildi eftir mig. Og þú fanst það, Jack. Þú last í raun og veru í þessum góðu bókum mínum.” Hann lét okkur alla fara til að hreinsa til í húsinu og hjálpuðum við Bates til — leyndar- ráðinu sjálfu, — hinum leyndardómsfulla — og óskiljanlega, hinni reglulegu hetju viðburð- anna í Glenarm húsinu.' Hann leiddi okkur gegn um leynistigann, sem hann hafði' komið í gegn um, sem var milli falskra veggja. Þar lékum við drauga hvorir fyrir aðra, til þess að heyra hvemig fótatakið bærist um húsið. Margt þurfti að útskýrast, og eftirsjá afa míns yfir að hafa stofnað mér í þvílíka hættu, var einlæg og löngun hans að bæta fyrir það, svo innileg að eg varð hrærður af því. Hann lét mig lýsa öllum viðburðunum, sem gerst höfðu um þann tíma sem eg hafði dvalið þama og hlustaði eins og glaður dreng- ur á æfintýri mín.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.