Heimskringla - 25.05.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.05.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. MAí 1938 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA L mm llluminated fbi’ Siqht Attraitiens Mynd þessi er af Osborne Stadium, þar sem samkoman til arðs fyrir sumarheimili barna á Hnausum fer fram 22. júní n. k. Sjá grein um samkomuna á fyrstu síðu. ný. Systkini hans hér eru greind og vel gefin. Gísla Markússon þekti eg einnig. — Bróðurson hans, Einar M. Ein- arsson skipherra á varðskipi hér við strenudr landsins, dvaldi hjá mér tíma úr vetri, ætlaði að reyna að ná út enskum togara er strandaði, en náðist ekki. — Einar er viðfeldinn og duglegur maður, og hefir lukkast að ná út strönduðum skipum. Allmarga aðra kannast eg við, bæði af ættartölum og öðru. En sendi þér þér hér með dá- lítið um gömlu Öræfingana, og máttu gera við það sem þér sýnist, og ert frjáls að því frá mér. Verð eg að biðja þig að lesa í málið, því eg er ófær að skrifa, svo að sumir stafir verða ráðgáta, og er því kunnugum helst bjóðandi. Héðan eru litlar fréttir, öllum líður vel. Nú er hér alauð jörð og 7 stiga hiti á Celcíus. í vetur hefir hér verið lítill snjór og væg frost. Þó að sumarið væri þerrilítið, og hey yrðu í minna iagi, þá komast menn af með hey, en urðu að kaupa dálítið af síldarmjöli í fóðurbæti. í línum þeim er eg sendi þér síðast mun eg hafa gleymt að svara þér því er þú baðst mig um viðvíkjandi Helga mínum. Hann vill ekki að sagt sé neitt um sig, og hann mun ekki eiga mynd af sér. Hann vill gera svo mörgum sem unt er greiða, án þess að nefna borgun, og því bera allir er hann þekkja hlýjan hug til hans. Þegar eitthvað þarf að bæta upp á: rafleiðslur, radíó-tæki, rafeldavélar, sauma- og prjónavélar og fl., þá hefir verið leitað til hans, og hann get- að hjálpað. Hann hefir gengið að öllum vanalegum heimilis- verkum. Er afkastamikill og viðfeldinn í geði. Hann er fædd- ur 16. marz 1893. Eg bið þig að fyrirgefa þessar línur og bera kunningjum min- um er þú hittir kveðju mína. — Með hugheilum beztu óskum og kærstum kveðjum til ykkar hjónanna. Þinn einlægur vinur, Ari Hálfdánarson ÖRÆFINGAR Af því að eg vildi stuðla til þess að félagsskapur, og samtök gömlu Öræfinga — nú fyrir 80 árum — falli ekki með öllu í gleymsku þegar við gömlu mennirnir erum burtkallaðir, þá ætla eg í fáum orðum að minn- ast á samtök þeirra í kaupstað- arferðum. f þá daga voru þær langar og erfiðar. — Engir vegir ruddir, engin kelda brúuð, hvað þá stærra vatnsfall. Enginn kaup- staður milli Eyrarbakka að vest- an og Djúpavogar að austan. Áður farið var að búa sig í þær ferðir, komu ráðhygnustu bændurnir sér saman um, að hvenær ferðin skyldi farin. Voru þá send boð um alla sveitina hvenær skyldi fara á stað. Eng- inn skyldi fara úr áfangastaðn- um, Kvíármýri — ef austur var farið — fyr en síðasta lestin væri komin þangað. Þegar það- an var farið, var það orðin ein lest, þó menn væru frá 30 heim- ilum. f öðrum sveitum var hún kölluð “Öræfalest” því aðrar sveitir voru ekki- saman í einni lest. Fyrir þennan félagsskap gátu þeir oft fengið betra verð fyrir vörur sínar, sem aðallega var ull, tólg og lítið eitt af tó- vöru —i sokkum —• og einnig komist að betri kaupum. Ef þeim þótti verði'ð ekki viðun- andi, þá fóru þeir lengra, og fengu þar betra verð; til Eski- fjarðar austur, og eitt sinn til Reykjavíkur. Voru þó komnir til Eyrarbakka en fréttu, að betri kjör mætti fá í Reykjavík. Þá tíma komu oft lausakaup- menn á seglskipum til landsins, verzluðu þeir á skipum sínum, og buðu oft betri kjör en föstu kaupmennirnir, því þeim kom vel að geta selt vörur sínar fljótt, og tefjast sem minst. — Árið 1858 kom lausakaupmaður á Djúpavog, að nafni Johnsen. Öræfingar verzluðu við hann það sumar, og það næsta, og líkaði fremur vel; lét hann í ljós á- nægju, að fá svona viðskifti' á litlum tíma. Þeir nefndu við hann hvort hann sæi sér ekki fært að sigla til Papóss, tók hann því ekki illa, en lofaði engu. Sumarið 1860, er Öræfalestin var komin áustur yfir Jökulsá í Lóni, kom maður austan af Dj úpavog, og segir þéim að Johnsen sé nýkominn þar á höfn- ina. Taka þá það ráð, að láta lestina bíða en senda 2 menn, Sigurð Ingimundsson og Bjarna Pálsson austur til að semja við Johnsen, og fá hann )t,íl að sigla inn á Papós. Sendimenn koriíu aftur með þau svör, að hann ætli' strax að sigla suður, vindur sé hagstæður og stiltur sjór. Síðan snýr lestin við og suður. Þegar hún er komin á Fjarðareyjar — sem eru austan Papóss — þá kom skipið inn ós- inn. Urðu menn þá mjög glaðir yfir að geta nú stytt kaupferðir sínar um fullan helming vegar við að fara til Djúpavogar. — Sumarið eftir — 1861 — kom Johnsen með timbur í vöruhús, og svo einnig vörur. Þetta var fyrsta vöruhúsið á Papós; hafði hann þar síðan verzlunarstjóra meðan hann átti þá verzlun. — Eftir hann látinn tók við Jörgen Johnsen sonur hans, mikið mannsval, sem lét sér ant um hag viðskiftamanna sinna, eins og sinn eigin. Þá verzlun átti hann í nokkur ár. Fasta verzlun hélst á Papós frá 1861 til 1897, að Otto Túlin- íus flutti hana til Hornafjarðar, sem var þá orðinn eigandi henn- ar. Þessi félagsskapur og samtök með að bæta samgöngurnar, og stytta kaupstaðarferðir, varð það heillaspor, er kom mörgum sveitum að gagni sem má teljast ómetanlegt; ekki einungis þeim 5 sveitum í Austur-Skaftafells- sýslu, heldur líka: Fljótshverfi, Síðu Landbroti, Meðallandi og að nokkru, Álftaveri og Skaft- ártungu, því einnig þaðan verz - uðu menn á Papós áður en verzl- un byrjaði í Vík í Mýrdal, sem mun hafa verið 23 árum síðar lgg4 — að þeir Halldór Jónsson og Þorsteinn hreppstjóri Jóns- son búendur í Vík og jarðeigend- ur þar, pöntuðu vörur frá Eng- landi, er sendar voru svo til Vestmannaeyja, og.þaðan á há- karlaskipi til Víkur og hepnað- ist vel. Synir þeirra Halldórs og Þorsteins í Vík í Mýrdal, búa nú á jörðum sínum, er þeir erfðu eftir feður sína látna: Jón Hall- dórsson í Suður-vík, kaupmaður og bóndi. Jón Þorsteinsson í Norður-vík bóndi, skrifari sýslu- manns þar, og settur sýslumað- ur, þegar hann er fjarverandi, til dæmis á Alþingi. Báðir vel gefnir og áreiðanlegir. Þó að stundum væru svaðil- farir í þessum ferðum, þá settu menn það ekki fyrir sig, töldu það sem annað er ekki væri hægt að komast hjá. Eitt sinn er þeir komu frá Djúpavogi, fengu þeir Jökulsá á Breiðamerkursandi svo vatnsmikla, að þeir voru 6 tíma að reyna að koma lestinni yfir, og mistu þá í hana 17 hest- burði, en gátu um síðir náð, nema 3 hestburðum er fórust alveg. Stúlka ein — Þórunn Pálsdóttir — hraktits af hesti sínum, en var bjargað með naumindum, en einn hestur druknaði. — Síðast druknaði í henni 1877, Hólmfríður Pálsdótt- ir, systir Lárusar hómópata og þeirra mörgu systkina — þá var ekki farið að reyna að fara yfir Jökulsá á Jökli. f þessum ferðum skemtu menn sér oft á ýmsan hátt, einkum á heimleið, með söng, samræðum, glímum og fl. Höfðu menn oft margs að minnast frá þeim ferðum þá er fundum bar saman síðar. All mikinn útbúnað þurfti í þessar ferðir: góðan reiðing á áburðarhesta, gjarðir til vara, skeifur, nagla, hamar og naglbít að járna með í áföngum, síðast var gengið frá nesti sem átti að duga báðar leiðir. Mest var haft af hörðum þorski, því hann var léttur í flutningi, og altaf jafn góður, en það varð að berja hann mjög vel, svo hann yrði vel mjúkur. Héðan voru þessar ferðir til Eyrarbakka, 3 vikur þegar vel gekk. Vegurinn var mikið lengri þá, þegar engir vegir voru lagðir, og alt óbrúað, þá varð að krækja mjög oft fyrir mestu ófærur, og ferja á bátum menn og flutning yfir stórvötn, en reka hestana á sundi ýfir, hvernig sem viðraði, og var það tilfinnanlegt. Ull og aðrar vörur fluttu öræfingar í pokum, er þeir unnu sjálfir, úr faxhári, bandið í þeim var tvöfalt, með ýmsum háralit, hafðir röndóttir og tenntir — annar þráðurinn hvítur, hinn svartur eða rauður, eins og fallegast þótti. Voru hafðir samlitir pokar á hverjum hesti,. Þótti lestin líta því bet- ur út, sem þeir voru betur litir. Skinn voru höfð á þeim til að hlífa nuddi undir reipunum sem bundið var með. Reipin voru rist úr nautshúðum—önnur reipi voru ónýt. Nokkrir gömlu öræfingarnir voru velgefnir á ýmsan hátt. — Jón nokkur Einarsson í Skafta- felli. Forfeður hans 8 höfðu búið þar. Hann var vel að sér í landafræði, kunni vel dönsku, Þýzku, nokkuð í latínu, grísku og hebresku, hagur á tré og járn; smíðaði til dæmis byssu með koparhlaupi, vagn með eir hjólum, var heppinn læknir, samanber: Þorvaldur Thorodd- sen, um Austur-Skaftafellssýlu 1894. Andvari, bls. 65. Gömlu mennirnir voru bæn- ræknir. Þegar þeir fóru frá heimilum sínum í ferðalög, og eins til kirkju, tóku karlmenn af sér höfuðfötin, og lásu í hljóði vegabæn, faðirvor, blessunarorð- in og signdu sig. Sama gerðu þeir er þeir fóru að morgni úr áfangastað í kaupstaðarferðum. Á sunnudögum lásu þeir í helgi- dagabók, í tjöldum sínum og sungu sálma eins og heima. Þeir héldu við húslestrum alla helgi- daga, á miðvikudögum á föstunni og kvöldlestrum er þar tilheyrðu. Passíusálmar voru ætíð sungnir um föstutímann og hugvekjur lesnar. Ýmislegt hefir breyst í ör- æfum síðan, bæði helgisiðir og fleira, og þó að framfarir hafi ekki verið stórstígar þá hafa menn hér mörg þægindi sem ekki' þektust í fyrri daga. Nú eru vörur fluttar héðan, og hing- að á mótórbátnum “Skaftfell- ing” — 60 tonna. — Hann legst hér við fjöruna fram af bænum þegar sjór er slíkur, og þar skip- að upp vörum, og út því sem fer með honum til baka. Allir hafa nú kerrur til allra flutninga og hafa því mikið get- að fækkað hestum. Rafleiðslur eru á öllum heimilum, frá bæjar- tækjum — nema 2 — og vatns- leiðslur eftir pípum alstaðar í bæina; sú lengsta er þúsund fet, pípulengd. Á öllum bæjum er móttökutæki frá útvarpi Reykja- víkur og víðar. Póstferðir eru hér 26 á ári, á hálfs mánaðar fresti. Strand- ferðir, eimskip, til Hornafjarð- ar eru nú frá Reykjavík 16, og frá Hornafirði til Reykjavíkur 15 á ári, svo nú er hægara að bjarga sér en í gamla daga. Við hér, megum því ekki gleyma þeim sem fyrstir urðu til að bæta samgöngur hér, og voru brautryðjendur að því mikla mannkærleiksverki, sem mörg- um þúsundum urðu til ómetan- legrar hagsældar — að ógleymd- um “þörfustu þjónunum.” . “Eftir lifir mannorð mætt, þótt maðurinn deyi”. Þeir hafa sjálfir reist sér minnisvarða eftir sinn dag þótt aðrir hafi haft lítið við að minnast þess, sem skyldi', góðverkin ættu að lifa, en ekki gleymast. Johnsen var afi þeirra bræðra: Gísla Johnsen konsúls — f. 1881 — og Sigfúsar Maríus Johnsen — f. 1886 — lögfræðingur, báð- ir nú í Reykjavík. Móðir þeirra, nú dáin, var Anna Sigríður — f. 1855 — fædd og uppalin á Hofi í öræfum, dóttir hjónanna þar: Árna Þórarinsson og Steinunn- ar Oddsdóttur. Bróðir hennar er enn á lífi, og er í Canada, Sveinn Árnason Skaftfell, fæddur á Hofi 6. okt. 1859. — Fagurhólsmýri. Ari Hálfdánarson TIL VINA OG KUNN- INGJA VESTAN HAFS Þið báðuð mig þess, þegar eg kvaddi ykkur, að skrifa sem fyrst og segja hvernig heimferð- in gengi. — Eg hefði meira en gjarna viljað verða við þessari bón ykkar og helzt að skrifa ykkur öllum línu, það væri bæði skylt og kært, svo ant sem þið létuð ykkur um minn hag með- an eg var vestra, en þegar hing- að er komið í heimsborgina, er um annað að hugsa en bréfa- skriftir og ætla eg því að biðja “Heimskringlu” að vera bréf fyrir mig í þetta skifti'. Alt hefir gengið ágætlega það sem af er leiðinni. Eg byrjaði ferðina með því að dvelja 4 daga í Toronto á austurleiðinni, var þar í besta yfirliti hjá Fords-hjónunum (Valdheiði Briem frá Riverton og manni hennar), hitti þar í borg nokkra fleiri ágæta landa og naut gestrisni þeirra og vin- semdar. Fords-hjónin voru svo væn að fara með mig til Niagara- fossanna fögru og tröllauknu. Vorið var í algleymingi þarna rétt um sumarmálin: trén al- laufguð, jörðin iðgræn og ávaxta trén í fullum blóma. Bærinn og landið í kring er gullfallegt. Ferðin yfir hafið tók okkur 9 daga, en veðrið var svo gott all- an tímann, að fáum eða engum datt sjóveiki í hug. Aðbúnaður allur Ííka hinn bezti á skipinu, svo þessir dagar urðu sannarlega Þér sam noti8— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.t LTD. Biryðir: Henry Avb. Eait Sími 95 551—95 552 Skrlfgtofa: Henry Argyie VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA hvíldar — 0g hressingardagar, sem menn notuðu til að sofa, éta og sóla sig. — Um þetta leyti ars er fremur fátt um ferðafólk, svo olnbogarúm var nóg á skip- inu. Samferðafólkið, sem eg hafði mest af að segja, var Ásmundur Jóhannson frá Winnipeg og frú hans, ágætir ferðafélagar að öllu leyti. Við höfðum kvöldvökur í hí- býlum þeirra hjóna á skipinu á hverju kvöldi og lásum hátt til skiftis ýmist í Njálu eða í “Kvöldræðum” séra Magnúsar Helgasonar. Höfðum “ágætan tíma eins og þið segið fyrir vestan. ^ Suður-England er frjósamt og fagurt, var baðað í sól, er við sigldum inn til Southampton í gærdag. — Eg á til góða þriðja vorið að þessu sumri — á fs- landi. Það verður nú þrátt fyrir alt það fegursta spái eg. Nú liggur fyrir að skoða það sem hægt er að komast yfir af stórvirkjum þessarar miklu borgar og að hafa sýningu á ís- leizku heimavinnunna hjá fjöl- mennu kvenfélagi hér í bæ. Eg vona að eg fái tíma til að skoða sýninguna í Glasgow í heimleiðinni og e. t. v. að heim- sækja skozku eyjarnar, en þær hefir mig lengi' langað til að sjá. Svo bið eg ykkur öll vel að lifa. óska og vona að ykkar fagra og góða land fái nú hag- stæð veðraföll og góðar og frjó- samar tíðir á komandi sumri. Með þakklæti og vináttu, Halldóra Bjarnadóttir Um kosningarnar í Saskatchewan má margt heyra og lesa síðan Aberhart skarst í þann leik. Þeir sem fylgja að málum stjórninni' í Saskatchewan segja ljótar frétt- ir af þeim karli, hvað hann sé ósvífinn og kærulaus um stjórn- arskrána og góðar og gamlar venjur. Sú góða og gamla venja (svarar hann) sem stjórnin í Saskatchewan vill að haldist, er sú að sitja í hálaunuðum em- bættum og taka lán á lán ofan með háum rentum, upp á fólks- ins reikning, þangað til fúlgan er orðin svo gífurleg að taka verð- ur lán til að borga renturnar — og það er það sem nú er gert í því fylki, (segir hann). Þá er honum sendur tónninn, heldur en ekki: að hann æsi almenning með falsi og trúarlegu moldviðri' og ætli sér einræði á sléttum þessa fagra og frjósama lands. Þess þarf varla að geta, sem alkunnugt er, að Mr. Aberhart hefir munninn fyrir neðan nefið og lætur ekki standa upp á sig, þegar orðum skal beita. Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild Annual Lilac Tea The Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild will hold its an- nual lilac tea at the school, 652 Home St., on Fri., June 3, from 2.30 to 11.30 p.m. Mrs. Elenborg Hansson will superintend at the apron and novelty booth. Mrs. T. E. Thor- stemsson will take charge of the home cooking sale. Two quilts embroidered in the school colors will be on dispíay. A profusion of lovely lilacs, brought from the home of Mrs. A. S. Bardal, president of the guild, will add to the beauty of the rooms. Miss Betty McCaw will convene. Betty McCaw, sec.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.